Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 1
Senðit) eftir vertillsta til Royal Cruwn Soap l>td. 654 Maln St.. Wlnnlpes. VerðlaQB gefi* fyrir Coupons og umbúðir VerSlaon gefi* ROYAI- fyrir CROWN Conpunj SOAP 1 verTSUata til rt ii > h i Crown tíoap Ltd. Aialn St., Winnipeg XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 22. ÁGÚST, 1923. NÚMER 4é—ifj Canada. Home Bank of Canada gjaldþrota Þær furðulegu fréttir bárust út tim landið s. 1. laugardag, að búið væri að loka Home bankanum f ■Canada vegna þess, að hann væri gjaldþrota. Purðulegar eru þær fréttir vegna þes,s, að 2. júlí s/ 1. voru reikningar bankans gefnir út aJmenningi til fróðleiks og undir- skrifaðir af yfirskoðunarmönnum. Er hreinn ágóði bankans þá talin ‘fyrir starfsárið er þá lauk $232,539. 17. Svo rúmum mánuði seinna er 'þefta hljóð komið í strokkin.n. Að- alstöðvar Home bankans voru í Toronto, en svo voru útibú hans um alt land. í sumum afskektum néruðum var engin banki annar og kemur sér þvi afar illa l>ar, að þannig er komið. Seðlar bankans eru leystir út ennþá á hvaða banka sem er, og að þeir sern fé áttu inni hjá .bankanum eða skiftu við hann tapi ekki inneign sinni, er alment álitið. Er nú byrjað á að rann- saka bækur og hag bankans. Verð'a fyrst goldin vinnulaun banka- þjóna, þá reykningur Ontario-fylk- testjórnarinnar, sem við bankan-n skifti og síðast reikningar allra annnara er fé geymdu í bankanum. 15 m»la af erkrunni. Akuryrkjudeild iManitoba stjórn- arinnar gerir ráð fyrir 15 mælum af ’hveiti af ekrunni til jafnaðar í þessu fylki. Af grófari kornteg- undum og kartöflum er uppskeran með bezta móti. Á barkarbát til N ew Orleaus. Pyrir helgina lögðu tveir ungir menn af stað frá Norwood-bryggj- unni í þessum bæ í barkarbát á- leiðis tll New^Orleans suður við Mexiko-flóa í Banclaríkjunum. Æf- intýrra rnenn þessir heita Standley Battley og Hanry Sadder. Annar 22 ára en hinn 21, báðir til heimil- is f Winnipeg. Bátur þeirra er 15 fet-a langur og með sér hafa þeir tjald og vistir. Allur farangur þeirra er um 150 pund að þyngd. Halda þeir upp Rauðána til Tra- verse-vatnsins, þaðan niður Minne- sotæána til Missisippi og niður eftir Missisippi til NewOrleans. Vegalengdin er um 3000 mflur og munu þeir þurfa 5-7 mánuði til að komast hana. Fyrir einu ári datt piltunum ferðalag þetta í hug og hafa þeir verið að búa sig undir það síðan. Syndir eru þeir sem sel- ir, enda er sagt, að þeir þurfi á því að halda sem í drápskænum þessum — barkar-bátunum ferðast. 30,000 manns frá Englandi. C. P. R. félagið er sagt að flutt tiafi um 30,000 manns frá Bretlands ■eyjunum nú þegar til þess, að vinna að uppskéru og von sé á þessa dagana 10,000 f viðbót. Af nærri þremur og hálfu þúsundi manna er komu s. 1. miðvikudags- kvölds fengu víst fáir uppskeru- virrnu, en var í þess stað boðin járnbraut.arvinna fyrir $2.50 á dag, og af því á maðurinn að fæða sig — og fjölskyldu sfna ef nokkur er. Breytingar innan ráðuneytisins. Hessar breytingar gerði forsætis- ráðherra Canada innan ráðuneytis síns s. 1. föstudag: Hon. Jas. A. Robb, sem verið