Heimskringla - 05.09.1923, Side 1

Heimskringla - 05.09.1923, Side 1
Verðlana gefia fyrir Coupons og Sendi'B eftir veríllstn tll Ro/al Crewrn Soap Ltd. «64 Maln St.. Wlnniiieg. UmDUOIT t» A.1 Verolaiut gefb fyrir CRpWN Cotlpun: SOAP Og SendtlS eftlr verfHI«tn til hnv»l Crown Soap Ltd. UmbÓOT Main St„ UinnipeK. XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1923. NOMER 49 Canada. Wrangle-eyju leiðangrarnir. Skip er lagði af stað frá Morae, Alaska 3. lágúst s. 1. til l>ess, að vitja manna þeirra, er til Wrangle eyju fóru árið 1921, kom til ísome aftur s. 1. fösutlag með þá liannafregn, að allir, utan ein manneskja vœru dánir af þeim sem til eyjarinnar fóru. Þessi eina mannaskja, sem var lifandi, var Eskimóa kona, er í för- inni var. Æíafn hennar er Ada Blackjack; maður hennar dó í Nome meðan hún var í leiðangrinum. í förina var hún tekin til þess að sauma, eða gera við skinnfatnað leið- angursmanna ef bila kynni. Fyrir þessum leiðangri, sem gerður var út 1921, stóð ungur maður að nafni Allan R. Crow- ford. Hann var ungur mentamað- ur frá Toronto, aðeins 23 ára gam- all, 'sonur prófessors J. T. Crow- ford 1 Toronto. Segist Eskimóa konunni svo frá, að hann, ásamt Frederick Maurer frá Philadelphia og Miiton Galle frá Texas, hafi iagt af stað s. 1. vetur é ísi til megin- landsins (Sfberíu) og hafi ekki komið tii baka. Er talið víst að þeir hafi farist, þar ekkert hefir til þeirra frést siðan. Voru þá ekki eftir nema J. T. Knight frá 0,regon og Ada. En Knight dó 20. jiiní s. 1. úr skyrbjúg. Ferð þessi var gerð í þeim til- gangi, að gera eyjuna að cign Breta. Fólk þetta átti að hafast við á henni eitt ár eða lengur, og var vel búið að vistum til þess tíma. En í haust er leið (1922) reyndi kapteinn Joseph Bérnard að ilytja vistir til eyjarinnar á skipinu ‘Teddy Bear”, en kornst hvergi nœrri eyjunni fyrir ís. 8á er nú fór að vitja Crowford og manna hans hét Harold Noice og skip hans ‘‘Donaldson”. Gekk hon um ferðin slysalaust og greiðlega, nema hvað hann þurfti 9 daga til þess að komast 5.5 mílur vegar gegnum ís, er að eyjunni lá. Ada varð óttaslegin er hún sá menn þesisa koma. Hélt að það væru óvinir Breta frá Síberíu og féll í ómegin. En er hún raknaði við, sagði hún þeim söguna eins og hún gekk til af félögum sínuin. Lík Knights var þar í hvílupoka iians_ Keriing var húin að riða sér fiskinet úr skinn þvengjuui og ætl- aði sér að lifa af því er hún veiddi í það næsta vetur, og af dýrum var hún eitthvað búin að drepa sér til matar ljóss og hita á komandi vetri. Með Noice fóru nú 13 manns til þess að lifa á eyju þessari. Eru þeir gerðir út með vistir til tveggja ára og skotfæri til þriggja ára. Eru þeir eins og Crowfords lciðanguþ inn, gerður út af félagi því er Vií- hjálmur Stefánsson hefir myndað til þess að kanna höfin fyrir norð- an Ameríku og Asíu (Stefánsson’s Arctic Exploration and Develop ment Company). Á með þessu út- haldi á Wrangle-eyju, að stofna þar brezka nýlendu, eða að koma á fót varanlegri bygð þar. Chas Wells frá Nome, er eini hvfti mað- urinn sem nú sest þarna að hinir eru Eskimóar frá Nome. Seldi hluti í Home bankanum. H. J. Daly forseti Home baukans í Canada, seldi hluti er hann átti í bankanum svo að nam $90,000, frá því í janúar í vetur, þar til í mal í vor er leið. Sá