Heimskringla


Heimskringla - 13.08.1924, Qupperneq 2

Heimskringla - 13.08.1924, Qupperneq 2
1. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 13. ÁGÚiST, 1924 Jón átti**í verzlun með Sveini kaupmanni Thorvaldssyni við Is- lendingafljót. Var það byrjunin til verzlunarfélagsins Sigurðs- son, Jhorvaldsson Co., Ltd., er síðar varð öflugasta verzlunar- félag íslenzkt hér vestra. Hafði það um tíma fjóra verzlunar- staði með aðalsölubúðum að Gimli og við íslendingafljót. Auk þess rekur félagið stóra fiskiverzlun og timburiðnað. Sumarið 1906 fluttist Jóhannes frá Selkirk að Gimli, og bjó þar lengst eftir það, auk þeirra tíma er þau hjón voru á ferða- lagi, og nú nokkra undanfama vetur, að þau hafa haft bústað í Winnipeg. Árið sem hann fluttist að Gimli kom loks járnbraut inn til bygðarinnar eftir þrjátíu ára bið. Lá hún um Gimli og var þar endastöð hennar um nokkur ár. Tók þá bærinn töluverðum framförum, og að tveimur árum liðnum hafði íbúum svo fjölgað, að honum voru veitt sérstök bæjarréttindi (village incorpora- tion). Var þá bæjarstjórn kosin og Jóhannes kjörinn fyrsti bæj- arstjórinn. Bæjarstjóraembættinu hélt hann í tvö ár, 1908—11, en gaf þá ekki kost á sér lengur. Meðan hann var bæjarstjóri fékk hann því framgengt, að bænum voru afhentar til eignar og umráða allar lóðir innan bæjartakmarkanna, er sambands- stjórnin hafði þá ekki látið selja, en bæjarstæðið var upphaflega ríkiseign. Voru það allstór svæði, og hafa þessar lóðir verið aðal höfuðstóllinn, er kostað hefir þær umbætur, er gerðar hafa verið innan bæjarins. Sumarið 1893 kvongaðist Jóhannes og gekk að eiga Þor- björgu dóttur Jóns bónda Jónssonar frá Hofsstöðum í Borgar- firði suður, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Voru þau gefin saman í Winnipeg 15. ágúst af séra Matthíasi Jochumssyni, er þá var gestkomandi hér vestra. Nokkru áður ferðaðist Jóhannes til Chicago, þar sem veraldarsýningin mikla var haldin það ár, til minningar um 400 ára Cólumbusarfund Ameríku. Var hann meðal hinna fáu íslendinga, er þangað fóru. Eftir hjónavígsluna settust þau að á Hnausum. Gáfu þau sér ekki tíma til ferðalaga þá nokkur ár, þó hugurinn hneigðist að því að skoða sig um. Ollu því og ýmiskonar annir. Fyrstu langferðina fóru þau 1907, að þau ferðuðust til íslands. Á því ferðalagi komu þau við í Austur-Bandaríkjunum, á írlandi, Skotlandi og Frakk- landi, og dvöldu um tíma á hverjum stað. Árið 1909 fóru þau til Seattle og ferðuðust þá um vesturhluta álfunnar. 1912 fóru þau til Californíu og dvöldu vetrarlangt á Long Beach, og 1919 dvöldu þau vetrarlangt í St. Petersburg í Florida. Fjögur börn hafa þau eignast: Valgerði Sigr^ði, Lárus Art- hur, Stefaníu og Jón Jóhannes, er öll eru á lífi og hin efnileg- ustu. Níu systkin eru og á lífi: Sigrún Foote, gift hérlendum manni, búa þau við Pincher Creek, Alberta; Sigríður Hanson, gift Albert bónda Hanssyni við Mountain, N. D.; Ragnheiður Jó- hannsson, ekkja, til heimilis við Árborg; Kristjana Þórðarson, gift Bergþóri Þórðarsyni á Gimli; Jakobína Helgason, gift Jó- hannesi Helgasyni til heimilis í Baldur í Argylebygð; Sigfús Sig- urðsson bóndi við Otto í Grunnavatnsbygð, giftur Sigurlaugu Jónsdóttur; og þrjú hálfsystkin ung, Sigurður, Stefán og Guð- rún, til heimilis að Hnausum. Hve snemma að Jóhannes tók þá veiki, er dró hann til dauða, verður ekki sagt, því að hann var harðgerður og lét eigi á sér festa þó hann findi til einhverrar