Heimskringla - 18.06.1924, Síða 6

Heimskringla - 18.06.1924, Síða 6
6. BLAÐSIÐA. HBIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JTJNÍ, 1924. Ekki má sköpum renna. SIGMUNDUR M. LONG, þýddL Cynthia hafði gengið yfir að glugganum til að forðast hin skörpu augu Lafði Westlake. Framkoma Lord Northams hafði verið svo einlæg og óþvinguð, og gekk Cynthiu til hjarta, svo henni bauð við» að blanda frænku sinni inn í j>etta samtal þeirra, sem og henni kom ekkert við. “Ég sé það á þér, góða stúlkan mín, að eitthvað hefir komið fyrir þig óvanalegt”, sagði Lafði West- lake. “Eegðu gömlu frænku þinni það, og dragðu mig ekki á því,” sagði hún ennfremur, þegar hún sá að Cynthia sneri sér ekki við, bætti hún við: “Lord Northam hefir beðið þín?” “Já,” sagði Cynthia með lágum róm. Lafði Westlake sló staf sínum í gólfið, sigrihrós- andi. “Mín góða ástkæra. litla stúlka”, hrópaði hún og hennar hrukkótta andlit varð alt í einu eitt Stórt bros. “Þetta grunaði mig, eg hefi séðf hvað hann var hrifinn af þér, jú, eg hefi séð það. Til lukku, Cynthia, til lukku. Hann er eitthvert bezta hlut- skifti í landinu. þú verður hertogaiima af Torbridge, Cynthia, og það má eg segja, að þú hefur sannar- lega komið ár þinni fyrir borð, en hvað þú hefir farið dult með þetta, það er eitt sem karlmönnum líkar miður en flest annað, þegar stúlkurnar elta þá á röndum. Síðan Northam yfirgaf Eton, hefir hann verið umsetinn. Að sönnu hefði iþú getað trúað gömlu frænku þinni fyrir þessu, en nú er komið sem komið er, og vi'st er það réttast að þegja með þess- háttar, þar til maður veit með vissu hvað verður, komdu og kystu mig, frænka. Eg er verulega stolt af þér. Nú sérðu hvað það var hyggilegt af fjiður þínum, er hann gat þig á mitt vald? Eg sagði hon- um að þú líklega giftist jáfnsmið. eða ^itthvað þessháttar, — og nú —” hún hló sigri hrósandi, og hvössu augun hennar lýstu. Lafði Westlake hafði borið svo óðann á, að Cynthia, sem var utan við sig. gat ekki komið orði að, en nú sneri hún sér við nábleik í andliti: “Eg hefi neitað Lord Northam”, stamaði hún út. Lafði Westlake hrökk við, eins og hún hefði verið slegin á íuidlitið. í svipinn gat hún ekki komið upp orðr, og starði á Cynthiu með afskræmd- um andlitsdráttum. Loksins kom það. næstum eins og öskur. “Hvað segurðu, hefurðu sagt nei — til Northam — þú veizt ekki hvað þú hefir gert, eða hvað þú segir — þú hlýtur að vera með óráði”. Cynthia hrisi höfuðið, og sagði: “Nei, eg er með fullu viti.” “Já» en heyrðu, — heyrðu þó, barnið mitt gott”. Lafði Westlake hagaði orðum ssínum, eins og hún ætti við persónu, sem ekki væri með öllu viti. “Þú veizt ekki hvað það er, sem þú segir, þú ert ekki með sjálfri þér. — Það er náttúrlegt- þetta hefir komið flatt uppá þig. Líklega er það þín mein- ing, að þú hafir ekki gefið Lord Northam neitt á- kveðið svar, og að hann komi aftur á morgun, jafn- vel máske í kvöld.” “Nei”. sagði Cynthia. “Hann kemur ekki aftur — eg á við, að hann muni ekki endurnýja bón- orðið. Hann skilur það, að eg get ekki orðið kon- an hans”. “Hún var mjög föl, en jafnframt virðingarverð stilling Iýsti sér hjá henni. sem og gætni og alvara í máli hennar, og allri framkomu, Cynthia hélt sín- um lyndiseinkenmun