Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 1
Smdns eftir verTSllsta tll Royal Crown Soap Ltd. 664 Maia St.. WiniiipeK. Verðlana gefui fyrir Couponj og umbúðir VerðlaoB gefia fyrír ROYAL, CROWN Coupons SOAP Og Senditt eftir verTJlista til Iloyal Crovrn Soap Ltd. umbúðir 654 Maln st" wlnnlP«« XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 18. JÚLÍ, 1923. NOMER 42 Ganada. Úrslitin. AtkvæSagreiðslan um frumvarp Beer and Wine f'élagsins, um að ieyfa hótelum að selja hjór og óáfengari vín með máltíðum, fór fram s.l. miðvikudag. Lauk henni þannig, að vínsölutillaga sú var feld með stórkostlegum meirihluta. Frétt er að vfsu ekki komin frá hverjuin einasta kjörstað, en það gerir hvorki til né frá um jútkom- una. En hún er sem hér segir: Já Nei M.hl. 1 Winnipeg ».... 12,618 20,154 7,536 í sveitum ...... 9,761 36,113 26,353 Alls............ 22,379 56,267 33,888 í>að er þannig nærri 34,000 meiri- hluti atkvæða á móti vínsölunni á hótelunum. Það lætur nærri að vera eins mikið ogsmeirihlutinn með irumvarpi Hófsemdarfélagsins, sem greitt var atkvæði um þrem vikum áður, og hefði eflaust orðið miklu meiri, ef jafnmargir hefðu greitt at- kvæði. En þeir voru sem næst helmingi færri. Ekkert kjördæmi, að Le Pas und- anskildu, var með vínsölufrumvarp- inu; en svo eru ekki öll atkvæði þar talin ennþá. Úrslit þessarar atkvæðagreiðslu gera stjórninni eða löggjöfunum auðveldara fyrir að sníða lögin um stjórnarvínsölu.. Yerður á því byrj- að 25. þ. m. Hverjir nefndina skipa, sem umsjón vínsölunnar verður falin, er enn óákveðið. Hvar eru brautirnar? Margir spyrja um það, hvar séu járnbrautastúfarnir, sem ekki eru fullgerðir, og sem senatið neitaði að veita fé til að ljúka við. C. N. R. kerfið er sem feikna stórt tré með með ótal greinum. Ef greinarnar vaxa ekki á trénu, her það ekki á- vexti. Eormanni C. N. R. kerfisins, Sir Henry Thornton, var þetta ljóst, og því vildi hann og neðri deild þingsins endilega, að þessar grein- ar á járnhrautarkerfinu væru full- gerðar. í þrem vesturfylkjunum eru þær sem hér segir: Greinin frá St. Rose du Lac til Rorketon, Man., 22 mílur, fullgerð nema hvað járnhrautarteinana ssnertir. Kostnaður við • að ljúka i við hana $387,000. • iGreinin frá Pine Ealls til Winni- peg River, Man., 19 mílur, kostnað- ur $450,000. Greinin frá Peehles, Sask., um 22 mílur suður. Kostnaður $300,000. Greinin frá Thunderhill til Prince Alherts brautarinnar, 9 mílur. Kost- naður $1,656,000. Lítið byrjað á henni. I Greinin frá Melfort til Nepawan, Sask., um 17 mílur alls — 6 mílur veglagðar. Kostnaður 360,000. Greinin frá Prince Alhert til -Pad- dockwood, iSask., 23 mílur alls, 18 mflur veglagðar. Kostnaður $406,000 Bengough-greinin til Pifelake Sask., 48 mílur. Kostnaður 1,405,500. Gravelhorgh-greinin til Niedpath, Sask., 11 mílur, öll veglögð (graded) Kostnaður $147,000. Easton-greinin til Whitebear, Sask., 35 mílur, öll veglögð. Kostn- aður $ 49,000. Turtleford-greinin til Hafford, Sask., 102 mílur, 23 veglagðar. Kostn- aður $2,313,000. Jackfish-greinin