er keypti hlut- ina hét A. J. Pattinson (yngri) etjómandi peninga-miðils stotnun ar í Toronto, og hafði hann aftur selt þessa hluti með 3—5 prósent hagnaði. Hundraðið í hlutunum fekst fyrir $90. Ekkert segist Pat- inson hafa vitað annað, en að hag- ur bankans væri góður. og hann seldi og nokkra hluti f honum I júní, júlí og ágúst, sama máuuði og bankinn varð gjaldþrota. Hinn hafði heyrt, að forseti bankans H. J. Daly, væri í krögguin með eitt- hvað af öðrum fyrirtækjum, er hann rak og þótti því ekkert var- hugavert við hlutasölu hans_ O? sjálfur segist hann hafa átt hluti f Hoine bankanum. Daly er norður í ilandi; var ráðlegt af læknum sín- um að fara þangað til að leita sé” heilsubótar, fylgir fréttinni. Kaupa ekki korn i haust. Kornsöluisamtökin, sein verið er að efna til f Manitoba, búast ekki við að geta keypt neitt af korni í í haust. Colins H. Burnell forniað- ur bændafélagsins var kosin for- ingi nefndar þeirra er að stofnun þessara samtaka vinnur. Starfar nefnd þessi til þess i»úa alt undir að féiagið geti keypt næsta árs uppskeru. Bankarnir erfiðir. Alberta- og iSaskatchewan korn- sölusamtök bændanna eiga í erfið- leikuin með að semja við bankana um lán. Bankarnir fetta fingur út í þetta samvinnufyrirtæki, og sjá ekki næga tryggingu á bak við það. O-jæja. Banka hrun er að verða svo viðsjávert í Canada, að þess er álvarlega kraf- ist fyrir hönd þjóðarinnar af stór- blöðum landsins, að lögum þeirra sé breytt, til að bæta úr þeirri skák. Og þó á líklegast ekki einn einasti banki cent í útistandandi skuld hjá neinu samvinnufélagi . landinu. Það eru einstakra”iiianna stofnanir eða stjórnendur bank- anna, sem orsök eru þessa ástands. Eins fara kornfélögin að, sem nú eru að bjóða forinönnum liessara bændakornsölufélaga frá Alberta og Saskatchewan kornhlöður sínar vestur um land. Þau halda að þau geti ekki selt þær vogha trygging- arleysis frá hálfu bænda_ f Vestur- fylkj. ríður bændum á að kaupa kornhlöður til þess að geta keypt kornið í haust,. því oflangan tíma tæki að koma þeim upp ]iar sem komið er fram að uppskerutíma. Þannig á nú að koina í veg fyrir, að samvinnusalan geti byrjað í haust á hveitikorni. Er ekki óhugs- andi að það takist í haúst, en leng ur ekki. LeiStogi og vandlætari kosnir. Leiðtogi liberala í þinginu í Ont- ario er W. E. N. Sinclair þingamð- ut- í Suður-Toronto. En vandlæt arinn (whip) er J. A. Pinard, þing- maður fyrir Austur-Ottawa. Menn þessir voru nýlega kosnir í embætti þessi á flokksfundi liberala. Paderewski kemur. Ignace Paderewski, píanó spilar- inn heimsfrægi, og um eitt skeið forsætisráðherra Póllamte, kemur til Winnipeg á komandi vori og læt ur Winnipegbúa heyra til hljóðfær isins. Black fýsir að fækka skrifstofum. Fjármáiaiiáðgjafi F. M. Black kvað gera ráð fyrir breytingu á suinum stjórnarskrifstofunum. Það sem fyrir honum vakir er að fækka skrifstofum, einkum í sambandi víð hans eigin stjórnardeild. Hann fekk tvo yfirskoðunarmenn reikn- inga til þess, að athuga hvernig breytingu þessa mætti gera á sein hagkvæmastan hátt Voru menn þeir sendir inn á skrifstofurnar. En er þeir kpmu á aðal-skir.fstofu þess- arar deildar, reis yfirmaður hennar (compíroller general) upp úr sæti sínu og bannað mönnum þessum að starfa þar. Hann kvaðst hafa vald sitt