Heimskringla - 01.08.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.08.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, I. ÁGÚST, 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. “Eg ætla að komast inn á spítalann,’ sagði hún. Doktor Ed beið og þagði. Hann vildi fá að vita öil einkenni áður en hann léti á!;t sitfc á sjúkdómnum í ']ó~ eða segði sína skoðun. Sidney reyndi að vera kát og láta sem minst bera á því að hún væri óróleg, meðan hún sagði honum söguna. “Eg veit að það er voðalega erfitt.” sagði hún að endingu. “En alt, sem er þess vert að vera unn- ið, er erfitt. Gáðu bara að, hvernig þú vmnur sjáif- ur. Doktor Ed stóð upp og fór að ganga um gólf. ‘Þú ert of ung.” “Eg eldist.” “Eg held eg sé því ekki samþykkur,” sagði hann loksins. “Það er ágætt starf fyrir fullorðinn kven- mann, en þar er lífið, barn — lífið sjálft eins og það er og ófágað. Sumar tálmyndir okkar hverfa, þegar við eldumst, sumar, en ekki allar, sem belu; íer. En að lála þig, svona unga, standa augliti til auglitis við hlutina eins og þeir í raun og veru eru, en ekki eins og við vildum að þeir væru, það virðist vera óþörf fórn.” “Heldur þú ekki,” sagði Sidney djarflcga, “að þú ættir manna sízt að tala um fórnir. Hefir þú ekki dlla þína æfi —” Doktor Ed roðnaði alveg upp að rótunum á ljós- leita hárinu. 11 “Nei, hreint ekki,” sagði hann með hálfgerðri þykkju. “Max hafði miklar gáfur; en eg hafði dugnað. Það er sitt hvað. Það er betra að einn maður hepnist alveg, en að tveir hálfhepnist. Ekki ’— hann brosti framan í hana — “ekki svo að s^ílja að eg sé að gera lítið úr því gagni, sem eg get gert. Ein- hver verður að gera þessi vandalausu hversdagsverk, og mér gengur heldur vel með þau á mínu sviði, þó að eg segi sjálfur frá.” “Nú, jæja,” sagði Sidney, “eg geri þá vandalaus hversdagsverk líka. Auðvitað hafði eg hugsað mér annað. Faðir minn vildi að eg fengi háskólamentun, en eg er sterk og fús til að vinna. Og svo er annað, sem eg verð að gera, doktor Ed, eg verð að vinna fyrir móður minni.” Harriet kom inn um dyrnar og gekk inn í borð- stofuna — hún kom seint til kvöldverðar. Læknin- um varð snöggvast litið á grannar, niðursígnar axl- imar á henni, magurt andlitið og ellimörkin, sem sýndu ótvírætt á hvaða aldursskeið ’hún var komin. “Já,” sagði hann, þegar Harriet var komin inn í borðstofuna, “það er hart, en eg býst við að það sé réttast. Frænka þín ætti að geta farið sínu fram. En — eg vildi ekki að það þyrfti að vera svona.” Sidney stóð ein eftir í stofunni hjá rósunum. Hún snart við þeim ofurlaust og var hugsi. Lífið, sem daginn áður hafði bent henni mn í draumalöndin, rétti nú fram á móti henni kalda hðnd og dró hana til sín. Lífið — eins og það var í raun og veru, ófágað. 3. KAPÍTULI. K. Le Moyne vaknaði snemma fyrsta morguninn í hinum nýju heimkynnum sínum. Hann settist upp og geyspaði. Rétt í því sá hann hálsbindisgarminn sinn hverfa inn undir kommóðuna. Hann náði i það og dró það út hægt og þétt. “Við verðum að komast að einhverjum samning- um, Reginald,” sagði hann með uppgerðar alvöru fyrir framan kommóðuna. “Það, sem eg skil eftir á gólfinu, máttu hafa, en það sem fýkur niður, máttu ekki snerta.” Honum var fremur létt í skapi, er hann vaknaði, því hann var ungur og mjög hraustur. Morgunsólin hafði ávalt haft góð áhrif á hann, og þenna morgun var glaðasóiskin. En það þyngdi yfir svip hans með- an hann var að búa sig af stað til