Heimskringla - 13.08.1924, Síða 1

Heimskringla - 13.08.1924, Síða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAW, CROWN SenditS eftir vertilista til Royal tJrown Soap LiiU 654 Main St. Winnipeg. “P ROYAt, CROWN SendlTS eftir verT51Ísta til Royal Crown Soap litd., 654 Main St. Winnipegr. •iHmm o — ommo~umm0~omm,mm.~ommc—~+ XXXVin. ARGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 13. ÁGÚST, 1924. NÚMEiR 46. Jóhannes Sigurðsson Fæddur 24. jan. 1869. — Dáinn 26. apríl 1924. Meðal samferðamannanna koma fram endrum og eins ein- stakir menn, er engir virðast þekkja til nokkurrar hiítar — eða að minsta kosti eigi fyr en þeir eru farnir. Stafar j>að þó ekki af því að þessir menn dragi sig í hlé, eða taki eigi þátt í daglegu störfunum, í samtíðarbaráttunni, í athöfnum og ákvörðunum mannlífsheildarinnar, heldur ’af hinu, að þeir gera það á annan hátt en meginþorrinn, og með stærri og ákveðnari tilgangi. — Dægurmálin svonefndu eru eigi dægurmál, eftir þeirra hugsun, nema að því eina leyti, sem þau eru tímabundin, þau eru æfinn- ar mál. Stundin. þótt hún hverfi á augabragði,, felur í sér ævar- andi þýðingu. Ætti hið mikla sigurverk tímans að stanza, þó eigi væri nema um eina eyktarbið, væri eilífðin að engu orðin Að mæla hvert verk svo sinátt, að því sé lokið við sólarlag, er að hrinda af sér ábyrgðinni, sem lífinu fylgir. Dagsverkið er ekki átta stundir, heldur áttatíu sinnum átta stundir, og því er aldrei lokið fyr en það er tilbúið undir næsta verk. Að sjá hinu líkam- lega lífi borgið, er eigi gert með því að láta staðar numið við máltíðina. Dagar koma svo að eigi verður sezt niður á grasið, né til leifanna tekið, er látnar voru í körfurnar. Lífi þjóðanna og samfélagisins er eigi heldur borgið með því, að varpa frá sér erfiði og ábyrgð yfirstandandi tímans til ókomnu daganna, og kaupa værð og vellystingar við volæði og áþján óborinna kyn- slóða. Hið annað, sem gera virðist slíka menn torskilda, er að æfi- kjörin og uppvaxtarárin eru að engu eða að mjög litlu leyti frá- i brugðin kjörum og lífsreynslu alls fjöldans.. Hví skyldu eigi hinar sömu skoðanir á lífinu skapast hjá þeim sem meginþorr- anum? Hví skyldi eigi útsýnið yfir heiminum, starfsaðferðin, stefnan, lífsásetningurinn verða hinn sami og allra annara?. Menn veltu þvf fyrir sér fyrrum, og velta því fyrir sér enn, hvern- ig á þessu geti staðið, eigi sízt þegar þeir geta bent á samaldrana sín á meðal og samarfana, er eigi eru öðrum frábrugðnir í neinu. í hópi þessara manna má óhætt telja Jóhannes kaupmann Sigurðsson, er andaðist á þessu voru. Hann var í tölu þeirra manna er þjóðkunnastir hafa verið meðal vor Islendinga hér vestra, þó hitt sé og eins víst, að fæst- ir þeirra, er hann höfðu séð eða heyrt, þektu hann til nokkurrar hlítar. Hvarvetna fylgdi nafni hans, út á meðal fólks, öryggi og fullvissa. Hans var ekki við öðru getið. Teldi hann eitthvað trygt óg ábyggilegt svo þótti vissa fyrir því, að það væri það, hvert heldur um viðskifti eða fyrirtæki var að ræða, eður trúleika, þeirra manna, er fyrir hvorutveggju stóðu. Það liöfðu menn lært að þekkja til hans og það hafði reynslan staðfest jafnt og stöðugt, frá