Heimskringla - 31.12.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.12.1924, Blaðsíða 4
12. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. DES. 1924. H^ímsknit^la (StofnnV 1886) Kemur öt A hverjam mltlvlkadecL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, Tahtlmi: N-0537 VertJ blat5sins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PRESS LTD. SIGPÚS HALLD6RS írá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanftNkrlft tll blabMlnm: THE VIKING PRESS, I.td., Rox 3105 UtnníÍMkrfft tll rltHtjöranM: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla ls publlshed by The ViklnK Prean Ltd. and printed by CITY PRINTING dk PIJRI.I.SHING CO. 853-S55 Snrxent Ave., Wlnnfpeff, Man. Telephnne: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 31. DES., 1924. Til ritstjóra Lögbergs. Herra ritstjóri! Þér hafið reynt að “kvitta” fyrir þá áu sökun mína á hendur yður, að þér væruð ómentaður og þess vegna ekki hæfur til ritstjórnar. Með þessari kvittun yðar gef- ið þér mér tækifæri til þess að rökstyðja þá staðhæfingu mína, svo eg þurfi ekki að hætta við hálfunnið verk frammi fyrir lesendum okkar. Eg þakka yður kærlega fyrir. Eg skal þá ganga á kvittanaröðina. Þér teljið vafalaust, að eg muni hafa skrifað greinina sjálfur, Þér eigið ná- kvæmlega kollgátuna. Eg hefi til þessa dags skrifað sjálfur — og hjádparlaust — það sem prentað er í ritstjórnardálkum Heimskringlu, utan í því eina blaði, er kom út í veikindum mínum um daginn, og mun gera það framvegis, meðan eg fylgi fötum. Eg hefi engan mér til hjálp- ar að raða fyrir mig greinarmerkjum, leiðrétta stafvillur, málleysur né hugs- anavillur. Eg hefi engan til þess að skjóta skuldinni á, en má sjálfum mér aðeins um kenna, ef slíkt kémur fyrir. Þá segið þér að grein mín sé ekki ann- að en “framhald af þeim látlausa róg- burði”, sem Heimskringla lengi hafi ver- ið að flytja lesendum sínum um yður, og að Heimskringla hafi “sett sér það, að rægja ritstjóra Lögbergs við íslenzkan al- menning hér vestra”. Það er hvorttveggja, að mér finst að það muni vera alveg dæmalaust rúmgott í höfðinu á yður, enda hefir alt þetta snú- ist þar undursamlega við, ef þér eruð ekki vísvitandi að bera ósannindi á borð fyrir lesendur yðar. Eg ætla að rekja að- dragandann fyrir yður. Rétt um það leyti sem eg var að taka við ritstjórn Heimskringlu, áttum við stutt tal saman, tvisvar heldur en einu sinni. í bæði skiftin mintist eg á það, að það mundi vera vandalaust og æskilegt, vegna lesenda blaðanna, að við stæðurn ekki í persónulegum illdeilum, þó skoðan- ir væru skiftar; og ynnum í sameiningu að því, að efla samúð meðal Vestur-ís- lendinga, og eyða flokkadrætti, sem hægt væri. Við töluðum ekki mikið um þetta, en það lítið þér sögðuð, voruð þér mér sammála, og í bæði skiftin skildum við svo, að mér fanst harla ólíklegt, að við færum að ýfast persónulega, eða gera hvorn annan tortryggilegan í augum les- enda. Fá-um dögum síðar tek eg við ritstjórn, og um leið kemur frá yður grein í Lög- bergi, sem mig stórfurðaði á eftir samtal okkar; áður en þér voruð nokkurn staf búnir að sjá frá mér. — Á yfirborðinu voruð þér að bjóða mig velkominn, sem