Heimskringla - 08.08.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.08.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. ÁGCST, 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. Og hann fann strax á sér, að hann yrði að verða við bón hennar. Hann, sem hafði svo lengi flúið, varð nú að láta staðar numið. Hér yrði hann að lifa, eiga heimili á þessu stræti, með hættuna handan við það, til þess að hún gæti unnið sitt starf. I hans umhverfi höfðu menn unnið til þess að kon- ur gætu lifað á vissum stöðum á vissan hátt. Þessi stúlka ætlaði burt til þess að vinna fyrir sér, og hann ætlaði að vera kyr, til þess að það yrði mögulegt. En í málrómi hans var ekkert, sem bæri vott um þetta. "Eg verð náttúrlega kyr," sagði hann alvar- lega. "Eg — þetta kemst næst því að vera heim- ili af öllu, sem eg hefi þekt lengi. 4 Eg vil að þú vit- ir það." Svona röðuðu þau ferðum sínum, Anna og Harriet, Christine og tilvonandi maður hennar, doktor Ed, og jafnvel Rosenfelds fjölskyldan — röð- uðu þeim og færðu þau til; lögðu niður ráð sín, en hlýddu samt ófrávíkjanlegum lögum. "Christine kemur þá hingað," sagði Sidney með vissu, "og við byggjum veggsvalirnar". Svona ráðgerðu þau, enþau vissu ekki, að vesalings Christine og Iillie og Johnny Rosenféld áttu sína Iífssögu skráða meðal þeirra viðburða, sem eru, og meðal þeirra viðburða, sem skulu verða. "Þú ert mjög góður við mig," sagði Sidney. Hann spratt upp, þegar hún stóð á fætur. Anna hafði tekið eftir því, að hann stóð ávalt upp, þegar hún kom inn í herbergi hans — með hreinar þurkur, þegar Katie var ekki heima — og henni geðjaðist vel að honum fyrir það. Karlmenn- irnir, sem hún þekti fyrir mörgum árum, höfðu sýnt konum þessa kurteisi, en hér á strætinu var þetta skoðað sem óþarfa tilgerð. "Ekki vænti eg að þú vildir gera mérannan greiða? Eg er hrædd um að þú farir að forðast mig, ef eg held áfram til svona." "Eg held að þú þurfir ekki að óttast það." "Það er þessi vitleysa um Joe Drummond og mig. — Eg segi það ekki að eg giftist honum aldrei, en eg er sannarlega ekki trúlofuð. Ef þú vildir bjóða mér með þér einstöku sinnum, þegar þú geng- ur út á kvöldin — " K. setti upp undrunarsvip. "Eg get ekki hugsað mér neitt skemtilegra; en eg vildi óska að þú skýrðir frá hvernig — " Sidney brosti til hans. Hann stóð á lægstu tröppunni og hæðarmunurinn varð lítill. "Ef eg geng með þér, þá veit fólk, að eg er ekki trúlofuð Joe," sagði hún með alveg látlausri einurð. það var hljótt í húsinu. Hann beið í gang- inum niðri þangað til hún var komin upp. Það var unáarlegt að altaf upp frá því mundi Sidney eftir K. eins og hann stóð þarna r' ganginum, með aðra hcndina upprétta, til þess að skrúfa fyrir gasið, og horfandi á eftir henni upp stigann. 'Góða nótt," sagði K. Le Moyne. Og í rödd hans lá alt það sem hann hafði sagt skilið við í líf- inu. 4. KAPÍTULI. Morguninn eftir að Sidney hafði boðið K. Le Moyne ^ð fara með sig út í skemtigöngur, kom Max Wilson fremur seint ofan til morgunverðar. Doktor Ed var búrnn að borða fyrir heilli klukku- stund og hafði stungið á kýli aftan á hálsinum á Mr. Rosenfeld, sem var síbölvandi á meðan. "Það er bezt fyrir þig að skifta um hálslr'n", sagði doktor Ed glaðlega um leið og hann skar ræmu af plástri, til að láta á kýlið. "Hálsinn á pér er nuddaður undan hvítu krögunum þínum." Rosenfeld leit á hann hálf grunsamlega; en þar sem hann gat ekki tekið spaugi, hló hann