vanheilsu. En á síðastliðnu hausti var heilsu hans svo komið, að hann mátti eigi lengur á fótum vera. Lá hann svo að heita mátti rúmfastur allan síðast- liðinn vetur. Hinn 23. aprfl, síðasta vetrardag, var hann fluttur að ráði læknanna er stunduðu hann, suður á heilsuhælið al- kunna í Rochester í Minnesota. Fóru kona hans og eldri sonur með honum. En ferð þessi varð árangurslaus, því aðfaranótt laugardagsins 26. sama mánaðar andaðist hann þar, og hafði þá verið sem næst meðvitundarlaus síðasta dægrið. Daginn eftir var snúið heim aftur með lík hans. Húskveðja var flutt á heimilinu, 492 Dominion St., Wpg., 29. apríl. En daginn eftir, 30. apríl, var líkið flutt með sérstakri hraðlest frá Winnipeg norður að Hnausum, því þar var jarðað, en útförin fór fram frá félagshúsi bygðarin'nar. Með því fylgdust margir ætt- ingjar og vinir frá Winnipeg, um 60 manns. Á leiðinni bættist margt manna við, á hverri stöð, í Selkirk, Winnipeg Beach, Húsa. vík, Gimli, Árnesi. Margir komu frá Fljótinu og úr norðurhluta bygðarinnar. Þetta var fjölmennasta jarðarförin er verið hefir í Nýja íslandi. Allir þektu hann að einhverju leyti, enginn að öllu leyti. Sjö ára gamall er hann ferjaður á örlitlum róðrarbáti út í skógi vaxna eyðieyju, hálfsextugur fluttur liðið lík með járn- brautarlest til grafarinnar. Fáum mun hafa komið til hugað jarðarfarardaginn, að þessir tveir atburðir í æfi hans segðu á vissan hátt sögu hans. Þó er það svo, og er þar ekkert af að taka, og engu við að bæta. R. P. Minni Canada. Flutt á íslendingadag í Winnipeg, 2. ágúst, 1924. a£ E. J. THORLÁKSSON, B. A. Kostir Canada eru grafnir djúpt í hjörtu frumbýiismannanna, er sóttu hingað tækifærin og einstak- lingsfrelsið. sem önnur lönd gátu ekki veitt þeim. Kanske þeir séu þar bezt geymdir. Að minsta kosti finst mér það ekki mitt verkefni, að tala um þá—mér finst það heil- agt mál þeim, sem hafa lengi etrit- að í hita og þunga dagsins til að greiða veginn fyrir okkur, sem komum á eftir. ÍHitt hafði eg ætlað mér, að benda á afstöðu Canada í heimi vísinda og bókmenta, og á þátttöku hennar í taðal-hreyffingum 'mannsandans. Vér minnumst þvf heldur mann- anna, sem byggja iand vort, frem- ur en iandsins sjálfs, því að mikil- leiki hverrar þjóðar liggur í hinu sameinaða manngildi einstakling- anna er starfa á uppbyggilegan hátt. Til þess að sjá, hvar Canada stendur. þurfum vér að hafa í huga sarfsemdir og framfarir annara þjóða og þátt þeirra í veraldarsög- imni. Þetta mun máske vírðast örðugt meðferðar þar sem höfuð einkenni þessarar aidar er (geysi-hraði at- burðanna. En fyrirhöfnin borgar sig, því þó það sé óhugsandi að fylgjast með öllum hinum fjðl- breyttu atburðum nútímans, er samt nauðsynlegt að bera eitthvert skyn þá. Áhugi sem nær ekki lengra en að vorum eigin þjóðar- málum, er aiis ekki nægjandi, — slíkur hugsunarháttur breytist í sjálfbirgingsskap og þröngsýni, en það, sem heimurinn þarfnast í I dag, er vítt útsýni og hlý samihygð — djúpur skilningur, sem unrvefur alt og aila. Eljótt yfirlit yfir vísindi, leiðir í ijós, að á því sviði hafa verið feikna mfklar framfarir, sérstaklega í véiafræði og rafmagnsfræði. Með degi hverjum svo að segja kemur í i.iós ný uppfundning eða ný upp- götvun, sem getur haft stórkostleg áhrif á okkar dagiega líf. Það er einmitt á svæði vísind- anna, að eg vildi minnast Canada, því þar stendur hún meðal fremstu þjóða heimsins. í “Current His- tory” tímaritinu, gefið út 