Heimskringla - 30.04.1924, Side 4

Heimskringla - 30.04.1924, Side 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. APRÍL, Í924. HEIMSKRINGLA (StofnaS 1S8«) keinir At A hvcrjum mtArikiilecL BlgeBduri . THE VIKíNG PIŒSS, LTD. K8 »f K5 8AHUBNT AVE., WINNIPICQ, Talnlml x M-A537 Verfl hlaVafnn er AS.OA ArgaBgarlM borg- lat fyrir fram. Ailar borfailr leaAlat rAAimanai MaVaims. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. y HÁVARÐUR ELÍASSON, Ráðsmaður. UtnnAskrtft tfl bla«nlm THE VIKIIVG PHESS, I.ttl-, llox 3105 Wlanlpt-jf, Mam. rfaiAikrlff tU rltatJArama EDITOR H^IWSKRINGLA, Box 3105 Wlnnlpor, Manu The *‘Helnlskringla” Is prlnted and pub- lished by The Vikingr Press I#td., 863-855 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Telephdne: N 6537 _____________________ ^ WINNIPEG, MA/\T., 30. APRÍL, 1924. Fjárhagsástandið í Manitoba Vér höfum dft heyrt ýmsa góÖa Islend- inga hér láta í ljósi áhyggjur sínar yfir fjár- hagsástandinu á íslandi, og ótta um það, að öll þjóðfélagsbyggingin þar myndi bráðlegá hrynja saman eins og spilaborg. Einnig hafa og heyrst raddir um, að ísland myndi, er alt kæmi til grafar, sennilega standa verst að vígi, af öllum löndum í heiminum, til þess að rétta sig við aftur, og hafa þá stund- um ástand og möguleikar Jslands verið bor- ið saman við fylkið hér, og sá samanburður sjaldan fallið Islandi í vil. Það er dagsanna, að fjárhagsástandið á Islandi er afarslæmt, og að stjórnaríkútan þar virðist ekki hafa verið sérlega vel mönn- uð á síðari árum. Skattar eru orðnir býsna háir og ríkisskuldin sömuleiðis, og var þó bú- skapurinn byrjaður skuldlítið, eða skuld- laus. En þetta sama má segja um flestar Norð- urálfuþjóðirnar, og þó víðar sé til grafið. Og ekki virðist oss sýnu bjartari sú spegilmyn^, er dregin er uf»p af fjárhagsástandinu hér í fylkiny, um undanfarin ár, og þann dag í 'dag, í MacLeans Magazine, í þessum mánuði. Aðalatvinnuvegur fylkisbúa er akuryrkja “sem alkunnugt er. Nú er svo komið, að skattarnir, serri fylkið á að rísa undir, nema rétt helmingi meiri upphæð en allar akur- yr'kjuafurðir seljast fyiir. Öll kórnuppskera í fyrra sumar var met- in 26,280,000 dala virði. En skattarnir það fjárhagsár námu 52,225,000 dölum. Nú verður þar að auki vel að því að gá, að framleiðslukostnaður er ekki dregmn frá, þegar reiknað er hér verðmæti kornaf- urða. Eða með öðrum orðum: Alt það korn er fylkið framleiðir, hrekkur aðeins til þess að greiða helming skatta, þó bændur þyrftu engu til að kosta. Hvað skyldi þá hreinn á- góði af kornyrkjunni hrökkva fyrir miklu af sköttunum? Nú segja menn að vísu, að uppskeran hafi brugðist hér síðasta ár. En sé litið á reikningsskil sfðustu 10 ára sézt, að búskapur inn hefir borið sig aðeins í tvö ár, 1918 og 1919, öll hin árin hafa útgjöldin verið tölu- vert meiri en tekjurnar. Síðustu 9 mánuðina til 31 ágúst 1922, nam tapið $1,346,182. Mr. Black kom tapinu fyrir næstu 12 mán- uðiuði, til 31. ág. 1923, niður í $537,838, og áætlunin í ár lætur sér nægja með $240, ’ 000 tap á fjárhagsárinu, er endar 31. ág. 1924. Tilfærð eru nokkur orð.