Heimskringla - 18.06.1924, Síða 7

Heimskringla - 18.06.1924, Síða 7
WINNIPEG, 18. JUNl, 1924 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- Ofir SHERBROOKE ST. HöfuSstóll uppb.......$ 6,000,000 Varasjóöur ..,........$ 7,700,000 AUar eignir, yfir ....$120,000,000 Sérstakt athy.gli veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- félag«. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. Þrætan um Grœnland (Framhald frá 3. sfðu) Vegn pegnum konungsins sjálfs, sést á pví, að 1413 boðar sendiherra hans Hinriki 5. Englandskonungi, að Norðmönnum sé jafnt óheimilt, én sérstaks leyfis, hvort heldur til fiskiveiða, verslunar eða í öðrum tilgangi, að koma þar við land “að viðlögðu lífs og limatjóni”.—Bann- inu var framifylgt og var það stað- fest með samningi við Hinrik 6. Englandskonung 1432. Samkomu- lag í sömu átt var ítrekað milli Hin riks 6. og Kristjáns 1.1449. En grund völlur l>e.ssa réttar konunganna, sem þannig var virtur af öðrum ríkj um, finnst í ákvæðum gamla sátt- mála. Bað var eðlilegt að konungs einingin milli íslands, með Græn- landi, á eina (hlið og Noregs (síðar með Danmörk) á aðra hiið, leiddi af sér skattskyldu, sem endurgjald lyrir hina nýju valdstofnun, fr&m ikvæmdarstjómina. Og ennfremur verður það að álítast skiljanlegt í sjálfu sér, að konungarnir óskuðu þess, að tryggja hiriar umsömdu siglingar til Grænlands með banni gegn stopulum og óáhyggilegum viðskiftum við aðra. Loks raskar H>að heldur ekki að neinu leiti anda né ákvæðum gamla sáttmáia þótt arðurinn af slíkri verzlun yrði sér- Istök, persónuleg tekjugrein dy*rir konung. iÞvert á móti virðist það þegar nánar er athugað, einskonar sönnun þess hvernig litið var á sam Ibandið af hinum erlendu stjómum samkvæmt samningum við konung sjálfan ( en ekki við þegna hans), ■að þessar tekjur eru látnar renna til konungs sem lífeyrir. En af öllu þcssu leiðir a.ftur, að engin fram- kvæmd í verzlun, landleitum, mæl- ingum né í öðrum vísindalegum til gangl, sem verður undir þessrnn hindranarlögum gegn siglingum til /Gtr'ættilands, getur stofnað nýjan Tétt yfir landinu, fyrir þá sem lúta þeim lögum. Hvorki Danir né Norðmenn gátu lagt Grænland und ir sig, í skjóli þess eldgamla strandabanns, sem byggist á sátt- málanum 1262. En hefðu t. d. Eng- lendingar einkisvirt verzlunarrétt konunganna og lýst eign sinni á Grænlandi eftir þjóðardauðann, er lítill efi á þvf, að forlög landsins hefðu orðið önnur. Og nærri hef- ur legið að svo færi. Pannig var því komið, að Scoresby yngri, sam- kvæmt samráði við föður sinn, þeg- «r báðir feðgarnir stýrðu eigin skipum sínum fyrir Austurströnd- inni legði landið hátíðlega undir Englendinga á fæðingardegi kon- ungs síns (12. ágúst 1822) og efa- laust hefur einatt legið nærri, á síð- ari tímum, að landbannið græn- lenzka yrði til vandræða. En hversu vel Dönum hefur samt tekist að halda þessu fciknalaridi lokuðu í fullkominni vinsemd við aðrar þjóðir verður best ráðið af þvf, að hvergi hafa heyrst neinar raddir á móti “landnámi” Kristjáns 10. nema í Noregi og nú síðast frá Islandi. Og þó eru nú orðin þau málalok, fyrst um sinn, milli Dan- merkur og Noregs, að