Heimskringla - 13.08.1924, Side 5

Heimskringla - 13.08.1924, Side 5
WINNIPEG 13. Á'GÚST, 1924 HEIMS KRINGLA 6. BLAÐSH) FJALLKONAN Hún heitir fullu nafni Sigrún Ingibjörg Líndal, og er fædd að heimili foreldra sinna, sunnanvið Árnes pósthús í Nýja ís- landi, 1893. Er hún dóttir Gunnlaugs Helgasonar og Jóhönnu Helgu Sigurðardóttur, er bjuggu á Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd í Gullbringusýslu. Fluttust þau hjón til Ameríku árið 1886, og bygðu fyrst á Strönd í Árnesbygð, en færðu sig skömmu síðar o§? bygðu á Jaðri. Barn að aldri fór hún til föðurbróður síns, Guðmundar Helgasonar og konu hans, Önnu Heléadóttur, er búá á Fróni í Syðri-Ámesbygð, og ólst hún upp hjá þeim og styrktu þau hana í skóla. Við barnaskólann lauk hún árið 1907, og sam- sumars innritaðist hún við undirbúningsdeild háskólans. Við undirbúningsnám lauk hún vorið 1910, og útskrifaðist þaðan 15. maí, 1924, við tungumáladeildina. Lagði hún aðallega fyrir sig frönsku og þýzku, bókmentir og sögu. Árið 1920 giftist hún manni sínum, Hannesi Líndal, syni Jakobs Hannessonar Lindal, frá Þóreyjarnúpi í Húnavatns- sýslu. Hannes Líndal er korn-kaupsýslumaður; á sæti í korn- kaupa-samkundunni, og hefir lengi þótt einn af allra dugleg- ustu íslendingum hér í bæ, enda stendur ættleggur hans þeim rótum. Class Poem of the Class of nineteen-twenty.four. The Flaming rays of a rising sun Herald the dawn of a day that is new What matter tho yesterday’s sky were dull The skies this morning are clearest blue. What matter tho yesterday’s sunset were gray This morning’s sunrise is rosy and bright The doubts and fears of yesterday Are gone like the darkness of night. This is the dawn, our day lies ahead The skies of our morning are bright, And our sun will set on a day well lived If we set our course to’ard the right. Youth, is the morning of life A morning of promise untold And youth goes forth on the road of life To seek what the day may unfold. The day may hold for us, hours of distress And hours of meaningless pain And we’ll think as we watch Life’s dark clouds lower That ’twill never be bright again. But the rainbow comes after the clouds and rain, The day is brighter because of the night. To know joy, we must sometim.es know sorrow as well This often thru wrong, that we know the right. For each life niust have its moments of doubt When the noblest Ideals seem dull and gray But dawn and a new day of promise and hope Brings those Ideals back, sweeps dark doubts away. When the clouds of trouble o’vershadow the sun, When the mists of doubt make the future uncertain We may know that the sun light of God still shines That the clouds of the moment are but a curtain. The powær that draws that curtain aside ís a faith that right conquers alone And that faith comes only thru whole souled belief In a grcater power than our own. Snorri Thorfinnsson. Kvæði þetta, sem hér fer á undan var ort fyrir uppsagnarhátíð bún- aðarháskólans í Fargo í N. Dak. Höfundurinn er hinn ungi landi vor, mælskumaðurinnj alkunni Snorri Thorfinnsson. Snorri er sonur þeirra hjóna Þorláks 3>or- finnssonar