fi'á þinginu á skrifstofu þessari, og að hann færi ekki eftir skipuiiuni fjánnálaráðherrans í þessu efni. En Black er fjarverandi ,sem stendur og því ekki hægt að 6egja að sinni hvernig þessu líkur. Breytingin sem fyrir fjármála ráðherranum vakir, er sú, að taka aftur upj) fyrirkomulag það á þess- um skrifstofum, er var þar áður en liberal stjórnin kom til valda og (Robtin stjórnin hafði. Leberal- stjórnin fjölgaói þarna skrifstof- um sem hafði gífurlega ntikinn aukinn kostnað í för með sér. Bruni í Winnipeg. S. 1. fimtudagskvöld kviknaði eld- ur í byggingu Sprague viðarfélsgs ins í þessum bæ, og brunnu þær upp, ásamt miklu af við. Skaðinn er inetinn $100,000. ----------xx---------- • • Onnur lönd Nýjar stríðsfréttir. Ennþá einu sinni berast fregn- ir af því að stríð sé að brjótast út í Evrópu. Þótt fáum hafi komið stríðsfregnir áður að óvörum það- an, koma þær samt nú úr þeirri áttinni, er þeirra var ekki von nú þegar. Darraðar-dróttirnar eru þessu sinni Italir og Grikkir. Snemma í vikunni sem leið tók skipafloti itala á rás út úr Taranta-flóaaum, eein er herskipalægi á “hælnuin á ítalska stígvélinu”, sem sumir kalla suður-odda ítalíu. Hvað til stóð eða hvert ferðinni var heitið, vi.ssi enginn nema Mussulin-stjómin. En litlu síðar kom flotinn fram við grísku eyjuna Corfu við vestur- strönd Grikklands og Albaníu. Var eyjan varnarlaus með öllu og land- flóttalýður og munaðarleysingar sem þar höfðu leitað sér iiælis. En samt rigndi skotum yfir aðalborg- ina frá herskipum og úr loftförum ítala. Gengu þeir og á land og tóku stjórn eyjarinnar í sínar liend- ur. Um 15 manna og kvenna drápu þeir, ]>ó skothríðin væri fremur gerð til þess að ógna íbúum <-yj- arinnar en að taka þá af lífi, En svo var ekki látið við lætta sitja. Aðra eyju er Samos heitir og er skamt undan strönd Litlu- Asíu og allnærri borginni Smyrna, hafa Italir einnig tekið herskyldi. Er eyja sú frá fornu fari ein af Ióna-eyjunum. En yfirráð beggja voru falin Grikkjum, samkvæmt al- þjóða-félags samningi. Og sem von er þykir Grikkjum þetta frum- hlaup af ítölum og leggja nú mál- ið fyrir alþjóðafélagið til úrskurð- ar. Er alment litið svo á, að al- þjóðafélagið muni skoða málstað ítala slærnan. En hvers vegna eru ftalir að þessu? Ástæða ]>eirra á rót að rekja til morðsins, sem í byrjun s. 1. viku var framið á mönnum þeim er frá ítalíu voru f landmniera- nefnd Albaníu_ Nefnd þessi var skipuð Grikkjum, Albönum og ítölum, og áttu þeir að gera út 'im landamæri milli þessara þjóða En svo bar við er fulltrúar ítala voru einir á ferð, þar sem land var þak- ið þéttum skógi, að bófar einhvcrg- ir réðust á þá með skothríð og drápu l>á alla, þeir voru 5 talsins. Morðingjarnir eru annað hvort Albaníu-menn eða Grikkir. Bera Grikkir að þeir hafi verið Albaníu- rnenn, en Albaníumenn segja þá hafa verið Grikki. En livað sem um það er, er ólíklegt, að stjórnir landa þessara hafi átt nokkurn þátt í þessu svívirðilega morði. Mussulini stjórnin segist ekki geta tekið þessu bótalaust, sem og ekki er von. Krafðist hún $2,000,000 af 'Grikkjum í bætur fyrir fulltrúa sfna, og svo að Grikkir bæðust fyr- irgefniingar og sýndu þá virðingu, að halda útför þeirra með viðhöfn og hermanna-skrúðgöngu og að herskip Grikkja hefðu á sama tíma ítalska flaggið við