Heimskringla - 18.06.1924, Side 1

Heimskringla - 18.06.1924, Side 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCÐIR ROYAL, CROWN SenditJ eftir vert51ista til Royal Crown Soap Ltd., 654 Main St. Winnipeg. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR SenditS eftir verSlista til Royal Crown Soap I.til.. 654 Main St. Winnipeg. XXXVm. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 18. JÚNí, 1924. NÚMER 33. ' ISLENZKA VÍKINGASKIPIÐ VINNUR FYRSTU VERÐLAUN. xxx GANADA >°o< j Frá Toronto er símað 17. t). m., að stjórnin hafi, að undirlagi Hon. Jamies Murdock, kveðið forgöngu- menn póstþjóna- sambandsins til viðtals f Ottaua, um launamál. Var búist við, lað póstbiónar mjyndu ihefja verkfall, á hádegi þ. 18 }>. m., í því skyni, að neyða stjómina til þess jað hækka launin Vonandi geta málsaðilar komið sér svo sam an, að ekki verði úr verkfallinu. Lieutenant — Governor Sir Jam- es Aikins lýsti yfir þvf, er hann á- varpaði þingheim Manitoba Methodista á þriðjudaginn var, að hann byggist við að þessi fundur þeirra yrði síðastur vegna þess, að hann byggist fastlega við stofnun Sambandskirkju og áliti hana heppilegasta. Frá Ottawa er símað 17. þ. m., að nýr flokkur sé myndaður í þing- inu. Hafa nokkrir af bændaflokkn- um, þeir er lengst hafa ihaldið sig til vinstri, nú klofið sig frá hon- um. Hafa þeir verið kallaðir “ginger”-fiokkurinn, siikum þess að þeix hafa þótt nokkuð hvassyrtir á stundum. Hafa þeir tilkynt foringja bændaflokksins, Robert Forke, að þeir skoði sig ekki háða þcim fiokki lengur. í hinum nýja flokki eru þessir þingmenn: E. J. Garland, Bow Rivert, Atla; Ro- bert Gardiner, Medicine Kat, Atla; G. G. Ooote, Macleod, Alta; H. E Spencer, Battle River, Alta; D. M. Kennedy, Edmonton West, Alta; Agnes MacPhail, Grey South-East, Ont., og W. C. Good, Brant, Ont 3?ar að auki er búist við að J. T Shaw, Calgary, muni fylgja fiokkn- um að málum. Búist er við, að flokkurinn muni taka höndum sam an við verkamannaþingmenn. Tel- ui- hann að samvinna eigi að byggj- ast á grundvelli sameiginlegra at- vinnuvega, en ekki á breiðari grundvelli samvinnu allra stétta. Með það fyrir augum muni flokk- urinn veikjast of mikið. Frá Ottawa er simað 17. þ. m, að frumvarpið um kirkjusambandið hafi ekki komið til umræðu þann dag; aðallega (Isökum fjærveru Kings forsætisráðherra, er lagði á stað sama daga suður til Yale, til þess að taka á móti doktorsnafn- 'bót í lögum frá þeim háskóla. Mun hann koma aftur á fimtudag, og er þá ráðgert, að frumvarpig komi til umræðu næsta þTiðlud}ag, og búist við að það taki þann dag all- an og e. tl v. miðvikudag líka, að ræða frumvarpið. Frá Bridgeburg í Ontario er sím- að 17. þ. m, að milli 500 og 1000 manns streymi daglega frá Banda- ríkjunum, norður yfir-^landaffnætrj- in á þeim stöðum. Eru það mest handverksmenn, er suður hafa farið, að leita sér atvinnu. Er það gleðilegt tákn um að útlitið sé að batna hér nyðra. Frá London er símað, að svo margt merkilegt sé að sjá í Canada höllinni á Wemlbleyssýnfngunni, að þar sé meiri