Heimskringla - 11.07.1923, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.07.1923, Blaðsíða 1
 VerSlaoB ROYAV, CROWK gefi» fyrir Coupons SOAP og Senðll! eftir veríllsta tll ' Roynl Crown Soap L,td. 664 Maln St., Wlnnipeg. UIHDQOIT Verðlaun, gefia fyrir Coupons og umbáðir . Sendlí! eftlr verSllsta tll Royal Cnnvn Soap Ltd. 664 Main St., Wlnnipeg. X XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 11. JÚLI, 1922. NCMER 41 Canada. Verkfall í Canada? Pulltrúar frá öllurn verkamanna- sanrtökum í Vestur-Canada hafa á- kveðið að hafa allsherjarfund bráð- lega, annaðhvort í Winnipeg eða Calgary. til þess að rœða um. hvort að verkamenn í Vestur-Canada œttu ekki að gera samhygðarverk- fall með námumönnunum f Nova Scotia. Hugir verkamanna hér vestra hafa mjög snúist að ástand- inu f Nova Scotia. En þar er herlið nú við hendina til að halda öllu í .skefjum. Héðan frá Winnipeg voru hermenn sendir, en þeim mun hafa verið snúið aftur í Ottawa. James Murdock verkamálaráðherra sam- bandsstjórharinnar, er í stöðuguin bréfaviðskiftum við verkainenn, og gerir alt sem honum er unt til að koma á sættum. En hvort að það liefir nokkurn árangur, er eftir að vita. Það sem verkamönnum gremst mest, er það, að herlið skyldi vera dregið saman, eins Víða að og gert hefir verið, og sent til Nova Scotia. Og því hefir verið hreyft, að þetta Empire Steel féiag, sein f sífeldu stríði á við verkamenn sína, sé tek- ið úr höndum þess og fengið stjórn- inni. En hvað sem öllu þessu líður, eru tímarnir mjög, alvarlegir í sam- bandi við þetta mál, og eins líklegt að út af því hefjist eitt hið stór- lcostlegasta verkfall, sem hér hefir nokkwi sinni átt sér stað. Dan Liv- ingstone. forseti United Mine Work ers í Nova Scotia, og ritari James McLach'lan. leiðtogar verkfalls- manna. eru báðir í fangelsi. Ráðuneytið í Ontario. Hið nýja ráðuneyti í Ontario hef- ir nú verið skipað, og er sem hér segir: Eorsætisráðlierra og mentamála- ráðherra: Hon. George I^. Eerguson frá Greville. ' Ráðherra opinberra verka og vega: Hon. George S. Henry frá East York. Fjármálaráðherra. Hon. W. H. Price, K.C., frá Parkdale. Námaráðherra: Charles McCrea, Iv.C., frá Sudbury. Heilbrigðis- og verkamálaráð- herra: Dr. Eorbes Gottfrey, frá West York. Akuryrkjuráðherra: John S. Mar- tin frá South Norfolk. Eylkisritari. Lincoln Goldie frá South Wellington. Ráðherra sölu jarða og skóga: James W. Lyons frá Sault Ste Marie. Ráðberrar án emibætta: Sir Adam Back frá London, Hon. Thomas Crawford frá North-West Toronto, dr. Leeming Carr frá EasbHamilton og J. R. Cooke frá North Hastings. Þingforseti verður kapt. Joe Thompson. f þessu nýja ráðuneyti eru þrír bændur, einn nautgripakaupmaður, þrír lögmenn auk forsætisráðherr- ans, tveir læknar og þrír kaupsýslu menn. alt eflings menn og æfðir f stjórnmálum, að sagt er. Nýja ráðuneytið tekur við völd- um næstkomandi mánudag, en Dru- rystjórnin fer frá. Ekki viðurkendir. Ef nokkrir eru. sem fyrv. forsæt- isráðherra Drury í Ontario, hefir sett í emíbætti síðan kosningadag inn 25. júní, verður þeim sagt upp sftiðunni tafarlaust, af nýju stjórn- inni, og iitið svo á sem sú