Heimskringla - 05.12.1923, Side 1

Heimskringla - 05.12.1923, Side 1
^endi?5 eftir ver'Clista til Koynl Crown Soap Ltd. 664 Main St.. Winaipeg. Ver&laos gefbi fyrir Coupons og umbúftir Verðlaiu gefii ROYAl-. fyrir CROWN Conpon* j SOAP Og[ SendlíS eftlr ver?51I«tn tll . . . Royal Crown Soap Ltd. umbuoir 654 Main St., Winnipeff. XXXVIII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKLÐAGINN 5. DESEMBER, 1923. NQMER 10 Canada. Árekstur. Bóntli einn, Paul Madel að natni var nýlega að aka yfir járnbraut- arspor í bænum Laura, Sask., en varð fyrir lest, sem kom þjótandi. Kornhlaða hafði skygt á teinana svo maðurinn sá ekki til lestar- innar fyr en of seint var orðið, að etöðva hestinn, svo honum var einn kostur nauðugur, að halda á- fram| og reyna að komast fyrir lest- ina. Hlann var líka rétt sloppinn, átti svo. sem hálft fet eftir, þegar lestin rakst á vagninii og möl- Lraut hann og henti m'anninum langar leiðir. Hann meiddist tölu- vert, en er þó hugað lff. King kominn heim. Mackenzie King, forsætisráðherra Canada, kom á föstudaginn heimj úr för sinni til Englands, þar sem hann undanfarið hefir setið á al- ríkisráðstafnunnL Hann steig á land í Halifax, Nova Scotia, og var tekið á móti honum ineð mikilli dýrð. En ilia tókst til mieð hátinn er sendur var á móti. skipinu ti‘l að taka við forsætisráðiiorran um og flytja hann til lands. Dimm þoka var á, og ekki gbtt að átta sig, enda mistókst bátsstjóranum það algerlega og strandaði fleytan á rifum úti í firðinum, og sat þar heila klukkustund, með forsætis- ráðherrann innan horðs1. Mr. King lætur vel yfir förinni, en þykir þó vænt um að vera komt inn heim- Hann heldur því fram, ajið þótt ástæður séu erfiðar héT í Canada, þá séu þær þó góðar, sam- anborið við aðrar þjóðir. Joseph Bernhart. ‘Nýlega er látinn hér einn af eldri borgurum bæflarins, Joseph Bern- hart gestgjafi. Hann flutti hing- að árið 1881, frá Quebec, og hefir stundað hér greiðasöðu síðan, eða í 42 ár. Bernhart var franskur að sett, fæddur og uppalinn í Elsass- Lothringen, en var hrakin þaðan þegar Þjóðverjar tóku héröðin ár- ið 1871, og fluttist þá til Quebec. Færri innflytjendur til Canada 1923 en 1922. iSkýrslur sýma, að 19% færra fólk hefir flutt inn til Canada á fjár- hagsárinu, sem enti 1. marz 1923, heldur en næsta ár á undan. Inn- fiutningur s. 1. fjárhagsár var 72,887 en 89,999 árið 1921—22. Enskir inn- flytjendur 1922—23 voru 34,508, en 39,020 næsta ár á undan. -----------x------- Önnur lönd. Mustapha Kemal veikur. Eorseti Tyrklands, Mustaplia Kemal, hefir undanfarið þjáðst af hjartasjúkdómL Hann hafði ver- 3ð á góðum batavegi, en sló niður nú nýlega. Kosningarnar á Englandi. Kosningabaxáttan á Englandi stendur nú sem hæst, og allir flokkarnir ganga nú ötullega fram, °g má svo að orði kveða, að ekki meSi á milli sjá, hvorir vinna muni, Baldwin stjórnin, eða and- ^tæðingar hennar, liberalar og vérkamenn. Það, sem aðallega véikir andstæðinga stjómarinnar, er það, að í mörgum kjördæmum berjast þeir hver á móti öðrum, ®em auðvitað hlýtur að hjálpa stjómársinnum til sigurs- Frams- hjóðendurnir eru alls 1446, og skift- ast þeir þannig niður í flokka: Ihaldsmenn 551 Erjáisiyndir 437 Verkamenn 434 íhaldsmenn, sem eru með frf- verzlun, 7 Dháðir 17- 50 þingmenn vor.u sjálfkjörnir, og voru þeir flestir íhaldsmenn, í 263 kjördæmum sækja allir flokk- arnir; í 126 stendur baráttan að- eins milli frjálslynda