til' Glenbogie, Sask., 5 mílur, öll veglögð. Kostnað- ur $181,000. Greinin milli Yonda og Wakan, Sask., 31 míla, 23 veglagðar. Kostn- aður $581,000. Grein frá Willow Brook, Sask., 6 mílur, 4 veglagðar. Kostnaður $154,000. Grein frá Dunihlane til Mawer, Sask., 42 niílur. Kostnaður $2,767,000 Acadia Valley greinin, 42 miílur, öll veglögð. Kostnaður $768.000. Greinin milli Sihbald og Alsask, Alta., 70 mflur. Kostnaður $1,034,000. Grein frá Hanna til Warden, Alta —57 mflur. Kostnaður $1,44 ,000. Loverna-greinin, Alta., 50 mílur. Kostnaður $1,362.000. iSt. Paul-greinin, Alta., 21 míla. Kostnaður $525,000. Greinin milli Rose Dale og Bull Pound Creek, Alta., 39 mílur. Kostn- aður $915,000. (Er það hálfur kostn aður því C. P. R. félagið byggir helming þessarar Ihrautar.) Grein út frá Kelowna og Lumby, B. C. og fleiri stöðum, alls um 105 mílur, að mestu veglagt. Kostnað- ur $2,307,000. Grein á Vancouver Island. Kostn- aður $900,000. Auk þessara járnbrautarstúfa í Vesturlandinu, eru og nokkrir í Austur-Canada, sem hætt er við að fullgera, og . sem mikil^verðir eru. T. d. er 31 mílu grein milli Port Artliur og Capriol. Ef hún hefði verið fullgerð, hefði verið hægt að komast til Montreal og Toronto með C. N. R. og National Trans- continental hrautunum og það spar aðlbæði fé og tíma. En &at stjórnin færst þetta f fang? Eormaður C. N. R. kerfisins ætti að fara nær um það en nokkur annar, og hann leit svo á, sem fé landsins væri nú ekki til annars betur varið en að fullgera þessar járnlbrautir, og kvað C. N. R. kerf- ið brátt mundi hafa upp allan kastnaðinn við það með starfinu á þeSsum stúfum. Og svo er aunað. í héröðunum, sem greinar þessar liggja, hafa Ibúarnir alt að því í 20 ár beðið eftir járnhraut. Er sagt að nokkrir liafi tekið saman pjönkur sínar og farið til Bandaríkjanna, er þeir fréttu afdrifin, sem þetta mál sætti í senatinu. Nú er atvinnu- leysi og fólk flýr land þess vegna. það virðist þannig, frá hvaða hlið sem skoðað er, að heillavænlegra spor hefði ekki verið hægt að stíga fyrirlandið í heild sinni, en að ganga að gerðu ráði og fullgera þessar hrautir. Senatið í Canada hefir þótt atkvæðasmátt f afreks- verkum. En óheillin, sem það vann með því að hefta þessa starf- semi, er ekki neitt smáræði. Það har þvl við að það væri ábyrgðar- fult fyrir slíku fyrirtæki. En ætli að það hefði ekki smeygt ábyrgð- inni af sér og lagt íbúum landsins hana á herðar, ef fyrirtækið í svip hefði ekki (borgað sig? Kornhlöður. Um 50 kornhlöður, sem ráð var gert fyrir að reisa meðfram C. N. R. brautunum, sem frestað var að leggja, jverður einnig hætt við að koma upp í ár. Um 800 rnanns hefðu haft atvinnu nokkrar vikur við kornhlöðusmfði þessa, ef hún hefði ekki farist fyrir. Kostnaður vínsölunnar. Kostnaðurinn sem því er sam- fara að koma vínsölunni á, er hald- ið að muni verða um $2,000,000 (tvær miljónir dollara). 