Heimskringla - 23.04.1924, Side 6

Heimskringla - 23.04.1924, Side 6
I 6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRIN G.L A WINNIPEG, 23. APRÍL. Ekki má sköpum renna. SIGMUNDUR M. LONG, þýddi. “Ó, all sæmilega”, sagði hin illa haldna Cythia. “en eg fann ekki ánægjuna í því”- “Fleygií þér honumj heldur frá yður”, sagði hanr. aivarlegur, þegar 'hann sá, hvað hún var orðin fölleit. “Það er varasamlt að reykja miikið í einu-” Cynthia hélt samt hiklaust áframt, en eftir tvær til þrjár mínútur, datt vindlingurinn úr hendinni á henni, og hún starði útí loftið og Ieið auðsjáanlega illa. “Já, þarna kemur það”, sagði Darrell stillilega, yður líður ekki vel, — mig grunaði það, en það kom fljótara en eg hugði; yður er þó ekki mjög iriikið ilt — eða hvað?” Cynthia hristi höfuðið. Henni var ómögulegt að koma upp orði Darrell gaf henni gætur nákvæmlega með kvíða ag sjálfsálöstun. “Eg var asni að láta yður reyna þetta”, sagði hann iðrandi. En eg varaði yður; gerði eg það ekki? Það var ákaflega leiðinlegt. Finnst yður in- nýflin biltast um í yður? það er ónötalegt. Svona fór fyrir mér þegar eg reýkti ífyrsta sinni, hérna eg skal styðja yður; þetta líður fljótt frá.” Hann ifærði sig nær og vildi styðja hana, m(eð handleggnum, en Cynthia ýtlti honum frá sér. “Nei, það er að batna”, sagði hún og reyndi að brosa. “Lof mér að sitja um stund, og þá er það búið”. “Já,” sagði ‘hann, án þess að láta sér mislíka; var rólegur og horfði alt annað en á Cynthiu. Cynthia var fljót að ná sér og roðinn að jafna sig um andlit hennar. Hún teygði úr handleggjun- um og hló. “A-ha, þetta var viðbjóðslegt”, sagði hún. “Eg skil ekik í, að þér skuluð reykja, þetta er annar vindlingurinn sem þér reykið í dag” ‘“Hvernig vitið þér það?” spurði hann fljót- lega. Eftir því hafðið þér séð mig, þegar þér stóðuð á brúnni, því þér létuð sem þér sæjuð mig ekki?” Cynthia roðnaði í andliti og beit á vörina af gremju, en það var ekki um annað að gera, en að segja eins og var. “Eg %issi ekki hvort þér kærðuð yður umi það’ , sagði hún”, “mér datt í hug, að þér vilduð ekki sjá mig”. “Það var svona, þér vilduð ekki sjá mig”. “Það var svona, þér ímynduðu yður að eg forð- aðist yður vegna föður yðar. Það sýnir, að þér hafið haldið að eg væri óþokka piltur, en yður fórst það Iaglega, eg hefði þorað að veðja um, að þér hefðuð ekki séð mig. En það var heppilegt, að eg gaeBti að yður. Næsta sinn hagið þér yður ekki svona einfaldlega”. “Egvil feginn vera félagi yðar; eg hefi hér enga leikbræður, og aít er svo tómlegt; eg kann vel við yður, enda þó þér séuð stúlka. Eigum við ekki að vera saman af og til? Eg skal kenna yður að fiska, en eftir á að hyggja”, sagði hann alvarlegur. “Lík- lega fáið þér ekki leyfi föður yðar?” “Jú, sannarlega fæ eg það”, sagði Cynthia. “Hann hefir ekki hafið ófrið við Sir Anson, en það er Sir Anson, sem hefir ....... “Og faðir minn segir, að það sé heimska og illgirni að ala með sér óvild til fólks, og hann sagði eg mætti vera kunningi yðar, ef eg kærði mig um það.” “Já, en ætlið þér að gera það?” spurði hann með áhuga. Cynthia hikaði við að svara, og Darrell tók þögn hennar sem fullkomið samþýkki”. “Eigum við að bmda þetta handsölum? spurði hann. Hún lagði fallegu