Alþýðublaðið - 07.03.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 6ammis6lar og hzlar beztir og ððýrastir hjí QvanabergsbrxBram. €rlenð simskeyti. Khöfn, 5. mars Þjóðverjar og Bandaaienn. Simað er fra London, að Lloyd George hafi svarað Simons því, að bandamenn hlusti gjarna á sérhverja sanngjarna kröfu, sem stafi af erfiðleikum Þýskalands. Hann geti á hinn bóginn ekki þolað það, að leikið sé bak við tjöldin með friðarsamningsna. Svo framarlega sem bandamenn hafi ekki fengið boð um það í síðasta lagi á mánudag (f dag), að Þjóðverjar gangi að skilmai unum, sem settir voru í París, eða komið með tillögur um á hvern hátt þeir ætli að halda það, sem þeir voru skyldaðir til með Versalasamningunum, muni þeir taka til sinna ráða og her- taka Ruhrhéraðið, Diisseldorf og ieiri borgir á eystri bakka Rfnar. Enn fremur muni þeir leggja hald á Rínartoliinn og taka innflutn- ingsgjald af þýskum vörum. Simons hefir svarað, að það sé engin leið til þess að hægt sé að svara á mánudaginn. Stefaa Hardings, Símað er frá Washington, að Harding forseti hafi f ræðu er hann hélt, þegar hann tók við forsetatign, sagt að stefna sín væri að Bandarikin skiftu sér ekki af innri máiefnum Evrópu, að hann væri reiðubúinn ti! þess að láta Bandaríkin taka þátt í fundi, þar sem samið væri um að draga úr vopnaviðbúnaði; enn fremur kvað hann verndunartoila (yri; areerískan iðaað æskilega, og að hernaðarþjóðirnar yrðu að greiða að fullu herlánin sem þær tóku á striðsárunum. IsL-þýzku stúdentaskiftin. í haust var þess getið hér í blaðinu, að í ráði væri að koma á stúdentaskiftum við Þjóðverja, þannig að ísl. stúdentar eða kandi- datar, sem vildu stunda nám f Þýzkalandi, gætu dvalið þar i nokkurn tíma, sér að kostnaðar- lausu, sem gestir efnaðra þýzkra fjölskylda, gegn þvf að þýzkir stúdentar, sem vildu leita hingað, nytu hér sömu kjara. Bæði hér á landi og í Þýzka landi hefir þessari hugmynd verið tekið mjög vel, t. d bauðst þeg ar í stað maður hér f bænum til þess að taka á heimili sitt þýzkan stúdent og kosta hann hér að öllu leyti í hálft eða heilt ár. Einn g hafa aðrir heitið stuðningi sinum, t. d. hefir Eimskipafélag fslands lofað að fly'ja stúdentana fyrir halft fjargjald á skipum sinum. f Þýzkalandi hafa undirtektir manna sömuleiðis verið ágætar; hafa þegar ýmsir háskólamenn þar heitið málinu öllu fylgi sfnu og lofað að greiða götu ísl. náms- manna þar í landi eftir mætti. Nú þegar hafa borist umsóknir frá 4 þýzkum stúdentum, sem stunda norræn fræði, um dvöl hér næstkomandi skólaár. Engum getur dulist að þetta mál getur haft mikla þýðingu fyr- ir þjóð vora og menningu. Hing- að til hafa stúdentar vorir, sem utan hafa farið, nær eingöngu sótt mentun slna til Danmeikur, enda hefir sambandi þjóðanna ver- ið svo varið að annað var ekki hentara, fjárhagslega séð. Menning vor hefir þannig orðið fyrir mestum áhrifum frá Dan- mörku. Heimsmenningin hefir á leið sinni til vor fyrst gengið í gegnum hendur Dana; beint sam- band við megin menningarlindir heimsins hefir ekkert verið. Eg læt hvern sjálfráðan að dæma hversu holt þetta hefir verið fsl. menningu. Með nýju sambandslögunum féllu niður hlunnindi þau, sem ísl. stúdentar höfðu í Höfn, og sem drógu þá þangað, nfi. Garð- styrkurinn. Má því búast við að þeir hér eftir leggi leið sína að miðstöðvum menningarinnar meir en verið hefir. Þessi stúdentaskifti eru fyrsti vísirinn. Auk þess fjárhags- og menningarstyrks, sem ísl. náms- mönnum veitist með þessu, auka þessi stúdentaskifti álit vort og viuáttusambönd út á við. Þeir er- lendir stúdentar, sem hingað mundu leyta, stunda norræn fræði og mundu verða forverðir islenzkr- ar menuingar erlendis og vísir málsvarar vorir þar, er stundir líða fram. Það er því vonandi að þessi byrjun eigi sér fagra framtíð og að námsmenn vorið nemi e'gi að- eins land i Þýzkalandi heldur og i Eoglandi, Ameriku og víðar, þar sem væniegt er til menta- fanga og frama. E.g. Krlend mynt. Khöfn, 5. marz. Pund sterling (1) kr. 22,55 Dollar (1) — 5,78 Þýzk mörk (100) — 9 60 Frankar (100) — 41.75 Sænskar krónur (100) — 129,00 Norskar krónur (100) —• 95,50 Um ðag'ura og vegiira. Eldnr kviknaðí í hafnarsmiðj- unum suðr undir Öskjuhlíð á laug- ardaginn. Var slökkviiiðið hvatt tii hjálpar og slökti það eldinn áður en verulegur skaði hlaut jtf- Aðalíaudur Búnaðarfólagsins verður haidinn annað kvöid,sbr. augi. á öðrum stað. Bjónahand. . Ungirú Kristín Norðmann og Páll ísólfsson!|organ- snilhngur voru gefin saman f hjóna- band á Iaugardaginn. UnglingBstúlka óskast nú þegar í hæga vist suður með sjó um 2—3 mánaða tíma. Hátt kaup! Upplýsingar Lindarg. i D (uppi). K aupid Alþýðublaði^!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.