Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.07.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA HEIMSKRÍNGLA WINNIPEG, 18. JOLÍ, \923. HEIMSKRINQLA (llitail 18M> Kraii II I kveriun ml»vik«.U«l. Elgesilor: THE VIKING PRESS, LTD. fittS «g 866 9ARGBNT AVE„ WINlflPBQ, TalalHÍ! ÍT-WI7 TerfS UaVilai er 9S.W Arcvagerli Irit fyrUr frim. Allar korfiilr rASmannl MaValai. ia fiorc- STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaSur. UtanAikrlft tit blaVilasi Helmakrtnsln IVewi & Pnbllshlns Co. Lessee of THB TIKINQ PRB99, Ltfi„ Boi llTt, Wlnalpec, Ilaa. UtaaAikrlft tll rltitJAiaai EDITOR HHIN9KRIAGLA, Boi NlTt WlnnlpoflT* Nin. The ‘Helmskrlngrla** is printed and pub- lished by Heimskringla Newa and Publishing Co., 853-855 Sargent Atc. WinnLpeg, Manitoba. Telephone N-6637. WINNIPEG, MANITOBA, 18. JÚLI, 192>. Gefur betri vonir. Orslit atkvæðagreiðslunnar' s.l. miðviku- dag um öl- og vín-frumvarpið, gefa bannvin- um betri vonir um afstöðu manqa til bindind- ismálsins, en fyrri atkvæðagreiðslan gerði, um frumvarp hófsemdarfélagsins. Skellur- inn, sem bannmálið fékk þá, er að nokkru bættur með nýafstöðnu atkvæðagreiðslunni, eða að minsta kosti að því leyti sem hún gef- ur í skyn, að íbúar þessa fylkis séu ekki með vínsölu í hvaða mynd sem er. Hótelin, sem um öl- og vínsölu báðu, eru að dómi kjósenda, óhæf til að hafa hana með höndum. Það var líka þar, sem hún ofbauð mönnum mest, áður en bannð komst á. Vín- banni var ekki með öðru betur greiddur veg- ur en því, hverníg hótelin höguðu vínsölunni. Á Englandi er oss sagt, að hóteiin hætt: að selja þeim manni vín, sem orðinn er öl vaður svo mikið beri á. Drukkinn maður að ráði kvað ekki sjást þar á veitingahúsum Kvenfólk getur, án þess að því þurfi í nokkru að vera ofboðið, gengið um veftingasalina eins og hverja aðrá búð. Á beztu hótelum hér, kvað þess einnig hafa verið vandlega gætt, að gera menn ekki um of ötvaða. En þau hótel voru samt svo fá, að undantekning mátti heita. En þetta sýnir 1», að tilhögun á vínsölu er misjöfn og að þó að vín sé se'lt, hefir það ekki ávalt jafn mikla bölvun í för með sér. Með þessu er þó ekki verið að halda hóflegri sölu áfengis fram eða til jafns við bann. Síður en svo. En hefðu hótelin hér gætt betur sóma síns en þau gerðu, er þ>au seldu vín, iþá hefði þeim að líkindum enn verið trúað fyrir því. Að vísu gerum vér oss ekki miklar vonir um stjórnarvínsöluna. En það getur þó far- ið svo, að hún reynist ekki eins afskaplega skaðleg og hótelsalan, að hún verði ekki eins víðtæk í því að kenna drykkjusiðinn. Farist hún illa úr hendi, er vonin, að vín- bannið hafi kent mlönnum svo mikla hófsemi og siðgfágun, að hún verði ekki lengi liðin og að bann komi á aftur í hennar stað. Sið- ferðisihugsjónin er vel vakandi hjá kjósend- um þessa fylkis, þó um vínbannið færi eins og fór. Um það 'ber þessi síðasta atkvæða- greiðsla ótvírætt vitni. Sir Edmund Walker, sem stundum er kall- aður rektor bankaeigenda í Canada, hvet- ur bændur til þess að vinna ótrauðara og harðara og að neita sér um meira af því, sem lífsþægindi er kallað og skemtunum, en þeir geri. Það væri gagn og gaman, að heyra hvað bændur sjálfir hefðu um þetta að segja. Henry Ford. Það er varla tekið svo upp blað eða rit frá Bandaríkjunum um þessar mundir, að Henry Ford sé ekki að einhverju getið í því, í sámbandi við næstu forsetakosningar. Þó að ekkert hafi