Heimskringla - 11.07.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.07.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, II. JCLÍ, 1922. M0S6ð09OSQOSC^e90e8ðSSG008ðSCC6QC^0S0S*!^CCðCC>ðSCa Að senda peninga. Þeir sem senda þurfa peninga til annara landa, aettu aá senda bankaávísanir. Það er hentugasta leiSin til þess og áreiðanlegasta, og það kostar IílilræSi. SÞkar ávísanir má kaupa á öllum bönkuiii Im- peria! bankans. ÍMPERIAL BANK OF CANADA Riverton útbúið H. M. Sampson ráðsm. Auka-útbú á Gimli. (451) ioesgeosðSoseosðceosðesceðososoccðKseeecðsooðososœ! Vetrarferðalag um fjöll Eftir Stcingr. Matthíasson. (TekiS úr “Islendíngi”.) Prh. í Galtárkofa. Leiðsögumannakofi er við Galt- ará austan við Blöndu, og sögðu þeir hann liggja nokkuð norðan við það, sem við höfðum farið um morguninn. Þangað var nú ferð- inni heitið, og von til að við hefð- um skímu þangað. Og við greidd- um sporið gangandi yfir krapalón- in og ríðandi á vfxl. En ennliá i'laug tíminn. Myrkrið náði okkur fyr en að Blöndu var komið, slóðin var týnd og urðum við að treysta á nýtt vað. Það gekk. Síðan tók við iöng reið niður með Blöndu að aust an og nýir krapalækir og stöðugt hvesti og komið var él og dimm- viðri. Og aldrei ætiuðum við að finna Galtárósa og því síður kof- ann. Gráskjóni var einn farinn að skjálfa og við voruin í þann veginn að siá upp tjaldinu og binda hest- ana á streng — nei — enn skulum við leita og halda svo fram stefn- unni. Glaðir urðum við þegar Galt grá var fundin — við klöngruðumst yfir hana og upp með henni langa leið — og loksins fanst kofinn. Eátt gefur aðra ánægju meiri en að yfirstíga þrautir, þó á undan haldi sé. Og fáir munu geta glaðst meira yfir heimkomu til hiýrra húsakynna og jafnvel hallarsalt, en við þrímenningar og hestarnir við innreiðina í þann óá«jálega, lágt- rjáfaða Galtárkofa, ilmandi af mygluðu, mjóaleggjardjúpu hrossa- taði. Yið fengum okkur “búinn hita' af íðilgóðu feitu ok reyktu fol- aidakjöti, sem Guðbrandur átti í tösku sinni. Átum við þetta á garð- anum eftir að við höfðum breitt þar úr heyinu, sem eftir var í poka- horni, handa vesalings klárunum. En aiðan tjölditðum við utan við kofann og aiborðuðum eftir að við höfðum hitað okkur kakaó og fun- heitt var orðið í tjaldinu af prímus- loganum. “»Strengirnir féllu á yndislegum stöðum” stendur einhversstaðar í Gamla testamentinu, til að tákna ánægjuna við að tjalda í “óasa” eft- ir erfiðan eyðimerkur áfanga. Þó ekki væri yndislegur tjaldstaðurinn á aurugum mel, undir móatiarði, í niðamyrkri nætur og úrsvöium út- synningi, sem iamdi tjalddúkinn og hvein í stögum, þá var yndisleg hvíldin og saðningur sults og við sofnuðum í okkar hlýju hvílupok- um, værar en nokkru sinni, og sváf- um svefni réttlátra til moi;guns og vel það. Daginn eftir var ailgott veður og við ihéldum af stað endurhrestir menn og hestar og Gráskjóni tý- efldastur. Við héldum norður Bugana og bröttu brekkuna, sem við höfðum áður farið í loftköstul- um niður, hestarnir rennandi sér á stertunum og baggarnir eins og hrossataðskögglar niður hjamfönn. Nú fórum við upp brekkuna á öðr- um stað og sneyddum hana með prýði, svo hún var enginn farar- tálmi. Nokkrar krapablár enn, norður Eyvindarstaðaheiði, en hestarnir léttu sér sem hirtir og alt gekk eins og í sögu. “Það var eins og blessuð skepnan skildi’ og vissi af tuggu, fyrst í Ölduhrygg hjá á- gætu gestrisnisfólki og öðru ekki lakara í Ytri-Svartárdal. Þar gisti eg hjá Ófeigi og var í'agnað eins og týndum syni. En hvað þetta