3?að er að minsta kosti það, sem þurfti til að hyrja hana í BTÍtish Colunnbia. Þetta fé verður þmgið að veita, er það kemur saman 25. júlí. Nýr iðnaður í Wpg. Maður er staddur í W'innipeg frá Frakklandi, sem Charles D*eanhaene heitir. Hann rekur léreftavefnað á Frakklandi. Honum lízt svo vel á hörframleiðslu þessa lands, og vest- urfylkja þess, að hann hefir í hyggju, að sagt er, að setja hér upp verksmiðju og vipna að léreftagerð. Honum hrýs h«gur við hve miklu af strái er brent hér. Hann segir að um $200,000 sé alt sem þurfi með til þess að koma þessu verkstæði álaggirnar. Hann svipaðist um eft- ir stað fyrir verkstæðið, og leizt bezt á hann í St. Boniface. Önnur lönd Hitinn. Vikuna sem leið var geisi mikill hiti í Mexico og suðurhluta Banda- ríkjanna. 1 Dallas í Mexico dóu 6 manns einn daginn. En það virðist sem mannskaðahitar hafi víðar gengið en þar. Erá Niðurlöndunum í Evrópu jhei'ast svipaðar fréttir. Yfir vikuna er mælt að 60 manns hafi dáið á Hollandi af hita, og á tveim dögum dóu 18 manns í Belgíu Það hafa ekki miklar fréttir farið af mannskaðahitum þar áður. I Viðvörun. Mustapha Kemal pasha sendi tyrk- neska hernum þau orð s.l. mánudag að óséð væri enn um sættir á Laus- annefundinum. Enn gæti því far- ið svo, að herinn yrði kvaddur til að verja föðurland sitt. Bændaverkfall. Það er nýtt að heyra talað um verkfall, er bændur gangast fyrir. En nokkurskonar verkfall ræddu þeir um á fundi nýlega í Banda- ríkjunum. Það komu saman full- trúar frá fimm rkjum, Kansas, | Texas, Oklahoma, Nebraska og Cofo- rado og var aðalíhugunarefni þeirra, hvað gera skyldi til þess að verjast verðfalli á hveiti. Kom fundurinn sér saraan um að einhlít asta ráðið til /þess að halda sfnum hlut, væri að gera söluverkfall, halda hveitinu óseldu þar til að þeir fengju það verð fyrir það, sem það væri oft selt á, eftir að það væri komið í hendur kornkaup- manna. John A. Whitehurst, ritari akuryrkjuráðsins í Okiahama, sagði “Bændur hafa reynt að auka tekj- ur sínar með því að stækka akrana og framleiða meira. En það hefir aðeins oröið til þess að lækka verð- ið á vöru þeirra, því markaðurinn hefir þá ekki verið til fyrir hveitið. Samt er annað verra, sem af þessu hefir leitt, og það er, að hveitið hefir versnað að gæðum, vegna þess að eftir því sem einn hóndi hafði meiri ekrufjölda, eftir því varð hirð- ingin verri. Þetta fyrirkomulag, sem við eigum við að búa, að því er kornsölu snertir, hefir því hæði verið að eyðileggja bóndann og landið, eða þesa aðaliðnaðargrein þess.” " Annar hnefaleikur. Jack Dempsey er haldið að þurfi að reyna sig við hnefaleikara i haust, er Louis Eirpo heitir. Hann er svertingi, stór, ramur að afli og voðamaður á leikvellinum. Það hefir ekki verið ákveðið enn, að af þessu verði, en fari svo, leiða þeir hesta sína saman á verkamannadag- inn í New* York borg. Dempsey kvað ekki óttast þetta neitt, og lætur sem sig fýsi að berjast við Eirpo. Vínsmyglun. Tvö hundruð mótorbátar voru teknir fastir á Detroit-ánni s.l. láug ardag, af eftirlitsmönnum vín- bannsins í Bandaríkjunum. Bát- arnir voru allir frá Canada eða vín- tð að minsta kosti, sem þeir höfðu meðferðis. Bátstjórarnir koma all- ir fyrir rétt bráðlega, en bátunum verður ekki slept fyr en að réttar- haldinu loknu. 