mannþröng dag- lega, en á öðrum stöðum í ráði er að fá mörg þúsund hveitibindini frá Canada, sem efnivið í eftirlík- ingu af hveitiakri, er á að sýna á afarmikilli skrautsýningu er á að fara fram á Wembleyvöllum. Frá Ottawa er símað, að í viðbót við þær tvær loftskeytastöðvar, sem nú eru í Mays og Dauson City, þá eigi að reisa 2—3 nýjar á þessu sumri þama lengst út i norðrvestrinu. Eiga þær stöðvar að vera að Fort Simpson og Hers- chel eyjunni, og standa í samíbandi við stöð er reist verður í Edmon- ton. Önnur lönd. að reyna að vemda líf þeirra, mannfélagsins vegna. Símað er frá Christabel við Pan- ama, að Bandaríkjaprófessor, að nafni Miarsh, er fór í leiðangur til Darienhéraðsins, að leita að “hvít- um Indíánum”, hafi komið til Col- on vig Panamaskurginn, meg tvær ungar stúlkur og einn ungan mann og eru öll bláeyg, ljóshærð og slétt- hærö, með fflabeins litað hörand. Lau eru klædd sem Indíánar og tala indíanskt tungumál, en annars villl próifessorinn ekkert uppskátt gera ennþá um fund sinn. — Leyf- ar af Islendingum? Skæðir fellibyljir ásamt hagli og rigningum hafa geisað yfir Iowb og Suður-Dakota nýlega. Hafa orð- lð stórkostlegar skemdir á ökrum og byggingum og tdlið að 14 manns hafi farist. Frá Cleveland Ohio, er símað, að Calvin Ooolidge forseti, hafi hann dag verið formlega kosinn sem for- setaefni af hálfu Republicana, með miklu lófataki og fagnaðarópum. Frá Chicago er símað þ. 14., að 50 geðveikra læknum hefir verið smalað saman til þess að reyna a<5 finna einhver geðvæikismerki á 'barnamorðingjunum Nathan Iveop- ald og Richard Loeb. Um að gera Frá Cape Town í Suður-Afríku er símað 17. þ. m. að Jan Ohr, Smuts fogsætisráðherra hafi beðið ósig- ur í nýafstöðnum' þingkosningum og mist sæti sitt í hendumar á Hey, mótstöðumanni sínum P* flokki verkamanna I>essi kosninga ósigur Smuts kom flestum al- gjörlega á óvart. Annars hefir verkamiannaflokknum: og National- istum orðið bezt ágengt í kosning- unum. Frá Yersailles er símað þ. 13. að Gaston Doumergue var þann dag kosinn forseti Frakklands með 515 atkvæðum. Paul Painleve fékk 309. Sagt er að menn hafi alment búist við kosningum Doumergues, og séu ánægðir með hana, að undanskild- um rótlækum vinstrimönnum, er hefðu viljað Briand eða Painleve. Frá París er símað þ. 14. þ. m. að nú hafi Frakkland loks fengið jafnaðarmannostjórn, þar sem Edouard Herriot tók við stjórnar- taumunum þ(ann dag, pamkvæmt tilmælum hins nýja forseta Don- mergue. Frá París er símað 17. þ. m., að hinn nýi forsætisráðherra Herriot hafi þann dag skýrt frá því í þing- inu að hann teldi ógerlegt fyrir “Heimskringla” kemur út með seinasta móti þessa viku. Stafar það af háJtíðahaldinu miðvikudaginn var. En rétt um það leyti, sem blaðið er að fara í pressuna, berst sú fregn inn á skrifstofu blaðsins, að íslenzka vnkingaskipið hefði fengið fyrstu verðlaun í skrúðgöngunni. Er vissulega betur farið en heima setið, og er þetta Winnipeg-íslendingum til mikillar sæmdar. Frakka að rýma Ruhr.fyrri en þeir væru vissir um að Pýzkaland léti afvopnast