hef- ír verzlunarmálaráðgjafi síðan KingtStjómin tók við völdum, hef- ir verið gerður að innflutnsmála- ráðgjafa. Við hinu fyrra embætti hans tekur Hon. T. A. Low, sem ráðgjafi var áður, en án stjórnar- deildar. Verður hann því að sækja um endurkosningu í kjördæmi sínu Renfrew. Hon E. M. Macdonald tek ur við landvarnarráðgjafa embætti. Var hann ráðgjafi án stjórnar- deildífr áður. Hans kjördæmi er Picton og sækir hann þar um end- urkosningu. Kornnefnd Alberta-fylkis. Bráðabirgðarnefmlin, sem kosin var í Alberta til þess, að hafa um- stjórn með kornsölunni er þessi: H. W. Wood frá Calgary, forseti bændafélagsins, forinaður; W. J. Jackson frá Bremner, ritari: Step- hen Lunn frá Pincher Creek, Col. C. W. Robinson frá Munson; I.ew Hutchinson frá Duhamel; C. C. Jensen frá Margnath; Hans Lau- sen frá Carsland. Að þrem múnuð- um liðnum verður fastanefndin kosin. Til þessa kornsölufélags er efnt af bændum og stofnsett er það samkvæmt lögum um sam- vinnufélög í Alberta. Herforingi áður, nú vinnumaður. Einn í hópi þeirra manna er hing- að liafa nýlega komið frá Englandi til þess að taka sér uppskeruvinnu fyrir liendur, er Basil Tchestlovsky herforingi úr keisara hemum rúss- neska. Hann var síðast í hex Dennikens, er ósigurinn beið fyrir bolshevikum. Plýði hann þá, en veiktist af taugaveiki og varð að liggja á sjúkrahúsi, þar til hann var heill heilsu. En þar komst upp hver hann var; hann vissi hvað sín beið og strauk því úr sjúkr.a- húsinu eina nóttina. Til Póllands var ferðinni heitið. Klæddist hann flökkukarls-flíkum og var að ári liðnu komin til Póllands. Gekk hvern spotta af leiðinni. Þeir sem liann hltti og gisti hjá, álltu hann aumingja, sem ekkert vissi. Hann komst þannig heilu og höldnu til Póllands. Þaðan hélt hann til Eng- land og var þar vinnumaður hjá bónda. þar til að hann lagði af stað með þeim er uppskeru vinnu sækja hingað. Hann mun vinna að upp- vSkem í haust. Að því búnu gerir hann ráð fyrir að fá atvinnu hjá rússneskum hestasala hér, því hann hefir gott vit á hestum. Hann kveður tímana einu sinni hafa ver- ið aðra fyrir sér, en í raun réttri sé það heimska, hve margir veigri sér við vinnu og hann segist ætla að vera verkamaður það sem eftir sé æfinnar. Hann er hámentaður ín.aður og umgekst keisara-skyldu- liðið iðulega á Rússlandi. Skoskt! Þrjátíu og átta drengir frá Skot- landi, á aldrinum 18—21 árs komu nýlega til Toronto, til að taka við störfum sem bíðu þeirra hjá Dom- inion bankanum. G. G. byrjar. Saskatchewan Grain Growers fé- lagið afhenti s. i. fimtudag stjórn- arnefnd samvinnu kornfélagsins, sern þar hefir verið stofnað. sem í Alberta og væntanlega einnig í Manitoba $10,000 til þess að byrja fyrirtækið með. Meighen kemur vestur. Rt. Hon. Arthur Meighen fyrrum forsætis ráðherra Canada kvað ætla að ferðast um VesturCanada yfir septemhermánuð allan eða lengur og halda ræður um stjórnmál. ----------xx---------- Önnur lönd De Valera í varðhaidi. Eainonn de Valera, aðalforingi lýðveldissinnanna á frlandi var tekinn af hermönnum Frí-ríkis- stjórnarinnar s. 1. miðvikudag og hneptur í