Heimskringla - 18.06.1924, Page 4

Heimskringla - 18.06.1924, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JUNÍ, 1924. heimskríngla' (lt»(nO 188€> Kmusi ð( A kverjnm mMrllniile«i Elgeoduri IHE VIKJNG PIŒSS, LTD. MW •( »55 SARGBXT ATE., WIXKIPBO. Ttlalmlt K-6S37 T«T> bliRalu er <3.00 ArgaBrmrln b«t(- M tjrrir fram. Allnr bargaatr aaiM rtSaauml UaSalaa. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. HÁVARÐUR ELIASSON, Ráðsmaður. Vtaoiikrlft tií hlaVilaii THE VIKING PRESS, Ltd>, Box 3105 Wlanlpear* Mm. VtaBÍukrlft tll rttatJdraiM EDITOK HKIMSKRINGLA» Box 3105 Wlanlpeg, Mao. The “HeImskringla’, is printed and pub- lished by The Viking Press JAd., 853-855 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANTOBA, 18. JÚNI, 1924. Byron lávarður. Rétt nýlega eru 100 ár licSin síðan George Gordon, lord Byron lézt, að Misso • longhi á Grikklandi úr drepsótt er geisaði þar, en þangað fór hamn til þess að taka per- sónulegan þátt í freMsstríði Grikkja. — Það er sjaldan fyr en í aldarfjarlægð, eða svo, að sanngjarnlega er hægt að dæma um byltingamenn mannkynssögunnar. Samtím- ismenn þeirra, er gerst hafa samherjar þeirra, eða orðið fyrir barðinu á þeim, eiga erfitt með að dæma óvilhalt, sökum aðdáunar og óvildar. Fáir mienn hafa orðið fyrir ómildari dóm- um samtíðarmanna sinna en Byron llávarður, og er það reyndar að vonum. Skapið var eldfjörugt og öfgakent, en uppeldið afskap- legt. Móðir hans sjálfselsk og hégónnlleg úr hófi, og öll afskifti hennar af homnn fávís- Ieg í mesta máta og miðuðu öll til þess, að “tvísra sál hans og steypa hana í því móti, að þrá í sífellu frið og samrætmi, en vera sam|t sem áður í sífeldri uppreisn á móti öll- um lögskipuðum valdhöfum á himni og jörðu,” eins og skynsemistrúar-skáldkonan Matthilde Blind komst að orði um hana. Hún segir ennfremur, að hann hafi verið undar- legt sambland af “karlmannlegri dirfsku, heil- brigðri skynsemi, frábrigðilegri athugunar- gáfu, göfuglyndi og blygðunarlausu hatri og andstygð á þjóðfélaginu. I sál hans háði þrá- in eftir öllu miklu góðu og fögru eilífa bar- áttu við neikvæða fyrirliitningu á mönnum og málefnum”. Þroski hans í þessa átt er vel skiljanlegur. Hann var borinn til auðs og mannvirðinga, fríður eins og grískur guð, og þegar hin glæsilega skáldgáfa hans kom fyrst í Ijós, vaknaði hann einn góðán veðurdag frægur maður í rúmi sínu, og öll skrautfiðrildi hirð- lífs og aðals, dönsuðu um hann í hégómlegri tilbeiðslu. Það er að segja, þangað til að þau fengu að kenna á klónum, er sátu fast- ar í silkihramminum. Meðan hann sýndi sig aðeins sem skáld- gáfað glæsimenni, aðalsmann og draumfríð- an heimismann, gerði ekkert til hvernig hann lifði og lét. Þá gat hann afskiftalaust af lærð- um sem leikum svalað hverri fýsn, og enda var lagt að honum í fylsta mæli, af konum ekki síður en körlum, að ganga þá braut, og freistingum hlaðið á veginn. En þegar ádeilu- og frelsisskáldið Byron svifti híaiíni yfirskinsins af stéttarbræðrum sínum, og húð- fletti æðri stéttirnar, með svipum og skorpíónum hins bitrasta háðs, eins og í “Don Juan”, þá kvað við nokkuð annar tónn. Þá var varla til sá löstur, að hann væri ekki límdur á mannorð hans, unz það var alþak- ið kl'íningnum. Hann var hundeltur úr landi, eins og Shélley, hundeltur í útlegðinni, af glefsandi mannorðsvörgum, sem í engum dygðum tóku honum fram, en höfðu meðal- menskuna eina til síns ágætis. Og þegar hann fór í síðasta leiðangurinn, og