og Guðrúnar Guð- öiundsdóttur Skúlasonar. Eru þau ^kagfirðingar að ætt, borJn og barnfædd heima, en hafa alist upp hér í álfu. Snorri útskrifaðist með bezta vitnisburði. Er hann þriðji sonur þeirra hjóna, er útskrifast frá Búnaðarháskólanum. Pró- fessor A. G. Arvold kennari við há- ekólann hefir lokið sérstöku lofs- orði á Snorra og telur hann efni í gott skáld, vill láta hann leggja fyrir sig bókmentastarf að náminu enduðu. MINNI VESTUR-ÍSLENDINGA. (Frh. frá 4. bls.) ar tegundar sem hún hefir verið. Island hefir mist alt að |>riðjungi barna sinna vestur um haf. En nokkur sona- og daetragjöld hefir hún fengið, í þeirri viðurkenningu sem Islendingar hér vestra hafa áunnið sér. Þótt þjóðernisfleyið þeirra sykki nú í saltan mar inn- an lítils tíma, þá verður þeim ekki varnað þakkar fyrir það verk, sem þeir þegar hafa unnið fyrir íslenzkt þjóðerni. i V. Ekki vil eg svo við þetta mál skiljast, að eg láti hugann ekki thvarfla til þessarar spurningar: Á hvaða undirstöðumj hvílir nú alt gengi og öll hin lofsamlega viður- kenning Islendinga hér í álfu? Á engu öðru í veröldinni en þjóð- erni þeirra! Hafi þeir unnið fyr- ir íslenzkt þjóðerni, þá hefir um Ieið íslenzkt þjóðerni engu síður unnið fyrir þá. Þegar landnem- arnir koma vestur um hafið, njóta þeir þess, að hafa verið fóstraðir upp við þá alþýðumenningu, sem, eftir öllum táknum að dæma, var þa ein sú bezta, eða allra bezta í hlejimii. Þetta er alveg ;jafinsatt því, að Island er sólskinsfátaekt og harðbalalegt land, og hefir verið mörgum hörð fóstra. Vegna þess er Islendinga hér sérstaklega get~ ið að dugnaði og trúmensku, að þessi stórmerka dygð var viður- kend og iðkuð landshorna á milli heima á “gamjla landinu”. Þess vegna hafa þeir reynst svo orð- heldnir, að til er tekið, að heima á Islandi var andinn eitt sinn sá, að frétt þótti það, sem víða fór, ef einhver sveik orð sín, og þótti það lítilmannlega að verið. — Með sorg og sársauka verður að játa, að þessar samfélagslegu höf- uðdygðir, iðjusöm trúmenska og orðheldni, hafa minm byr *heima’ nú en fyrir nokkrum áratugum. Erlent aldarfar og hugsunarháttur ræður þar um. Og vandséð er, hvert stefnir fyrir sárfámennri þjóð, sem mjög er róttæk að eðl- isfari, ef samlíf þjóðareinstak- linganna eitrast af því ræningja- æði verzlunarmenningarinnar, að selja vöru sína og vinnu, án nokk- urrar tilraunar til drengilegrar sanngirni, með það eitt fyrir aug- um, að komast yfir sem mest fyr- ir sem minst. — En hvað sem segja skal um félagslegt siðgæði Austur-Islendinga á yfirstandandi tíð, þá er víst um það, að flestir Vestur-Islendingar eru arfþegar þeirrar menningar, sem telja má mjög ágæta í mörgum greinum. Það er þeirra styrkur og þeirra hrós. — Nú mun sagan fylgiast með niðjum yðar, landar góðir, í önnur 50 ár, og gá að því, hvort þeir halda áfram að ávinna sér samskonar orðstír og þann, sem feður þeirra, Islendingarnir. hafa áunnið sér “í augsýn allra þjóða”. Geri þeir það ekki, verður þó ekki hrjóstrunum heima á Islandi kent um það. En svo vona eg, og tel enda líklegt, að yfirleitt muni þeir gera það. Eg tel líklegt, að bessi