varðhald. De Valera var að halda ræðu í kosninga-bar- áttunnl er stendur yfir á Irlandi. Komu þá hermenn andstæðinga hans að vffandi og létu skothríð ganga yfir höfðum þeirra, er þarna voru saman komnir. Skaut það möngum skelk i bringu og tvfetr- ust áheyrendur de Valera brátt, en sjálfur féll hann í ómeginn. Halda iSumir fram að hann hafi særst. Þegar hann sá hvað verða vildi gekk hann ofan af ræðupallinum og gaf sig óvinunum á vald. Er þar með lokið aðgerðum frá hans hálfu fyrst um sinn, því í varðhaldi er sagt að honum verði haldið þar til eftlr kosningar. De Valera var áður búinn að lýsa því yfir, >að hann ætlaði ekki hér eftir að sækja mál sitt með hervaldii, held- ur einungis á friðsamlegan hátt. iHefir hann því ekki átt von á þess- ari atför. iDe Valera er fæddur á írlandi. Eaði.r hans var spánskur, en móðir hans írsk. Áður en hann gerðist foringi lýðveldfesinna var liann kennari við háskólann í Dubiin. Þegar til þess kom, að semja við Breta um stjórnarskrá fyrir írland, var hann einn í hópi þeirra er frá liálfu lýðveldissinna áttu að semja við Breta. En þegar kröfur lr- l>ands voru ekki heyrðar til fulln- ustu, vildi de Valera engum sætt- um taka og skildi við sína fyrri félaga Griffith og Collins, er sættu sig við tklboð Breta og urðu stjórn- endur Erí-ríkisins. De Valera kvað írtsku þjóðina um ekkert annað hafa beðið, en lýðveldi, og sá er þ-am á annað færi, brigðist henni. Undir forustu hans héldu svo lýð- jfrefete kröfurnar áfram eftir sein áður. De Valera er gáfumaður sagður ag mentaður vel. Þá ®em nokkuð hugsa er sagt, að hann geti með óhrekjandi sögulegum rökum sann- fært um réttmæti lýðveldfe-krafa írlands. En svo vill til sem oftar, að þeir eru i minni hluta. Námaslys. Hryllilegt námaslys varð s. 1. laugardag í Keminerer í Wyoma. Við sprengingu níérri mílu niður í jörðinni, féll námaopið saman og fórust þar inni 97 mann.s. Opning- ar þær er lofti var veitt um niður f námuna fyltust upp. En svo get- ur verið að ]>að hefði að litlu haldi komið, því margt af líkunum bar það með sér, að mennirnif höfðu orðið fyrir meiðslum af sprenginig- unni og dáið strax. Áttu jafnvel eiginkonur þeirra, er til námastað- arins söfnuðust, sorgmæddar og kvíðafullar, er fréttin barst út af slysinu, erfitt með að þekkja líkin. Gagnskifti. Verkamáladeild Soviet stjórnar- innar á Rússislandi hefir farið fram á það við verkamáladeild Canada stjórnarinnar, að þær skiftist á skýrslum þeim er deildirnar gefa út. Frægur flugmaður. Sadi Lecointe, franskur flugmað- ur, komst s. 1. miðvikudag 10,800 fet í flugvél sinni upp frá jörðu. Er það hærra en nokkur hefir áður komtet. McCready hét sá er áður hélt þesssum heiðri og átti heima í Bandaríkjunum. K-K-K- eignast skóla. Ku-iKlux-Klan félag í Bandaríkj- unum, hefir samið við eigendu" Valparaiso-háskólans í Indiana um að taka skólann í sínar hendur. Danir greiöa Rússum féð. f Ivaupmannahafnar bankanum I Danmörku hafði Rússa-keisarinr. sæli geymdar nokkrar miljónir króna af fé ríkteins. Soviet stjórnin fór fram á, að landinu yrði grdtt þetta fé, en bankinn neitaði því