Heimskringla


Heimskringla - 05.12.1923, Qupperneq 4

Heimskringla - 05.12.1923, Qupperneq 4
4 BLAÐSIÐA i HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. DESEMBER 1923 —— ------- ■ -s heimskrinqla lltofMl 188«» Kft«v M ft kverfaai m»tlk«(l«fi Elfeoduri THE VKWG PRESS, LTD. Nl X HS SAIU.BVT AVK., WIMNIFEO. t«himIi s-*aat7 T«« bUWM «r HM IrnU'Hi* bwf- 1at fyrtr fnm. Allar barfutr ruiOrt rátMMMl MaMu. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaSur. UtaaAakrtft til blaNalaai HeUnskrlnsIa Newa A Pnbllshlns Ca. Lessee of THfl TIKIWM rtUt, Ltl, flu UTi, Whit*r». Maa. •áaalahrtll til rUatJáraaa ESITflH ■■IfllKRIIfflLA, flai IHI WlailHa. Maa. The ‘Helmskringla’’ ls prlnted and pub- Ushed by Heimskrlngla Newi a*« Publishing Co., 853-855 Sargent Ate. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-S6S7. --------------------------- 1 — WINNIPEC, MANITOBA, 5. DES. 1923. Draumar. Bjami skáld í Húsafellsöxl, var einnig nefndur Bjarni Borgfirðingaskáld, eða Bjami skáld í Bæ, var uppi á síðari hluta 16. aldar. Hann var eldri samtíðamaður Björns bónda á Skarðsá, annála-ritarans góðkunna. Bjarni deyr, eftir sögn fróðra manna, um 1630. í>á er Hallgrímur Pétursson er nær 15 ára gampll, og kominn í ónáð hjá frændum sínum á 'Hólum fyrir kveðskap sinn og keski yrði. Eftir Bjarna ligg- ur ýmislegt og þykir það flest vel kveðið. Eftir hann er meðál annars, rímlur af Amúr- ates konungi, prýðilega vel kveðnar, og eru þar í margar vísur er orðið hafa þjóðkunn- ar, Rímur af Flores og Leo, og svo “Alda- söngur”, sem enn þykir með beztu kvæðum frá þessum tíma. Um kveðskap Bjarna seg- ir Þorsteinn Erlingsson: “Hallgríms íbjarta blys fékk neistan frá Bjarna skáldi, er dirnm- ast var á Fróni”. Hafði Þorsteinn miætur á Bjarna, svo að eigi gat hann hans að ekki fylgdi því einhver vinaryrði. Þótti honum Bjarni komast víða svo vel að orði. Fyrir- gaf hann honum allar hans kreddur og guð- hræðzlu. Ehda sagði hann sem satt var, að hann hefði verið víðsýnni og réttsýnni en allflestir um hans daga. Einkum var það þó “Aldasöngur” er hann dáðist mest að, enda má heyra í "Aldasöng” orðatiltæki og hljóma, er bergmála skýrt í því bezta sem kveðið er um þær mundir, og í sjálfum Passíusálmum, þó eigi sé hægt að segja, að Hallgrímlur taki þar að láni. Sýnir það bezt, er stærzti andi þeirrar tíðar finnur hjá hon- unj skyldleika, hvílíkt skáld og gáfumaður Bjarni hefir verið. I “Aldasöng” lýsir Bjarni samtíð sinni', og þykir henni heldur hafa hnignað við það sem var. Finnst honum fornöldin hafa aug- lýst meiri manndóm í orði og æði, en þó eigi sízt í andlegu atgjörfi. Sjálft landið beldur í hönd með íbúum. “Er skráð í annálsletri, fsland var Noregi betri”, seg- ir hann. En á þessari siðaiskifta öld, er alt komið á annan veg. Þjóðinni og landinu hefir farið aftur. Bendir á þann sannleika, sem of mjög er dulinn mörgum manni, að löndin standa ekki í stað ef þjóðunum fer aftur. Þeim hnignar. Afturför Iands er aft- urför þjóðar að kenna. Bjarni er fæddur um það leyti semj Jón Arason er hoggvin. Hann lifir yfir tímabil- ið sem konungsvaldið og lúther-dómurinn dansk-þýzki heldur innreið sína. Og hann sér glöggt hvað gerist um þau 70 ár, upp að þeim tíma