embættisbróður yðar, en í raun og veru voruð þér að gera mig tortryggilegan, og ritstjórn mína, í augum lesenda. Þér seilist 30 ár aftur í tímann, eftir ummæl- um Einars H. Kvaran, um Gest Pálsson, óskandi að eg láti ekki nota mig til þess að skamma Lögberg, svívirða Kirkjufé- lagið o. s. frv. Prúðmenni í hugsunar- hætti hefði annaðhvort ekki boðið mig velkominn, eða þá engri klausu hnýtt þar aftan við. Mjög vel mentaðmr og greind- ur maður, sem tilheyrir sama félagsskap og þér, komst harðlega að orði við mig, um þessa framkomu yðar. Hann mælti á ensku og sagði að sú kveðja væri “a dirty thing”. Eg get nefnt manninn fyrir yður, ef þér viljið. Eg svaraði þessu litlu; sló því upp í meinlaust spaug; en eg hugsaði mér, að eg skyldi reyna að láta spaugið bíta bet- ur, ef þér í annað sinn yrðuð jafnpersónu- legur. Þess var ekki langt að bíða. Nokkru seinna skrifaði eg smágrein um fjárhags- ástandiö hér, sem mér þótti ískyggilegt, og lagði til grundvallar talnaskýrslur, teknar úr einhverju merkasta tímariti Canada, MacLean’s Magazine. Mér varð það á að telja það víst, að þetta merkisrit færði lesendum sínum ábyggilegar skýrsl- ur um jafnalvarlegt málefni. Svo reynd- ist ekki, og það var vitanlega ekki nema rétt af yður, að benda á það, málefnisins vegna. En þér létuð yður það ekki nægja, heldur gripuð tæikifærið til þess að reyna að fara hæðilegum orðum um mig per- sónulega, um það “ljós, sem Manitoba- búum hefði runnið upp” við komu mína, og enduðuð grein yðar á> þeirri staðleysu, að eg væri að ‘sverta’ Canada. Eg er enn- þá ekki viss um, hvort það var af skiln- ingsleysi, eða illgirni, að þér hnýttuð þeirri klausu aftan við. Því það er ann- að, að lasta land, eða landskosti, og að finnast ástándið í landinu ískyggilegt. Og ef það, að finna að ástandinu á ýmsan hátt, er það sama og að sverta landið, þá eru allir menn, á öllum tímum, að ‘sverta’ sitt föður- eða fósturland; — þér alveg eins aðrir. Ef þér ekki skilduð þetta, þá eruð þér satt að segja, frámunalega lítið skynugur . Ef þér skilduð það, og samt gerðuð mér það upp tafarlaust, að eg væri að sverta landið, þá stafaði það af þarflausri illgirni, sem eg áreiðanlega átti ekki skilið. Eg hafði alls ekkert á hluta yðar gert. Þó var eg búinn að sjá svo mikið eftir yður, að eg var orðinn sæmilega fullviss um það, að þér væruð lítt fær til rit- • stjórnar, sökum mentunarskorts, og kæruleysis fyrir því, hvaða málefni þér — með slíkri mentunarfátækt — reynduð að bera á borð fyrir lesendur yðar, eins og þér í raun og veru bæruð eitthvert skynbragð á þau. Eg dró nú nokkuð dár að, og sýndi fram á kæruleysi yðar, mentunarleysi og ástríðu til þess að sýn- ast, og nefndi sem dæmi vitleysur þær, sem þér höfðuð látið frá yður fara í “Sa- hara”-greininni og “Loftagna”-greininni, sem mest var hlegið að, ásamt misskiln- ingi yðar á “Sálarrannsóknarstofnuninni Sorbonne”, sem stafaði af vanþekkingu yðar á háskólafyrirkomulaginu í París, og auðsjáanlega af því að þér hafið þá a. m. k., ekki verið sterkari í enskri tungu en svo, að þér viltust á orðunum “physio- logy” (lífeðlisfræði) og “psychology” (sálarfræði). Svo hættum við að deila um stund, þar til um daginn, að