drottinvakl Dana yfir Grænlandi er ekki viður- kent af Norðmönnum og mætti einnig geta þess um leið, að fyrir- vari kvað hafa verið gerður af hálfu Englendinga um þá sömu við ur kenningu. Að menn hafa þag- að við þessu á fslandi, mbðan fuil- frelsi þjóðar vorrar sjálfrar var ekki viðurkent er eðlilegt — en þrætan um Grænland mun tæplega ve^rða útkljáð, þótt svo (færi að Danir og Norðmenn kæmu sér að öllu leyti saman til frambúðar. Alt virðist benda til þess, að sögurétt- ur Islands yfir hinni fomu nýlendu þess, verði viðurkendur fyrir þá sök að alþjóðafélagið heimtar það vegna sinna eigin hagsmuna, hvern- ig svo sem íslendingum sjálfum kann að takast að sameina sig 1 þessu stórvægilega efni, eftir að þeir eru nú orðnir súálfstæðir, bæði f innri og ytri málefnum sínum. En sé þvf haldið föstu, að Hans Egede hafi ekki unnið þjóð sinni neinn rétt ýfir Grænlandi, þrátt fyrir alkunnan áhuga hans og ó- brjótandi elju í rannsóknum, trú boðun og mannúðarstörfum þar í landi — fyrir þá sök að Islandskon ungar hindraðu, á grundvelli gamla sáttmála frjálsa ibygging og notkun landsins, ,er ekki (ástæða til að rekja aðrar sfðari sögur Græn landsfara hér. Móti óskiljanlega lít- iili andúð eða gagnmælum hefur konungunum tekist, ef svo mætti að orði komast, að gera þá sjón- hverfing fyrir heimjnum að þeir ættu landið a,f því að þeir gátu haldið því lokuðu. En fyrir hvern hafa þeir varðveitt landið, óhygt eins og það er, sem kirkjugarð íom ra fslenzkra nýlendumanna og ran- sóknarsvæði vísindamanna af ýms- um þjóðum.i—Úrslitin sem orðin era um frelsisbráttu Islands sjálfs geta gefið skírt svar. Eins og það var .viðurkent með málaskilnaði Vori um við Dani, að gamli sáttmáli stofnaði aðeins konungseining við Noreg oig síðan við Danmörk, eins er Grænland enn til þessa dags rétt mæt eign íslands og að þjóðalögum háð fullveldi fþess, síðan móður- ■landið sjálft er tekið í tölu frjálsra rfkja, með þeim hætti sem orðið er, þannig að ríkiseiningarkenningin danska, sem áður var svo lengi hald fð fram í Höfn, er nú kveðin niður fyrir fult og alt með einföldum lög- um Bíkisþingsins og eftir sam- ráði helstu danskra lögfræðinga. 2>jóðar dauðinn í Grænlandi verð- ur að réttlætisdómi allra siðaðra manna talinn einveldiskonungum Noregs og Danmerkur til ábyrgð- ar vegna þess að þeir héldu ekki uppi hinum áskildu siglingmm, meðan öðrum voru bönnuð við- skifti við landið. Og þegar sam- bandið við Norðurlönd var endur- stofnað, sótti f sama farið'með ein- okun á villimönnum þeim, sem héld ust við f Grænlandi — en sá var munurinn að nú var verzluninni haldið við, svo að ekki gat hjá því farið að nokkur bygð kaupmanna og annara starfrækjenda kæmi upp hingað og þangað á hinum gömlu stöðvum. 