Heimskringla - 13.08.1924, Síða 7

Heimskringla - 13.08.1924, Síða 7
WINNIPBG, 13. ÁGÚIST, 1924 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA 4---------------------------'S The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- os SHERBROOKE ST. Höfu’Sstóll uppb...$ <5,000,000 Varasjóöur . *.....$ 7,700,000 AUar eignir, yfir .... $120,000.000 Sérstakt athygli veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- félag«. Sparisjóðsdeildin. Vextix af innstæðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. * — 11 ' "" - ' Iþrótta-verðlaun (Framhald frá 3. s/Su) .Horseback Race, 50 yards. S. B. Stefánsson 1.; Jens EJías- son2.; A. Grant 3. Boot & Shoe Race, 50 yards. Mrs. B. Hallson 1.; M'r. A. Mag- nússon 2.; Miss S. Johnson 3. Wheelbarrow Race, 50 yards. Jens Elfasson og Mrs. Hallson 1.: A. Jahnson og Mjss B. Thoriáksson 2.; og S. Sigmundsson og Mrs. Bruce 3. Three Legged Race, 50 yards. S. B. Stefánsson og MJiss Gottred 1. ; Jens Elfasson og Misis Johnson 2. ; og A. Johnson og Miss Thor- láksson 3. Barnasýniug. Laufey Goodman 1.; Eriðrik Elí- asson2.; Raymar Páisson 3.; John Dick 4. Race 100 yards. E. Oddieifsson 1.; G. Gfslason 2.; B. Pétursson 3. Running high jump. Ed. Thorláksson 1.; Valdi Péturs- eon 2.; Philip Pétursson 3. Javelin. Valdi Pétursson 1.; Kristján Sig- urðsson 2.; G. Gíslason 3. Race 880. H. Hargrave 1.; D. Vopnfjörð 2.; L. E. Anderson 3. Race 220 yards. E. Oddleifsson 1.; G. Gíslason 2.; B. Pétursson 3. Shot Put. Valdi Pétursson 1.; Jens Elíasson 2.; G. Gíslason 3. Running Broad Jump. Ed. Thorláksson 1.; E. Oddleifs- »on 2.; B. Pétursson 3. Hot Step Jump. Ed. Thoriáksson 1.; B. Pétursson 2 ; E. Odleifsson 3. Race 440 yards. iH. Hargrave 1.; G. Gíslason 2.; D. Vopnfjörð 3. .Discus. Valdi Pétursson 1.; B. Ólafsson 2.; Jens Elíasson 3. Standing Broad Jump. Valdi Pétursson L; John Aust- man 2.; B. Pétursson 3. 1 mile Race. |B. Eiríksson 1.; L. E. Anderson 2.; A. Vopnfjörd 3. Kaðaltog milli borgarhúa og land- búa, og urðu utanborgarmenn hlut- skarpari í þeirrf aflraun. * Glíma. Jens Elfasson 1. verðlaun, og þar með hlaut Ranneson’s-heltið. Mr. Fábnis hiaut 2. verðlaun, B. ó- lafsson hlaut 3. verðlaun, og einnig silfurbikar, gefinn af N. Ottenson, fyrir bezt glímda glímu á deginum. Hann hlaut og allra manna dóm, að hafa verið lang bezti glímumaður- inn á deginum, og þvf lifir hann hjá almenningi sem giæsilegasti sigurvegarinn í fslenzkri glímu. Hjólreiöar. H. Benson 1.; Magnús Thorgeirsson 2.; G. Olson 3. Aths. — Mr. D. Benson var sá fjórði sem tók þátt í hjólreiðunum en hætti vegna þess að vegurinn var vondur og leðja mikil settist á hjólið. vi Sund. B. Johannesson 1.; G. Ottenson 2. og Mr. Gíslason 3. Dans. Mr. og Mrs. Alex Johnson 1.; G. G. Sigurðsson og Mrs. B. Hallson 2.; Mr. og Mrs. W. Eggertsson 3. Kvœði. Eftir Erl. Johnson. California. Detta sæla Sólarland Sézt af hafi kyrru, stóru, Við sitt aukið orkuhand Eða sýn um leið er fóru, Þeir sem fyrstir fjallaleið Póru ganga jötnaskörðin, Það var ekki skemtiskeið Skelfing brött og löng var