Heimskringla - 01.08.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.08.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. ÁGÚST, 1923. /--------------------------- HEIMSKRINQLA 1 #»«> Kfnar éi á hmjva ■IVttki(l«gt Elgevdnr: THE VÍKÍNG PRESS, LTD. Kt »g 9ARGENT AVK., WINNIPBG, Talarlmi i Pf-6537 YrrTi VUVahii «r $t.M Argaagarln b«ig- lot fyrlr fram. Allar bvrgaalr ■eallat rlVcaanal blaWiaa STEFÁN EINARSSON, ritstjórl. H. ELIASSON, ráðsmaSur. Utaalckrlft tiii blaValait IlelmakrliiRln Newc ,V Piihlishiiu? Co. Lessee of THF TIKPTG PRH9S, Ltd., Box UTI, Wlaafpeg, Jlan. UtaaAikrtft tU rltatjérana EDITOR HEIMSKRINGLA, Box tlTI Wloalpcg, Mna. The ‘Heimskringla” is printed and pub- lished by Heimskringla Newa and Publishing Co., 853-855 Sargent Are. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6637. V.-----------------------------------------------/ WINNIPEG, MANITOBA, 1. ÁGÚST, 1923 Báðum deildum að kenna. Það er ekki tilgangur vor að bera blak af efri deild þingsins í Canada fyrir gerðir henn- ar í járnbrautamálinu. En það er eitt atriði, sem ekki hefir vcrið minst á í sambandi við það mál, sem hlýtur að takast með í reikning- inn, og ósanngjarnt er að ganga meo öllu fram hjá í fréttaburðinum af þessu mili. Mótmælin, sem í neðri deildinni komu fram gegn járnbrautafrumvarpinu, áttu rót sína að rekja til þess, að í viðlagafjárhagsáaetlun- inni var ekki minst á að veita neitt fé til járnbrautanna. Meighen, og þeir sem hon- um fylgdu, þótti sjálfsagt að gera það, en öðrum ekki. Var bent á, að með því að gera enga ráðstöfun í þá átt, væri verið að gefa stjórnarnefnd C. N. R. kerfisins of mikið sjálfdæmi í hendur, og að þingið vissi ekkert um eða hefði nein afskifti af þessari fjár- veitingu. I efri deildinin stafaði andróðurinn gegn frumvarpinu af þessu sama, og sem leiddi til þess að það var felt. Ekkert var auðveldara fyrir þingið (neðri deildina) en að stýra hjá þessum vandræð- um, með því að bera frumvarpið upp í öðru formi, eða með því ákvæði viðbættu, að fjárveiting fyrir verki því, sem í ár væri gert á járnbrautunum, væri getið í viðlaga-fjár- hagsátælun stjórnarmnar. En þingmenn neðri deildarinnar hafa auðsjáanlega ekki haft svo mikinn áhuga fyrir málinu, að þeir nentu eða kærðu sig um, að vera að breyta frumvarp- inu að formi til, þó að brautargengi þess lægi við. Vissa þykir nú full fyrir því, að ef það hefði verið gert, hefði því ekki hlekst á, eins og raun varð á. Neðri deildinni var meira að segja auðvelt að gera þessa breytingu eftir að senatið feldi frumvarpið. En það, að hún lét það ógert, sýnir hve hjartanlega henni stóð á sama um afdrifin. Það er undarlegt, en það ber þó margt vott um það, að stjórn þessa lands sé ekkert frekar ant um þjóðeignakerfi járnbrautanna, því hagur þess, eigi síður en íbúa Vestur- landsins, lá við að úrslit frumvarpsins yrðu góð. i Senatið feldi frumvarpið. En er ekki neðri deildin og stjórnin að nokkru leyti meðsek því um það, hvernig að frumvarpinu reiddi af? Gengi verkamanna- flokksins á Englandi Niðurl. IV. Hvernig að verkamannaflokkurinn ætlar sér nú að fara að því, að koma jafnaðar- hugsjón sinni í framkvæmd, var ljóst og ítar- lega skýrt frá í stefnuskrá hans, er út kom að stríðinu nýloknu. Þar er glögg grein gerð fyrir flestum eða öllum umbótum peim, er hann gerir ráð fyrir á löggjafarsviðinu. Má segja að þær umbætur séu fólgnar í einu að- allega, en það er breytingar á fyrirkomulagi eða rekstri helztu þjóðnytjafyrirtækja lands- ins, svo