3>ó hafa engir framleið- andi atvinnuvegir verið stofnaðir þar, sem gefi neina átyllu til þess að nefna einokunarstöðvar Dana, til þessa dags, neinu nafni sem nálg ast getur hugmynd um nýlendu Grænland hefur aldrei verið numið og hygt samkvæmt eðlisákvörðun þess og landshögum nema á íslend- ingaöldinni. Og mætti um leið og þessa er igetið, einnig taka þaíð fram, að manntaia Skrælingja hef- ur ákaflega lækkað um þessar tvær aldir er hið gagngerða verzlunarok og strandabann hefur byrgt land- ið í þögn, því sem næst mótmæla- laust, undir yfirráðum Dana. (Framhald). ------------0------------ Eins og mér kemur það fyrir sjónir. (Háttvirti ritstjóri Heimskringlu! Ég er nú að enda við að lesa bæði íslenzku blöðin, “Heims- kringlu” og “Lögberg”, og finst mér eg mega til að senda blaði þínu fáeinar línur, ég er búinn að lesa Heimskringlu síðan eg var drengur, og þó að hún hafi stund- um verðið nokkuð ibrokkgeng og gmittuð af óheilbrigðum aldarhætti, þá hefur mér æfinlega verið hlýtt til hennar. Mér hefur fundist að hún liafa heldur hlynt að frjálsum skoðunum, bæði í andlegum og ver- aldlegum efnum, og heldur iiefur þessi hlýleiki minn til blaðsins aukist nú í seinni tfð. Blaðið hefur nú í seinni tíð ver- ið eina ísienzka stuðnings-blað bændastefnunnar, og sýnir það ljóslega, að þeir sem fyrir blaðinu ráða, hafa verið nógu víðsýnir til þess að fylkja sér á bak við þá stefnu, sem sýnist vera sú heilbrigð asta sem nokkurt land getur haft. I>að sýnist ekkert vera réttlátara en það, að bændur og verkamenn reyni að sameina krafta sína og sjá um stjóm landsins, þar sem að þeir eru mennirnir sem starfa að viðhaldi og framleiðslu, og eru að- al grannmúrinn undir velferð landsbúa. Bændaflokkurinn er nú nýtekinn við stjórnartaumunum í Manitoba, og hefur tekið við því hörmuleg- asta ástandi og botnlitlum skulda súpum, að slík hafa engin dæmi verið í sögu þossa fylkis. Svo, þeg- ar þar við bætist, að þeir þurfa að verjast báðum pólitísku flokk- unum gömlu, sem ekkert láta ónot- að til þess að gera stjórninni sem erfiðast fyrir að ráða fram úr erf- iðleikunum, þó það sitji ekki á Norris-stjómarmönnum, sem skildu við hreiðrið eins og þeir! gerðu, þá er það í þessu eins og öilu öðra, að hver vill skara eldi aö sinni köku. Dað er einmitt þess vegna, að bændur út um fyJrið þurfa að vera vel vakandi, og styrkja sinn flokk sem nú er viö völdin, á einum þeim allra erfið- ustu tímum, sem þetta land hefur séð. Ailir þeir sem vilja vera sann- gjarnir geta skilið hvað erfitt það mundi vera fyrir þann mann, sem tekur við ráðsmensku á stóru rík- is-búi, þar sem að allir hafa lifað í óhófi og leikið sér eftir vild sinni, svo búið er að verða gjald- þrota. Nýr aðalráðsmaður tekinn — en ástand búsins svo hörmulegt, að ómögulegt er að fá lán. Yerð- ur því nýi ráðsmaðurinn að taka til sinna ráða, hann verður að breyta fyrirkommulaginu og láta viðhafa sérstakan sparnaðv og þrengja . að fólkinu. Pólkið verð- uv auðvitað óánægt, því hefur ver- ið talin trú um, að alsnægtir væru til, og þetta séu ekki nema tiltekt- ir úr nýja ráðsmanninum, svo eru gömlu ráðsmennimir að rægja nýja ráðsmanninn við fólkið, sem hann á að stjóma, þeir eru altaf að gylla og fegra ástandið og hylja sannleikann. Líkt þessu eru erfið- leikarnir, sem bændastjórnin hefur við að berjast, og hefur aldrei rið- ið eins mikið á því og einmitt nú, að bændur sýni, að þeir séu vel vak andi fyrir því, sem er að gerast, og standa enn fastara saman nú, en þeir hafa áður gert. Þegar fram úr mostum erfiðleikunum á að ráða, þarf stjórnin að vera þess