Heimskringla - 29.08.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.08.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. ÁGÚST 1923, Kverið. — í i ■ VII. Nl. 1 greium þeim, sem eg hefi rit- að um þetta efni, hefi eg sýnt fram á, að Kverið er bygt é hiani heimspekilegu trúfræði fyrri al«la. Kristindóms guðspjallanna gætir þar minna. Víðast hvar sem eg hefi nefnt “Kverið”, hefði métt eetja hina ‘‘gömlu trúfræði” í stað þess. Á það hefi eg ráðist, að hin gamla miðaldatrúfræði, sem allir hugsandi menn eru nú horfnir frá, fcitur enn f öndvegi krjstindóms- fræðslu barna. Eg hefi lagt til grundvallai- Kver Heiga Háflfdán- arsonar lektors, en eins og eg sagði í upphafi, þá er það ekki gert hon- um til minkunar. Hann hefir að ▼ísu samið Kverið, en ekki það trúfræðikerfi, sem það byggist á Kver hans er að efni til líkt eldri kenslubókmn af sömu tegund, og eru þær allar lítið annað en stutt- ur útdráttur úr trúfræðikeifum samtíðarinanr. Á þá trúfræði hefi eg ráðist, eða réttara sagt á það. að sú trúfræði skuli enn sitja við háborðið í bamaskólunum. Ef greinar mínar hafa beinst gegn nokkurum, þá er það gegn þeim, sem eiga sök á því, að Kverakensl- an er enn við líði. Það er þvi ó- þarft að reiðfast mér fyrir hönd Helga lektors. Þeir sem svo eru sinnaðir geta reiðst í'yrir sína eig- in hönd. Það er drengilegast að taka sjálfir á móti skeytunum án þess að skjóta minningu látins manns eins og skildi fyrir sig, eink um þar sem minningu Heiga iek- tors er að því enginn frami að kverkenslan fái að lifa við þau kjör, sem hún hefir átt við að búa síðustu áratugina. Hinu gæti eg betur trúað að það sé að vinna í anda hans að flýta fyrir því að kverið sé lagt á hilluna. Ef hann hefði iifað, þá hefðu greinar þess- ar aldrei til komið. Hann hefði sjálfur verið fyrir löngu búinn að ryðja því úr vegi bamafræðslunn- ar, þótt ýmsir vilji nú afsaka þóf sitt með virðingu sinni fyrir hin- um mæta manni. Þófið og tregð- an hafa aldrei kveinkað sér við að fórnfæra börnunum á altari for- feðradýrkunarinanr. En hverfum frá trúfræðinni. Jafn- rel þó trúfræði Kversins sé látin liggja milli hluta, þá eru kenslu- aðferðir þess svo bágbornar, að gamlir og nýir geta sameinast gegn því þeirra einna vegna. Alkunn eru orð séra Jóns heitins Bjarnasonar um kverkensluna: “Með þeirri ó- skaplegu kensluaðferð hefir kirkj- unni — vorri kirkju sér á pa.i ti - tekist að fæla stóran hluta ai- mennings frá kristindóminum. Vit leysa þeirrar erfikensluaðferðar skilst einna best við að hugsa ?ér þann ómöguleika, að Jesús Krist- ur eða postularnir væru að kenna mönnum íKverið, blýða mönnum yfir það, eins og íslenzkir prestar hafa iengst af gert”. Slík eru um- mæii séra Jóns Bjarnasonar um kverkensluna og mun honum pó aldrei verða brugðið um kristm- úómshatur, jafnvel af þeim, ?em tamast er að sletta slfkum ásökun- um í kring um sig. Allra man.ia best hefir þó séra Magnús Helga- son ritað um þessa hlið kverkensl- i.nnar í Nýju kirkjublaði, Uppeld- isroálum sínum og víðar, og mun og því ekki orðlengja um það efni. “Það er kunnugt”, segir hann I Uppeldismálum, “og er ekki til á- mælis sagt, að “kirkjan setur í síðustu lög sverðið að fornum rót- um”, en við þesa kensluaðferð liggur henni að losa sig bæði barn anna vegna og sjálfrar sín. Það kann ekki góðri lukku að stýra að pigla lengur með það “lík í lest- inni”. Er dómur sér