Heimskringla - 25.07.1923, Page 1

Heimskringla - 25.07.1923, Page 1
 Verðlaua ROYAl gefia CROWN fyrir SOAP Coupons og SendlV efttr ver?51Ista tll Royal Crown Soap Ltd. ©54 Main St.. Winnipeg. limbúöir Verðlaun gefia fyrir CROWN Coupons SOAÞ og SendlB eftlr verBHsta tll Hoyal Crown Soap Ltd. umbúíiir 654 Maln st” wlnnlP*s XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 25. JÚLÍ, 1923. NÚMER 43 Islendingadagurinn 2. Ag. i River Park. Canada. Komflutningurinn. Þeir, sem keypt hafa korn luir undaufarin ár, hafa hafí: nægilega reynslu af því, hve erfitt er að koma því á mai kaðinn, þegav krafa hefir þar verið fyrir korn. Orsökin til þeirrar tafar hefir verið sú, að skip hafa ekki verið fáanleg til að flytja kornið. Nú eru stærstu kornfelög- in hér að reyna að koma á fót nefnd, sem sér um að hægt sé að koma korninu til markaðín á ákveðnum tíma. Gangas-t þeír fyr- ir því, James Stewart, T. A. Crerar og James Richardson. í>ó flytja verði kornið á járnbrautum lengra en annars þyrfti með, ætla þeir heldur að gera það, en að verða af sölu á því á markaðinum fyrir töf á flutning á því á skipunum, enda hafa skipaeigendur oft seít burðar- gjaldið eins hátt og járnbrautirnar. Þrátt fyrir það, að lög voru samin á sfðasta þingi, sem koma eiga í veg fyrir þessa töf, er ekkert að reiða sig á skipaeigendur, að því er kornútflutningsfélögin segja, enda hafa skipaeigendur sagt, að þeim lögum gætu þeir ekki fylgt. Þessir þrír áðurtöldu menn fara til Ot- tawa bráðlega til að bera þetta'inál upp við stjórnina. Gremja. Svo er gremjan mikii út af gerð- um efri deildar þingsins í Ottawa í járnbrautamálinu, að ýms félög vilja, að Bretakonungi sé send á- skorun um að afnema senatið. Samtök um kornsölu enn á prjón- unum. Saskatchewan Grain GroWers fé- iagið og United Farmers of Alberta eru að hafa fund um þessar mund- ir, með það fyrir augum, að koma á samtökum (Wheat Pool) til þess að sjá um sölu á korni í haust. Col- in H. Burnell, forseti bændafélags- ins í Manitoba, er á þeim fundi. Hann sagði við fréttasmala blað- anna hér áður en hann fór til Re- gina, þar sem fundurinn er haldinn, að ef • Saskatchewan gæti myndað þessi samtök, ætti Manitoba einn- ig að geta það. Manitobaþingið. I Manitobaþingið kemur saman í dag til þess að leiða í lög frumvarp Moderation League, um stjórnarsölu á áfengi. Nokkrir þingmanna voru ekki komnir í bæinn í gærkvöldi. | Foringi verkamanna. John Queen þingmaður fyxir Winnipeg, hefir verið kosinn leið- togi verkamannaflokksins á þing- inu í stað F. J. Dixons, er sagði af sér þingmensku fyrir skömmu. Kosning Queens gildir aðeins fyrir næstkomandi, þingár. Skógareldar. Afarmiklir skógareldar geisa um þessar mundir í Queibeefylki í hér- öðum er Maurice og Mannan River heita. Um 2500 manns eru að reyna að einangra eldana, en sem stendur virðast þeir óviðráðanlegir. Endurkosning. Ráðgjafar nýju stjórnarinnar í Ontario sækja unx endurkosningu 27. ágúst. Gestur konungshjónanna. Dr. F. G. Banting frá Toronto, sá er uppgötvaði meinabótina við syk- ursýkinni, var s.l. miðvikudag í heiinboði hjá Georg konungi og Maríu drotningu. Hitinn. S.l. sunnudag var einn sá mesti hiti, sem hér hefir komið. Mælirinn sýndi hann 96 stig. Aðeins tvisvar áður hefir hiti í Winniþeg orðið meiri, en 'það var 21. júní 1910, 99,2 stig, og 7. sept. 1906, 99 stig. ----------XX--------- Önnur lönd , Frá Berlín. Stjórnin á Þýzkalandi segir enga átyllu fyrir því, sem í blöðum sé sagt um að innanlandsbylting vofi þar yfir. Kolakaup