embætta- skipun hafi verið á því einu bygð, að gæða vildarvinum fráfarandi stjómar. Hagl í Suður-Saskatchewan. Hagldrífa með ofsastormi geisaði í suðurhluta Saskatchew s.I. laug- ardag. Olli það ekki einungis skemdum og eyðileggingu á ökrum og húsum, heldur slö«uðust einnig 3 meijn alvarlega; nokkrir fleiri urðu og illa útleiknir, en sluppu þó hjá slysum. Dað var í Goose Lake héraðinu, sem stormurinn var æsfcastur. Harold Booth, bóndi í grend við McGee, meiddist svo, að honuiu er varla hugað 1 i E. Systir hans meiddist einnig J. F. Oit í söinu bygð, meiddist og :njög. fbúð- arhús Booth. lilaða og aðiar bygg- ingar, fuku um kojl og þannig meiddist fólk það, er un; er getið í Zealandia var 5 þuml. djúpui haglsnjór á járnibrautarpallinum. að hríðinni lokinni. Senatbr Thorne dáinn. Hon. William Henry Thdrne. sdn- ator frá St. John, N. B., lézt s.l. mánudag . Hann fékk senatorsem- bættið árið 1013 hjá konservatíva- stjórninni. Með fráfalli hans eru nú þrjú sæti auð í efri málstofunni. Hin sætin losnuðu við lát senators J. Godbout frá Quebec og senators A. E. Forget frá Banff, Alberta. Hjónaskilnaði. Hjónaskilnaðir hafa aukist og margfaldast f Canada á síðustu ár- um. Herma skýrslurnar, að árið 1913 liafi 59 af hverjum 1000 hjónum skilið, en 1922 544. | Mælist illa fyrir. Það verk efri málstofunnar í sambandsþinginu, að fresta að haf- ast nokkuð að í að, fullgera ýmsa járnhrautarstúfa í VesturCanada, mælist afar illa fyrir. Forke, sam- bandsþingmaður frá Manitoha, Bracken forsætisráðherra og Far- mer borgarstjóri í Winnipeg, liafa allir lýst þvf yfir. að lietta bæri vott um, að senatið hefði mjög daufa heyrn, er um kröfur Vestur- landsinS væri að ræða. Féð til þessa hefir áður verið ákveðið að veita, ,og það hefði aflað mörgum vinnu. ef á þessu verki hefði nxi verið hægt að byrja. Kornnefnd. Vesturfylkin Alberta og Saskat- chewan eru hætt við að stofna nokkra kornnefnd í ár. En hug- myndinni er mælt að ekki verði gleymt, og á næsta ári verður harð- ara en nokkru sinni fyr unnið að því, að ná kornsöíunni úr höndum þeirra, sem nú hafa hana. Ferðhraði fréttanna. Meðan á slagsmálunum stóð milli Dempsey og Gihbons, suður í Shel- by í Montana í Bandaríkjunum, birtust fréttirnar hér í Winnipeg á fréttaspjöldum blaðanna Free Press og Tribune, þrem mfnútum eftir að viðburðirnir skeðu. Þegar annar hlaut skeinu, mátti lesa frétt- irnar af því á spjaldinu úti fyrir dyrum blaðanna þrem mínútum síðar. Svona er ferðhraði fréttanna mikill með áhöldum nútíðarinnar. \ Segir af sér. W. J. Smale, sem s.l. 13 ár hefir verið stjórnandi iðnaðarsýningar- innar í Brandon, sagði af sér s.l. föstudag. Vanlieilsa var talin or- sökin. Hver eftirmaður hans verð- ur, er enn óákveðið. Mr. Smale var þakkað verk hans undanfarin ár, og þeim orðum um það farið, að honum hefði hepnast svo vel að gera þessar fylkisiðnsýningar góðar að önnur sýning af þessu tæi væri ekki íbetri haldin í Norður-Ame- í'íku. Kynnir sér sfcjórnarxínsölu. Dómsmálaráðherra R. W. Craig lagði af stað s.l. föstudag til British Columbia. Ætlar hann að kynna sér fyrirkomulagið á stjórnarvín- sölu þar, til þes sað færa