hendina sína í hans, sem hann tók á móti og þrýsiti innilega, svo sátu þau dálítið lengur og töluðu saman, það er að segja, hann hafði orðið, en hún hlýddi á. Hann sagði henni um skól- ann og félaga sína; um fyrsta slagsmilið sem hann hefði verið í, mjög ítarlega, og Cynthia sannfærð- ist um það meir og meir, aðviðureign þeiria Darrells og Sampson, hefði verið að telja sem barnagaman, hjá því, sem hann hafði áður gengið í gegnum- Hún varð því hrifnari, sem hún hlýddi lengur á. Darrell Frayne var fyrsti drengurinn, sem henni fannst nokk- urs um vert, af þeim sem hún þekti, og hann opn- aði nýju og óþekkto heima fyrir henni, þegar þau skildu, tilnefndu þau og stað Itil að mætast á næst. Vikuna næstu fundust þau á hverjum degi, og urðu hinir allra beztu vinir. Hann kendi henni að egna snöru og fleira þesskonar, og Cynthia var bæði fljót að læra og handlagin. En það angraði hana, er hann sagði henni í raun og veru, væru stúlku- börn undarlegar mannverur, og sig hefði ætíð furð- að á því, hvers vegna þær væru til. Cynthia sagði föður sínum alt sem þeim fór á milli, og Drayle hlýtti á irieð sínu einkennilega brosi. Hann sanfærðist um, að bæði drengurinn og Cynthia voru eins saklaus og verið gát, og að það var ekki nema holt fyrir þau að vera saman. Eitt kvöld, er þau Darrell og Cynthia voru á leið til þorpsins til að kaupa súkkulagði, heyrðu þau vagn- skrölt fyrir aftan sig og urðu að víkja til hliðar frá vagni sem kom frá Dursley”, vagnskýlið var op- ið og þau sáu gamla konu í vagninum. Þeim fannst hún svo einkennileg að þau stóðu og horfðu á hana. Cynthia hafði aldrei séð annað eins, konan var érlega ríkmannkga klædd, og hið duftborna and- iit hennar var með óteljandi hrukkum. Á fingrun- um glóðu dýrmfætir hringir, er hún lyfti hendinni upp til að láta á sig gleraugun. Hún hallaði sér ofur- iítið áfram í vagninum og leit í kringum sig, stolt- lega, en semj þó sýndist breytast, er hún kom auga á piltinn og stúlkuna, sem stóðu við götuna, var sem brcs liði hennii um, varrr, líkt og henni væri ánægja í að sjá lagleg börn. Cynthia galt ekki litið af henni, en Darrell gaf sig ekki að því, hann hafði séð meiri háttar frúr. Alt í einu kallar frúin í skörpurm og og skipandi róm : “Stattu við”! Vagnstjórinn stöðvaði hestana, og gamla konan veifaði gleraugunumsínumtil barnanna, Darrell færði sig nær og tók af sér húfuna, én Cynthia stóð kyr sem fyr. Getur þú sagt miér, hvað langt er til Summler- leigh?” spurði frúin með skörpum og hálfskipandi róm. Á andlitinu myndaðist bros, en við það urðu hrukkurnar ennþá fleiri. “Það er hér irtjög nærri — þarna upp á bakk- anum”, sagði Darrell. “Þakka þér fyrir”, sagði hún, “Keyrarinn er bjálfi”, bætti hún við án þess að lækka róminn, “eg var hrædd umi, að hann væri viltur, átt iþú hér heima?” Hvað heiturðu?” “Darrell Frayne”. Gairila frúin hneigði sig lítilshíáttar. “Það nafn kannast eg við”, sagði hún. “Þú ert af góðri ætt, drengur minn. Er þetta systir þín?” hún starði á Cynthia gegnumi augnaglerið, og Stúlkan hafði vik- ið svo við höfðinu, að henni var auðvelt að sjá, að hiún var sérlega fríð. “Nei”', sagði Darrell, það er leiksystir mín”. “Þú ert smekklegur að velja þér leiksystkini, ungi vinur minn”, sagði