Þjóðverja. Þjóðverjar hafa gert samning við Bandaríkin um kaup á 750,000 tonn- um af kolum, sem senda á til Þýzkalands fyrir næstu árslok. Frá París. Millerand forseti Frakklands lét 1469 fanga lausa á þjóðhátíðardag- inn, 14. júlí s.l. Þetta var í fagnað- arskyni gert. Brot fanga þessara voru smávægileg. Frá Cairo. Af 13 mönnum, sem fundnir voru sekir 7. júlí s.l., um að hafa verið valdir að inorði brézkra þjóna hins opinbera á Egyptalandi, voru 5 dæmdir til lífláts (hengingar) s.l. föstudag, og hinir til lengri eða skemri fangelsisvistar. Frá Lundúnum. Frumvarp Lady Astors, um að selja ekki unglingum innan 18 ára aldurs áfengi, var nýlega samþykt í einu hljóði við aðra umræðu í lá- varðadeild þingsins á Englandi. Æskja kosninga. - Blöð á Englandi hafa það eftir einum þingmanninum á Irlandi, að verið sé að róa að því öllum árum, að kosningar til Dail Eireann þings- ins fari sem fyrst fram. Rússar samþykkja. Sovietstjórnin á Rússlandi hefir tilkynt þjóðunum á Lausannefund- inum í Sviss, að hún sé samiþykk gerðum fundarins viðvíkjandi yfir- ráðum yfir Dardanellasundunum, o» ætli innan þriggja vikna að skrifa undir þær í Constantínópel. Páfinn og'Wirth. Píus XI. páfi í Róm talaði nýver- ið lengi við Wirth, fyrverandi for- sætis- og fjármálaráðherra Þýzka- lands um skaðaliætur Þjóðverja. Páfanum kvað mikið áhugaefni, að Frakkar og Þjóðverjar sættist, og beitir áhrifum sfnum mjög í þá átt á hvortveggja málsaðila. Baldwin og Poincaré. Baldwdn forsætisráðherra Bret- lands og Poincaré forsætisráðherra Frakklands, kváðu wéla að tala saman innan skams um tillögur Breta í skaðabótamálinu. Það sem þeim ber aðallega á milli er það, að Baldw,in er með þvf, að óháð nefnd sé skipuð. í málið, en það vilja Frakkar hvorki sjá né heyra. Þogar þessar tillögur Breta voru fyrst , birtar, hótuðu Frakkar að slíta friði I við Bretland. En haldið er að þeir i muni hugsa sig tvisvar um áður en j þeir geri það. ítalía og Belgía eru j samþykk tiilögum Breta. i Harding heimsækir Canada. í þessari viku heimsækir Harding forseti Bandaríkjanna Canada. Er það í fyrsta skifti að forseti Banda- ríkjanna heimsækir þetta land. Á embættistímá siínum mega forset- arnir ekki, saankvæmt stjórnar- skránni, fara úr iandi, og hefir eng- inn þeirra gert það áður nema Wil- son, er til Evrópu fór til að vera við friðargerð stríðsþjóðanna. — Hai’ding kemur til Vancouver, en annað mun hann ekki um landið fara. Aðallega mun erindið við- víkjandi samningum Canada og Bandaríkjanna um heilagfiskiveið- arnar. British Columbia kvað vera að tbúa sig undir að taka veglega á móti forsetanum, og má ætla að þessi ferð verði til þess, að endur- j nýja vinarþel beggja hlutaðeigandi þjóða. Landbúnaöur og mentun. Lengi. ríkti sú skoðun, að það væri óþarfi fyrir þá er búskap stunduðu, að leggja sig mjög eftir mentun, og hin svokallaða æðri mentun var skoðuð allsendis óþörf. Akuryrkjuskólinn í Kansas hefir ný lega reynt að komast að því, hvort að þeim farnaðist ekki betur bú- skapur, sem mentun frá æðri skól- u"m hefðu hlotið, en hinum. Um 1237 bændabýli heimsóttu menn þeir, er fyrir þessari rannsókn stóðu a£ hálfu skólans. Arðurinn af búskaparrekstri bóndáhs, scm að- eins hafði hlotið barnaskólament- un, var $422; hjá bóndanum, sem miðskólamentun hlaut, $554; hjá þeim, sem á hina alinennu menta- skóla (Colleges) höfðu gengið, $859, og hjá þeim, sem fullnumar voru frá þeim skólum, $1452. í öðrum ríkj- um, sem þetta var rannsakað í,' varð niðurstaðan mjög svipuð j þessu. Að