Heimskringla - 18.06.1924, Page 5

Heimskringla - 18.06.1924, Page 5
WINNIPEG, 18. JUNÍ, 1924. HEIMSKRIN6LA 6. BLAÐSIÐA Gullfoss Cafe (fyr Rjooney’ís Lunch) 629 Sargent Ave. Hreinlæti og smekkvísi ræ'ðu|r 1 matiartilbúninigi -vorum Lítið hér Inn og fáið yður að borða. Höfuiim leinnig altaf á hoðstól- um: kaffi og allskomar bakninga; ftóbak, vindla, svaladrykki og sæt- Indi líkara en iþar sé engln sambands- liður á ixiiíli. MeS öðrum orðum, hér hefir trúarbrögðunum alger- lega mistekist með það, er virðist vera þeirra aðalætlunarrverk, og það er að gera sjálfa mennina fullkomniari og betri. Nú er þræla- háldl orðið svo f jarlagt okkur, að við komium fullgreinilega auga á, hvað þetta er fráleitt. En höf- um við jafn-opin augun fyrir því, King”. Hann var sýnilega í geðshræringu. Hrifningin var augljós á ásjónu hans. Tárin stóðu í augum hans. Hann misti því nær valdið yfir rödd sinni. Þegar samkomunni var lokið mælti hann: “Mérr finst eg gæti dáið fyrir land mitt, fyrir fánann, fyjriir alríkið, fyrlir konunginn, konunginn — guð blessi hann”. Þremur mánuðum síðar var hann að ölluml mannfundum. Mér var alveg sama hvort það var bæna- samkoma, pólitískur fundur eða sunnudagaskólahátíð. Meðal annars sotti eg af máklu kappi svo- kallaðar “hádegissamkomur” sem daglega fóru fram í húsi kristi- iegs félags Ungra manna !Jþar í bærnum. Eg var þvínær altaf við- staddur. En menn geta gert sér í Jhugarlund furðu miína, jþegar eg sá, að einn af forstöðumönn- um( þessarar hádegissamkomu, var enginn annar en hinn ósveigj- anlegi, hranalegi, óþolinmóði lán- ardrottinn foreldra minna. Og hversu oft heyrði eg hann ekki eftir þetta skreyta roáíl sitt er hann “nálgaðist náðarþásadtið” einis og hann komst að orði, með því að nota orðatiltæki eins og “hinn blessaði meistari”, “ástkæri drottinn” og almáttki Jehova”. En málskrúð hans hafði ekki á- hrif á mig. Eitthvað í xnér gerði uppreist gegn þessu. Eg mælti beisk orð hið innra með sjálf- um mér. Eg sagði við sjálfan mlig: “Þetta er auðvirðilegasti maðurinnn, sem eg þekki.” Eg efast ekki um að prestur- inn hefir síðar áttað sig á því, að honum skjátlaðist í þessu. Þetta var ekki að sjálfsögðu auðvirði- legasti maðurinn, Þetta er, eins og allir vita afaralgengur mað- ur. Hann tilheyrir þessum und- arlega, stóra skara manna í öllum kirkjudeildum og á öllum, tímum, sem halda daglegu lífi og trúar- lífi sínu í algerlega aðgreindum stöðum í heila sínum. Trúarlíf- inu er fullnægt með þessu, að á- kalla hinn “blessaða meistara” og “almáttka Jehova”, og hafa um hönd guðraekileg orð og siði. Þegar þeim athöfnum er lokið, er það mjál úr sögunni (þangað til næst, að sama er haft um hönd. Það sem gert er þar á milli kemlur ekki þessu neitt við. Og þetta er hœttulegast fyrir þá sök, að fæstir taka eftir, að neitt sé bog- ið við þetta. Eða þeir kaupa sér að miinsta kosti frið við sjálfan sig á líkan hátt og Ibsen Iætur Pétur Gaut gera. Pétur gerðist þrælasaii í Suður-Ameríku. Hann sendi skip til þess að stela þrælum frá Afríku, en lét þau vera full af biblíum aðra leiðina, til þess að kaupa sér frið við guð og sam- vizku