gaf líf sitt fyrir það málefni, sem hann hafði áður gefið alla fjármuni sína, fyrir frelsishugsjón- ina þá sögðu naðurtungur rógberanna, að það hefði verið gert eingöngu tii þess að vekia á sér eftirtekt á ný. Bréf hans hafa veitt honum fiíHa upp- reisn í því efni. Þau sýna Ijóslega eldlegan áhuga á málefninu er hann lét líf sitt í sölurn- ar fyrir, að hjálpa Grikkjum úr ánauðinni Hann taldi allan heiminn skulda þeim þakk- læti, fyrir dýrustu gimsteina hsta og bók- menta, eins og hann sjálfur ætti þeim að þakka, að hafa tekið burt stífluna frá hinni guðdómJegu andagift, er honum var í brjóst blásin. Siðferði manna á Englandi mun aldrei hafa staðið eins völtum fótum og um daga Byrons, á ríkisstjórnaránnn þeirra Georg- anna, hins þriðja og fjórða. Og ástandið innan kirkjunnar var engu betra að sínu leyti. Kirkjan var full af myrkri og full af hræsni. Á móti hvorutveggja gekk skáidið og frelsis- hetjan og skynsemistrúarmaðurinn, Byron fullkominn berserksgang. Hann er aldrei myrkur í máli urn þau efni; það sem ein- kennir hans mest og bezt er hið ákafa frjáls- lyndi á öllum sviðum og logandi hatur á öll- um hleypidómum/ og kreddum, og sérstak- lega á allskonar hræsni, í hverri mynd seim hún birtist. Enda varð klerkastéttin enska allra fjandsamlegasti hatursmaður hans og skæðasti óvinur. Það var nú að vísu ekki svo kynlegt á þeim tímum, þegar það eitt, að láta í Ijósi efa um, að jörðin hefði orðið til á sex sinnum tuttugu og f jórum klukkutímum, var nægileg orsök þess að vera lýstur óalandi og óferjandi af öllum kennilýð, þó heipt- rækni kendi frá kirkjunni til þeirra manna, er “tóku Genesis og dustuðu jafn radkilega aí henni rýkið, ogþeir Shelley og Byron gerðu”, eins og Sir A. Quiller-Couch kemst að orði. En því miður eru þess fleiri dæmii og of mlörg, að hin svokallaða kristna kirkja hefir ver- ið versti þröskuldur á vegi ljósbera veraldar- innar. Eln þó Byron fylMega endurgyldi hatur kirkjunnar, mun hann þó ekki hafa verið al- gerður vantrúarmaður (atheist). Á það bendir kafli úr bréfi er hann ritaði árið áður en hann dó; þeim er hefir ritað æfisögu hans í mikla bók: “Ég ímynda m(ér að ég sé fult eins vel kristinn maður og þér eruð. Og eg vildi gjarna gerast Iærisveinn sannkrist- ins manns, till orða og athafna ef ég fyndi hann. (Eg hefi ekki enn rekist á hann). En eg skríð ekki í duftinu fyrir tíunda- möngurum.” Það voru ekki trúarbrögðin sjálf, sem Byron barðist á móti alla æfi, heldur það form, sem “hin rétttrúaða kirkja”, hefir mótað þau í, og hið fuílkomna ósamjræmi, sem á sér stað, í daglegu lífi flestra kenni- manna við flest meginatriði kenniingar Krislb sjálfs. Hann trúir á tilverknaðinn, ekki á vara-játningu, eða ytri athafnir, | er honum virðast aðeins sem hvellandi ' málmur. Hafi hann beðist fyrir, þá hefir hann áreiðanlega ekki haft fataskifti, áður ( en hann fór inn í bænaklefa sinn. Hann mun þar hafa verið maður mjög hinn sami og fyrir utan klefann. Þar var engri gæru j úr að fara. Hann kemst svo að orði í bréfi, j er 'hann riltar 1808: “Mér íinst kenning Confuciusar bera vott um meiri siðferðis- þroska en boðorðin, og kenning Sókratesar taka fram siðferðiskenningu sankti Páls. Hvað trúna snertir, 'þá hefi ég jafnan neit- að að meðtaka sakramentið, af því að eg trúi því ekki, að mér mumlni hlotnast guðs ríki, þó eg eti brauð og drekki vín úr hönd- um jarðnesks staðgengils. Eg held að dygð- ugt háttemi verði að byggjast á