þér rjúkið í mig per- sónulega í þriðja sinn. Það var ekki nóg að vera mér ósammála um nýlendunám Breta, heldur mátti ekki minna en reyna að koma því inn hjá lesendum, að eg væri þjóðníðingur hér í Canada. — En þér haldið áfram að skrifa hverja rit- stjórnargreinina annari ógáfulegri, um efni, sem þér hafið ekkert vald eða vit á; á máli, sem þér heldur ekkert vald eða vit hafið éf, til þess, sem þér viljið nota það, þó það að vísu sé yðar móðurmál. Og eg held áfram að þegja um þetta. Eg mint- ist aðeins einu sinni á, að eg teldi ótil- hlýðilegt af ritstjóra, að bera á borð fyrir íslendinga ummæli dr. Gohdes um breyti- þróunarkenninguna og ljúka lofsorði á þá ræðu. En engin persónuleg árás fólst í því . Ekki heldur gerði eg neinar at- hugasemdir, þegar “Sameiningin”, mán- aðarrit Ev. lút. kirkjufél. ísl. hér, gat þess, þvert ofan í ummæli yðar, að dr. Gohdes hefði aldrei haldið þann fyrirlest- ur, er Lögberg birti og lofaði’ í kirkju Fyrsta lút. safnaðar hér, “enda hefði naumast orðalaust gengið”, bætir tíma- ritið við; og liggur nærri að segja, að auð- vitað væri að jafn vel mentaður maður og ritstjóri “Sameiningarinnar”, gæti ekki annað um þann hlut sagt. Til þess að færa stað þeim ummælum, sem eg viðhafði um ritstjórnarverk yðar, skal eg leyfa mér að benda á það ófyrir- gefanlega skilningsleysi á enskri tungu og réttri hugsun, þegar þér ávítuðuð séra Eyjólf Melan fyrir að hafa þýtt vitlaust eina vísu úr “Elegy” Gray’s. Þessar ávít- ur komu af því, að þér sjálfur, ritdómar- j inn, sem þykist og viljið vera, misskiljið algerlega vísu, sem eg tel líklegt, að flest börn á* fermingaraldri hér í Canada þekki og skilji rétt. Eða þá tilraunina afskaplegu, sem þér gerðuð til þess að ritdæma sögu Boga í Bjarnasonar: “Circumstancial Evidence’. Þar rennið þér svo dauðans lítið grun í, i hvað höf. fer, að þér teljið upp þrent, sem yður finst hann aðallega vilja benda á, en ekkert af því er mergurinn málsins. Eða þá “Ryð”-greinina 3. júlí. Hún ólgar svo af vanþekkingu á allra einföld- ustu atriðum nýttúrufræðinnar, að ann- ar mjög vel greindur og mehtaður maður, úr sama kirkjuflokki og þér eruð, þótt- ist ekki geta trúað því, að nokkur mað- ur gæti skrifað þvílíka endileysu, fyr en hann með sínum eigin augum las það, svart á hvítu. Með þeirri grein veittuð þér áliti yðar banahögg, í hans augum, að minsta kosti. Ellegar þá óskapnaðurinn, sem þér kölluðuð “Lögmál lífsins”, í Lögbergi 7. ágúst. Annað eins hugsanamauk minnist eg ekki að hafa séð. Sama sögðu þrír eða fjórir vel mentaðir menn, sem eg sýndi greinina. Mér finst að þér eigið verðlaun skilið, ef þér getið sjálfur al- staðar gert yður grein fyrir, hvað þér meinið þar. Og enn stærri, ef þér gætuð gert nokkrum manni öðrum greiða göt- una til fullkomins skilnings á henni. En ekkert finst mér bera greinilegri vott um þurradramb fáfræði yðar, en sú yfirlýsing, sem mér skilst, að þér gerið í síðasta Lögbergi, um að þér hafið “skilið og skýrt sum kvæði St. G. Stephansson- ar réttilega og maklega”. Þér hafið enga mentun, eða bókmenta- þekkingu til þess að gera kvæðum Steph- ans nokkur skil. Og þér þurfið ekki að blygðast yðar fyrir það. Þar frá