þvf er almenn þægindi snerti, voru bú þeirra mentuðu miklu' fremri búurri hinna. Ef til vill eru það hinir áhugasamari, sem eftir mentun leggja sig, og að þeir að ; öllu öðru jöfnu, gerðu betur hvort sem þeir væru mentaðir eða ekki.. En með þessari viðtæku rannsókn er varla hægt að neita því, að það er hagur fyrir bóndann og bænda- efni, að afla sér sem mestra ment- unar. Keisarinn ekki iðjulaus. Eftir fregnum að dæma frá Ilol- landi, er fyrverandi Þýzkalands- keisari ekki með öllu aðgerðalaus. Hann hefir nákvæmar gætur á öllu, sem er að gerast á Þýzkalandi, og eftir því sem útlitið þar verður lak- ara, sem stafar af umsát Frakka í Ruhr, eftir því lyftist brúnin hærra á karli. Hann liefir blátt áfram frétta- eða njósnarskrifstofíi í Þýzkalandi, sem hinn gamli vinur hans von Kracker stjórnar, og flytj- ast keisara fréttir þaðan daglega. Og í Hollandi þykir talsvert farið að bera á úbbreiðslustarfi hans. Það sem ugglaust þykir fyrir hon- um vaka, er að koma til sögunnar, ef til byltingar kæmi, og ef að vel lætur. koma Hohenzollernættinni til valda aftur á einhvern hátt, annað- hvort með þvi að krónprinzinn verði kosinn forseti Þýzkalands, eða að ættin á einhvern hátt nái aftur viðúrkenningu og setjist seinna meir á konungsstól, að dæmi Xapo- leons þriðja. Sjálfur kvað keisar- inn ekki ætla sér að ná keisaratign aftur, þó konu hans prinsessu Her- mínu leiki hugur á því, og hvetji mann sinn til slíkra stórræða a£- dráttarlaust. Stríð augsjáanlegt. Newton D. Baker í Cleveland, Ohio, herinálaritari í Wilsons ráðu- neytinu, sagði í ræðu er hann hélt. s.l. miðvikudag, að það dyldist eng- um, að nýtt stórstríð væri yfirvof- andi og að ráðið til þess að afstýra því væri það, að Bandaríkin gerð- úst félagi í alþjóðasambandinu (League of Nations). Sameining kirkna fyrirsjáanleg. Baldwin forsætisráðherra Bret- iands, lýsti því yfir í nðeri deild ]iingsins, að eitt af fyrstu verkum þingsins í haust yrði það, að fjalla' um frumvarp viðvíkjandi eignar- rfitti og hlunnindum skozku kirkj- uþnar. Þykir ljóst að fyrir kirkjun- um vaki sameining, úr því slíkt frumvarp er á ferðinni. Skarlatssóttargerillinn fundinn. Blöðin herma að tveir læknar á ftalíu hafi uppgötvað gerilinn, sem veldur Skarlatssótt. Móttökuveizla. Hermálastjóri Parísarborgar hélt canadisku ltennurunuin, sem eru á ferð um Evrópu, veizlu heima lijá sér s.l. þriðjudag. , Vöruskifti Rússa og Þjóðverja. •Stjórnin á Þýzkalandi hefir gert ]>að heyrin kunnugt, að hún hafi gCrt samnit»g--við rússnesku stjórn- ina um að kaupa af henni 400,000 tonn af korni, sem komið á að vera til Þýzkalands fyrir fyrsta nóvem- ber í liaust. Nokkur hluti borgun- arinnar verður greiddur í iðnaðar- áhöldum. Amundsen kemur til baka. 1 prívatskeyti til manns í Nome, Alaska, frá Roald Amundsen heim- skautafara, er þess getið að hann búist við að koma aftur til Nome á fyrsta bátnum, sem þangað fari frá Wainwfright. Sovietstjórnin ekki viöurkend. •‘Sovietstjórnina á Rússlandi geta Bandaríkin ekki viðurkent, eins lengi og hún prédikar bæði heima fyrir og út á við niðurrifskenning- una,” sagði ritari Bandaríkjanna, Hughes, í ræðu s.l. sunnudag. De Valera ekki af baki dottinn. Eammon de Valera hefir sent fé- lagi því í Bandaríkjunum, er að lýð- frelsishugsjónum írlands vinnur, skeyti og fer fram á, að þeir leggi fram fé í kosningasjóð lýðfrelsis- sinna. Um Anglo-írsku samningana hefir liann það að segja, að þeim hafi verið þröngvað á írsku þjóð- ina með hótunum um stríð frá Breta hálfu. Fjárupphæðin, er