1924, f apríl, má lesa eftirfylgjandi grein: “Siðan stríðinu lauk, hefir borið á andiegu atgervi í Canada, sem að sumu leyti jafnast á við það, sem skóp mikiileik þann, er ijómaði svo skært á dögum Elízabetar. Munur- inn er sá, að í Canada er þessum andlega kraftl beitt í visinda- legum rannsóknum, heldur en skáldiegum og bókmentalegum til- raunum”. Greinin tilfærir síðan tólf leið- andi vísindamenn, sem hafa getið sér orðstír um heim allan fyrir fiamtakssemi og andiega atorku. Ailflestir þessara manna starfa við McGill eða Toronto háskólann; mið. punkta vísindalegrar rannsóknar í Canada. ‘The Royal Canadian In- stitute” stofnað fyrir 75 árum, örf- arog styrkir starfsemdir þeirra. Af þessum tóif mönnum eru ef- laust þeir Dr. Banting og Prof. MacLeod frægastir. Eins og marg- i’’ hér muna, var það Dr. Banting f félagi við Próf. MaeLeod, er upp- götvaði insulin sem lækningu við sykursýki (diabetes). Fyrir verk það hlutu þeir No,bel’s verðlaunin og viðurkenningu bæði hér í Cana- da og erlendis. Ekki ber sfður að minnast á ó- eigingirni og drengskap þessara manna þar sem hver um sig skifti sínum hluta af verðlaununum með tveim öðrum vísindamönnum. er veittu þeim aðstoð í rannsóknar tilraununum. Þegar vér minnumst panada. minnurost vér þessara manna. Og um leið minnumst fvér þe^s, ,að þrátt fyrir alia þá ósvífni og eig- ingirni, sem oft kemur fram f stjórnmáiabraski, sér oft vott um hreina og beina sannleiks- þrá. Stundum geta menn gleymt sjálfum sér f óhlutdrægri 'Starfsemi fyrir meðbræður sfna, og þetta virðist vera einkenni vfsinda mannanna og annara andans mik- ilmenna. Canada á þessi andans mikil- menni; en eins og bent er á grein- inni, beita þeir sér helzt í efnis- kendum vfsindalegum rannsókn um. Við nánari athugun er þetta afar eðlilegt. Canada ej- enn ungt land, og hver þjóð verður að byggja sér sterkan, efnislegan og praktiskan grundvöll, áður en hún getur náð fullum andlegum þroska. fikáida- og listaverk ná hæsta marki, þegar efnishagur er beztur og þjóðarástandið glæsi- legast. Veraldarsagan ber þessu vitni. Davíð kvað Ijóð sín, þegar ísraelþjóð var á voldugasta skeiði. Grikkir náðu hámarki li'Starinnar og heimspekinnar á dögum Peric- lesar, þegar menn gátu notið sín í friði og ró. Á miðöldunum gerð- ist ítalía áfangastður allrar þekk- ingar og miðdepill heimsins — og ítalir drógu að sér þenna nýja roenningarkraft og þar af skópust óviðjafnalegir listamenn: Leonardo da Vinci, Michael Angelo Petrarca, Raphael. Svo breytt- ist rás viðburðanna og hamingjudfsin beindi blessunarósk- nm sínum yfir til Englands, svo að því vegnaði vel og efnahagur þess bættist. Björt framtíð blasti við sjónum, alt gekk þjóðinni f vil. Á þvf tfmabili reis upp hver hugvitsmaðurinn, ,á fætur öðrum hjá henni: fipenser, Bacon, Jonson Marlowe, fihakespeare. Á 17. öldinni var það Erakk- land, sem fékk að njóta gæfunnaar. Lúðvík 14. herjaði um lönd öll og vakti á sér mfkla eftirtekt. Höli hans f Versailles varð glæsilegasti staður f heimi og þangað sóttu menn siðprýði og mentun. Aldrel fyr né síðar hefir borið á slíkum andlegum ofurkostum hjá Erökkum eins og þá. Ástæðan fyrir því var sú„ að Luðvfk 14., þó að hann vwri óeirðarseggur, bauð öllum listar- og mentamönnum hæli hjá sér, og hvattf til framkvæmda, sjálfum sér og Erakklandi til dýrðar. Af þessu drógu ungir gáfumenn þrótt og áhuga, því það var átaksins vert, að fá að launum vinsemd og styrk konungs, og mega síðan