úr ræðu er Mr. Elack helt fyrir sköv. mu, þar er saman voru komlnir ýmsir helstu f jármálagarpar fylk- isins. “Þetta er það mesta er eg sá mér fært að gera herrar mínir, nema þá að þér getið bent mér á heppilegri, en um Ieið heilbrigða að- ferð til þess að lækka útgjöldin, án þess að rýra nauðsynlega starfsemi. Sé það ekki hægt, jé eg engin ráð önnur, en nýjan tekju- skatt á fylkið”. Nú mun flestum þykja nóg komið af skötturm.. En eitthvað verður að gera, til þess að reyna að seðja skuldahítina,. er gein opin við núverandi stjórn, er hún tók við taumhaldinu. Fylkisskuldin nam $72,369,254, hinn 31. ágúst 1923. Á síðustu 25 árum hefir hún vaxið um $67,000,000, enda virðist, sem fé hafi á stundum verið ausið út með íítilli fyr- irhyggju á síðari tímum. Má t. d. benda þar á þinghúsið, er bókfært er og virt á $8,353, 046, en sagt er að muni hafa kostað fulla $12,000,000. Það verður að álítast sóma- samlegt fundarhús fyrir 600,000 manns. Til samanburðar má geta þess, að ráðhúsið í Kaupmannahöfn kostaði átta miljón krónur; er það tiltölulega nýlega bygt, og stendur á hlutfallslega langt um dýrari lóð en þing- húsið hér. Gékk nær helmingur verðsins í lóðakaup. En töluvert stærra er það, en þinghúsið, og sízt óveglegra, þó óneitanlega sé þinghúsið ljómandi bygging, og hefir ráð- húsið danska þó verið 4—6 sinrfum ódýrara. Nei, oss virðist fjárhagur og framtíðar- horfur Manitobafylkis ekki til muna glæsi- legri en t. d. Islands, úr því vér nú mintumst á það í upphafi. Og því aðeins er von um viðreisn, að séð verði um í framtíðmm, að leggja meiri rækt við jörðina, og framleiðslu hennar; að gera bændum léttara undir höfði, því með bændastéttinni stendur og fellur Manitoba. En vitanlega verða bændur að sjá um sig sjálfir að sínu leyti, og ékki varpa ölium sín- um áhyggjum upp á stjórnina. Vissasti og einasti vegurinn til þess, er aukin sairivinna í öllum greinum. Auðvalds- menn vinna saman af kappi og græða á tá og fingri. Bændur hafa hér hingað til, að mestu Ieyti verið að hokra hver út af fyrir sig, og eru altaf að tapa. Og sú mun raun- in á verða, þangað til þeir snúa bökum sam- an í daglegri baráttu, og brjóstinu á móti öllu j því, er nú dregur fastast niður af þeim skó- inn. Nú eru mlargir af þeim að flýja land, heldur en að verða ölmusumenn og fjöldi þeirra er eftir eru, hanga á horriminni, að j kalla má, og verða sætta sig við allskonar af I arkosti, án þess að geta með nokkru bol- | magni fylgt fram sanngjörnumi óskum og kröfum. Landið sjálft er nógu gott, og bændur eru nægilega fjölmennir og nægilega sterkir, ef þeir aðeins hafa vit á að sameinast, til þess að geta séð sér og atvinnu sinni farborða. | Fyr en það verður sjáum vér enga leið fyrir fylkið út úr skuldamyrkviðnum, er nú um- kringir það á allar hliðar. “Þjóðræknissamtök”. Oss datt í hug um daginn, er áskorunin til stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins birtist í blöðunum, að reyna að kynnast svolítið bet- ur, en hingað til hefir verið kostur á, gildi þeirra ásakana, er þar komu fram á hendur ritstjóra tímaritsins. Vér álítum Þjóðræknismálið svo Iang- iriikilvægasta málefnið fyrir Vestur-Islend- inga, sem heild, að vér erum þess vitandi, að það málefni verður oss jafnan hjartfólgn- ast, svo lengi sem lífið endist hér vestra, og engin persónuleg vináttubönd, eða persónu- leg sundurþykkja mun verða þess valdandi, að vér viljum þar nókkrum málum halla, á eina eða aðra sveif. Oss leizt bezt að byrja á upphafinu og íleita, ef vér gætum fundið stað fyrstu ásök- uninni, þeirri, að ritstjórinn Væri ekki óhlut- drægur í sögu þeirri, eða ágripi, af þjóð- ræknissairitökum á meðal Vestur-lslend- ingfi, er hann hóf í fyrsta hefti tíiriaritsins og hefir haldið áfram, að fimta og síðasta hefti. Vér Iásumi söguágíipið fyrst