sem járnbrautum, skipaskurðum, kolanámum, bönkum. Er gert ráð fyrir þjóðeignarstarfrækslu þessara fyrirtækja. Annað, sem þar er minst á, er að takmarka herinn og hergagnatilbúning, að bæta úr húsa skortinum, koma í veg fyrir atvinnuleysi, efla landbúnað, greiða stríðsskuldirnar með nýrri aðferð í skattaálagningu, íhuga breyt- ingar á uppeldissmálum. Það er erfitt að nefna nokkuð, sem að stjórn lýtur, sem ekki er einhver grem gerð fyrir. Eln við þetta var þó ekki látið sitja. Stefna flokksins og lög- gjafaráform voru ennfremur skýrð og ýmsu bætt við, í riti um “endurreisn þjóðféiags- ins’’ nokkru síðar, er flokkurinn gaf út. En fullkomnasta stefnuskráin og hin yngsta, var sú, er lögð var fram fyrir kjósendur s.l. nóv- ember. Af stefnuskrá þeirri er það ljóst, að þjóðeignarmálið nær aðeins til járnbrauta, skipaskurða, náma, banka og vátrygginga. Öll þau fyrirtæki virðist flokkinum eins sjálf- sagt að rekin séu af þjóðinni og póstflutning- urinn. í öðrum efnum þykir honum álitleg- ast, að umráð fyrirtækja séu sem mest í hönd um sveita- og sýslustjórna, en eins og kunn- ugt er, hafa landamærin verið þar óglögg áð- ur, og hinir smærri landshlutar ávalt verið stórkostlega háðir landsstjórninni. Samvinnu- félögin *The Consumers Co-operative Socie^ ties), sem alþýðan (neytendur) hefir fyrir löngu komið á fót á Englandi og framleiða einn þriðja af því, er til heimilisins þarf, eru stofnanirnar, sem verkamannaflokkurinn ætl ar það verksvið, að starfrækja hin smærri fyrirtæki. Engir “milliliðir”, sem sérhagnað hafa af þeirri framleiðslu, koma þar til mála. Allan þann iðnað og öll þau mál, er í eðli sínu eru ekki faliin til að vera í höndum lands- stjórnarinnar, munu þessi félög, ásamt sveit- unum eða sýslunum, starfrækja. Og svo er ákvæði flokksins viðvíkjandi landeignum. Þjóðeignarákvæðið er þar mjög takmarkað og nær aðeins til þeirra, er stórum iandeign- um halda. Til þess að ekki verði ausið úr þeirri auðsuppsprettu af neinum einstaklingi, er gert ráð fyrir skatti á löndunum, sem ger- ir eigandanum óhægt um þau vik. Er þá stjórnin reiðubúin að kaupa löndin og gjalda sanngjarnt verð fyrir. Þannig er stefna verkemananflokksins ekki í því fólgin, að hrifsa eignir af mönnum fyrir ekki neitt. En tækifærin tekur hún af auðmönnunum til að sitja að gróða þeirra fyrirtækja í hið enda- lausa, sem í eðli sínu eru almenningsmál, og þjóðin sjálf ætti því að starfrækja. Engar hömlur eru lagðar á annað. Hver þau áform sem í hugum manna spretta upp heiminum til góðs, og sem nú eru framkvæmanleg, verða það eins eftir að löggjöf verkamanna flokksins er komin í gildi. Andinn í stefnu flokksins er ekki sá, að ganga út frá nemu alfullkomnu í stjórn, 'heldur að halda í það horf, er til meiri og meiri fullkomnunar leið- ir. Og sem betur fer, er mikið af starfsemi á Englandi nú, sem að þessu sama marki stefnir, og hefir á sínum sérstöku sviðum orð- ið talsvert ágengt. Það er því raun réttri frelsis- og siðferðisandinn, sem stefna verka- mannaflokksins vekur, se m er meira verður en löggjafarumbætur flokksins í bráðina. V. Hvað er það, sem verkamannaflokkurinn á í stríði við? Það er ójöfnuðurinn. Má gefa nokkra hugmynd um hann, með því að benda á þann sannleika, að einn tíundi af brezku 'þjóðinm á níu tiundu alls þjóðarauðs- ins. Þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar — dag- launalýðurinn — fær í laun sér til fram- færslu einn þriðja af arðinum af því, er hann framleiðir árlega. Verkamönnum er það íjóst, hvað