alt var gaman — og næsta dag var mín vitjað til sjúklinga og bændurnir á Starra- stöðum og Sölvanesi skutluðu mér til iSauðárkróks í greiðslu fyrir lít- ilsháttar læknishjálp. En satt var það —eg komst ekki yfir Stórastnd. En það var ekki að kenna neinum iilviðrum eða vetr- arhörku heldur afarmikilli hláku. Og eg tek undir með Stephensen sáiuga umtooðsmanni, sem eg eitt sinn heyrði segja: “ísland væri bezta land, ef ekki væru óhræsis hlákumar”. Mér fanát það fals- kenning í bili, en eftir á að hyggja má það til sanns vegar færast — því þaðan stafar mörg óreglusemi og ásetningssyndir bænda. Eg haíði tekið í reikninginn, að einnig væri asahláka á Stórasandi, og við því hafði eg ekki séð, að eg hefði þurft að hafa einum fylgdar- manni fleira og skíðin með og skíöa sieðann til að geta sent hestana til bygða, þegar þeim var ofaukið orð- ið og aðeins til trafaia. Um hitt hafði ’ferðin sannfært mig, að út- búnaðurinn var að öðru leyti góð- ur — því vel hefði eg þolað viku stórhríð inni í hlýju tjaldi, dúðað- ur í mínum gærupoka líkt og ungi I í eggi. Og þó mér máske auðnist ekki að sýna það í verki, þá munu margir aðrir geta ótrauðir á þaö hætt og farið^ yfir okkar fjöil í hvaða illviðristíð sem er, ef aðeins er nógur snjór, og hvað mikill kuldi sem drotnar. Því kuldinn hjá okk- ur er sináræði á við þann, sem tíðk- ast á Grænlandsjöklum eða norður og suður við heimskaut. Og miklir amlóðar erum vér Islendingar, ef okkur hrýs hugur við fárradaga ferð yfir fjöiiin okkar, þegar þeir leika sér að því Norðmennirnir, Peary og fleiri að fara tíu sinnum lengri leiðir yf'ir eyðimerkur, ísa og jökla, þvert og endilangt um heim- skautahéröð ókaldir og ósvangir, en að vísu órakaðir og ófrýnilegir, ó- þvegnlr mánaðarlangt. Erh. JóLann Georg Mendel. Þau hafa orðið örlög þessa manns, að eftir að hafa hvilt í gleymsku eða því sem næst um tvo áratugi eftir dauða sinn, leiftrar nú nafn hans á himni frbegðarinnar í tölu þeirra nafna, sem veröldin hefir mestar mætur á. Mátti sjá þess vott í suinar (1922) á aidaraf- mæii hans; í öllum tímaritum heimsins var hans þá getið og af- reka hans. Má því sannlega segja, að hróður * hans fer fjöllum ofar, enda eiga náttúruvfsindin þesssum manni mikið að þakka, þótt seint séu honum jiakkir goidnar. Pátt er mannkyhinu gagniegra en náttúruvísindi, og þótt gömul séu, þá er samt hin göfugasta grein þeirra fræða tiitölulega ung. ,Er hér átt við iíffræði. Verður ekki talið, að þessi vísindi hefjist með réttu sniði fyr en á 19. öid; allar fyrri athafnir í þeim greinum meta inenn nú kák eitt. En um miðja 19. öld og eftir það hófust iíffræðarann sóknir og komust samfímis tii önd- vegis í heimi náttúruvísindanna við afrek annara eins manna og Dar- wins og Huxleys o. fl. Ollu kenn- ingar þessara manna, einkum Dar- wins, byltingum í náttúruvísindum, heimspeki og iífsskoðunum manna; voru þá fáir menn þeim frægri. Alt öðru máli gegndi um einn mann úr þessari samherjasveit, þann sem nú skai farið um nokkrum orðum hér. Meðan veröldin stóð á öndinni af eftirvæntingu eftir árangri rann- sókna Darwins, var hijótt um nafn hans. Hann vann verk sín í kyrþey en með þeiri trúmensku og hugviti kð nú eru rannsóknir hans og rann- sóknaraðferðir undirstaða hverjum þeim manni, sem kynna vili sér þá grein líffræði, sem þessi maður skapaði fyrstur; þessi fræðigrein hefir verið köiluð ættgengi og ræð- ir um arfgengi og arfnæmi með öll- um verum, hvort sem eru dýra- eða jurtakyns. Mendél hét að skírnarnafni Jó- hann og fæddist í