Heimskringla - 08.08.1923, Side 2

Heimskringla - 08.08.1923, Side 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. ÁGÚST, 1923. Islendingadagskvæði á Gimli 2. ág. 1923 Minni Vestur-Islendinga. Drottinn þurfti salt í sjó, sá og vissi hvað það gilti; ekkert hann til einkis bjó, aldrei neina plötu sló, alt sem lifði leið og dó, lögmál hans að nokkru fylti. Það er gott að geta sótt glóð í leiði feðra sinna. þegar kuldinn kyrkir þrótt, koldimm ríkir vetrarnótt; sælt að geta sofnað rótt syfjaður í rúmi hinna. Samt er betra bróðir kær, blysin sín að kveikja sjálfur. Flest er það sem framtíð nær, fætt í dag en ekki í gær; sá sem annars afla fær, aldrei verður nema hálfur. Vestur-íslenzkt þrek og þor þrautir vann, — sem áttu feður — Deyfð og framsókn vitja vor; — vinna hlýtur önnur hvor. — Látum okkar eigin spor aldir geyma — hvað sem skeður. Eins og dropi að sökkva í sjó sýnist vera höfuð þrautin broti, sem að sínu bjó, cjálfstætt bæði lifði og dó. — Enn við gætum eflaust þó orðið salt í þjóðargrautinn. Sig. Júl. Jóhannesson. Minni Canada. í ljóði smáu á tungu tigna landsins Úr töfrablámans himinvíðu firð, Þér heilsar rödd frá brimi sævar sandsins. 1 söng og óði gegnum djúpsins kyrð, Þér heilsar rödd frá heimi söngs og sagna, Sál vors lands í gegnum tímans flug Skal tengjast þér og máttaröfl þín magna Við megineld er skapar þrótt og dug. Vér kyntumst þér, sem sveinn og ungur svanni Und sól og morgni tengja hug og mund, ' Þú gafst oss fríða rós úr þínum i;anni, Þinn röðull vermdi æ vorn blómalund, i Þótt fléttist sorgum sumardagsins litur Og sól og myrkur skiftist um vorn hag Vort land þú sért unz sól á víði situr Hins síðsta dags, frá fyrsta landnámsdag. Með sigurbros í faðmi forlaganna Þig fjötrar aldrei nokkur mannleg hönd Því þú ert rík í frelsi frumskóganna, Átt frið og kyrð við sævardjúpsins rönd, Já, rík þú ert, þér gull í æðum glitrar Sem geisli á leið hins villulúna manns, Og rík þú sért er tónn þíns hjarta titrar, Sem tárhrein dögg á gróðri kærleikans. , Ó, Canada, heyr kveðju Islands barna Með kærri þökk vér minnumst þín í dag, Sé ást til þín vort ljós og leiðarstjarna Á lífsins braut, til sigurs þínum hag. Sé ást til þín, sá eldur sem að brennur Á arni þeim er fram á veginn skín, Á meðan blóð í aldaæðum rennur Islendingar skulu minnast þín. S. E. Björnson. Minni landnemanna íslenzku. (Ræða flutt 2. ágúst 1923) af Jósep Thorsyni. I mönnum bjó, ér yfir gáfu eignir í Noregi eftir oru.'tuna í Hafursfirði heldur en að búa við þá kosti, er þeim voru ógeðfeldir, kom mönn- um síðar til að yflrgefa ísland með hinum ógleymanlegu endurminn- ingum sínum þar, og leita gæfunn- ar fyrir sig og böm sín annarsstað- ar. Saga íslenzks landnáms í Canada, er saga sanns hetjuskapar og hugrekkis langt fram yfir það er eg get með orðum lýst. Þið, frum- inn að mæla fyrir minni íslenzku- j jlerjar Jandnámsins, þekkið þá sögu landnemanna vestan hafs, var eg j)Ví ,hún er sagan af ykkur sjálfum, lengi í efa um hvort eg ætti að i en mörgum af ykkur, ungménnun- gera það og þiggja heiðurinn sem , um' sem hér eru, er liún. ekki kunn. , T , ... Það er saga sem við ættum ekki að mér var með því syndur. Lagu til | 6 Herra forseti! endur! Háttvirtu tilheyr- Þegar eg var fyrir nokkru beð- l>ess tvær ástæður. í fyrsta lagi gleyma og minnir okkur á það, er