af þessum ójöfnuði leiðir, fyrir hinn fátæka fjölda. Lamað þrek, vonbrigði, sjúkdómar (sjálfskapaðir) og dauði fyrir aldur fram. Og þegar verst lætur, tryltar hvatir, sem drepa alt manngöfgi, eru ávext- irnir. Við vitum einnig, að það skapar hjá hinum ríku ótakmarkað tilfinningaleysi og hlæilegan sjálfbirginsskap, sem er þeim mun skaðlegra, sem það er mannlegu eðli ósjálf- rátt. Og þegar það kemst á hæsta stig, vek- ur það óhóflegt sjálfræði og siðleysi og virð- ingarleysi fyrir öllu, sem göfgi telst. Við kennum ekki !þessa glæpsamlegu skiftingu mannanna í fátæka og ríka, þeim sem au^" j ins hafa orðið aðnjótandi. Ekki kennum við j hana heldur hæfileikaleysi eða mannskaps- j leysi þeirra, sem fataekir eru. Við skiljum j það, sem hinir hreinskilnu hagfræðingar hafa kent okkur í þeim efnum, en það er, að skift- ing auðsins sé óumflýjanleg af lögum þæim,'1 sem ‘rentulög” eru kölluð, og undirstaða hvers þjóðfélags hvílir á, sem lætur sér lynda séreignarrétt á stærstu auðsuppsprettum landsins. Og |>að |>jóðfélagsmein er aðeins hægt að lækna með því, að gera þessar auðs- skaparlindir, sem renturnar gefa af sér, eina eftir aðra að þjóðeign. Þá, en ekki fyr, er fyrir það tekið, að hinn “iðjulausi stóreigna maður’’ láti þann, er með hendi eða heiia vinnur, gjalda sér þá rentu. Þeir, sem á móti verkamannaflokkmum hafa verið, hafa sagt, að breytingar eins og þær, er hann færi fram á, yiðu tíl þess að draga þrótt úr mönnum til að stríða fyrir lífinu”. Það “stríð fyrir lífinu”, sem sam- kepnisfyrirkomulagið hefir gróðursett og hlú- ir enn að í þjóðfélaginu, er eins og sírið þjóða á milli “nauðsynlegt frá mannfræði- j legu sjónarmiði”., því án þess tvöfalda stríðs mannsins, myndu hvorki hinir hæfustu ein- staklingar né hæfustu kynkvíslir, halda velh segja þeir, er auðvaldsstefnunni fvlgja. Brezki verkalýðurinn hefir nú séð þetta stríð manna á milh um fæði, klæði og husnæði, eins og það hefir verið og er enn þann dag í dag, hvar sem auðmannastefnan er ráðandi, en þeir hafa einnig orðið þess áskynja, að það eru ekki hæfustu einstaklingarnir né fé- lögin, sem sigrandi ganga af hólmi. Við sjá- um einmitt hið gagnstæða eiga sér stað, að j þetta stríð hefir slæmar afleiðingar í för með sér á karakter og andlegt líf einstaklinga j þjóðarmnar. Kveður svo mikið að þessu, að þeir, sem í flokki auðmannanna eru, gera alt sem þeim er unt til þess að koma í veg fyrir, að börnin þeirra lendi út í þessu stríði fyrir í lífstilveru sinni. Áform verkamananflokksins er að breyta svo til, að þetta stríð verði- ekki eins geig- vænlegt og ekki eins mörgum að falli og nú a sér stað. Hvernig þá? Hann hefir áform- að ^að ná þessu takmarki með stefnu þeirri, er Policy of National Minimum nefmst. En hún er í því fólgin, að reiknað er út, hvað maðurinn þarf með til þess að geta lifað ! hei'Isusamlegu andlegu og Iíkamlegu lífi. Og þar sem það er að mun minna, sem til þess i harE en framleiðslan í heild sinm nemur, þá ; segir verkamananflokkurinn að það sé óhag- j sýni stjórnskipulagsins að kenna, að lands- lýðurinn þurfi að lifa við skort og van'heilsu. Auðurinn, sem fram yfir þessar lífsþarfir þióðarmnar er nú framleiddur, er svo mikill, að með honum er auðvelt að koma fótum undir þá þjóðmenningu, sem miljónamæringa okkar hefir aldrei dreymt um. En verkamannaflokkurinn gerir ekki ráð i fyrir, að þessi breyting eigi sér stað á annan hátt en með vilja og samþykki þjóðarinnar j eða meirihluta hennar. Á Bretlandi að minsta I kosti hefir