yfir, á sama hátt og vanalegt er að lesa þessháttar rit, meðan ekki er um þau deilt. Vér fundum hvergi neiqa hlutdrægni, og stílnum er svo stilt við hóf, að v^r urðum þess alveg full- vissir, að enginn maður, er enga vitneskju hefði um langvarajidi deilur milli hinna tveggja kirkjuflokka hjá oss, (stefnur þeirra flpkka mætti sjálfsagt kalla gagnrýnis — eða frjálsllyndu og íhaldsstefnuna, sbr. “mod- ernists” og “fundamentalists, í Bandaríkj- unum, þó þar sé fult eins sterkt að orði kveð- ið,) mjyndi eitt augnablik detta í hug að sjí j frásaga væri vilhöll. Vér fórum þó aftur yfir söguna, og þá nokkuði?aumgæfilegar, en áður, og meðan á lestrinum stóð, með hugann við það, sem oss er kunnugt um, að gerst hefir í viðskift- um Vestur-íslendinga. Að vísu er sú þekk- ing ekki sem skyldi, en það, sem hún nær, er hún þó ekki alveg einskisvirði, því hana höf- um vér fengið frá báðum hliðum nokkuð jafnt. Og enn fór, sem fyr: Vér gátum ekki fundið neitt sem oss virtist að nokkru leyti halla frásögninni sérstökum flokki í vil. Og irieira að segja: Það má kannske halda því fram, að óvilhöll frásögn sé í sjálfu sér ekki j þakkarverð, það sé skylda. Játandi því, 1 finst oss samt sem áður, að höfundurínn eigi míklu fremur hrós skilið en last, fyrri ólit- aða frásögn, þegar tekið er tillit til þess, að hann hefir öðrumegin í allmörg ár staðið í orrahríðinni einna fremst í fylkingarbrjósti þess fiokks, er hann tilheyrir, og þarafleið- andi vitanlega margar óþægilegar hnútur fengið sendar, og sent sjálfur aftur. Eftir lesturinn getum vér ekki annað en j komist að þeirri niðurstöðu, að ásökunin um ; hlutdrægni sé líklega frekar bygð á kappi en j forsjá. Vér vitum gjörla, að vísu, að vé>r i höfum ekkert einsdæmi til þess að lesa j þessa sögu niður í kjölinn. Eh hálfbágt er j/ að trúa því, eftir lesturinn, að þeir er að ; ásökun þessari hallast, geti úr sögunni tínt j fram nokkur dæmi, er sanna megi mál þeirra ! Þangað til það er gert, og þau oss sýnd, munum vér að minsta kosti ekki skifta skoð- un í þessu míáli. Böndin aft treystast Það hefir verið óblandin ánægja fyrir blaðið, að taka á mótj þeim tveim ritgerð- um er birtst hafa í síðasta blaði, og nú í þessu , eftir þá Steingrím lækni Matthíasson og Axel Thorsteinsson. Steingrímur læknir, er fyrir löngu prð- inn kunnur, heima og hér vestra, sem ein- hver allra mesti áhugamaður, um öll þau mál- efni, er þjóð hans varða, og um leið, sem á- gætur aftkastamaður í ræðu og riti. Ótelj- andi eru þær ritgerðir, sem hann hefir í biöð- unum dreift út á milli landa sinna. En þær eru meira en ritgerðir, hvert sem þær eru læknisfræðisl. efnis eða þær fjalla um þjóð- mál. Þær eru hugvekjur, í þess orðs bezta skilningi. Steingrímur er Ijósrænn og bjart- sýnn, eins og faðir hans var, og má að ýmsu leyti segja að hann haldi áfram starfi hans í óbundnu máli. Hann er síhvetjandi, til dáða og drengskapar, til ræktunar þess, sem bezt grær í þjóðlífsgarðinum hjá oss, og til upp- rætingar á öllu illgresi, innlendu sem útlendu og til varnaráðstafana gegn því síðarnefnda. Hann er hámentaður maður, og hefir farið “of heim allann” að kalla mlá, síleitandi að fróðleik og mannvitslindum. Hann er eldheitur en hispurslaus ættjarð- arvinur, hefir sökum víðförli sinnar opið auga fyrir kostum, og löstum þjóðarinnar, þorir að grípa á kýlunum meÖ fastri læknishendi, ein- mitt fyrir þá sök, að hann á ferðum sínum hefir lært að meta hve vel