Heimskringla - 14.05.1924, Side 4

Heimskringla - 14.05.1924, Side 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA' WINNIPEG, 14. MAÍ, 1924. HEIMSKRINGLA <Stofaa9 1886) kejn«v öt A bverjum ml5vlk««lect. Elgeodur» IHE VIKiNG PÍŒSS, LTD. Kt »m Ui SARGG.VT AVK., WINNIPEQ, Valwtml: K-«537 TmR klaMla tat *3.00 tr(an(lrln k»c M fjrlr fraM. Allar bor(»lt m*4M rttaminil MiMu. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. HÁVARÐUR ELÍASSON, - Ráðsmaður. UtanAskrlft tU blaVfflnat THE VIKING PRESS, Ltd-, Box 3105 Wlaalpesr* I.lan. UtaaAakrfft tll rltfftJAraM KDITOK HEIMSKRIPÍGLA* Box 3105 Winnlpttfr* Man. The “Hefmskringla” is printed and pub- lished by TJhe Viking Press JAtd., 853-855 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 14. MAÍ, 1924. Fj á rhagsástandið í Manitoba. Svo hljóðar fyrirsögn að greinarkomi t “Heimskringlu” 30. apríl h- á., þar sem vér tskýrðum frá aðalefni gremar einnar um það efni, er birtist 1. apríl þ. á. í einu þektasta tímariti Canada, M&cLean Magazine. Greinargerð vor fyrir áliti tímaritsins á þessu efni,*ásamít nokkrum athugasemclum frá vom eigin brjósti, hefir hleypt hinum skrifreifa aðalritstjóra “Lögbergs”, gunn- fáguðum, út á ritvöllinn. Hann hefir komist að alt annari niðnrstöðu, um ástandið í Mani- toba en Mr. Herbert Hope, höftindur greinar- innar, er vér vitnuðum í, og flýtir sér þess vegna að mótmæla og leiðrétta. En enginn skyldi nú halda, að til þess eins væri út á ritvöllinn farið. Sei, sei nei. Engu fremlur til þess, en að veita oss full- tingi, og básúna vort lof út um íslenzkar bygðir. Og það er svo sem ekki í fyrsta skifti heldur, að hann gerir það. Um leið og vér tókum við ritstjórn þessa blaðs, opinber- aði herra aðalritstjórinn leynilegan kærleika sinn til fyrirrennara vors, um leið og hann birti fjálga lofgjörð, ásarrit nökkrum innilega blýlegum ráðleggingum og einlægum vinar- ósikum, í vorn garð. Oss láðist þá, að svara í sömu mynt, en nú finnum vér, að svo búið má ekki lengur standa. Eftir það lof, er ritstjórinn ber á oss í síðasta tölublaði “Lögbefgs”, væri það meiri ókurteisi, en mannorð vort gæti undir risið, ef vér ekki færðum til leturs aðdáun vora á ritstjóranum, þó vér hljótum að játa, að málskrúði hans og frumlegu hugmynda- flugi getum vér aldrei náð. En vér öfundum bann ekki af því, aðeins dáumst að því. Herra aðalritstjórinn talar um oss, sem “hinn unga, efnilega og gáfaða mann”. Þeikking vor á f jármálum er “víðtæk og skiln- ingurinn glöggifr”í “Manitobabúujn hefir runmð upp ljós”, við komu vora hingað, o. s. frv., o. s. frv. Fyrri er nú fult en út af flóir. En þó finn- ur hann einn Ijóð á voru ráði. Það er sjón- depra. Af þeirri sjóndepru kveður hann það or- sakast, að vér “með skarpri andans sjón”, sjáum “Manitobafylki vera að sökkva dýpra og dýpra ofan í fen skulda og vandræða o. s. frv.” Minnist hann svo á, að vér teljum, “að öll kornuþpskera í fyrrasumar var met- in á $26.280.000. En skattarnir það fjár- hagsár námu 52,225,000 dölum”. Kveð- ur hann það vera aðallega í sambandi við þessar tölur, að mest beri á sjóndepru vom og vilji hann því bæta úr því, oss “til fulltingis, lesendum til - skýringar, sannleik- anum til sæmdar ) og Manitobafylki til lofs og dýrðar: Ekki er nú tilgangurinn sprottinn af lág- um hvötum, enda munum vér reyna að vfkja að því síðar. Hvihkir mannkostir samankomnir í emum dauðlegum manni! Nú skulum við leyfa oss að prenta hér á frummáhnu, fyrsta kafla gre;narinnar í Mac- Lean’s Magazine, og þann er vér vitnuðum aðallega til, í “Heimskringlu” um daginn. The