sér í nyt, þegar stjórnin hér tekst hana á hendur. Önnur lönd Fyrir dauðans dyrum. Fyrv. forsætisráðherra Bretlands. Bonar Law, er sagður svo hættu- lega veikur, að læknarnir, er hann stunda, telja að honum g«ti ekki enzt líf nema aðeins fiáar vikur. Deyja af hita. í.mið- og austurhluta Bandaríkj- anna deyr fólk af hita í hundraða- tali, að sagt er. Hveitiverð. Bandaríkjaþingið kvað hafa í hyggju að setja lögákveðið verð á hveitikorn. Fyrir mælinn á bóndinn að fá $1.50. Hreyfimyndahúsin vel sótt. Um 40.000,000 manna sækja hreyfi myndahúsin á Bretlandi yfir vfk- una. Að jafnaði genguf því hver maður einu sinni á viku á leikhús þessi. Bifreiöaslys. SðustU vikuna í júní dóu 38 af bifreiðaslysum í Bandaríkjunum, og 184 slösuðust. ■ Tekjur bóndans. Samkvæmt nýútkomnum skýrsl- um. eru tekjur bóndans í Banda- ríkjunum $465 á ári. í tölum þessum er ekki aðeins innifalin vinna bónd an^ heldur og vextir af fé hans, ef nokkrir eru, og vinna konunnar og barnanna, sem ekki er gott 'i? gera sér grein fyrir að sé engin. 20 ára fangelsi. Eiiis og menn muna. var minst á það fyrir skömmu í Heimskringlu, að íslenzkur lögfræðingur frá Da- kota, Guðmundur Grímsson að nafni, hefði hafið rannsókn út af láti ungs manns frá Dakota, er Ta- bert hét, suður á Florida. Afleið- ingih af þessu er nú orðin sú, að formaður þrælahaldsstofnunarinn- þar, Thomas Walter Higginhotliam hefir verið dæmdur sekur um að vera orsök í dauða Taberts, og hefir hlotið 20 ára fangelsísvist fyrir. Þetta þrælahald þar syðra hefír og verið afnumið að löguin. Það er því ekki smáræðis mannúðarverk, sem þessi íslendingur hefir unnið þarna syðra, enda er hans mjög get- ið í enskum blöðum fyrir dugnað- inn. sem hann sýndi í sambandi við þetta mál. Friður. ilrrfurnar um frið rg sátt milii þjóðanna á Lausannefundinum eru hinar beztu. Það er herint, að alí- ar þjóðirnar þar hafi komið sér saman um aðalatriðin, sem 'þeim har á milli. En það voru fyrst og fremst skuldir Tyrkja og skaðabóta- skuldir Grikkja. Falla hvortveggja niður. Sambandsþjóðimar skila Tyrkjum skipum og þyf sem þær hafa af hergögnum frá þcim tekið. og alhir útlendur her fer burt af Tyrklandi. Samningurinn um þetta verður að vísu ekki fullgerður fyr en að viku liðinni, en úr því að þjóðirnar á Lausannefundinum hafa komið sér saman'um þessi at- riði, er talið víst, að ekkert standi friði í vegi. Tyrkir þurfa ekki að kvarta undan þessum samningi, því segja má að allar helztu kröfur þeirra séu þeim veittar. Slagurinn mikli. í Shelby 1 Montana leiddu þeir saman hesta sfna Jack Dempsey og Tommy Gibbons, 4. júlí $.1., og börð- nst upp á lif og dauða um frægðina að vera mesti hneifaieikari heims- ins, en svo fóru leikar að þeir urðu jafnir. Dempsey, sem áður hélt heiðri þessum. er því enn óyfirunn- inn. Eftir þvf sem blöðin segja frá> lítur samt út fyrir að fremur hafi verið sókn en vörn af hans hendi, en af svo mikilli list sióst Gihbons, að Dempsey er hér eftir ekki talinn ósigrandi. Aðgöngumiðar að slag þessum. voru seldir á $25.00 hver. þar til 5000 inanna voru komnir inn á áhorfendapallana. En 2000 er síð- ar koinu, voru seldir aðgöngumiðar á $10.00. Er þetta sýnishorn af því, hve mikið fé er í aðra hön'd fyrir þá, sem svona leikum halda uþpi. Eftirherma. Á götunum í Berlín var maður nýlega á gangi svo líkur Charlie Ghaplin, hð engir viltust á, að hann var þar kominn. Fólk þyrpt- ist utan um hann og hann faðmaði það og kysti eins og Chaplin gerir. Margir, einkum stúlkur, hlökkuðu til að sjá sig síðar á hreyfimyndum í faðmi Ohaplins, en þegar fólk átt- aði sig á því sem gerst hafði, kornst það að raun um að vasar þess vroru tómir, og að þessi maður hafði með þessu bragði verið að stela fé af þvi. Heimili. * Það er alment sagt, að heimilið sé helgasti verustaður mannsins. En heimilin eru misjöfn og eiga oft lítið sameiginlegt annað en nafnið. Heimili fjölskyldu einnar — manns. konu og tveggja barna — í Mans- field, Nottinhamshire á Englandi, var svínastía. Þau gátu ekki fund- ið neitt annað skýli yfir sig. Lengi bjuggu þau þar samt ekki, því þeg- ar bæjarstjórnin komst að þessu, var þeim útvegaður vistlegri sami- staður. * ' -s * . Efla herinn. Frakkland heldur áfram að bua sig undir stríð. Á Englandi vakti það ógeð fyrir skömmu, hve flug- floti Frakklands væri óðum aukinn. En nú nýlega hafa Frakkar byrjað að smiíða 4 gríðarstóra neðansjávar- báta. Kostar hver þeirra um $1.- 875,QPO. Það lítur s\ro út sem Frakk land gerði ekki ráð fyrir að stríðið mikla hafi verið sfðasta stríðið. ------------x------------ Síofnun sögufélags. Eins ofr auglýst var í íslenzku blöðunum, hélt kapteinn Sigtrygg- ur Jónasson fund með íslendingum í þessum bæ, síðastliðinn fimtudag til að ráðfæra sig við þá um stofn- un sögufélags meðal Yestur-ls- lendinga. Hann skýrði frá hugmyndinni, er fyrir lionum vekti með félagsmynd- un þessari. Sögufélög eru til með- al allra eða flestra þjóða. Til gangur þeirra er einn og hinn sami, sem sé sá, að halda til liaga öllum brotum eða molum. sem sögu þjóðarinnar snerta, og þegar tími er til kominn, að skrifa heildarsögu úr þeim brotum. Hér hefir talsvert mikiu verið safnað af slíkum siögumolum hjá Vestur-íslendingum. En héildar- saga af íslenzka landnáininu hefir ekki enn verið skrifuð. En það virðist mörgum mjög viðeigandi, að nú sé byrjað á slíkum vísi til sögu Vestur-lslendirfga. Er það tvent, sem aðallega mælir með þessu. — annað er það. að 1925 eru 50 ár lið- in síðan að íslendingar stofnuðu varanlega bygð í þessu landi. Hitt er að æskilegast sé, að heildaryfir- litið yfir þann tíma sé skrifað. einkum fyrrihluti þessj af einhverj- um þeim Islendingi, sem lifði á því frumbyggjatímabili, leið súrt og sætt með fruinbyggjunum ^g sagt getur frá því af eigin reynslu. Um þörfina á þessu kemur öllum saman. Og nú hefir einn af- þess- um frumibyggjuin, kapteinn Sig- tryggur Jónasson, sem með réttu | hefir verið kallaður “landnámsfað- J ir” Vestur-íslendinga, af -Imörgum, j liafist handa og gengst pú fyrir að j verki þessu sé hrint af stað. Að- ferðinni til þ.ess lýsti hann á þess- um fiíndi. Er húti sú, að “sögu- félag" sé stofnað og deildir af þvf myndaðar í hverri bygð. Slíkar deildir hafa nú verið stofnaðar í Nýja íslandi, og erindi herra Sig- : tryggs Jónassonar til Winnipeg var ; oinmitt að koma hér á fót sögu- félagsdeild. j Deild sú var stofnuð síðastliðinn í fimtudag í Goodtemplarahúsinu. 