flokksins og íhaldsmanna; í 53 milli. frjáls- lyndra og verkamanna, og í 103 milli verkamanna og íhaldsmanna. Eins og menn vita, stendur orra- liríðin aðallega um tollafrumvarp stjómarinnar. íhaldsmenn fl&stir fylgja henni að málum; en þó eru nokkrar undantekhjngar, eins og sést hér að ofan. éem dæmi, má geta þess, að sonur Baldwins for- sætisráðherra, fyllir flokk verka- manna, og er mjög harðorður í garð föður sfns og stjórnar þans, ■bregður henni um aðgerðaleysi og heigulshátt. Ræðu, er hann' hélt nýlega, endaði hann 'á þessa leið: "Við kærurrn okkur ekkert um töllverndun, en við viljum fá vernd gagnvart slíkri stjórn, sem nú e|it- ur að völdum.” Einn af forsprökkum frjáislynda flokksins, Sir William Bulmer, sein var f miðstjórn flokksins f York- shire, sagði því embætti af sér, og gekk í lið mieð íhaldsmönnum. Ný borg. 1 Mugan héraðinu í Caucasus á að ifara að reisa nýja borg, og verður hún nefnd eftir Lenin for- iseta Soviet-stjórnarinnar, og köll- uð Novgorod Lenin. Gleypir skrautmuni. Kona ein í Philadelphia var fyr- ir skömmu tekin föst, sökuð um, að hafa stolið nokkrum skraut- munum. Pyrir réttinum. harðneit- aði hún ákærunni, en sumt af mununum fanst upp í henni, og þegar tekiin var af henni X-geisla- mynd, sást að hún hafði gleypt tvo hringi og tvo' eyrnahringi. Búa á sömu jöröinni í 1200 ár- Pranska stjórnin auglýsti ný- lega, að hún sœmidi hvern þann mann ihdiðursmerki, sem gæti siannað það, að ætt hans hefði bú- ið á sömu jörðinni að minsta kosti í þrjár aldir samfleytt. 750 fjöl- skýldur komu fram með hinar nauðisynlegu sannanir. En lang- fremst var þó La Pargues-ættin í Ooutlie, nálægt Molieres, sem hefir búið á söm|u jörðinni síðan árið 772 og fram á þenna dag, eða í nærri 1200 ár. , v StórbrunL Eldur geysaði nýlega í bænum Detroit í MiþhrganríkJ. Nokkra'r stórbyggingar og vörugeymsluhiis brunnu til kaldra kola, eða eyði- lögðust. Álls er skaðinn metinn .$1,500,000. — Eldurinn kom upp í vökumianns-skúr niður við höfniina og hafði kviknað út frá ofni. Nýja stjórnin á Þýzkalandi. Loks hefir tekisit að mynda aft- ur stjórn á Lýzkalandji, eftir marg- ar árangurslausar tilraunir. Stresemahns-stjómin varð að segja af sér fyrir nokkru síðan, og reyndi Eberts forseti þá að fá ýmsa til að mynda nýja stjórn, en það reýndist ómögulegt lengi vel, sökum þess, að ekki var hægt að fá menn í hin ýmsu emibætti. Nú hefir þetta hepnast, og heitir sá Dr- Wi'lhelm Marx, sem| leysti þrekvirkið af hendi. Stjómin er skipuð þessum mönnum: Dr. Wilhelm Marx, kanslari, Dr- James, vara-kanslari og innanríkisráðherra, Dr. Gustave Stresemann, utan- ríklismlálaráðherra, Dr. Otto Gessler, landvarnarmáia- ráðherra, Heinrich Brauns, verkamála ráð- herra, Dr. Hans Luther, fjámiálaráð- herra, Dr. Author Hoeflo, póst- og síma- málaráðherra, og ráðheira hinna hernumjdu héraða, Herr. Hamm, innanríkismála- ráðherra, iKerr. Emiminger, dómsmálaráð- herra, Herr. .Schiele, vistamálaráðherra, Herr. Hleinrich, fjárhagsráðherra. Ekki hefir dr. Marx tekist að fá mjeiri hluta Ríkisdagsins til fylgis við sig. Er því stjórn lians völt i sessL og má elins vel búast við, að hún falli áður en langt um ilíður. Rannsóknarnefnd. Skaðabótanefnd bandamanna hefir ákveðið að skipa nefnd til a'ð rannsaka ásitand Þýzkalands, og möguleika þess á að borga stríðs- skuldimar. Rússar og Frakkar. • Blöðin flytja þær fr.egnir á föstu- daginn, að Rússar og Erakkar