tilfinnanlega blóðtaka, sem fámenna íslenzka þióðin hefir orðið að sæta vegna Vesturheims, sé að vilia og ráðstöfun forsjón- arinnar, hinni voldugu, verðandi þjóð þessa meginlands til bless- unar. Eg vona. að niðjar Vestur- Islendinga haldi áfram að líkjast fremur ljósi og salti mannlífsins, en myrkrasveppum þess og ýldu- sárumi. Mættu þeir, hér vestra, hafa hlutverk saltsins, sem er svo nauðsynlegt í hverjum rétti, þótt það sé undur lítið að vöxtunum! Kæru tilheyrendur! Þótt eg sé raunar Islendingur að hugsunar- hætti, get eg vel og einlæglega óskað vður til hamingju með þetta auðuga og sólríka land ykk- ar. Verði það niðjum yðar til sannrar farsældar. — Vestur- Islendingar! Þökk sé yður og heiður .fyrir dugnað þann og drengskap, sem er að gera ágæti íslenzks þjóðernis að orðtaki. Verði afstaða yðar til Islands vit- urleg og heilbrigð. Verði afstaða yðar innbyrðis eins og þroskarík- um og kristnum mönnum og kon- um sæmir. Verði afstaða yðar til Canada sú, að í framtíðinni geti allar “Baékur þékkingarinnar” bent á yður sem beztu borgara landsins — auðuga af trúmensk- unni við guð og menn! Lifi niðjar íslands, vestan hafs og austan! CANADA. England hefir beðið um $100.000 virði af ósöltuðu Manitobasmjöri, svo fljútt sem unt er. Er pað gleðú legt, að svo lítur út, sem marbað- urinn sé að glæðast í Englandi fyr- ir candadiska rjómabúsafurði. Þessi rjómabú hafa lofað að senda smjör nú þegar. Frá Winnipeg, Shoal Lake, Eiríksdale, Belmont, Souris og Lundar. Kuldabylgja hefir gengið yfir Manitoba-fylkið nú undanfarið og frysti víða í norðurfyikinu í nótt sem leið. Búist við að kuldinn muni vara úokkra daga enn þá, en ekki búist við alvariegum skemd- um á korni. Frá Toronto er símað 12. þ. m., að Sir Augustus Nanton haj'i þann dag ver.’ð kosinn forstjóri Dominion Bank of Canada, í stað Sir Ed- mund B. Osler sem er nýlátinn. Sir Augustus Nanton er einn af mest þektu fjármáiamönnum Vest- ur Canda og hefir staðið í nánu sambandi við Dominion bankann í mörg ár; verið einn af varafor- mönnum. Hann er forstjóri Winni- peg Eleetric og Manitoba Power Co., og einn af forstjórum C. P. R. Braeken forsætisráðherra hefir látið í ljósi það álit að hveitiupp- skeran í Yestur-Manitoba hafi aid- rei verið slík og hún muni verða % nú síðan 1915, ef frost í norður- partinum og ryð í suðurhlutanum ekki geri því verri herm,darverk. Frá Toronto er símað 11. þ. m. að þá um morguninn hafi hr. de la Vallee Poussin háskóiakennari frá Louvain í Belgíu og formaður “AHilóðasambands stærðfræðinga” sett fyrsta fundinn er það félag hcf ‘ir átt með sér opinberiega síðan 1920. Fjögur hundruð stærðfræð- ingar af ýmsum þjóðlöndum sitja fundinn. Má nú búast við tákn- v.m og stórmerkjum á himni og jörðu. Önnur lönd. Frá London er simað þ. 12 þ. m., að bráðlega muni ráðið tii lykta. hvernig farið skuli að því að rýma Ruhr héraðið af háifu Frakka og Belgja og hvernær. — Hvorugir viija þó rýma á þessu ári og líklega ekki fyr en á næsta sumri ein- hvemtíma, og er það eftir sam- komulagi milli Herriot, forsætn- ráðherra Frakka og þýzkra samn- ingsaðila. Eins og lesendur íslenzku blað_ anna mun reka minni til, auglýsti ég um áramótin í vetur sem leið, að ég tæki við samskotum í sjóð þann, er leið- andi menn á föðurlandi voru eru að stofna, til framtíðar minning- ar um þókmenta- og þjóðmála- starfs Jóns heitins Ólafssonar. Eg gat þess þá, að áformað væri, að ávaxta þennan sjóð óskertann þar til árið 1950, en eftir það yrði helmiing vaxtanna árlega varið til þess, á einn eða annan hátt að auðga og útbreiða .