sést ákveðið frá hans hálfu um, að fyrir honum vaki að ná í for- setaemþættið, er þessi hávaði samt æði glögg ur fyrirboði þeirra tíðinda, o gað Henry Ford verði maðurinn, sem um forsetaembættið sækir árið 1924, eða að fimtán mánuðum liðnum. En hvaða flokki fylgir Henry Ford?. Har- ding er víss með að ná útnéfningu aftur fyrir republikaflokkinn, (þó ýmislegt sé að stjórn hans fundið. Og þó að demokratar kæmust ekki hjá því, að nefna nafn Fords í sambandi við forsetaval sitt, á fundi er þeir héldu ný- lega í Chicago, virtist alt bera með sér, að það væri fremur gert af ótta við hann sem skæðan keppinaut, vegna 'hins mikla al- þýðufylgis Fords, en að þá fýsti að gera hann að leiðtoga sínum. Enn sem komið er lítur því helzt út fyrir, að þriðji flokkurinn verði myndaður og að Ford sæki um forsetastöðuna í broddi þeirr- ar fylkingar. Hearts blöðin í Bandaríkjun- um berjast fyrir myndun þess flokks, og setja Henry Ford efstan á blað, og sem sjálfvalið forsetaefni þess nýja flokks. Til þessa hafa gömlu flokkarnir í Banda- ríkjunum haft alt í sínum höndum. Fylgi þriðja flokksins hefir ávalt reynst lítið. Og | að Hearts viti það, að sá fiokkur eigi við ram an reip að draga nú, segja sumir augljóst af því, að Hearts haldi öðrum fram sem for- setaefni en sjálfum sér. Væri sigur flokksins vís, telja þeir ekkert vísara_en það, að hann myndi sjálfur sækja um forsetastöðuna. Líklegasta leiðin fyrir Ford að ná kosn- ingu, hefði ef til vill verið sú, að koma fram í nafni demökrataflokksins. Sjálfur segir Henry Ford, að auðmenn og hinir reyndu stjórnmáiamenn séu á móti sér, og er það hverju orði sannara. New York auðssamkundan (sem kend er við Wall Street) er öll á móti honum, alríkis Gyðing- arnir (Internal Jews) og hinir lærðu (profes- sional) stjórnmlálamenn. Með Ford eru aft- ur Suður-Bandaríkin. Á það rót að rekja til þess, að hann var þar að berjast fyrir þörfu fyrirtæki •Muscle Shoals), er þingið í Was- hington daufheyrðist að styðja. Einnig eru Mið- og Vestur-ríkin honum mjög fylgjandi. Bændur hefir þar skort ián, og þeir ásamt Ford sjálfum, hafa átt í stríði við New York auðvaldið. Borginni Detroit lánaði Ford sjálfur fé með betri kjörum en New York auðfélögin, og varð það ekki til þess að mýkja lund þeirra gagnvart honum. Auk þess á Ford því láni að fagna meðal alþýðu, sem enginn annar auðmaður á. Ymugusturinn, sem hún hefir á auðmönnum yfirleitt, og ekki hefir Icynt sér gagnvart Rockefeller, Carnegie, Gould og Morgan, nær ekki til Fords. Hann er svo að segja friðað- ur með sitt mikla auðsáfn hjá henni. Alþýð- an metur hann meira að segja mann að meiri fyrir það. Kemur þar auðvitað til greina, hve sanngjarnlega hann hefir breytt við vinnufólk sitt. Hann hefir Iitið sanngjarnar og með meiri hluttekningu á hag þess en nokkur annar auðmaður; hefir borgað því hærra kaup en aðrir og viðurkennir fyllilega kröfur þess viðvíkjandi lengd vinnutímans. Fyrir alt þetta eru verkamannasamtökin sjálf honum þakklát og færa honum meira að segja ekkert til saka, að hann viðurkenn- ir ekki frekara samtök þeirra, en tekur jafnt menn í $ína þjónustu, sem ekki heyra þeim til, og þá, sem það gera. Síðastliðið ár er sagt að hreinn ágóði af bíla og vagna starfrekstri hans hafi verið $119,000,000. Og í apríl í vor er leið, hermdi blaðið “Wall Street Journal”, að Ford hefði í reiðu silfri $200,000,000, og að hann ætlaði sér ekki