Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.08.1923, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 22. AGOST, 1923. HETMSKRINCl. A 7. BLAÐSffiA. The Dominion Bank ■MNl NmE DAHI AVM. M IHBKBHOOKB IV. Höfuðstóll, uppb......9 9,000 000 VarasjóOur ............9 7,700,000 Allar eignir, yfir ..9120,000,000 Sérvtakt athyglí veitt viðaklft- tZHH kaupmanna Of WHfaUBBW' Spnrisjóðsdeildin. Vextir af lnnstæðufé greiddir Jafn háir og annarsstaOacr TlO- gengst PHONB A Hll. P. B. TUCKER, Ráðsmaður -----------------------------— Vígsla sér Fr .A. Friðr. (Framliald frá 3. síSu) eöfnuðurinn ræður til sín, gefur hann fyrir fram afdráttarlaust frelsi til þess að halda fram sínum skoðunum, og fer ekki fram á það, að sérskoðanir únítara komi að neinu leyti til greina i kenningum hans. Er nokkuð ijótt eða ókristilegt að gera bandalag við slíkan söfn- uð? Allra síst ætti að líta svo á frá sjónarmiði biskups vors. Ekki ein- göngu vegna þess, sem þegar hef- ir sagt — og ætti það samt að vera nægilegt. Hvernig er sii kirkja, sem dr. Jón Helgason er yfir settur, þjóðkirkja Islands? Lokar hvin Únitara úti Eg veit ekki til þess, að nokkur Bnaður haldi því fram að hún hafi vald til þess. Og það er áreiðnn- legt að hún gerir ]>að ekki. Vitanlega eru skiftar skoðani: um það, hvað flytja megi í prédík- unarstólum kirkjunnar. Sumir vilja treysta sem best kenninga- höndin. I>eir menn ihunu vera til sem hafa talið óheiir.ilt að halda frain guðfræðiskoðunum bískups- ins sjálfs í guðþjónu.stum íslenzkr ar þjóðkirkju. En þeir menn liafa pngu fengið ráðið. Tveir af helstu lærdómsmönnum þjóðkirkjunnar, biskupinn sjálfur og Haraldur pr^- fessor Níelsson, liafa tvimæialaust neitað þvf á prenti, að trúarjátn- ingar eigi að vera nokurt band á kennináiarfrelsi . prestanna. Mér skilst svo, sem öll guðfræðideildin sé þeim sammála. Dr. Jón Helga- son hefir verið gerður biskup, án þess að aftui-kalla nokkurit staf af sínum fyrri staðhæfingum. Og prestaheitið er svo rúmt, sem frain- ast verður á kosið. Svo að það er feer.sýnilegt, að þeir sem valdið hat'a haft í þjóðkirkju íslands, iiat'a verið að girða fyrir útilokunar-til- , hneigingarnar, jafnvel að því c> kemur til prestanna sjálfra. En þegar biskup var beðin að vígja séra Priðrik A. Friðriksson, var jafnvel ekki um neinn kenn- inga-ágreining að tefla, eins og eg hefi þegar sýnt, heldur eingöngu um þa'ð, hvort söfnuðir þeir, sem befðu ráðið pres'tsefnið, inættu gera bandalag við söfnuð, sem svq var skipaður, að nokkurir af safn- aðarmönnum, leikmennirnir, höfðu tlnftaraskoðartir. Engin maður heldur því fram, að leikmenn f þjóðkirkju Islands megi ekkí hafa únítaaskoðanir. Þeir geta verið heiðnir. Þeir eru í kirkj unni samt, ef þeir ganga ekki úr henni. Þeir iia/a þar óskoraðan atkvæðisrétt um öll .safnaðarmái, eru kjörgengir í safnaðarstjórn o. s. frv. Enginn vafi getur á því leikið, að J>ó að það væri alkunnugt um söfnuð héi' á landi, sem ekki hefði trngt sig úr þjóðkirkjunni, að hann hefði allur Únftara-skoðanir, þá mundi biskup orðalaust vígja prest til hans. Ef engin prestkosning hefði farið ]>ar fram, eða prestkosn- ing ekki orðið Jögmæt, þá mundi þeiin söfnuði vera skipaður prest- ur, ef hann fengist nokkur. Það væri blátt áfram skylda. Hvernig verður þá þessi strang- leikur f garð