undir umsjón Banda ■manna og helzt undir umsjón al- þjóiíasaiubandsias. Dessi ræða Herriots er sagt að hafi vakið hið mesta uppistand í Þýzkalandi og -muni Nationalistar og keisarasinn- ar nota hana sem ákafast til æs- inga. í írlandi hafa kaþóisku prestam- ir nýlega ha'fist handa gegn aiiri ástleitni ungra manna og kvenna, og hafa helgað því máli eina viku. Fyrirlestrar verða haldnir í ölium æskumannafélögum og kvennaskól- um, og svo langt er jafnvel gengið, að ungum stúlkum hafa verið fengnir vasaklútar, og hefir verið saumag með miklu skrauti í eitt hornið: ‘Werið ekki ástleitnir við mig”! Þegar ungu mennirnir sjá þetta, á þetta að hafa svipuð áhrif og eldingaleiðari. En sumum ungu stúlkunum þykir þetta nokkuð langt gengið. Þær hafa fengig sér aðra vasaklúta og saumað í þá þetta: “Elskarðu mig!” Nú er eft- ir að vita hver stefnan má sfn meira. Sú frétt, sem virðist hafa vakið meiri athygli en flest annað þessa síðustu viku víða um lönd, er hið mikla hneykslismál í ítalíu, er einn af merkustu stjórnmálamönn- um iandsins, Matteotti að raafni var numinn á brott og drepinn. Matteotte þassi er miljónamæring- ur og socialisti. Hefir hann barist með mikiili harðfylgi á móti Mussolini hinum mjög ræmda aft- urhaldssegg, er nú situr við stýr- ið í ítalíu. Þóttu böndin berast að fylgismönnum forsætisráðherr- ans, Mussolini, að þeir hefðu orðið valdir að hvarfi og drápi Matte- otti. Kom málið fyrir þingið, en Mussolini harðneitaði að eiga nokkura sök á glæp þessum, og kvaðst hafa lagt fyrir lögregluna að leita um þvert og endilangt landið að illræðismönnunum. Síð- ustu fréttir herma, ag fimm menn hafa verið teknir fastir, og hafa þeir allir reynst vera fyigismenn Mussolinis. Þykir ekki ósennilegt að þetta veiki forsætisráðherrann og verði, ef til vill, til þess, að fiýta fyrir að honum verði veit úr valda- sessi. Hinir dönsku meðlimir dansk- íslenzku lögjafnaðarnefndarinnar ætla sér að fara til íslands með skipinu “Island” hinn 15. júní og koma til Reykjavíkur 23. júnf. Bú- ast þeir við að geta haldið aftur á stað heim 2 júlf með skipi frá Bergenska félaginu. Eftir að iokið var umræðu i fólksþinginu, sem jafnaðarmenn og vinstriflokkurinn vora frum- mælendur að, en gerbótamenn og hægrimenn töluðu á móti, var GrænlanfLssamningnum vísað til nefndar á miðvikudaginn, og hefir sérstök nefnd 15 manna verið kjör- in til þess, að tgera tillögur í mál- inu. Framsögumaður hægrimanna Puirchel tilkynti, að firá Hlolster- |borg og Sukkertoppen hefði sér borist mótmælaskjal undirskrifað af um 400 manns, sem krefðust þess, að samningurinn væri lagð- ur fyrir landsráðið grænlenzka. Vinstrimaðurinn Yangaard, sem var einn sendimanna ríkisins í fyrra, talaði á móti sammingnum. í viðtali við blaðið “Köbenhavn” segir Stauning forsætisráðherra, að ráðuneytið muni reyna að fá samningnum framgengt, þrátt fyr- ir afstöðu gerbótana til hans, og yfirleitt ná málum fram með þeim atln’æmum, sem fáist í það og það skiftið, jafnvel þó stuðningsmenn séu ekki þeir sömu. Bramsnæs fjármálaráðherra