frúin. “Viltu gera svo vel og nefna við ökumanninn að halda áfram, vertu sæll og hafðu þökk fyrir vinur minn.” Vagninn hvarf. Darrell og Cynthia voru eftir að tala um þenna sérstaka viðburð. “Þetta er einkennilegt gamaim)enni”, sagði Qarr- eli. “En hver ætli hún sé? iríér finnst hún sviplík einni af ættarmyndunumi heima hjá míér. Ef ti! vill er hún á leiðinni þangað. Nei þá hefði hún ekki spurt eftir Summerlejgh”. “Það var mikill heldrimanna bragur á henni”, sagði Cynthia. En hún þrautstarði á mann í gegn- um glerið sitt, og það var mjög svo leiðinlegt ” “Hún var cskemtileg sagði Darrell, og svo var ekki meir um það. Þau keyptu súkkulagði eftir nokkurn ágreining um, hvaða tegund það ætti að vera. Svo fóru þau ofan að ánni og neyttu þess þar. Veðrið var yndælt um kvöldið, og tíminn leið áður en varði. Loksins þegar síðasti molinn var étinn' og Cynthia hafði ságt í það minst tíu sinnum “ nú verð eg að fara”, þá skildu þau og Darrell hrópaði: “Um sama Ieyti á morgun, Cynthia”! Hún hiljóp að bakdyrunum á húsinu og komst bannig inn í eldhúsið svo lítið bar á, og ætlaði að búa til teíð, en stansaði er hún heyrði mannamál í dagstofunni. Hún lauk upp dyrunum og henni varð hverft við, því í hægindastólnum sat gamla konan, sem þau mættu á leiðinni og gagnvart henni sat hr. Drayle snöggklæddur, eins óg hann var vanur. Hann laut til Cynthia og brosti. En gamla frúin lyfti gler- augunum og komj á andlitið þetta hvimleiða bros. “Ó-jæja, þetta er iþá Gynthia, við höfum sézt fyrr, eða er ekki svo? Enn hvað hún er lík Emelíu. Nú sé eg það betur”. “Þessi frú er ættingi þinni Cynthia”, sagði Drayle. “Hún er náskyld móður þinni, Lafði West- lake”. Lafði WeStlake hneigði sig og skoðaði Cynthiu með sínum hvössu augum frá hvirfli til ilja. “Komdu til mín, Cynthia”, sagði hún, “og lof- aðu mér að kyyssa þig.” Cynthia hikaði við. Henni var ógeðfelt að nokk- ur kysti hana, nema faðir hennar. Lafði Westlake var nógu glöggskygn til að taka eftir því, og hún sagði brosandi. “Svo látum við það bíða, þar til seinna.” Cynithiu þótti' vænt um þessa tilhliðrunarsemi, og sagði svo við föður sinn inn leið og hún fór úr stof- unni. Nú skal eg koma með te”. “Hún er skemtileg”, sagði Lafði Westlake, þeg- ar hurðin féll að stafnum á eftir Cynthu. “Guði sé lof hún líkist í miína ætt en ekki yðar, herra Bradley”, það er yfirgengilegt hvað hún er lík móður sinni á hennar aldri.. Eg er ekki með sjálfri mér, ef þessi stúlka verður ekki fágæt að fegurð með aldrinum. og það er enn meiri hvöt fyrir yður að fallast á mín ráð. Stúlkubarn af þessari tegund er ékki vel valin til að alast hér upp, og hún benti með hend- inni fram í eldhúsdyrnar, þegar þér hugsið yður um, og sjáið að eg hefi rétt fyrir niér. Hvað haldið þér að verði úr henni hér? Hún fengi máske hand- verksmann, til dæmis jármsmið, — eða hver er yð- ar meining; þér segist vera fátækur, og að líkindum verður það svo framvegis. Lundarfar yðar hefur ætíð verði einkennilegt, og þessi húsbúnaður — hún litaðist um í hinu fátæklega herbergi, — það er ef til vill viðunandi fyrir yður og yðar afkvæmi. En þér megið ekki gleyma því, að barnið — hvað er það nú sem hún hei'tir — Cynthia — að hún hefur alimikið af mínu blóði í