Vestur-islendinga réttlættur frá íslenzku þjóðkirkju ejónarmiði? Hvers vegna vill fs- lenzkur þjóðkirkjmbiskup leggja á Vestur-íslendinga andlega fjötra seiH ekki eru til í hans eigin kirkju? Mér og mörgum öðrum er þetta ó- ekiljknlegt. Og eg leyfi mér að mælast til þess að fá eitthvert svar. Nú kann biskupi að finnast, að mér komi þetta ekkert við Eg get ekki verið á þvf máli. Okkur keinur öllum við, hvað yf- irvöld okkar, veraldleg og andleg, gjöra í embættisnafni. — Ekkert sfður hvað æðsti maður kirkjunnar gjörir en forsætisráðherrann. Og það er nú svona um fslenzku þjóðkirkjuna, að hún stendur á- reiðanlega veikum fótum hjá þjóð- inni. Þeir eru orðnir æði margir sem finst áhrif hennar veva svo lít- il, að vefasamt sé, hvort hún eigi nokkurn verulegan tilverurétt. En svo eru aðrir — og í þeirra hóp er eg — sem hafa unnað henni, af þvf að þeim hefir skilist, að hún vilji vera fr'jálslynd, ef til vill frjálslyndasta kirkja í heimi. Hagi yfirmenn hennar sér svo, að frjáls- lyndið hverfi — þá fer nú að sneyð- ast um yfirburðina. Mér finst kenna allt annað en frjálslyndis f þeirri neitun biskups, sem séra Eriðrik A. Eriðriksson skýrir frá. En ef til vill kann bisk- up að geta réttiætt hana með ein- hverjum rökum, sem eg hefi ekki komið auga á. Eyrir því vænti eg svars. Bessastöðum, 19. júní 1923. Einar H. Kvaran. — Morgunblaðið. ----------xx---------- Grein hr. Einars H. Kvaran. Mighálffurðar á grein hr. Einars Kvaran. Hann hefir auðsjáanlega langað til að senda gömlum vini kveðju sína á prenti. Því að það sem lvann spyr um er hlutur sem liver maður með hans greind og gáf um getur sagt sér sjálfur. Þó skal eg verða við tilmælum ivans uni svar við grein hans. Það er hverju orði sannara að eg var í fyrstu tregur til að vígja séra Friðrik A. Friðriksson. Ekki af því, að eg hefi neitt að athuga við manninn sjálfan. Þótt hann aldrei liafi verið lærisveinn minn (eins og hr. Einar Kvaran gefur svo fast- lega í skyn) þekti eg h.ann vel og gat ekki liaft og hafði ekki heldur eftir þeirri ]>ekkingu minni á hon- um, neitt á móti þvf að veita hon- um vfgslu. En þótt eg telji mér siðferðilega skylt að verða við beiðni safnaða, sem standa á evangelisk. lúterskum söfnuði þótt ekki heyri kirkjunni til, urn vígslu handa prestefnum, sem ráð- ast til þeirra, þá finn eg ekki neina slíka skyldu hvíla á mér gagnvart söftiuðum, sem ekki standa á þeim grundvelli. Nú hafði mér tjáð sikil- orður maður, .að söfnuður sá, er í hlut átti, hefði gert bandalag við Únítara, en af því hlaut eg að á- lykta, að hann sem söfnuður væri orðinn stefnu Únftara fylgjandi og hefði þá um leið Mfirgefið hinn evang. lútei'ska trúargrundvöll. En væri svo komið áleit eg mér hvorki skylt né heldur rétt af méj' að vígja þeim prestefni. Því að eg álft ekki, fremur en Únítarar sjálfir, að Únítara-söfnuðir standi á evan- gelisk-lúterskum trúargrundvelli Eg Tildi því vita vissu mfna áður en eg veitti vígsluna. Yissuna fekk eg með skýlaiiisri yfiriýlsingu frá forseta safnaðarins, er neitar öllu sambandi umrædds safnaðar við Úinítara og telur hann vera í fuliri samhljóðan við evangelisk-lútersku kirkjuna á fslándi. Að fenginni þeirri yfirlýsingu vígði eg svo hinn rnga mann með Ijúfu geði. Hið sama mun eg gera hér eftir ef sams- konar beiðni kæmi til mín frá ein hverjum öðrum söfnuðum, sem játa sig vera evangelisk-lúterska. Jón Helgason. ----------XXX---------- A evang. lúterskum grundvelli. Eg hefi átjt svo annríkt tvær síð- ustu vikurnar, að eg hefi ekki get að þakkað biskupi fyrir svar lians til mín í Morgunbl. 