1 sumum þeirra voru ekki miklar vínbirgðir, en brotlegir eru þeir samt allir við lögin. Eftirlitsmenn vínbannsins vona&t eftir að komast þarna að ýmsu, sem þeim má að haldi koma í baráttunni við vínsmyglunina. Draumurinn er á enda. Ungfrú Maude Reeves hét stúlka á Englandi, er trúlofaðist manni er J. Harris hét, í Bandaríkjunum, 0)4 i í i i í i i i i i i ISLENDINGADAGURINN i ÞRITUGASTA OG FJÓRÐA ÞJOÐHATIÐ Winnipeg-Islendinga River Park, Fimtud. 2. Ágúst 1923. BYRJAR KLUKKAN 10 ÁRDEGIS. Inngangur 25c fyrir fullorðna, frítt fyrir börn upp að 15 ára ald. HANNES PÉTURSSON forseti dagsins. Ræðuhöld byrja kl. 2.30 síðdegis. MINNI ÍSLANDS: Ræða................. dr. Ágúst H. Bjarnason Kvæði................ MINNI CANADA: Ræða................Séra Friðrik Hallgrímsson Kvæði..................... MINNI LANDNEMANNA ÍSL. Ræða................. Rector Joseph Thorson Kvæði .... ............ Gutt. J. Guttormsson I. PARTUR: ... Byrjar kl. 10 árdegis. Aðeins fyrir íslendinga. Hlaup fyrir unga og gamla. Um 50 verðlaun veitt. Börn öll, sem taka vilja þátt í hlaupunum, verða að vera komin á staðinn stundvíslega kl. 10 ár- degis. H. PARTUR. Byrjar kl. 12,15 síödegis. Verölaun: $5, $3, $2. Langstökk.hlaupa til. — Hopp-stig-stökk. Kapphlaup 100 yards. —Kapphlaup 220 yards. Langstökk. — Shot Put — Kapphlaup 440 yards. Hástökk, hlaupa til. — Verðlaun: Silfurbikarinn gefinn þeim, sem flesta vinninga fær (til eins árs). Skjöldurinn þeim rliróttaflokki, sem flesta vinninga hefir. Hannesarbeltið fær sá er flestar glímur vinnur. HI. PARTUR: Byrjar kl. 5.30 sfödegis : 1. Glímur (hver sem vill). Verðlaun: $8, $6, $4. . 2. Kappsund (hver sem vill). Verðlaun: $8, $6„ $4 3. Verðlaunavals, byrjar kl. 8,30 síðdegis. Verð- laun: $12 og $8. Hornleikaraflokkur spilar frá kl. 1 e. h. til kl. 6 síðdegis.. .. Forstöðunefnd: Hannes Pétursson forseti, Þórður Johnson varaforseti, Pétur Anderson fé- hirðir, Albert C. Johnson ritari, S. Björgvin Stefénsson, Friðrik Kristjánsson, J. J. Bíldfell, Einar P. Jónsson, Stefán Einarsson, Sveinbjörn Árnason, Olafur Bjarnason, Eiríkur ísfeld, Ha!l- dór Sigurðsson. I ( I i Í Í o I i i í I á ►<> gegnum bréfaviðskifti, og kom s.l. laugardag til að giftast honum. Eftir að hún hafði snöggvast litið á hann, bað hún að senda sig til baka. Harris hafði sagt þessari laglegu 19 ára stúlku, að hann væri hinn ásjálegasti, ríkur og atkvæða- maður. “Han ner helmingi ellilegri en sá, er eg hefi 'hugsað mér fyrir eigin- mann,” sagði stúlkan. “Það væri skrípaleikur að giftast honum. Flytjið mig aftur til Englands. Draumur n\inn er á enda.” Frá Lausannefundinum. Þó ekki horfi til friðslita á Laus- annefundinum milli Tyrkja og vest- lægu Evrópuþjóðanna, er iiitt víst, að |>ar hcfir hvorki j« k.b ué gengið uin tfma með samningsgerðina. Til þeas að reyna að láta ekki þar við lenda, tóku fundarmenn s.l. sunnu- dag að hafa sérstaka fundi sín á milli, og vita, hvort ekki væri á þann hátt hægt að gera uppkast Tyrkir sem glímuna eiga um það við