Heimskringla - 25.07.1923, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.07.1923, Blaðsíða 5
MNNIPEG, 25. JCLÍ, 1923. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Sendu bankanum það með pósti. Það gerir ekkert til hversu langt þú ert í burtu frá þessum banka. Þú getur ávalt lagt fé þitt inn í hann, með því að senda það með pósti. Alt slíkt fé verÖur fært til innleggs f þar, og viðurkenning send fyrir því strax. Geymdu aldrei stórar upphæðir heima hjá þér, sendu þær heldur með pósti til bankans. IMPERIAL BANK OF CAMADA Riverton-útbúið H. M. Sampson ráðsmaður Auka-útbú að Gimli. (458) henni yrði gengið á ársfundum fé- lagsins frá ári tíl árs. Hinum ýmsu kommúnistafélögum hefir ávalt verið neitað um samvinnu við verkamannaflokkinn. Árið 1918 fór flokkurinn samt að vanda til með stefnuskrá sína, enda varð verksvið hans þá víð- tækara og flóknara vegna þeirra breytinga, sem þá voru gerðar á kjörgengi, þar sem konum yfir 30 ára aldur var veittur atkvæðis- réttur, og svo var gerð breyting á kjördæmaskipaninni. Þetta hvort- tveggja hafði það í för með sér, að nákvæmni mikillar varð að gæta í því, að stefnuskráin yrði í samræmi við hugsjónir hinna mörgu félaga, er nú voru í flokk- inn gengin. Og þá birti hann full- komnari stefnuskrá en hann hafði nokkru sinni fyr gert. jEn jafnvel mikilsverðari en sú stefnuskrá, var hin andlega breyt- ing, er þá átti sér stað innan flokks ins. Verkamannaflokkurinn var ávalt hlyntur erfiðismanninum og hann átti ávalt vísa inngöngu í hann, þegar hann fýsti. En nú var í fyrsta sinni öllum í hann boðið, hvort sem með “hendi eða heila” ynnu. Sú yfirlýsing kvað niður þá villutrú, sem menn höfðu skap- að sér um flokkinn, og var fólgin í því, að hann ynni aðeins að því að bæta hag þeirra, er á handafía sínum lifðu. Nú var það ljóst, að það var bæði líkamleg og andleg vinna, sem flokkurinn var að reyna að hefja á þann hátt, að hver, sem eitthvað ynni, fengi sanngjarnan arð af vinnu sinni. Og til þess að ná því takmarki, varð að reka fyrirtækin m'eð þjóð- eignarfyrirkomulagi. Að því varð að stefna. Og í því greindi þenna verkamannaflokk alvarlega á við báða eldri flokkana. Fé, sem til iðnaðar var varið, átti hið opin- bera að leggja fram. Og þetta náði einnig til landeigna í stórum stíl. Það var sameign á öllum stærstu þjóðnytjum landsins í stað séreignar, er fram að þessu hafði verið stefna liberala og konserva- tíva, og sem er í almætti sínu ráð- andi enn á þinginu. En því má ekki gleyma, að við því er goldinn varhugi, að gera ekki í flýti neitt af þessum breytingum, heldur að- eins koma þjóðeign á smátt og smátt og eftir því-rsem fýsilegt virðist. Aðallega er það þjóðeign járnbrauta, nánVaiðnaðar og við- skifta, sem flokkurinn lætur sig mestu varða fyrst um sinn. Að því er ýmsan annan þjóðlegan iðnað eða iðnaðargreina£_„snertir, reynir flokkurinn, eftir því sem hagkvæmt skoðast í þann og þann svip, að gera þær að þjóðeign. Niðurl. næst. Meðal