erfiðleika ber að höndum, að for- eru nú í dag rétt 10 ár síðan að eg j okkar landnámsmennimir hélt mína fyrstu — og eg mættý horfðust í augu við meiri erfiðleika segja einu — ræðu á íslenzku. Og og sigruðu þá. Með ykkar leyfi, síðan hefi eg sjaldan talað hana. '• langar mig því til, að gefa hér stutt . . , . . ii- yfirlit yfir fyrri árin af 50 ára land- Þekking mín a henni var ekki | * J J —jafnvel þegar bezt lét— eins mik- námi íslendinga í Canada. i Það mun fyrst hafa verið farið il og hún hefði átt að vera. Það , , ,_á að hugsa og tala um utflutning frá verð eg að játa, þó eg geri það ls]andi um árifi j870. Viðskifta- ckki kinnroðalaust. Að öðru leiti ^ástandið var þá slæmt heima og fann eg til þess, að eg var ekki fær stjómmála ástandið ýmsra átta og um að gera þessu efni þau skil, er óráðið. Framtíðin virtist ekki það verðskuldaði. Mér fanst, að glæsileg á íslandi. En útflutnmg- , , ... , , ..„ , . x ur byrjaði þó ekki að ráði fyrri en það ætti að vera falið færari ræðu- J . . , , árið 1872, því enginn vissi hvert manni, en eg er. En eg lét þó að halda skyldi. Ymsa fýsti að fara til lokum tilleiðast, að færast þetta í grazijíu • aóra til Bandaríkjanna og fang. Þó eg sé minna við íslenzk- nokkra til Canada. Árið 1872 fóru an félagsskap riðinn, en eg stund- fáeinir menn frá íslandi til Mil- um kysi, og tilheyri ekki kirkjum, waukee í Wisconsinfylki i Banda- rikjunum. Alls voru það unr 15 manns. Það var samt ekki fyr en árið á eftir, 1873, fyrir réttum 50 árum síðan, að veruleg hreyfing komst á innflutning hingað tii lands. Fjórða ágúst, það ár, héldu 165 manns af stað frá íslandi til Ame- ríku. Þeir komu tll Quebec 25. á- gúst, Ekki er neinna sénstakra æfintýra getið í sambandi við þá sjóferð. 50 þessara manna fóru til íslenzku bygðarinnar í Milvvaukee en hinir til Rosseau í Muskoka Lake héraðinu í Ontario, hafðí stjórnin sett það landsvæði til síðu fyrir þá. Þetta var fyrsta land- nám íslendinga 1 Canada. Við harð- rétti og erfiðleika áttu þeir að búa fyrsta veturinn í þessu ókunna landi. Nokkrir tóku sér heimilis- réttar lönd. Aðrir leituðu atvinnu í Toronto. Flestir fengu þeir vinnu við járnbrautarlangningu, en nokkrir við sögunannilnu þar í grendinni. Bjálka-liú-' reistu þeir sér áður en veturinn reið í hlað. Vinnu var erfitt að fá og laun voru lá. Einir $16 um mánuðinn fyrir erfiðustu vinnu, sem hægt var að hugsa sér eða öðrum félögum, sem þið hald- ið uppi þá samt býr eitthvað innra fyrir hjá mér, sem veldur því, að mér finst eg enn vera einn af ykk- ur, og mér lék mikill hugur á, að reyna að taka að inínu leyti þátt með ykkur í 50 ára hátíðahaldi fyrstu íslenzku landnemanna í Canada, og að gera það, sem mér bar í að heiðra minningu þeirra; minningu landnemanna sem gengu hugrekkir á hólm við óteljandi þrautir og harðrétti til þess, að greiða okkur, börnunum þeirra, leiðina að hinum miklu tækifær- um, sem okkur hafa síðan staðið hér opin og standa enn. Það er vegna þessa, heiðruðu til- heyrendur, sem eg af einlægni kem fram fyrir ykkur — þrátt fyrir van- kunnáttu mina á íslenzkri tunigu og vankvæði á að birta hæfilega til- finningar mínar — og bið ykkur að sína mér langlundar-géð og þolin- mæði; hjarta mitt er í og með í þvf, er eg hefi hugsað mér að segja. Fyrir 10 árum, talaði eg á Gimli urn íslenzkt þjóðerni og íslenzka