á ósigramdi staðfestu og sjálf- stæði, sem hún hafði frá föður sínum. og ætíð hald- ið fast við, og það brást henni ekki heldur nú. Brosið hvarf af andliti Lafði Westlake, það var hörkulegt og afmyndað. og augun köld sem stál. “Við skulum vera rólegar”, sagði hún, en um leið hélt svo fast um handfangið á stafnum sínum, að hnúarnir hvúnuðu. “Svo þú ætlast til að eg taki það trúanlegt, að þú hafir neitað Lord Northam? Máske að þú viljir segja mér á hverju þú bygðir svo fáheyrða frekju? Eg verð að viðurkenna, að mér er forvitni á að heyrða það, og að vissu leyti á eg heimtingu á pvi . “Já”, sagði Cynthia í lágum róm. “Auðvitað vil eg segja þér það, þú mátt ekki vera reið við mig Lafði Westlake. Eg get ekki gert að því. — En eg elska ekki Lord Northam”. Blóðið streymdi fram í kinnar hennar, og til að verða ekki fyrir hinum eldhvössu augum frænku sinnar, horfði hú.n niður fyrir sig. “Þú elskar ekki Lord Northam”, endurtók Lafði Westlake með hörkulegum hæðnis hlátri. “Og má eg spyrja hver hefur krafist þess af þér? eða hver ætlast til þess ? Þú talar eins og þú værir ekki með öllum mjalla. Maður getur ekki trúað því, að þú hafir notið nokkurrar tilsagnar, kannske þú ímyndir þér — hvert þú elskar hann eða ekki — komi málinu við? “Gwen frænka”, stamaði Cynthia óttaslegrn. “Eg vildi helzt vera laus við “Gwen frænka”, svaraði Lafði Westlake. Heiftin, sem hún hafði ætlað sér að bæla nið- ur, tók nú alveg af henni ráðin. “I nafni alls sem heilagt er, sansaðu þig; hér hefur þú fengið það bezta boð, sem hægt er hugsa sér á þessum tímum, þú þarft ekki nema rétta frá þér hendina, til að grípa það, sem allar aðrar ung- ar stúlkur elta, eins og þær væru af vitinu gengnar, og svo djörf, að þú hefur áræði að segja mér, að þú hafir neitað hinum væntanlega hertoga af Tor- bridge, af þeirri einföldnu ástæðu, að þú elskar hann ekki. Eg hlýt að viðurkenna, að eg skammast mín fyrir kæruleysi þitt, og hvað ætli sé á móti því, að þú gætir elskað hann? Hann er stórættaður og all í gegn heiðursmaður, og eg get sagt þér það, hann á ekki marga sína líka, með leyfi vil eg segja þér, hann altof góður handa þér, þegar nokkurnveginn er fengin vissa fyrir þv1', að þú ert hálf rugluð í höfðinu, að þú manst ekki hvað þú varst, þegar eg dró þig upp úr forarpollinum í Summerleigh — ” Hún varð að þagna til að ná andanum, og í sörnu svipan, voru dyrnar opnaðar, og þjóninn mælti “Herra Percy Standish”. Percy kom brosandi inn, vel klæddur, eins og vanalega, svo stóð hann við snögglega, og Ieit í kringum sig, hálf forviða. “Ég vona að eg sé ekki til óþæginda”, tautaði hann. Lafði Westlake sneri sér á móti honum, eins og henni þætti vænt um að hafa einni persónunni meira til að beita skapi sínu á. “Hver hefir sagt þér, að eg væri heimla”, urraði 1 henni. “Þú gengur hér inn, eins og þú værir heimamaður. En skilurðu það. Eg bý hér og eng- inn annar”. “Eg bið ótal sinnum afsökunar, góða frænka mín”, sagði hann sorgbitinn. “Þetta var mín yf- irsjón, — en eg fer nú strax”. “Nei,” sagði hún ergileg. “Or þvf, að þú ert kominn, máttu vera. Þú hefur ætíð haft ánægju af að vita menn vera ósátta, og nú geturðu fengið þeirri tilhneigingu fullnægt. Unglingurinn hérna, hún Cynthia, og