vegna þess, að Rússland væri ekki viðurként af Danmörku. Nú eftir’ að Danir gerðu verzlunarsamninga við Rússa, fór Soviétstjórnin enn fram á, að féð yrði greitt og hefir bankinn nú tjáð sig fúsan til að verða við því. Hárlyf. B. 1. föstudag voru teknir upp 2448 kassar af hárlyfjum f borginni Chieago af bindindis eftirlits mönnum. Hárlyf þessi voru álit- inn helsti sterk til notkunnar, því það voru 93 procent af alkoholi í þeim. Bretar veita írum láu. Bretland er mælt að ætli að veita írlandi (Frí-ríkinu) lán er nemur 6,<XK),000 sterlings-pundum. Kato heilsutæpur. Baron Kato, forsætisráðherra í .Tapan er í þann veginu að segja af sér vegna heilsubrests. t>ó hann sé ekki talin hættulega veikur, er full- yrt að hann sé ekki fær um að gegna forsætisráðherra embættinu lengur. Hann var á Washington ráðstefnunni og kom þar ágætlega frain og hefir nú fengið þjóð sina til að samþykkja samninga þá er þar voru gerðir. . .. * ■ u A. Henry Ford segir: í staðinn fyrir gamla kosninga- framferðið ætti að koma nýtt fyr- irkomulag, sem í því væri fólgið, að menn biður hver í kapp við annan í staffið, sem þeir ætla að leysa af hendl fyrir þjóðina. Komi repu blikar og segi þjóði.nni frá því, sem þeir eru reiðubúnir að gera, og gefi verðbréf, sem skuldbindingar fyrir að verkið verði gert eins og um er samið. Demokratar og hver annar flokkur sem er, ætti einnig að gera þetta. Árangurinn skyldum við sjá, að yrði drjúgum betri, með þessum hætti af stjórnar%starfinu, en oft vill verða. Ræðuhöldin og flaggsýningarnar f kosningum koma stjórnar-framkvæmdunuin lítið við, eftir að ræðumennirnir hafa snúið sér frá fólkinu og hafa lokað munn- inum og hætt að veifa fánanum. En þetta fyrirkomulag myndi knýja stjórnmálamennina til að kynna sér þarfir landsins, einmitt það sein þeir eru oftast grátlega fáfróðir um. Kosningar eru til þess, að viss störf iséu framkvæmd á á- kveðnum tfma.Hvernig þau störf eigi að vera leyst af liendi, ætti að vera skráður samningur um og tryggingar-fé lagt við ef út af kynni að bregða. Þá greiðum við fyrst atkvæði með raunverulegri stefnu- skrá, en ekki með embættte-sjúkum nieðbræðrum. Esperanto. Oft befir um það verið talað, að gera eitthvert eitt tungumál að al- heimsináli. Hefir mál það er Esp- eranto er kallað þótt líklegasta málið til þess. Fyrir nokkru var l>að lagt fyrir alþjóðafélagið, hvort ekki væri heppilegt, að það væri nú þegar gert alheimsmál og byrj- að væri með því að tala það á al- þjóðafundum og rita alla samn- inga par á því. Félagið setti nefnd í málið og er úrskurður liennar sá, að enda þótt æskilegt sé að hafa eitt alheimsmál, sé of mörg van- kvæði á því sem stendur að gera Esperanto, eða nokkurt annað mál að alhelinsmáli. Eftirlaun. Mrs. Warren G. Harding, ekkju forsetans nýlátna í Bandaríkun- um, er mælt að þingið muni veita $5000 lífstíðareftirlaun á ári. Giftingar-viðbúnaður. Sagt er að verið sé að undirbúa giftingu Paul prins f )Serbíu og Olgu prinsessu. elztu dóttur prina Nieolas á Grikklandi. / Með málstað Breta Mikla athygli hefir það vakið, að eitt af aóalblöðuin katólskra