þjóðarlíkamiinn og sálin eru af Guði gerð og hve mi’kið fals- laust og ómengað ágæti vér eigum til þess að byggja á, miklu meir en vér, sem þjóðar- heild höfum verið vitandi um, þegar borið er saman við aðrar þjóðir. Hann hefir, eins og flestir eða allir víð- förlustu og víðfeðmustu ágætismenn þjóðar vorrar, lært það, af nánu kynni sínu við um- heiminn, að vér Islendingar eigum enn í fórum vorum lýsigull minna seyrt en flestar aðrar þjóðir. Hann er óþreytandi að brýna fyrir mönnum, að láta ekki gróm falla á þann fjár- sjóð, að halda honum vel skygðum, og blanda hann ekki með sviknum málmum. Steingrímur minnir oss að ýmsu leyti á Tómas Sæmundsson, eldheitasta áhugamann- inn meðal Fjölnismanna og um leið mesta af- kastamanninn. í>að er áreiðanlegt, að . flugnahöfðinginn verður að hafa upp á sig skóna, ef hann ætlar að koma að Steingrími dottandi, því fyrir utan það að vera að al- mannarómi, prýði sinnar stéttar, sem ötull, natinn og heppinn læknir, við spítala og í stóru og erfiðií héraði, þá fær hann samt ein- hvernveginn tíma til þessara miklu ritstarfa sinna. En sem betur fer, hefir hann ek'ki ein- ungis erft bjartsýni og sólarþrá föður síns, heldur og émnig mikið af hinu framúrskar- andi líkamsiþreki og fjöri þess mikla manns. Fyrirlestur Axels Thorsteinssonar er ljóm- andi rof á þeim hlutieysisskýjum, er virðast hafa byrgt garð vorn Vestur-Islendinga nú um stund, fyrir sjónum manna heima. Það hlýtur að vera mikið gleðiefni öllum þjóð- ræknum mönnum hér, að sjá að nú eru Is. ingar að vakna fyrir alvöru til vitundar um oss hér vestra, og um það, að ekki standi á sama fyrir heimalandið hvert íslenzkt eðli á að hnígfi til moldar, eða hverfa eftirtektar- laust niður í hringiðuna, ósungið og af engum harntað, þá er núlifandi kynslóð safnast til feðra sinna. Fyrirlesturinn þessi er vorboði fyr á ferð en vér eiginlega væntum, um þann hásumar- gróður, er vér staðfastlega trúum að eigi eft- ir að spretta upp af samvinnu Islendinga beggja megin hafsins. Jarðvegurinn er frjór, á báðum stöðum, og engin ástæða til þess að efast um.'að fögur blóm og dýrir ávextir mum þróast þar, ef þau grös ná að standa í sólskini allra góðra ós/ka, og hjúfurblær bróð- urhugans fær að leika um þau, frá báðum áttum, í báðumi stöðum. Þrátt fynr allann ljóð, sem á voru ráði hefir verið í þeiiri efnum, hefir þó alla jafna af ýmfeum Vestur-lslendmgum verið gert töluvert til þess að treysta tengslm heim um haf. Nú þykir oss auðséð að ungir menn og eldri heima fyrir ætli að fara að keppast við að tvinna pg strengja þá þætti, er frá Islands hálfu þarf til að leggja í festina. Væri þá vel, ef vér hér vestra gætum nú verið allir tilbúnir að henda á lofti og grípa fegins hendi, sem einn maður, þann endann, sem oss er ætlaður, og gætt- um þess vel, að stilla svo til hófs, og deila ékki svo hvasf innbyrðis, að vér nústum hann í sjóinn, vegna þess eins, að vér mætt- um ekki vera að því, að líta hver af öðrum, sökurri hræðslu við falinn rýting undir frændakufli. uMiki6 er Rússans grimd frábær.” Fyrverandi dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna Daugherty, er forseti varð nýlega að kalla frá embætti, í sambandi við olíu- hneykslið mikla, hefir nú Ioks uppgötvað hvernig stendur á þessari miskunarlausu og ó- verðskulduðu hundeltingu, er hann, einfaldur sakleysinginn hefir orðið fyrir af vondum mönnum. Og hvernig skyldi nú standa á þessum ósköpum? , Jú, hann er nú ekki í vandræð- um