verkamannaflokkurinn trú á, að þessar umbætur geti ekki farsællega komist á nema með friði og samkvæmt landslögum, og í samræmi við þingfvrirkomulagið þar. Það er í þessu efni, sem verkamannaflokk- mn á Englandi greinir á við kommúnistana í Rússlandi og getur því ekki haft samband við þá. Verkamannaflokkurinn tekur til greina vilja minmhlutans, eigi síður en vilja meirihlutans. Lífið er svo margbrotið og hugmyndir um það ólíkar. En þær verður að taka a'IIar til greina, ef þjóðfélagið á að vera reist á sannfrjálsum grundvelli. Þving- unarvald er honum fjarri skapi. En þjóðfélaginu verður ekki þrátt fyrir það breytt með óskum einum. Það verður að nota vísindaleiðina til þess. Allar kröfur um breytingar verða að rannsakast á bann j hátt, áður en þeim er dembt á. Vísindi, i stjórnarfars'leg eigi síður en í öðrum skiln- ingi, eru íhaldssörn. En án þeirrar íhaldssemi verður aldrei vel bygt, það eru þau, sem taka við —í stjórnarfarslegum skilningi — í stað hugsióna, sem hjá einstaklingnum fóstrast, og oft eru ekki á öðrum grundvelli bygðar en lyktnæmi af því, hvar beztur mark aður sé, og sem með núverandi fyrirkomulagi lýtur að því einu, að auðga einstaklinginn á kostnað heildarinnar. En allar þær hugsjón- ir, sem að því Iúta að hefja þjóðlífið, and- lega eða líkamlega, verður hinn strangasti gaumur gefinn og hispurslaust breytt eftir, þegar vissa er fengin fyrir gildi þeirra fyrir i þjóðfélagið. Verkamannaflokkurinn er ekki mótfallinn slíkum breytingum, þó að hann hafi ekki trú á því, að Útópíu, eða algeran sælúbústað sé hægt að skapa á þessari jörð í svip, og ef nokkur von er fyrir þá dýrðar- veröld hér, 'þá hljóti hún að verða smátt og smátt bygð upp í samræmi við kröfur og vilja og hugsjónaþroska þjóðarinnar. Verkamannaflokkurinn trúir ekki á nauð- syn stríða þjóða á milli. Honum virðast þau stríð eins ónauðsynleg og barátta einstak- linga út af lífsviðurværi sínu. Og hann full- yrðir að með stefnu sinni í utanlandsmálum megi uppræta þau eins og baráttuna fyrir lífs- brauði innan þjóðfélagsins. Hann viður- kennir þann sannleika, að hver þjóð sem er, eigi einhver séreinkenni, sem önnur eða aðr- ar þjóðir eigi ekki. Og á því sviði jafnast engin þióð á við hana, hversu vel sem hún er gædd. Þetta bezta, sem hjá hverri þjóð þrífst, skoðar hann að eigi ekki aðeins að viðurkenna, heldur að híúa að og gefa þjóð- inni fult frelsi og tækifæri til að þroskast. Þannig er stefna verkamannaflokksins í ný- Iendumáhim Bretlands, og hann álítur, að ríkisheildinni sé það ómetanlegur hagur, að þessi þjóðareinkenni fái að þroskast hjá ný- lenduþjóðunum. Hann skoðar þetta svo djúpsætt lögmál, að hann kallar það “móð- ur” frelsisins. Og samlíf nýlenduþjóða og ríkisins kveður hann hvíla á því, vegna þess að það sé bróðurhugur og kærleikur, sem sé undirstaða þess lögmáls. Og að því er sam- band allra þjóða snerti, verði það að vera lögmálið, sem bygt er á, en ekki frekja og ofríki. Það er oft spurt, bæði í einlægni og óein- lægni, af andstæðingum verkamannaflokks- ins, hvernig hann ætli að fara að því, að sam- rýma jafnaðarhugsjónina löggjafarumbótum sínum. Þegar flokkurinn “prédikar” jafn- aðarkenningu sína, er honum sagt, að hún sé ekki framkvæmanleg. En þegar hann birtir umbæturnar, er fyrir honum vaka á löggjaf- arsviðinu, og sem óneitanlega eru fram- kvæmanlegar, er sagt að það sé ekki jafnað- armenska. Það er hverju orði sannara, að verkamannaflokkurinn byggir stefnu sína bæði á hugsjónum eða trú og raunveruleika eða