Heizendorff í Schlesíu, þeim hlutanum, er iá til Austurríkis, í júlímánuði 1822. YaV ekki meira haft við hann en svo, að menn vita ógerla fæðingardag hans, og leikur á tvennu, 20. eða 22. júlí. Hann var bændaættar. Hann gekk í æsku á skóla og bar þá þeg- ar af jafnöldrum sínum að námfýsi og iðjusemi; einkum var honum þó viðbrugðið um þekking á grösum og jurtum og áhuga á þeim fræð- um, er þar að lúta. Að loknu iatínu- skóianámi tók hann munkvígslu og gekk í Königinkloster í Brunn (ár- ið 1843); síðar tók liann prestvígslu. Þá tók hann sér nafnið Gregor. Lagði hann í fyrstu stund á guð- fræði í kiaustrinu, en héit þó jafn- framt trygð við náttúruvísindin, svo að yfirmönnum hans í klaustr- inu Tanst mikið til um; sendu þeir hann jiá á kostnað klaustursins til háskólans í Yínarboig, og þar dvald ist liann í fjögur ár og gaf sig ein- ungis við náttúruvísindum. En síðan varð hann skólakennari í Brunn (1854) í náttúruvísindum og eðlisfræði og hélt því starfi um 14 ár eða til 1868; þá varð hann ábóti eða forstöðumaður í klaustrinu og; var það til dauðadags (1884). Drógst! hann þá nokkuð frá fræðigreinum j sínum sökum deilna þeirra, er þá I hófust um skiinað ríkis og kirkju, j. og tók mikinn þátt f þeim. Að öðru leyti iná kalla, að alt líf hans hafi j verið helgað náttúruvísindum, eink j um iíffræði og veðurfræði, þótt j nafn hans sé einkannlega bundið við hina fyrri grein. Þess er enginn kostur hér að skýra frá rannsóknuin Mendels til hlítar né áhrifum þeim, sem hann hefir haft á náttúruvísindin. Til þess veitti ekki af heiili bók. Eins og fyr var sagt, lutu rannsóknir hans einkum að ættgengi. Merk- astar tilrauna hans voru þær, er i hann gerði á baunajurtum, en þær reyndust flestum öðrum jurtum hentugri til athugana í þessa átt. Rannsóknir nóttúrufræðinga hafa kent mönnum það, að engin vera, dýr eða jurtir, haidist óbreytt um aidur og æfi. En breytingarnar gerast að jafnaði á geisilöngum tíma, svo að jiúsundum ára saman getur sama veran eða verutegund staðið í stað eða því sem næst» En innan sömu tegundar eru engir ein- staklingar eins. Með foreldrum og j bömum og með systkinum er jafn- vel einhver munur, þótt margt sé líkt. Hvemig víkur þessu við? Hvaðan stafar munurinn og af hverju keinur svipurinn og líking- jn? Ættgengislögmálin iiafa í aðalþ dráttum sínum alment gildi, bæði um jurta og dýralíf, þar með talið j mannkynið, með öðrum orðum j hvai-vetna þar sem æxlun fer fram. j Æxlun er bæði kynbundin og kyn-1 laus, og er hið fyrra kallað það, er j nýr einstaklingur skapast við það,! að sameinast tvær frumlur, karl-i kyns og kvenkyns. Að þessari teg-1 und æxlunar lutu einkum rann-, sóknir Mendels, þar með og kyn- biöndun og arfgengi einkenna og tilhneiginga, andlegra og líkam- legra, og varðyeizla þeirra. Það þykir einkenna rannsóknir Men- dels, hve skýringamar eru augljós- ar og einfaldar, tilraunir ótorotnar i og rök óyggjandi. Yæntaniega gefst j íslendingum innan skams kostur á að kynnast bæði þessum kenning- um og ættgengisrannsóknum sfðari tíma, með nánari greinargerð í bók eftir sérfróðan höfund; (Alm. Þjóðv.fél. 1924.) -------------x----------- Gamla fiðlan. Margrét Haven sneri bakinu að glugganum, fiðian 1$ á mjöðm henn- ar ,en í hægri hendi sinni hélt hún á boganum. Ungi, beinvaxni lík- aminn hennar var eins Ijós og loft- næmur.og lagið, sem hún var ný- búin að leika, og gulina, hrokkna hárið, sem liðaðist kringum andlit hennar. Hún leit næstum ögrandi á húsmóður matsöluhússins, sem stóð gagnvart henni. RICH