framvegis að Ieita á náðir pen ingastofnana með lántöku. Maður, sem alls- laus byrjar á iðnrekstri fyrir tiltölulega fáum árum, og almenningur getur ekki séð að vaki fyrir að safna auði fyrir sjálfan sig, þar sem hann borgar hærra kaup en aðrir, séhir vörur sínar ódýrar en aðrir, og lætur vinnufólk sitt vinna styttri tíma en aðrir, en sýnir þrátt fyrir alt þetta svona góðan árangur af starfinu vek ur að sjálfsögðu eftirtekt sem forkólfur í viðskiftaheiminum. Og að 'hjá fólki bafi vaknað hugmynd um það, að hann mundi eins farsællega geta rekið forsetastarfið, er ekki nema eðlilegt. Andstæðinga'blöð Fords benda á það, að hann sé ekki heppílegur stjórnandi landsins, vegna þess að hann sé óráðþæginn, og að samvinna, sem þar sé óumflý]anleg milli með stjórnenda hans, geti ekki 'blessast, eins og Ford sé skapi farinn. Þau benda á, að Ford geti ekki notið sín í forsetastarfinu, vegna hinna mörgu banda, er þar eru lögð á þann, er æðsta embætti stjórnarinnar skipar. Eitt- hvað getur verið hæft í þessu. En þrátt fyr- ir alt einræði Fords, héfir það ekki háð hon- um eða iðnaðarrekstri hans, að því er til vinnufólks hans kemur. Það er því ekki næg ástæða þetta á móti honum sem óheppi- legu forsetaefni. Þegar á alt er litíð, virðast tækifærin veraf meiri nú — með Ford í broddi fylkingar — fyrir þriðja stjórnmálaflókkinn í Bandaríkj- unum en áður. Og það eitt er víst, að þetta skýtur gömlu flokkunum skelk í bringu. Þeir munu sjá þörfina nú fyrir sig fremur en nokkru sinni fyr, ef þeir eiga að halda velli, að velja sína beztu menn fyrir leiðtogaefni þjóðarinnar. Og ef til vill finna þeir sig knúða til að koma með hreinni og beinni svör við alþýðuiríálunum" í stefnuskrá smni en áð- ur, vegna þessa nýja flokks. Hvort sem Ford verður næsti forseti eða ekki, hefir það að íkindum nokkur happagæl áhrif fyrir þjóð- ina, að hann kemur fram, og jafnvel þó ekki verði nema með því að ógna eldri flokkun- um. I Canada eru fleiri á vitfirringahælunum en í öllum háskólum landsins, og þó eru þar jandan ekki líkt því allir þeir, sem ættu að vera það. - Kelvington Radio. Bókmentastarf á Rússlandi. Bækur, sem á Englandi og í Ameríku hafa verið skrifaðar um jafnréttis(hugsjónir og al- þýðufrelsi, var stranglega bannað að gefa út á Rússlandi á tímum keisarans sæla. Rúss- neskir höfundar áttu heldur ekki því láni að fagna — að Tolstoi einum úndanteknum — að vera frjálst að skrifa mikið í þeim anda. Eftir því að dæma, sem Louis Fisher skrifar nýlega í blaðið New York Evening Post, er orðin æðimikil breyting á þessu. Hann segir núverandi stjórn óþreytandi í þvf, að gefa út baekur eftir bandaríska höfunda um þessi efni, og er hér tekið upp orðrétt, það sem hann færir máli sínu til sönnunar: ■Á síðastliðnum 12 mánuðum hefir stjórn- in gefið út 27 af bókurn Jacks London. Upp- lag hverrar bókar var um 10.000. En það nægði ekki nærri því eftirspurninni, svo að meira varð að prenta. Eftirspurn bóka eftir ameríska höfunda, er feikna mikil á Rúss- Iandi. “Jummie Higgins” eftir Upton Sin- clair, var tvisvar prentuð á þrem mánuðum og 10,000 eintök lögð upp í hvort skiftið. Eftir sama höfund hafa verið gefin út 25,000 eintök af bókinni Jungle ’ (sem þýdd hefir verið á íslenzku og nefnd *Á Refilstigum), °g fyrir “100 Per Cent.” er ótakmörkuð sala Löngun rússneskrar alþýðu til að kynnast Ameríku er mjög mikil, og hverrar bókar eft- ir ameríska