farmers of Manitoba suffered wide crop disappointment last year. ^Buslness in towns and cities declined. Business upon the pralries can never be fully malntained when agrarian buying power shrinks. In consequence of crop failures over wide areas the farmers of Manitoba were compelled to economize untll, very often, the economy hurt. Business mén in consequence of smaller business were compelled to retrench to the extreme of overhead paring. But the provincial government, at the end of the year, was unable to balance its budget and the provincial treasurer announced that a provincial income tax wa» inevitabke. The situation is impossible for the financially- embarrassed taxpayers. The 1923 crop had a total value in Manitoba of $26,800,000; the accumulated tax burden for the year reached $52,225,000. The figures of taxation for Manitoba, based upon the Fielding budget and a population of 600, 000 (whereas the total is probably much lower due to the United States exodus) are as follows: Federal taxes ................ $25,500,000 Provincial taxes ................. 7,500,000 Municipal taxes ................. 19,225,000 Total tax burden ____________ $52,225,000 The value of the 1923 crop was as follows: Wheat ........................... $20,000,000 Oats ........................ 3,000,000 Barley ......................... 1,230,000 Rye .............................. 1,100,000 Flax ................-.......... 950,000 Total value cereal crop --------- $26,280,000 But the farmer’s $26,280,000 was a gross not a net, return. It made no allowance for produc- tion costs. The gross receipts from the harvest thus would pay but ftfty per cent. of the aggregate tax bill; the net receipts vastly less. Manitoba had a floating and funded debt of $72,369,254 at August 31, 1923, the close of the last fiscal year. Forty years ago Manitoba had a debt of one million dollars. Twenty-five' years ago that debt had increased to $5,000,000, which was a lot of money in those days, even as it is now, in spite of frequent Juggling with vastly larger sums. In 1913 the provincial debt approximated $20,000,000. To-day the antiual interest charge upon the provincial debt equals the eiutire debt of twenty- five years ago. Svo lýsir Mr. Hope ástandinu. Vér ját- um fúslega ,að oss datt ekki í hug, að bera brigður á þær “statistics”, er eitthvert virðu- legasta, ef ekki rnest virta tímarit í Canada leyfir sér að bera á borð fyrir lesendur sína. Það er óneitanlega leiðinlegt ósamræmi í skýslum þeirra Mr. Hope’s og hr. Bíldfells. Þó er nú ósamiræmið máske ekki eins stór- kostlegt eins og virðast mætti í fljótu bragði Vér getum nefnilega hvergi séð verulegt ósamræmii nema þar, sem kornuppskeran er i verðlögð. Ritstjóri “Lögbergs” télur hana hafa numiið rúmum $60,000,000, árið 1923. Hr. Hope telur hana hafa numið rúnrum $26, 000,000. Á þessu framtali þeirri munar um $34,000,000. En þetta er líka eini verulegi munurinn, eins og vér tókum fram, því smjör — og ull- arreikningar ritstjórans koma þessu máli ekki vitund við. í greininni var verið að jafna saman skattabyrði þeirri er fylkið “(réttara mundi hafa verið að segja fylkisbúar)”! (Kæra þökk fyrir leiðréttinguna) á að rísa undir, og verðmiæti kornuppskerunnar, sem er helzti atvinnuvegur fylkisbúa. Ekkert annað. Skulum vér nú reyna að finna orðum vorum stað. I Herra’ aðalritstjórinn gerir skattana næst að umtalsefm, og tekur undir það með oss, að þeir séu háir. En skilur anriars ékkert í stað- hæfingum vorum í sambandi við þá, og segir umi þær: “Hann 'segir, að