Malaya.j Endurminningar eftir Sigfús Halldórs frá Höfnuni. Prh. í New York barst mér afskapleg- asta heljarfregnin, er eg hefi heyrt: manndauðinn mikli í Reykjavík af völdum inflúenzunnar. Eg las dán- arskrána uppi hjá Arna Eggerts- syni, á skrifstofu Islands í New York. Eg sat alveg höggdofa eftir lesturinn. Fjölda af þessu fólki þekti eg frá skólaáram mínum, flest nöfnin kannaðist eg eitthvað við. Elest ungt fólk. Eg sá Reykjavík fyrir mér í heijartökum skelfingar- innar, og mémvar sem eg sæi, fyrir tilstidi einhverrar ófreskisgáfu, all- an bæinn sveipaðan dauðamóðu og eldgosabrælu, og mér fanst eg skyndilega skilja, hvernig þjóðsag- an um dauðamóðuna bláleitu mynd aðist, er Svartidauði geisaði yfir landið forðum. Og þrem árum síð- ar, er eg las snildarverkið hans Gunnars Gunnarssonar, “Sælir eru einfaldir”, fanst mér sem eg lifði aftur þetta atvik; sem eg kannaðist við öll ljóss- og skuggaskifti í lýs- ingu hans, sem eg væri gagnkunn- ugur öllum blæbrigðum á andrúms- lofti bæjarmanna og á sálarlífi þeirra, sem lifðu þessar skeifingar- stundir . Og þá fyrst rendi e.g grun í hið örlagaþrungna innihald dánar- skránna úr ófriðnum mikla, er geis- að hafði yfir Evrópu undanfarin ár, og sálarangist þeirra, er heima sátu, og með biæðandi hjarta og skjálfandi fingrum rannsökuðu dálk ana í fjögur kvalalöng ár. Eg mintist á, að eg hefði verið scaddur hjá Árna Eggertssyni frá Winnipeg, er eg las þessa heljar- fregn. Eg kom þangað því nær daglega, meðan eg var í New York, og naut þar alúðangestrisni hans, þótt eg væri honum með öllu ó- kunnugur, og hann var svo nærgæt- inn að koma mér bréflega á fram- færi við ianda í San Franciseo, mér til mikillar ánægju. Eftir hálfsmánaðar dvöl í New York, héldum við vestur að Kyrra- hafi, með Santa Fe járnbrautinni. Leiðin frá Buffalo og vestur í Ari- zona var afskaplega leiðinleg og til- breytingarlaus, að því undanskildu, að eg varð strandaglópur í Allbu- querque, berhöfðaður og yfirhafn- arlaus í grimdarfrosti. öll þessi leið er endalaus slétta, án nokkurra landmarka, 1 Arizona fór landið að fríkka. En sérstaklega failegt þótti okkur í Sierra Nevada fjöllun- um, enda var þar sem hásumarveð- ur heima á íslandi, þótt í desember- mánuði vær'i. 1 San Francisco dvöldum við fé- lagaf í þrjár vikur. Daginn eftir PIIRITy FLQUl More Bread and Better Bread " USE IT IN ALL YOUR BAKING PURITY flouo and Better - Pastry too FOR RESULTS THAT SATISFY m ^— if , • . V- ( ■ ..-■••• ■ Y — C'’ - - * c--'*-• - r.l m-z'l 1' 6 * H ‘ n LÍi' íaSíi komu okkar þangað, hafði Magnús ; Árnason myndhöggvari upp á mér, fyrir tilstiHi Árna Eggertssonar. sem fyr er nefnt. Kynti hann mig fyrir Einari Oddsson, Röntgen-1 ijósmyndara, sem giftur er einni af! dætrum Davlðs östlund trúboða, j og bjó þar í borginni, ásamt móður ; sinni og tveim systrum. Einnig j kynti hann mig fyrir Sigurði Good- j man, bróður Gunnars Goodman, j hér í Winnipeg. Tók alt þetta fólk ! mér með