séu í þann veginn að fullgera samn- inga sín á milli. Rússar gangast undir að viðurkenna skuldir Rúss- lands, sem vóru fyrir stríðið, en Erakkar vliðurkenna Sovietistjórn- ina- Uppkast hefir verið gert að samningi um verzlun og önnur við- skifti, og hermla fréttirnar það, að sainmin'gar miegi heita fullgerðir, og eigi aðeins eftir að skrifa undir þá Erakkar hafa sent austur til Moskva mann, að nafni Hemi Eranklin-Bouillon, — þann er stóð fyrir samniingunum við Tyrki um árið, og mun hann eiga að reka endahnútinn á þessa sairtninga. Séu þesisar fregnir áreiðanlegar, þá er þetta vafalaust mikill pólitfsk- ur sigur fyrir Prakka, bæði yfir Þjóðverjum og Englendingum, því áður virtust þýzkir iðnkonungar hafa tögl og haldir í Rússlandi, og Englendingar hafa altaf annað veifið haft á prjónunum samniínga við Rússnesku stjórnina. — En af þessu leiðir og það, að þýzka og enska þjóðin færast óum/filýjanlega nær hvor annari, enda virðist það samband eðlilegra, en milfii Erakka og Englendinga, og heillavænlegra fyrir báðar, þjóðirnar. Þær em af sömíu rótum runnar og mjög líkar í mlörgu, en Englendingar og Frakk- ár eru eins ólíkir, elns og sjórinn og eldurinn. Ný járnbraut frá Banda ríkjunum til Winnipeg? Sú frétt hefir flogið fyrir, að Chieago Milwaukee og St. Paul jámibrautarfélagið, ætli að leggja járnbraut milli Eargo, N. D„ til Grand Eorks, og hafl í hyggju að leggja hana svo hingað til Winni- peg. Ekki vita menn enn, hvort nokkur hæfa er fyrir þessu, en yrði þetta að ráði, þá væri það til stórkostlegs uppgangs fyrir Winni- peg, eftir því sem blöðin segja. Alexandra drotning. Afmæli Alexöndru drotningar var 1. þ- m. Hún varð þá 79 ára að aldri. Eins og rnenn vita, er hún dóttir Kristjáns IX. Danakonungs, en giftist Játvarði. VII. Englands- konuhgi árið 1863. Hún er mjög vinsæl hjá þjóð sirini, enda kvað hún vera lík föður sínum, sem var orðlagt ljúfmenni. Bandaríkin neita. Bandaríkjunum var boðið að skipa fulitiúa í nefndir þær, sem rannsaka eiga fjárhag Þýzkalands og möguleika þess á að borga, en sCðmin svaraði um hæl og hafn r.ði boðinu. Li'tir þvf sjm Hughes utanríkisráðherra segir, vilja Bandaríkin hafa algerlega ó- bundnar hendur f Evrópumáiun- um, og ekki blanda sér inn f þau að svo komnu. Mussolini fús aö viður- kenna rússnesku stjórnina. iForsætisráðherra Italíu, Signor Mussolini, hefir lýst því yfir f þing- inu, að það væri ekkert því til fyrirstöðu, að ítalía viðurkendi Soviet-stjórnina á Rússlandi. Allar þjóðir yrðu fyr eða síðar að taka ■upp aftur sanfhancí við RússJand, annaðhvort beint eða óbeint, og frá fjárhagslegu sjónarmiði, væri hagur fyrir ítalíu að gera það. ------------x----------- Tímans menn. “Þeir #em ineður vopnum vega'r Vernda stundum þjóðar rétt, Vana og hefðar höggva á strengi Hærra geta markið sott. Afrani, hærra, æðra, stærra fAndinn þráir metnaðs gjarn. Niður með það forma fúna! Frægð er að vera Tíuiians barn. Þegar ritið engu ork-ar Andinn verður bmnnúð gjall, Mentin snýst um dimimar dogmur Diáðrík hugsun jökul fja.il. Þá er stríð það aflið eina, — Uppreist vanans krafti mót, Sem fær gamlar rústir rofið, Rétti ’ins nýja unnið bót. ‘‘Mitt sinn munu allir deyja” Tnnir sá er hjörinn ber, — Innir hugdjörf hetju lundin Hildar þá f göngu fer. Bregður hjör á báðar hendur Byltir fjöndum vígs á storð. "Betra er að fa'lla en flýja” Irægðar hljóina dánar orð. Fyrjr vopnum verða að lalla Vígaslóðum