jörðin. Þetta sæla Sólarland, Signir fjöll við bláa móðu, Af því guðlegt geislaband Gaf það sinni helgu tróðu, Eins og iffsins veðra vörð Væri settur Tindastóli Heilaga við himingjörð HAsætið í góðu skjóli. Þetta sæla Sóiarland Sézt með eigin blómaskrúða, Eins og fegurð girði gand Gjöfin færð af morgunúða, Svo það verði allra mest eigin hauður flestra þjóða Vilji taka vænan gest Vernda hann og lið sitt bjóða. Þetta sæia Sólarland Sézt með borgar turna háa, Þar sem mælt er máttarstand á merkum gangi settra Áa. Þar sem fólksfns feiknarmerð Perðast út um torg og vegi, Með sinn kraft í kynjagerð Knúðan fram á nótl og degi Þetta sæla Sólarland Sézt nú unnið manna höndum. í góðu veðri gott er stand Gæða lofti að oss öndum. Hér er æðsta aldin tré Edengarður flestra jurta. Hér er sælt að sitja í hlé í sátt við ‘dánumenn og furta. KveldroðL HeigagUr kveldroðinn Himnanna vitni, ? Er heim fylgir sólu Þó dagurinn slitni, Og með henni ’er hann Um morgunstund, Á mildum og fögrum Geislafund. Þjóðræknin. Þembast upp af þjóðrækni, Það er gömul saga. [Hanga svo í hálfrækni (Hengdur upp á snaga. Síöasta bónin. Fyrst hann kom af feðrafoid og flutti sitt. Láttu Kvaran leggja mold á leiði mitt. Jón Bergsson að Egilsstöðum f Héraði eystra er nýiátinn samkvæmt skeyti, er barst í gær. Var hann einn helzti bónd- inn austan iands og reyndar kunn- ur að afspurn um land alt. Hann var sonur merkisprestsins séra Bergs í Valianesi og bjó hinu mesta myndarbúi að Egilsstöðum um langt áraskeið þar til synir hans tóku við fyrir nokkrum árum. Síðustu ár æfinnar var Jón nærri blindur og mun sú raun hafa unn- ið sitt til að flýta æfi hans. Sveita- verzlun rak Jón lengi og húsaði staðinn betur en dæmi voru til þá á nokkrum sveitabæ. Orðlögð voru þau Jón og Margrét kona hans fyrir gestrisni, og er þó umferð meiri um Egilsstði en nokkurn 1 annan bæ austan lands. Auk íbúð- arhússins er þar nú komið upp stórt gistihús úr steini. — (“Mbl”). Frá íslandi. 40 ár héraöslæknir. 1 dag þ. 11. júní hefir Þorgrímur Þórðarson, héraðslæknir í Keflavík gegnt læknisstörfum í 40 ár, og er þó svo ern og unglegur, að ætla mætti að hann væri um fertugt. Þó hefir hann ekki farið varhluta af ferðalögum, því Hornafjarðarhérað- ið var f hans tíð fjórar dagleiðir á lengd, og gegndi hann því í 19 ár. iMargt er einkennilegt um Þor- grím, en eitt mun þó fátíðast: að hann hefir verið sá ódæma reglu- maður alla tfð og bindindisfröm- uður, að hann hefir aldrei oi’ðið kendur, veit ekki hvað það er! Geri þeir betur sjáifir sem lasta lækna fyrir drykkjuskaap. En það sér ekki á Þorgrími, þó ekki hafi hann notað vínið, “til að hressa huga sinn”, því hann er fjörmaður með afbrigðumog einn af þessum mönnum er sýnast ætíð leika á als oddi. Ef til vill er það þó eftir- tektarverðast f fari Þorgríms lækn- is, að hann hefir hvarvetna verið mesti framfaraforkólfur og héraðs- búum sínum til hinnar mestu bú- bótar. Hann kom á fastri barna- kensiu í Homafirði 1886, kom á reglubundnum læknisferðum til öræfinga, sem bjuggu fyrir utan landslög og rétt, gekk á undan öðrum með bólusetningu á sauðfé gegn bráðafári og útrýmdi því að mestu úr héraðinu, fann ráð við skitupest á fé og ormaveiki (að láta hitna að mun í heyinu), sem gerði mikið tjón, vann að því að flytja kauptúnið til Hafnar í Horna- firði og að síðan yrði lagður góð- ur vegur þangað. 