hún og m. fl. En kröfur þessar hafa Grikkjum þótt svo frekar, að þeir hafa ekki tjáð eig fúsa að samþykkja þær afí öllu leyti, eftir þvf sem ítölsku stjóm- inni segist frá. Og þess vegna er nú út í þessa herför lagt af hált'u ítala. Þannig eru nú málavevtirnir. Steininum wirðast blöð hér fromur kasta að ítölum fyrir að hafa grip- ið til þessa úrræðis, að gera her- för á hendur Grikkjum, og er ef- laust nokkur ástæða til þess. Að hinu leytinu hafa Italir ástæðu til að krefjast bóta fyrir hið ósvífnis- lega athæfi, að myrða fulitrúa þeirra í landamæra nefndinni. En ilt er að segja hvað af herförinni getur hlotist, því fleiri lönd og þjóðir eru við mál það riðin, en þessar tvær eða þrjár. Berast fregnir af því, að hin Balkanríkin séu ólm og ær, að veita hvert sinni sainbandsþjóð fulltingi og hleypa þessu í strfð. En þá eru Vostur- Evrópu þjóðirnar um leið komnar út í það. Bretar höfðu til skains tíma yfir- ráð eyja þessara, en létu Grikk- lsndi þær eftir til umráða nndir vernd alþjóðafélagsins. Var það gert beinlfnis í þarfir friðar af Breta hálfu. En úr því sem kom- ið er, hljóta þeir að krefjast, að al- þjóðafélagið gæti eyjanna. Láti það ítali draga þær úr greipum sér er hætt við að trúin á það dvípi. Sómi þess liggur við. Eyjar þessar eiga báðar merki- lega »ögu_ Corfu, sem f foröld hét Corcyra, var mikill verzlunarstað- ur og er sagt að Pelopseyjar-ófrið- urinn mikli milli A]>enumani}a og Spartverja, hafi ekki minstur verið uin þessa eyju. Hún lá svo vel við sjóferðuin frá Grikklandi til Sikil- eyjar og Italíu. Samos-eyjan var um. eitt skeið miðstöð Ióniskrar mentunar, listar og auðs. Þar voru frægir myndhöggvarar, skákl og heimspekingar, t. d. Pythagoras o. fl. Höfuðborg eyjunnar var og fyrrum talin ein sú fegursta l>org í heiini, með höllum og hofum gerð- mn af list o gprýði, svo sem hof æðstu gyðjumiar hjá Grikkjum, Heru, konu Sevs; sjást nokkrar minjar ]>essa enn]>á, ]>ar eru land- gæði mikiil: vex þar vínviður, rús- fnur og tóbak. Stærð eyjunnar e,- 190 fermíkir og íbúatalan 70, 000. Kosningin á írlandi. Fullnaðar-fréttir eru ekki konin ar ennþá af kosningunni á írlandi sem fór fram 27. ág. s. 1. Þar eru hlutfallskosningar í landi og gengur með þeim miklu seinna aó komast að raun um, hverjir kosnir eru. En svo mikið er víst, að stjórnin niun halda völdum. Hún eða fríríkisflokkurinn hefir nú 59 þingsæti, lýðveldisflokkurinn 'De Valera) 40, bændaflokkurinn 14 og verkamenn 13_ Alls eru þipgsretin 153 og er- þvf frétt um úrsiit úr þeim öllum nema 10. En þau geta ekki orðið svo einhliða með rein- um flokki, að það valdi nokkurri breytingu. Með því að stjórnin hefir bændur með sér og meiri hluta verkamanna að sagt er, er hún ekki einungis sjálfsögð að hljóta völdin, heldur einnig all-viss með að halda þeim. Eigi að síður gerðu lýðveldiissinnar vel í kosning- unni. Verkamenn hafa aftur l>eð- ið halla. í Cork töpuðu þeir t. d. öllum sætunum fjórum fyrir stjórn- arsinnum. De Valera var kosinu og tveir eða þrfr aðrir lýðveldismenn, sem í fangelsum eru. Kosningin var ófriðsöm með köflum, og nokkr- ir týndu lífi meðan á henni «tóð Jarðskjálftar í Japan. Síðastllðinn mánudag urðu jarð- skjálftar svo miklir í Japan, að eins dæmi eru í sögunni. Borgirnar Tokio, Yokohama og ótal 3mærr? bæir og þorp