því fyrsta til hins síðasta. Þá vissu og allir, að ef hann lofaði einhverju, þá efndi hann það, og ádráttur frá honum þótti betri en fastmæli flestra annara. Að hann vildi ekki vamm sitt vita né viljandi bleltkja nokkurn, það vissu og allir, en fram yfir }>að virtist eigi þekking þeirra ná, og eigi virtust menn koma auga á það, fyrir hverju að þvílíkum kostum og hæfileikum hefði verið að trúa, ef til víðtækasta umboðsins hefði komið á sviði þjóðmálanna, þar söm bæði þarf að taka á hyggindum og rétt- sýni. En það hafði hann hvorttveggja til að bera. Þjóðmálin lét hann sig þó varða. Var hann ávalt fylgjandi framsóknarstefn- unni í landsmálum, og meðal hinna fyrstu talsmanna kvenrétt- indahreyfingarinnar í fylkinu. Hann var mjög andvígur há- tollakenningunni, er honum fanst jafnan sanna hið gagnstæða er henni var talið til gildis og eigi annað orka, en skapa stétta- mun innan þjóðfélagsins, og leggja óeðlileg höft á viðskiftalífið. Eigi er það þó ókunnugt, að sveitungar hans færu þess nokkru sinni á leit við hann, að hann gerðist merkisberi þeirra á alls- herjarþingi ríkisins. Hefði þó farið vel á því. Hefir ávalt farið svo, þó vanda hafi átti til þess kjörs, að hver ómerkingurinn hefir verið tekinn fram yfir þann, er þjóð vor hefir átt beztan að bjóða. Eigi var laust við, að það væri stundum litið öfundaraugnm, að honum farnaðist vel, að umhyggjan og eftirlitið bar ávöxt, vinnan og viljafestan, er þó kostaði ýmiskonar afsöl við lífið, er fjöldanum hefði þótt fullkeypt. Trúnaðarstörf voru honum fengin — mörg — heimugleg og opinber, af ýmsu tagi, og hafa engir haft annað að mæla en að með þau hafi hann farið vel og leyst úr þeim með ráðdeild og samvizkusemi. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir síðan hann andaðist, og þótt fullsnemt sé að meta þann missi — mæla skarðið — dylst fæst- um, að skarðið er stórt. Ef það eru ofmæli að segja með skáld: inu: “Alt er auðara, alt er snauðara”, — því svo verður eigi sagt um nokkurn mann, — þá er hitt þó jafnvíst, að miklu er auðara og margt snauðara eftir en áður. Verður svo jafnan við burtför þeirra manna, er í engum skilningi eru múgamenn. Þess orku- meiri, þess starfsamari, þess spakari og réttsýnni sem maðurinn er, þess tómlegra, þess snauðara, þess heimskara verður eftir, þegar að hann er farinn. Og Jóhannes var enginn miðlungs- maður. Um það bar hann sjálfur vott, í sjón og raun, en þó eigi sízt æfi hans, er í fyrstu var með hinum sama hætti og allra annara unglinga, er hingað komu á öndverðri landnámstíð og ól- ust upp við fátækt og fásinnu, og alt urðu að segja sér sjálfir. Hann nájði skjótt valdi yfir hinum ytri kringumstæðum, “og lét ekki baslið smækka sig”, þó erfiðust væri glíman við vanþekk- inguna og fátæktina. Kom í ljós hvað í honum bjó, að honum var meðsköpuð hagsýni og starfshæfileikar, sem án alls efa hefðu hafið hann til hæstu metorða, hefði liann tilheyrt ein- hverri stórþjóðinni, og vegurinn legð eftir verzlunartorgum ver- aldarinnar, í stað öræfanna og eyðiskóganna við Winnipegvatn. En þrátt fyrir það, gat hann sér álit sem vitsmuna- og hagsýnis- maður, er ávalt fór vaxandi fram til hins síðasta, unz hann