23. júní s. 1. og góðvildarorð í minn garð. Eg geri það hér með. En því miður hefir ekki svai' bisk- ups aukið skilning minn á því at riði, sem eg spurðist fyrir um. — Eg hafði lýst þvi, hvo þjóðkirkja vor er rúmgóð og frjálslynd. Sú lýsing hefir ekki að neinu leýtijj verið leiðrétt né véfengd af biskupi. Eg spurði, hvers vegna fslenzkur þjóðkirkju-biekup vildi leggja á Yestur íslendinga andlega fjötra, sem ekki séu til f hans eigin kirkju. Yið þvf fæ eg ekki annað svar en það, að biskup telji sér ekki skylt að vígja presta til annara safnaða en þeirra, sem standi á evang. lúterskunl grundvelli. Af ýmsum ástæðum er þetta svar mér vonbrigði og jafnvel litt skilj- anlegt. f fyrsta lagi furðar mig á því, að skoðanir væntanlegra tilheyr- enda eigi að ráða virsltum um vígslu prestsefnis. Mér hefir skil- ist svo, sem venja sé f kirkjunni, að það sé trú prestsefnisins sjálfs, sem eftir er fario, en ekki trúar- hugmyndir þeirra, sem á hann kunna að hlýða — að það sé boð- skapurinn, sein prestsefnið ætlar að flytja, er biskupar kirkjunnar taka einkum til greina, en ekki þeir dómar, sem á boðskapinn kunna að vera lagðir. Eg get ekki betur séð en að þetta sé svo gömul venja í kristninni, að Páll postuli mundi aldrei hafa fengið ]>á vfgslu, sem frá er skýrt f 13. kap. Postulasög- unnar, ef skoðanir væntanlegra til- heyrenda hans hefðu eingöngu ver- ið hafðar fyrir augum. í öðm lagi furðar mig á þvf, að dr. Jón Helgason skuli leggja svo mikla áherslu á “hinn evang. lút- erska grundvöll,” að hann vilji ekki vfgja prestsefni, ef einhverjum er þægð í ]>ví, sem hann telur komna út af þeim grundvelli. Það er ekk- ert leyndarmál, að sumum hefir fundist hann vera kominn út af honum sjálfur. Eg segi ]>að ekki til þess að brigsla honum. Mér hefir aldrei komið slíkt til hugar. Eg S'kíl lúterska kirkju svo, sem grundvöllur hennar sé svo rúmgóð- ur, að dr. .1. H. hafi aldrei út af hoiuim farið — ekki fremur en pró- fessor Harnaeli og aðrir þýskir lærdómsinenn, höfundar lveirra biblfuskýringarita, sem notuð eru við kenslu í guðfræðideild háskóla vors. En ]>að er vitanlegt, að af- staða biskups til trúarjátninganna og sumra trúarlærdóma kirkjunnar liefir valdið því, að þröngsýnir menn hafa viljað neita því, að hann sé evang. lúterskur maður. Þar sem nú grundvöllur evangiel. lúterskrar kirkju er svo mikið þrætuefni, sem hann er, hafði eg ekki búist við því, að svo víðsýnn maður, sem dr. J. H. hefir sýnt sig 'vera, mundi leggja svo mikla ás herslu á hann. Eg hafði búist við því, að honurn^mundi vera rfkari í huga grundvöllur kristninnar, eins og hann hefir sjálfur litið á hann, en grundvöllur lúterskunn- ar. Einn af vorum fegurstu sálm- um byrjar á orðunum: ‘,‘Eg er krist- inn”. Hugsum oss að unt væri bragarháttarins vegna að byrja hann í staðinn með orðunum: “Eg er lúterskur”. Mér finst, að ljóm- inn af þeim sálrai mundi þá fara að dosfna. Eg hafði búist við því, að hjá öðrum eins manni og biskupi vorum væri við prestvfgslu höfð hliðsjón á efling guðsríkis en hin- um evang. lútereka grundvelli. 