kostum og kynjum, og var I þar sjón sögu ríkari, að ekki er ís- ienzka gestrisnin í afturför hér vestanhafs. Magniis bauð mér eitt kvöld á austurienzkan grímudans- leik, sem haldinn var á listaháskóla Californíu, þar . sem hann var að námi. l>að var glæsileg samkunda, og endaði með því, að við Magnús sungum nokkra ‘‘Glunta”, hina á- gætu stúdenta-tvísöngva sænska tónskáldsins Wenneberg. Sannar ekkert betur ágæti þeirra, en lófa- tak það, er við fengum að launum, þrátt fyrir það að enginn viðstadd- ur skildi orð af því, sem við sung- um, enda mætti það vera undar- lega dauður maður, er ekki hefði á- nægju af þeim, þótt sungnir séu af j mönnum íákunnandi i sönglist. San Friuæisco er yndidega í sveit | komið, að sunnanverðu við flóa | j þann hinn mikla, er nafn sitt dreg- jur af boiginni. Yesturhluti borgar- innar nær nú alla leið út að ‘Gullna hliðinu’ heimsfræga, og er þar helj- armikil sundlaug, en Cliff Rock, griðastaður sæljónanna, rís þar þverbrattur úr hafinu skamt frá flæðarmáli. Bcint í norður frá borg- inni, og fyrir norðan flóann, eru fjöll mörg, og er merkast þeirra Mt. Tamaipais, rúm 2500 fet á hæð, og frægt fyrir víðsýni. Er gistihús uppi undir hátindinum, og liggur þangað járnbraut, einhver snildar- legasti minnisvarðinn um verksnild Ameríkumanna. Vefst hún í ótal hlykkjum upp eftir fjallshlíðinni, ‘The Crookedest Railroad in the World”. Brautin er rúmar 8 mílur á lengd og hlykkimir á þeirri leið I eru 281, að sögn. Við félagar héldum jólin á West Point Inn þar í fjallshlíðinni 1900 ft yfir sjáfarmái. Svo er veðurblíðan mikil þar um slóðir, að þarna var i hér um bil 50 st?ga lúti (Fahren- heit), eða hér um bil eins og meðal j sumarhiti á íslandi. Útsýnið var j yndislegt. Blasti þar við manni San Franciseo flóinn og borgirnar j kringum hann, San Franeiseo, Oak- ■ land og Berkeley, þar sem háskól I inn er, og hundrað borgir aðrar, stærri og smærri, Gullna hliðið, og vínekrur og aldingarðar suður eftir j iandi, suður að Djöflafjalli (Mt. j Dieblo) og hinum snjókrýndu Sierr. as. En þó loftið væri hreint og tært, eftir því sem víðast gerist annars- I staðar, mátti það þó ekki jaínast á við íslenzka fjallaloftið, og víð- sýnið var ekki nærri eins takmarka- laust og heima í sumarblíðunni, enda hefi eg hvergi í heiminum séð j annað eins. Jóladagskvöld gengum við félag-; ar niður fjallshlíðina og niður í j Muir Woods, sem liggur við rætur fjallsins. Er þar einn af þjóðgörð- um og friðhelgum stöðum Ame- ríkumanna. Þar vex tröllafuran j fræga, Sequoia gigantea, og eru hæstu trén um 270 fet á hæð, og þai j eftir gildvaxin, en gildasta tréð er 54 fet ummáls. Það er«dálítið ann- að en sauðbitnar birkirenglurnar j heiina á íslandi, og eru þær mér þó kærari. Þokuslæðingyj- óf sig um trjátoppana, og dau^aljyrð ríkti þar yfir ö*llu. Það varveins qg mað- ur væri kominn í einhvern æfintýra- heim, þar sem mannsfótur hefði aldrei friðinn truflað, og lækirnir suðuðu niður gilin og