að hann kveður “Aldasöng”: “Eg hef vel sjötíu ár, umi íslands ráfað krár, li.fað á litln hrauði, lafað við'kýr og sauði, ef önnur eins til falla. . ísland fær staðist valla- '■ Jörðin hefir brugðist, sprettan eigi lík því og var. Mentir dvínað, fjör og manndáð fallið í dá, hugsjónalífið horfið, fegurð^r næmið dofnað og að engu orðið. “öll skrif og ornnament er nú riíið og brent”. Skrauti og fegurð hinna helgu heimkynna burtu svift. Engu þyrmt. “Klukkur kólflausar standa”, jafnvel eigi hinum lágu bústöðum hinna látnu. “Klauftraðk og kúabeitir, eru kristinna manna reitir.” Vér skulum/ segja að Bjarni hafi verið, eí til vill eitthvað hlutdrægur í þessari lýsrngu sinn af samtíðinni. Þó að jafnvel sagan styrki framburð hans allan. Hann var orð- inn gamall, en hann sá heldur ekkert fram- undeui, sem þjóðin væri að keppa að. En myndin, sem “Aldasöngur” bregður upp, er af öld og þjóð, sem glatað hefir öllum sín- um draumum. Og ekki einungis glatað draumunum, heldur og líka mist gáfuna að geta dreymt, geta látið sig dreyma. Getur hann og þess, að það sé líka fánýtt að segja samtíð sinni frá draumum, frá hugsjónum, hún fái ekki skilið þá. “Mig skal ei mikið mæða, margt um sjónirnar ræða”. Draumgáfuna mpga þjóðirnar sízt við að missa. Þegar hún er farin, er hugsjóna- lífið horfið, andlega lífið dautt. “Sjáið hinn mikla draumamann” segir skáldið Gerok, eða öllu heldur Matth. Jodhumsson í hans orða stað, í hinj óvið- jafnanlega kvæði “Þar kemur draumamað- urinn”, ort út af sögunni um Jósep, eða öllu heldur orðum bræðra hans: “Þarna kemur draumamaðurinn”. — Lesendúr Hkr. eru flestir svo biblíufróðir, að þeir þekkja sög- una án þess, að hún sé sögð. En skyldi nú einhver ekki hafa lesið hana, þá er sagan þessi, og er hún fljót sögð:Jósep var yngstur sona Jakobs. Hann gætti sauða föður síns. Þá var hann 17 ára. Hann dreymdi draum og sagði hann bræðrum sínum, en þeir Iögðu óþokka á hann fyrir. Hann- dreymd'i, að þeir bundu kombindi á akri, og að kornbindið hans reisti sig upp og hin bindin lutu því. Aftur dreymldi hann draum, að sól og tungl og stjörnur lutu hon- um, og faðir hans vítti hann fyrir drauminn. Nokkru seinna sendir faðir hans hann úr dalnum Hebron, til að leita bræðra hans er farnir voru til Sikhem. Hann fór en viltist á mörkinni, hitti þá mann nokkurn, og mað- urinn spurði hann og mælti : að hverjum leit- ar þú. En hann svarað, “eg leita að bræðr- um mínum”. En maðurinn sagði: “þeir eru famir héðan til Dóton”. Og Jósep fór eft- ir þeim, og fann þá í Dótan. Og þeir sáu hann álengdar, og þeir sögðu hver við ann- an: “Hana! þarna kemur draumamJaður- inn”. Saga Jóseps er lengri og getur um við- skifti bræðranna, er enga drauma dreymdu, en lengra þarf ekki að segja hana. Út af þessum parti sögunnar er kvæðið. — Efnið mikla og hinn þýðingarmikli boðskapur kvæðisins er þessi, “að þarna kemur sá, sem leitar bræðranna, — þarna kemur drauma- maðurinn.” Fyrirlitinn og ofsóttur af bræðr- unum, en sá er ekki eingöngu bjargar lífi, heldur og sál þjóðarinnar. Og skáldið horf-/ ir yfir sögu mannkynsins. Og hann endur- tekur aftur og aftur orð bræðra Jóseps, er hann sér einn eftir annan koma fram, er vak- ið hefir andlegt líf. Þeir koma