M. H. þung- ur á metunum, því það er al- kunugt, að hann er hvorutveggja í senn, einhver hinn ágætasti kcnn- ari og klerkur, sem nú er uppi með þjóð vorri. Það er og orðið mjög augijóst, að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill breyta til um kristindóms- Iræðsluna í skóiunum. Á presta stefnu 1911 var samþykt svolát- andi tillaga: “Synodus álítur að við kristindómsfræðslu i barna- skóium eigi einkum að kenna ítar- lega biblíuscigur, svo og trúarjátn inguna og |sálma”. Kvennaþtngið er haldið var hér í Reykjavík f vor lét í ljósi þá eindregnu ósk, að kristindómsfræðsia í bamaskólum væri bygð á útdrætti úr Diblíunni, stuttu ágripi af sögu kristninnar, Passíusálmum og sálmabók, en Kverin, sem hingað til hafi verið r.otuð, verði lögð niður. Var sú samþykt eftirtektarY’erð og k.onun- um til mikils sóma. Eftii hverju er að bíða, þegar konurnar, sem ekki Y’erður brugðið um kulda né kæruleysi i trúarefnum, óska breyt mgarinnar? Ennfremur samþykti kennaraþingið nú í annað sinni ósk um að trúfræðikensla verði feld niður í barnaskólum. Á það skal bent, að í samþyktum þessum cr ekkert minst á fermingarundir- búning presta. Munu fiestir sam mála um þá verkaskifting milli kennara og prests; er séra M. H. lýsir svo: “að kennararnir kenni börnunum söguefnið og geri þeim það svo hjartfóigið, sem þein; er unt, en presturinn bæti svo ofan ð þann sögulega grundY'öll trúar- lærdómum og siðgæðis, og sé það alveg frjálst, hvort þeir nota við þá fræðslu Kver, biblfuna eða er.ga bók.” En geta skal eg þess, að vilji prestarnir framvegis fá ferming- arbörnum sínum trúfræðirit í hendur, þá verða þeir að vir.na bráðan bug að því að gera sér nýtt Kver. Það sætir mestum undram hversu langlíft núgildandi Kver hefir orðið. Um iangt skeið hefir bæði kennurum og kierkum verið það Ijóst, hvílík vandræðabók það hefir verið. Einn hefir felt burtu þriðjung, annar helming og allir hafa reynt að smjúga og umsnúa. Ástandið hefir verið líkt og hjá rómversku fórnarprestunum, sem voru orðnir svo vantrúaðir á lielgi- siðina, að þeir kýmdu hver að öðr- mn er þeir mættust við þjónustu í musterunum. En vaninn, hinn voldugi drottinn mannanna, hefir haldið verndarhendi sinni yfir Kverinu. Til hægri handar vanan- um hefir tregðan setið. Hana kalla roenn sér til afsökunar gætni. En iil vinstri handar situr hið undar- lega trausts sumra manna á gagn- sem gamalla ósanninda. Þeir eru hræddir um að kristninni sé hætca búin ef hróflað er við ýmsu því, sem þeim er annars fylliiega ljóst að ekki hefir við nein sannindi að stýðjast. Þeir óttast að kirkjan hrynji, nema Kölski sé iátinn styðja hana. En fylgi þessarar þrenningar, vanans, tregðunnar og traustsins á ósannindunuin, er nú að þrotum komið. Læt eg svo skil- ið við þetta mál að sinni f því trausti, að ekki þurfi það ofter upp að taka. Ásgeir Ásgeirsson. — Tíminn. ---------XXX--------- Ferðaminningar* Heimavinna. Á fyrri öidum tíðkaðist það mjög, að mcnn fóru á stórum “farmaskipum” norður á Strandir, til þess að sækja rekavið, en jafn- framt voru þessi skip notuð til fiskveiða. Norður í Ófeigsfirði sá eg stærsta opna skipið sem eg hefi séð og heitir Ófeigur. Datt mér í hug að slík hefðu þau verið hin stóm skip er Þórður kakali hafði með sér af Vestfjörðum í Flóabar- daga: Rauðsíðan, Trékyllirinn Ógnarbrandurinn o. fl. Hefir Guð- mundur toóndi Pétursson flutt á ófeigi mikinn