1 þriðja lagi furðar mig á því, að biskup skuli telja þá menn komna út af grundvelli evang. lút. kirkju, sem vilja gera eitthvert bandalag við Úfnítai-a. Eg hefi. sýnt það f grein minni í Mbl. 22. júnf s. 1., að þetta er einmitt það, sem íslenzkir þjóðkirkjumenn gera, og eg tek það aftur fram, að þeim ^skilningi mínum he/ir biskup ekki mótmælt. Eg get ekki heldur hugsað mér, að hann telji vin okkar beggja, séra Friðrik J. Bergmann, hafa verið kominn út af þeim grundvelli. En það var séra Friðrik, sem fyrstur stofnaði til þess bandalags við Únítara, sem hér er um að ræða. Annars get eg ekki bundist þess að láta þess getið, í þessu sam- bandi, að fmugustur bjskups á þeim löndum vorum í Vesturheimi sem telja sig únítara, hlýtur að stafia af misskilningi. — v Eg hygg, að eg tali um það mál af nokkurum kunnugleik. Þröng- sýnir menn, eins og þeir, sem hafa átt örðugt með að þola dr. J. H. í þjóðkirkju íslands, hneykslast að sjálfsögðu á þessum Únítörmu Hann mundi tæpast gera það, ef hann væri nógu kunnugur. Þessir 'nn eru alveg jafnvel kristnir og þjóðkirkjumenn hér heima. Ef laristindómurinn hefði upphaflega verið boðaður þeim þar vestra af jafnmiklu vfðsýni, jafnmiklu frjáls- lyndi og jafnmiklum lærdómi og komið hefir fram hjá guðfræði- deild vorri, ekki sfður hjá dr. J. H. en öðrum kennurum ]>ar, er víst óhætt að fullyrða, að þeir landar vorir hefðu aldrei tekið sig út úr hópi annara kristinna fslendinga þar, Það hafa þeir Ifka sýnt með þvf, að sækjast eftir kennimönn- um frá háskóla vorum. En btskup veit það jafnvel og aðrir, að haldið var að þeim allfa/t ýmsum kenn- ingum, sem hvorki ]>eir né hann sjálfur hafa getað aðhylst. And- lega loftslaginu var þann veg hátt- að, að þessum mönnum fanst ekki þeir geta átt ]>ar heima. Mig grunar, að dr. J. H. hefði lfka átt örðugt með að sætta sig við það, með ]>eim skoðunum, sem hann hefir uppi látið. Séra Friðrik J. Be.rgmann gat það ekki, þegar fram f sótti> Mér finst, að frjáls- lyndir íuenn hér lieima eigi að sýna þessum mönnum bróðurhug, og að það geti ekki verið rétt að láta nokkurn söfnuð gjalda þess með neinum hætti, þó að liann vilji gera eitthvert bandalag við þá. Mér þykir fyrir því, að mér finst eg geta lesið það milli lfnanna f svari biskups, að hann haldi, að eg hafi skrifað grein mína (í Mbl. 22. júní) af einhverri þrætugirni, af löngun ‘til að senda gömium vini kveðju mína á prenti”, alveg að til-< efnislausu. Því fer mjög fjarri, að mig fýsi að vera í neinum stælum við hann, eða segja nokkurt orð, sem honum geti komið óþægilega, Fyrir langvinna góðvild hans og Aimra nánustu vandamanna hans í minn garð, hefi eg ávalt boi-ið vinarhug til hans, og eg vona að svo verði það Sein eftir er æfinn- ar. Og hann hefir veitt svo þung- um straumum af frjálslyndis-hugs- unum inn f kirkju íslandk, að eftir þvf sem eg lít á, verður þakkar- skuldin fyrir það seint goldin. Mér finst ]>að, sem eg vakti máls á, skifta miklu máli, og mér finst ]>að enn. Þeir inenn eru til hér á landi, sem láta sig trviar og kirkju- mál miklu varða, en mér finst til- igangslaust fy.rir mig að eiga orða- stað við um þaiVefni. Dr. J. H. er ekki einn þeirra manna. Aldrei finst raér örvænt um það, að við getum orðið að einhverju tölu- verðu leyti sammála, ef við getum skilið hvor annan. Eg