eg, höfum sfnhverja meiningu”, hélt hún áfram með reiði þrungnum róm, “það er lítilshátt- ar misskilningur, en henni skyldi verða það nógu til- finnanlegt”. “Á eg ékki_ heldur að fara?” tautaði Cynthia og gekk fram að dyrunum. En við skipandi bend- ingu frá Lafði Westlake stansaði hún. “Þú verður kyr” sagði hún þjösnalega, þú heldur eg sé ósann- gjörn, en bíddu við og taktu eftir hvað Percy seg- ir, hann þekkir heiminn, og hefur skarpa dóm- greind um breytni manna.” Hún sneri sér að Perc. “Cynthia, — já, þú trúir því varla — Cynthia, hefur neitað Lord Northam, sem nýverið hefir beðið hennar”. Percy stóð niðurlútur, og horfði á gólfdúkinn, en hvorki hin æsta gamla frú eða Cynthia tóku eftir ánægjuglampanum, sem Iýsti úr augum hans, svo leit hann upp og horfði á þær til skiftist, eins og sáttasemjari. r— “Þa» — það undrar mig”, sagði hann með lág- um róm. “Eg hugsaði — ” hann þagnaði, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. Lafði Westlake færði sig nær honum, “þú hugs- aðir að hún hefði viljað eiga hann”, sagði hún, “það er líka mfn meining. Sjálfsagt hefur hún gef- ið honum undir fótinn, annars hefði hann aldrei haf- ið bónorðið, til þess er hann alt of óframfærinn. Já, víst hefur hún hvatt hann, og svo neitar hún hon- um, — alt saman eintómar kenjar. Hún hlýtur að vera rugluð. Er það ekki líka þín meining, Percy?” Hann hreifði hendina, eins og til að lægja stór- yrðin. “Góða frænka, dæmið þér ekki Cynthiu, heldur finnið að við hana rpeð hægð, ef þér haldið að þér hafir ástæður til — Lafði Westlake starði á hann forviða. “Þú talar eins og bjáni”, sagði hún gremju- Ieg. “Hvaða ástæðu skyldi hún hafa, nema þá, að hún segist ekki elska hann!” Cynthia beit saman vörunum, til að hallda tár- unum inni. Háðið og kuldinn í orðum frænku henn ar gagntók hana. Percy hneigði sig tvisar. “Já, sannarlega hlýtur Cynthia að hafa sínar ástæður, kæra frænka”, sagði hann í þeim tón, sem hann gat búist við að sprengdi frænku hans í loft upp af reiði og ilsku. Hún starði á þau til skiftis. “Já, það er svona, þú vilt afsaka hana”, sagði hún, meira hissa en reið, þvílík fífldirfska yfirgekk hennar skilning. “Kæra frænka”, tautaði hann friðmælandi, “það er auðskilið og náttúrlegt, að stúlka á aldur við Cynthiu, taki tillit til þess, hvert hún elskar mann- inn eða ekki”. Eitt skifti fyrir öll, vil eg óska, að vera undan- þegin þessu ástarmasi”, svaraði hennað náð. “Eg bið afsökunar”, sagði hann ijþölinmÓður. “En ef eg má segja meiningu mína”. — Hann leit til Cynthiu, eins og hann bæði hana fyrirgefningar.— “Þá hefi eg grun um, að það sé einhver annar.” “Einhver annar?” hafði Lafði Westlake eftir, og sýndist eiga erfitt með að koma upp orði. “Þvættingur, hver annar gæti það verið, þegar það er Lord Northam sjálfur, sem um er að tala?” Cynthia stokkroðnaði. Lafði Westlake leit á hana með heiiftaraugum. “Af hverju er þessi sterki roði?” spurði hún. “Er nokkuð í því sem Percy segir? D'klega vilt þú ekki segja mér — ” Aftur var hurðin opuð, og þjóninn sagði: “Herra Frayne”. Þau litu öll fram að dyrunum, eins og Darrel hefði skotist upp úr jörðinni fyrir framan augun á þeim. Hann var lítilsháttar fölur og taugaslapp- ur. En hann sá fljótlega, að