við til Húnvetninga og Skagfirðinga, meðan rekinn var mikill, en sfðari árin hefir ekki verið rekasælt. Jafnframt var skipið notað til hákarlaveiða. Það tíðkaðist og á fyrri öldum að 'Strandamenn smíðuðu Stranda- sái af 'ýmsum stærðum, sákeröld, tveggjatunnusái og ýms cnnur á- höid, úr rekaviðnum, og seidu vfða um land. Einokunarkaup- mönnunum dönsku var afarilla við þessa innanlandsverzlun. “Menn jmáttu ekki skiftast nauðsynjum sín á milli, enn síður eiga kaup- saman, því öll sala, hjálp eða lán hvað sem við lá, var kallað “prang” og látið varða húðstrok- um og þrælkun”, segir Jón Sigurðs- son. Ekki er það nú til baga, en samt er minna orðið um slíkar smíðar og er erfitt að keppa við verk- smiðjuiðnaðinn útlenda, og reka- viðurinn er seinunninn. En annað sá eg ánægjulegt, a. m. k. í einum bæ, í Reykjarfirði. Það var kerra, smíðuð að öllu leyti heima, og önnur hafði verið seld frá bænum. Og þar var iaglegasti bátur í smíðum. Samgönguerfiðleikarni*' hafa það gott í för með sér, að menn læra betur að búa að sínu. Og krepputímarnir sem nú þrengja svo fast að okkur, ættu að kenna okkur að við getum ijölmargt unn- ið sjálfir sem við nú kaupum að, og hitt ekki siður, að við þurfum alls ekki margs þess með sem við kaupum dýrum dómum utan yfir poilinn. Heydalsárskólinn. í miðri Strandasýslu, 1 frjósamri bygð, þar sem aðdrættir eru hæg- ir, stendur Heydalsárskólinn. Sig- urgeir Ásgeirsson skólastjóri, sem nú býr á Óspakseyri, hafði þar nnglingaskóla í mörg ár, við ágæt- an orðstír. Ámarga Vegu var hlynt að skól- anuin. Meðal annars er þar stórt og gott bókasafn, og skólahúslð vivðist nógu stórt fyrir hæfilega stóran skóla. En þegar dýrtíðin krepti mest að, lagðist unglingaskólinn niður og er þar nú aðeins heimavistar- skóli fyrir toörn. Unglingaskólinn þarf að rfca upp aftur á Heydalsá. Aðstaðan er svo einstaklega góð til þess. 1 Borgarfirði og víðar, hafa nokkrir ungir og áhugasamir menn tekið það mál að sér. Aðstaðan þó miklu erfiðarl. Þessu eiga hinir ungu og framtakssömu menn að beitast fyrir í Strandasýslu. Þetta er ekki eínungis alment menningarmál. Unglingastraumurinn á kaupstaða skólana er hættulegur fyrir sveit- irnar. Hann er hættulegur fyrir óþroskaða unglingana lika. Ingólfsfjörður. Ingólfsfjörður skerst inn í land- ið skamt fyrir norðan Trékyllis- Y-ík. Er það alveg einstakt hve ])ar er gott til hafna, því að fjörður- inn beygist fljótt, verður því full- komið skjól fyrir hafsjðUm, og svd er þar svo aðdjúft, að ekki þarf að relsa nema mjög stuttar bryggjur til að hafskip geti iegið við þær. En fiskur er jafnan úti fyrir og ]>arna eru helstu síldar- miðin skamt undan. Er því ekki að undra þó að út- gerð hæfist við Ingólfsfjörð, þeg- ar mest gekk á með síldina. Risu þá upp sex síldarveiðistöðvar þarna, sumar reistar með mjög miklum kostnaði. Aldrei voru þær þó allar notaðar í einu. Og síðast iiðið sumar var engin notuð —- hvað sem verður í sumar. Eg reið fram hjá tveim eða þrem þessara stöðva. Umgengnin var afskapleg. Á löngu svæði var varla hælgt að koma hestunum áfram fyrir tunnutorotum, gjörðum og allskonar járn og timburskrani. Verst var það við eina stöðina. Húsið hafði verið rifið, bryggjan farin í sjóinn. Tunnuhaugarnir og skranið var út um alt. Yar mér sagt að þetta verðlausa skran stæði bankanum í mörgum tugum þúsunda króna. Mikinn auð hefir síldin flutt á land. En hvað