blóðgum á, Frelsishetjan hugum stóra Og heigull myrkraríki frá. Þau eru örlög afls og hreysti, Æfi sína ei nokkur veit, Lyddur jatnt og hetjur hnfga Og hvfla sanian dauðs í reit. Hví skal lífsins hættu flýja? Hrert er að flýja? spyrjum vór- Dauðann flýja fær ei neinum Eorlög söm á maður hver. Lífið er völlur starts og stríða, Stríðið vekur kjarlc og þrótt. Því skal ei úr hildi hopa Hinsta fyr en rennur nótt. Frægð er stæret á styrjar vengi, Stríð að heyja kúgun gegn, — Frelsisstríð mót fornum draugum, Framans lund er sálar megn. Kappinn, sem á hólmi hnígur Hefir ei unnið fyrir gíg Sá hans mjerki sannleijis megin, 1 sveit ’hins ranga öll hans vfg. Framltíðin sem frelsi þráir, Friðar-trygging sína fær, Samtfðar frá hildar-hríðum Heim(s er öflum saman slær.’ Fortíð svartri fylking otar Fram á tímans hildarsvíð. Nútíð miá ei víkja, vægja Vilji Framtíð öðlast frið. Fram! f stríð, í frelsisnafni , Frami! í nafni sannleikans, Þó að blóð úr benjum fossi, — blæði lífli kærleikans. Sannleikurinn sigra hlýtur Sannleikans of bregst ei lið. Frelsis-sinnans ifórnar dreyri Fegrar gjörvalt lffsins svið. Þair, semj kjósa frið á foldu Fylkja liði verða brátt, — H|ella út dökku dauða blóði, Draga sannleiiksmerkið hátt- Við lýgi má ei sættir semja, Sáttamál ei gagna enn. Sækið framj! í frelsis nafni. Fram! til sigurs, Tfmans menn! S.--------------B. Söndahl. ----------------xx ----- Ur bænum. Séra Eyjólfur J. Melan frá Gimli. komj hingað til bæjar á þriðjudag- inn, frá Árborg. Fór þangað norð- ur og pTédikaði þar á sunnudag- inn var, hjá Árborgarsöfnuði. Hjann hélt heimleiðis á þriðjudagskveldið. S A M K O M A verður haldin i samkomusal Sam- bandssafnaðar, inánudagskvöldið 10. þ. m-, byrjar kl. 8.30. Þar verður góð skemtun á boðstólum, eins og sjá má af skemtiskránni eem hér fer á eftir: — 1. Mrs. P. S. Dalmann og Hall- dór Þóróifisson: Tvísöngur. 2. Miss Helga- Pálsson: Piano Solo. 3. Mr. John Tait: Upplestur- 4. Séra Ragnar E. Kvaran: Upp- lestur. 5. Mr. Gfeli Jónsson: Einsöngur. 6. Arthur Fumey: Violin Solo- 7. Séra R. Pétursson: Ræða. Carlysle Jóhannsson var fiutttur veikur hingað til 'bæjar, frá Glen- boro, Man., og færður inn á Al- mcnna sjúkrahúsið hér í bæ, á föstud&ginn var þann 30. nóv. Hann var skorinn upp á mánudag- inn við botnlangabólgu, af Dr. Brandson. Uppskurðurinn tókst vel eftir vonum. Mrs- G. M. Jóhannsson frá Gimli, kom hingað ti.l bæjar á laugardag- inn var, til móts við son sinn, C|r- lysle Jóliannsson, er fluttur var hingað veikur frá Glenboro. Mrs. Jóhannsson leit sem snöggvast inn á skrifstofu Hkr. Engar markverðar fréttir sagði hún nema að vatnið er enn ólagt, og er það ekki. í minnum, að það hafi áður haldist autfi svo lengi fram eftir hausti. Bazaar til hjálpar nauðlíðandi börnum á Þýzkalandi. Föstudaginn 14. þ. m- verður Bazaar og hlutavelta haldið f “Lecture II all” í Board of Trade byggingunni á Main Str., og verð- ur ágóðanum af þvf varið til að kaupa mjólk og hveiti, og senda þeim þúsundum af bðmum í Þýzkalandi, sem eru nú hjálpar- þurfa og í raun og veru við dauð- ann úr hungri. AUir vinir nauðstaddra bama eru f nafni mannúðarinnar beðnir að styrkja þetta þarfia fyrirtæki og koma á útsöluna. Þar verða marg- ir góðir og eigulegir munir til sölu, idjög hentugir til jólagjafa. Alls- konar veitingar verða þar á boð- stólum. — Gjafir má senda til: Mrs. Hugo Carstenis, 605 Strad- brook Ave., Sími: F 