eitthvað var um að vera), og leit í kringum sig spyrjandi. En það er einmitt á sh'kum þýðingarmiklum augnablikum, að menn eins og Darrel sýna hvers virði þeir eru. Eftir að hafa litið til Cynthiu uppörfandi, horfði hann djarflega á Lafði Westlalce. “Eg er kominn til að tala við yður, Lafði West- lake.” “Eg sé það,” tók hún fram í fyrir honum, og horfði á hann með valdalegum svip. “En það er ekki þar með sagt, að eg hafi löngun til að tala við yður, — því fenguð þér ekki þjóninum nafnspjald yðar?” “Mér fanst það ekki nauðsynlegt,” sagði Darrel stillilega, en í þeim róm, sem fylti Cynthiu með aðdáun. Darrel var ekki sá maður, sem auð- vikið var frá ætlun sinni. “Eg vildi gjarnan tala við yðar náð, um mákil- vægt efni. Eg hélt þér væruð ein, en eg get kom- ið seinna, með yðar leyfi.” Hann hneigði sig, sendi Cynthiu nýtt tillit, og var í þanm veginn að yfirgefa herbergið, þegar Lafði Westlake gaf honum bendingu að fara ekki eins og hún hafði gert við Percy”. “Eg sé ekki herra Frayne, hvað þér hafið van- talað við mig,” sagði hún. “En hvað svo sem það er, vil eg helzt heyra það strax, 1 sem allra fæst- um orðum; vertu kyr Percy”, það sem herra Frayne hefur að segja, getur valla verið svo sérlega míerki- legt, að frændi minn megi ekki heyra það. — Gerðu svo vel”. “Já, það, sem eg ætla að segja, er ekkert leyndarmál. Eg kom til að spyrja yður. Lafði Westláke, hvert Cynthia frænka yðar má verða kon- an mín?” sagði hann með hægð. Eitt augnablik stóð hún hreyfingarlaus. Það var því sem líkast, að hún hefði fengið drepandi slag. Andlitið var afmyndað, og augun hafði hún fest á Darrel, þannig, að ef hún hefði megnað svo mikið, mundi hún hafa horft hann dauðann á sama augna- bliki. Hin stóðu Uka grafkyr, litu til hennar, og biðu þess, að hún segði eitthvað. Loksins lauk hún upp munninum, og kulda hlátur þrengdi sér yfir var- ir hennar. “Það sem þér sögðuð, herra Frayne, er stutt og Iaggott”, sagði hún. “Eg skal einnig kappkosta að hafa svarið stutt og skiljanlegt, iþér spurðuð. hvert þér mættuð giftast fræinku minn; eg segi nei, jafnframt læt eg yður vita, að heldur vil eg sjá hana dauða fyrir fótum mínum, en hún sé konan yðar.” Það varð stundarþögn, svo heyrðist lítilsháttar hljóð frá Cynthiu. Hún stóð upp gekk til Darrels, tók 1 hendi hans, og horfði framian í hann með raunalegum svip, svo sneri hún sér við, en hélt samt fast um hendina á Darrel og mætti tillit fræriku sinnar. “Dynthia hefir nú sýnt yður það, sem eg ætlaði að segja”, mœlt Darrel rólegur. Á dansinum í gær- kveldi sagði eg henni, að eg elskaði hana, hún sam- þykti að verða kona mín, og því er eg nú hér. Eg ekki hvað eg hefi misgert við yður, og eg skil ekki hvers vegna þér neitið mér, og uppá þennan máta.” “Þá skal eg segja yður það, herra Frayne,” sagði Lafði Westlake milli samanklemda tannanna. “þessi einfalda stúlka, sem þér hafið fylt m|eð grill- um, er ný búin að hafna bónorði Lord Northams. En þér — ” “Northam”, sagði Darrel, eins og við sjálfan sig, líkast því, sem hann hefði ekki heyrt það sem hún hafði áður sagt. “Eg vissi ekki — ” Hann horfði á hið föla andlit við hliðina á sér — Cynthiu, og ávarpaði hana. “Já,” sagði hún, “hann spurði mig um það, Darrel, en