sína. Eg mintist á þræla- sölu. Einn af ágætustu ræðu- mönnum, sem fram hefir komið af svarta manna kyni, Frederick Douglas, ferðaðist uim endilöng Bandaríkin fyrir þrælaófriðinn, til þess að vekja fólki til umhugs- unar. Hann vissi hvað hann var að tala um, því að hann bar menj ai af svipuhöggumi þrœlahaldar- anna á baki sínu, Hann hvað segja frá því í æfisögu sinni, að hann hefði oft reynt að fá kirkj- ur til þess að tala í um þræiamál- ið. Svarið við iþeirri beiðni var oft á þessa leið, frá þeim sem með kirkjuna átti: “Eg veit ekki hvað eg á að gera í þessu máli — eg þarf að spyrja drottinn — látum oss biðja.” Og Douglas bætir við: “Þegar þeir báðust fyrir með ornér, lánuðu þeir mér aldei kirkj- ima”. Um einn þrælasala er sögð sú saga, að þegar hann kom míeð hlaðið skip af þrælum, stolnum í Afríku, að ströndum þessarar álfu, þá hrepti hann óveður og skipið var nokkra stúnd í mikl- um háska. Þegar þeir loks náðu höfn, hrópaði skipseigandinn upp yfir sig: “Eg vissi að guð mundi ekki láta sína útvöldu farast”. I öllum þessumi tilfellum finst manni vafi geta á því leikið hvort hægt sé að nefna þetta hræsni. Hér ,er aðgreiningin orðin svo greinileg í hugum manna á því hvað trúin sé og hvað viðskiftin við náungan eru, að það er enigu sem okkur stendur nær? Sann- leikurinn er sá, að hvar sem við Iítum í kringum okkur, þá sjáum við í margvíslegunij myndum hið sama endurtaka sig ein® og það, sem Jesús álasar sinnar tíðar Fari- seann fyrir, að iþeir síi mýfluguna en svelgi úlfaldann. Eg ætla að draga fram örfá dæmi þess í dag. í engu finst mér eg verða eins var við þessa huldu hræsni, sem er svo rík í huga okkar flestra, eins og þegar talað er um stór- menni sögunnar. Það er beinlínis kátlegt, að heyra menn komast á loft yfir hugrekki Lúters, Jóns Arasonar, Savonarola eða einhvers annars af þessum mikilmönnum, sem hafa getað brotið allar brýr að baki sér í eldhitanum fyrir máli sem þeir unnu, og heyra menn hella ókvæðisorðum yfir þau lítil- menni, sem hafi barist gegn þeim og ýmist reynt að koma eða kom- ið þeim á kné. Lang-langflest okkar eiga heirna í þeim hópn- um. Það er margur Lúter og Jón Arason upp núna, menn sem eru að berjast með undursamlegu hugrekki fyrir háleitum og göfug- um málum. Höfum við veitt mörgum slíkum mönnum stuðn- ing? Nei, það vill einhvemveg- inn svo til, að við erum ekki á neinu vaðbergi tii þess að sjá hvar sannleikurinn og réttlætið er borið ofurliða. Eg segi ekki að þeim mönnonn færi ekki fjölgandi, sem hafi hug á að vera þeim megin í baráttunni, sem iiðið er færra og hættan meiri, en við hitt verðulr að kannast, að í heild sinni hefir það mis- tekist að kenna mönnum að láta réttlæti sitt taka fram réttlæti Farisea og fræðimanna í því efni, hvað viðkemur nýjum sannleika, sem örðugt á uppdrátt- ar. Tuttugasta öldin grýtir engu síður sína spámenn en nokkur önnur öld á undan henni. Er nokk- urt okkar saklaust af að hafa lyft úpp einhverri steinvölunni í þeim tilgangi? Þá er enn önnur hræsni, sem mað- ur gæti kallað hræshi lífsskoð- unarininar. Það er óneitanlega eitt- hvað bogið við það, þegar mað- ur hlustar á tal