hjúfruðu sig að trjárótunum í sömu friðhelginni og þeir hafa gert um þúsundir ára, áður en nokkur aurbleyttur fótur fékk gruggað þá. Á sumrin er þarna alt fult af morandi mann- grúa, að sögn, en nú var þarna eng- inn, sem betur fór, sviðið var autt, og bjálkahúsin, þar se-m veitingar fara fram, auð og yfirgefin, eins og gleymdir veiðimannaskálar í frum- Ikógum fámennra landa. Við félag- ar fórum inn í einn skálann, er rökkva tók, og gerðum upp eld á arni. Keiktu msvo í pípunum og settumst i hvirfing kringum eldinn og störðum í aringlóðina. óljósar skyldleikakendÍT við frumbúa jarð- í ISLENDINGADAGURINN ! ÞRITUGASTA OG FJÓRÐA ÞJOÐHATIÐ Winnipeg-Islendinga í ! River Park, Fimtud. 2. Ágúst 1923. | BYRJAR KLUKKAN 10 ÁRDEGIS. Inngangur 25c fyrir íullorðna, frítt fyrir börn upp að 15 ára ald. j ! I ! HANNES PÉTCRSSON forseti dagsins. Ræðuhöld byrja kl. 2.30 síðdegis. MINNI ÍSLANDS: Ræða ................ dr. Ágúst H. Bjarnason Kvæði ................... Jakob Thorarensen MINNI CANADA : Ræða................Séra Friðrik Haligrímsson Kvæði..................... MINNI LANDNEMANNA ÍSL. Ræða ................. Rector Joseph Thorson Kvæði ...........- .... Gutt. ,1. Guttormsson I. PARTUR: ... Byrjar kl. 10 árdegis. Aöeins fyrir íslendinga. Hlaup fyrir unga og gamla. Um 50 verðlaun veitt. Börn öll,'sem taka vilja þátt í hlaupunum, verða að vera komin á staðinn stundvíslega kl. 10 ár- degis. II. PARTUR. Byrjar kl. 12,15 síðdegis. Verðlaun: ?5, $3, $2. Langstökk,hlaupa til. — Hopp-stig-stökk. Kapphlaup 100 yards. —Kapphlaup 220 yards. Langstökk. — Shot Put — Kapphiaup 440 yards. Hástökk, hlaupa til. — Verðlaun: Silfurbikarinn gefinn þeim, sem flesta vinninga fær (til eins árs). Skjöldurinn þeim íþróttaflokki, sem flesta vinninga hefir. Hannesarbeltið fær sá er flestar glímur vinnur. III. PARTUR: Byrjar kl. 5.30 sfðdegis: 1. Glíuiur (hver sem vill). VerðlauM: $8, $6, ?4. 2. Kappsund (hver sem vill). Verðlaun: $8, $6„ $4 3. Verðlaunavals, byrjar kl. 8,30 síðdegis. Verð- iaun: $12 og $8. Hornleikaraflokkur spilar frá kl. 1 e. h. til kl. 6 síðdegis. Forstöðunefnd: Hannes Pétursson forseti, Þórður Johnson varaforseti, Pétur Anderson fé- hirðir, Albert C. Johnson ritari, S. Björgvin Stefónsson, Friðrik Kristjónsson, J. J. Bíldfell, Einar P. Jónsson, Stefán Einarsson, Sveinbjörn Árnasón, Ólafur Bjarnason, Eiríkur ísfeld, Hall- dór Sigurðsson. »(>■ »•<)•< * ►o arinnar runnu okkur i brjóst, og okkur fanst eins og svipir gleymdra og grafinna kynbræðra okkar feld ust i hornarökkrinu, og hlýddu hijóðir á, er einhver okkar í hálfum liljúðum hóf frásögn um dularfull fyrinbrigði úr heimkynnufn sínum. Við áttum erfitt með að slíta okkur frá kulnuðum glæðunum, og við fet- uðum hljóðir fjárgötuna mjóu, upp- eftir fjallshlíðinni, í náttmyrkrinu og grafarþögninni, sem næturúðinn sveipaði um skógarbrekkumar. Og við höfmn ailir verið sammóla um það síðan, að þetta jóladagskvöld hafi verið. ein af yndislegustu.stund um á æfi okkar. — Við lifðum margar ánægjustundir á ferðum okkár um borgina og ná- grenni henwár. Þeir, sem kunnugir voru Jack (London, og það voram við víst flöstir, eða réttara sagt sög- um hans, gótum jiarna rifjað upp fyrir okkAir ýmsa atburði, sem ger- ast á þéssum slóðum. 