þjóðemistilfinningu. í dag langaði mig til að tala frekar urn það efni því að sami andinn og hjá þeim Matvara var dýr og af skornum skam'd Margir létj hugfal'asl þá um veturinn Qg fiuttu til Mil- waukee. Veturinn leið samt. 1 oktober næsta ár eða 1874, kom annar hópur frá íslandi. Flestir fóru þeir til Kinnmount. sem er 102 mílur írá Toront ). N< kkrir fóru til Milwaukee. Atvinnuleysi var til finnanlegt á báðum þessum stöð- um, og veturinn sem þá fór í hönd var hræðilega erfiður fyrir þessa menn. Að Kinnmount var nokk- ur vinna við járnbrautalagningu. 1 bygðinni, sem þar átti að heita voru fjórir kofar alls; 2 þeirra voru 70 fet á lengd og 20 á breidd, en hinir tveir 35 og 20 fet að stærð. í þessum kofum höfðust nálega all- ir íbúar bygðarinnar við. Vinnu- launin voru 90 eents á dag við ströngustu erfiðisvinnu meðan hana var að hafa, en fyrir hana tók alveg lengi úr vetrinum. Mörg börn dóu þá aðallega vegna kulda og ónógrar aðbúðar og jafnvel fæðuskorts. Það var augljóst, að hérað þetta var ekki hæft til áð byggjast. Landið var einn karga- skógur og erfitt að hreinsa og yrkja fyrlr menn sem engin verkfæri höfðu, enga skepnu og því síður peninga til þess að borga með fyr- ir slíka vinnu. Hraus þá mörgum hugur við að eiga að dvelja þarna til langframa. Fóru nokkrir til NovaiScotia, sem héldu að ástandið væri betra þar. Og hvað sem því leið, voru þeir þó nær sjónum, og þess vegna nær Islandi. En á- standið var þá jafnvel enn verra þar og flestir af þeim er þangað fóru, voru innan fárra ára horfnir þaðan aftur. Vorið 1875 barst landnemunum í Hinnmount sú fregn, að ákjósan- legtir staður væri fyrir innflytjend- ur í Manitoba, á vesturströnd Winnipeg-vatns, og var ákveðið í Kinnmount, að senda tvo menn, Sigtrygg .Jónasson og Einar Jónas- son til að skoða þetta land og skýra frá hvernig högum væri þar háttað. Þessir tveir menn fóru frá Kinnmount 2. júlí 1875 yfir St. Paul, Duluth og eftir Rauðánni til Winnipeg. Þeir komu til Winni- peg 16. júlí 1875. Vorn þeir fyrstu íslendingarnir er fæti stigu hér nið- ur. Ástandið í Winnipeg var þá framúrskarandi slæmt. Aðeins fá hundruð manna áttu þar þá heima. Jármbrautir voru hér þá engar og akvegir eða brautir held- ur ekki neinar að ráði. Engisprett- ur höfðu nokkur ár ætt hér eins og logi yfir akur og landið var i flagi. Þessir tveir bústaða-leitend- ur, ásarnt tveimur mönnum er í för- ina slógust frá Dulúth, fóru upp eítir Rauðánni og tóku iand þar sem nú heitir á Gimli. Hér var stórvatn, fult af margskonar fiski. Og hér var land gott meðfram strönd Vatnsins og ekki nærri eims skógþungt og f Muskoka héraðinu. Engi var og hér og þar milli skóg- arbeltanna. Var þá ákveðið að gera þetta að framtíðar heimili ís- lendinga f hinum Nýja heimi. Landnemarnir í Kinnmout gerðu það með sér, að flytja allir saman til þessa nýja bústaðar. Þeir sem í Rosseau höfðu verið voru komnir til Kinnmount og slógust f förina með þeim. Seint um haustið 1875 lagði svo hópurin af stað til Nýja fslands. Stjórnin borgaði ferð þeirra og kom það fiér vel, því flestir voru pen- ingalausir. Peningar þeir, er þeir höfðu komist yfir, voru fyrir löngu uppgengnir. Bjálkakofana sína og aðrar umbætur er þeir höfðu gert urðu þelr að yfirgefa og annars alt, sem í bráð var hægt að komast af án. Alls komu um 250 manns hi.ngað í einum