með ástæðu. Það er, að því er hann segir, hvorki meira né minna, en Sovietstjórnin á Rúss- landi, sem stendur á bák við öll þessi ósköp! “Þar komstu" með ráð, Jón bróðir”, sagði Tómas gamli á Krossi, er Jón beit kúna forðum. Þarna fann dómsmálaráðherr- ann fyrverandi og flekklausi, snjállræði til þess að vinda sig út úr klípunni. Hann vissi að senator WKeeler, sem einna fremst hefir staðið í rannsókninni á olíu- hneykslinu, hafði dvalið tvo mán- uði í fyrra í Rússlandi. Hvað var þá svo sem eðlilegra en að þetta mefistófeliska ráðabrugg ætti rót sína að rekja til Sovietstjórnar- innar sem með því að flékka mann orð vesalings Daughertys ætlaði sér auðsjáanlega, að ná yfirráðum í Bandaríkjunum og kollvarpa þar allri menningu? Ekki margt. Vér minnumst ekki lengi að hafa séð jafn-naglalega reynt að klóra yfir athafnir sínar. Að mað- ur, sem hefir setið í einu æðsta embætti annarar eins menningar- þjóðar og Bandaríkjamenn eru, skuli ætla sér þá dul, að geta^talið læsum og skrifandi mönnum trú um það, að Sovietstjórnin á Rúss- landi sé orsök í olíuhneykslism'ái- inu í Bandaríkjunum!! Mikið skelfing hlýtur dómsmálaráðherr- ann sæli að hafa lítið álit á dóm- greind Iandsmanna sinna, — eða þá að vera einfaldur sjálfur. Ætli það sé nú ekki nær sanni? Yfirleitt virðist oss sem Harding- stjórnin hafi fáum dugandi mönn- um haft á að skipa, enda töldu ýms beztu blöð Bandaríkjanna þegar í byrjun, embættiss'kipanir ýmsra þeirra manna er í ráðu- neytinu sátu fullkomið ihneyksli. Þær spár hafa fulllkomllegá ræzt um þá Fall, Denby og Daugherty. En færi nú svo, að einhverjar óstaðfestar sálir í Bándaríkjunum aðhyltust þessa undursamlegu upp- götvun dómsmálaráðherrans þeirra er var, þá bæri þeim eiginlega að færa Sovietstjórninni þakkár- og brennifóm fyrir að hafa hreinsað til hjá þeimi í olíuskúrnum ráða- neytisins. Það væri, að voru viti, bezta og þarfasta verkið, er Rúss- arnir hefðu ennþá af hendi leyst. Vér myndumkfá meiri tiltrú á þeim, eftir en á?Tur, ef vér hefðum hug- mynd um að dórnsmálaráðherrann hefði rétt fyrir sér. En því er nú ver fyr>r Rússann, að vér hofum það ekki. v -----------x------------ Systurnar tvær. (Erimli flutt í Eéiagi Vestur-ís- lend i n.ga f Bey.kjavfk, þ. 8. apríl 1923.*) Eg ætla að hefja Tnlál mltt mefi ]iví, að segja ykkur frá tveimur konum. Þessar konu<r ibjuggu sín í hvoru laiídi, og þær voru báðar fal- legar eni furðu iíkar hið ytra og innra, en löndin, sem þær bjuggu í, votu talsvert ólík. Bláklædda konan — eg Ralla hana svo til að- greiningar, frá hinnd, sem gekk á grænu-m kyrtli — var fædd og ól la/ldur sinn í hrjóstrugu fjallalandi. íþi henni þótti væn.t um þetta land sitt samt. Hcnni fanst, að það væri fegurra og tignara en önnuif lönd, og ,Jk> útþráin væri sterk í sál hennar, þá hélt hún trygð við það, og fékk svip af því. Landið hennar miótaði sál hennar og útlit. Svipur ihennar varð svipur tignai' og fogurðar og lund hennar geyrndi undarlegt sambland blíðu og hörku. Þogar hún elskaði, ]iá dlskaði hún heit, en kaami beiskja f hug henn- ar hvarf hún seint. Og þessi þlá- klædda kona unni einu fraimar öllu öðru í heiminuim, já, framar en landinu sínu, málinu, sem fað- ir ihínnar og móðir höfðu kent henm, málinu, sem hún kendi börn- unufm, sfnum. Flest fanst henni, að gæti verið afsakanlegt, nemia það eitt, að óvirða sögu og'tungu feðr- anna, sem bygt höfðu fallega land- ið hennar. En þeir tíinar komu, að hún varð fyrir sárri sorg. Böm- in hennar “hiýddu eigi móðurráði" og létu mótast af áhri/um erlendr- ar »krílmenningar. I>ess vegna hcf- Dodd’s nýmapillur eru bezta nvmameÖalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun( þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýnmum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr„ «» $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s MedicIn« Co.