skrifstofunnar. Hann hugsaði með sjálfum sér um leið og hann fór í slitnu fötin sín, að úr því að hann hefði leitað að friði qg fundið þann, væri mesta vitleysa af sér að vera ekki ánægður. En það sem að var, var það, að hann var afkomandi manna, sem voru vanir v ið bar- áttu: hermenn og landkanmendur, jafnvel einn eða tveir sæmdarmenn, sem höfðu ratað í ýms æfmtýri, höfðu verið til í ætt hans. Honum var ekki eins illa við neitt sem ró og kyrð. K. Le Moyne hafði snúið baki við ástum kvenna ásamt öllu öðru. Það, vitanlega, ber ekki að skilja bókstaflega. Áður hafði hann átt of annríkt til þess að hugsa um konur, nú var hann ekki í nógum önnum til þess. Nokkur hluti heila hans lagði saman tölur á skrifstofu gasfélagsins á hverjum degi, fyrir tvo dollara og fimtíu cent á dag, átta stunda vinnu. En sá K. Le Moyne, sem hafði lifað í draumnum, hinn rétti K. Le Moyne, fékst ekki við tölur, heldur sat einhversstaðar í hötð' hans og stríddi hinum meðan hann var að vinna. “Tíminn líður og hér situr þú,” sagði rétti mað- urinn. ‘Það er fjandans mikið gagn að því, sem þú ert að gera, finst þér það ekki? Tveir og tveir eru fjórir og þrír til ery sjö — dragðu frá afsláttinn. Þetta er rétt. Það er karlmannsverk að tarna, eða hvað?” “Einhver verður að gera það,’ svaraði sá hluti heilans, sem vann fyrir dagkaupinu. “Og það er cleyfandi. Hann getur ekki hugsað meðan hann er ?.ð því. Tölur eru gagnlegar, og það er titthvað skynsamlegt við þær.” Hann klæddi sig í snatri og gætti að, hvort hann hefði nóga peninga til að kaupa fyrir fimm dollara rratarseðil í matsöluhúsi Mrs. McKee. Og þar sem hann hafði snúið baki við kvenfólki, ásamt öllu öðru, forðaðist hann að líta eftir Sidney á Ieiðinni út. Hann borðaði morgunverðinn 'hjá Mrs. McKee og sá þar hvernig farið var að því að marka spjaldið með gati, það sem hann var búinn að borða. Mat- urinn var fremur góður og nóg var af honum, og jafnvel hans vandláta matarlyst að morgni dags gat ekki sett út á neitt, því alt var hreint og í beztu reglu. Tillie var þokkalega til fara og mjög alvar- leg. Honum datt í hug, að það mundi ekki vera neitt skemtilegt að koma þar of seint til matar, enda hafði Sidney gefið það í skyn. Sumir, sem þar neyttu daglegs brauðs, viku kunnuglega að Tillie. K. Le- Moyne var sjálfur mjög kurteis, en forðaðist að gera sig kunnuglegan. Hann ætlaði ekki að láta neina blanda sér inn í sín iífsleiðmdi. Þó að hann væri seztur að þarna á strætinu, var engin þörf á að hann léti aðra taka sig að sér. En hann var kurteis. Þegar mállausi og heyrnarlausi bóksalinn, sem borðaði þar, skrifaði ávarp til hans'á miða og ýtti til hans, svaraði hann á sama hátt. “Við bjóðum þig hjartanlega velkominn til Mc- Kees-fjölskyldunnar,” stóð á miðanum. “Hjartanlega ánægður með að vera kominn hing- að,” svaraði K. Le Moyne — og hann var forviða með sjálfum sér yfir því, að ihonum var það alvara. Þetta vináttumerki og maturinn gerðu hann hress ari í huga. Það var líka auðsætt að Tillie varð strax heldur hlýtt til hans. “Viltu ekki fá þér tannstöngul?” spurði hún um leið og hann gekk út. Þar sem hann hafði áður verið, höfðu tann- stönglar ekki sést, ef þeir á annað borð höfðu verið til, þá hafði þeim verið haldið vandlega leyndum eins og eirihverjum ósóma. En hann var búinn að flækj- ast um í heilt ár og hafði lært sitt af hverju. Hann tók einn og stakk honum, í vestisvasa sinn, eins og han rihafði séð aðra gera. Tillie