hefir farið í súg- inn, beinlínis og óbeinlínis? Og hvar er hollustan sem þjóðfélaginu hefir stafað af því umróti öliu? Eg siæ nú botninn í þessar ferða- hugleiðingar. Vil aðeins bæta því við að náttúrufegurð er sfst minni í Strandasýslu en annaarssbaðar á landinu. Enginn gleymir, sem séð hefir, hinni hrikalegu náttúrufeg- urð sem við manní blasir, þegar farið er undir Ennishöfða, milli Kollafjarðar og Bitru. En 1 norð- urhluta sýslunnar eru fjöilin allra fegust og stórfenglegust. Vildi eg skora á málarana að fara þang- að norður og mála fjöllin, til þess að sem flestum gæfist tækifæri til að fá hugmynd um þá fegurð. Með pennanum verður henni ekki lýst, Tr. Þ. ----------XXX---------- Kveíjafrá Norðmönnum Ummæli Lars Eskelands skóla- stjóxa um kjöttollinn. I. Allir Islendingar sem komið hafa íil Noregs, hafa heyrt taiað um Lars Eskeland. Margir hafa setið á skólabekkjum hjá honum, eða hlýtt á hann halda ræðu. Lars Eskeland er skólastjóri á einum merkasta lýðháskóia Norðmanna á VosS’. Hann er atkvæðamestur allra lýðháskólamanna f Noregi. Hann er frægur ræðuskörungur. Hann er mikili Islandsvinur og pi'ýðilega að sér í fornbókmentun- um. Hinn 17. júní síðastliðinn var haldinn bændafundur f .Staíangri á vesturströnd Noregs, Lars Eske- land flutti þar ræðu og Y’ék mjög að ísiandi. Ræðan er birt í aðai- stjórnmáiablaði norsku bændanna “Nationen”, 4. og 5. þessa mánaðar. Fara bér á eftir nokkrar glefsur úr ræðunni. Danskur prófessor sagði einu sinni á fundi á Sjálandi, að Fær- eyingar væru fjörúgasti ættliður dönsku þjóðarinnar. Hann reiddist á eftir þegar eg sagði við hann að annaðhvort yrði hann að telja Fær- eyinga -sérstaka þjóð eða Norð- menn. Hann spurði hvort 20 þús. inenn gætu talist þjóð. Það væru jafnmargir og í einni götu í Kaup- mannahöfn. Eg minti hann á, að f London einni væri þrefalt fleira fólk en f Danmörku allri. En Dan- ir vildu engu að síður teljast þjóð, eins og rétt væri og sjáifsagt. Það er ekki fjöldinn sem sker úr. ís- lendingar eru næsta fáir. En eng- inn mun neita því að þeir séu sér- stök þjóð. Því það stendur ljómi af hinni miklu menningarstarf- semi þeirra frá elstu tfð og fram á þennan dag. Heimurinn væri að mun fátækari hefði þessi litla þjóð ekki verið trl. Og við Norðmenn hefðum þó einkum verið fátækari. Við hefðum verið svo miklu fátæk- ari -að það er óvíst að við hefðLiui þá náð okkur eftir hnignunartíma- bilið. Ei-n alira helsta ástæðan til að Y'ið hófum að reisa við norska ríkið eftir 1814 var sú, að minningamar vöknuðu um það, sem Noregur Y-ar einu sinni..... Betra sagnarit hefir sennilega aldrei verið skrifað en Heims- kringla Snorra. Það er saga Noregs sem þannig er skrifuð og það var íslendingur sem gerði það. Eng- inn getur sagt um hve mikið gagn sá maður hefir gert okkur. Norski konungurinn lagði hann að velii, eða bjó honum banaráð. En hann launaði okkur vel: hann tók þátt í viðreisn Noregs. Þvf má ekki gleyma m-eðan Norðmenn lifa. Við eigum að minnaast þess að Islend- ingar hafa unnið okkur svo mik- ið gagn, að við getum aldrei fullþakkað þeim. öll sambúð okk- ar við ísland á að fá svip og stjórn ast af þessum sannleika. Við oig- um að vera fyrstir til að rétta þeim hjálparhönd að svo miklu leyti sem Y'ið getum. Við eigum að Y’era fyrstir til að unn-a þeim þess heið urs sem þeim ber. Við vitum af eigin reynslu hYe sárt o'ti.