hann var svo góður og vingjarnlegur og skildi kringumstæðurnar. Hann var alls ekki reið- ur og við skildum sem góðir vinir”. Lafði Westláke tók fram í samtalið. “Eg er búin að svara yður, herra Frayne”, sagði hún í egnandi tón. “Eg samþykki aldrei giftingu yðar og frænku minnar. Öll yðar framkoma virð- ist benda á það, að þér álítið, að þér séuð eftir- sóknarverðir fyrir frænku mína. Eg skil það ekki þar sem faðir yðar er aðeins fátækur barón — “Fátækur! — Faðir minn fátækur”, sagði Darr- el; ékki reiður, en með sannarlegri undrun. Lafði Westlake skotraði augunum til Percy, sem sat þar á stól skamt frá, en lézt vera að skoða baékur. Hann hafði auðvitað sagt henni frá viðureign þeirra Darrels og Sampson Burridge, og hótanirnar, sem sá síðarnefndi hafði komið með. “Já, já, það kemur ekki heldur þessu máli við sagði hún. “Eg hefi sagt nei, og miælist nú til að þér farið og hættið að öllu Ieyti að sækjast eftir frænku minni; eg vil ekki vita af neinum stefnu- mótum eða bréfaskriftum. Eg segi yður það fyrir- fram, herra Frayne, að öll bréf ungfrú Drayle ganga gegnum mínar hendur, og svo álít eg þessu máli lokið. Viltu kalla á þjóninn, Percy”. En Percy lét sem hann hefði ekki heyrt [til hennar. “Eitt augnablik, Lafði Westlake”, sagði Darrel. Hann var fölur í andliti, en augun eldsnör, og hann greip með þéttu taki hendina á Cynthiu. “Þér getið ekki krafist þess að eg geri mig á- nægðan með þetta svar. Eg elska Cynthiu og hún elskar mig. Guð blessi hana, eg er viss um að hún bregst mér ekki”. “Nei, nei”, sagði Cynthia. Rómurinn skalf lítils- háttar, en var þó fastur. “Eg vil ekki svíkja hann — eg get það ekki, frænka; verið þér ekki svo reið og ströng, við elskum hvort annað, og eg verð aldrei farsæl án hans — aldrei, eg get ekki gert að því, frænka, og þér megið ekki vera reið við mig”. Hún tók hendina til sín, gekk til gömlu frúar- innar og studdi á Arm hennar. “Verið þér ekki reið við mig, frænka, eg elska hann, og yður þykir mér líka vænt um„ þér haf- ið verið svo góð við mig, eg veit líka, að þér viljið gera það sem þér haldið, að mér sé fyrir beztu, en ef þér aðskiljið okkur, gerið þér æfi okkar ófar- sæla” Gamla frúin horfði á hana, og það er Iíklegt að blíðari tilfinmngar hafi snortið hana í svipan. Fyrir hugsjónir hennar hefur máske svifið endur- minningin um yngri systir hennar, sem hún hafði elskað innilega og hvarf af lífsbraut hennar, þegar hún giftist föður þessarar ungu stúlku, sem stóð fyrir framan, en það varaði aðeins augnablik, og svo var Lafði Westlake í sínum lakari ham. Hún teigði úr sér og rétti hendina frá sér ógn- andi. Gerðu það sem eg.segi þér,” hrópaði hún hás. “Giftu þig Northam, svo verð eg vinur þinn meðan eg Iifi, og þú erfir alt sem eg á, fast og laust.” “Eg get það ekki. Eg get það ekki,” stimdi Cjmthia. Eg elska Darrel”. “Farðu þá til hans”, hrópaði Lafði Westlake með skelfilegri ilsku. “Farðu bara til hans; eg hefi ekkert með þig að gera lengur. Eg tók þig upp á götunni — farðu nú þangað, sem þú varst. Þið getið skift örbirgðinra á milli ykkar.” Cynthia stóð hreyfingarlaus eitt augnablik, svo gekk hún til Darrels, Iagði báðar hendur á herðarnar á honurn og horfði á hann. Hann gleymdi hvar hann var, tók