bara. "Það eru ekki hversdags lepparnir, sem gera mér óþægindi", svaraði hann; "en það eru déskot- ans kjólfötin mín. En ef maður á annað borð vill vera dubbaður upp — "Dubbaður upp" voru óþekt orð þar á stræt- inu, en þau voru notuð í umhevrfinu. Harriet var "dubbaður upp" vegna þess að hún hélt að sér olnbogunum og bar höfuðið hátt, þegar hún gekk; doktor Max var "dubbaður upp" vegna þess, að hann borðaði morgunmat seint og lét mann sækja fötin sín í hverri viku, til þess að pressa þau, og hafði komið með axlaþröng föt frá Evrópu með ensku sniði, en allir aðrir á strætinu létu stoppa axl- irnar á sínum fötum. Jafnvel K. hefði verið settur í flokk með þessum, vegna þess að hann hélt á.göngu staf á skemtigöngum sínum, og vegna þess að forn- fálega, gráa trcyj^n hans var með jafn útlendu sniði og sú, sera doklor Max gekk í, ef nágnnnarn- ir hefðu þekt hann. En hann var óþektur a' ;taðar öðru vísi en ieigjandrnn hjá Page fjölskyldunn< nema þar sem hann borðaði, hjá Mrs. Mc Kee. Rosenfeid hnepti að sér bláu ullarskyrtunni — hún var ema íl.kin, sem hann var í, að undan- teknum gömlam buxum af doktoor Ed — og stakk hendinni ofan í vas-nn. "Hvað kcstar nú þetta?" "Tvo dohara/' sagði doktor Ed snögglega. "Hvert í sjóðandi! Tvo dollara fyur að krukka í mig einu sinni með hnífnum! K^rlingin' tilheyrt hundi, sem nú var dauður og hafði einhvern mín verður að vinna hálfan annan dag fyrir tvcinv ur dollurum." "Það er tilvinnandi fyrir þig að borga tvo doii- ara til þess að geta legið sofandi á bakinu." Hann hagræddi ofur rólega áhöldum sínum á litlu gler- borði. Hann þekti Rosenfeld. "En ef þér þykir of mikið að borga mér tvo dollara, þá skal eg lána þér hnífinn næst, og svo getur þú látið konuna þína skera í þig." Rosenfeld dró silfurdollar upp úr vasa sínum, og á eftir honum kom, þótt nauðugt væri, máður og þvældur dollars seðill. "Það gæti hizt svo á," sagði hann, "að ef þú létir mig og kerlinguna og hnífinn í sama herbergi þá yrði fátt heilt eftir nema hnífunnn." Doktor Ed beið þangað til hann var farinn út, þá tók hann peningana og Iét þá í umslag og krot- aði eitthvað á það —- hann skrifaði alveg ólæsilega hönd. Hann heyrði til bróður síns, sem var að koma, niður stigann og hann flýtti sér að þurka út síðustu merki þessa litla uppskurðar. iKæruleysi doktors Eds viðvíkjandi hreinlæti við handlækningar af þessu tægi var þyrnir í holdi bróður hans, sem var nýkominn úr skurðlækninga- stofunum r' Evrópu. I skrifstofu sinni niðri í borg-- inni — þangað var hann á leiðinni r' hægðum sínum — gekk hann í mjallhvítri treyju og þar suðuhreins- aði hann áhöld og hluti, sem doktor Ed einu sinni kunni ekki að nefna. Rétt í hví að Max kom ofan var Ed að enda við að þurka af hnífnum með bómull. Hann vildi ekki láta hann í sjóðandi vatn. því það skemdi eggina. Hann flýtti sér að stinga hnífnum í vasa sinn. Hann hafði skorið í kýli r mörg ár, án þess að sjóða nokk- urn hlut, og það hafði aldrei hlotist neitt rlt af þvr'. En doktor Ed hafði slægð höggormsins og Iæknanna og hann vissi að það var ekki til neins að lenda í neinar þrætur. Max var æfinlega r' góðu skaþi á morgnanna. Vegur syndarans er stundum rósum stráður, svo að betri mönnum finst fátt um. Max, sem vakti fram eftir öllum nóttum yfir spilum og drakk bjór og sódavatn með Whrskey, vaknaði á morgnanna án þess að vera minstu vitund loðmæltur, og kveikti sér í sr'garettu á milli þess sem hann