var talinn með hinum traustustu og ábyggilegustu fésýslumönnum þessa fylkis, jafnt innlendum sem útlendum. Hvað hann hefir orðið á sig að leggja 'til þess, segir sig sjálft, er litið er til upp- vaxtaráranna, og hve skilyrðin voru fá til fjár og frama. “Eg átti enga æsku, eg var bam og því næst fullorðinn,” sagði hann eitt skifti með örlítilli beiskju. Þörfin krafðist þess, að hann byrjaði strax að vinna, og þá var það sem hann kyntist þeim örðugleikum, sem hann vann sigur á. Hann óx upp við starf, og óx við starfið. Hugurin opnaði sig og safnaði þeirri reynslu- þekkingu, er hverri skólafræði var haldbetri og meiri. Starfið varð honum að nauðsyn, það var líf, en iðjuleysið vottur ómensku og dauða. Hann fann því ætíð til ánægju í því að hvetja aðra til atorku og iðjusemi, til hófsemdar og fyrirhyggju, því án hygg- inda og hagsýnis fer erfiðið til einkis. Iðjusemi, hófsemi, hrein- skilni, staðfesta, samfara glöggum skilningi, er gjaldið er krafist verður af öllum þjóðum, er til menningar vilja komast. Sú þjóð, er eigi getur eða vill leysa það gjald af hendi, öðlast aldrei menn- ingu. Það skildi hann glögt og þreyttist eigi á að minna á. Hann fann hvar skórinn krepti. Fyrri tímamir höfðu sýnt honum það. Hlutskifti frumbýlinganna þekti hann, og vildi ekki að yrði ævarandi hlutskifti afkomendanna. Sterkasti þátturinn í fari hans var, að hann vildi það sem var rétt. Eg held að enginn hafi nokkru sinni efast um það. í því var fólgin trú hans og lífsskoðun. Huga sinn hafði hann tamið svo, að hann lét eigi frá því sveigjast. Eigi lét hann heldur lokk- ast til að gera það, sem fjarri var upplagi hans, fyrir annara for- tölur. Hann fór sínu fram, hvort vinsælt þótti eður eigi. Hann leitaðist við að leggja mælikvarða hins sanna á alt, hugsun og skoö un, hegðun, trú, daglegu störfin stór og smá. Engin hefð var hærri hinu rétta, engin regla eða kenning, kend eða skráð, því sem lífið og reynslan leiðir í ljós. Fyrir sjálfan sig krafðist hann eigi nema réttar, og eigi fanst honum að aðrir eiga heimtingu á meira en því. Hann vildi svo frá hverju máli ganga, að ekki þyrfti að hafa mörg orð um það á eftir. Þá samninga vildi hann gera í byrjun, er síðar væru látnir standa. Fyrir þetta þótti hann strangur í viðskiftum, í hugsun, í viðræðum, því margir eru þeir, er ávalt vilja fá eitthvert ofanálag við réttinn, og finst sem sér sé ekki úthlutað, þó mælirinn sé troðinn, skekinn og fleytifullur. Unitari var hann í trúarskoðunum og fylgdi þeirri kirkju- málastefnu frá fyrstu tíð. Auglýsingamaður var hann enginn, og gerði sér heldur eigi far um að sýnast. Það sem rétt var, það sem öðru fremur virtist fela í sér sannindi var honum hug- stæðast, það var honum bezt að skapi. Þessi skoðanaeinkenni hans efldu hjá honum bjartsýni. — Lífið er að ýmsu leyti skiljanlegt. Það er grundvallað á sann- leika. Réttlætið er lögmál þess, og því má engu síður snúa til hamingju en til óhamingju. Hann tríiði }>ví, að hið rétta væri aðalþáttur þess, og að í eðli sínu væri það gott. Það sem mestu ræður, hvort það snýst til gæfu eða óhamingju, er hvort því er stjórnað af sanngirni og skynsemi, eða allri ábyrgðartilfinningu