njóta sfn rólegir undir verndarhendl hans. Og á þeim dögum eignaðist Frakkland Descartes, Pascal, Cor- neille, Racine, Moliére. Þannig mætti rekja slóð listarinnar. Á Islandi, t. (j. hófst gullöldin með friðaröldinni, á með- an efnahagur landsins var góður og harðistjórn og plágur höfðu /ekki beyigt undir sig sálir majina ög kæft raustina í brjósti skáldsins. Einstaklingurinn þrífst bezt, þeg- ar framtíðarvonir landsins eru glæsilegastar. Síðan skapast mik- illeiki þjóðarinnar af hinu samein- aða manngildi þeirra einstaklinga er draga að sér þenna nýja þrótt tíðarandans. Skoðum Canada frá þessu sjón- armiði. Canada er vonaland, fram- tíðarland, ennþá aðeins barn f vöggu veraldarsögunnar — eig- inlega ekki fædd fyr en i árið 1867, þvf þá- fyrst fékk hún sína eigin stjórnarskrá. En þó hún sé aðeins barn á meðal þjóðanna, bera verk hesnnar því vitni, að hún er framandi þjóð, og að hún á menn, sem vér megum benda á með stolti. Það mun sagt, að hún standi ekki mjög hátt í bókmentaheimin- um. Segjum svo. Þess er varla að vænta enn þá. Canada á eftir að gróðursetja 'Sig og bæta efnahag sinn, svo að hugvitsmenn hennar fái notið gáfna sinna til annars, en að strita fyrir daglegu brauði, eða bæta kjör lands og lýðs á efnisleg- an hátt. Dugnaðurinn, eem kmlð! menn til þess að leita annara landa, þrekið, sem brauzt fram á erfiðu frumbýlisárunum, vitið, sem er að brjóta undir sig hina miklu fjársjóðu, er felast í skauti landsins —alt þetta er arfur listamannanna er verða framtfðarprýði Canada. Svo framarlega sem menn tapa ekki trausti á göfugleik mannsálarinnar og láta ekki ginnast af peninga fýsninni, hlýtur þetta að koma fram. í þessu samfoandi mætti minnast á tilraun, sem bókmentamenn eru að gera til þess að hvetja unga rit- höfunda og söngmenn í Canada til framkvæmdar. Félag hefir verið stofnað, sem kallast “Associated Readers of Canada”, með því mark- miði, að gera útbreiðslu hérlendra tímarita hagkvæmari og um leið að draga athygli fólks að canadisk- um bókmentum. Auk þess hefir verið efnt til verðlaunasjóðs, er nemur nokkrum þúsundum, og á þessum peningum að vera varið til hinna ýmsu hliða listarinnar. Þetta virðist vera gott fyrirtæki og verðskuldar hylli al- mennings. , Sérstaklega- ættu menn af ís lenzkum ættum að veita þessu eft- ertekt, svo að skáldgáfan, sem er þeirra erfðafé, blómgist í hinu nýja andrúmslofti, sem hún nýtur hér vestra og dragi, að sér nýjan kraft, og nýrra, bjartara i'itsýni. Bláa himinhvolfið, unlaðsrika sólsetrið, hæga kveldgolan svala fegurðartil- finningunni og skapa friðinn til kyrlátra hugleiðinga. Hin ákafa framþróunarþrá skapar eldmóðinn og nýjar skáldlegar hugsjónir, og af þessum sameinuðu öflum mynd- ast fagurt listaverk. Við höfum komist að raun um það: að listin þrffst bezt ágóðum efn- islegum grundvelli, og að Canada á vfsindamenn með afbrigðum, sem eru að byggja þenna grundvöll. Fyrsta sporið er stigið, en því mið- ur er ekki hægt að segja, að efna- hagur landsins sé við hið bezta. Of margir eru snortnir af dýrtíð- inni. Canada, ásamt öðrum þjóðum drógst inn f stríðið, sem lagði bölvun um gjörvallan heim — því hvað annað hefir stríð í för með sér, en bölvun, meinsemdir og hatur? Canada var ung þjóð og fámenn, og hlaut að bogna mjög undan höggum strfðsins. Hxín mátti varla við því að tapa sínum bezta mann- afla, eða fá stíflaða rAs þroskun- arinnar á þvf skeiði, þegar hún þurfti mest á öllu þessu að halda. ÍEn