hóp, frá Ontario. Urðu þeir að fara til Duluth, því járnbraut var þá engin komin til Winnipeg. í Duluth bættust tals- vert margir í hópinn frá Milwaukee. f Fisher’s Landing við Rauðána, stígu þeir á skip og fóru til Winni- peg. Voru þeir þangað komnir um miðjan oktober. Þeir, sem sáu Winnipeg þá og sjá hana aftur nú, hafa sannarlega séð miklar breyt- . ingar. Það hafði verið ákveðið, að senda 3 menn snemma sumars út í þetta nýja hérað til þess að heyja fyrir nokkrum kúm, er ráð var gert fyrir,; að landnemunum væru sendar, en það kom þá upp úr hafinu, er hóp- urinn kom til Winnipeg, að hey- skapurinn hafði farist fyrir. Það var því lítil von um að hafa nokkra mjólk veturinn þann. Hvað átti nú tfl bragðs að taka'? Það var liðið á árið og vetur í aðsigi. Eng- inn vegur var til að vera í Winmi-1 peg; þar var enga vinnu að fá, og engin lífsbjörg. í þessu nýja hér- aði var þó hægt að ná sér i fisk úr vatninu og veiða kanínur í skóg-- unum. En að halda út í þá óbygð án þess að hafa skýli yfir höfuð sér, A’ar ])ó ekkert fagnaðarefni. En svo óbilandi og djarft var fólk þetta, að enginn hætta eða þraut var svo stór á leiðinni, að því ofbiði hún. Og í lok október mánaðar ákvað það að halda ferðinni áfram til þessa fyrir- hugaða bústaðar hvað sem fyrir kæmi. Fólk þetta flutti farangur sinn út á flatibotna galopna báta, og ýtti úr vör út á Rauðána, þaðan sem Notre Dante strætið liggur niður að ánni. Bátana bar stórslysalaust alla leið út að Winnipeg-vatni. Þar vildi svo vel til, að þeir mættu gufu skipi, sem Hudsons Bay félagið átti, og togaði það bátana alla leið til hins nýja bústaðar þeirra. — Þcir nefndu hann Gimli. En í sannleika var það ekki nein himnasæla, sem landnemarnir lentu þama í. Dag- inn eftir að þangað kom snjóaði með hörku frosti. Vetur var i garð genginn. Þarna voru nú landncm- arnir staddir í ókunnu landi, með vetur veifandi feiknstöfum yfir sér, skjóllausir og sama sem vistalausir. Bjálkakofum varð tafarlaust að koma upp. En það var heldur eng- jnn leikur. Hvorki voru hestar né uxar til að draga trén á að sér, svo á þróttinn í arminum varð að treysta til þess. Fiskveiði var treg það ár. Vetúrinn varð landnem- unum hörmungar-vetur. Matvara Var dýr og erfitt með alla aðdrætti | vegna vegaleysis. Jvartöflur voru 90 cents mælirin, baunir 7 cents pund- ið og hveitimjöl eins hátt og 7c pundið. Meira en einn þriðji land- nemanna dóu þenna vetur úr skyr- bjúg og öðrum sjúkdómum, sem stöfuðu af óhollri og knappri fæðu. Börn dóu af ófullkomnum aðbún- aði og mjólkur skorti. T. d. misti ein fjölskylda 7 börn af 9. Hún var f sannleika geigvænleg-fyrsta við- kynning landnemanna af þessu “Nýja íslandi” þeirra. En andinn lifði enn fleygur og fæA Um vorið hljóp stjórnin undir bagga. Keypti 20 kýr, sem farið var með norður og skift milli frumbyggjanna. Stund- um urðu 3 til 4 fjölskyldur um eina og sömu kúna. Þetta var ekki mikil hjálp, en þó betri en ekkert. Og svo fór sumarið í hönd, Nýjar vonir og nýtt þrek glæddist í brjóstum manna. En þessum vetri gleyma þeir aldrei, sem þarna voru Harðréttið og þjáningarnar, fá- tæktin, sjúkdómarnir og dauðsföll- in, sem þetta fólk þoldi munu æ- tíð lifa í annálum Nýja íslands. Sumarið 1876, komu yfir 1200 manns frá íslandi. Nokkrir af I þeim urðu eftir í AVinnipeg, en ineiri hlutinn fór til Nýja