úr einveru. Þeir hafa gætt sauða föður síns, þeir hafa verið í návist við hina ytri tilveru; við erfiði og stryt, þar sem alt stuðlaði að því, að gera draumana ljósa. Þeir hafa allir farið yfir eyðimörkina. Þeir hafa allir leitað bræðranna, og svo hyllir undir þá af dals- brúninni. “Þarna kemur drauma maður- • ** ínn . I draumnumi hefir þeim vitrast að korn- bindin þeirra reisa sig sjálf á ökrunum, að jafnvel sól, tungl og stjörnur hlýða þeim. Kornbindið hefir veitt þjóðunum næringu og fæðu — nokkur brauð og fáeinir fiskar mettað mörg þúsundir manna. — Sól, tungl og stjörnur hafa lotið þeim, — heimurinn endurfæðst í draumnum. Draumar hafa endurfæft heiminn, yngt upp voru gömlu veröld, öld af öld, gefið þjóðunum aftur þeirra glötuðu æsku, vakið hvarvetna og ávalt nýja tíð, — draumur, og draumar, draumamannsins og draumamann- anna. — Frá þessu skýrir skáldið og hinu líka, að alla jafnast hafa draumamennirnir verið víttir fyrir draumana, og að bræður þeirra hafa lagt óþokka á þá. £n þó oftast fyrir það, að kornbindi draumamannanna reistu sig sjálfkrafa á ökrum, að draum- urinn var hið sanna lífsins brauð, — brauð en ekki steinar. Einn eftir annan leiðir hann þá fram. “Margur gæddur guðdómsljósi, grýttur flýði borg og lönd,----- háði leiddur heims á vegi, heimann einn á brautu rann”, en “sigldi heim á svásu fleyji, — sjá hinn mjkla draumamann”. Og svo bendir hann loks á hinn mesta draumamann, þann sem stærsta drauminn dreymdi, drauiriinn um alveldis-sigur kær- leikans — sigur sælunnar yfir öllum nauðum og þrautum. Drauminn mikla um það “þegar hið fyrra er farið”. Draumamlann- inum þeim, er ekki tekið betur, þó er draum- urinn hans og verður altaf, hin mikla h'f- eign þjóðanna’ — brauðið sjálft er mettar- þúsundirnar allar. “Loksins sézt írá sólarstorðum svífa fram með dýrðarskraut, hann, semj tolÉndir toræður forðum touðu spott og kvalajiraut. Eitir þjóð með þjóst og spotti, byrnikrýnda guðssoninn, torópar “blóð”, með blindu glotti: “Burt með drauma konunginn”. — Að vísa draumakonungnum burtu, er að glata gáfunni að geta dreyrnt, er lífsglötun einstaklingunum og þjóðunum. Þjóðlífið verður “klauftraðk og kúabeitir”, klukkan, er kveðja skal saman til alvarlegra athafna, “kólflaus” — hljóðlaus þó steypt sé úr hinu skírasta silfri. Gústav Vasa dreymdi draum meðan hann enn var í skóla, hneptur yfir latneskum stýlum og nafnorðabeygingum. Utlenda fræðin breyttist í innlenda sögu. Svíþjóð várð voldi^ ríki í drauntnum. Hin sænska þjóð varð voldug þjóð, fjallagarðurinn nor- ræni reistur “til himins-stoðar”, eins og eitt skáldið komst að orði löngu seinna, bæði fagurlega og rétt. Vér segjum rétt, því sann- ari orð hafa aldrei verið rituð. Hann rrieð Dalakarla að baki sér, hafði stökt öllum ó- vinum úr Iandi. Það var eigi að furða, þó hann svaraði kennaranum út í hött, mitt í draumnum, er hann var kallaður upp að yfirheyrsluborð- inu. En margfaldan ávöxt bar þessi draum- ur Gústavs fyrir heiminn móts við það, þó hann hefði þá getað Ieyst úr latínuspurnr ingunni. Draumurinn Ieið ekki úr minni. drauma- maðurinn fór eltur og landflótta, en hann sagði frá honum hvar sem hann fór. Draum- urinn rættist. Óvinunum1 var stökt úr landi. Norrænu