„ Ltd., Toronto, Ont ir blákiædda konan ihorfið sjónum. f okkar að miestu, okkar bamanna hennar, hér úti á annelsjunum í fiskí stöðvuttitim. lEn enn mun. hún á ferli upp við fjöllin upp í dölun- um, þar sem: “enn ])á lifir andinn. forni’T. Og hún bíðulr, hygg eg, þeirrar' stundar, að við bömin. hennar á annesjunnfm, köilum' hana til okk- ar. .Grænklæddia konan býr í frjó- sömiu landi, þar sem “akrar hylja völl”, en hiin lifir þó eigi sældar iífi. Landið henriar er flatt og feitt, en þó fagurt víða, þó þar búi eigi “tign í tindum”. Grænklædda konan hefir ekki mótast að ráði af flata lardinu. Það er eðiilegt. Hún var ©kki fædd þar. Og hún var fædd mieð þeim ósköpum, að hún gat ekki hro'j“t lema hið ytra. Sál hennar var f því móti í æsku steypt, að riæ’ ó- breytanleg var. Hún var skyhl bJáklæddu1 konunni, náskyld henni. Hún var systir hennar og hún var henei nauðalík. Já, kiæðnaðurinn, einn gerði mönnum kleift, að þekkja þær ihvora frá annari. Á yfirfborðinu virtist lítið um kær- ieika milli þessarar tveggja systra. Stundum sendu þær hvor annari — eða börmim þeirra — kuldalegar kveðjur. En -eliSkeridujr, að m/inista kosti þeir, sem unnast mjög heitt, slrift- ast stundum á hörðum orðum. Hjá ]>eim, sem ©Iskast heitt verður hvert smáatriði vonibrigða og skiln- íngsleysis svo stórt — í bili. En á endanumi verður hað til þess, að “skerpa kærleikann”. N Og .svona he'ld eg, að það fari um 1 systurnar tvær. Eg held það af því, að eg þykiist þekkja þær báð- gr allvel. Ef til vi.ll þekki eg blá- kiæddu konuna betur. Og eg er viss um, að er hún veit við hve raman reip að draga hún systir hennar á í miörgu, þá muni hún skiilja hana betuir. Efe' helri, hð þegar hún kemst að raum um að þéssi sylstir hennar er í raun og vem sest á fornian heiðurstól ættarinn- ar, þá miuni systurástin og virðing- in vaxa — og vekja bláklæddu syst- tirina til riýrra dáða. Eg hefí — eg viðurkenni það — litið grænklæddu konuma smærri augum en þá blákljeddu. En eg hefi eigi aíls fyrir lcngu hiaft tækifæri á að virða þæ* fyrir mér, hv.ora í sínu lagi, í nálægð. Eg hefi 'Staðið augliti til auglitfs við þær báðar. Bláklædda konan er ekki fjarri. Og útlit systur' bennar er ann í fersku minni. Þær eru háðarí fagrar og eg veit ekki um hvora mér þykir vænna og hvor er aðdáuriarverðari. Blái liturinn er “minn litur”, en himn græni á og mikið ítak í sál rnjinni. Hann er annar í röðinni. Áist mín á græn- klæddri konunni ihefir vaxið næst- uim( til jiafns við ást mfna á systur hen nar. Kar^nske jeiska eg þær báðar jafnheitt nú. Eg- segi nú, þvf græmklædda konan ihefir eigi alls fyrir iönigu vaknað til nýrra dáða, Hjún hafði miisjafnt barnalán, eins og hún systir hennar, Og hún stóð iMa að vígi, márgfált yer en blá- klædda systirin, að kenna börnun- um, að tala mál föður og mlóður. En hún gerði það samt. Þrátt íyrir aila erfiðleika anðnaðist henni að Jtenna flestum hörnunum sírium það, og svo vel, að það er álitamlál hvort höm bláklæddul konunnar, þau,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.