Islarids. Bygðin færðist sundur og stækk- aði á vesturströnd Winnipeg-vatns j frá Boundary Creek, sem kallað er, til íslendinga-fljóts og út til Mikl- I eyjar. Allir komu þangað sömu leiðina og áður frá Winnipeg, í-opn- um, flatbotnuðum bátum, niður Rauðána, því flutningstæki ])ang- að voru engin önnur í l>á daga. En saga raunanna og erfiðleikanna var j ekki öll enn skráð. , Næsta vetur gerði bóluveikin vart við sig. Gaumur var henni lítill gefinn í fyrstu, vegna þess, að menn þektu hana ekki. En það gaf henni tæki- færi til að breiðast út, svo að erf- itt varð að stemma stigu hennar. Varð ])á að einangra alla bygðina, þar til í júlí árið 1877. Þann vetuj dóu yfir 100 manns úr bólusótt. Einni-g dóu þá nokkrir úr skyrbjúg og annari sýíci, því enn var hart um matbjörg; uppskeran var rýr sumarið áður vegna þess, að jörð- in var ekki eins undirbúin og vera þurfti fyir akuryrkju. Þann vetur veitti stjórnin nokkra hjálp. Þrátt fyrir bólusóttina, var annar vetur landnemanna þarna ekki eins geig- ! vænlegur og sá fyrsti. Sumarið 1877 glæddist aftur vonar netsti hjá bygðarmönnum, og næsti vetur leið stórslysalaust. Skógur hafði taJsvert verið ruddur af iöndum og með meiri rækt lagðri við akra, fór uppskéran batnandi. Fiskveiði var einnig skárri en áður og margt bar nú vott betri daga. Sumurin 1878 og 1879 voru aftur votviðrasöm; hey hirtust illa og uppskera var lé- leg. Dófnaði þá yfir mönnum og héldu ýmsir að þetta Nýja Island yrði aldrei lífvænlegur manna bú- staður. Árið 1878 fóru margÍT úr Nýja íslandi og settust að í Norður Dakota, í grend við Pembina, Moun- tain og Cavalier. Árið 1880 komu flóðin miklu. Flæddi þá yfir bakka Winnipeg-vatns og votu þeir í kafi alt sumarið. Undir haust steig þó flóðið ennþá hærra og flæddu þá út hey-stakkar og hús nærri vatn- inu. Fimm ár höfðu nú landnem- árnir verið þarna og ekkert úr bít- um borið utan erfiðleika og óhöpp í ríkum mæli. Hugrekkið og þrek- ið var nú rétt að segja komið að fullkeyptu. Margir fluttu úr Nýja íslandi til Winnipeg. Árið 1881 byrjaði einnig flutningur til Argyle bygðarinnar, í nánd við Glenboro. En innflytjendur frá íslandi héldu áfram að koma á hverju ári frá 1883 til 1900, frá íslandi, sem mik- ill hluti af fór til Nýja-lslands. Bygðin þar tók að blómgast. Hugrekkið og þrautsegjan sem ein- kent hefir íslendinginn frá önd- verðu, bar landnemann hér gegnum 5 ára þrötlaust stríð og baráttu. Framundan sá hann bjartari og feg- urri daga, ef til vill fyrir sjálfan sig að njóta, .en í öllu falli fyrir börnin sín. Og órin sem nú runnu upp, færðu honum hvert af öðru uppskeruna, sem hann hafði sáð til og ótal tækifæri biðu barnanna hans. — Þetta er sagan, sem eg vildi segja ykkur frá. 1 öllum bréfum, sem hinir fyrstu landn«xnar skrifuðu héðan heim til íslands, varð eins mjög vart, þess sem sé, að þá fýsti að stofna nýtt, eða annað Island í Ameríku, þar sem allir íslendingar hér gætu búið saman á, og út af fyrir sig. Þeim tjó ])á ekki í huga, að taka þátt 1 myndun þessa nýja lands, eða myndun nýs, eanadisks þjóðemi?. Bygð þeirra hér átti að vera hKui af fslaridi, og þeir ætluðu að halda áfram ennþá að vera Islendingar að öllu leyti, og halda tungu sinni og venjum óbreyttum. Með þetta fyrir augum komu þeir á fót prent- smiðju og blaði á Gimli árið 1877, kirkjur voru og stofnaðar og skól- ar. En þessu æskta takmarki sínu, var ómögulegt fyrir þá að ná. Það er ekki í eðli norrænna manna að halda sig út úr. Sagan hefir hér endurtekið sig og orðið^hin sama og á Frakklandi og Englandi forð- um. Norrænu-hetjurnar sem óðu inn á Frakkland og England, ui$u hluti af þjóð þeirri, er bygði löndin sem þeir unnu, og sá hlutinn sem þrek og staðfestu gaf henni. Það liafa afkomendur þeirra, íslenzku landnemarnir gert í Canada. Þeir hafa sjálfir sýnt, ».