fylkisskattarnir hafi numið 52,225,000 dölum fyrir árið 1923, eða í fyrra. Ákafin-n að koma oss til fulltingis, skýra málið fyrir lesendum, og strita sannleikanum til sæmdar kemur glögt hér í Ijós. I grein vorri stendur nfl.: En skattarnir það fjár- hagsár námu 52,250,000 dölum. Að herra aðalritstjórinn breytir hjá oss orðinu “skatt- | arnir”, í *fylkisskattarnir”, er svo unaðslega hlýlega gert, og svo saklaust; mismunur þess* | ara tveggja orða nemur þarna einungis um $30,000,000! Herra aðalritstjórinn vitnar nfl. strax á eftir í sikattaskrána og segir að “bæja, borga, og sveitarskattar í Manitoba hafi það ár numið $ 19,159,821,29. Nú seg- ir Mr. Hope, “Municipal taxes $19,225,000” samikvælmt “Fielding’s budget”. — Þessu ber furðanlega saman! Þar við bætir hr. ritstjórinn svo sérstökum stjómat'skatti, að upphæð $2,196,424.80, og spyr svo með heiðumi og hrein-um sakleysissvip: “Hvar er j svo afgangurinn, þessir $30,968,753.91, sem j ritstjórinn segir að fylkisbúar hafi greitt í skatt í fylkinu? Eru það hinir beinu og ó- j beinu skattar, sem þeir, eins og allir aðrir borgarar ríkisins, borga í ríkissjóð, eða er j það misssýning ein?” Ja, hvað dettur herra aðalritstjóranum j helzt í hug, að hr. Hope meini méð “provin- j cial” og “federal taxes”, hér að framan sem roeð “municipal taxes”, að upphæð $19,. 225,000, eftir hans útreikningi, hleypir skött- urniro, sem fyikið á að rísa undir upp í rúmar fimtíu miljónir dala? Annaðhvort er nú, að tölur hr. Hope’s eru hringlandi vitlausar, og þá að engu haf- andi, hvað þessari skattabyrði viðvfkur, eða þá, að þær eru nærri sanni, óg þá mætti spurning herra aðahitstjórans virðast meir en lítið e:nkenni!eg. Hún er það nú að vísu ! hvert semi er, því af henm verður ekki ann- j að séð, en að beinir og óbeinir skattar “er | íbúar fylkisins, eins og aiiir aðrir borgarar i ríkisins, borga í ríkissjóð”, beri alls ek'ki að j reikna með í skattabyrði fylkisins, af því að hin fylíkin hafi líka þann drösul að draga. Undursamilega rökfimi! Nei, sleppum nú annars öllu gamni. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að af- burða djúphyggjumenn eru á sumum svið- um bamslega einfaldir. Kennum vér þess- um ágætis einkennum Lögbergsritstjórans um rökfræðina. En því hneig upphrópunin, úr penna vorum, á pappírinn, að yndislega bamslegri einfeldni, en í þessari spumingu lýsti sér hjá honum, mínnumst vér ekki að hafa séð, því ekki dettur oss í hug, að efast um eilífðarþrá herra aðalritstjórans í sann- leiksáttina. Um fylkisskuldina hefir herra aðalrit- stjórinn það að segja, að hún sé úm $4,500, 000 lægri en hr. Halldórs telji hana. Lát- um svo vera, pappír og tölur hafa miikla þol- inmæði til brunns að bera. En oss ber þá hérumibil samlan um, að fylkisskuldin sé um sjötíu miljón dala, eða þó dálítið yfir eitt hundrað dalir á nef hvert. Að um 40 milj. dala þar af séu “arðberandi skuld”, leggjum i vér satt að segja tiltölulega liítið upp úr, þeg- ar tékið er tiillrt til þess, frá hvílíkum andans ofurefling þessi staðhæfin-g kemur. Það er nú svo eirikennilegt, að þau fyr- irtadki, seml stjórnir leggja fé til, borga sig ekki ætfð, fremiur en önnur fyrirtadki. Eða i er það og óábyggilegt þvaður, sem oss hefir verið sagt, að fóngjald hafi hækikað um nær þriðjung hér, árið 1921, til þess að símfélag- ið gæti borgað sig, en þar hafði stjómin hönd í bagga með? / Þá er hér er koirii'ð sögunni þýkist herra aðalritstjórinn hafa safnað saman nægum gögnumi og býzt nú við að draga að oss net- ið. Viljum vér biðja þá, er lesið hafa grein- | ar vorra beggja, og nenna að fylgjast með, | að taka nú vel eftir. Aðalrits-tjóri “Lögbergs” kemst nú svo að orði: “Vér höfum nú bent á, að *)framleiðsla fylkisbúanna í Manitoba h-afi verið $93,786. 