fjöllin hækkuðu og urðu megin stoðirnar er himnana báru, landið fríkkaði og þjóðin óx. “Sænsk þjóð — guðs þjóð”, hrópa ung- kirkjumennirnir í Uppsölum nú á dögum. Þá varð sænsk þjóð, guðs þjóð, er hún var orðin frjáls og upprétt þjóð, er hún leysti hugsana og kenningafrelsið úr viðjum með fórninni stóru 1632, — er hún endurfædd- ist í draumi síns mesta og vitrasta manns. iAbsalon erkibiskup dreymdi draum, er hann í klaustri hinnar helgu Sunnifa suður á Frakklandi iðkaði íþróttir og riddaraskap jafnframt því, sem hann nam heilög fræði og tíðasöng: Sameinaða Danmörk sezta í menningar öndvegi allra Norðurlanda, og Eystrasaltið innlendan norrænan sjó. Draum- urinn rættist. Henrik Dalgas dreymdi draum.. Manninn með spaðiann og rekuna. Á hinum ein- manalegu ferðum um Jótlands-heiðar, brá draumnuný upp fyrir honum, og hann sagði heiðabændúnum frá honum. “Sjáið drauma manninn sögðu þeir”. Þeir hristu höfuðin. “Nei, þar gat ekkert sprottið”, ekkert lifað nema horaðir sauðir og hungraðir og klæð- lausir öræfamenn. Álhellan sá fyrir því. Hún breiddiist þar yfir alt. En draumurinn sagði honum annað. Hann gerði sem honum var fyrir sagt í draumnum. Heiðin klæddist grænum skrúða. Skógartrén breiddu limið út yfir hreysi hirðingjans, Iækirnir komu aftur upp úr jörðunni og fóru að renna. Draumurinn rættist. ‘Niels Finsen dreymdi draum, — og réði hann. Hann var fæddur og alinn upp í i smláþorpi á eyju afskektri út í Atlanshafi. ‘Hann var óhraustur, sem barn og sem full- tíða rnaður. Hann fór því meira einförum í æsku en títt er með börn. Að skeljum og fjörugrjóti lék hann sér. Við það gat hann setið og dreymt. Dýraríkið er ekki fjöl- skrúðugt í Færeyjum, þess léttara er að kynnast hverri lífsmyndinni fyrir sig. Finsen vandist snemma á að taka eftir. Er hann kom til háskólans í Kaupmannahöfn, var það einn dag, að hann horfði út um herberg- isgluggann sinn á Garði, að hann sá hvar köttur baðaði sig í sólskininu undir álminum mikla þar í garðinum. Og eftir því sem skugginn færðist við sólarganginn og Iagði á köttinn, fæsrði kötturinn sig í sólina aftur. Nokkru seinna tók hann eftir hinu sama með orma við brúarsporð niður á Kristjáns-höfn, að þeir færðu sig jafnan úr skugganum í ljós- ið. Hvað var það í sólarljósinu sem verk- aði svo á skepnurnar? Þetta leiddi til draums- ins. Seinna sagði hann frá því. “Eg hefi jafnan leitað ljósins og lífgjafans, sem í því félst. Eg hefi þurft þess svo miikið með.” Drauminn réð hann, og á þann hátt sem kunnugt er, svo að sem| næst hin fornu orð hafa ræzt: ‘IHið sanna ljós, það var í heíminum og heimurinn var fyrir það gerð- 9* ur. Jón Sigurðsson dreymdi draum og þá Fjölnis menn. Um draumana þeirra þarf ekki að ræða, allir hafa heyrt þá oft og margsinnis. En einkum um þá Fjölnis menn mun það fyrst hafa verið sagt: “Þama koma draumamennirnir”, og munu þeir eigi ósjaldan hafa verið víttir fyrir draumlana. En að fsland ^r Noregi jafnt, og ekki sem á dögum Bjama í Húsafelköxl, mun mega þakka draumum þeirra og að þjóðin hefir að eirihverju leyti tileinkað sér þá. Vér höfumi ekki fariði víða vega í máli þessu. Vér höfum farið frá fslandi til Jórsala, og til baka aftur um Norðurlönd og Færeyja tii íslandisi. Hina