ganga menn, sem eru yður langtum gáfaðri, og langtum fróðari. Hinn mikli frakkneski gáfumaður, málsnillingur og bókmenta- fræðingur, André Courmont, ætlaði sér að skrifa doktorsritgerð sína um Stephan G. Hann treystist ekki til þess, að leggja út í það verk, öll þau ár. sem hann var í Reykjavík, vegna þess að honum fanst hann þurfa að undirbú^sig árum saman. Svo djúpvitur skáldsnillingur fanst hon- um Stephan vera. — En yður verður ekki mikið fyrir því að “skilja og skýra kvæði hans réttilega, og maklega”. Það þarf meira en meðalmann, þó hann sé vel mentaður, til þess að skilja og skýra eins stórfengleg og tröllaukin ljóð- skáld og St. G. og Einar Benediktsson, hvað þá heldur mann, jafn bókmentalega grunnhlaðinn og þér eruð. Ef þér trúið því sjálfur, að ég sé að rógbera yður, þá er það af því, að þér skiljið ekki það hugtak. Eg hefi sagt op- inberlega og hreinskilnislega, að þér sé- uð of ómentaður og fáfróður, til þess að skipa ritstjórasess. Eg segi, að lesend- ur geti sannfærst um þetta, með því að lesa það sem eftir yður sjálfan liggur með athygli. — Yðar eigin verk dæma yður til fullnustu, en ekki ég. Fari ég með markleysu eina; sé ég svo einfaldur, að fara algjörlega villur vegar í þessu efni, þá haggast ekki álit yðar. Eg hefi gengið til verks í skíru dagsljósi, og það á ekkert skylt við rógburð. Æra yðar er í engu meidd, af þessum staðhæfingum mínum um rithæfileika yðar. Það er ekk- ert æruleysi, né óheiðarlegt, að hafa ekki getað aflað sér nægilegrar mentunar. Eg tel víst, að þér væruð nýtur borgari í þjóðfélaginu, ef þér fengjust við einhvern þann starfa, sem þér hefðuð sæmilegt vit á. En þér eruð langt frá því að vera nýt- ur maður nú. Þó blað yðar fræði les- endur vitanlega um ýmislegt, þá er svo oft, að greinar yðar eru hreint og beint villandi. Eg á hér ekki við það, að þér megið ekki hafa skoðanafrelsi rétt eins og ég eða aðrir menn. En þér rangherm- ið svo oft sögulegar og vísindalegar stað- reyndir í greinum yðar, að þér hljótið að gera þeim lesendum yðar stórkostlegan grikk, er ekki hafa nóga almenna ment- un til þess, að geta með sjálfum sér leið- rétt ranghermin hjá yður. Svona rang- í hermi eru í nálega öllum þeim greinum yðar sem ég hefi minst á nú, og mörgum fleiri, (t. d. Uitland, nú síðast). Þér ættuð ekki að reiðast af því, að ég hefi heldur viljað trúa því, að þau stöfuðu af ment- unarskorti, en af ósanngirni, eða illgirni. Því stafi þau, og allur yðar misskilning- ur, ekki af mentunarskorti, þá á blaða- menska yðar miklu harðari dóm skilið. Hvort sem er, þá* er óheppilegt, að láta yður hafa penna í höndum og blað til þess að pára á. Það er líkt og fá óvita skurð- arhníf til þess að leika sér að. En óhæfi- legt verður það, þegar þér hvað eftir ann- að sökum ónógs andlegs þroska, ráðist persónulega á menn, sem eru á annari skoðun en þér, þó þeir hafi ekkert á hluta yðar gert. Því eru þessar greinar skrifaðar, að það var orðið óumflýjanlegt að svifta hafur- stökunni, sem þér hélduð að væri skjól- góð sauðargæra, og sýna nekt yðar. — Þetta hefði átt að vera búið að segja fyrir löngu, sem ég hefi hér sagt, um rit- stjórn yðar. Og þó ég að vissu leyti sé yður