tilhneiging- um og eðlishvöt hvers einstaklings en ekki á einhverjum fastskorðuðum mannasetningum. Eg trúi því, að sannleikurinn sé mtegin-eigin- leiki guðdómsins, og að dauðinn sé éilífur svefn, að mista kosti hvað líkamann áhrær- ir”. Tveim árum síðar segir hann í bréfi til móður sinnar: “Oss ber fyrst og fremst að foðast að breyta illa, en því miður er það ónrtögulegt: næst ber oss þá, að bæta fyrir brot vor, ef hægt er.” Hann kemíst á einum stað svo að orði, að menn hafi dáið rólegir og viðbúnir engu síð- ur fyrir, en eftir upphaf kristninnar kirkju, t. d. bæði Rómverjar og Grikkir. Og yfir- leitt úir og grúir í skáldskap hans af 'sár- bérttum höggum, snöggum lögum og hvass- yddum skeytum í garð orthodoxu kristnr innar. Bezt kemur fyrirlitning hans á kenrn- lýð þeirra tíma, og fyrri alda, fam í hinu blóðuga háðsádeilukvæði hans “The Vision of Judgment”, og hinu dulræna Ieikriti hans “Cain”. Otgáfurétti var neitað á því leik- riti, og það vakti almennan formaelingastorm um alt England. Einn guðsmaðurmn komst í þann algleyming, að hann sagði að höf- undurinn væri “úr'kynjuð skepna, búinn að, þrautreyna aflar tegundir holdlegs munaðar og tæma beiskustu dreggjar syndabik- arsins. Er hann því sýnilega ákveðinn í því að sýna alþjóð, að nú sé ekkert mlannseðli lengur til í honum, jafnvel ekki í breyskleik- anum, heldur er hann kaldrænn og kæru- Iaus djöfull”. Og svo var prestahatrið grimt í Byrons garð, að þá er lík hans var flutt til Englands, neituðu umsjónarmenn Westmin'Ster dóm- kirkjunnar því um legstað í kirkjunni, Eng- 'landi til lítils sóma. Hann var moldu aus- inn á óðalsjörð forfeðranna, í Hucknall- ikirkju. Presturinn, sem þar er nú, hefir stofnað til samiskota, og vill reisa veglega grafhvelfingu á stólpum yfir _hann, fyrir nokkur þúsund pund sterling. Vafalaust væri töluvert á því græðandi fyrir margan góðan mann, að vera við- staddur, þá er grafhvelfing þessi verður vígð, og hlusta á, hvað presturinn hefir að segja um þenna “káldræna og kærulausa djöful”. Ekki verður annað sagt, en að því sé vel fyrirkomið á forlagahjólinu, að em- bættismaður þeirra sömu kirkju, er svívirti hann mest iifandi, skuli nú gera hann dýrð- j legan dáinn. Það er eldgamla sagan, og síunga; eilífa táknið um að vér höfum ekk- ert lært af veraldarsögunni: að grýta braut- ryðjendurna, ijósberana og spámennina í hel, og hefja síðan kveinstafi á leiðum þéirra, og fella yfir þeimj krókódílatár á strætum og gatnamótum; í blaðadálkum og á mannfundum. Byron var engin undantekning í þessu efni. Samítíðarmenn hans voru flestir blindir fyrir hinum miklu mannkostum hans, og þöglir um þá, en þess glöggskygnari og berorðari um lesti hans, eða réttara sagt breyskleika hans; því þrátt fyrir alt svall og óhóflega lifnaðarháttu á ýmtsa Iund munu yfirtroðslur hans flestar hafa stafað af breyskleika en ekki ásetningi. I augum fiestra samtíðarmanna hans bar mest drýkkjusflarki hans, eyðslusemi og ástafari. Nú, heiHi öld eftir dauða hans, er þeftta alt orðið óveruiegt og h'tilsvert, alt til grafar gengið ásamt jarðneskum leyfum hans. Hver sá sem les hann með skilningi, og þekkir til þeirra tíma, kemur fyrst og fremst auga á andíegan kjark hans, hátur hans og fyrir | litningu á hræsni og hleypidömium, hina ó- slökkvandi frelsisþrá hans og hispurslausa ! dómgreind. Fyrir 'þeirra manna hugskots- sjónum stendur hann sem einn af merkis- ! berrum nýrri og betri tíma; blysberi sann : leikans, er