277.08 árið 1923, _ en ekki $26,280,000, eins og ritstjóra “Heimskringlu” sýnist. Að beinir skattar innan Manitobafylkis hafi verið $21.356,246, en e-kki $52,252,000 eins og ritstjórinn heldur fram að þeir hafi verið, og þar með þá að framleiðsla fylkis'ns, er ekki aðeins nóg til þess að mæta helming skatt- j anna, o. s. frv.” Hér kernur nú aðalritstjórinn pennafimi | og málvísi, fram í öllum glæsilegustu hervoð- um strangneiðarlegrar blaðamensku, og upp- fyliir nú öll loforð sín, með því að snúa öllu | því er vér höfðum sagt á “betri” veg, eða I leggj^ oss orð í munn, er vér höfum aldrei j talað eða meint, og vinnur hér alt í einu, oss “til fulltingis, lesendum til skýringar, sann- leikanum til sæmdar og Manitobafylki til lofs og dýrðar”. Af umhyggju fyrir oss, og af óslökkvandi sannieiksþrá, er það vitanlega, að hann set- ur “framleiðsla fylkisbúa”, og “framleiðsla fylkisins” í stað kornframleiðslu fylkisins, er vér tötum um, og að hann segir að vér full- yrðum, að beinir skattar innan Manitobafylk- is séu $52,252,000, þar sem vér erum að tala um slkattama, sem fylkið á að rísa un-dir. Að þar er átt við alla skattabyrðina, sér hver sæmilega heilbrigður maður, að undan- téknum herra aðalritstjóramum, en þac mun aftur kenna hinnar bamalegu einfeldni djúp- hyggjumannsins. Af umhyggju fyrir oss (“þessum urnga, efmilega, gáfaða manni”!) og af óslökkv- andi samnleiksþorsta er það, að herra aðal- ritstjórinn breytir svo umsögn vorri og orð- um, að það er hann segir að vér höfum sagt skeikar nær $100,000,00 frá því er vér sögðum. Hver lýsingarorð íslenzk tunga á heppi- legust yfir þá menn, er svo samvizkusam- lega tilfæra orð annara, irnun ekki þurfa að skýra Lögbergsritsljóramum málvísa frá, en skyldi hann ekki koma þeim fyrir sig, þá er snjállræði að fletta upp í orðabók, eins og öllum er Ijóst, að hann hafði samvizkusam- lega gert við orðið “klámhögg”, þó hann að vísu í þ-að skiftið færi ver vitandi út úr orða- bókimni, en hann skeiðaði inn í hana. Þá kemur herra aðalritstjórinn að því, að fylkisskuldin sé ek'kert náiægt því eins ægileg og oss sýnist hún vera, af því að ein- un-gis frekir $27,000,000 af henni séu óarð- berandi! ! Handhægt orð það! En vér erum farnir að verða dálítið smeikir við að herra aðalrit- stjórinn les-i “statistics” eitthvað líkt og versti óvinur hans biblíuna. y Þá er sú spurning lögð fyrir oss hvert “sárasti sviðinn út af óttanum fyrir hinu ægi- laga fjárhagsástandi Manitobafylkis (ást- kæra ylhýra máliði) fari ekki að minka ”, eftir á'nlar þessar Ieiðréttingar og hvert ekki sé afaróheppilegt að bera saman fjárhags- ástandið á Islandi og hér. Onei, oss fin-st satt að segja fjárhagsástand Manitobafylkis e'kkert glæsilegra en áður, og að sínu leyti engu betra en íslands. Fýkisskuldin er um $70,000,000 eða um $500 dali á hverja fjöl- skyldu, og fer altaf vaxandi, skattabyrðin mun vera rriilli $400—500 á hverja fjöl- skyldu. — Vér játum hreins'kilnislega, að oss fin-st ástandið í mesta máta óglæsi-Iegt og sjáum ékki annað, en að Island þoli nokkurn- vegin samanburð án þess að á það hallist. *) AuISkent af oss. Ekki verða horfumar neitt glæsi- Iegri, er litið er á ástand alls rík- isi-ns, því hvemig sem herra aðal- ritstjórinn vil'l sn-úa því fyrir sér og lesendum sínum, þá súpa íbú- ar Manitobafylkis seyðið af skulda súpu alls ríkisins á meðan fylkið e-r í sambandinu. Skulum vér leyfa oss að prenta hér grein er stóð í “Free Press” 24. marz 1924, þar sem vísað er til erindis er blaðainlaður frá Ottawa, Grat- ton O’Leary fhítti í Toronto laug- ardagimn næstan á undan, um fjárhagsástandið í Canada. Grein- in þljóðar svo: Toronto, March 24.