IN VITAMINES “Eg er komin til að tala við yður, ungfrú Haven, um reikninginn yð- ar.” sagði frú Daníels með alvar- legri róin heldur en Margrét hafði áður orðið vör við hjá henni. “Ó, það er sátt, frú Danieis.” Hún talaði með uppgerðar kæruleysi. Hún vissi, að hún hafði ekkert borg að fyrir mánaðar fæði eða meir, og hún vissi, að hún gat ekki borgað neitt. Hún hafði reynt að gleyma vandræðum sínum, og var þar að auki dramlbsöm. , En nú, þegar húsmóðirin kom til að krefjast peninga sinna, varð hún utan við sig af hræðslu, sem hún viidi þó ekki láta hana sjá. “Hve margar vikur skulda eg fyrir?” “Pimm,” svaraði frú Daníels gremjulega. 'Mér þykir leitt að verða að krefja yður, en eg verð að fá nokkuð af því. sem eg á hjá yð- 'ur, í seinasta iagi á iaugardaginn kemur.” “Eg — eg býst við að fá vinnu fyr- i” laugardaginn,” stamaði Margrét. “Þér vitið að eg hefi verið að bíða.’ “Eg hefi líka beðið eftir pening- um mínum, ungfrú Haven. og eg vona nú að fá þá. En þér eruð lík- lega vissar um að fá vinnuna. svo þér gailibið mig ekki? Eg ó ekki við að þér séuð að hugsa um að gera það,” bætti hún við, þegar liún sá ásökun í augum Margrétar. Viljið þér fá teið yðar núna, ungfrú Haven?” sagði hún í því skyni að bæta úr framkomu sinni. “Nei, þakka yður fyrir,” svaraði Margrét ofur lógt, og þá fór frú Daníels út og lét Margrétu eiga sig. Margrét leit í kringum sig, í litia, fótfeklega herberginu, iagði fiðluna á borðið en fleygði sér á rúmið sitt og grét. Hún fór að hugsa um liðna tíma, þegar hún gekk á skóia, og um hina kæru frænku sína. Vilhelmínu, sem var henni svo góð og annaðist hana, þegar faðir hennar dó úr tæringu. en móðir hennar dó löngu áður- meðan hún var lítið barn. Bún hugsaði um skóiann, um hinn feita prófessor Berg, söngkennarann, er hafði álitið hana hafa meira en al- menna sönghæfileika. Svo var hún send til meginlands- ins, til að fullkomna nám sitt hjá hinuin nafnkunna Burieigh. En hvað hann hafði dáðst að henni, og hve röskiega hún vann, sveimaði og skemti sér með námsfélögum sínum: letingjanum Nicolai Ham- mer, hinni iitlu og geðríku Jeönnu. hinum stóra og sterka Pranz Pfef- fer og fleirum. Hvað var orðið af þeiin? Hvar í heíminum voru þeir. Jeanne skrif- aði við og við, um þetta leyti var hún á ferð um Rússland, og sendi henni úrklippur úr blöðunum, sem lýstu starfi hennar og þeirra- sem hún fyigdist með, við söngskemt- anir Pyrir Margréti lá ekkert annað en fátæktin. Hin góða frænka henn- ar var dóin fyrir rúmu ári síðqn. Margrét, sem eingöngu haföl hugs- að um vsönglistina. og engan ganm gefið að framtíðinní. varð þess nú vör, að hún varð að vinna fyrir sér. Þar eð kennarinn hafði sagt henni, að hún myndi eiga góða framtíð fyrir höndum, og yrði nú að reyna gæfuna, fór húrt aftur til Lundúna. Prænka hennar skildi henni ekk- ert eftir nema fiðluna. sem hún hafði iagt frá sér, og sem hún áleit að mundi skapa framtíðargæfu Margrétar En listavegurinn er þröngur og þyrnum stráður, og það fékk hún að reyna. Margrét hlaut ajðeins llla laimaða stöðu sem for- ingi söngfélags kvenna í tedrykkju- sal, og þenna mánuð, sem hún dvaldi þar, var undirsöngurinn að- allega teskeiðaglamur og kvenna- spjall. Eftir þetta ferðaðist hún á milli ýmissa söngskemtunarstaða, til að leita atvinnu, en árangurslaust. Hana hrylti við að hugsa um þetta ferðalag, sem oft átti sér stað í rign ingum yfir mílulanga vegi. stundar- bið í óhreinuin skrifstofum, gagns- iaus ioforð- skammarleg tilboð. ókurteis framkoma gagnvart ungri, varnarlausri