neistum feykir inn í mannssálim- j ar: frelsishetjan eldheita, er lagði lífið í ! sölurnar fyrir hugsjónir sínar, fyrir rétt- í ,trúnað smn. Mein trúmensku getur enginn sýnt, en að gefa h'f sitt fyrir sannfæringu ! sína. Gáfumaðurinn mikii Morley lávarður, korrtst svo að orði um hann, að skáldið Byron væri persónugerfingur umbótaþróun- arinnar. Og víst er það réttilega og vitur- lega að orði komist um Byron, er sami mað- ur segir um hann, að “þó vér hefðum ekk- ert rúm fyrir hann í dómlkirkju vorri, iþá er fþað vafalaust, að hann má téljast í flokki þeirra manna, er ljómi s'tafar af, og eiga sér alla veröldina að grafreit, eins og Períkles komst að orði.” j Winnipegsyningin Nú um eithvað nálega tíu ára skeið hafa iðnsýningar þær, er tíðkuðust áður hér á sumrin, verið lagðar niður. Nú er í ráði að stofna til sýninga á ný, og hefir bæj- arstjómin ákveðið, að leggja það undir át- kvæði borgarbúa hvort iþeir vilji sam- iþykkja fjárveitingu til þess að rersa sýn- ingarbyggingar fyrir. Nemur sú fjárveiting $750,000.00 og er áætlað að leigja River Park fyrir sýningarstað. Atkvæðagreisla um þetta fer fram hinn 27. þ. m. Verði fjárveitingin samlþykt, er í ráði að hefja verkið samstundis. Verður það mikið verk, en er þó áætlað að því verði Iokið á næsta sumri, og sýningin þá opnuð. Margar byggingar er í ráði að reisa þama. Meðal annars Coliseum, eða hestasýningarbyggingu. Em áætluð sæti þar fyrir 8000 manns. Þar að auki er á- ætlað að byggja skála fyrir stórgripi, sauð- fénað, al'ifugla, mentamálabyggingu, nýja Maupabraut, sundlaugar, baðskála, skála til vetraríþrótta og ýmislegt fleira. I félagi því, er á að reka sýninguna, eiga að sitja fulltrúar frá bæjarstjóminni, úr flokki kaupsýslumanna og bænda. Fé- Iag þetta ætlar að taka að sér, að ábyrgjast, að bæriffi^ verði skaðlaus á rekstrinum. Fyr- irhugað er og að endurgjalda bænum þessa upphæð, er hann kann að veita til fyrirtæk- isins á 20 ámm, með árlegri afborgun. Svo mikils er vert um þessa hugmynd, að skattgjaldendur ættu allir að hugsa mál- ið sem rækilegast, og eigi láta undir höf- uð leggjast, að gefa til kynna álit sitt með atkvæði sínu á föstudaginn þ. 27. júní. Afmælisbarnið. Winnipeg klæddist hátíðabúningnum á 50 ára afmælisdegi sínum í dag, og forsjón- in skenkti henni blíðasta veðrið á þessu sumri í afmælisgjöf. Skrúðakstur sá hinn mikli, er getið hefir verið um hér í blaðinu, hófst á réttum tíma og var að ýmsu Ieyti hinn ánægjulegasti. Svo margir vagnar tóku þátt í akstrinum, að nær hálf þriðja stund leið frá því fyrsti vagninn lagði af stað, þar til hann var kom- inn í áfanga. Var þó haldið áfram með full- um göngrthraða. Margt bar fyrir augu á- horfenda í þessari fylkingu, og munurn vér skýra nánar frá því í naesta blaði. En þess má geta nú þegar, að akstur þessi varð Is- Iendingum til mikils sóma. Var vagn þeirra svo einkennilega og smekklega útbúinn, að vér hyggjum það enga hlutdrægni, að full- yrða, að hann hafi vakið meiri eftirtekt en flestir aðrir. Er það fyrst og fremst að þakka framúrskarandi dugnaði og ósér- plægni þessara fjögra nefndarmanna, Mrs. Brynjólfsson, Mrs. Thorpe, B. L. Baldwinson og Friðrik Swanson, en hann hafði umsjón með drekasmiíðinni ásamt herra Jóhanni Vigfússyni. Er víst um það, að áhorfendur klöppuðu víkingaskipinu íslenzka og skip- j verjum þess rneira lof í lófa, en nokkru öðru æki, hvort sem því hlotnast nokkur verðlaun eða ekki. Og sannfærðir erum vér um, að ef