de Valera segist þarfnast, er $100,000. Eftir þessu að dæma, virðist de Valera ekki af baki dottinn. Verði lýöfrelsissinnar í meirihluta við kosningarnar, spgir liann að iiúið sé með samninga írlands og Bretlands og lýðstjórn verði sett á fót aftur, sem enga samvinnu hafi við Breta, eins og verið hefði 1919. ------------X-----r------ Winnipeg. Eitt viljum vér sérstaklega nrinna Winnipeg-íslendinga á, og svo auð- vitað alla Vestur-íslendinga, sem þess eiga kost að sækja þjóðhátíð Islendinga í Winnipeg 2. ágúst, að ]iar gefst í síðasta sinn hér vestra færi að hlýða á einn hinn ágætasta mentamann, sem nú er uppi með þjóð vorri, dr. Ágúit H. Bjarnison. Hann mun mjög bráðlega eftir þjóðhátíðina hverfa til baka heim til ættjarðar vorrar. Þeim, sem lesið hafa hin ágætu fræðirit hans, hlýtur að leika mikill hugur á að sjá o ghlýða á hann sjálfan flytja mál sitt. Og þarna er tækifærið til þess 2. ágúst, síðasta tækifæri Vest- ur-lslendinga. Munið það, svo þið þurfið ekki að iðrast þess síðar. Eggert Stefánsson, söngvarinn góðkunni, lagði af stað í gær alfar- inn liéðan til New York. Með hlýum hug og heillaóskum og þakklæti fyr ir komuna, kveðja Vestur-íslending- ar hann. Hann hofir skemt þeim svo vel, þamn tíma sem hann hefir verið hér, að þe:r munu lengi minn- ast hans sem eins af sinum beztu gestum, og eru stoltir a£ sönghæfni hans, sem hvarvetna, þar sem hann hefir komið fram, hefir reynst þjóð- flokki vorum til mikils lieiðurs. Eggert dvelur fyrst um sínn í New York, en mun svo hverfa til Ev- rópu. —----------x----------— Enn um ráðleggingar. Herra ritstjóri! Eg kemst ekki lijá því að biðja yður velvirðingar á því, hversu mik- ið rúm eg hefi orðið að taka af les- málinu í yðar heiðraða blaði til þess að svara greinum séra Adams Þorgrfmssonar í Lögbergi. Hrein- skilnislega sagt, þá finst mér ekki óeðlilegt, þó yður og öðrum fynd- ist rúminu betur varið á annan hátt. í séinustu grein séra A. Þ. er svo vandloga farið í felur með öll rök, að maður þarf að vera sérstaklega velviljaður höfundinum, til þess að geta talið sér trú um að þau séu nokkur til. Hún minnir að því leyti á manninn, sem lítið orð hafði á sér fyrir greind, en góður kunningi, er halda vildi orðstír hans uppi, sagði að væri “laungáfaður”, en að hann færi einstaklega vel með það. En þó að rökin séu engin, herra rit- stjóri, sem þörf væri á að svara, eru önnur einkenni á grein þessari, sem koma mér til þess að biðja yður fyrir línur þessar. Það er hinn fá- heyrði hroki og niiður smekklegu dylgjur, sem stráð er sem kryddi inn á milli útúrsnúninganna. Greinarhöf. lýsir yfir þvL að hann álíti, “að hin helgustu mál manns- ins. trúmálin, megi ekki ræða með léttúð eða lítiLsvirðingu”. Það væri vafalaust mikill gróði í því fólginn, ef séra A. Þ. gæti tekist að rótfesta þá hugsun hjá fólki, ekki sízt ef hún væri dálítið víðtækari. En hún'verður svo einkennilega fá- tækleg, þegar henni er látin fylgja nokkurnveginn mestu stóryrði. sem til eru í málinu, um þá menn, sem ekki eru sammála höfundinum um einstök atriði trúarbragðanna." 