æðum sínum. Já, mér er nauðugt að misbjóða tilfinningum yðar, Bradley” en »* “Það getið þér ekki heldur”, sagði Bradley kulda- lega. “En þér hljótið að geta séð, að það er synd að halda henni hér. Og þér hafið ætíð sýnt yður sem skynsamur maður — að vissu leyti”. “Eg þakka”, s'kaut Drayley inn í, með sama tón sem fyr- “Og þér mjunuð sannfærast um, að eg hefi rétt Eg er ein iriíns liðs og rík. Eins og eg sagði yður nýskeð, langar mig til að hafa einhvern, sem mér þykir vænt um. Mér er hugleikið að breýta við dóttur yðar eins og hún væri barnið mitt. Taka hana mér í dóttur stað og arfleiða hana að eigum mínum. Mér finnst þetta vel boðið, og lí yðar spor- um mundi eg ekki hafa sagt nei; ékki getað varið það gagnvart henni.” Dayiy tannaði munnstykkið, og neri hægri auga brúnina, sem var siður hans þegar hann átti úr vöndu að ráða. \ “Nei”, það get eg ekki”, sagði hann stillilega, og svo Iágt, að Lafði Westlake varð að lúta að hon- um til að heyra. “Það er eflaust skylda miín, að hjálpa henni áfram í heiminum. Eg hefði nærri sagt, að það væri lakast hvað við höfum mikið sam an að sælda, svona er það, þó yður ef til viill finnist það hlægilegt. Þetta eru hrein og bein sannindi, og engin sérvizka úr rriér. Eg hefi ekki aðra en Cynthiú í þessum ‘heirnli — og sama getur hún sagt um mig.” “En góði maður, haldið þér að eg skilji þetta ekki”, sagði frúin. “Það er sjálfsagt, að þér komið til London og sjáið hana, eins oft og yður sýnist, og hún getur komáð til að sjá yður, eg er ekki alveg samvizlkulaus, þér eftirlátið mér hana — sem ætti að vera henni sjá'ffri fyrir beztu, og með því séð fyrir frairitíð hennar, og takið nú eftir, Bradley, hvað hafið þér hugsað fyrir henn, ef þér skylduð deyja? Þér megið e'kki reiðaslt þó eg segi þetta við hljótum ölla að vænta dauðans, og hvað er svo?” Drayle hneigði sig alvarlegur, um stund sat hann þegjandi og svo sagði hann: “Við skulum láta Cynthiu skera úr þessu.” Lafði Westlake rak upp stórann hlátur, og svo sagði hún nei. Minn góði Drayle, þér verð- ið að gera henni skiljantegt, hvað hún vinnur við þessa breytingu. Hugsa um hana — einungis um hana”. Cynthia lauk upp dyrunum. “Nú er teið til”, sagði hún. “Hafið þér nokkuð á mkSti, að við drekkum það í eldhúsinu?” spurði Drayle. “Það er siður okk- ar, og eg gleymdi að segja Cynthiu að bera það inn hingað”. “Biðjum fyrir oss”, svaraði Lafði Westlake strax, “það er þó nýstárlegt fyrir mig”. Hún lyfti upp pilsfáldinum og fylgdist með út í eldhúsið, sem hin fámenna ifjölskylda hafði líka fyrir borðstofu. Meðan þau drukku teið notaði lafði Westlake sér betta óvænta tækifæri — og reynai að laða Eynlthiu sem mest að sér, greifa- inna Gveiidoline aif Westlake, hafði alla sína æfi Ieik- ið þá list, að vefja sínum méðbræðrum og systrum umfingur sér, semi mest gat verið, og það mátti merkilegt heita, ef hún hefði ekki unnið svig á Cynthiu, og áður en teinu var Iokið, sat hin unga stúlka og hlustað hugfanginn á orð gomilu konunnar Bradley Drayle salt þegjandi og leit á þær til skiftis. Hann skyldi afar vel hvað Lafði Westlake var að fara, og hlaut með sjálfum sér að dázt að hvað hún var tölug og sannfærandi. En hann, hann var særður blóðugu hjartasári, því honum var var