undirbúningstíminn hefði ekki verið svo örnaumur, þá hefði íslenzki vagninn vafa- laust verið glæsrlegasta og bezt búna adkið í í fylkingunni. Hann var svo ljómandi vel úr garði gerður á jafnstuttum tíma. Farisear og við. KAFLI ÚR RÆÐU eftir Séra Ragnar E. Kvaran. . . . . Við heyrum töluvert um það talað nú á tímum, hvað það sé illa farið, hvílíkur tvístr- ingur sé á kristninni. Margir hafa ilian bífur á iþessum kynstrum af stefnum, sem komi svo lítið vel saman. Já, að vísu er margt at- hugavert við það, en að öllu sam- anlögðu, þá er spuming hvort þetta er ekki gróði. Margbreyti- leikinn á lþessu sviði ber þó á- reiðanleiga ,Vott um líf en ékki dauða. Það getur verið dimm bírta, sem um sálir manna fer, en (það er þó birta. Allir sértrúar- flokkarnir bera um það vott, að menn verða að finna sinni trúar- legu eðlishvöt einhverja útrás. Það er okkar skaði, að geta ekki Iært að líta á allar þessar breyt- ingar velvildaraugum. Vitaskuld er ómögulegt að varast að finna ýmislegt þeirra fáránlegt, en alt um það, þá er þetta þó sýnilega eina leiðin fyrir suma til þess að talka inn þau allsherjarsaþnindi, sem trúarbrögðin færa mönnunm. Og það er mjög mikill sannleikur, sem felst í þeim ummælum Mark Gwains, að allir þessiir flokkar slípi hvor annan smásaman, og mái hrufurnar og hornin hver af öðrum. Eg held, að það sé ekk- ert í hættu þó fjöldi flokkanna sé mikill. Það sem er sannleik- ur í þeim lifir, hitt fer að sjálf- sögðu forgörðum. En það eru tvær spumingar, sem við verðum að leggja fyrir oss, ef við eigum að dæma um trúarflokka, gamla og nýja. I fyrsta lagi, eru þeir 1 samlræmi við hinar instu guðlegu eðlishvatir sálarinnar — iþessa alheims hug- myndir og tilfinmingar, sem standa í sambandi við orð eins og guð, andi, eilífð og ódauðleiki? Og í öðru lagi, er þetta veruleiki, afl í mannfélaginu, hefir það þau á- 'hrif á manninn að karakter hans verði staðfastari, sterkari, fjör- meiri og karlmannilegri? Kristur ritaði yfir dymm ríkis síns þessa allsherja kveðju: “Komið allir til m*n,” hver sem vill getur komið, en þó gerir hann þrjár undantekn- ingar frá þeirri reglu: “Nema maðurinn endurfæðist, irtun hann ékki sjá guðsríki”; v‘Hver sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma”; “Ef réttlæti yðar tekur ekki fram réttlæti fræði- mannanna og Fariseanna, komist þ>ér alls ekki inn í 'himlnaríki”. Allar þessar endurtekningar bein- ast að óeinlægninni og hræsninni og heimta að veruleikinn, inni- haldið, komi í staðinn fyrir formr ið, útlitið. “Fræðimenn og Farisear”. Það voru margar stéttirnar í þá daga, engu síður en nú. Við ikynnumst helstu flokkum og stéttum í Gyð- ingalandi á Krists dögum í Nýja- Testamentinu. Það er talað um Heródesarsinna, samvizkulitla stjórnmálamenn, Saddukea, trúar- itla höfðingjastétt, fræðim'ennina, guðfræðinga og lögvitringaí einu, það er talað um hina fyrirlitnu Samverja, og um Galíleumenn- ina, sem þóttu fávísir og óirrfnt- aðir. Þá eru hinir bersyndugu og tollheimtumennirnir, úrkastið, sem enginn vildi eiga samneyti við. Neðar varð ekki komist í mann- félagsstiganum. Það iþótti ekki þurfa frekari vitna við um hve ó- taökur Jesús væri í virðulegu mamnlegu félagi, heldur en það, |að hann skyldi eiga mötuneyti og sitja í mannfagnaði með toll- heimtumönnum og bersyndugum. Þann dóm fekk hann ékki sízt af þessum flokkum, sem hann á- valt nefnir samhliða fræðimönn- unum, og það eru Farisearnir. IJeir urðu 1 Jesú augum