1 Keflavík hef- ir hann og starfað margt. Hann var frumkvöðull að því, að fyrsti mótorbáturinn var keyptur, en nxi eru 13 mótorbátar í hreppnum. Í907 stofnuðu menn sparisjóð í Keflavík og hefir Þorgrímur verið gjaldkeri hans alia tíð og helzti forráðamað- ur. Segja það allir, að hann líti dyggilega eftir skildingunum, enda hefir enginn eyrir tapast, og vara- sjóður er nú 32 •þxis. kr. Er þetta vel gert á þessari svika- og ótrygða öld sem nú er komin. Sparisjóð- inn notaði hann aftur til þess, að koma upp íshúsi f Keflavík, sem varð allri úcgerðinni til ómetanlegs gagns, en mótorbátafélagið kom aftur á fót gufubræðslu á Jýsi og seidi það síðast fyrir ca. 90 þús. kr. Þá var það og fyrir tilstilli Þor- gríms að sjóður var stofnaður fyrir ekkjur og börn sjómanna í Gerða- og Kefiavíkurhreppi. Sá sjóður á nú 8000 kr. Hann mun og hafa átt góðan þátt í því, að nokkuð varð xir vegarlagningu miiii Hafnar- fjarðar og Keflavíkur, og reið það baggamuninn, að héraðsbúar buðu að leggja fram helming kostnaðar: Þetta hefir nú Þorgrfmur læknir dundað við í frístundum sínum. Bjóða aðrir betur? 1 búskap ölium og hagsýni stend- ur enginn Þorgrfmi iækni á sporði. Honum verður alt að fé, og ekki eingöngu efnast hann sjálfur, held- ur allir, sem nálægt honum búa. Ef þorgrímur væri settur í stjórnarráðið, og réði þar einn öilu, væru allar skuldirnar borg- aðar á nokkvum árum, krónan okk- ar yrði hálfu dýrari en danska krónan, og úr því færi Þorgrímur að strika út hvern skattinn á fæt- ur öðrum, til þess að landssjóður- inn rifnaði ekki. Þá þyrftu ekki embættismennirnir að ganga 3 ár í sömu görmunum, eins og nú gengur, og fátæklingarnir sæu'eitt- hvað feitt á sfnum diski, að minsta kosti við og við. En það er ekki hætta á þvf, að þeir 42 setji Þorgrím við stýrið. Þeir vilja sjálfir ráða, þó landið færi á haxisinn. (Morgunbl.). Markús Kristjánsson, pfanóleik- ari, hefir nýskeð tekið stxxdents- próf f Kaupmannahöfn með ágæt- iseinkíunn í latínu, þýzku, og frönsku og yfirleitt hárri eink- un. Þetta er merkilegt fyrir þá sök, að Markús sigldi í fyrrahaust til píanónáms í Khöfn og hefir kenn- ari hans, HaraJdur Sigurðsson lof- að hæfileika hans og ástundun við námið. Kemur það sennilega fiatt upp á Hiarajld, sean kunningja Markúsar hér, sem vissu að Mark- ús hefir enga kenslu hlotið til stú- dentsprófs hér heima aðra en neðstu bekki mentaskólans, þar sem liann veiktist og heitist úr lostinni. í vetur gekk hann á kvöldskóla í frístundum sfnum, en heimia las thann eitthvað öll ár- in kennaralaust. — Markús er 21 árs og mesti efnismaður, sem vert væri að styrkja til frekara náms, eins og hann hefir þegar sýnt með því að taka svona glæsilegt stú-1 dentspróf í bjáverkum. Mun hann nx'i verða að hverfa heim við svo búið vegna