fór fram í eldhúsið, þegar mestu annirnar við að bera á borð voru um garð gengnar, og he’Iti sér kaffi í bolla. Mrs. McKee var að vega kjötið til dagsins. “Heldur viðkunnanlegur maður, þessi nýi,” sagði hún og bar bollann upp að vörunum. “Vikumaður eða stakar máltíðir?” spurði Mrs. McKee. i 1 “Viku. — Hann væri Iaglegur, ef hann væri ekki svona súr á svipinn. Það hýrnaði samt yfir honum, þegar Wagner sendi honum eitt ástarbréfið sitt. Hefir ' e-b«'vg; vfir í Page-Eúsinu ” Mrs. McKee stundi og skrifaði þyngdina á lamba- steikinni niður í bók. \ “Ja, þá er mér nú nóg boðið, Tillie, þegar eg heyri, að Anna Page sé búin að taka leigjanda. Og hvar geta þær haft hann í beirri kvtru? Mér sýnd- ist hann vera hálfmagur. Sjö pund og einn fjórði.” Hún átti við lambasteikina en ekki K. Le Moyne með síðustu orðunum. “Mjór eins og bandprjónn.” “Gáðú að því að hann fái nóg.’’ Svo var eins og hún hálfskammaðist sín fyrir svona óhagsýnáleg orð. “Það eru nú reyndar lítil meðmæli að hafa horaða menn í fæði.' Hvort skyldi nú þetta eiga að vera hundamaturinn eða súpukjötið?” Tillie var frænka Mrs. Rosenfeld. Flestir íbúar strætisins og aðrir þar í nágrenninu voru hver öðrum tengdir á eirihvern hátt. Alt smáslúður, sem kom upp, barst fram og aftur um það og út í allar áttir. “Sidney Page er trúlofuð Joe Druinmond,” sagði Tillie. “Hann sendi henni heilmikið af rósum í gær.” Það var hvorki meinbægni né öfund í orðum hennar. Sidney og hún höfðu að vísu átt heima í sama strætinu, en þær voru sín í hvorri stöðu. Það, hversu hlutleysislega hún sagði frá þessu, sýndi bezt, hversu óviðkomandi slíkir hlutir voru henni, og í því fólst eitthvað raunálegt. Mennirnir, sem borðuðu þar, komu og hurfu aftur. Þeir voru minniháttar skrifstofumenn, smásalar, giftir menn, sem bjuggu einir í hálfdimmum húsum, meðan svimarfiótti eigin- kvenna þeirra úr borginni stóð yfir. Karlmennirnir, sem Tiliie kyntist, voru af ýmsu tæi og úr öílum stétt- um, en kunningsskapurinn við þá var ekkert annað en vingjarnleg umgengni. Einu sinni, fyrir mörgum árum, hafði ástaræfintýri runnið upp fyrir augum hennar í mynd og líkingu umferðasala, er verzlaði með fræ og plöntur — runnið upp en horfið og aldrei komið aftur. “Og Harriet ætlar að fara að reka atvinnu sína upp á eigin reikning. Hún hefir leigt sér húsrúm niðri- í bæ og ætlar að verða Madame — ja, hver veit hvað.” T'Jú loks var eftirtekt Mrs. McKee vakin. “Guð sé oss næstur! Á hennar aldri- Það er hrein og bein eigingirni. Hún saumar ekki nýja silki- kjólinn minn, ef hún ætlar sér að setja upp verðið.” Tillie sat við borðið og starði með daufbláu aug- unum sínum út um eldhúsgluggan. Frænka hennar, Mrs. Rosenfeld, var að hengja upp nýþvegna borð- dúka til þerris. “Eg veit ekki hvort það er svo mikil eigingirni.” sagði hún við sjálfa sig. “Við höfum aðeins eitt líf, og mér finst að maður ætti að hafa rétt til þess að lifa því.” Mrs. McKee horfði á hana grunsömum augum, en andlitið á Tillie bar ekki minsta vott um, hvað henni væri innan brjósts. “Þú færð aldrei fréttir af Schwitter, eða hvað?” “Nei; hann lifir víst enn.” Það hafði komið upp úr kafinu, að Schwitter, fræ- og plöntusahnn, hafði átt konu, sem var á vit- firringahæli. Þess vegna hafði ástaæfintýri Tillie horfið jafnskjótt og það rann upp. * Þú varst heppin að sleppa út úr því.” Tillie stóð upp og batt á sig grófa léreftssvuntu utanyfir þá hvítu. “Já, eg býst *ð því. En stundum —” “Tillie!” Eg veit ekki hvort það hefði verið nokkur synd. Hann er farinn að eldast og það er eg líka. Hann var geðugur maður og hann hefði verið góður við mig.” Mrs. McKee var alveg orðlaus; hún stóð ofurlitla stund og gapti eins og fiskur, sem er að kafna. “Og hann, sem er giftur maður!” Eg ætla ekki að halda áfram með það,” sagði Tilhe og reyndi að gera húsmóður sína ögn rólegri. En bara hugsa um það einustöku sinnum; það er alt og sumt. Þessi nýi maður mipnir mig á hann. Hann hefir sama viðkunnanlega viðmótið og hann.” Já, nýi maðurinn minti hana á hann og vonð; minti hana á elskendurna, sem gengu hægt og rólega eftir strætinu í mánabjörtum trjágöngum til ástafunda í skemtigarðinum; minti hana jafnvel á rauðu rós- írnar, sem Sidney hafði fengið. Það lá breyting í loftinu yf.r strætinu þenna júnímorguun; það var breyting í sál Tilhe, sem fálmaði eftir hverfandi æsk- unni, og við þenna fölva bjarma deyjandi ástar, fékk þrek til þess að muna það, er hún hafði vanið sig með harðri hendi á að gleyma; það var breyting komin yfir Harriet, sem krafðist þess að fá að lifa fyrir sjálfa sig; yfir Sidney, sem með vonglöðum augum horfði fram á að hfa í þjónustu annara, og gleymdi að taka Joe með í fyrirætlunum sínum; yfir K. Le Moyne, sem hafði bygt varnargarð milli sín og heimsins og sá hann nú hrynja niður fyrir árásum heyrnar- og mállauss bóksala, sem ekki hafði annað að vopni en ritblýið sitt. Samt bar ekkert til tíðinda í heila viku. Joe kom á kvöldin og sat á ayraþrepunum hjá Sidney, og hreinskilnin skein út úr augum hans. Hún gat ekki fengið af sér fyrst í stað að minnast á spítalann við hann; hún sló því á frest dag frá degi. Anna var ekki lengur dauf í bragði, því hún reiddi sig með barnslegu trausti á það, sem Sidney sagði um að þær mundu komast af einhvern vegin, því hún hefði “al- veg ágætt ráð í huga”; og hún fór að hjálpa Harriet með undirbúninginn fyrir burtflutninginn. Tillie, sem var hrædd við uppreisnarandann í sjálfri sér, fór á bænasamkomur. Og K. Le Moyne, sem fanst of heitt í herberginu sínu, tók upp á því að Iesa dag- blaðið í skemtigarðinum — hann vildi ekki ónáða elskendurna á dyraþrepinu — og að taka sér síðari iangar göngufer&r út í sveit. Þessar göngur gáfu líkama hans þá æfingu, sem hann þurfti, og þreyttu hans svo að hann gat sofið. Á einni þessari göngu mætti hann Wagner og þeir héldu uppi fjörugri sam- ræðu þangað til ekki var lengur hægt að sjá blaðið. En jafnvel þá kom í ijós, að Wagner gat skrifað í myrkri; og á þann hátt gat hann átt síðasta orðið í langri deilu, sem þeir voru komlnir út í, og svo kveik|:j hann á elaspítu til þess að K. gæti lesið það síðasta, sem hann hafði til málanna að leggja. K. var vanur að koma heim aftur, þegar hann var viss um að pilturinn var farinn. Eitthvað af þunglyndi hans hvarf ávalt, þegar hann sá litla hús- ið. Það var sem eitthvert samúðarþel andaði út frá því og umiyki hann. Þar inni var reglusemi og ró; tárhrein, hvít rúmföt í rúminu hans og fötin hans hiein á sínum stað. Þar var jafnvel kærleikur ríkj- andi — Reginald beið hans á skörinni eftir kvöld- matnu.m sínum, og athugaði hann með vingjarnlegri varúð. Lífið, sem til þessa hafði verið svo undur einfalt í augum Sidney, var nú alt í einu orðið flókið. Hún þurfti að segja móður sinni fréttirnar, og svo Joe. Hún var viss um að Harriet mundi fallast á fyrirætlun sína, en hvað var um hin? Það mundi verða erfitt að sannfæra