andstæð- an við hans hugsjónir; strangir og beiskir, óaðfinnanlegir í hegð- un en miskunarlausir, ósveigjan- legir en blóðlausir, fuHir sjálfs- lotningar enn fyllri fyrirlitmng- ar fyrir þeim, sem ekki þræddu hina fyrirskipuðu götu. “Eg þakka þér að eg er ekki eins og aðrir menn — og ekki eins og Dodd’s nýmapillur eru bezta nvm&meðalið. Laekna og gigt» bakverk, hjartabilun( þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyT. ár $2.50, og fást hjá öllum iyfsöl* um eða frá The Dodd’s MedicHso Co.. Ltd., Toronto, Ont. þessi tollheimtumaður”. Farisea- eðlið er eðli eigingimarinnar, eðli stéttahrokans, eðli antikristsins. Fariseinn er form en ekki inni- hald, hann er ímynd þeirrar teg- undar af hræsni, sem ekki veit af sjálfri sér, lygi sem orðin er að aðaleinkenni mannsins. Það er einkennilegt að taka eftir þv>, að jafnlítill hluti og varðveizt hefur af umlmiælum Krists, frá þeim ámm, er haim starfaði opinberlega, þá skuli þó svo mikið hafa varðveizt af þeim orðum, er lýsa hræðsíu hans við það hugarfar, er Farisearnir tákn uðu í hans augum, hann hefir hlotið að leggja mikla áherslu á það mál. Og ástæða til þess að hann gerði það, hefir ekki verið sú, að Farisearnir veittu honum mesta mótspymu, heldur af þvír að þeir urðu í hcins augum eins og ímynd eða líkamning þrota- Kús Gyðingclómsins. Faniseamir vom að ýmsu leyti kjarninn úr Gyðingaþjóðinni. Þeir voru and- legir arfþegar Makkabeanna, sem barist höfðu af svo mikilli hreysti fyrir frelsi þjóðarinnar. En ein- mitt af því að þeir vom kjarni þjóðarinnar, eða að minsta kosti verðir hins opmbera trúarlífs þjóðarinnar, verða þeir í hans augumf hið sorglega tákn um getuleysi trúarinnar. Þeir vom helztu ávextimir og þó vom þeir rotnir ávextir. Er ekki alveg sjálfsagt að fara 1 þessu efni sömu ieiðina og hann gerði, og leggja iSÖmu spurningum fyrir cjss um þær trúarhreyfingar, sem við þekkjum? Hvernig menn fram- leiða þær? Eru það menn, sem vilja eitthvað á sig leggja fyrir aðra? Eða er trú þeirra algerlega aðgreind frá afskiftum 'þeirra við náungann ? Mér dettur í hug saga eftir manin, sem fyrir nokkrum ámm var einn af þektustu prestum Winnipegborgar. Hann segist hafa verið fjórtán ára að aldri, þegar þessi atburður hafi gerst, sem standi sér svo lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann segir svo frá: “Eg stóð inni í lítt búnu herbergi við hlið hreinlyndrar kristinnar konu, þegar eig- andi hússins kom inn og krafðist mánaðarleigu. Samkvæmt sairtn- imgnum, féll sú leiga í gjalddaga þann sama dag. Heimilisfaðirinii var úti að leita sér atvinnu. Hver tilraunin eftir aðra hafði mistek- ist. Hver vonin eftir aðra hafði dáið í brjösti móður minnar. A'lt hafði mistekist. Leigan var gold- in upp til jþessarar stundar, en hún gat ekki borgað 'hana fyrir- frarn. Hún vissi ekki þessia stund- ina hvaðan mæsta mál'tíðin ætti að koma. Eg m|an þetta greini- lega. Húseigandinn stóð þarna, hár maður og skarpleitur, og beit saman vömnum. Hann barði stafnum sínum í slitna gólfábreið- una og sagði : Leiguna frú, leig- una, eins mánaðar leigu fyrir- fram um þetta leyti á morgun, eða eg læt setja hvert einasta af húsgögnum yðar út á gangstétt- ina! ” Með það hvarf hann út úr dyrunum og skelti hurðinni á eft- ir sér, til þess að leggja frekari áherslu á orð sM. Eg var fjórtán ára, og var for- vitinn, eins og drengir jafnan em. Og eg hafði sérs'taklega ilgaman

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.