vitandi, að fólkið sé á bak við hana. Bændur þurfa líka að vera vissir um, að leiðtogar þeirra séu trúir, bæði iþeir menn sem þeir senda á þing, og eins þeir menn sem eru ritstjórar blaðanna okk- ar. I’að er aðal skilyrði hverrar stefnu sem á að lifa og byggjast sem grandvöllur undir velferð þjóð félagsins að ritstjórar blaðanna, sem eru nokkurskonar fræðarar al- þýðunnar, um hennar velferðarmál séu sjálfum sér trúir og fólkinu sem þeir starfa fyrir, þeir þurfa að vera heilbrigðir og frjálslyndir í skoðun um, bæði í stjórnmálum og öðrum (vifflíerðarmálum oWkar. Það er erfitt starf, sem á herðum þessara manna liggur og ábyrgðarmikið. Þeir, sem taka þær þungu skyldur á herðar sér, að ryðja sannleikan- um braut, eru vanalega að bera þyngstu byrðar mann(félags)inis. Þeir, sem fela sig og hylja í ó- hreinleikanum og eru altaf að telja öðrum trú um það, sem ekki er rétt, unz þeim loks tekst að telja sjálfum sér trú um, að eini rétti vegurinn sé, að gylla ytri áferðina sem miest hvað svo sem að sann- leikanum liði, þeim hinum sömu er illa við þá menn, sem að sann- leikann flytja. Þetta datt mér í hug, þegar eg las ritstjórnargreinarnar í síðustu tölublöðum “Heimskringlu”. Eg sé, að þar hefur ritstjórinn byrjað á því að stýra frá ástandinu hjá okk- ur, eins og það er, eða eins og það kemur honum fyrir sjónir, og byrjar á því, sem ég hygg að heil- ibrigðast sé að segja satt og rétt frá þvf, sem er að gerast. Ekki til þess, að mér finst, að sverta landið, sem við lifum í, og mér finst mér vera kærast af því, að ég er fæddur hér og uppalinn, heldur til þess að sýna og segja okkur rétt frá því sem er að ger- ast, og vekja hjá okkur sem í landinu lifum hugsunina um það, íað (iandið sé fjárhagslega í hættu statt. Og ef okkur þykir vænt um þetta land, þá verðum við að vakna til meðvitundar um það, að eitthvað annað þurfi að gera, en gert hefur verið nú í seinni tíð, ef ráða skal fram úr því á- standi, ®em er. En til þess þarf fólkið að fá að heyra sannleikann. Það er ekki til neins að vera að reyna að hylja það fyrir okkur, eða telja okkur trú um það, að hag ur bænda standi vel. Við sem lif- um úti í sveitum, vitum, að bænd- ur hafa orðið að flytja af bújörð- um sínum vegna skulda og þungra skatta; ekki fyrir skort landgæða, heldur vegna óforsjállra og ótrúrra stjórna, sem fólkið ihefur trúað fyr- ir velferða-málum sínum. Það er ekki til neins, þó að rit- stjóri “Lögbergs” sé önnum kafinn við að hylja þann sannleika, að margir bændur hér séu að flosna upp, og reyni að telja okkUÝ trú um það, eins og hann kemst að orði, að það séu bara “misheppnaðir menn, og rekald af sjó mannlífsins”, eins og hann segir, að Dufferin lávarður hafi komist að orði. Það er þá æði stór hópur sem hefur fluzt hingað til Manitoba af slíkum mönnum, ef hann líkir öli um þeim við rekald, sem þurft hafa að hrekjast af bújörðum sfnum allslausir, sem og þeim, er á bújörð um sínum sitja við erfiðleika. Slík ar samlíkingar eru hvorki góð- girnislegar né uppörvandi fyrir þá sc-m krafta sína leggja fram til að iberjast við erfiðleikana. Ég sé að mikið veður hefur verið gert út af því í “Lögbergi” að rit stjóri “Heimskringlu skuli gera samanburð á Islandi og Canada, eða réttara sagt skuldum land anna. Að bera saman land gæði beggja landanna, býzt eg ekki við að sé sann- gjamt, enda sé eg hvergi að ritstjóri ‘Heimskringlu” geri það. Eg get aldrei skilið í þvf, hvaða ástæða liggur fyrir þvf, að nokkrum Vest- ur-íslendingi skuli þykja það mið- ur, þó að íslan<j væri ekki ver statt efnalega en önnur lönd. Eg hygg þvert á móti, að okkur ætti að þykja vænt um, að bræðrum okk ar heima liði vel, og að landið hefði ekki verri efnalega afstöðu en önn ur lönd. Eg hefi aldrei séð ísland en uppeldi mitt hefi eg þegið af foreldrum mínum, sem fædd voru og uppalin þar og finst mér það hafa tengt mig trygðaböndum við það land, eins og hin stórkostlega saga landsins, og hinn óskiljanlegi andlegi þróttur og þrek þessarar einstöku þjóðar, sem hefur verið jafn afskekt frá viðskifta mögu leikum umheimsins, eins og ísland hefur verið til skams tíma, en á þó tiltölulega fleiri andlega afbragðs menn, en kanske nokkur önnur þjóð heimsins. Þökk sé íslending um heima fyrir vinarþel þeirra til okkar hér vestra, og þökk sé öllum þeim Austur-íslendingum, sem bæði fyr og nú hafa komjð hingað til að vinna að samhygð og vináttu á milli þessa litla þjóðabrots hér og þjóðarinnar heima. Eg vil óska þeim ungu og efni- legu mönnum til hamingju, sem nú þegar hafa sezt að hér hjá okkur i þeim tilgangi, að efla samhygð og viðhaid vestur-íslenks jþ(jóðern og viðhald vestur-íslenzk þjóðern- is og tryggja vinabönd milli Vest- ur- og Austur-íslendinga. Ég hefi það traust til núverandi ritstjóra “Heimskringlu” að hann beiti ó- skiftum kröftum sínum til efling- ar þeim málum, og eins til þess að fræða okkur um okkar eigin lands- mál sannleikanum samkvæmt. Það mun vera heppilegasti vegurinn til að gera okkur að sem beztum borg- urum þessa lands. P. K. Bjarnason. GIGT. HorkiloK heiniu-lækning: ítofin af ínuuul er reyndi hauu Mjfilfur. Árit5 1893 fékk eg slæma gigrt. Kvaldist egr af henni í 3 ár. Eg reyndi hvert lyfitS á fætur öt5ru. En bati sá, sem eg hlaut vit5 þat5, var altaf skammvinnur. Loks rakst eg á at5fert5, sem læknat5i mit5 met5 öllu og sjúkdómur minn aldrei áreitt mig sít5an. Hefi eg nú rát51agt mörgum, ungum og göml- um, at5fertS mína og hefir árang- uinrn ávalt ferit5 sá sami og eg sjálfur reyndi, hpat5 veikir sem sjúklingarnir hafa verit5. Eg rátSlegg hverjum, sem lit5a- gigtar et5a vótSvagigtar kennir, aö reyna “heimalækningar at5fert5 mína. I>ú þarft ekki at5 senda eitt einasta cent fyrir þat5. Láttu mér bara í té utanskrift þína og þér skal sent þat5 frítt til reynslu. Eftir at5 þú hefir reyat þat5 og ef atS þatS bætir þér. þá sendirtiu mér einn dollar fyrír þat5. En mis- skildu þat5 ekki, aö nema því at5- eins ao þú sért ánægt5ur met5 lækninguna, sem þat5 hefir veitt þér, fer eg ekki fram á at5 þú sendir borgun. Er þetta ekki sanngjarnt? DragtSu ekki at5 skrifa. Gert5u þat5 í dag. Mark H. Jackson, No. 149 K. Durs- ton Bldg., Syracuse, N. Y. Mr. Jackson ber ábyrgtS á, at5 hit5 ofanskrát5a sé satt. Þess verður getið sem gert er. Samkvæmt auglýsingu hélt Sig;- urður Vilhjálmsson fyrirlestur þ. 31. máí