fjárskorts, og hafa bæ.j- arbúar styrkt margan á listabraut- inni, er að upplagi, hæfileikum, listnæmi reglusemi og dugnaði hef ir staðið Markúsi langt að baki. fSamgöngubann. — Skagfirðingar biðja þess getið, að öllum utanhér- aðsmönnum, sem á ferðalögum leggja leið sína um Skagafjörð, sé fyrst um sinn toannað að koma heim á nokkurn bæ, eða hafa nokkurt samneyti við fólk í Skagafirði. Jafn- framt banna þeir allar samgöngur við héraðið á sjó. Einar Jónsson, listamaður, og frx'i hans, komu hingað í gær frá Dan- mörku. Þau höfðu ætlað að koma nokkuru fyrr, en Einar varð snögg- lega veikur í fyrra mánuði, og varð að fresta förinni, en er heilbrigður orðinn og kemur nú “sterkur og frjáls og fríður enn að öllu”, eins og skáldið kvað. Siglufirði, 7. jxxií,—Fyrsta snurpi- nótasfldin kom í nótt, nálægt 140 tunnur, er öfluðust um 10 kvartmíl- ur út af Skaga. Sfldin er í litlum torfum. Mótorbátaafli er að glæð- ast. Þórarinn B. Þorláksson listmál- ari andaðist í gærmorgun í sumar- bústað sínum austur í LaugardaJ. Banamein hans var hjartabilun. Hjúskapur 24. þ. m voru gefin saman í hjónaband af prófessor Haraldi Nfelssyni, ungfrú Gunnfrfð- ur Jónsdóttir frá Kirkjubæ í Húna. vatnssýslu og Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari frá Kolsstöðum í Daiasýslu. Köester heitir Þjóðverji nokkur, se,m Ásg. Pétursson útgerðarmað- ur hefir fengið hingað til landsins. Hefir maður þessi lagt stund á nið. ursuðu og ýmiskonar tilreiðslu fiskjar, síldar og kets. Ætlar Ás- geir að gera tilraun f þessar áttir og verður væntanlega einkum lögð stund á að leggja niður í dósir ým- islega verkaða síld, bæði reykta, steikta og niðursoðna. Verður þess. um tiiraunum Ásgeirs fylgt með at. hygli og skýrt frá þeim síðar. Mænusóttin eða lömunanæikin heidur áfram að gera vart við sig Hefir hún gengið hér á Akureyri og víðar eins og farsótt. Fjöldi toai'na virðist fá snert af xæikinni Gunnar Viðar hefir lokið embætt- isprófi í hagfræði og stjórnfræði við Kaupmannahafnarháskóla með hárri fyrstu einkunn Uaud í öll- um prófgreinum). klenzkur upplestrar- snillingur. Jóhann Jónsson heitir maður. Hann er stúdent héðan frá Menta- skólanum: Hann hefir dvalið í skólanum, en ættaður vestan af Snæfeilsnesi. Hann hefir dvalið f nokkur ár á Þýzkalandi við nám og er þar enn. Og þar hefir hann getið sér hinn bezta orðstír. Jóhann er skáld. Það vissu nokkrir m'enn hér lieima, áður en hann fór utan. Hefi eg sjaldan hitt mann, sem fremur væri skáld að eðlisfari og upplagi, en hann. En Jóhann er einkennilegur og fer sjáifs sín götu en ekki annara. iNokkrum sinnum lét Jóhann heyra til sín upplestur eða fram- sögn á kvæðum í félögum og á- samkvæmum hér. Þóttust ýmsir kenna þar efni í upplestrarsnilling, ef hann fengi æft sig og iðkað list- ina. Og nxi er svo komið, að hon- um er á Þýzkalandi jafnað við mestu snillinga í þeirri grein. Eg hefi séð nokkur þýzk blöð, þar sem skýrt er frá upplestrarkvöid- um, þar sem þeir iásu upp bundið mái og óbundið, á íslenzku og þýzku, Jóhann og vinur hans, þýzkur, skáld er Gustav Wolf-Weifa