batt á sig skóna. Ed sem aldrei misti svefn, nema þegar hann þurfti að hjálpa ungbörnunum r' nágrenninu til þess að fæðast inn í þennan heim, var aldrei r' verra skapi en á morgnanna; þá sagði hann sjálfum sér, að alt sitt Hf hefði mishepnast og hataði umhverfið heitt og innilega. Og nú kom Max ofan, fallegur og uppstrok- inn, og staðnæmdist við skrifstofudyrnar. "Byrjaður strax," sagði hann, "eða hefrrðu ekki háttað r' nótt?" "Klukkan er farin að ganga tíu," sagði Ed með hægð. "Ef eg byrja ekki snemma, kemst eg ald- ei yfir það sem eg þarf að gera." Max geispaði. "Bezt fyrir þig að vera með mér. Ef aðsókn- in heldur áfarm eins og hún hefir verið, þá verð eg að fá mér aðstoðarmann. Eg vildi náttúrlega hafa þig fremur en nokkurn annan." Hann studdr sinni mjúku læknishendi á öxl bróður síns. "Hvað hefði orðið úr mér, ef eg hefði ekki notið þr'n? Fé- lagar okkar vita allir hvað þú hefir gert". Ed hrökk ofurlr'tið við, þótt hann reyndr að láta ekki á þvr' bera. Það var sök sér að leggja mik- ið á sig, til þess að einn góður læknir gæti verið til r staðinn fyrir tvo lélega; en það var nokkuð annað að auglýsa meðalmensku sr'na frammi fyrir öllum Starfssvið hans á strætinu og r' grendinni tilheyrði honum ernum. Ef hann slepti þvr og gerðrst að- stoðarmaður Hróður sr'ns, er var yngri, þá væri hann að tapa sjálfstæði sr'nu. Hann gat ekki fengið sig til þess, þótt hann ætti von á að eiga náðugri daga. "Eg held eg verði kyr þar sem eg er," sagði hann. "Það þekkja mig allir hér, og eg þekki alla. En heyrðu, viltu skilja þetta umslag eftir hjá Mrs. McKee um leið og þú ferð. Maggie Rosenfeld er þar við þvott r' dag. Hún á að fá það. Max tók við umslaginu, án þess að veita því minstu eftirtekt. "Þú heldur áfram hér þangað til þú deyrð Og hefir ekkert upp úr því", sagði hann. "Innan tíu ára verða eingir læknar til nema sérfræðingar; og hvað verður þá um þig?" "Eg kemst af einhvernvegin", svaraði bróðir hans. "Það verða altaf fáeinir, sem eiga hægra með að borga það sem eg set upp heldur en það sem þið, sérfræðingarnir heimtið." 1 Max hló af eintómri kæti. "Já, það er eg viss um. Að minsta kosti, ef þeir fá að borga til svona." Hann hampaði umslaginu í lofa sínum og eldri bróðurinn roðnaði. Doktor Ed var upp með sér af bróður sr'num á alveg óeigingjarnán hátt. Hann var upp með sér af Iæknishæfileikum hans, af þvr' að hann var fall« egur maður, af háttlægni hans. Og hann leit smáum augum á sjálfan sig, þekkingu sr'na og reynslu. Ef það kom fyrir að hann grunaði að Max skorti hina göfugu kosti, þá rak hann þá hugsun burt úr huga vegin Ient ofan r' töskuna og verið, þar síðan Hann var ofurlítið órór, þegar hann \\x að tín^ ofan r töskuna, meðan bróð'i aans var að borða. Hanir fann að taskan var ekki alveg eins og hún átti að vera samkvæmt öllu nýjustu reglum læknisiist- arinnar. '\ ieiðinni út staOnædist hann við dyrnar á borðstofurni. "Ferð þú á spr'talann? Hefi uppskurð kiukk- an fjögur — eg vildi að þú \iidir líta inn." "Eg er hræddur um að eg geti það ekki, Ma.x. En eg iofaði Sidney Page að ta:a við þrg fyrir hana. fidna langar til að korr>T;t ;nn í hjúkrunai!;venna skólann." "Of ung,' sagði Max stuttur r' spuna. "Hún getur ekki verið meira en sextán ára." Hun er atjan. "Jæja, þó að Ijún sé átján. Heldur þú að nokk- urri stúlku á þeim aldri sé treystandi-til þess að hafa Iíf og dauða r' höndum sr'num? • Og svo er annað, hún er heldur