móður hennar um, að hún yrði að kom- ast af ein þrjú ár, til þess að henni gæti liðið vel á eftir; en ennþá erfiðara mundi verða að segja Joe, að hún hugsaði sér að lifa sínu lífi í framtíðinni án hans, að slökkva ljósið í augunum hans bláu — það mundi valda miklum sársauka. Það varð úr að Sidney sagði K. fyrst frá þessu. Eitt föstudagskvöld, þegar hann kom seint heim, eins og vant var, sat hún við dýrnar, en Joe var far- inn. Hún hliðraði sér til, eins og til þess að bjóða honum sæti. Það var dimt í strætinu, því tunglið var nýtt. Ailantus-blómin, hvít sem hrein mjöll, voru hætt að falla. Svertinginn, sem ók um með doktor Ed í litlcT eineykisvagniniun, sem vjár orðinn gamall og fornfálegur, hafði komið njieð togleðursvatnspípu fram á stræt’.ð og þvegið hann. Alt Var hreint og ferskt umhverfistþar sem Sidney sat, asfaltið var renn blautt og vatnið draup ofan í rennurnar. Hún var sjáif róleg og þögul. ' “Gerðu svo vel og seztu niður. Það er svalt núna. Mér finst að mér líði aldrei betur en þegar vatnsstraumur er látinn leika um strætið á heitu og mátulegu kvöldi. ^ K. kom sér fyrir á þrepinu. Hann var að reyna að setja velsæluhugmynd sína í samband við vatns- pípur og borgarstræti. “Eg er hrædd um að þú leggir of mikið á þig.” “Eg? Eg vinn eins lítið og unt er fyrir lægsta kaup.’ “En þú vinnur á kvöldin. Er það ekki rétt?” K. var sannorður að upplagi. Hann hikaði fyrst en sagði svo: _ “En þú ferð út á hverju kvöldi!” Alt í einu sá hún, hvernig í öllu lá. Nei, sem eg er Iifandi, þá held eg! ” sagði hún. — “En sú dauðans vitleysa í þér.” K. var í standandi vandræðum. Jú, eg vil það helzt,” sagði hann á móti. “Eg hangi yfir skrifborði allan daginn og mig langar til þess að ganga á kvöldin. Eg labba um skemtigarð- inn og sé elskendurna sitja á bekkjunum — það er bara gaman að því. Þeir sitja á sömu bekkjunum kvöld eftir kvöld. Eg þekki margt af þeim orðið svona að sjá þá, og ef þeir eru ekki á sínum vana- stað, undrast eg yfir því, hvort eitthvert ósamlyndi hafi komið upp, eða hvort ástaræfintýrið hafi endað með giftingu. Þú sérð að það hlýtur að vera gaman.” Sidney fór að skellihlæja alt í einu. En hvað þú ert góður,” sagði hún, — “og sér- vitur! Hvers vegna skyldi ástaræfintýri þeirra enda með giftingunni? Og veiztu það, að ef þú heldur áfram þessu rápi um strætin og skemtigarðinn á kvöldin, vegna þess að Joe Drummond er hérf þá verð eg að segja honum að koma hingað ekki.” K. gat ekki séð, að þetta tvent stæði í nokkru sambandi hvað við annað. Þau körpuðu dálítið um það og kyntust betur við það. Ef eg væri trúlofuð honum,’ sagði Sidney kaf- rjóð í framan, þá gæti eg skihð. En þar sem eg er það ekki —” ‘Á! sagði K. ofurlitla vitund skjálfraddaður, “ertu það ekki?” Aðeins e;n vika liðin — og ástin var eitt af mörgu, sem hann hafði orðið að snúa baki við. Ekki svo að skilja að hann væri ástfanginn af Sidney jiú; en hann var svo ógurlega einmana, og þrátt fyrir alt hyggindavitið, v_ar hún yndislega viðkvæm og aðlað- andi . Hann fór alt í einu að tala með mestu alvöru um Mrs. McKee og matinn og Tillie og Wagner með blýantinn, til þess að vera viss um að hann Ienti ekki út í neinar ógöngur. “Það er rétt eins og Ieikur,” sagði hann. “Við deilum um alla hluti og einkanlega um Mexikó. Ef þú hefir nokkurntíma reynt að stafa þessi mexi- könsku nöfn, þá —” “Hvers vegna hélztu að eg væri trúlofuð?” spurði hún. Meðal fólks þess, sem K. hafði lifað — þar sem tannstönglar voru óþektir og engan hefði grunað að það væri hægt að fá tuttugu og eina máltíð fyrir fimm dollara— var það ekki siður að ungar stúlkur hefðu viðkynningu við nokkurn sérstakan ungan mann og engan annan, nema því aðeins að þau væru trúlofuð. En það átti naumast við að segja frá því. “Æ, eg veit það ekki. Þetta fréttist einhvern- veginn. Eg er alveg eins viss um, til dæmis, að Reg- inald hefir grun um það.” “Johnny Rosenfeld hefir sagl pað,” sagði Sidney ákveðin . “Það er. blátt áfram hræðilegt, hvernig alt berst út. Bara af því Joe Drummond send; mér bindi af rósum —. En það er nú sannleikur, að eg er ekki trúlofuð, Mr. Le Moyne^og cg ætla mér held- ur ekki að trúlofast. Eg ætla að komast mn á spít- ala og læra að verða hjúkrunarkona.’ Le Moyne sagði ekkert. Hann iokaði augunum eitt augnablik. Manni líður ekkert vel, þegar mað- ur sér sömu sjónina í hvert skifti sem maður lokar augunum, og einkum er það er voðaleg sjón. Og þegar maður fer að liggja vakandi á nóttunni, af því að maður þorir ekki að loka augunum — “Þú ert of ung. Er það ekki rétt?” “Doktor Ed — annar Wilson-bróðirinn þa,na á móti — ætlar að hjáipa mér til þess. Bróðir ’hans, Max, er nafnkendur skurðiæknir við spítalann. Þú hefir sjálfsagt heyrf hans getið. Við erum mjög mik- ið upp með okkur af honum hérna á strætinu.” Það var nú lán fyrir K. Le Moyne að tunglið skein ekki á lága, gráa dyraþrepið þetta kvöld og að Sid- ney var í huga komin langt í burt, þangað sem voru gljáandi góif og lengar raðir af hvítum rúmum. Doktor Ed hafði talað um lífið á spítalanum. Lífið, eins og hann lýsti því, var nær henni þetta kvöid heldur en spítahnn. Jafnvel hér, í þessu kyrláta stræti í þessari fjar- lægu borg, átti þá heldur ekki að finnast friður. Max Wilson beint á móti, hinumegin við strætið! Það var kaldhæðni örlaganna! Var þá hvergi til staður, þar sem maður gæti gleymt sjálfum sér? Hann yrði auðvitað að fiytja sig aftur. En það var nú, að því er virtist, einmitt ómögu- legt fyrir hann. “Mig langar til að biðja þig um nokkuð,” sagði Sidney, “og eg vona .að þú segir alveg eins og þú meinar um það.” “Eg skal gera hvað sem eg get.” “Það, sem eg ætla að biðja þig um, er þetta: ef það fer vel um þig og þér geðjast að herberginu og öllu, þá langar mig til að þú verðir kyr hjá okkur áfram. Það væri svo miklu þægilegra með alt, ef eg vissi að mamma hefði einhvern í húsinu, sem mættí reiða sig á, eins og þig.” \ “Sem mætti reiða sig á!” — Orðin særðu. “En — fyrirgefðu að eg spyr, en mér er í raun- inni umhugað um þetta —- getur móðir þín í raun- inni komist af? Þú færð sama sem ekkert kaup með- an þú ert að læra.” “Eg hefi hugsað um það. Vinstúlka mín, Christ- ine Lorenz, ætlar að gifta sig. Fólkið hennar er ríkt, en hún fær samt ekkert nema það, sem Palmer vinn- ur fyrir. Hún vill gjarna leigja tvær stofur niðri. Þau mundu ekkert verða þér' til óþæginda,” flýtti hún sér að bæta við. “Faðir hennar mundi láta byggja dá- litlar veggsvalir við hliðina handa þeim, og þar gætu þau setið á kvöldin.” Hann heyrði bænarróminn, sem var í og með í þessari hyggilegu ráðagerð. Honum hafði aldrei fyr komið til hugar, hversu þröngur heimur stúlkunnar hafði verið fram að þessu. Strætið, sem hafði lengd en enga breidd, var takmörk þess heims. I vandræð- um sínum leitaði hún til hans, sem var henni alókunn- ugur að heita mátti. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.