þegar út f þenna ófögnuð var • komið, reyndist hún vel og við mlnnumst þess í dag með klökkum huga. Þrátt fyrir alla óbeit á hem- aði, þrátt fyrir allar yfirsjónir, þrátt fyrir hin hörmulegu úrsiit strfðsins, hljótum vér að minnast þess. Máske þátttaka hennar í styrjöldinni hafi heimfært til vor sanninn um, að friður hlýzt aldrei af stríði, og að heimurinn fær ald- rei ró, fyr en friðarfáninn blaktir á hverri stöng. Minnumst Canada, minnumst þeirra er féllu, og þeirra, er bera andans og líkams sár frá þeirri heljarför. Sleppum ekki þessu tæki- Ifæri til að endúrjnýja íriðarhug1- sjónirnar, sem þeir börðust fyrir, svo að trú þeirra reynist ekki blinj og von þeirra aðeins tál. En þær hugsjónir getum vér endurnýjað, með því að sleppa öllu bölsýni og reka á brott þær óhemju ástríður, sem ávalt berast á afturöldum styrjalda — því núverandi ástand er aðeins afturkast af stríðinu mikla. ISá mesti minnisvarði, er við get- um reist landi voru, er minnisvarði friðarins. Undir skjóli hans dafn- ar það, sem bezt er í þjóðarsál- inni—stríðsótti hverfur og þjóð- hatur hjaðnar niður undir hlýjum bróðernisgeisla,—miannsandinn fær notið sín og orku hans verður beitt til uppbyggilegra starfa. Ef vér, Canada-búar, reisum ekki þenna minnisvarða, verða hinir miklu landkostir aðeins þjóðinni til freistingar, og auðurinn verður að snöru, tækifærin aðeins hindranir, og í staðinn fyrir hlýjar vonir, berum vér í brjósti “brigðivonabeiskt og hungrað hjarta”. Canada framtíðaland, Canada æskuvonaland. Vér minnumst þín í dag með nýjum vonarhug. Vér óskum, að yfir þér Ijómi friðaröld, svo hugvitsmenn þfnir geti leitt þig að vegum listarinnar og fegurð- arinnar. Islendingadagurinn að Wynyard, Sask. Það skeði í Wynyard, að annar ágúst bar upp á þann fjórða. Þótti mörgum sem þetta mundi tíðindum sæta og spáðu misjafnt fyrir um hátfðina. Fjöldi fólks var þar samankom- ið úr öllum áttum; fjöldi af bifreið- um og heill foeimur af fíniríi. Dagurinn var helgur haldinn í skautaskála borgarinanr. Er það geysimikið hjall-hýsi, og má hýsa þar alla íslendinga í Vatnabygð og þó vfðar væri leitað. Skálinn er langur, ekki ólíkur lík- kistu í laginu, og snýr sem vænta má, frá austri til vesturs. lUndir suðurhliðinni var reistur pallur, en á honum var bygð ís- lenzk baðstofa. Bjó ‘Tengda- mamma” þar og skyldulið hennar, en fyrir framan borðstofuna hékk grænt tjald frá Winnipeg. Fyrir ofan tjaldið voru fánar Islands og Canada negldir á vegginn, en milli þeirra gægðist Jón Sigurðsson fram úr laufsveig nokkrum, og fanst mér augnaráð karlsins frem- ur ávítandi. Ofar tjaldinu og tákn- unum, sat þjóðræknin sjálf. Var hún tvfhöfðuð, annað höfuðið cana- diskt, en hitt íslenzkt. Höfðu höf- ; uð þessi jagast um hvert ætti for- | gangsréttinn á hátíð íslendinga, og I canadiska höfuðið unnið í þeirri ! orrahríð. Hefir það íslenzka, máske i minst þess, að “sá á að vægja, sem vitið hefir meira”. Hóf sú cana- diska hátíðina á slaginu kl. tólf, en þá var klukkan hjá íslendingum hálf eitt, enda bera þeir margir hlýj- j an hug til Rússa. Var nú sungið “O, Canada” af blönduðum kór, og fórst ágætleiga. Dró Canada?höf- uðið sig í hlé og sást ekki ‘officially’ aftur þann dag. Þar næst söng sami flokkur “ó Guð vors lands”, og þegar “eilffðar smáblómið” hafði dáið út eftir kúnstarinnar reglum, var klappað lof f lófa. Nú stígur séra Hjörtu Leó í stól- inn. En stóllinn var gangstétt eða standstétt, er lögð hafði