falleg, ef eg man rétt, eg hefir ekki veitt henni eftirtekt nú lengi. Það er ekki til neinf að vera að fylla upp sjúkrastofurnar með fallegu kvenfólki; það gerir alla læknisnemana. vitlausa." Og hvenær komst þú á þá skoðun, að ung stúika ætti að gjalda þess að hún er falleg?" Loksins jöfnuðu þeir þetta með sér. Max sagð- ist skyldi taia við Sidney á skrifstofu sinni. Það væri betra en að hún væri að hlaupa yfir strætið — ætti betur við. Þvr' að ef hún fengi inngöngu hjá sér, þá yrði hún að gleyma þvr' að hann væri réttur og sléu- ur doktor Max — hann væri nú spítalalæknir, sem ætti að sýna he'.lmikla virðingu, sem ekki mættr mót- mæla, sem altaf ætti að hafa hreinar þurkur og lotn- arfullan iæknisnema við hendina. Þegar hann var búinn að lofa þessu, stein- gleymdi hann öllu um það. Honum stóð alveg á sama um alt á strætinu. Christine og Sidney höfðu verið börn, þegar hann fór til Vínarborgar, og srðan hann kom heim', hafði hann varla tekið eftir þeim. Samkvæmislífið, sem ávalt er náðugt ungum mönn- um ókvæntum, fallegum og háttprúðum, hafði sogað hann r sig. Hann klæddist r' frakka eða kjólíat fimm kvöld r viku, og gamlir hæglátrr kunningjar hans sögðu, að hann væri allmrkið gefinn fyrir glaum inn. Þessr orðrómur hafði fengið byr undir báða vængi við það, að Mrs. Roseníeld, sem fór af stað r' vinnu sína fynr klukkan sex á morganna, hafði einu sinni fundið doktor Max sofandi í bifreið sinni við húsdyrnar og hann hafði hvorki siökt ljósin né stöðv- að mótorinn. Þessi fregn komst strax á strætió á einum degi. "Hann", sagði Mrs. Rosenfeld, sem stundum var gefin íynr að nota orð, scm ekki voru alve.j i hversda<jsni£'íi — "hann sat þar uppi þráðbeinn erii^ og þvottaborðið hérna, og sólin skein á silkihattinn hans, og alt nema mótorinn, sem gekk, en komst þó ekki eina spönn áfram, lá í faðmi Morfensar." Mrs. Loreny, sem þennan dag var vinnuveitandi Mrs. Rosenfelds, var ekki vel heima r' goðafræðinni. Hún gapti af undrun, en hún heyrðr srðasta orðið. "Guð hjálpi okkur!' sagði hún, "er það mögu- legt, að hann sé farinn að taka inn morfr'n?" Doktor Max gekk niður hreinar tröppurnar þenn- aan morgunn. Hann var stór maður, nærri eins hár ,og K. LeJMoyne, fullur af lífsþrótti; ofurlítið kæru- iaus; ekki göfugmenni ef til vill, en ekki heldur slæmur maður. Hann — var fullur af sama ákafanum að iifa og Sidney, en munurinn á þeim var þessi — hún var reiðubúin að fórna sjálfri sér á altari lífsins: hann vissi að lífið mundi Ieita til sín Doktor Max var fullur af drotnunarafli karlmannsins, þar sem hann stóð og dró glófana á hendur sér áður en hann settist upp í bifreiðina. Klukkan var farin að ganga tr'u. K. Le Moyne var búinn að sitja heila klukkustund yfir skrifborðinu sr'nu. Þurkurnar hjá Mrs. Mc Kee láu hreinar og sléttar r' laglegum bunk- um. En samt sem áður var Max óánægður á leiðinni ofan r' bæinn. Hann hafði beðið ósigur og ósigur- inn var honum ógeðfeldur. Kvöldið áður hafði hann beðið stúlku og hún hafði gefið honum afsvar. Hann elskaði ekki stúlkuna — hún hefði orðið góð kona, og Iæknar ættu að vera giftir, því það styrkir traust fólks á þeim. En afsvarið meiddi sjálfsálit hans. Hann mundi hvernig það var orðað. "Þú ert of fallegur, Max", hafði hún sagt, "það er allur sannleikurinn. Nú þegar uppskurðir eru orðnir eins almennir og nýmóðins dansar og langt um fyrirhafnarminni, er helmingurinn af þeim konum, sem eg þekki bráðskotnar r