Ijóst, að hún var að vinna. “Nú set eg mag inn í hina stofuna og fæ mér of- urlítinn dúr í hægindastólnum,” sagði hennar náð. “Eg hefi gent föður þínum tilboð. Eg vildi feg- in geta tekið þig með mér heim, og svo héfðir þú heimili hjá miér framvegis. Faðir þinn getur nú tal- að um þetta við þig, og þegar eg er búinn að hvíla mig um stund, getið þið sagt mér hvað þið afráðið”. “Hver er eiginlega meining hennar, faðir minn?” spurði Cynthia, þegar hennar náð var horfin inn í stofuna- Með spekt og gætni, sagði Drayle henni hvað hvað hún færi fram á, Cynthia hló hátt og horfði á hann með undrun og kvíða. “Yfirgefa þig, faðir minn”? “Aðeins um' lítinn tíma, Cynthia,” sagði hann hughreystandi, “ eg jafna mig, og ef satt skál segja, vil eg að þú þiggir boðið.” “Viltu það, — er þér alvara?” “Já, einkuirí vegna þess, að eg held þú hafir gott af því. Á hinn bóginn hefi eg ásett mér að fara í langferð, og gæti helzt ekki tekið þig m»eð mér. Já Cynthia, hún sem þarna er inni, er skyld þér gegnum móður þína, að vísu kemur hún talsvert sérkenni- lega fyrir. En eg veit ekki annað en hún sé góð kona. Hún getur að öHu leyti veitt þér afbragðs uppeldi, og hún kemur þér inn í samkvæmislíf heldra fólksins, og mundu það — að til þess ertu rétt bor- in, sem dóttir móður þinnar. Það er eðlilegt að þú skilur þetta ekki í svipinn, en eg segi þér það Cynthia í fullri alvöru, að eg þori ekki að 'hafna boðinu, þú verður að fara, góða barnið mitt”. j Þau voru Iengi að ræða um þetta. Fyrst var Cynthia óbifanleg og sagði hreint og beint, að það væri ekkert til, sem gæti áðskilið þau, en siríám saman gat faðir hennar sannfært hana, og með aug- ■un full af tárum, samþykti hún, að lokum. Faðir hennar var mjög hrifinn, og duldi það þó sem mest hann mátti. Hann varð að lofa þeim, að hún mætti koma aftur nær sem( hún vildi, eða þá hann kæmi til að sjá hana. Síðari hluta næsta dags gekk Darrell ofan að brúnni, til að m|æta Cynthiu. En hún kom ekki, — sem hann var leiður yfir og skyldi ékki hvernig gat atvikast. Svipþungur, með hendumar í vösunum, var hann á rölti meðfram ánni. Nokkuð frá sér sá hann vagn á hraðri ferð, nærri hulinn rykmekki- í honum sá hann gömlu konuna undarlegu og aðra persónu, sem minti hann á Cynthiu — en það gat ómögulega verið hún. Og þó var það hún, þegar hann kom heim fékk ein nvinnumaðurinn honum brét miða, sem hann braut upp fljótlega las: “Góði Darrell! Eg er að fara burtu mleð frændkonu minni. Mér líður sárilla út af því, að geta ek'ki kvatt þig. En hún vill ekki bíða. Eg vona við sjáumst áður en langt um lfður.__________ Þín vinstúlka Cynthia. P.S.—Eg er ófarsæl, að verð að fara.—Sama. 5. KAPÍTULI. Cynthia grét af og til mest alla leiðina til Lon- | don. Lafði Westlake gerði enga tilraun að hugga j hana. Hennar náð þóttist vita svo mikið að þéim mun ríkuglegri sem tárastraumurinn væri frá þessumungu augum, þeim iríun fljótar mundi honum linna. Sveipuð í kostbæra kápu, hallaði hún sér uppvið í einu horninu í vagninum, og horfði út um gluggann, eða hún las í m|orgunblöðum, eða hefta-ritunum, sem þar var nóg af, í vagninum. Cynthia var ekki svo sorgþrungin, að hún tæki ekki eftir því, sem frarn fór kringum hana- Hún sá, að Lafði Wesblake, vildi láta