6195; Mrs. Dr. Lehmann, 99 Roslyn Road, sími F 2845, og Mrs. Schroeder, 513 Bana- tyne Ave., sími N 7903Ö Þær veita einnig ailar upplýsingar. Dr. H. W. Tweed tannlæknir verður staddur á Gimli, fimtudag- inn og föstudaginn 13. og 14. þ. m., og tekur þar á móti sjúklingum. Jóin Jónatansson rakari, hefir legið veikur undanfarið, og liggur enn. f forföllum hans starfrækir Mr. Thorvaldur Davíðsson rakara- stofuna, sem er á hominu á Victor og Wéllington. GÓÐ jóla- og nýjárs-gjöf er hin fróðlega og skemtilega bók: ÞjóÖvinafélags-AlmanakiÖ fyrir árið 1924. Fæst hjá Arnljóti Björnssyni (01- son), 594 Alverstone Str., Winnipeg, Man., fyrir 50 cents. Einnig kaup- ir hann og selur, skiftir og gefur alfekoniar eldri og yngri íslerizkar bækur, blöð og tfmarit. — Sögu- félagsbækurnar fyrir þetta ár, hef- ir hann enn ekki fengið- Tilkynn- ir þá þær koma. Við aadlátsfregn JÓNS JÓNSSONAR frá Sleðbrjót. Andinn líður ekkert tjón, er það bezta greinin, svona læknar svefninn, J ó n, seinast gjörvöll meinin. Vertu sæll vinur, vonir þér fylgja bjartar, broshýrar, að betri stöðum. Hressist hugur að heyra þig sloppinn yfir sleðbrjóta í álfum tveimur. Veit eg það vel, að þér vonir brugðust háar, hugdjarfar, hreinar, bjartar, því frelsis hugsjónir föðurlandi áttir þú beztar eigna þinna. Gráttu son þinn, Garðarsey, gráttu sorgar tárum, þó hann burtu flytti fley fyrir mörgum árum. Hvar sem sonur innl á, andlega þér hann dvelur hjá, leynir söknuð sárum. Sigurður Jóhannsson. Séra Alibert Kristjánsson frá Lundar, Man., kom til bæjarins í gær- Hélt hann samdægurs vest- ur til íslenzku bygðanna í Sask- atchewan, og flytur þar erindi eins víða og við verður komið í þarfir Þjóðrækri fefélagsins. Hann bjóst við að verða '10 daga vestur frá. JÓLAKORT. H. 6. Bárdal, 894 Sherbrooke Str.. hefir sent Heimskringlu sýnishorn af ljómjandi fallegum íslenzkum jólakortum, er hann hefir til sölu. Einnig fást þau hjá útsölumönn- umlvíðsV'egar í bygðum íslendinga. Verðið á þeim er frá 5 centum og upp í 50c hvert, eftir stærð og gæðum. Dýrari kortin eru hand- móluð og búin til á Englandi. Þau þola samanburð við ensk jólakort á sama verði, ættu því fslendingar að nota þetta tæki- færi og kaupa sem fynst, meðan upplagið endist- Mrs. Hannes Líndal, hefir tekið offioe í Board of Trade þygging- unni, þar sem, hún selur handmál- að leirtau og allskonar hainnyrðir. Fólk ætti að nota sér tækifærið, og kau pa fallega og fágæta muni fyrir jólin. STÚDENTAFÉLAGIÐ heldur fund, á vanalegumi stað og tíma, á laugardagskvöldið þann 8- desember. Á þeim fundi verða ræddar fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá félagsins, samkvæmt tilkynningu, sem gerð var á síðasta fiundi, og gengið til atkvæða um þær. Einnig íer fram önnur kapp- ræða vetrarins. Efnið var valið m|eð sérstöku tilliti til þess, að næsta ár er hlaupár. Það er: "Á- kveðið að framför sé, að kvenfólkl sé heimilaður sami réttur og karl- menn hafa, til þess að bora kostn- að að sameiginlegum skemtunum karla og kvenna, og að þeim sé heimilaður sami réttur til bónorðs og karlmenn njóta.” Já-kvæðu hliðinni halda fram þær Miss Sig- urborg Oliver og Miss Ragna John- son, ©n máfetað karlmanna verja þeir, Mr. Thorsteinn O. S. Thor- steinsson og Mr. Ágúst Anderson. Það má búast við harðri sennu urilll kappræðenda, þar sem um svona mikilsvarðandi mál er að ræða.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.