læknunum sr'num. Eg læt mér ant um sáiarró mr'na." "En hamingjan góða! berðu þá ekkert traust til mín?" hafði hann spurt. . "Nei, ekki hið allra minsta, kæri Max. Hún hafði horft á hann fast og með skilningi. Hann hætti að hugsa um h^tta óþægilega um- hugsunarefni um leið og hann kom bifreiðinni sinni fyrir á sr'num stað og hélt áfram til skrifstofunar. Þar mundi vera fólk, sem bæri traust til hans, frá miðaldra hjúkrunarkonunni r' lagiega einkennisbún- ingunum til sjúklinganna, sem sátu uppréttir r' röð meðfram veggjunum í biðstofunni. Doktor Max sér. Max var ungur, hann lagði mikið á sig og' nam staðar r' ganginum fyrir framan dyrnar á einka hann hafði rétt til þess að láta dálr'tið eftir sér Hann fór að tr'na ofan r' svörtu handtöskuna sína það sem hann þurfti með fyrir heimsóknir dagsins: hlustunaráhaldið, hitamælir, augnagler, umbúðir, meðalaglös, böggul af bómuli, vafinn innan r' þurku, sem var ofurlr'tið farin að velkjast og á botninum var samsafn af ýmiskonar áhöldum, heftiplástursrúlla ein eða tvær flöskur með mjólkursykur-plöntum handa börnum og hálsgjörð af hundi. Hún hafði skrifstofu sinni og dró andann djúpt. Þetta var Ir'f, sem var þess vert að það væri iifað — vinna og nóg af henni, moguleikinn til þess að sýna öðrum hvað hann gæti gert, barátta til þess að sigra r'! Hann var bardagamaður, en enginn mannvinur: hann kom á skrifstofuna á hverjum degi með sömu bardagalöngunina í sál sinni. iHjúkrunarkonan snéri við honum bakinu. Þeg- ar hann sá hana, varð hann fyrir þægilegri undrun. Hann stóð frammi fyrir ungri, laglegri stúlku, sem hann rétt aðeins kannaðist við. "Við reyndum að ná r' þig yfir símann", sagði hún til skýringar. "Eg er frá spítalanum. Faðir Miss Simpson dó í morgun, og hún víssi að þú yrðir að fá einhvern. Frr'dagar mr'nir voru rétt að byrja, svo þeir sendu mig." "Heldur slæm umskifti," sagði hann. Hún var lagleg stúlka. Hann hafði séð hana áður á spítaianum, en hann hafði aldrei tekið eft- rr þvr', hvað iagleg hún var. Honum fanst hún ó- venjulega lagleg. Bjart hár og dökk augu; það tvent fór sjaldan saman. Hann rétt aðeins mundi eftir því í tr'ma að láta í Ijós samhygð með Miss Simpson út af missi hennar. "Eg heiti Miss Harrison," sagði nýja hjúkrun- arkonan og lyfti'upp síðu, hvítu treyjunni fyrir hann að fara r'. Þessi athöfn, sem var ^aðeins til máia- myndar, þegar Miss Simpson færði hann í, varð nógu skemtileg r'þetta sinn. Miss Harrison var lr'til þótt hún gengi á hælaháum skóm, en læknirinn var hár. Hún var rjóð og ekki laust við að fát væri á henni, þegar hann var loksins kominn r' treyjuna. "Auðvitað vissi eg hvað þú heitir," laug doktor Max. "Og mér þykir slæmt með fríið." Svo fóru þau að vinna. Miss Harrison var snör í snúningum og lét ekki bíða eftir sér, en lækn- irinn var handfljótur, talaði fátt og var óþolinmóður, þegar hann fann ekki strax það sem hann þurfti að rétta hendina eftir; honum jafnvel hrutu væg blóts- yrði af vörum vrð og við. Hún skifti ofurlítið lit- um, þegar hún gerði eithvað skakt ,en hún var ró- leg og Iaus við alt fát. Einstöku sinnum varð hann var við að hún horfði á hann og það var eitthvað, sem erfitt var að átta sig á, en um leið þægilegt r' djúpi hinna dökku augna hennar. Það var eitthvað skemtilegt við þetta alt saman. Undirvitund hans fann r' þvr huggun eftir hryggbrotið kvöldið áður, en hin vakandi meðvitund var í of miklum önnum til þess að hugsa um