hana í faðm sinn og kysti. Við þessa sjón varð Lafði Westlake stjórnlaus, hún reiddi upp stafinn sinn, eins og hún ætlaði að I berja þau. “Burt úr mínu húsi”! hrópaði hún hás. “Inn- an tuttugu og fjögra klukkutíma verðuðu að vera : farin, eg er Iaus við þig.” Hún barði stafnum niður í gólfið, svo studdi hún sig við hann, og haltraði út úi stofunni, það varð svo stundarþögn. Cynthia hallaði sér upp að Darrel, loksins sagði hún: “Ó, hvað á eg nú að gera?” Percy lét aftur bókina, og lagði hana á borðið hægt. Alt gekk eins og honum var hugþekkast, það stóð til, að þessi stúlka, sem honum þótti vera þrepskjöldur á ícjið sinnii, > yrði flæmd bu^tu, og jafnmiklar líkur til, að hann erfði Lafði Westlake, eins og fyr hefði verið. Með hægð kom hann til þeirra. Framkoma hans átti að sýna hina inni- legustu meðaumíkvun. Mér þykir leiðinlegt að hafa neyðst til að vera vitni að þessum ágreimingi”, sagði hann. “Eg þarf naumast að taka það fram, að eg er með Cynthiu, komið þér með mér, Frayne, Cynthia þarrf nauð- synlega einveru og ró, eftir þetta uppistand.” Cynthia slepti Darrel. “Já, farðu heldur með honum, Darrel”, sagði hún, og bældi niiður grátinn. “Percy er hyggínn og vill okkur vel, máske hann geti hjálpað okkur.” Percy fór úr stofunni og gekk út í ganginn, þar stóð hann með alvörusvip, en í raun og veru mjög svo ánægður. “Ó, þetta er hræðilegt”, sagði Cynthia, og leit upp á Darrel. “Hún fyrirgefur mér þetta aldrei, eða leyfir okkur að giftast. Eg hlýt að fara héð- an; var ekki fresturinn tuttugu og fjórir tímiar. Það er aðeins einn dagur. Hvað á eg að taka til bragðs Darrel”? “Eg veit sannarlega ekki”, sagði Darrel hikandi, en svo brosti hann til hennar, og sagði: “Nú tilheyr- ir þú mér, og við verðum að hugsa um, hvað við eig- um til bragðs að taka”. Það getur verið að Percy sjái einhver úrræði”, sagði hún. Láttu þetta ekki fá á þig, Darerl, hvað sem skeður, er eg þín til dauðans. Ó, Darrel, eg elska þig meira en nokkuru sinni áður, þú varst svo hugrakkur gagnvart henni, —* og það mín vegna, þú ert alt of góður handa mér”. Hann þrýsti henni fastara að sér. “Þú ert öllurn fullboðleg, Cynthia. Nú verð eg að fara, en eg vil senda þér bréf, máske herra Standish sjái einhver ráð”. Hann hló kuldahlátur. “Eg verð að hugsa mig um. Vertu sæl á mieðan, Cynthia. Eg skal sjá um að þú fáir bréfið.” Varir þeirra mlættust í kossi, svo skiJdu þau. Cynthia fór og horfði ástúðlega á eftir honum. Percy beið í framhöllinni. “Komdu að eins með mér, Frayne”, sagði hann. “Eg' hefi hugsað um ykkar málefni”, og mér hefur komið ráð í hug. Ef til vill getur það ekki geng- ið — en við skulum sjá til”. 15. KAPÍTULI. “Eg vona, góði Frayne, að yður finnist það ékki óþarfa forvitni af mlér”, tautaði Percy, þegar þeir fóru ofan tröppurnar. “Það var kveljandi fyrir mig, að vera þarna við, meðan á þessu stóð, og sem var þvert á móti mínum vilja. Það má eg full- yrða. Eg vonaði að nærvera mín, myndi héldur lægja ofstopann í Lafði Westlake. En þér líklega þekkið hana svo mikið, að þér vitið, að verði hýn reið, þá er hún óviðráðanleg, og eg hlýt að vi-ð- urkenna, að eg vil helzt slá undan, þegar við eigum saman”.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.