-r tekur það, • * einhver hefir af okkur það sem okkur ber. íslendingar eru ekki ánægðir með okkur ao þassu leyti og ekki að ástæðulausu. Þeim finst við ganga fullnærri sér, þegar við köllum fornbókmentir þeirra okkar nafni. Og eg verð að segja, að þeir hafa á réttu að standa. Að vfeu er það svo, að bókmentirnar eru sameign okkar. En íslendingarnír eru aðal- mennirnir. Þessvegna er rangt að kalia þær gamal-norskar. Við ætt um annaðhvort að kalla þær norsk felenzkar eða ef til vill norrænar. Undir öllum kringumstæðum eig- um við að nota það nafn sem seg- jr rétt til ....... Þessa daga er fjárhagsmál á dagskrá, sem getur orðið til þess að snúa huga allra íselnzkra bænda á móti okkur, finnist þeim við ekki sýna þeim þann bróðn',hug sem þeir vænta af okkur. Það er norski tollu’iu.i á íslenzkt sauðakjöt sem um er að ræða. Bændablaðið Tím- inn” tekur hart á okkuv fyrir það V:ð eigum tvimælalausr að nema þennan toll tourt. Við eigum að gera það vegna samvinnunnar sem við þráum og vinnum að beggia megin hafs. Senniiega myndum við (g hagnast á bv? f árhagsleg;: V:ð viljum gjarnan reka fiskiveið- ar ’ið Island moð eoð 'm og haj'- Stæðnm kjörum. Það væri rangiátt ef við veittuin Islendingum ekki eitthvað í staðinn. Best væri ef við færum að fornum vana og lét- um íslendinga eiga meiri rétt i Noregi en nokkra aðra þjóð. Eg vona að þetta verð* jafnframt- þvi sem við hefjumst á öilum sviðum. Þessi tolllækun, sem þeir biðja okkur um, mun auka verzlunarvið- skiftin milli landanna, og það'ei' mjög merkilegt atriði. Við eigum að opna skólana okk- }ar fyrir íslenzkum æskumönnum eftir því sem við frekast getum. Við eigum að kynnast bókment- um Íslendinga. Því betur sem við kynnumst, því betur munu báðir finna, hversu mikill þróttur ev því samfara að náfrændur standi hlið við hiið. Órjúfandi bönd knýta saman Island, Færeyjar og Noreg. Þau verða ekki rofin til fulls. Og því hægar sem lífsstraumurinn gæti runnið þeirra í milli, því betra.” ---------XXX----------- Samföngur. Strandferðirnar. I. Ailmikill bráðabirgðarsigur er unninn í stnandferðamálunum. Nú verður brátt úti um hinn æfa- gamla og ósæmilega lestarflutn ing á fólki. í stað þess eiga Iselnd- ingar kost á að búa í að vísu mjög þröngiim en hreinlegum klefum á íei'ðalögum. Þeir meta sig meira en áður, meira en húsdýrin, sem þeir áður veltust innan um, meira cn vörusekkina meira en þorsk- hausabaggana, sem þeir áður urðu stundum að láta hrekjast fyrir. Að vísu er máli þessu ekki enn komið í það horf, að takmarkiiiu sé náð. Esjan er lítil. Meðan hún var í smíðum, álitu mangir, að híin mundi sigla að mestu tóm. Fólks- flutningsþörfin sam.svaraaði: ekki slíku flutningstæki. En reynslan sker úr á annan veg. Þi'átt fyrir tíðar ferðir Esjunnar eru öll far- þegarúm annara skipa upptekin löngu fyrirfram. Það er sjáaniegt að á þeim tíma árs, sem fólk er mest á ferð, ber Esjan ekki undan og skortir stórum á. Samt hefir tvent unnist með því, að Esjan fékst gerð þannig úr garði. í fyrsta lagi er bætt viðun- anlega úr nokkru að vaxandi fólks flutningsþörfi-nni. í öðru lagi er islendingum sýnt hvernig aðrar þjóðir búa að fólki í strandferðum. Það má því gera sér vonir um, að úr fóikaflutningsþörfinni verði bætt til fulls á þeirri leið, sem nú er verið í máli þessu og að hér cft- ir v-erði gerðar aðrar kröfur um geymslurúm og ferðahraða, þcgar fólk er flutt, heldur en þegar vör- ur eru