hefir lagt fram í fólksþinginu framvarp þetta um afgjald af eignum, sem nema meira en 50,000 krónum. Af- gjaldið fer vaxandi, eftir eignaupp- hæðinni, frá 1% af 60 þús. upp í 15, 1% af 20 miljónum króna. Áætlað er, að afgjald þetta komi til að gefa nálega 440 milj. kr. tekjur, ---------xx---------- Frá íslandi. Afarmikil aðsókn var að lista- safni Einars Jónssonar síðastliö- inn sunnudag, — á fimtugsafm-æb' iistamannsins. Er talið, að um 2000 manns hafi komið þangag á tveim klukkutímum. Mun það gleðja Einar, að svo margir mint- ust hans þenna dag, þó að hann væri sjálfur í öðru landi. Búist er við, að Einar komi hingag í næsta mánuði, ásamt frú sinni, sem hefir verið ag leita sér heilsu- bótar 1 Danmörku, og er nú á bata- vegi. Árbók Hins íslenzka Fornbréfa- féiags (28. árgangur) er nýkomin út. Fyrst er ritgerð um íslenzk bæjanöfn eftir prófessor Finn Jóns- son; er það allsnörp ádeilugrein um ritgerð Hannesar skjalavarðar Þorsteinssonar (Rannsókn og lei'ð- réttingar á nokkrum bæjanöfnum á fslandi), sem var í Árbók félags- ins í fyrra. I>ar næst er Kvittun til Dr. Finns frá Hanneéi, og er hann furðu þungorður í garð pró- fessorsins. Þriðja ritgerðin er um Lambanessþing o. fl., eftir Kxist- ján Jónsson frá Hrjót, en þá eru smávegis athugasemdir um staði og fomminjar, eftir Matthías Þórðar- son fornminjavörð. í þeim eru 5 myndir, ein af dys Þorgeirs Há- varðssonar og 4 af Grettisbæli í Öxarfjarðarnúpi. Sami höfundur ritar ítarlega gein um Alvíssmái, og smágrein um gamla Alvíssmál, og smágrein um gamla gátu, og loks eru tveir eftirmálar eftir þá pró- fessor Finn og Hannes ÞorsteinssOn Leiða þeir þar enn saman hesta sína, og hefir mörgum orðið tíðrætt um deilu þeirra. Þeir, sem gerast vilja nýir félagar í Fornleifafélag- inu, eiga kost á allri Áxbókinni fyrir gjafverð, en hún er mjög merkilegt rit, og ómissandi hverjum þeim, sem kynnast vill til hlitar fornum fræðum íslenzkum. Sænska rithöfundafélagið hef- ir, að þvf er “Politiken” segir, boðig Gunnari Gunnarssyni skáldi og Finni Jónssyni prófessor að taka þátt 1 rithöfundafundinum í Stokkhólmi. 40 &ra stúdentsafmæli eiga 5. júlí n. k. þessir: Síra Árni Þórar- Eftirmáli aftan við “English Bards ard Scotch Reviewers”. Byron! hvílíkt happ! að þessu sinni Heimi bættist, og þig fyrir steig, Óminnugur lífs hjá Leþe þinni Líða skuggi og þamba gleymisku-veig, Fyrirlitning fræg svo þín ei kynni Flaðrinu að vinna minsta geig, Sem þér inní aldar-minning hnýttu Arfar þeirra er forðum stærst þig grýttu! Þegar spentur þinna ljóða bogi Þar um gall: hve slyngt var allra-safn: Eigin vömm, að skola í skírnartrogi Skjanna-hvíta og velja kristið nafní Þá stóð um þig lastmælginnar logi Lucifer þú værir kær og jafn! — “Sjálfur eins. Þó eg með hreinskilninni Sé, að því leyti, guðlastari minni!” Þinni snild vor augu opna kunni, Að okkar dagar fæddu verri mann Siða-bót sem byggja hygst frá grunni — Breyting, sem ei heiðursfólkið ann! Agnus Dei ertu þeim í munni, Advocatus Diaboli hann- Þú réðst ei til, byggingum að bylta — Bara straukst af leirnum hýðið gylta! II. Ávalt munu áframhalda og skrifa, Eftirbátsmenn tímans leggja á sig: Dánum hrósa og lasta þá sem lifa----- Lýttur nú og genginn þú á svig, Hávegum þíns heiðarleiks til þrifa: “Helt mun uppá gromsið” fyrir þig! Gleðstu því, en gakk þú ekki af rónni, Gutlið býður erfi-volgt “á stónni”! 