Heimskringla - 21.01.1925, Síða 1

Heimskringla - 21.01.1925, Síða 1
VERÐLATJN GEflN FYKiK OOUFONS OO UMBUÐIR '♦ SendlV eftlr verfSlista tll Royal Crowa Soap r>td., 654 Main St. Winnipeg. 4 ■--'------~~----------------- ———— — VERÐLAUN GEVIN FTRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAU, CROWN SendiS eftlr veríllsta til Royal Crowa Soap l.td-, 654 Main St. | Wlnnipeg. XXXIX. ÁRGANGUR. WINNIPBG, MANITOBA, MH)VI KUDAGINN 21. JANCAR, 1925. NÚMiER 17. GANADA Fyilkisþinjg Man'itoba kom saman s. I. fimtudag. Fór þingsetningin fram meS mikilli viöhöfn, eins og vanalegt er og fjöldi fólks var við- statt. Áheyrendasætin voru öll tek- ín og um 200 manns var komið fyr. ír niöri í þingsalnum fyrir aftan sæti þingmanna. Er þaö ávalt aö koma betur og greinilegar í ljós, hve á- heyrendarúmiö er takmarkað í þessu nýja þitlighúsi. Fylkigstjó;ri ÍSir James Aikins las hásætisræöuna eins ©g lög gera ráð fyrir. Er meðal ann. ars minst á i hanni, að styrkja eftir föngum þær iönaðar.tilraunir er vniða að notkun náttúruauðæfa fylk- ísrns og með því afla mönnum at- vinnu. Einnig er þar minst á hag fylkisins, og að tekjur og útgjöld standist á svo skuldin hafi ekki auk. íst Ennfremur er minst á að gera þá breytinu á starfsárinu, að það byrji 1. maí í stað 1. sept. Að öðru leyti er óþarft að fara lengra út i efni hástætisræðunnar, þvi um það verður kapprætt á þinginu og verður þess þá væntanlega getið. Til starfa tók þingið ekki fyr en s. 1. mánu- dagskveld, ert fréttir af því eru ó- komnar þegar þetta er skrifað. Blöð þessa bæjar hafa það eftir borgastjóra Webb, er nýkominn er úr ferð sunnan frá Chicago, að vinn- andi vegur muni vera, að fá menn; syðra til að setja hér upp sykurgerð- ar.verksmiðju og hörklæða-verk- stæði. Er einhvern gaum verið að gefa þessu, og væri betur, að af framkvæmdum yrði, því atvinnu mundi það gefa mörgum. Webb borgarstjóri í Winnipeg, sem vakið hefir eftirtekt á sér fyrir til. raunir sínar í þá átt að koma hlut- unum hér á hreyfingu, vinnur nú rösklega að því, að sem fyrst sé byrjað á að leggja breiða götu (mall) milli Broadway og Portage stræta. Eru bæjarráðsmenn að þinga um þetta á hverjum fundi. Hudson’s Bay félagið gerir ráð fyrir að reisa stórkostlegt verzlunarhús við skraut. götu þessa unt leið og hún verður gerð. Stórhýsi það er gert ráð fyr. ir að kosti $5,000,000. Bæjarráðið er þegar farið að finna þá að máli, er íveruhús eiga þar sem götu þessa á að leggja — til að fá vitneskju um verð á eignunum. Ef til frant- kvæmda keniur, gefur þetta fjölda manns atvinnu. Skrautgötur þessari likar, eru viða í stórborgum, og . þykir hin ýnesjta bæjarprýði af þeim. Oft er þak yfir þeim og meðfram þeim eru aldrei nema vegelg og vönduð hús reist. Hvað sem kostnaði verks þessa líð- ur, er það víst, að skrautgatan lyft. ir og hefur borgina í áliti. Úr bænum. Ritstjóri ‘‘Heimskringlu”, Sigfús Halldórss frá Hiöfnum, sem skorinn var upp á Misericordia sjúkrahúsintt 5. þ. m., er nú korninn heirn og heils- ast ágætlega. Hr. Einar Hr Kvaran rithöfundur Rom heim s. 1. þriðjudag úr fyrir. lestraferð sinni um Vatnabygina. Vegna lasleika, sem óblíða veðurs var eflaust orsök að, treysti hr. Kvar. an sér ekki til að iflytja fyrirlestra