sama sem gereyidust af eldi, sein leiddi af jarðskjálftun- um. Og sjór féll vfða á land og eyddi heil þorp, þar sem eldurinn vann ekki að eyðileggingunni. Um 500,000 manna er sagt að hafi far- ist, og heimilislaust og viðurværis laust fólk skiftir niiljónum. Segisc enskum fréttaritara er á þessum stöðvum var staddur, meðal annars frá á þessa leið: “Stórhýsin hrundu hvert á fætur öðru. Eldurinn breiddist út í allar áttir. Dautt og hálfdautt fólk á allar hliðar, ungt og gamalt. Dunur og sprengingar bergmáluðu öðru hvoru og þess á milli heyrðust skelfingaróp og köll fólksins, sein óttaslegið æddi aftur og frain, eins og vitstola væri.” Þannig heldur lýsingunni af ástand inu áfram. Að meta skaðan’i af þessum jarðskjálfta til peninga er enn ekki auðið. En f huga sér geta menn gert áætlun um hann af því, að heilir bæir, með 20,000 íbúum gereyddust svo að ekki var hús eða kofi uppiistandandi eftir eld eða öildurót sjávarins. Jarðskjálftar eru tfðir í Japan. En sögur fara ekki af neinum, er jafnast á við ]>ennan og það jafn- vel ekki jarðskjálftinn anikli í Yedo árið 1856, þegar um 100,000 manna týndu lífi. Frakkar mata krókinn. Frakkar tóku eina trillíón og þrú hundruð biljónir marka í seðlum á prentstofu í Dusseldorf, þar sem þýzkir peningar voru prentaðir, s. 1. föstudag! Frakkar hafa aldrei, síðan þeir koinu í bæ þennan ver- ið eins sleppifengir og í þetta sinn. Taylor sigrar. Jack Taylor, glímukappi (’ana- da í flokki þyngstu mann. bar ný lega sigur úr bítum f glímu við Jack Freberg í Minneapolis. 10 eldliðsmenn farast. Tíu ledliðsinenn, sem voru að reyna að slökkva eld í stórhýsi einu í New York, fórust á þann hátt, að þeir urðu undir v.'gg hússins er alt. f einu féll niður. Meiri vopn. Ástralía ætlar að reisa vork- smiðju mikla til ]>ess að framteiða byssur, skothylki og sprengikúlur. Maðurinn sem um gerð verksmiðj- tinnar á að sjá, er á Englandi að kynna sér týzkuna eða nýjustu að- ferðir allar viðvíkjandi hergagna smíði_ —-----------x------------ Opið bréf til herra Hílga]|Valtýssonar. Herra Helgi Valtýsson! Eg fæ ekki orða bundist um skrif yðar f 147. og 148 tbl. Vísis þ. á., þar sem þér eruð að andmæla grein sr. Jþhannesar frá Kvennabrekku, í 141. tbl. Vísis, en sú grein er áreið- anlega orð í tfma talað, og hefði þó fyr mátt vera. Því mér finst satt að segja tæplega vansalaust, að ekki hefir fy.r birzt grein í íslenzk um blöðutn um Grænlandsdeilur Dana og Norðinanna, ]>ar sem kveður við líkan tón og í grein sr. Jóhannesar. En skrif yðar í áður- nefndum tbl. Vísis er svo einhliða ósanngjarnt og rangsnúið, að tii of- stækis má telja, og er ófært að slíku skrifi sé'ekki mótmælt. Vona eg að fleiri komi á eftir, mér fær- ari, er eg hefi riðið á vaðið. En nú mun eg leitast við að finna stað lýsingarorðum þeim er hér fara á undan um skrif yðar. Þér segið, að “sögulegur og raun- verulegur sannieikur komi öfugur til dyra”, hjá sr. Jóhannesi. Þetta er miss-kilningur, svo ekki valdi annað verra. Þér hrekið ekki eitt einasta atriði í grein sr. Jóhannes- ar. Aftur á móti úir og grúir af óáreiðanlegum og ósönnum stað hæfingum í yðar skrifi. Mun eg veitast að þeim lið fyrir lið. Fyrst er þá að skilja á yður, að einungis sé um gagnkröfu að ræða af hálfu Norðmanna. Þetta er ekki rétt. Eg hefi séð