um þjóðræktarskyldur. Um 40—50 manns sóttu fyrjrlesturinn. Hafa sjálfsagt margir hugsað, að taka œtti til meðferðar þjóðrækt- arskyldur Vestur-íslendinga. Hefði það eitt verið yfirfljótanlegt og þarflegt efni í kvöldstundar erindi. En Sigurður er ekkert smámenni, sem sjá má af því, að hann fór þetta kvöld um allan heiminn, í andlegum skilningi. Virtist mér innihaldið allmikið lfkjast communi.sta-hreýfingunni, þó að hún sé nauðsynieg og rétt- mæt að mörgu leyti, þá er það full- mikið sér í fang fært, að bylta um allri heimsbyggingunni og reisa við á ný á einni kveldstundu. Hlýtur það að vera raun manni, sem eins og fyrirlesarinn gat um, er búinn að vera veikur í sjö ár. Ætti sá maður ei að leggja sig í slíkar þrautir, og gera sig að pfslarvott. 6, V. finnur manna bezt, hvar skórinn kreppir mest, því hann er á- gætur skósmiður og hitti oft meist- aralega naglann á höfuðið. Og sjaldan hefur Baldvin Baldvinsson fengið betur útilátinn og verð- skuldaðri löðrung, en hjá Sigurði. Eins og vandi Baldvins hefur jafnan verið, var hann hér um árið að níða ísland, en hrósaði enska heiminum, að á laL hefði ver- ið flest jafnbölvað. I>að hefði einu slnni ekki verið hægt að feðra mann. Þá sagði Sigurður, það get eg sagt þér Baldvin Baidvinsson, að heldur vildi eg vera óskilgetinn Is- lendingur, heldur en skilgetinn Eng- lendingur. Eyrirlesarinn vildi láta rífa niður skóia, kirkju og löggjafa klossaina, og smíða í þeirra stdð viðfeldnari og betri skó, sem ekki orsökuðu eins mikla andlega mannlífskreppu og klossarnir gömlu. Hleypti ifyrirlesarinn mjög í brýrnar við starfsemi kirkjunnar fanst þjóðimar vera þar að svfkja þjóðræktarskyldur sínar. Hann sagðist ekki sjá því stjóm- in í Ottawa væri að borga 5 doll- ara á hvern innfluttan mann í land- ið, væri það eitt sýnishom af ó- þarfa eyðslusemi. Margar þarfar athuganir voru í fyrirlestrinum. En af því hann verður sjálfsagt birtur í báðum ís- lenzku blöðunum, er óþarft að fara frekar út í innihaldið. Hafa blöð- in oft flutt margt óþarfara. Að minsta kosti hefði mátt vænta þess að þesis væri getið, að hann hefði verið fiuttur, en hvoragt blaðið mintist þess einu orði. Ef um einhvem professorinn, eða þá doktorinn hefði verið að ræða toefði komið með feitu letri umsögn um fyrirlesturinn. — Já, mikill er mannamunur. Helgi Sigurðsson. GAS OG RAFMAGN JAFN ÓDÝRT ÓKEYPIS INNLEIÐING Á GASI í HÚS YÐAR. Við höfum ágætt úrval af gaseldavélum, sem við ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með. Gefið auga sýningu okkar á Gas-Vatnshitunartækj- um og öðru. WINNIPEG ELECTRIC CO. Á FYRSIA GÓLFI Electric Railway Chambers. KOL! - - KOL! HREINASTA og BESTA TEGUND KOLA. bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrk STORHÝSI. Allur flutningur með BIFREIÐ. Empire Coal Co. Limited Sími: N 6357—6358. 603 Electric Ry. Bldg. Mýjar vörubirgðir Timbur, FjalviíJur af SBum tegundum, geirethn og aik- konar aðrir strikaðir tiglar, hurSir og giuggar. Komið og sjáið vörur. Vér erum ætfð fúsir að zýua, þó ekkert sé keypt The Empire Sash & Door Co. L i m i t e d HENRT AVE. EAiST WINNIPEC

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.