1 örfáum iínum kemur hann því við að tala um “hyldýpi hugsunarieysis' ogstrákskapar’, ‘glannaleg gífuryrði’ sem hann fær ekki orða bundist yf- ir, og einkenna mál mitt sem “keskni og háðglósur" einar sam- an. Það getur verið hressandi að heyra menn taka dálítið myndar- lega upp í sig á köflum og hefla ekki utan af orðum sfnum, en það er ánægjulegra, að það .sé þá sam- fara minni helgisvip og vandlæting- ar en hér á sér staö. Og séu slík stórskeyti notuð, þá fer betur á því að þau hitti einl*vem. 1 þetta skifti hitta þau engan. Greinarhöfundur- inn Sr ekki að berjast við mig eða mínar skoðanir, heldur við sinn eig- in skugga. Hann leggur mér orð í munn, sem eg hefi aldrei sagt og gerir mér upp hugsanir, sem eg gæti ekki hugsað. Hann hefir það eftir mér, að eg hafi sagt um altaris- sakramentið, * að “hugsun manna sveiflist milii þessara tveggja öfga” • o. s. frv. Eg hefi aldrei sagt eða skrifað þetta, og þó að það sé held- ur þreytandi, að þurfa að endur- taka hvað eftir annað það, er öllum ætti að vera ljóst, er þeir hafa það prentað fyrir framan sig, þá verð eg að gera enn eina tilraun til liess að reyna að láta séra A. Þ. taka rétt eftir því, sem eg hefi haldið fram um þetta efni. Eg sagði að hættan, sem Páll postuli hafði séð, að stafað gæti af hinni sameigin- legu máltíð, sem altarissakrament- ið er síðar runnið upp af, sé nú ekki lengur fyrir hendi, en að önn- ur hætta geti stafað af þeim sif sem menn nú hafi um hönd. Sú hætta sagði eg að sveiflaðist milli tveggja öfga, þeirra sem sé, að menn meintu ekkert með þessu og legðu þannig nafn guðs við hégóma, eða væru að ala upp í sér hindurvitna- trú, sem gripin væri algerlega úr lausu lofti. Þetta er jafn augljós- loga annað heldur en séra A. Þ. hef- ir eftir mér, eins og það er ómót- mælanlega satt. Eg fullyrði, að hættan sýni sig f báðum þessum myndum oft og einatt. Og meðan eg er að tala við menn um trúmál í kirkjum, ]»á álft eg það vera eina af skyldum mínum, að vara við þessari hættu. Eg ]iykist gera það í fullu samræmi við höfund kristn- innar. Hánn stóð í stöðugri bar- áttu á móti trúarsiðum samtíðar sinnar, sem vitaskuld höfðu upp- haflega verið af góðum rótum runn- ir, en voru orðnir andlausir og gagnslausir og skaðlegir, vegna þess að þeir skygðu á sannari og dýpri skilning á guði og lögum til- verunnar. Séra A. Þ. telur mig hafa kvartað sárt undan því, að hann hafi ráð- lagt mér að útvega mér stóran kvarnarstein og hengja hann um háls mér og sökkva mér ásamt hon- um í sjáfardjúp. Eg hefi aldrei kvartað undan ráðleggingunni, enda ekki haft neina ástæðu til þess. Eg hefi aldrei ætlað mér að fara eftir ráðleggingum sr. A. Þ. Eg ætla ekki einu sinni að fara eftir hinni síðustu ráðleggingu s.r A. Þ., sem hann þó tekur fram að hann gefi mér “af heilum huga”. Ráðið er í þetta sinn það að fara að eins og Pétur, er hann hafði afneitað Jesú. Pétur iðraðist “og gekk út fyrir og grét beisklega”. Eg verð þvf miður að neita séra A. Þ. um þá ánægju að vita af því, að eg gráti beisklega. f þetta sinn er eg mér þess ekki meðvitandi að hafa neina ástæðu til þess. Pétur iðraðist og grét. þeg- ar honum varð ljóst, að hann hafði ekki staðið við það, sem hann trúði að væri hinn æðsti sannleikur. Nú á eg að fara eins að vegna þess, að eg hefi sagt það, sem eg trúi að sé satt. Eg ætla ekki að gefa það. En það er' í öðrum efnum, söm eg hefði löngun til að líkjast Pétri og öðr- um postulunum. Þeir fóru út í ver- öldina til að boða það, sem þeir trúðu að væri sannleikurinn. Þeir gáfu líf sitt og krafta fram til þess starfs og hirtu aldrei hvort mönn- um líkaði betur eða ver. Því miður hefi eg litla von um áð eg muni nokkru sinni líkjast þeim í nokkru, en eg hefi töluvert ákveðinn grun um, að þess betur sem það takist, þess ólíkari verði eg manninum, sem nú lætur sér svo ant um að gefa mér ráðleggingal■. Ragnar E. Kvaran, —XXX---------- i

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.