manna í Belgíu hefir eindregið mótmælt aðförum Frakka og Belga í Ruhrhéraðinu. Krefst blaðið þess að Belgía gangi í lið rneð Eng- landi um að hefja nýja stefnu í mál- inu. Þjóðverji hættir lífi sínu til að bjarga frönskum mönnum. Þessi fyrirsögn kemur talsvert í bága við það, sem alment er gert sér í hug uin samlindi Frakka og Þjóðverjá. En eigi að síður er hún sönn. Það er satt, að andi hefnigirn- innar er mjög ríkur milli þessara þjóða. Það er satt, að nálega alt sem þær hafast að, ber vott um ó- liuginn sem þær bera hvor til ann- arar. En saga þessi er þó fögur og eftirtektarverð undantekning frá þeirri reglu. Frakkar hafa tekið land af Þjóð- verjum austanmegin Rínárinnar. Þeir ætluðu sér það sem nokkurs konar vígi. En á ánni var engin brú, þar sem bentugast var yfir að komast og króka minst. Frakkar lögðu því brú yfir ána úr flatbotna bátum. En meðan á þeirri brúar- lagningu stóð, vlldi svo til, að tveir franskir menn, er að henni unni\ lentu í ána. Hvorugur var eyndur, en áin straumhörð þar og báðum var því dauðinn vís. En austan- megin á árbakkanum stóð gistihús og var eigandinn þýzkur. Þegar hann sér menn þessa í hættu stadda, bregst tiann við, og fer úr treyju sinni og syndir út að mönn- imum. i Og þó kraftaverki gengi næst, gat hann bjargað þeim báð- um fiá druknun og komið til lands. En óskaplegri áreynslu þurfti að belta til þeess. jafnvel þó Þjóðverj- inn væri vel syndur. Að tveim dögum liðnum kemur ^firhershöfðtngi Frakka að hitta Max Fladt, svo hét Þjóðverjinn, að máli. Þakkar hann honum björg- un mannanna ineð inörgum fögr- um orðum, og hann biður Þjóð- verjann að óska sér launa, og þau munu verða veitt honum, þvl Frakkar séu honum mjög þakklát- ir. Nú var úr vöndu að ráða. Frægð og fé beið þarna Þjóðverjans. En hann kærði sig um hvorugt sér til handa. í Ruhr héruðunum leggja Frakkar dauðahegningu við þvi, ef Þjóðverji veldur af ásettu ráði skemdum á eignum. Sjö manna eru í fangelsi fyrir þessar sakir hjé Frökkum og bíða dauða síns. Fladt svaraði herforingjanum franska, að þar sem að frökkum og yfir- mönnum þelrra væri björgun þess- ara mannslífa svo mikils virði, l>á æskti hann einskis fremur en að lífum þeirra manna, sem nú biðu dauðahegningar væri bjargað. Og svo göfugmannlega tók hinn franski herforingi ósk þessari, að hann saijði liar.a varða meira, en nokkra aðra ósk. er hann hefði get- að upphuc«að og kvaðst skildi ljá henni alt það fylgi sem hann gæii. Um úrslltin er ekki kunnugt. En þetta atriði er fagurt dæmi af þvi, bverníg að t.-ær þjóðir, sein avo að segja berast á banaspjótum, geta alt i einu orðið vicrai og mannúð- legar í garð hverrar annarar, þeg ar kærleikurinn kemst til valda i bijóstum þeirra. Frá Færeyjum. 1 blaði sjálfstæðisflokksins í Færeyjum, sem heitir Tingakross- ur, birtist nýlega mynd af venju- legri póstávfaun. Peningaupphæð- in var, eins og venja er, rituð með bókstöfum á póstávteunina. En það var gert á færeysku. Þetta hefir hneikslað svo mjög danskan póstmann þar í eyjunum, að hann hefir strykað undir nieð feitu og ritað fyrir neðan: “Skal skrives paa Dansk", þ. e. “á að rita á dönsku.” — Eins og vonlegt er eru sjálfstæðismennirnir í Færeyjum æfareiðir yfir þessari kúgun. Ritar Jóhannes kóngsbóndi Patursson í Kirkjubæ, flokksforingi sjálfstæð- ismanna, harðorða mótinælagreln gegn þessu. ------------x------------ Frá íslandi. 