feginn, sem mótstöðumanni, þá er mér — og vafalaust fleirum — ráðgáta, hversvegna þér haldið þessari stöðu. Því þó ekki væri leitað út fyrir landsteinana, þá er hér töluvert af mönnum, sem eru hæfari til hennar en þér. Eg hefi t. d. kynst þó nokkrum flokksbræðr- um yðar, sem langt mundu bera af yður í þessu efni, og er eg þó ekki mörgum hér kunnugur. Og svo margir flokksbræður yðar eru mentaðir menn, að þeir hljóta að sjá þetta eins vel og eg — ef þeir lesa það sem þér skrifið. En þetta er dálítill útúrdúr, sem eg vona að þér virðið mér á betri veg. En eg endurtek það, að þér skiljið ekki hugtak- ið rógburður, ef þér kallið þess- ar ásakanir mínar, sem hver sæmilega greindur og mentað- ur maður getur sjálfur lagt dóm á, rógburð. Hér eru engar dylgjur á ferðinni. En ég skal segja yður, hvað fer sæmilega nærri rógburði. Þér segið að þannig sé ástatt fyrir mér, að ég ætti að geta notið sömu blessunar og týndi sonurinn, er eftir að hann var búinn að heimta fjárhlut sinn af föður sínum, fór í fjarlæg lönd, lifði í kvennasukki, og lenti loks eftir alt ferðalagið í svína- stíunni, hjá svínunum. (Ein- staklega eruð þér annars mein- legur við Winnipeg og Vestur- íslendinga.) Þér eruð þama að gefa lesendum yðar í skyn, að svo hafi æfiferill minn ver- ið. En nú sé tækifærið fyrir mig að betrast. — Líklega fyrir yðar návist? Að vonum er yður ókunnugt um æfiferil minn. Og áreiðan- lega vitið þér ekkert það um mig, sem getur verið átylla fyrir því, að þér hefðuð þetta áflit á mér. Ekki fremur en að mér er vitanlega ekkert kunnugt sem gæti gefið mér ástæðu til þess að halda, að þér væruð skjalafalsari eða meinsærismað ur. — Samt setjið þér þetta fyr- ir lesendur yðar. Eg veit, að ef þér hafið ekki því rýrari sóma- tilfinningu, þá skammist þér yðar nú þessa dagana fyrir að hafa sett fram svo óverðskuld- aðar og viðbjóðslegar dylgjur, — skammist yðar einlæglega — þó þér séuð orðinn gráhærður. Um lærdóm minn, og saman- burð hans við yðar, er það sama að segja, og margt annað, að þér vitið eðlilega ekkert um hann. f fyrsta lagi hafið þér engin skilyrði til þess að meta réttilega hversu mikinn og fjöl- breyttan fróðleik þarf til stú- dentsprófs við hinn almenna mentaskóla í Reykjavík. En ég get sagt yður það, að þó ég haldi að yður gáfnatregari mað- ur geti náð þar stúdentsprófi, þá kemst þó enginn þar í gegn, svo að hann hafi ekki mikiö meira af nauðsynlegum al- mennum fróðleik, en auðséð er af skrifum yðar, að þér hafið. Og það er í sjálfu sér engin hneisa fyrir yður. í öðru lagi vitið þér auðsjáanlega ekkert um þau tvö próf, er ég hefi síð- ar tekið, hvað þá heldur að þér gætuð nokkuð um þau dæmt, þó ég sýndi yður þau skírteini. En þó annað þeirra sé lítils- virði, þá fer þó enginn heimsk- ari, eða ómentaðri frá borðinu þaðan. í þriðja lagi hafið þér eðlilega enga hugmynd um hvað ég hefi hejzt kynt mér þess utan. — f fjórða lagi hefi ég aldrei álitið mig “lærðan”, ekkert annað en sæmilega vel alment mentaðan mann. — Eg hefi nú engu við að bæta framanskráð álit á ritmensku yðar. Og ég ætla að reyna að komast hjá því framvegis sem ég get að standa í persónulegri orðahríð við yður . Bæði er að mér þykir ekkert