fornu leið suðurgöngu manna. Með öðrum orðum, um hinn kristna heim. Lesendur fyrirgefa ef þeir voru ekki við því búnir, að fara í þetta ferðalag. Og skulum vér þá snúa við, og hraða ferðinni seiri eftir er — vestur og heim. Hvað sem þá tekur við, og kom- as!t sem fyrst í rúmið og sofna og sofa draumtalaust, eins og beztu samvizkurnar hér vestan hafs En með þessu ferðalagi, þó við- staðan sé lítil, mun það þó Ijóst, hvílíkan þátt draumarnir eiga í lífi þjóðanna. Og hitt mun og líka ljóst, að draumamennirnir eiga eigi alla jafnast vinsældum að fagna. En gerir þeim það svo mikið til, “Þó pjóðin elti mieð þjóst og spotti, þyrnikrýnda draumnuanninn?” “Eg hefi jafnan leitað Ijóssins, eg hefi þurft þess svo mikið með”, sagði Finsen. Nægir ekki það svar? Þegar gáfan að geta dreyirit er mist, er Iífinu glatað. Þegar maður horfir á það, sem á dagana hefir drifið hér á með- al vor Islendinga vestra, hlustar á naggið og þrefið, horfir .á alla smámlunasemlina, þá er erfitt að verjast því að láta sér finnast að andlegi heimurinn sé annað en “klaufatraðk og kúabeitir”. Hing- að komu þó menn er áttu drauma, er dreymdi fyrir ferðinni og því, sem hér átti á daga að drífa. Eiginlega held eg að öll þjóðin vesturflutta hafi átt sér draum, verið andlega vakandi. Hvað er orðið af þeim draumum, hafa þeir ræzt, eða eiga þeir eftir að rætast, eða glatast þeir og verða aldrei neitt? Hver er vottur andL lega Iffsins? Fær hér ekkert sprottið. Veldur álhellan því? Um trúarbragðadeilurnar er það að segja, að um þær finst mér síður vera að sakast en miargt annað. Fyrir rnitt leyti get eg sagt það, að þeim á eg það að þakka, að hugur minn er að ein- hverju leyti vakandi, lausari við hleypidóma en hann hefði annars verið, og mun eg svo lengi sem eg fæ nokkuð munað, blessa nafn þeirra, er fyrstu andmælin hófu gegn öfgunum, og fyrsta málstað tóku hinna frjálsu skoðana. Én það er hið annað nagg og þref, en einkum og sér í lagi stefnan, eða öllu heldur stefnu- leysið á þjóðfélagssviðinu, sem gerir það að verkum, að tafist hefir fyrir að draumarnir rættust, og sem snúið hefir þjóðfélagi voru í flag, í “klauftraðk og kúa- beiti”. Hugsunin sú að haétta að vera ti'l þjóðernislega. Draumarnir voru á eina eða aðra vísu hinir sömu og draumur Siurlu Þórðasonar: “Þat hafi ek ætlast að eigi skuli hlutur vor minstur verða á landi hér”. Margt heimtist til þess. Fyrst og fremst að vér fáum vemdað tungu vora, og það er hægt. Annað, að vér fáun^ haldið vakandi hjá osis með- vitundinni um örlagaeining vor allra, og það getum vér. Þriðja, að vér fáum unnið saman að öll- ums dugandi störfum, þótt oss greini eitthvað á í sérskoðunum, og fjórðalagi, að vér fáum að lokum, þegar búið er að 'hreinsa ,til aftur myndað eina heild, eins og vér erum af einni ætt og ein- um uppruna. Og í það horf er óðum að færast. Nokkur hluti þess draums hefir þegar ræzt. I ýnnlsum efnum hafa draumj- arnir ræzt, að hlutur vor yrði ekki síztur. Nokkra menn eigum vér, sem vér þorum að jafna móti hverjum sem eru í álfu þessari. Og vér eignumst fleiri. Það er ekkert nema aumlegt víl, að fyr- ir oss þurfi að liggja hér, eða hvar annarsstaðar sem er, hvarf og týnzla. Það hefir heyrzt, en rödd sú er lífstöfm stóra. Ef vér viljum, mun kombindi vort reisa sig sjálft á akrinum og telj- ast engu ódýrri fæða en kom- bindi hinna bræðranna. R. P. ' U-----------------------— Dodd’fl nýmapillur eru bezta nýrnameSalitS. I^ækna og gigL bakverk, hjartabilunt þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ár $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um «ða frá The Dodd’s Med>c>n« Co.. Ltd., Toronto, Ont. Þorleifur Jóakimsson, Jackson. 