manna í góðum kringumstæðum, sem sitja og bollaleggja um það, hvað þessu sé haganlega fyrirkomið, að dugleg- ustu 'mennirnir komist æfinlega í efni, og geti látið sér líða vel, og hvað það sé augljóst, að þeir sem ekki hafi dugnaðinn, verði að fara á mis við lífsins gæði. Straumur samkepninnar hefir af meiri og mjnni tilviljun látið þá fljóta ofan á, og svo telja þeir sér trú um, að það sé ráðstöfun for- sjónarinnar, að þeir fyrir dygðir sínar, hafi hlotið launin og séu undanþegnir allri skyidu til þess að breyta neitt tækifærum þeirra, sem undir hafa orðið. Hér eru leyniþræðir hræsninnar búnir að eitra alla iífsskoðuna. Þessu skyld er sú tegund af sjálfslygi, sem við gætum nefnt hræsni tilfinninganna. Þegar menn komast undir áhrif mikillar hrifn- ingar og berast með á öldu klökkvans eða hitans, sem ein- hverjum hefir tekist að vekja í þeirn, þá ímynda þeir sér, að þeir séu það, sem þá langar það augnablikið itil að vera. Frægur Gyðinga rabbi hefir fullyrt, að níu bundruð og níutíu og níu af hverjum þúsund Gyðingum, sem biðja reglulega bænarinnar um að þeir megi aftur komast til Jerúsalem, mundu næstum því fá slag ef Messias skyldi skyndilega birtast og bjóðast til þess, að leíða þá aftur til þeirra fdrna feðraheimkynnis. Einhver hefir sagt sögu um Englending, sem staddur var á stórri þjóðmúnning- arsamkomú. Hann söng með fögn- uði: “God save our gracious kominn í fangelsi fyrir að reyna að svfkja fé af stjórninni. En hættulegust af allri teg- und af hræsni, sem fylgir okkar tímum, er auðhræsnin. Hún hef- ir smogið, að því er virðist, til botns um þjóðlíf nútímans. Það er ekki nóg með að við lítum sjálf persónulega og prívat þeim mönnum, sem yfir fjármagni ráða, heldur er öll löggjöfin og fram- kvæmd Jaga gagnsýrð af því. Pll menningariönd hrósa sér iaf því, að þar séu allir jafnir fyrir lögunum. Við höfum tvö aug- Ijós dæmi þess í blöðunum und- anfarið. Þjófsgarmur, veikur af ólyfjan og naumast með fullum sönsum, er skotinn til bana af lög- reglunni f Winmipeg um hábjartan dag, þegar hann ekki stöðvar bif- reið sína á flóttanum. En barns- morðingjarnir í Chicago fá skörp- ustu lögvitringa heillar álfií til þess að verja sig, og fim'tíu lækna til þess að leita að einhverri átyílu, svo hægt sé að segja, að þeir séu geðveikir. Jafnir fyrir lögum! Hvílík fjarstæða! En átakanleg- asta dæmið um auðs- eða verzl- unarhræsni, sem eg hefi rekið mig á, er ræða, sem einn af mestu nároakonungum veraldarinnar kvað hafa haldið fyrir nokkrum árum út af verkfallli vinnufólks hans: “Það mun verða séð um hag og vernduð réttindi verka- manna, ekki af æsingamönnum þeirra sjálfra, heldur af þeirn kristnu mönnum, sem guð, í óend- anlegri vizku sinni hefir falið að fara með eigrnir og fjármál þessa iands”. Verður komist lengra í sviksemi við sjálfan sig, heldur en þegar úifurinn heldur, að hann geri það af meðaumkun rneð lambinu að leggja sér það til munns ? “Eg segi yður, að ef réttlœltii yðar tekur ekki frcun rétdæti fiæðimannanna og Fariseanna, komist þér alls ekki inn í ríkið”. Er miismunurinn svo mikill enn þann dag í dag? Erum við ekki öll að því leyti lík, að okkur vilji til þess að láta gott af okkur leiða, standi frekar grunt í sálum okkar? Er ekki yfirborðið á kristindómslífí', okkar aðalpartur- inn af því? Vantar okkur ekki svo mikið af friðsemi, af meðaumkun, af sannleiksást, að það sé lítt gjörlegt að aðgreina okkur frá Fariseunum? Við erum vitaskuld ólík, og ’nver verður að skygnast um í sínum eigin barmi. En væri það ekki ómaksins vert, að litast þar um, og vita hvað við sjá- um?........ ------:-----o----------- Vorfögnuður. Fjaðrasláttur fjörgast brátt, fer í háttinn vetur; vorsins áttir upp á gátt æskumáttur setur. Ljósið streymir lofts uro geim. Ljósið dreymir þorið. Ljósið teymir lífið heim. Ljósið geymir vorið. Vaknar hjarta vonarbjart, vogun margt nú þrífur. Nóttin svarta sorgarskart sitt í parta rífur. Stráin krjúpa í grundu gljúp geisla drjúpa veigar. Sveipast núpur sólskinshjúp, söngva djúpið teigar. Sprettur hraðar bjarkarblað, blómgvast traðarstígur. Rauðbrjó'staður rétt í hlað robin glaður flýgur. , Kyssir svanna sveinn er ann, svo er manna gaman; vors í ranni hún og hann hugi kanna saman. Æskan ljóðar ást í blóð, enginn hljóður strengur. Vori rjóðu, yrki eg óð eins og góður drengur. Þ. Þ. Þ. Misprentast hafði ein vísa skáldsins Þ. Þ. Þ. í ihinum fallegu ferskeytlum hans “Vorfögnuður”, og prentum vér þær því hér aft- ur. -----------0---------- Dómarakosning í Dakota. Það er gömul sögn, að hver sú þjóð er sjálfstæðis nýtur, hafi þá stjóm er við hennar hœfi sé — sú er. önnur: að frelsið fáist aðeins keypt fyrir eilífa árvekni og ástundun. — Manni verður eins og ósjálfrátt að athuga og ígrulnda þessi hugtöjk nú, við í hönd farandi kosningar, og þar af leiðandi að leita sér allra mögulegra upplýsinga, um menn og máleíni, sem eru að koma fram á hið stjómarlega sjónar- svið og leitast við þar með að mynda sjálfstæða skoðun. Málefnin em margbrotin, eins og nærri má geta, þar sem að þau liggja alla leið neðan frá hreppa-' pólitík og upp að alveldisstóli. — Ef við nú höfum áhuga fyrir ein- hverju máli eða málefnum, þá er auðsæitt, að ekki dugar að kjósa bara einhverja af handahófi, að fylgja Iþeim málefnum fr£un. Við verðum að reyna að kynnast sem be^t mjanni þeim sem> við viljum trúa fyrir því, að verða formaður á stjórnarskútunni á næsta kjörtímabili, en varast að taka sem gilda og góða vöru, alt skrum og skreytni hinna ýmsu leigðu landhlaupara og borgaðra blaðasnápa, sem úir og grúir af hér við allar aðalkosningar. Til allra embætta er lífsnauðsyn að Vanda útndfningar, bæði til stjórnarsæta og á ríkis- og þjóð- þing, og því aðeins Agetuna við fengið nauðsynlegar og gagnleg- ar breytingar á stjórnarfari voru, að við drögum af okkur slenið, og séum vakandi og vinnamdi í þeim efnum, annars fer eins og þar stendur: “Situr því æ í sörou Ikvöl”; en því véldur þá bara vöntun hinnar eihfu árvekni og á- stundunar, sem hver og einn borg- ari í frjálsu landi, æ'tti að hafa til brunns að bera. Því miður hafa undanfarnar kosningar oft sýnt það, að við höfum oft verið dregnir dottandi að kjörseðlakassanum, af Ieigðum loftungum sívakandi sérgæðinga. Þar af leiðandi hafa