heitir. Hér fara á eftir glefsur úr umsögnum blaðanna um framsögn Jóhanns: “Og nú Jóhann Jónsson. Is- lensk kvæði! Enginn maður mun skilja þau var sagt áður, og nú get- um vér sagt, að sérhver áheyrandi hafi fundið til þeirra og skilið þau. Gnægð blæbrigðanna í munni slíks sannarlega ótvíræðs framsagnar- snillings (meistersprechers), sem Jóhann er, framsagnarform hans, og ekki sízt persóna hans, ómur radd- ar hans, — þetta er alt eins og skapað til þess að segja fram kveð- skap eins og Eddu eða Grettisljóð, sem Wolf hefir veitt oss góðar þýð- ingar x'xr. Svo er og um “Deliri-; um bibendi” eftir Jóhann Jónsson, sem þeir báðir sögðu mjög á- hrifamikið fram .. .. .. .... Jónsson er framsegjari, sem sjaldan mundi finnast slíkur, og hann gerði vini sfnum Wolf sannar- lega ekki létt fyrir í gær en báðum en tiltölulega fá veikjast alvarlega . . . . . , þessum söngvurum germanskrar Á Akureyri og nagrenni hennar | * .. ___________ _________ hafa komið fyrir um 22 alvarleg tilfelli, og um 10 dáið, þar af 4 í Svarfaðardal og 1 Höfðahverfi. í Þingeyjarsýslu hafa dáið 2 ungir menn auk Þurfðar á Hólum, sem áður var talin, þeir Helgi Tryggva- son á Arndísarstöðum og Hall- grímur Jónsson Friðbjamarsonar á Húsavík. Læknar hér nyrðra eru famir að j hreysti og karlmensku getum vér óskað til hamingju, með svo óvana lega skemtilegt kvöid.....Þessi orð eiga ekki að vera nein lofdýrð heldur aðeins framsetning á stað- reyndum”. Annað blað segir svo: “Þetta var merkilegt ikvöld og kom manni á óvart Jóhann Jóns- son! HVar ætli þvílíkur framsegj nota meðal, sem þykir gefast mjög ar* komið fram á seinustu ár- um? Maður verður jafnvel að minna á Waldemar Stegemann og vel, ef læknis er vitjað í tfma. Dánarfregn. — Nýlátinn er í Eyj- ■arkoti í Húnavatnssýslu Páll bóndi Theodor Biecker til þess að fá eitt- hvað í áttina til samanburðar. Þvf Finnsson, aldraður maður, bróðir a® í*®851* Jóhann Jónsson er af nátt- Finns Finnssonar, skipstjóra hér í miklum gáfum gæddur til bænum. Mannalát. Jónas bóndi Ingvars- son á Helluvaði á Rangárvöllum, Ófeigur bóndi Ofeigsson í Næfur- holti, faðir hans Ofeigur Jónsson fyrrum bóndi f Næfurholti og Guð- ný Jónsdóttir Koti, merk kona ! á nýræðisaldri, eru nýlega látin. Bjarni Benediktsson kaupmaður á Húsavík kom hingað á vélskipi sínu og þeirra félaga, “Mldlothian” Lætur hann halda skipinu út héð- an í sumar til sfldveiða. Hann bið- ur þess getið að hann hafi breytt nafni skipsins og skuli það hér eft- !r heita “Þingey”. upplestrar og myndi Ifka eiga sér mikia framtíð sem lelkari. Undur- samleg rödd með dimmleitum blæ, blæbrigðul. beygjanleg og sveigjan •leg, — þar að auki óvenjulega næm tilfinning fyrir söng og fall- anda máisins Þannig verður þessi upplestur að þjótandi ómlist, sem lætur hið útlenda — Delirium bibendi og brotin ilr Grettisljóðum, sem Gustav Wolf hefir þýtt með aðdáanlegri leikni — verða eins lifandi og þýðingarnar á þýzkum kvæðum, eftir Heine, Uhland og Gothe, á fslenzku. Merkilegt kvöld. Kuldanum í byrjuninni var blásið í burtu af heitum hjartanleik og einlægri