3?að var éins og alti'Skýrðist fyrir okkur, er við stóðcSji á ’ .vettvangi viðburðanna. Mér 'runna þá oft í hug erindin hans Steférts: \ A. "----Yoll höppin og ólánið það, sem æitkvísi þín beið, rifjar upp fyjir þér hver ttoíiýí».mmur, fjaiiströnd og búai mæla. Kvikmyndaleikhús eru góð, þegar ekki er völ á öðru batra, I en menningargjafi á borð við leik- | hús hin.j lifandi orðs, geta þau ' aldrei orðið, sízt eins og þau nú eru • rekin um allau heim, þar som fjár- ' gróðinn fyrst og fremst er fyrir aug- um hafður. — I j Við létum í haf frá San Francisco á gamlárskvöld 1918, og kvöddum j hæinn og sveitina m?ð þakklátum huga fyrir allar yndisstundirnar og blíðviðrlð, sama blíðviðrið, sem fylgdi okkur til dyra út um Gullna •hliðið, er við sigldum f Jádcyðunni ( Vestur í sólarlagsbjarmann, í átttna j til fyrirheitna landsins og Hono- , lulu, næsta áfangastaði.rins. Frh. Wonderland. 'ErHhvæA-myndirnar eru góðar, er núna verða sýndar á Wonderland. Douglas McLean í ‘‘The Hottentot”, á miðvikudag og fimtudag. “Brok- en Chains” á föstudag og laugar- dag. Mae Murray í “The Broadway Rose”, næsta mánudag og þriðju- dag. Síðan koma: ‘‘Watch Your Step”, “Second Fiddle”, “Souls for Sale”, “Romance Land”, “The Ghost Patrol”, “The Christian’, “The West Bound Limited”, “Rags to Riches”, Charlie Chaplin in “The Pilgrim”, og þannig mætti lengi telja. Hver þessara mynda er ljómandi skemti- leg. WEVEL CAFE Ef þú ert hungraður, þá komdu inn á Wevel Café og fáðu þér að borða. Máltíðir seldar á öllum timum dags. Gott íslenzkt kaffi ávalt á boðstólr.m- Svaladrykkir, vlndlar, tóbak og allskonar sæt- indi. Mrs. F. JACOBS. er ■ái-nVs vS:’« Er hægt að' segja þetta sannara og snildarlegar? Eitt af því, er viö*félagaTsöknuð- um, voru leikhúsin. Kvikmyndaleik- hús, og þau reyndar ljómandi góð, voru á hverju homi, en okkur, og sérstaklega Dönum, fanst það ein- kennilegur menningarskortur, að þessi glæsilegi stórbær, næstum því eins stór og Kaupmannahöfn, skyldi ekki eiga eitt einasta ieik- hús, þar sem mælt mál er talað, ekki einu sinni á þorð við alþýðu- leikhúsið í Kaupmannahöfn, þar sem leikin eru fremur léttvæg, en alþýðleg leikrit, hvað þá heldur nokkuð í áttina til Shakc-peare, er þó ritaði á somu tungu og borgar- -----RJOMI------------ Heiðvirt nafn er bezta ábyrgðin yðar fynr heiðaflegum viðskift- um, — það er ásíæðan til þess, að þér megið búast við öllum mögulegum ágóða af rjómasend- ingum yðar — og með óbrigð- uíli stundvísi frá CITY DAIRY, Ltd. WINNIPEG. James M. Carruthers forseti og ráðsmaður. James W. HiIIhouse fjármálaritari. SPYRJIÐ MANNINN SEM SENDIR OSS.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.