slept. Þetta auglýsti sig í samvizkusemi hans. Hann vildi vera ásakanalaus fyrir sjálfum sér, »hvað sem aðrir héldu um hann. Harðari var hann þó ekki í dóþii um samferðamennina en þeir voru um hann, er dæmdu oftast eftir tæpum rökum. Hann var að upplagi fremur dulur um atlar einkahugsanir sínar og ráð- færði sig sjaldan eða aldrei við almenningsálitið. Var það ef til vill arfur frá uppvaxtarárunum, er hann varð að segja sér alt sjálfur, og svo upplag svipað og hjá ólafi Pá, er því ver þótti gef- ast heimskra manna ráð er fleiri fóru saman. Glaðlegur var hann í viðmóti og hlýr í viðkynningu. Komu tilfinningamar, er huldar voru hversdagslega, ávalt betur og betur í ljós sem við- kynningin varð meiri. Sem heimilsfaðir var hann einstakur að alúð og umhyggjusemi. Má óhætt segja, að heimlii hans og konu hans var sérstakt að hugsunarsemi og háttprýði. Komu þar fram skapkendir hans og skoðanir. Hann unni sínum af ríkum metnaði, svo að þeirra sæmd var hans sæmd, í stóru og srnáu. Glaður var hann jafnan heim að sækja og gestrisinn. — Reynslu hafði hann öðlast margþáttaða, minni hafði hann frábrt, jók það oft á fjör og fyndni er hann sagði frá einhverju, er fyrir hafði komið á fyrri árum. Sögur hans voru gamansama en ætíð græzkulausar. Sjaldan lauk svo viðræðunum, að eigi hneigðust þær að alvörumálunum, og var þá að skoðana hans varð vart um hvað eina. Fór enginn svo þaðan að eigi fyndi hann, að skýrst hefðu fyrir sér viðfangsefnin í félagslífinu og hversdagsbarátt- unni. Ósönn yrði sú lýsing af Jóhanni Sigurðssyni, er eigi gerði aðra grein fyrir honum en sem fjársýslu- og fjáraflamanni, því þá væri honum í raun og veru eigi lýst. Það var fyrir honum, sem; svo mörgum velgefnum íslendingi bæði fyr og síðar, að hann var engu síður fallinn til þeirra hluta, er hann aldrei fékk tómstund eða tækifærþ til að gefa sig við, en kaupsýslunnar, er varð hans æfistarf. Hann var víðlesinn og hugsaði margt og mikið. Hann hafði frábæra dómgreind, og virtist þekkja út í æs- ar hugsanalíf fólks, og hvað á hverjum tíma ræður mestu um athafnir þess* og ákvarðanir. Hann ferðaðist víða, kynti sér á hverjum stað helztu áliugaefnin og hvernig menn hugsuðu um hvað eina. Hann var hugsjónamaður, og fanst að hvarvetna myndi mega kenna öllum að hugsa rétt og þekkja gildi hvers hlutar, og það þó daglega hlyti hann að viðurkenna hið gagn- stæða. Þá skoðun vildi hann ekki yfirgefa. Maðurinn er það sem hann hugsar. Allir vilja vera sem mestir og beztir — að læra að hugsa rétt. — Hversdagslega eru mörg orð notuð yfir sama hugtakið, sem væru hugtökin mörg og þýddu sitthvað. Það er talað um þýðing fyrirtækjanna, áhrif skoðananna, verkanir hugsananna, gildi hlutanna. Alt er þetta hið sama: gildið. Hver sem lærir að þekkja gildi, hann hefir lært að lifa. Jóhannes Sigurðsson var fæddur 24. janúar 1869 á Klömbr- um við Grenjaðarstað, í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var af góðum ættum kominn að báðum foreldrum. Foreldrar hans voru Sigurður Erlendsson frá Höskuldsstöðum í Aðalreykja. dal og Guðrún Eiríksdóttir bónda á Svalbarði. Voru þeir fjór- menningar Jóhannes og Pétur heitinn á Gautlöndum. En þann- ig var