íslenzka tungu og þekking á bókmentum þjóðar- innar fyr og síðar. Um leið og ég auglýsti þetta i blöðunum, sendi ég prentaðar á- skoranir til ýmsra leiðandi manna hér vestra og bað þá að gangast fyrir samskotum meðal nágranna sinna. Hefi ég síðan beðið átekta og ekkert auglýst um þetta mál. Enn sem komið er hafa undirtektirnar verið daufar, eins og við mátti búast, er vinnuleysi og vandræði stefjuöu að svo mjörgum og búsifjar manna voru yfir höfuð þröngar. En nú vona ég að glæðist áhugi fyrir þessu máli, svo að viðleitnin hér vestra beri sómasamlegan árangur. Mælist ég til, að þeir heið- ursnienn og konur, sem enn hafa eigi svarað bréfum mínum þessu viðvíkjandi, geri það nú svo fljótt sem kringumstæður leyfa. Eg auglýsi nú hér með nöfn þeirra, sem þegar hafa lagt af mörkum í Minningarsjóðinn og upphæðina er hver einn hefir gefið. MAGNUS PETERSON, 313 Horace Street, NORWOOD, MAN. JÓN ÓLAPSSON 1850—1916. SAMSKOT f MINNINGARSJÓÐ JÓNS ÓLAFSSONAR. S. Magnússon, Yakima, Wash. $ 2.50 S. Goodman, Edmonton .. .. 1.20 Miss S. Hannesson, Pasadena 2.00 S J. Scheving, Winnipeg .... 1.00 G. Pálsson, The Narrows .. 1.00 S. Baldvinsson, The Narrows 1.00 Kristín Jackson, Elfros .. .. 1.00 Steini Goodman, Milton. N. D. 1.00 Mrs. Goodman „ „ 1.00 Mundi Goodman „ ., 1.00 John Goodman „ „ .50 Gamail vinur, New Westminster 1.00 Paul Clemens, Winnipeg .. .. 5.00 Lárus Guðmundsson, Árborg 1.00 F. Swanson, Winnipeg .. .. 1.00 M. Peterson, Norwood .. .. 10.00 M. Hinriksson, Churchbridge 8.00 (Ávísan til Reykjavíkur). Safnaö af Mr. G. Barnes. Chicago, 111.: G Barnes, Chicago......... 5.00 P. Björnsson J. Gíslason H. Bergman W. Hanselman H. Johnson • S. Magmlsson G. Johnson K. B. Snyfeld Dr. O. J. ólafsson K. Vigfússon H. Vigfússon Ónefndur 5.00 2.00 5.00 3.0o 1.00 5.00 1.00 5.00 25.00 5.00 5.00 1.00 Samtals: $107.20 Fyrir utan þann kostnað er þetta vitleysisæði hefir kostað Banda- menn, hefir þeim auðnast að hálf- drepa iðnaðinn þýzka og þar með stórrýra borgunarmagn Þjóðverja, og að auki að sá óslökkvandi hatri, sem sennilega skellur sem fellibyl- ur á Frakka að nokkrum árum liðnum. Ofsastormar hafa enn goisað yfir Nebraska, Towa, Wisconsin og part af Minnesota, fimtudagsnótt og föstudag er leið. Fórust fimm manns, margir meiddust og eigna- tjón metið á 3,000,W.0 duli. — Heíir v.”-ið ákaflega fellibyljasamt í fiestum þessum ríkin r í sumar. 