verið framan við skör græna tjaldsins frá Winnipeg. Mælti klerkur fyrir Minni íslands. Talaði hann hátt og rösklega af þekkingu og viti •eins og vænta mátti. Hann dró skýrum dráttum andstæður þær, sem átt hafa sér stað í náttúru Is- lands og þjóðlífi. Vildi hann að ísl. Vestmenn kæmu sér saman um ©itthvað eitt — helzt skóla, þar sem íslenzk ungmenni gætu unnið fyrir sér meðan á námskeiðinu Fyrirmynd að gæðum í meir en 50 ár. f í sL Bakið yðar eig- | in brauð með & k stendur. Mun mörgum hafa fund- ist þetta á annan veg hugsað en núverandi mentamál Canada. Er ekki örgrant um að hér sé einhver Bolsfoevista hreyfing á ferðinni. Lauk presturinn máli sínu fyr en 'hann var til muna rámur í rödd. En fólkið fagnaði hæfilega ræðu- lokum, eins og alment gerist. Full- ur helmingur gestanna hafði heyrt erindi séra Hjartar, og mátti það undrum sæta. Þessu næst er kallað á karlakór- inn til þess að skem,ta fd(lkinu|. En svo illa hafði tekist til, að söng- fólk frá Winnipeg sat hátfðina, og skaut það söngsveinum skelk f bringu, og þeir stóðu feimnir og felmtsfullir, sungu lítið og hjáróma Mátti hér sjá, sem oftar, hversu djúpa lotningu íslendingar bera fyrir listinni. (Má geta þess hér, að þegar “official”-farganinu var lokið, fór einn lír karlakórnum til verks og lokkaði bezta Winnipeg- söngmanninn út burtu úr líkkist- unni, og fékk þá kórinn hljóðin, og söng sér til sóma). Nú klofnar fortjaldið — græna tjaldið frá Winnipeg. Og ‘Tengda- mamma” kemur f ljós f allri sinni dýrð. Þótti leikurinn ágætur, þvf menn höfðu lesið um bann, bæði í “Heimskringlu” og “Lögb.” óx nú ást allra á íslenzku vikublöðunum, þvf tiltölulega fáir gestanna sáu inn í baðstofu ‘Tengdamömmu” og enn færri heyrðu það, sem fram fór. En við þetta gerðust menn 6- kyrrir. öldungur einn reis upp úr sæti sínu og ávarpaði fólkið, og síðan leikendurna. Fékk hann litl- ar og lélegar undirtektir hjá mann- fjöldanum; en leikendur þögnuðu, og hlustuðu á mál hans með hinni mestu athygli og þolinmæði. Sýndl leikflokkurinn þá mestu kurteisl, sem ég varð var við á hátíðinni. 'Milli þátta var skemt með kór- söng, nema hvað Guttormi skáldi var smeygt inn í skemtiskrána að loknum þriðja þætti. Fanst mér hann hvorki jafn-skörulegur né skemtilegur og hann átti vanda til. Ástæðuna fyrir vonbrigði minni tel ég þá, að hann var eins og á milli tveggja elda: langaði til að gera sitt bezta, en vildi ekki tefja tím- ann. Auk þessa dundu hamarshögg að baki græna tjaldsins frá Win- nipeg, og má vera að hann hafi ekki verið mieð öllu öruggur um líf sitt. Mæltist hann til þess í byrjun mál* síns, að gestimir gerðu hávaða nokkurn á meðan hann mælti fram kvæði sín og urðu menn og konur alment við bón hans. Menn höfðu vaðið með vestræn- um hraða í gegnum prógramið — upp á ]íf og dauða, og sí-pí-ar áætl- un; og andvarp, fagnaðar og þakk- lætis sté upp frá mannfjöldanum, þegar því var lokið. Þá gátu gest- ir úr austurátt komist heim með lestinni. iNú þyrptist fólkið út úr skál- anum. Ruddust allir hver á ann- an til þess að sjá og foafa tal af gömlum kunningjum. 1 fljótu bragði virtust allir í góðu skapi, cn svo var þó ekki. Nefndin hafði tekið það óheilla ráð, að sérkenna meðlimi sfna með rauðumi borða. Er sá litur, sem kunnugt er, ein- kenni uppreistarmianna og óhollur angum ýmsra dýra. Yar nú hver sem rauðan borða bar ofsóttur og eltur sem væri hann í hóp mannýgra

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.