1 ! bráðabirgða stjórnarneínd voru i þessir kosnir: Séra B. B. Jónsson. j séra R. Pétursson, Séra Hjörtur J. i Leó, Séra Jóhann Sólmundsson, séra j Rúnólfur Marteinsson, Jón ,T. Bíld- fell og Stefá-n Einarsson. Margir j gengu í félagið á jiessum fundi. j Ncfnd þessi kallar eflaust bráðlega til fundar og gerir þá ráðstafanir j fyrir störfum félagsins. Starfið. sem fyrir þessum sögu- féiagsdeildum liggur, er mikið. Ef kosta hefði átt fáa rnenn til þess að k-y-n verkið af hendi. heföi tii ’þc 's þuift ærið fé. En með þc-ssun. sa-ntökum ætti ]iað sð vera kl-yí; l'iátK fyrlr féleysið Það fyrir- konmlag var ef til y'þ ejni mogu- kik'nn til þess að færast v^ikið í ':i n g. ' Þþtt allir væru einnar skoðunar um þörfipa á þessari söguritiri, komu fram raddir á fundin iin^ úm bað, hvort að rétt-nætt væri, að stofna nú þegar sögufféiag hér. og . 6n þess að ráðíæra sig við Þjóð- ræknisfélag í«lendinga um það, nitð ]iví að verk þetts virtist liggja innan verkahring þess féiag-. Mæltu þeir Amljótur óLnsson, Bcigsveinn Long cg Sigfús Bene- diktsson nieð þvi að það væri gert. Benti hinn' síðasttaldi á, að sér ! fyndist undinn of bráður bugur að ritun sögunnar í heild sinni, og liann efaðist um, að hlutlaust og rétt yrði frá skýrt, ef sú saga væri rituð aí þeim, sem sjálfir tóku þátt í fruinbyggjaglíinunni. Og víst ef um ]>að. að tíma Jiarf oft langan til ; bess að geta séð eða lesið liina réttu þýðingu atburðanna og d]ýminn er ekki ávalt hægðarleikur að kveða upp í svip eða jafnvel af samtíðinni. En auðvitað er ákjósanlegast, að til sé sem mest af skrjfuðum lýsingum af frumhyggjalífinu. svo að ekkert fari forgörðum af þeim þráðum, er voð sögunnar yrði ofin úr. Að slíkt spor væri stigið af sögufélag- inu. áður en það skrifar heildarsögu Vestur-íslendinga, nægði ef til vill í svip. Hitt virtist fundinum samt ákjósanlegra, að heildarsöguritun væri nú byrjuð. Bæði var það. að 0 1 þarna bauðst maður til þess að verja næstu árum til þessa verks, sem fáir hefðu ef til vill átt kost á að sinna, og svo í annan stað efast enginn um það, að hann geti leyst verkið vel af hendi hvað þekkingu snertir, auk þ.ess sein hann ef til vill einn manna á í fórum sfnum ýmsan fróðleik geymdan, sem að miklu haldi kemur og snertir sögu- ritun þessa beinlfnis. Ennfremur þóttti það næg trygging fyrir því, að sagan yrði hlutlaust og rétt skrifuð, að hverri deild sögufélags- ins er falið að rita sögu sinnar bygðar, og að aðaleftirlitsmaður út- gáfunnar er þvi-alt annað en einn um söguritunina. Auðvitað á þetta ekki að skiljast svo, að hinum um- rædda manni, kapteini Sigtr. Jón- assyni. yrði hættara við en öðrum að iíta hlutdrægt á söguefnið. Hver einn maður, scm söguna hefði ritað nú- eftir þeim gögnum sem við hendi eru, hefði verið háður sania lögmáli á þessu tímabili varúðar og vandlætingar. sem andi flestra nú lifir og hrærist í. Með starfi þessa sögufélags ér vonin sú, að bót verði meðal ann- ars ráðin á því, sem nú kemur sér heldur illa, en það er að vita ekki með neinni