—“It is a con- servative estimate that something like half a million people of this country are living on the taxes of the rest of us”, declared Gratton O’Leary, Ottawa newspaperman, before tlyé Canadian Credit Men’s association here Saturday afternoon. “The national debt of Canada which stood at one bilíion, three hundred and eighty-two millions on Armistice day, is today $2,400,000,000”, said Mr. O’Leary. In other words, we have increased the public debt of Canada more since the armistice than we in- creased it during the whole of the/war. And this is not all. There are enor- mous railway securities* which the Dominlon of Canada has guaranteed, and which bring: the gross public debt of the Dominion to three billion, two hundred and nineteen millions. Accord- ing to a statement of the Royal Bank of Canada, the aggregate of debts of our nine provinces total $428,000,000. Therefore, adding the debt of the Dom- inion and including also vthe debts of the large cities you get the alarm^ ing fact that we have a total debt of five hundred dollars for every living soul in the Dominion.” Mr. O’Leary segir hér að rfkis- skuldin og fylkissíkuildimiar, sam- anlagðar við skuildir hinna stærri borga, nemi $500 á hvert nef í Canada, þ. e. a. s. urn $2500 á hverj-a fjölskyldu. Þó nú skuild- imar væru ekki nema helmingur þessarar feikna upphæðar, þá fyndist oss ástartdið samt óviðun- andli að ollu leyfci. Þá telur herra aða’lritstjórinn lýsingu vora á afkomu bænda í Man'itoba í mesta máta óglæsilega, þar er vér segjum, að margir þeirra flýji Iand, heldur en að verða öimusumenn og margir af þieim sem eftir séu hangi á hor- rimi-nni. Vér sögðum 'pe'.ta, og stönd'jm við það og rounum geta fært orðum vorum nokkurn stað og þó kar.nske betur síða-. Herra aðalritstjórinn kveðst vera búinn að vera hér 37 ár og aldrei hafa þekt til kringum(stæðna er gefið h'a'fi neinum manni rétt til þess að segja slfkt. Ojæja. Vér vorum á samkoirtu í annari íslenzku kirkjunni hér í Wi-nnipeg f vetur, og mlunum vér ékki befcur en að Lögbergs ritstjórinn væri þar líka. Þar flutti erindi ungfrú Black lögmaður, að því er oss mininir. Tal hertnar hneig á kafla að landtölku hermanna, og Iýsti hún henni og aíieiðingum henn- ar með engu vægari orðum, en vér höfum viðhaft. Sagði að löndin hefðu oft verið svo léleg og krimgumstæður allar svo erfið- ar, að fjöldi þessara manna hefði orðið að hrékjast af jörðum sín- um og væru enn að flosna upp. Hvort æitli fjöldi þessara manna fari? Tæplega inn í Winnipeg, með því atvinnuleysi, sem þar hef- ir verið og er, þlr sem fjöldi maima hefir streymt þaðan í sí- fellu síðasta ár suður til Banda- ríkjanna, af því þeir geta-naum- lega faétt sig og skætt. Hve margir ihafa 'farið sulðiur síðasfc- liðið ár héðan úr fylkinu, er ekkert 'hægt að segja um með neínni vissu, því fjöldi þeirra, er kyrsettust þar, munu ekk-i hafa haft orð á þeirri fyrirætlun sinni við Bandaríkjakonsúlinn hér. En það kölíum vér að flýja land til þess að verða ekki ölmusiumenn, er memn, sem flosnað hafa upp, hvert heldur í borg eða bæ, flytja búferlu-m í önnur lönd, af því þeir treystast ekki til -þess að sjá sjálfum sér farborða eða fjölskyldu sinni í þessu fylki. En hitt köll- um vér að hanga á 'horriminrti, þegar fjöldi manna