ð þeir cru af ó- sviknum norrænum stofni komnir. Nýja-ísland gat ekki háldið f þá. Þeir æsktu víðara verksviðs, meiri tækifæ.-a. Hin sama úfcþrá er rak þá til <tð yfirgefa lsland, koin þeim einnig til að yfirgefa Nýja- ísland og að dreifast suður og vestur um alt þetta meg- inland. Þeir eru nú um alt Cana- da, .Selkirk, Winnipeg, Morden, Glenboro. Lundur, Siglunes, Lang- nit!i, Winnipeg.u.fs, Saskntcbew, v '-' 't B";;-;i Cc< n bia, eig’’ .>iV .- en um alt Nýja Island. Velfarn- an og lán hefir hvefvetna verið förunautur þeirra. Þeii eru nú ekki frama.’ li nitnn i framandi landi. Hugmyud þeirra að lifa út af fyrir sig, hefir ekki hepnast. Þeir eru ekki lengur eingöngu fs- lendingar og hafa hvnrgi einangr- að sig. Hvar sem er í Vestur- Canada hittirðu þá nú og þar taka þeir fullkominn þótt í öllu er þjóð- félagið hér áhrærir; eru sér fram um að njóta að sýnu leyti hlunn- irdanna sem landið býður borpur- nm sínum og jafn reiðubúr.ir, að taka sinn hluta af byrði þess sér á herðar. Þeir hafa átt láni að fagna langt fram yfir öhöpp sín. Margir hafa efnalega orðið velmeg- andi. í hverri bygð, cru ríkmann- leg bóndabýli og ábatasamar verzl- snir reknar sem fslendingar eiga. Fáir þeirra eru blásnauðir og engir hygg eg ólæsir eða skifandi, Þetta nýja land hefir að lokum- maklega gefið þeim rífleg laun sem unnið hafa að hag þess, og fúsu guði með hugrekki og þrautsegju. En þótt íslendingar nafi þegið mikið, hafa þeir einn'g gefið mik- ið. Canada er auðugra og betra land fyrir komu þeirra. Iivert sem litið er, gefur að líta afkoinendur þeirra í ábyrgðar miklum stöðum. íslendingar taka að fullu l>átt í hérlendu þjóðlífi. Námsmenn þeirra liafa áunnið sér heiður við háskól- ana fyrir hæfileika sakir. Kaup- sýslumenn hafa þeir reynst góðir í hvaða grein sem vera skal. Kenn- arar hafa þeir liprir talist. Og lög- fræðinga og lækna eiga fslending- ar, sem annarþjóða stéttarbræðrum sínuin standa ef til vill framar. Löggjafar eru þeir einnig. Og land- könnuði, rithöfunda og guðfræð- inga eiga þerr í sínum hópi, sem al- þektir eru. Þið landnámsmenn og afkomendur ykkar, hafið tekið ykk- ur varanlega bólfestu í þessu nýja /landi, sein þið hjólpuðu manna bezt til að byggja. Og börn ykk- ar hafa úthelt blóði síriu og fórn- að lífi til varnar þessu nýja landi ykkar og okkar. Hver skyldi hafa gert sér hugmynd um það fyrir finir tíu árum, þegar þið fyrst komuð til Canada, að innan fárra ára yrðu yfir 1000 af börnum ykkar á leiðinni frá Canada, sem hermenn, til þess að iberjast á orustuvellinum á Frakklandi og Flandern til varnar þessu nýja landi. Og yfir 125 af þeim hvíla nú þar og koma aldrei til baka. Hinn sama fórnfærslu anda og þið hafið sínt, landnem- arnir, hafið þið lótið börnum ykkar í arf. Þau hafa einnig sýnt það. Eg vildi að þið læsuð saman sögu

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.