vissu, hve margir Islend- ingar eru vestan hafs. Það er ætl- ast til a1# nafn hvers Islendings verði skráð. Er það mikið verk að vfsu, en ef þvf er skift niður eins og ráð er gert fyrir, ætti það að vera kleift, að fá áreiðanlega skýrslu um þetta. Sigtrygg-ur Jónasson mun ferðast um íslenzku bygðirnar í sumar, tii þess að stofna sögufélagsdeildir. Að því loknu sezt hann við ritun inn- gangs að sögunni, ástæðum fyrir vesturflutningum og um allar þær eldraunir, er frumöyggjar komust í, alt fram að þeim tíma, er þeir hafa stofn»ð nýlendu og ef til vill fyrstu árin eftir það. Fyrri partur sög- unnar þykir viðeigandi, að verði kominn út á 50 ára afmæli nýlendu- bygðarinnar íslenzku. en það er ár- ið 1925. Alls er gert ráð fyrir að 4 ár gangi til að rita söguna. ---------------xxx--------- Utskrifast úr háskólan- um í Manitoha. Jóhann Marínó Sigvaldason út-, skrifaðist í vor frá Manitoba há- skólanum sem B. Sc. (Bacheror of Science) með fyrstu einkunn (1B). Próf það, er hann tðk- var ekki bú- ið um það leyti sem liáskólinn gaf út skýrslu sína, ,og vegna þess gat hann ekki fengið stig sitt um leið og hinir. sem útskrifuðust 1 vor. Jóhann er 22 ára að aldri. Hann er sonur þeirra hjóna Þórunnar og og Þórhalls Sigvaldason, er lengi bjuggu f Winnipeg. Þórhallur er dáinn fyrir nokkrum árum, og hef- ir ekkjan síðan haft það góða mark mið í lífinu, að koma drengjunum þeirra til menta og leitast við að gefa þeim tækifæri til að njóta þess bezta, sem lífið hefir að hjóða hverjum einum. Þessi ungi maður er mannsefni gott, og hefir hann með ástundun og metnaði, ásamt góðum gáfum, getið sér hvarvetna hinn bezta orð- stír í gegnum skólagöngu sína, sem oft vill verða torsótt. Hann er þegar byrjaður að lesa undir læknaskóla. En í sumarfrf- inu er hann að vinna við mælingar lijá C. N. R. félaginu. ---------xx---------- Frá Rómaborg. Kardínáli van Rossumwæntan- legur fcil íslands. \ Séra Friðrik Friðriksson gengur fyrir páfann. Séra Friðrik Friðriksson sem ver- ið hefir í Rómaborg að undanfórnu, iælur þess getið í bréfi þaðan, aö hingað mur.i koma í sumar kaidf- náli van R j' sum, sem er mjög hátt settur í hirð páfans og á sæti í kúr- íunni eða ráðgjafarþingi páfans. Yísir hefir spurt herra Meulenberg um þessa fyrirliuguðu heimsókn, og staðfesti hann fi-vgnina. Mun kar dínálinn koma hingað 9. júlí í sum vi. Er íslandi mikil sæmd að heiai s^kn þes«j tigna g'.:s‘‘s, og mun ferð hans draga mikla athygli að land- inu meðal annara þjóða. Séra Friðrik Friðriksson fékk á- heym hjá kardínálanum og tók hann honum hið bezta og lagðf hlessun sína yfir hann. v Þá fékk séra Fr. Fr. leyíi til að ganga fyrir páfann og þótti honum þaðvinjög hátíðleg stund. Yar séra Friðrik hinn eini, sem páfinn ávarp aði persónulega. af öllum þeim fjölda manna, sem fyrir hann gekk þann dag. Þeir töluðust við á lat- ínu, og að skilnaði lagði páfinn blessun sína yfir hann og mælti: “Deus Optimus Maximus benedicat te et tuam familiam, terram tuarn et nationem (þ. e: Drottinn hinn æðsti og albezti blessi þig og þína, land þitt og þjóð). (Visir.) ---------xx- I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.