fluttar. Nokkrum hluta þjóðarinnar geng- ur illa að sætta sig við tilhugsun um nýtt skipulag í strandferða- málinu, sem hefir óljóst og af inn- grónum vana litið á sig sem æðri tegund af mönnum, sem sjálfsagt væri að ferðuðust á I. farrými við hreinlæti, bestu þjónustubröigð og ríkulegan kost. Þeir eiga örðugt með að hugsa sér að stritandi vinnulýður eigi að geta búið við svipuð kjör. Þeim finst að fátæk- lingarnir megi þekka fyrir að fá ó- dýran farkost og ekki þrifiegri en samisvari fátækJegum klæðnaði þeirra, og að geta dregið sig í hlé úr augsýn fyrirfólksins vel klædda sem býr við þægindin og hreinlæt- ið. II. Trauðla munu verða metnar að fuliu menningarbætur þær, sem leiða af bættu skipulagi í strand- ferðunum. Annarsv-egar er menn- ingarauki þeirra, sem áður hafa búið við húsdýra eða vörusekkja- aðbúð, en verða hér eftir látni-r búa í mannahíbýlum á ferðalögum (SiðferðisJegur ábati og aukin m-annslund er önnur hlið þessa ávinnings, hin er heilbrigðisleg, því í lestunum, þar sem veikt íólk hefir velzt innanum vöruhraz’ í spítu sinni og í megnu ólofti hefir gefist jöfnum höndum andleg og líkamleg óhollusta. En menningaráhrifin ná lengra en til þessara manna. Þau ná einnig til oflátuganna, sem áður gátu naumast hugsað sér vandaðan far- kost til handa fátæklingum þjóð- arinnar. Þeir, sem áður voru óá- nægðir með það, hvemig um skip- eðist byggingarlag og tilhögun 4 forðum Esjunnar, láta sér það nú lynda hvorttveggja og láta jafnvel í Ijós ánægju sína. Þegar tekst að sigrast á aldagam alli ómenningu, geta þeir sigrar snögglega breytt hugsunarhætti' gervallrar þjóðarinnar um vi:sa hluti. Þegar Eimskipafélag ís- iands var -stofnað, var sigur unn- inn á þeirri vesældarhugsun Is- lendinga, að þeir væru ekki íærir um að eiga skip. ----------xx--------- I Tárasmitim. ——_____ t Nú gljá perlur gluggan á dynja, Hví gr-ætur þú nóttin mín sárt? Af himninum höfug tár hrynja. Háloftið skartar þó klárt. Þar spegla sig andheimar allir, Aar og dfeir og goð. Því ljómandi hásala hallir, Við heiðbláman knýa s-ín gnoð. Eg veit þaðan a-uga Guðs eygir, Alt, sem í huga mér býr. í lotninu hjartað sig hneigir, Höfginn af auga mér fiýr. Hvert hefir inig nætui'kyrð náðað- Og numið í burt með sér? Þó töfruðu tár þín mig áðan, Trautt mun eg smitast af þér. ó, brostu mér, blástjaman skæra, Blikið þitt sendu mér inn Um skjáinn — frá gullinu glæra lem gi'-eypt er -er í himininn inn. Um brautir er svífur þú beinast Brennandi grfpur miig þrá I ljósinu þínu að leynast, Og líða svo hlið þinni hjá. En húmið mig heillar að beðí, Hljótt læðist tár mér um kinn, Því blá-loftið grætur af gleði, Geislana sendir mér inn. Indo. ------------x------------ Molar. Þegar fynst var byrjað að -rækta kartöflur í Englandi, var litið 6 það sem tilraun auðmanna til að féfletta alþýðuna. Verkamanna leiðtoginn William Corbett sagði, “að það væi'i skömm að því að vera að hvetja menn til þess að leggja sér annað eins skepnufóð- ur til munns”. Árið 1725 var reynt * að koma kartöflurækt á f Skot- landi. En það var fordæmt meira að segja af stólnum í kirkjunum og voru tvær ástæður fyrir því: önn- ur var sú, að kartöflur voru ekkí nefndar í biblíunni og voru þess vegna ekki skoðaðar hæf fæða * kristnum mönnum. Hin var sú, að þær væru forboðni ávöxturinn, sem Adam gamla varð að falli. Þá

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.