skoðun. En ætti hann að vera óhæfari til að stjórna þels vegna? Er það ekki dýrmætt, að hann hefir hugsjónrr til að glíma við og þekkingu til að íhuga og sannfæra sig um, hvað sé framkvæmanlegt og hvað ekki ? Hann sér ekki, að nokkur stjórn- máíaflokkur geti án þessara afla verið, og ef af einlægni og bróður- hug, er leitast við að stjórna með þau ljós í stafni, sér hann enga hættu á vegi. . ---------xx--------- Meðal Malaya. Endurminningar eftir Sigfús Halldórs frá Höfnuni. Frh. Austur-Ásfu félagið hafði leitað okkur farborða með hoilenzku skipi, ‘‘Yondel”, heitnu í höfuðið á hinu heimsfræga skáldi Hoilend- inga, van den Vondel, sem kaiilaður hefir ‘verið Shakespeare Hollend- inga, sökum ímyndunargnóttar og hugarflugs, og uppi var mjög sam- tíða skáldjöfrinum enska. “Vondel” er um 8000 smálestir, og sápulrveg- inn var hann og sandfægður frá kjalsvíni að sigluhún, sem vænta mátti af Hollendingum. Áætlað var að skipið færi til Honolulu, Japan og ]»aðan beina leið til Java, og að nokkur viðstaða yrði á þessum þrem stöðum. Þótti mér hamingj- an þaulbrosa við mér, og ekki að ástæðulausu. Farþegar voru flest- ir Hollendingar, embættismenn og verzlunar og konur þeirra og böm, komandi heimanað úr orlofi sínu frá nýlendunum, og hafði þetta fólk, sem við félagar, ófriðarins vegna orðið að leggja leið sína yfir Ame- ríku og vesturyfir Kyrrahaf. Gafst mér þama í fyrsta sinn tækifæri til þess að kynnast nokkuð þessari merkilegu frændþjóð okkar, sem þrátt fyrir iandsmæð og fólksfæð hefir rist svo djúpar rúnir á menn- inganspjöld Xorðurálfunnar, og reyndar alls heim.sins, á síðustu öldum, að fádæmum sætir. Þeir hafa ekki verið lakasta greinin á germanska ættmeiðnum, Batavíilmennirnir, Plæmingjarnir og Frísamir gömlu, sem í fymdinni tóku sér bólfestu við Rínaróeana óg þar norður með sjávarströnd- inni, að þvílíkur mergur skuli vera eftir í afkomendum þeirra, sem dæmin sýna, eftir liðin 2000 ár eða meira. Víkingseðlið í lundinni hef- ir verið fyliilega eins ómengað og í frændum þeirra norrænu víkingun- um, forfeðrum okkar, þó síðar bryt- ist það fram, og leitaði sér útrásar á nokkurn annan veg, enda liggur það dýpra duiið og ekki bera þþir það utan á sér. I>eir eru háir menn og gildir, silakeppslegir og þung- iamaiegir í hreyfingum og hátterni, ijóshærðir og bláeyg.ir, þoku- kend augun og þó draumkend nokkuð, eins og oft vill verða í mönnum, er alla æfi horfa út yfir ómælisvíðáttu flatstranda og sjáv- ardjúps, móti svöiu selturokinu, eða inn í úruga úthafsþokuna. En menn eru ekki ætíð allir þar sem þeir eru séðir. Og Hollending- urinn áreiðanlega ekki. Eða myndi nokkur okkar, sem þarna sáum þessa mörvembdu hægfara í fyrsta sinn, hafa rent grun í hvílíkt æfi- starf þessi smáþjóð á að baki sér, hvíiík sjálfsafneitun og sjálfsfórn, hvílíkt óbilandi þrek, forsjá, fram- takssemi og snilligáfu hún hefir sýet, fram á þann dag í dag, frá þeirri stundu e<r þeir urðu sér þess meðvitandi, að þeir voru einn og samfeldur þjóðlíkanii; og- að ekki er fyrirsjáanlegt, sem l>etur fer, að þessir kostir séu í rénun? Nei, eg býst við, ef við hefðum ekki betur vitað, að við liefðum orð ið jafnhissa og hinn ungi riddara- liðsforingi Allba hertoga, er var einn af þeim fáu, sem lifandi konmst of- an af virkisveggnum, úr áhiaupfnu afskaplega, sem ríða átti Haarlem að fullu, er Aiba sendi einvalið riddarai- og fótgönguiið sitt, grátt fyrir járnum, til þass að mylja und- ir fótum sér mánaðarlanga og þrautseiga mótstöðu borgarbúa. Hann skýrði hertoganum frá því, er liann kom aftur til herbúðanna eftir ófarimar, að þá er hann kom upp á vegginn, sá hann, að enginn jámvarinn maður var til fyrirs'töðu Dodd’s nýrnapillur eru bezta nýrnameSaliíS. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun^ þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr. «• Í2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- »»m eSa frá The Dodd’s Med'c1*** Co.. Ltd., Toronto, Ont á veggnum eða í borginni, að þetta voru óbreyttir borgarar og sauð- svartur almúgi, er rendi aftur frá borgarveggnum, með sprengdum bryjnum og brotnum hjálmum , bióðdrifnu einvalaiiði og horskustu riddurum Spánarkonungs. Hreysti og þoigæði fbúa þessara fáu fylkja, er uppreisn gerðu á móti Filippusi II., voldugasta herkonungi veraldarinnar á þeim tímum, mun vera hér um bii dæmalaus f mann- kynssögunni. Þarna í frelsisbarátt- unni móti ofnreflinu, f þessari eld- raun, sem mest má verða, vaknaði víkingseðlið, sem sofið hafði í þess- ari friðsörnu bænda-, fiskimanna- og kaupsýsluþjóð, og frá þeiin tíma og til ltessa dags hafa þeir verið í fremsta flokki brautryðjenda heiims- menningarinnar á öllum sviðum, stundum lamgfremstir á sumum sviðum, svo sem málaralist, kaup- sýslu og landnámi. Rétt eftir akla- mótin 1400 fundu bræðumir van Eyck upp á því, að mála með olíu- litum og mynduðu flæmska skólann svokaiiaða. Og í frelsisstríðinu og á næstu áratugum þar á eftir, vex liver sniJiingurinn upp við hliðina á öðrum og á fætur öðrum í heimi listarinnar, margir af þeim meðal mestu snillinganna, sem veröldin hefir átt. Memling, Rubens, blóð- ríkastur og gffurlegastur allra mál- ara, og lærisveinar hans, Jordaens, sem þar nálgast meistara sinn og van Dyck, ladnslagsmálararnir heims frægu, Ruysdael og Hobberna, Cuyp og van der Yelde, myndamálarinn Frans Hals og meistarinn allra, Rembrandt. Mesti dýramálari heimsins Paulus Potter: að hinum núlifandi snillingi Svía, Bruno Liljefors máske undanskildum; — og “genre” eða viðburðamálararnir Breughei, van Ostade. Jan van Steen, og svo miklu miklu fleiri, sem oflangt yrði hér upp að telja. Og á þessum sömu fáu áratugum eflast þeir svo að auðlegð og veldi, að um miðja 17_ öld eru þeir orðn- ir voldugasta siglingaþjóðin í heim- inum, f friði og stríði. Þeir berja á Englendingum á sjó, vaða jafnvel upp í Tempsárása, sem engir höfðu gert síðan forfeður okkar voru þar á ferðinni 600 ánjm áður, hjálpa Dönum til þess að berja á Svfum norður í Eystrasalti; stofna New Amsterdam, sem nú heitir New, Vork. Sigia í kjölfar Vasco da Gama og Magelhans og stofnsetja biómlegt nýienduríki í Austur- Indíum, sem síðan hefir staðið og stendur enn, m-eð meiri blóma og fyrir tilkostnað minni blóðsúthell- inga, en nokkurt annað nýlendu- ríki í heiminum_ Þetta er býsna miklu áorkað á tæpum 100 árum, af lítilli þjóð, sjálfsagt ekki meira en einni miljón manns, kanske ekki einu sinni svo mikið. Eg veit satt að segja ekki með vissu, hve margir þeir voru. Vitamlega nrðu þefr að lækka segl- in síðar fyrir Engiendingum, sem von var. Þar kendi brátt of mikils aflsmunar. En enn þann dag í dag er nýlenduríki þeirra um eða yfir 500,000 feirmílur enskar að stærð, eða meira . en 40 sinnuwi stærra en heimalandið og íbúataia þar meira en 50 miljónir, og þar af 40 miljónir á Java einni, aldingarði Austur- landa. Og þessum nýlendum er líklega betur stjómað en nokkrum öðrum, með meiri dugnaði, ósér- jdægni og þrifnaði. Og kaupskipa-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.