hygg, að frjálslyndið í trúar- og kirkjumól- um sé óupprætanlegt í hugum okk ar beggja. Þessvegna sneri eg mér til hans með fyrirspurn mína. Og ekki er þvf að neita, heldur er rétt að kannast við það afdrátt- arlaust, að þeirri bliku á lofti hefir brugðið fyrir á síðustu árum, sem leggur þá skyldu á herðar frjáls- lyndum mönnum, er unna kirkju þessa lands, að vera á verði, þegar þeir koma arnga á eitthvað það, sem þeim líst ekki á. Eg gæti til- fært hitt og annað. En ískyggileg- ast finst mér það dálæti á dönsku kirkjunni, sem haldið hefir verið að oss á síðustu árum. Eg geri mér enga von um, að kirkjuleg áhrif frá Danmörku verði fsl. ]>jóðkirkju til neinnar blessunar, miklu líklegra að þau gæti riðið henni að fullu — enda minnist eg þess. ekki, að afskifti Dana af kirkjumálum vor- um síðustu árin hafi verið líkleg til þess að koma neinu góðu til vegar. Hjá mörgum hafa þau Vak- ið óhug. Að ioKum skal eg benda á það, þó það skifti mjög litlu máli, að biskup hlýtur að hafa lasið grein mína í flýti. Hann segir að eg gefi fastlega í skyn, að séra Friðrik A. Friðriksson sé lærisveinn hans. Eg hefi hvergi gefið það í skyp, hvorki fastlega né lauslega. Bessastöðum 10. júlf 1923. Einar H. Kvaran. ------------x------------- Frá Islandi. 6. júlí. Fjörutíuára stúdentaafmæli. 1 dag, eiga þessir memi fjörutíuára stúdentaafmæli: Bjarni Þorsteins- son prestur á Siglufirði>- Gísli Bryn- jólfsson læknir í Kaupmannahöfn, Guðmundur Magnússon próf. Klemens Jónsson ráðherra, Matt- hías Eggertsson Grímseyjarprest- I jUr, ólafur ólafsson prófastur, síð- ast prestur í Hjarðarholti í Dölum, Pálmi Þóroddsson prestur í Hofsós Sigurður Briem aðalpóstmeistari, Sigurður H. Kvaran héraðslæknir á Eskifirði og Dr. Valtýr Guðmunds- son prófessor. Þessir eru dánir: Brynjólfur Kúld cand. phil., Guðmundur B. Scheving héraðslæknir í Hólmavík og Oddur Jónsson héraðslæknir á Miðhúsum. Þorsteinn skáld Er- lingssón átti og að útskrifast um leið, en gat það ekki vegna sjúfev dóms. Hann tók prófið í septem- bermánuði næst á eftir. Askorun um framboð. Frá Akur- eyri var símað í gær, að Björn Líndal hefði fengið áskorun IVá á fjórða hundrað kjósenda á Akur- eyri, að bjóða sig fram til þings. Til kaupenda Heimskringlu. Hér á eftir fer skrá yfir nöfn þeirra, sem góÖfúslega hafa Iofa'5 Heimskringlu að vera uiriboðsmenn hennar, í hinum ýmsu bygðum íslendinga. Þegar skrá sú hefir verið birt undanfarið, hefir fjöldi bf vinum blaðsins brugðist við að borga þeim áskriftargjöld sín,' of er blaðið þeim -vekinnurum sínum mjög Iþakklátt fyrir það. Ef að þeir, sem nú skulda blaðinu, hé'ldu uppi þeim góða, gamla vana, og lyndu umboðsmann blaðsins í sinni bygð að máli, um leið og þeir sjá hver hann er, væri það sá mesti greiði, sem þeir gætu gert blaðinu. Sumarmánuðurnir eru fjárhagslega erfiðir fyrir blöðin, og vér erum sannfærðir um, að ef kaupendurnir þektu al'la þá erfiðleika, mundu þeir ekki draga blaðið á andvirði s:nu. Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 Canada: Árborg..................... .....G. 0. Einarsson Árnes ..........................F. Finnbogason. Antler.............................Magnús Tait Baldur ..................i.....Sigtr. Sigvaldason Beckville....................... Björn Þórðarson Bifröst.......................Eiríkur Jóhannsson Bredenbury ................Hjálmar 0. Loftsson Brown......................Thorsteinn J. Gíslason Churchbridge.................. Magnús Hinrrksson Cypress River .......