votta sér hina allra mestu viðhöfn og virðingu af hverjum og einum, og j svipurinn sýndi að hún áleit sig meiri að mentun og mannvirðingu en flestar persónur aðrar, og það var j svo að sjá, sem aðrir hefðu sömu meiningu um hana. Þegar þær stigu út úr vagninum á stöðinni í London, drifu burðarkarlarnir að hvaðanæfa til að bjóða henni þjónustu sína. En það var óþarfi, því þar kom tröllstór maður í vönduðum einkennisbún- ingi og annaðist um farangur hennar. “Já, þá erum við nú komnar hingað, Cynthia”, sagði hennar náð. Mér þætti vænt um, ef þú vildir hætta að gráta meðan við förum gegnum borgina. j Vaghinn er opinn, og ef fólk sér þig með vott nef og rauð augu, hetdur það, að eg hafi farið illa með þig, og ekki gott að vita hvað það gerir við mig í hefndai j skyni. En þegar við eium komnar heim máttu skæla svo mikið sem þú vilt.” Þessi kuldalega áskorun, var þó sögð í vingjarn- legum róm, því Lafði Westláke meint ék’ki vitund iriisjafnt með því, hún var harðlynd og frek að nátt- úrufari, og skoðaði lífið frá verulegu hliðinni. Hún þóttist vera mannþekkjari og sagðis't vita, að það væri árangurslaust að hafa í hótunum við stúlku, sem væri eins nærri gengið og Cynthiu. Já, það gerði ilt verra og gekk annað. Þegar hún væri sezt að, gæti hún grátið út, og þeim mun fljótara færi sorgin. Eins og hvert annað ‘hlýðið barn þerraði Cynthia augun, hnoðaði vasaklútnum saraan, horfði niður fyrir sig og huldi andlitið grátbólgið, það var í fyrsta sinni á æfinni, að hún var burtu frá heim- ilinu og föður sínumí, og hún sáriðraðist eftir að hafa látið undan föður sínurn; hún hefði ekki tækifæri til að kveðja DarreQ. Bréfmiðinn' var auðvitað betri en ekki neitt. En það jafngilti því ekki, að fá að sjá hann persónulega, og rétta honum hendina að síkilnaði. Vagninn rann eftir götunum, það var eins og hann vildi segja til þeirra sem framhjá fóru: “Horfið aðeins á okkur; jafrikostulegir vagnar eru ekki víða til, og ifrúin, sem í honum er, á fáa sína líka í þessum' stað. Bæði gangandi fólk og keyrandi af ýmsum stéttum, æðri og lægri heilsaði til hennar; hún aðeins hneigði sig lítilsháttar, vana- legast, og það urðu flestir að láta sér lynda, ein- stöku sinnum brosti hún lítilsháttar til sumra. En , svo kom yfirmáta kostbær vagn og þjónn á sætinu í bláum einkennisfötum, og í vagninum sat lagleg kona með alvarlegt og þó góðlegt andlit, og blá augu djúp. Lafði Westlake hrökk við, næstum eins og hún hefði verið snortin af rafmagni, og heilsaði virðug- lega, konan í hinum vagninum brosti góðlega og laut henni. “Þetta var drottningin, Cynthia”, sagði Lafði Westlake, “þegar þú sérð hana næst, verðurðu að heilsa henni, eins og eg gerði”. Cynthia starði á eftir henni, forviða”, þekkir þú drottmnguna?” spurði hún og rómúrinn var sem hálf kæfður eftir grátinn. Lafði Westlake hneigði sig og hló. “Já, stú'ka mín”, sagði hún, “og eg vona líka að.þú komist í meiri kynni við hana, en nú vil eg vona, að hún haifi ekki séð þig, því þú ert afskap- lega útleikin eftir allan gráturinn. Þá erum við komnar heim, Guði sé lof”. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU! BORGIÐ HEIMSKRINGLU! AUGLÝSIÐ I HEIMSKRINGLU!

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.