lögbækur okk ar orðið fullar af óhagkvæmum og torskildum lögum, sem lög- menn teygja í það óendanlega, eins og skrattinn skinnbótina forð- um, og þess vegna er mjög mikið komið undir dómurunum, “að rétt séu færð lögin”, svo að jafnt smærri sem stælrri geti notið rétt- inda sinna, og réttvísin sé sett þar, sem að hún á að eiga heima — á dómarastólinn. — Sem( betur fer, þá sækja ýmsir alllmerkir menn um háyfirdómara- stöðuna í Norður-Dakota í þetta sinn, en persónulega er eg ekki kunnugur nema einum þeirra, en sú Gðkynning hefur náð yfir 20 ár. Hafði eg iþá strax gott álit á honum, og hefur það farið sí-vax- andi fyrir drengskap hans, dugnað og lærdóm. Áiílt eg hann því að vera öllum þeim kostum búinn sem nauðsjmlegastir eru fyrir dóm arastöðu, og mun eg því veita hon um atkvæði mitt og fylgi við kosn- ir gar þær, er í hönd fara, og ræð öllum, er eg næ til að gera sitt ’bezta til þess, að hann nái útnefn- ingu fyrir háyfirdómarastöðu rík- isins. Maður sá, er hér um ræðir, er G. Grímsson að Langdon, N. Dak. Hann hefir verið States Attorney í Cavaler County síðastliðin 14 ár, og ætíð verið endurkosinn, þá er hann var í kjöri, hve margir sem féllu í valinn af flokki hans. ' ... —!. ■ SORBONNE Ekki er smáræðis áreynsla I öllu að fylgjast með Því hlutirnir fijúga í háa loft Hugsun og verklegt svið En eitt af því sem allra mest Eftirtekt hefir náð Uppfynding heitir “Sorbonne” sú Sálairrannsóknuro háð Sálarrannsóknin ““Sorbonne” fann — Sála mín gæt að því — Loftagnir springa í loftinu Líkt og púður og blý. Og orkuframleiðsla á sér stað Er agnirnar springa í smlátt Allar leysa þær orkuvind Með óskapar feikna mátt, Og hver getur reiknað þýðing þess Þegar Sorbonne er náð. Kol og eldsneyti ékkert þarf Því alt verður “Sorbonne” háð Þenna allsherjar orkuvind Ekki eg skýra kann Aðalatriðið er nú samt, Að agnirnar sprengi/ hann. Og orku strarimnum stýrir vél, Stórkostlegt Sorbonne tól, Þá fara á hreyfing önnur öfl Og agnirnar fara á ról. Vélarnar síga svo af stað Slíkt “Sorbonne” er undur hreint Óendcuilega út í geim Því agnirnar þrjóta seint. Ailsherjar þýðing þetta á Um þessi ýmsu svið Manna framleiðsla og fleira þarft Fæst gegn um “Sorbonn”-ið. Sáuð þið Skrúðakslurirní dag? Yðar atkvæði með Syningar AUKALOGUNUM Föstudaginn, 27. júní. Þýðir stærri, betri og iðju- samari Winnipeg. Þýðir að vinna byrjar strax, $750,000.00 verður varið til bygginga og útbúnaðar vallar- ins. Allir skattgreiðendur hafa löglegan rétt til að greiða atkvæði á sömu stöðvum og við síðustu bœjarkosningar. Kjörstaðir opnir frá 9 að morgni til 8 e. h. Meiri velmegun þýðir Betri viðskifti, Meiri vinna, Lægri skattar. Greið Sýningunni Atkvæði. Sýnir það vinsældir hans þar sem hann er bezt vþekktur. Mr. G. Grímsson er orÖin þjóÖfrægur fyr- ir herferð þá, er hann fór á hend- ur hins illræmda “þrælahalds” Suður-ríkjanna, og að hann bar gæfu til að brjóta það á bak aft- ur, sýnir dugnað á háu stigi, en drengskaparbragð var það, að fara af stað, án nokkurrar vissu um endurgjald. — Gefum Mr. Grímssyni fylgi vort óskift. J. G. Davídson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.