að- dáun að báðum, skáldinu og fram- segjaranum. Fyrir áhugamenn um bókmentir var það líka merkilegt sem hvöt til að láta þekkingu sína á Norðurlöndum nú út yfir Ibsen Björnson, IStrindberg, Gjellerup Jacobsen, Hamsun og Gejerstam — láta hana ná til Rasmussens, sem safnar grænlenskum þjóðsög- um, og til fslendinganna Bjama Jónssonar frá Vogi og Gunnars Gunnarssonar.......Hér voru tveir vinir saman, af ólíkum þjóðum en sama kynþætti, að slfkri leit að guði, hreinleik, fegurð og góðleik og miðluðu öðrxim af .. .. ” Gustaf Wolf hefir og ritað góða grein um ísland í þýzkt blað, sjálf- sagt eftir upplýsingum frá Jóhanni vini sínum. — Ennfremur hefir hann ritað grein um Jóhann Jónsson og lýkur þar miklu lofsorði á hann sem skáld. Minnist hann þar og nokkurra annara íslendinga, sem í Leipzig hafa dvalist. Það or gleðilegt, þegar íslend- ingar gera landi sínu sóma mieð öðrum þjóðum en til þess er Jóh- ann manna líklegastur. Og ættum vér að taka slíkum mönnum vel, er þeir leita hingað heim Veit eg að vísu ekki hvort Jóhar*n hyggur til þess að svo stöddu. Jakob Jóh. Smári,—“Vísir” Frá Danmörku. 11. júlf. — Leiðangur sá, sem stofn_ að er til af einstaklinga hálfu, fyrir tilstilli “Nationaltidende” f Kaup- mannahöfn, hélt af stað í dag á- leiðis til Grænlands á skipinu “Gröndal”, og var innanborðs nefnd sú, sem frumkvæði hafði átt að leiðangrinum. Skipstjóri er Einar Mikkelsen sem frægur er orðinn fyr- ir leiðangur þann, er gei-ður var út til þess að leita að menjum eftir Mylius Erichsen. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að hafa með höndum almenna brautryðjendn starfsemi og landnám á Grænlandi, f þeim tilgangi að stofna þar ný- lendu síðarmeir. Ymsir ungir, danskir vísindamenn verða með f ferðinni til rannsóknar og jafnframt til þess að taka þátt í verki því, sem fyrir leiðangrinum liggur. Stefán Sölvason Teacher of Piano Ste. 17 Emily Apts. Emily St. Winnipeg MANITOBA HOTEL Main Street. HOTEL, sem gefur þér alt, sem þig vantar. íslenzka töluð hér. P. J. McDEVITT, ráðsmaður. KENNARA VANTAR. Kennara vantar fyrir Vídir-skóla, No. 1460, frá 1. september til 23. desemtoer, 1924, og lengur ef um semur. Verður að hafa minstakosti “3rd class professional” mentastig. Umsækjendur tiltaki kaup og æf- ingu og sendi tilboð til undirritaða fyrir 19. ágúst, 1924. Jón Sigurðsson Sec.-Treas. 45—56 Víðir, P. O., Man. KENNARA vantar fyrir Kjam S. D. No. 647, frá 15. sept, 1924 til 15. júnf, 1925 (9 mán- uði).—Umsækjendur verða að hafa second eða third class, professional skírteini. — Tilboð sendist til und- irritaðs fyrir 15. august 1924. C. P. Albertson, Sec.-Treas. Húsavík, Man. T I L S Ö L TT 40 ekrur af ágætu Iandi. Með byggingum, 10 ekrum, hreinsað- ar og girtar, sein gefa af sér 20 tfl 30 ton af heyi í meðal ári; fæst keypt með góðum skilmáium og lítilli niðurborgun. Landið er í mílu fjarlægð frá skóla, og er mitt f íslenzku bygðinni á Point Ro- berts, Wash. — Upplýsingar gefur: J. J. MIDDAL, 6723—21 ave., N. W., Seattle Wash.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.