varið í að lemja á lítilmagnanum — (okk- ur finst sjálfsagt báðum, að hinn sé miklu aumari!) — en þó hitt miklu fremur, að lesend- um okkar finst máske, og ekki með óréttu, að annað lægi okk- ur nær. Eg mun enn, sem fyrri, halda þeirri stefnu, er þessari deilu lýkur, að ráðast ekki að yður persónulega að fyrrabragði. Þér megið enn, sem fyrri, sjálfum yður um kenna, ef til þess kem- ur. Þó mikið aðskilji skoðanir okkar, þá mun eg enn, sem DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. fyrri, stilla til hófs orðum mín- um til yðar persónulega, meðart þér gerið hið sama, og getið að því leyti á yður setið. Og ég endurtek það, sem ég sagði í vor, að þér þurfið engan kvíðboga að bera fyrir því, aö ég “láti hafa mig” til þess aö skamma kirkjufél., eða annað, sem yður þá var annast um. Heldur ekki Lögberg. Eg á ekk- ert ilt við það blað útistandandi. Og vil því ekki að neinu leyti ilt, sem sjá má bezt á því, að eg tel blaðið eiga miklu betra skilið, en að hafa yður að ritstjóra. Það hefir enginn reynt að hafa áhrif á mig í þær áttir, og þaö er heldur ekki hægt. Svo þér getið sofið rólegur þess vegna. En ef yður finst gaman að því, að verða til athlægis: við og við, þá ættuð þér nú að hafa komist að niðurstöðu um það hvernig þér getið öruggast náð þeim tilgangi yðar. Eg bind nú enda á þenna pist- il, sem yður finst líklega nokk- uð ítarlegur orðinn, að vanda. Yðar einlægur og hreinskilinn, S. Halldórs frá Höfnum. ----------x------------ Slitur. Flutt á “Fjallkonu”-fundi, 6. des. ’24. 'Alt frá væröardúrum vög-g-unnar leiftra um hugi (Vora 'fkyníjamyndilr draumalífsins. Um þaö ' l>er víst flestum saman', að svefninn opni þeim útsýni yfir furöulegan heim, ólíkau þeim, er vér skynjum í vöku, og aS- oft skiftist undarléga um hag vorni og hátterni í þeim heimi. — Kkki neitt sérlega gáfulegir hafa sumir draumar mínir veriö, hygg ég- þá samt enga undantekning frá draumum fjöldans. En “Oft þó svo er, aö draumur ber sannleik i sér”, og verður ekki á móti mælt, aö uppi hafa verið á ýmsurn tímum menn, er draumspakir máttu kallast, er dreymdu sVo ljósa og reglubundna drauma, að svo virtist sem eftir gengi í vöku. Líklegt þykir mér, aö draurn ar hafi stundum — þrátt fyrir alt rugliö — valdið ykkur ama og kvíöa, og þá aörir vakið gagnstæðar til- finningar. En sé þaö rétt ályktan, viröist auösætt, aö ekki er öldungis einskisvert hvernig okkur dreymir. — En, það er önnur tegund drauma^ er ég ætla aö gera að stuttu unu talsefni, þá tegund köilum viö vöku- drauma — hugsjónir. Eflaust kannist þið við erindi eft- ir Einar H. Kvaran, er hljóöar svo: “Og annan dreymdi þar afarhá fjöll og útsýn af gnæfandi tindum. En hinn dreymdi skógbelti og skín- andi völf og skjól fyrir öllum vindum.” Erindiö lýsir draumum tveggja manna, er skáldið lætur tákna iífs. stefnur. Þeir gátu ekki oröið sam. ferða, draumar þeirra voru svo ólíkir. Annan dreymdi um hátinda útsýn, hugsjónir hans voru brattgengar um andans lönd, þar sem ráðist er að snarbergi öröugleikanna meö fuillu þori og viljafestu, vitandi, aö erfiöió eitt er einstigi og auönuleiö upp úr logndölum meðalmenskunnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.