skyldleika þeirra varið, að móðir Erlendar á Höskuldsstöð- um var Anna Árnadóttir Gíslasonar, en hún var systir Þuríðar, móður Kristíönu móður Jóns á Gautlöndum. — Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Vesturheims, áWð 1876. Námu foreldrar hans land í Mikley í Nýja Islandi og bygðu þar sem þau nefndu að Skógum. Þá var nýlendan aðeins ársgömul og hafði fáa kosti að bjóða en óteljandi erfiðleika. Jóhannes var mjög bráðþroska og innan við fermingu var hann látinn ganga að allri vinnu. Hann varð mikill vexti og ramur að afli, hraustur að heilsu og starfsþrekið óbilandi. Árið 1890, þá 21 árs, stofnar hann verzlun í félagi með bróður sínum Stefáni, er andaðist vor- ið 1917. Reistu þeir verzlunarhús við Breiðuvík í Nýja íslandi á landi því er þeir keyptu við Hnausa. Fengu þeir Canadastjóm til að setja þar öfluga bryggju svo hægt var að leggja þar öllum skipum, er þá voru í förum á Winnipegvatni, en samgöngur voru þá mestar á vatni, því vegir voru lítt færir um sveitina. Á þeim árum þótti hann með hinum allra djörfustu mönn- um á vatninu. Hann var siglingamaður góður, þrekið mikið og kappgirnin meiri. Höfðu þeir bræður þá smá seglbáta í förum millum Hnausa og Selkirk, og var sjaldan það veður að eigi færi Jóhannes ferða sinna ef nokkuð lá við, en gætinn var hann ætíð og athugull. Árið 1896 létu þeir bræður smíða skip, sem enn er hið stærsta, sem í förum er á Winnipegvatni. Var það ætlað til vöru og mannflutninga á vatninu. Því var hleypt af stokkunum frá skipaverksmiðjunni í Selkirk á sumardaginn fyrsta vorið 1897. Var mörgum íslendingum boðið. Skipið var skírt “Lady of the Lake”, og var hið prýðilegasta á þeirri tíð. Þetta var stærsta fyrirtækið er íslendingar höfðu þá komið í framkvæmd og þótti ekki í lítið ráðist. Vakti þetta mikla eftirtekt á framkvæmdum þeirra bræðra og svo á bygðarlaginu yfirleitt og breytti mjög skoðun hérlendra kaitpsýslumanna á nýlendunni. Var það og eitt stærsta áhugaefni Jóhannesar, að skapa traust út á við á sveitinni og svo bygðarbúum, og vanst honum það með þessu, þó betur yrði síðar, er hann var orðinn með þektustu kaupsýslu- mönnum nærsveitis við Winnipeg. Þess var og þörf, því ný. lenduárin, og fjárhöld forstöðumanna á þeim tímum, höfðu held- ur veikt það en bætt, en nauðsynin mesta var að það gæti vaxið. Er sízt ofsögum sagt, að Jóhannes hafi, árin sem þá fóru á eftir, verið meðal þeirra helztu, er gerbreyttu skoðun innlendra verzl- unarmanna á Islendingum, og sem varð til þess að skapa það traust, sem verzlunarstétt þjóðar vorrar nýtur nú og hefir notið öll síðari ár. Var það eitt hið mesta þrekvirki og þarfaverk. Árin 1899—1900 var Jóhannes kjörinn oddviti hinnar fornu Gimlisveitar, er þá náði sunnan frá Merkjalæk og norður fyrir Mikley. Hafði han náður setið í sveitarráði og haft víðtæk af- skifti af ýmsum almennum málum í nýlendunni. Árið 1903 slitu þeir félagsskap bræðurnir, og seldi Jóhannes bróður sínum sinn hluta í verzluninni. Höfðu þeir þá rekið verzl- un saman í nær 13 ár. Fluttist hann þá um tíma til Selkirk- bæjar. Um þetta leyti keytpti hann hlut Jóns Sigvaldasonar, er

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.