stúlku. Léleg borgun f'yrir þátttöku henn ar í borgarjaðra samsöngum. Fram- tíðarútlit hennar fór dagversnandi. Hún stóð upp, þurkaði augun og greip fiðluna sína. Nei, hún mátti ekki oftar leika á hana. Hún varð að forðast allan hljóðfæraslátt. Eina ráðið til að bjarga sér var að selja fiðluna. Hún hafði reynt að veðsetja hana nýlega, en veðiómar- inn vildi ekki iána peninga út á hana. En hún bjóst við að geta selt einhverjum ruslakaupmanni hana, og eins og í svefni iét hún fiðluna og toogann ofan í kassann, greip hattinn sinn og kápuna og fór af stað. “Nei, og aftur nei!” sagðiAndré Bernardi, um leið og liann fleygöi bréfinu til skrifara síns. “Eg get ekki spilað á þriðjudaginn. Greif- innan verður að bíða. Mér eru veitt heimiboð í fjögur kvöid, og eg verð að æfa mig fyrir nýja samsönginn — það er ómöguiegt.” Kröyer, skrifari þessa nafnkunna fiðluleikara, rispaði eitthvað á bréf- ið og beið svo iitla stund. “Hennar tign spyr í eftirskriftinni hvort þér ekki viljið verða með í veiðiförinni á landi hennar í haust, Hverju á eg að svara því?’ “Veiðiförinni,” endurtók Bemardi hugsandi. Hann var ágætur veiði- maður, og auk fiðlunnar sinnar eiskaði hann ekkert eins og veiðar. “Mér er sagt að á hennar landi séu skemtilegustu veiðar. Konungur- inn —” i Svipur hans lýsti mikilli gieði- og hendinni strauk liann gegnum hið dökka hár. “Kröyer, þér þekkið hve veill eg er. Eg skal þá með guðs hjálp spila á þriðjudaginn.” stundi hann upp. “En samsöngurinn? Við getum frestað skemtaninni hinum for- Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmame'ðali'S. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunt þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr„ » $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- **m eða frá The Dodd’s Medicba® Co.. Ltd., Toronto, OnL eldralausu til gagns. það veitir mér meiri tfma.” “Það er gott, herra Bernardi. En hin heimiboðin?” .Skrifarinn veif- aði mörgum bónarbréfum frá háif- vita stúlkum, sem vildu fá hann heim tii sín tii að spiia. “Ómöguiegt. Segðu biátt áfram nei, til þeirra ailra, en gerðu það kurteisiega. Næstu tíu dagana get eg engu sint, ekki fyr en samstiiti samsöngurinn er um garð genginn* Og nú verð eg að hreyfa mig og anda að mér hreinu lofti, áður en eg spila í kvöid.” Kröyer hjálpaði honum í’kápuna sína. Þeir voru fremur sem góðir vinir en sem húsbóndi og þjónn. Og svo hraðaði fiðiuieikarinn sér út úr stóru dagiegu stoíunni ó Westend hóteiinu, þar sem hann hafði að- setur sitt. Af tilviijun gekk hann um marg- mennu göturnar í Sóhos, þar sem ailra þjóða tungumái ótnuðu fyrir eyrum lians. Hann hafði gaman af að kynnast bæjunum, sem hann kom tii á ferðum sínum, og sjá hið einkennilega, sem vanaiega fyigdi hverjum þeirra. Um ieið og hann gekk í gegnum fámenna hliðargötu, hugsandi um starf sitt, varð honum iitið á gaml- an og óhreinan glugga. þar sem hljóðfærum af ýmsu tæi var hrúgað saman. Hann nam staðar og leit á þessa hijóðfærahrúgu, sem öll voru til More Bread and Beíter Bread and Beiter Pastry too U5E IT IN ALL \ -_ YOliR BAKINCr - > -----RJOMI------------- Heiðvirt nafn cr bezta ábyrgðin yðar fyrir heiðarlegum viðskift- ;um; — það er ástæðan til þess, að \ér megið búast við öllum mögulegum ágóða af rjómasend- ingum yðar — og með óbrigð- ulli stundvísi frá CITY DAIRY, Ltd. WINNIPEG. James M. Carruthers forseti og ráðsmaður. James W. HiIIhouse fjármálaritari. SPYRJIÐ MANNINN SEM SENDIR OSS. X

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.