höfunda er beðið með mikilh eftirvæntingu. Þýðingu á “Main Street” og Babbitt eftir Sinclair Lewis, hefir nú verið Iokið við, og svo mikil var eftirspurnin, að hið ákveðna upplag hvorrar bókar var upp- sélt áður en byrjað var á prentuninni. Það naegði til að selja fyrirfram 20,000 eintök, að láta það vitast, að á bókum þessum væri bráðlega von á rússneskri tungu. Nýlega komust Rússar að því, að tiltölu- lega nýr smásagnahöfundur var að koma fram á bókmentavellinum bandaríska, sem 0. Henry héti. Stjórnin gaf út 10,000 ein- tök af nokkrum sögum hans. En þær seld- ust allar í Moskva, svo að bæta varð stórurn við upplagið, því sveitir og aðrir hlutar Iands ins kröfðust þeirra einnig, eins og auðvitað er. Svo hefir stjórnin emnig gefið út þessi verk eftir ameríska höfunda á árinu: “My Impression of Russia , eftir Anna Louise Strong; “Communism and Christianity”, eft- 'r Bishop Brown, og ‘Reconstruction of Rus- sia”, eftir Heller. Af brezkum höfundum þykir H. G. Wells auðvitað taka öllum frarn á Rússlandi. Bók hans “War in the Air”, er nýútkomin á rúss- nesku; var uplagið 15,000. Á sömu stundu og bók kemur frá hans penna, er hún þýdd. Á emu ári hafa ellefu af bókum hans venð gefnar út á rússnesku af stjórninni. Af frönskum höfundum er mest þýtt eftir Romain Rolland og Anatole France. Af þýzkum bókum er mesti fjöldi gefinn út, en aðallega eru það vísinda- og skólabækur. Formaður útgáfunefndar stjórnarinnar á Rússlandi skýrði Fisher, höfundi þessarar greinar, frá því, að vegna þess að Bandarík- in hefðu ekki gert neina samninga við Rúss- Iand, hafi það ekki getað goldið höfundum: amerískra bóka nein ritlaun. En hann sagði að það vekti mjög fyrir Rússlandi, að koma slíkum samningum á við Bandaríkin. Að skrifa bækur og þýða, er atvinna, sem margir leggja kapp á í Rússlandi nú orðið. Rithöfundum er og allvel borgað fyrir störf sín. Meðal fremstu rithöfundanna iriá telja þá Buéharin, Redak, Trotzky og Lenin, sem þrátt fyrir það mikla verk, e? á herðum þeirra hvflir í sambandi við stjórnmálin, skrifa hverja bókina af annari. Trotzky skrifar urn býltingar og stríð frá öllum hliðurm, gagnrýnir bækur og stefnur; um hljómleika og listir skrifar hann einnig, og er eigi síður tekið tillit til þess, sem hann segir um þau efni, en stríð, svo fjölhæfur er hann. Ohitcherin gefur sérstaklega gaum að því, sem hin yngri amerísku skáld skrifa, svo sem Untermeyer og Carl Sandburg, og vinn- ur eins margar stundir á sólar*hring og Edison að starfi sínu, að því að kynna rússneskri al- þýðu hugsjónir þeirra. Enginn af stjórnarleiðtogum Rússlands hefir meiri laun á mánuði en sem svarar $60. Það er hámark vinnulauna þeirra og ákveð- íð af þeim sjálfum. Sumir þeirra mega því ii'a við að taka ekki laun fyrir ritstörf sín. Tiotzky kvað þó sjaldan gera það og Lcnin aldrei. En sá rithöfundur, sem þjóðin virðist á- köfust að lesa bækur eftir, heitir Wolfson og er rússneskur háskólakennari. Pistlar um þjóðfélagsfræði, sem hann hefir ritað, hefir orðið að gefa þrisvar sinnum út á síðastliðnu ári. Fyrsta upplagið var 175,000, annað 150,000 og hið þriðja 100,000. Næst hon- um kemur Lenin forsætisráðherra. Ritlingar hans um sjtórnmál seljast »vo vel, að á fjórða hundrað þúsund hafa gengið upp á tiltölulega skömmum tíma af hverjum þeirra. Orðsending til séra Adams Þorgrímssonar. Burt með hoiu hismiíiorðin, hrokareging, froðuspenning. Burt með