25.-5. ’24. Stephan G. insson, síra Amór Árnason, Axel Tulinius f. sýslum., Einar Bene- diktsson f. sýslum., Halldór Torfa- son iæknir (í Ameríku), séra Hálf- dan Guðjónsson, séra Jón Finns- son, séra Ólafur Stephenson, séra Páll Stephansen, séra Skúli Skúla- son, Sveinbjörn Egilson ritstjóri og Þorleifur H. Bjarnrason yfirkenn- ari. Hinn 5. júlf 1884 útskrifuðust 25 stúdentar úr lærða skólanum, og eru þessir fymefndu eftir af þeim hóp. Dánir eru: Sigurður Jonassom ,Bjami Pálsson, Bjarni Thorsteinsson, Magnús Ásgeirsson, Tóinas Helgason, Christian Riis, Lárus Árnason, Björn ólafsson, Björn Jónsson (Mikiabæ), Sigurður Sigurðsson (læknir), Kristján Jóns son (læknir í Ameríku), Stefán Stefánsson (skólamieistari). — Af hópnum urðu 10 prestar, og af þeim lifa 8. — í ráði mun að minnast þessa afmælis í sumar. í neðanmálsritgerð “Politiken" skrifar Guðmundur Kamlban eftir- tektaiverða lýsingu á leikhúsinu í Beylkjavík log ihrósar mjög Starfi Leikfélags Reykjavíkur og list þeirri, sem þag gæti sýnt. Telur hann Alþingi niikinn sóma að því, að hafa samþykt lögin um skemt- anaskatt og þjóðleikhús, sem geri það kleift, að koma upp þjóðleik- húsi á þúsund ára hátíð Alþingis. Látinn er Þórður Daníelsson fyr- verandi bóndi í Núpufelli í Eyja- firði, eftir langvarandi heilsubrest 62 ára gamall. Mesti dugnaðar og heiðursmaður. Einnig er látinn á sjúkrahúsinu á Akureyri, Guðrún Kristjánsdóttir, kona Sigurðar kennara á Belgsá í Fnjóskadal. Banamein hjartabilun. ------------0---------— Björgvin Guðmundsson. Um hvítasunnuhelgina fóru þau hjón Björgvin Guðmundsson tón- skáld, og kona hans alfarin héðan úr bæ suður til Ohicagoborgar. Því er ver og miður, að skilnaður Björgvins Guðmundssonar varð nokkur annar við þetta land, en vin i” hans myndu hafa ákosið, þar sem hann nú þarf að fara í annað land að leita atvinnu. Björgvin mun vera algerlega sjálfroentaður í tónfræði. Hann hefir verið fá- tækur maður alla æfi, og orðið að vinna fyrir sér hörðuro höndum, jafnframt því að helga tómstundir sfnar sönggyðjunni. Er það illa farið, því jafnmikil listgáfa og horo um hefir verið gefin, á það ekki skilið, að vera borin út á gaddinn og grimdina. Þau ummæli hafa sér- fræðingar viðhaft ura verk hans að öll líkindi eru til þess, að hann myndi gera garð sinn frægann, hefðu skapanornirnar miðlað hon- um isvo úr nægtahorni si^iu, að hann hefði um stund getað horf- ið til aðalheimkynnis hljómlistar- innar, Þýzkalands, og bundið þar enda á nám sitt. Allir vinir hans óska þess, að sá draumur hans megi rætast í sem nánastri fram- tíð. Og hugheilustu ámaðaróskir þeirra allra fylgja honum á fram- tíðarbrautinni. ----------x-----------

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.