13. sept. 1847 — 23. júní 1923 (Kiðurlagj. ÍÞá ná þessar minningar ekkí lengra, en ljósar eru þær og greini- legar um þann mesta rauna- og sly/sajpátt í landnámissögu Islendrl inga h&, vestra — bóluveikina og manndauðann mikla 1876. Þorleiíur mun hafa toaldið til f Nýja-íslandi enn um tveggja ára tímla, eða vel það. Árið 1878 kvong- ast hann, og gengur að eiga önnu: Sigríði Ámadóttur. Utm ætt henn- ar er oss ókunnugt, en hún imrn hafa verið ættuð úr sveit hans aðt heiman. Tvo syni eignuðust þau en rni.stu toáða strax. Skömmu síð- ar andaðist kona hans. Mun hann þá hafa flutt suður til Dakota nokkru þar á eftir. Aftur kvong- aðist hann árið 1882 í ágústmán- ,uði, og gekk þá að eiga Guðrúnu yfirsetukonu Jónsdóttur Jónsson- ar, er ættuð var úr Berufirði aust- an. Era þeir Þorvaldssynir, Stíg- ur kaupmaður á Akra, N. Dak., og toræður han-s, og Guðrún kona Þoríeifs systkinabörn. Jón faðir Guðrúnar var bróðir Yiltoorgar móður þeirra Þorvaldssona. Bjuggu þau saman í nær 30 ár. Andaðist Guðrún 25- marz 1012, v-estur í Kristnesbygð í Sask., þar seip þau tojuggu þá. Þriggja dætra varð þeimi auðið, dóu tvær á unga aldri úr skarlatveiki árið 1888 f Dakota, en hin þriðja, er ungfrú Þorstfna Jackson B. A. tungumála- kennari í borginni New York f Bandarfkjunum. Gekk ihún tjif m-enta, útskrifaðist frá Manitoba*- háskólanum vorið 1913. Stundaðí skólakenslu um tíma eða upp að haustinu 1918, að hún vistaðist hjá Beglu Bauðakrossins, Æór til New York, og þvínær til Erakk- ■lands og Þýzkalands. úr þvf ferðalagi kom hún til baka aftur árið sem Jeið. Yoru þau þá hér saman feðginin uin nokkurn tímia í fyrra vetur, þangað til hún fór austur aftur. Er þorleifur fluttist til Dakota nam hann land skamt norður og- austur af Akra, við Tungu-á, þar sem kallað var á eystri Sandhæð- um. Bjó hann þar í rúm 20 ár. I,andið var fremur rýrt til búskap- ar, átti hann því freinur örðugt uppdráttar framan af. Sjálfur var ^hann vinnusamur og iðinn en þróttlítili, og ekki búhneigður- Aftur var kona hans meiri við bú- störfin, svo að með -hennar tilhjálp • varð afkoman sæmileg. Að upp- lagi voru þau bæði greiðvikin og hjálpsöm, sem flestir landn-emar á. þeim árum, því þaö auðk m i* þann tíma öðr j fr'imur í sög i vorri hér. Bam tóku þau til fóst- urs af hjónum er brugðu búskap um það -leyti — önnu Sigurð-ar- dóttur, og ólu upp til fulltíða aldurs. I’élagslyndur var Þorleifur á-alt og öll þau ár sem haiin -bjó í Dakota, heyrði hann til lestrar- félagi bygðarinnar, og starfaði fyrir það. Voru 1-estrarfélög á hin- um fyrri árum mjög nauðlynleg, því fæstir höfðu efni á, að kaupa það af íslenzkum toókúm er út kom, en án íslenzku bókanna hefði andlega lífinú skjótt farið

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.