'Skaðabótanefnd bandamanna, hefir nú gefið skýrslu um hvað her- námið á Ruhr héraðinu og Rínar- löndunum hefir kostað þá síðustu fimm árin. Sézt þar, að alt það, sem hægt hefir verið að reita af Þjóðverjum í beinhörðum pening- um hrekkur aðeins fyrir helmingn- i um af kostnaðinum við hernámjð. — í peningum hafa Þjóðverjar borgað 1,903,000,835 gullmörk: í öðr- um iausafjárfríðindum 3,298,000,414 gullmörk og 368,693.000 gullmarka virði hefir verið tekið jarðeigna námi af þeim. Þetta em samtals 5,569,694.249 gullmörk eða um 1.392 323,562 dalir. Hernámið hefir kost- að Frakka, Belgi og Breta 2,155,409, 000 gullmörk, eða 538,852,250 dali. Bandaríkin hafa til þess kostað 1,071,805,000 gullmörk, eða 267.591. 250 dölum. Samtals hefir kostnað- urinn þá numið 3,222.214,000 gull- mörkum, eða 806,444,500 dölum. — Af því sem reizt hefir af Þjóð- verjum hafa Frakkar fengið í sam- anlögðutn peningum og öðrum fríðindum $431,150,250: Bretland 324,382,000: Belgía $428,921.250 og ítalía $97,858,500. Lítið hefir gengið með samning- ana í London milli Soviet stjórnar- innar og Breta nú síðan að banda- mannfundurinn hófst þar. Er sagt að Rússarnir séu mjög óánægðir með það, hve stirðlega þeim gekk að fá ríkislán í Englandi. Fór for- forsætisráðherrann rússneski, Rako vsky, heim til Leningard í miðjum. kliðum, en er nú kominn aftur til London, og er nú sagt að hann muni hafa meðferðis umboð til þess að slaka svo til við Englend- inga, að samningar náist um lánið. Samkvæmt skeytum frá Rio de Janeiro stendur nú úrslitaorusta milli uppreistarmanna, er undan hafa látið síga úr borginni Sao Paulo og stjórnarhersins. — Upp- reistin í Brasilíu hófst af sömu or- sökum og í Mexico í vetur. Það voru landeigendur, stóreignamenn, er eiga kaffiekrumar, sem ilia lík- ar, að bændalýðurinn skuli fá að læra að lesa og skrifa eins og sið- aðir menn. Frá Tokio er símað, að Japanar hafi ásett sér að minka landherinn um 6 herdeildir og spara þeir á því um $30,000,00 á ári. En þeir ætla að minsta kosti fyrst um sinn, að nota þetta fé til þess að auka loftflot- ann, sem þeir telja að verði muni aðal árásar- og varnarvopnið í næsta ófriði. Draga þeir þar enn dám af Evrópuþjóðunum til þess er ver má fara. Hughes utanríkisráðherra, er nýlega kominn til Berlínarborgar. Hefir koma hans vakið almennan fögnuð í Þýzkalandi, þar sem hon- um gefst nú með eigin augum að líta á ástandið þar. — Eitt aðaler- indi hans er sagt að sé, að kalla saman þýzka bankamenn til skrafs og ráðagerðar um frjámálasamn- inga milli Þýzkalands og Banda- rfkjanna. Liðsforingjarnir amerísku, Erik Nelson og Low ell .Smith, þeir einu, er til íslands komust af flugmör.n- unum, fóru frá Hornafirði til Reykjavíkur þriðjudaginn 5. ágúst. Voru þeir 5 stundir á leiðinni og höfðu hvassan mótbyr. Skólabörn 100 að tölu, með ameríska smá- fána, buðu þá velkomna, er þeir stigu á land. Nánar verður ^agt frá komu þeirra til íslands í ágætri grein, er blaðinu hefir borist frá Bandaríkjamanni. Dr. Frederick Cook, er einna heimsfrægastur mun vera af öllum stórlygurum og svikurum, og sem dæmdur var í 14 ára tukthús í fyrra fyrir olíubrall, hefir sótt um fulla náðun nýlega, en verið neitað. Það | ei oftast svo, að litlu þjófarnir eru j hengdir — því það er Cook saman borið við Doheny, Sinclair, Fall og Daugherty — en þeir stóru sleppa í gegnum gloppurnar á laganetinu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.