sambandsþjóðirnar, heldur þær sjálfar sín á milli. Olfulindirnar í 1 Asíu eru keppikefli milli Banda- ríkjanna eða Chesters og féélags er nefnist I^oyal Dutch Company, og Bretar standa eitthvað náið. Félag þetta stendur ísambandi við hið svo kallaða ‘Turkis Petroleum Com- pany”, en við það eru hinar sam- bandsþjóðírnar bendlaða *(Belgía, Frakkland og ítalía). Bandaríkin verja auðvitað réttindi sín, en þau eru f því falin, að þau leggi járn- braut alllanga í Mosul, og grafi olíu á 12% miílu breiðu svæði beggja megin við hana. Það er því ekki að furða, þó stundum sé sagt, að olíu- daun leggi út um heiminn af þe'ss- um sáttafundum Tyrkja og sam- bandsþjóðanna. Myndir sendar meö loftskeytum. Nýlega hefir tekist að smíða mót- tökuáhald fyrir loftskeyti, sem eigi aðeins getur tekið á móti hljóði því að samningi um þau atriði, er fund sem sent er, heldur sýnt jafnframt urinn hefði nú strandað á, en það myndina af manninum, sem talar á eru leyfi útlendra þjóða til að ( sendistöðinni, sem hann er staddur vinna olíu úr jörðu í Litlu-Asíu. ( á. Nafn þessa nýja tækis er “Tele- T>essi aðferð hefir áður hepnast vel (vision”, og á enska félagið “General á fundinum, er um önnur atriði. Radio Company” í Lundúnum var að ræða. En hvernig liún hepn- einkaréttinn á því. Þykir vfst að ast nú, er alveg óvíst, því þetta ; áhald þetta muni gerbreyta ástand- olíutekjumál hefir á öllum fyrri inu sem nú er, einkum að því er fundum þessara þjóða riðið sam- snertir myndir til blaða og kvik- komulagi þeirra að fullu. Það gerði ( myndir. Því áhaldið sýnir ekki að- það á Genúafundinum, f Haag og eins kyrrar (dauðar) myndir, á Lausannefundinum fyrri. Og því heldur einnig allar hreyfingar, og miáli er svo farið, að það eru ekki viðburðum, sem eru að gerast á fjarlægum slóðum. Og l>ó er það enn merkilegra, að myndirnar sjást með sömu litum og fyrirmyndin er. Mjög er farið leynt með uppgötv- un þessa, en sagt er að flutningur myndanna fari fram eftir sömu reglum og flutningur hljóðsins, þannig að mismunandi litir veki mismunandi ölduhreyfingar, alveg eins og gerist um hljóðið. Myndirn- ar koma fram áglerplötum, og er hægt að stækka þær og minka eftir vild. Einkaleyfi hafa verið tekin í ýms- um löndmn á þessari nýju upp- götvun og er gert ráð fyrir að far- ið verði að notahana talsvert innan fárra mánaða. En áhöldin verða dýr, að minsta kosti fyrsta kastið, (svo að það verður ekki á allra færi áð kaupa þau. En svo var það með taláhöldin fyrst, sem nú eru komin inn á hvert heimili. Kosinn Senator. Magnus Johnson, fulltrúi bænda- og verkamannaflokksins var kosinn í senatorssætið fyrir Minnesota í Bandaríkjunum með yfirgnæfandi meirihluta (frá 50—75,000 meirihl. atkv.); J. A. O. Preus senatorsefni republica og James A. Charley demokrati, biðu mikinn ósigur fyrir Svíanum. Sá er s^eti þetta skipaði áður hét Knute Nelson og dó s.l. vor. -------------x------------ íslendingadagsnefnoin hefir fund á mánudagskvöldið kemur á venju legum stað og tíma.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.