‘............ Páll Anderson Elfros..................... J. H. Goodmundson Framnes ...................... Guðm. Magnússon Foam Lake....................... John Janusson Gimíli ....................... B. B. Olson Glenboro ......................... G. J. Oleson Geysir ...................... Eiríkur Jóhannsson \ Hecla .... ,.................. Jóhannes Johnson Hnausa .... +................... F. Finnbogason Howardville ................Thorv. Thorarinsson Húsavík ........................John Kernested Icelandic River .............Sveinn Thorvaldson og Thorvaldur Thorarinson Isafold .......................... Ámi Jónsson Innisfai'l .. ................ Jónas J. Húnfjörð . Kandahar ......................... A. Helgason Kristnes .......................... J. Janusson Leslie ............................ J. Janussoni Langrulh ................. Ölafur Thorleifsson Liilesve ........................ Philip Johnson Lonley Lake.................. Ingim. Ólafsson Lundar............................. Dan. Lindal Mary HiB ............... .... Eiríkur Guðmundsson Mozart........................... A. A. Johnson Markerville ........... .... .... Jónas J. Húnfjörð ; * Nes ............................ Páfl E. Isfeld Oak View .... .............. Sigurður Sigfússon Otto .... ....................... Philip Johnson " Piney ........x..................S. S. Anderson Red Deer ...^................. Jónas J. Húufjörð ReykjaVík .......................Ingim. Ólafsson v ■; Swan River ..................... Halldór Egilsson ' Stony Hill ..........,............Philip Johnson ^ Sefkixk...........B. Thorsteinsson og Jón Eh'asson -->4; /] Siglunes..........................Guðm. Jónsson ■: ” Steep Rock ........................... Fred Snidal - v ‘ Thornnil ............. ..... Thorst. J. Gíslason Víðir .............' .... ....... Jón Sigurðsson t- Winnipegosis .... ................ August Johnson Winnipeg Beadh ................. John Kernested > ] i Wynyard ...................... Gúðh Kristjánsson 5r Vogar ................ ,........ Guðm. Jónsson i;; Vancouver............. Mrs. Valgerður Josephson I Bandaríkjunum. >V , Blaine....................Mrs. M. J. Benedictson Bantry ........................ Sigurður Jónsson Ediniburg.......................S. M. Breiðfjörð Garðar ........................ S. M. Breiðfjörð Grafton .......................... Elis Austmann ■‘•vj Hállson ........................Árni Magnússon Ivanhoe ........................ G. A. Dalmann Los Angeles ................ G. J. Goodmundson ” Milton ...................... Gunnar Kristjánsson Mountain ‘ ; Minneota ...................... G. A. Dalmann Minneapohs ........................ H. Láhisson Pembina .................... Þorbjörn Björnsson Point Roberts ..............Sigurður Thordarson Spanish Fork ................. Einar H. Johnson Seattle....................Mrs. Jakobína Johnson Svold............................ Björn Sveinsson Upham ......................... Sigurður Jónsson ' / Heimskringla News & Publishing Co. 'Winnipeg, Manitoba. > P. 0. Bor 3171 853 Sargent Avo.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.