eignarkröfu haldið fram f norskum blöðum. Skal eg síðar víkja að því betur. Ennfremur segið þér, að Danir hafi “um alllangt skeið undirbúið víðk- un veklis síns á Grænlandi 'leynt og ljóst"). Og loks kom að því, að þeir æsktu saml>ykkis Norðmanna á yfiriýstu einveldi sínu yfir óllu Grænlandi”. Mér finst þessi frá- saga yðar dálítið lævísleg (perfid- ious). Danir hafa aldrei farið neitl leynt með þá skoðun sína, á síðari tímum, að þeir einir ættu tilkall til alls Grænlands, þó bygður væri aðeins lítill hluti þess. Danir hafa síðustu áratugina varið ósleitu- lega fé og mannsiífum, til þess að kortskrá alla grænlenzku strand- lengjuna. Veit eg ekki befcur er Lauge Koch hafi í fyrra fylt þar sfðustu eyðuna. Dönum hiefði ald- rei dottið í hug að gera þetta. ef ]>eir hefðu ekki þókst eiga rétt á landinu. Mér er ekki kunnugt um að Norðmenn liafi lagt neitt veru- legt til þeirra mála, þrátt fyrir 200 ára veiðiskap og “vetrarsefcur” (að vetrasetunum kem eg síðar). Veit eg ekki að þeir hafi unnið sér meári frægð við annað, en óhóflegt sela dnáp við austurströndina. Hefir þar valdið meiru fjárgræðgi en framagirni. — Og þvf skýrið þér einungis frá þvf, að Danir “æsktu samþykkis Norðmanna”? Það er engu líkara en að þér viljið láta málið horfa svo við, sem Danir ! afi sérstaklega leitað samþykkis Norð- iiiaana, ]>. e. a. s. álitið, að Norð- mönmim væri vandara um þettn mál en öðruin þjóðum. Sannieik- urinn er sá, að ]>eir leituðu al- þjóðasamþykkis um fullveldi á öllu Grænlandi. Fengu ]>eir ]>að auð- veldlega og utanríkisráðherra Dana er þá var Scavenius, kvaðst iiafo munnlegt yilyrði erindreka no>sku stjórnarinnar fyrir samþykki á dönsku fullveldi. Hefir þessu síðar verið neitað af Norðmönnum. eftir að æsingin hljóp í ]>á, er. enginn veit hver sannara segir, og veröur tæplega óhlutdrægt um dæmt. En svo mikið er vfst, að frá því að Danir fengu al]>jóðasani]>ykkið. og ]>angað til tilkynningin var gefin út 10. maí 1921 og Grænlandi “lok- að”, heyrðist ekkert frá norsku stjórninni. En um þessa lokun komist þér l>annig að orði, að ineð henni liafi vorið “bannaður allur atvinnurekstur og umferð einnig á ]>essum norðlægu stöSvum.” Hér þykir mér. enn kenna tvfskinn- ungs í frásögninni. Sannleikurinn mun vera sá, að þessi tilkynuing mun stafa frá liinu gegudariausa moskusuxadrápi Norðmanna á Grænlandi. Þeir nýttu sér ekki nema örlítinn hluta þess er þeir drápu, svo hræin lágu út um a't og eru ótal dæmi þess, að þeir skutu niður heilar hjarðir, til þess að geta náð einum kálf eða tveim á lífi, en þessa kálfa seldu þeir dýra- görðum víðsvegar um Evrópu. Er þetta sami skrælingjahátturinn og varð til þess að gera nálega al dauða ameríska vísundinn, og er Dönum ekki láancii, þó þeir vildu girða fyrir slfkt athæfi, þar sem lfka moskusuxinn er ein helzt.i veiðibráð landsmanna (Eskimóa). Þá kem eg að þeirri staðhæfingu yðar, sem staðlausust er. Er hún svo r&kalaus, að mig furðar stór lega á því, að þér hafið látið hana frá yður fara, þar eð eg vil ekki að óreyndu bera á yður þær getsak ir, að þér vísvitandi farið með rangt mál. Þér skrifð svo: “Síðan hófust allsnarpar deilur um mál þetta og hafa þær magn- ast mjög er á leið, sérst&klega sök- *) Auðkent af mér. (Frh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.