16. júlí. ' Hingað eru nú komin 10—12 síldveiðaskip og fjölga þau óðum. Ber vel í veiði, þvi að síldin kom óvenju snemma og virðist gangan mikil. Hofir síld vaðið hér uppi rétt fyrir framan við bryggjusporð- ana. Alls munu nú kömnar á land um 6000 tunnur. Hsestur er “Magni”, sem veitt hefir 1200 tunn- ur. — Nokkuð af hinni veiddu síld er þegar farið af stað áleiðie til útlanda á Botníu og Sirius. ' Hafíss heir nýskeð orðið vart á Skagafirði. Rak spöng upp að Kálfshamarsvík og varð * til þesa að tefja Sirius um fjórar klukku- stundir. Sem betur fór komsit skip- ið þó um síðir heilu og höldnu út úr ísnum, og er nú komið til Ak- ureyrar. l «4; Rr I r i --4- -«»-■ , 'S’.VJTsJi Mikll laxveiði hefir verið f ölfusá undanfarna daga. Stærsti lax. 9em þar hefir veiðst í sumar, vóg 3.3 pund. Hann veiddist fyrir Hellfe- landi. jj, Hörmulegt slys varð við Elliða- vatn f gær, er þar druknaði þriggja ára gamall drengur, yngsta barn hjónanna frú önnu og Brynjúlft* Björnssonar tannlæknte, eem nú er á heimleið frá Danmörku. Hann var ásamt bróður sínutn 12 ára gömltim, á leið frá sumarbústað foreldra sinna þar efra til næsta bæjar, að sækja mjólk, og lá leið þeirra yfir brú á Hólmsá, sem fell- ur í Elliðavatn. En girt hafði ver- ið fyrir brúna, til þees að vama vögnum yfir hana, því að hún var nýbiluð og var eldri bróðirinn að losa svo um, að hann kæmist í gegnuin girðinguna, en á meðan datt litli drengurinn gegn um gat á brúnni; en áin er þar djúp og nokkuð breið. Móðir drengsin® kom tiil hjálpar örstuttn síðar, og hætti lffi sínu til að bjarga barninu en aðstaðan svo örðug, að það varð árangurslaust, og var henni bjarg- að á bóti, en lfk drengsins náðist litlu síðar. Hann hét Sverrir og var einkar fagurt bam og efnilegt. Blaðamenn, erlendir, hafa verið hér undanfarið, til þess að kynnast felenzkum högum. Með síðustu ferð 'Sirius komu fjórir, tveir frá Ameríku, nfl. Miss Maurine RoW> frá Christian Science Publishing Co. í Baston og Miss Knowlton frá blaðinu New York Herald. Fóru þær báðar áfram með Sirius. Með sama skipi voru tveir sænskir blað- ritarar, frú Garm-Fex frá Stock holms Dagblad of frk. E. Björklund fró Dagens Nyheter í StokkhólmL Dvöldu þær hér eina viku og ferð- uðust austur í Fljótshlíð og upp í Borgarfjörð. Með skemttekipinu sem hingað kom frá New York, var blaðaeigandinn og ritejórinn, Mr. Washburn. Er hann útgefandi 11 blaða í Boston og nágrenni. Og þessa dagana dvelur hér danskur blaðamaður frá “Nation- altidende” Knud Holmboe. Hefir hann dvalið í írlandi undanfarnar vikur og ratað þar í ýms ævintýri. Hjefir hann jafnvel í hyggju að halda hér fyrirlestur um Irland og skýra frá áistandinu þar og verður þangað eflaust inargan fróðleik að sækja. ------------x—2— ---:--- \ t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.