raga skríldóms- skjallið! iSkiljum heimsins sönnu menning. ( H. H. “Fyrirlitning” heitir grein eftir séra Adam Þorgrímsson, og er birt í Lögbergi 28. júnf þ. m. Gengur þessi fyrirlitning vinar mfns öll út á það, að finna að ræðu (án þess þó að hrekja nokkuð af því er þar stendur), er prestur Sambandssafn- aðar, séra Ragnar E. Kvaran, hélt út af misbrúkun hinnar helgu kvöldmáltfðar í nafni Jesú Krists — Af því að séra A. Þ. þurfti endi lega að hlanda okkur sóknarhöm- um séra Kvarans inn í þessa ‘Tyrir- litning” sína, þar sem hann segist “efast að sóknarbörn sér^i Kvarans dæmi svo einróma” o. s. frv.. —- Þar sem eg tel mig einn af meðlimum Sainþandssafnaðar, þá finn eg það skyldu mfna að tirinda iþurtu úr huga séra Adams þeim “efa”, sem hann ber til okkar sóknailbarna séra Kvarans, að minsta kosti hvað mig snertir. Eg hefi taiað við marga, er til- heyra Samibandssöfnuði, og hefi ekki heyrt neina rödd, er ekki væri í alla staði (hæst ánægð með þessa umræddu ræðu séra Kvarans, og þótt þar orð í tíma töluð, og sann arlega er ekki vanþörf á að opna augun á fólki, ef hægt væri, fyrir hinum “galdrakenda sið”, og þeim hræsnishjúp, er kirkjuféiagið lút- erska er búið að færa þessa helgu athöfn í (kvöldmiáltíð Krists), og gera hana að nokkurskonar verald- iegum skríi>aleik, er gestir kvöld- máltíðar sakramentisins leika frammi fyrir ílltarí drottins, bara til að sýnast. ‘iSýnið trú yðar í verkunum, þvf af verkunum skuluð þér þekkja þá,’ segir Jesús. Hann vill ekki 'Hiol hismisorð og hrokareiging” og þann “froðuspenning”, er svo oft á sér stað við altari guðs, og í hans minn- ing. — Nei! “af verkunum skuluð þér þekkja þá.” — Hvernig (hefir svo altarisgestum kirkjufélagsins lúterska tekist að sýna það í verkunum, eftir að hafa neytt hinnar ihelgu kvöldmáltfðar, að þeir í hjarta sfnu væru sann- kristnir menn, sem lifðu og breyttu eins og Kristur kendi? iSjáum verk þeirra! — Árið 1909 ganga kirkjuþingsfulltrúar ásamt prestum sínum og líklega fleira fólki) fram fyrir altari gu'ðs með hátfðlegum loforðum, að lifa og breyta við meðbræður sína eins og Kristur kendi lærisveinum sínuin að gera, og því^til staðfestingar neyta þeir hinnar helgu kvöldmál- tíðar f nafni frelsara síns. Hvað verður svo fyrsta verk þessara alt- arisgesta, eftir að iþeir _ koma frá guðs borði? — Það að reka burtu úr þeim félagsskap (Kirkjufélag- inu) sannkristnasta kennimanninn sem tilheyrði (og mun tilheyra) þeim félagsskap, séra Friðrik J. Bergmann, og alla, er honum fylgdu að málum, bara af þeirri einu á- stæðu, að hann var of mikið and- ans stórmenni til að geta hræsnað með sínar trúarskoðanir, eins og sá félagsskapur krafðist. Hann benti þeim því óhikað á miðaldaóværðina er farin væri að .skríða á þeim fé- lagsskap; hana þyrfti að verka burtu, ef nokkur sannkristinn gróður ætti að geta þrifist innan girðinga Kirkjufélagsins. Til frek- ari skýringa fyrir þá, er ekki eru enn orðnir staurlblmdir á báðum augum af rétttrúnaðarfhroka, fyrir Krists trú, kenningum hans og líf- erni, þá ætla eg að setja hér hið makalausa tilboð, er hinir áður- nefndu altarisgestir bjóða með- bræðrum sínutn til áframhaldandi kristilegrar samvinnu í “vingarði guðs”, — Tilboð þetta er skrásett af merkum lögmanni (og hver sem efast um sannleiksgildi orða hans, mundi nú á þessum tímum talinn argasti trúvillingur á lúterskan mælikvarða Kirkjufélagsins) og hljóðar svo: — ódrengskapinn og hræsn- ina hefir Hið evangelíska lúterska kirkjufélag íslendinga í Vestur- Dodd’s nýmap illur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun^ þvagtepou, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan e?5a 6 öskjur fyr. áf $2.50, og fásl hjá öllum lyfsöl- «n eða frá The Dodd’s Medic>n« Co.. l.td_, Toronto, OnL heimi gert að skilyrði þess, að vera ekki gerður rækur. Og þó ekki nóg með það. Enn frekar misbýður Kirkjufélagið tilfinningum minni- hlutans, eftir að það er búið að bjóða honum þau bróðurlegu sæmd arkjör til áframhaldandi samvinnu ög félagsskapar: (a) að skifta um trúarskoðanir. (b) að hræsna með öínai trúar- skoðanir.' (Hkr. 14. okt 1909.) Sýnir þetta tilboð ekki hjörtu full aí hræsni, en gersnauð af öllum þeiiri bróðurkærleik cr Ivristur boðaði læWsveinum sínum? Hvað var svo andlegi vinningurinn, sem Kirkjufélagið hlaut fyrir þetta til- boð sitt? Sá, að allir, er ekki feng ust til að “hræsna”, urðu að yfir- gefa þenna félagsskap. Og eftir þvf sem mér skilst á ræðu; er forseti Kirkjuféiagsins hélt á þinginu í í'yrra, og birt er í Sameiningunni, þá er nú farið að kveða svo ramt að, að engir nýir prestar fást leng- ur til að þjóna söfnuðum Kirkju- félagsins, undir þessum hræsnis- hjúp og játningagargi, sem þar er gert að skilyrði fyrir þeim “rétt- trúnaði”. — Það kveður svo ramt að þessu prestsleysi, að forsetinn segir ó einum stað í þessari ræðu: “Vanti okkur menn, eigum við að fá þá. Ef þeir 'eru ekki til, eigum við að búa þá til”. — Hváð segir nú fólk um þetta? Er það að undra þó þessir menn með alt sitt al- mætti, séu með “hrokareiging og- froðuspenning” í garð okkar, er ekki getum^skapað menn, og verð- um því að ibiðja guð almáttugan að gefa okkur sannkristna presta. — En úr hverju skyldi Kirkjufélagið ætla að búa til þessa menn? — Má- ske fá þeir eitt “rif" úr hverjum presti Kirkjufélagsins. En hver blæs lifandi anda í nasir þessara manna, er Kirkjufélagið ætlar að búa til (skapa)? Máske þetta eigi líka að vera myndastyttur með spiladóslr í stað heila, og brúka svo þessi líkneski fyrir átrúnaðargoð handa “rétttrúnaðar” mönrtum? Jæja, þetta kemur nú alt i ljós, þegar forseti Kirkjufélagsins lút- erska verður búinn að fullgera Jietta sköpunarverk sitt. En engir skyldu verða hissa á því, þótt það ,taki liann lengur en “6 daga”. Eg vona að þessar framanskraðu gerðir hins “Evangelfoka lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi”nægi til þess að sanna, að þetta er “galdrakendur siður og hindurvitnatrú”, iaus við allan sannan, iifandi kristindóm. — Eg ætla svo ekki að rekja lengra slóð (eða gea'ðir) Kirkjufélagsins, að minsta kosti ekki í þetta sinn; en vænt þætti mér um, ef vinur minn, séra Adam Þorgrímsson, vildi taka I hér við, og rekja slóðina frá þeim tíma, að hann komst inn fyrir girð- ingar Kirkjufélagsins, og fram að þeim tíma, er hin umrædda kvöld- máltlð var framreidd í nýfengnu kirkjunni ,á Victor Street. Og láta svo aimenning vita, ef að þeir, sem til altaris hafa gengið á þessum tíma, hafi sýnt það í verkum sín- um, að þeir gerðu það í minningu um Jesú Krist. Þetta vona eg, vin- ur minn A. Þ., að þú athugir vel og áður en þú finnur ihvöt þess að kasta næsta steini til okkar frjálstrúarmanna. Svo tek eg undir með Guðmundi * Friðjónssyni skáldi á Sandi: < rækilega, hjá' sér til I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.