þeirra, er kyrrir sitja, hafa rétt aðeins til hnífs og skeiðar, eru skuldum vafðir, og geta stundum ekki afl- að sér helztu nauð-syinja til þess að endur'bæta hag sinn. Nokkurn- vegin allir íslenzikir bændur, er vér höfum átt tal við nú í nærfelt ár, hafa frætt oss um þetta, og þeir eru e'kki svo fáir. Skyldu Dodd’s nýrnapillur eru bezta nvrnameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunf þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafq frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilb kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. S2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s Mechc1!*#. Co., Ltd., Toronto, Ont. þeir allir vera ó-sannindamenn ? Ekki er það iíklegt í landi því, sem aðálritstjóri Lögbergs Jiefir lifað í, 37 ár samfleytt. Eða geng- ur honum svona illa að vinna bug á mannvonzku meðbræða sinna? Það er meira en lítið kynlegt, að herra aðalritsitjórinn sem búinn er að vera hér í svona langan tíirja skuli vita minna um efna- hag bænda hér í fylkinu en vér, sem aðeins höfum verið hér tæpt eitt ár. Eða skyldi það eiga skylt við 'kýrgleraugun hans Björn- sons? IBjömstjerne Björnson segir frá því, aS eitt sinn var bóndi f Noregi, er bjó á harðbalajörð. Hiann var oft heylítill á vorrn, og því ötuill að beita kúnum. Eitt vor hafði verið venju fremur næð- ingasa-mt og gras kalið. En kún- uim hleypti hann úr fjósi á sama tímja og vant var. En nú með þvf, að nýgræðingur var enginn, en kýrnar vildu ékki éta sölnað gras- ið, þá horfði til vandræða með beitina. Þá kom kýreiganda ráð í hug. Hann setti gleraugu á all- ar kýrna-r, og haifði glerið grænt! Upp frá þeim degi hþmuðust kýrn- ar við að éta í haganum frá morgni til kvölds. Héldu að sinan væri taða. Vér erum dauðhræddir um, að herra aðalritstjórinin hafi einhvem tíma komist að emhverjum kjara- kaupum á líkum gleraugum og þetta. T. d. í Norris-búðinni? Vafalaust þó miklu vandaðri, en þeim er Björnson lýsir, enda er ólíkuim notendumi saman að jafna. Svo miklu vandaðri, að í gegnum þau slær ekki einungis grænfóð- ursblæ á alt sléttulandið, héldur eins og rósrauðum unaðsblæ á alla tilveruna í þessu Iandi. Herra aðalritstjórinn heyrir að skattar þeir, er fylíkið á að rísa undir, séu rúmir fimtíu miljónir. GJeraug- un upp, og hæ! prestó! eins og galdramennirnir segja, hverfa al- veg. skattarnir, senv eiga að fara í ríkissjóð. Hann Iieyrir að fylkisskuJdin sé um sjö- tíu miljónir dala. Gleraugunum beiint á þá tölu, og sjá! fjörutíu miljónir þar af, eru “arðberandi” skuldir. Ekkert að barrna sér yfir piltar! Bænd-ur kvarta alment og stöðugt yfir óviðunandi búskapar- kjörum. Gleraugun upp! og hjá þeim drýpur smjör af hverju strái. Honum er sagt, að fylkisbúar hafi verið að streyma þúsundum saman á burtu síðastliðið ár vegna búskaparerfiðleika og at- vi-nnubrests. Gleraugun upp, og sjá! Það eru eintómir Mennonít- ar, svo að segja, sem eru að flytja búferlum suður í Mexico, til þess að 'komast hj-á herskyldu! Oss leikur töluverður grunur á, að herra aðalritstjórinn muni stu-ndum setja upp þessi gleraugu, þegar 'hann er ei-nn í góðu tómi, og snúa sér að mannhæðar'háum spegli. Þá mun þar gefast að líta í undursamlegri geialadýrð, “for- kláraðann” í einni persónu, blaða- mianninn samvizkusama; penna- valdi-nn orðhepna og málfróða; ritskýrandann djúpsæja og smekk- vísa; stjórnmálamanninn vit- þru-ngna; veðurfræðinginn for- spaka, (sbr., að verkfræðingar Frakklands ætli að breyta Sahara- eyðimörkinni svo að l-oftslag í Suð-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.