slrkt. Einu sinn meðan þau voru að hreinsa áhöldin á milli þess að sjúklingar komu inn, veik hann tal- inu að henni sjálfri. Hann var að þurka sér um hendurnar, en hún lagði suðu-hreinsuð áhöldin á lít- ið glerborð. "Þú ert næstum útlendingsleg á svip, Miss Harrison. Eg sá bjarthærða spánverska dansmær í Lundunum r fyrra, sem var lík þér." "Móðir mín var spánversk." Hún leit ekkr upp. Miss Simpson var vön að plampa fram og aftur um góífið allan morguninn á breiðum, þungum skóm, en mjóu hælarnir á skóm Miss Harrisonar tif- uðu ótt og tr'tt um steinflögurnar á gólfinu. Skó- hljóðið með skrjáfinu í stífa kjólnum, hennar var eitthvað svo kvenlegt, næstum óþreytandi. Honum þótti skrr'tið að það var ekkert óþægilegt við það fyrir eyrum, þegar hann hafði tíma til þess að veita þvf eftirtekt. Einu sinni, þegar hún rétti honum skurðhníf, lagði hann hina mjúku hönd sr'na yfir fingur hennar og brosti; þetta var honum leikur; það létri honum erfiði dagsins. Sidney var í biðherberginu. Biðin hafði ver- ið leiðinleg. Hún hafði þá gáfu að geta séð sjálfa sig eins og með annara augum, lr'kt og alt ímyndun- arrr'kt fólk. Hún sá sjálfa sig klædda r' hvítt frá hvirfh til ilja, eins og þessa rösku, ungu stúlku, sem við og við kom að dyrunum á biðherberginu; hún sá sig læknandi sjúka og iokandi þreyttum augum; hún jafnvel sá í huga sr'num gamlan ekkjumann með fullorðin börn og gnægð af peningum, biðja sr'n. IHún sat mjög kyrlát í biðherberginu með eintak af tímariti í kjöltn sinni, og hún sagði hinum aldraða sjúklingi, að hún dáðist að honum og bæri virðingu fyrir honum, en að hún hefði heigað alla æfi sína sjúkum' fátæklingum. "Hyað sem þú girnist í veröldinni skaltu fá," sagði ekkjumaðurinn í bænarrómi. "Þú ættrr að sjá heiminn barn, og eg fæ að sjá hann aftur með þr'num augum. Fyrst förum við til Parr's og fáum falleg föt og hlustum á söngleika og svo — "Eg—eg elska þig ekki,," svaraði Sidney í huga sr'num. "Eg el'ska aðeins ein mann í heimin- um og hann er — " IHér hikaði hún. Hann var sannarlega hvorki Joe né K. Le Moyne, sem vann á skrifstofu gasfélags- ins. Henni fanst það alt r einu svo undur sorglegt, að hún skyldi elska engan. Margt fólk varð að fara á spr'tala ef trl vildi af þvr', að það hefði orðið fyrir vonbrigðum í ástarmálum. "Doktor Wilson vill tala við þig nú." Hún fylgdi Miss Harrison inn í viðtalsstofu læknisins. Doktor Max — ekki sá doktor Max, sem hún hafði séð á strætinu með hatt og glófa, held- ur annar maður, sem hún hafði aldrei þekt — stóð þarna í hvítmáluðu viðtalsstofunni, hár, dökkeygur, dökkhærður og óútásetjanlegur, rétti fram sína löngu og hreinu læknishönd og brosti við henni. Menn eru eins og gimsteinar; þeir þurfa um- gerð. Skrifari á háum stól, sem grúfir sig yfir höf- uðbók, er ekki laus við að vera áhrrfamikiií, og sama rná segja um matreiðslukonu, sem stendur við elda- vél sr'na. En ef matreiðslukonan væri sett á stólinn við höfuðbókina, þá yrði ait annað uppi á teningn- um. Doktor Max, sem fram að þessu hafði verið yzt við sjóndeildarhring frá Sidney að sjá, varð stór og mikilfenglegur í -augum hennar, við þessa breyt- jngu sjónarsviðsins. Hann var, ef til vildi, sér þess meðvitandi. Það var vr'st að hann stóð mjög beinn; og það var vr'st, að það var ekki laust við stærilæti r' látbragði hans, er hann bað Miss Harrisson að fara út og Ioka á eftir sér hurðinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.