í Leslie og Churchbridge, eins og á- kveðið var. Á þeim stöðum sem hann hélt fyrirlestra, var honium og erindi lians fagnað mjög. Séra R. E. Kvar- an var með föður sínum í ferðinni. Séra Rögnvaldur Pétursson, kona bans og mágkona, sem til Kandahar fóru, til að vera við útför Mrs. Guð- rúnar Kristjánsson, tengdamóður séra Rögnvaldar, komu aftur til bæj- arins um helgina. Mr. Fred Swanson hlaut ullar. teppið við happadráttinn á spilafund- inum í samkomusal Sambandskirkj- unnar í vikunni sem leið. Hr. Pálmi M. Sigurðsson, sem við smíðar hefir unnið í Chicago undan. farið og til bæjarins kom fyrir rúm- um mánuði, lagði aftur af stað suð- tir í morgunn, og býst við að stunda þar smíðar framvegis. Kvað hann nokkur stórhýsi verða reist í Chicago á komandi sumri. Hr. Júlíus Jónasson og Chris And- erson, til heimilis í þessum bæ, lögðu nýverið af tað suður til Chicago og stunda þar smíðavinnu. Þeir hafa báðir verið þar síðastliðið ár, on komu heim um hátíðirnar; eiga því vinn. una vísa. Annað tölublað “Freys” er ný. komið út. Fyrsta tölublaðið mælti hvarvetna sem það var lesið, með sér sjálft. Þetta tölublað mælir með framtið “Freys”, því eftir að hafa kynst því munu fáir vilja án hans vera. “FR Ö NS”-F UNDUR næsti,’ verður haldinn á tnánudags- kveldið kemur, 26. janúar, í neðri sal G. T. hússins, hinurn ný.fágaða, og byrjar stundvislega kl. 8.30. Skemtiskráin verðttr aðallega uni hið sextuga höfuðskáld Islendinga, Einar Benediktsson. Erindi flutt um hann af síra H. J. Leó, og kvæöi hans lesin. Auk þess verður söngur góður. — Að skemtiskrá lokinni verð- ur nefnd kosin til að sjá um Miðs- vetra.mótið. — Fjölmennið — fyllið húsið- Jóns Sigurðissonar félagið hefir efnt til samkomu í Fyrstu lútersku kirkjunni miðvikud. 28. janúar. Miss Ttna Sutherland les þar upp kafla úr píslarsjónleikjunum frægu, sem sýnd ir eru í Oberammergau á Þýzkalandi tíunda hvert ár, og sýnir hún mytndir til skýringar efninu. Miss Suther- land er hvarvetna annáluð fyrir framsagnat'-list sína og ættu íslend- ingar ekki að neita sér um þá ánægju að hlýða á hana og fræðast um efni upplestursins Látið ekki hjá líða, að fjölmenna á “Fróns”.fund næstkomandi mánu. dagskveld. Fundurinn verður helg- aður sextugsafmæli H\nars skálds Benediktssonar. — FYLLIÐ HÚSIÐ! ----------x------------ Ný Jb6k. Hundrað bestu ljóð á ísl. tungu, heitir bók, sem nýlega er komin út og mönnum mun verða kæfkomin. Jakob J. Smári hefir safnað kvæðun. um. I formálsorðum bókarinnar segir hann svo, meðal annars, um val kvæðanna. — “Ætlun min var sú, að fara einunigis eftir sk;)!dslslnpargildi um val á kvæðunum, en með orðinu. skáldskapargildi á ég við lífs- og listagildi sameinað, — hve vel færð- ar eru í skáldlegan búning, list- rasnt snið, eilífar tilfinningar manns. andans gagnvart tilverunni og fyr. irbærum hennar”. Fyrsta kvæði bókarinnar er úr Völsungakviðu hinni fornu (Sótti Sigrún sikling glaðan o. s. frv.) en síðasta kvæðið er eftir Jórvas heitinn Guðlaugsson (Mig langar—). Nokk. ut' kvæði eru tekin eftir núlifandi höfunda, þó að það muni ekki tíðkast í samskonar bókum erlendum, og seg- ir safnandinn, að sér hefði þótt verða of stórt skarð fyrir skildi, ef þeint væri slept. Skiftar munu skoðanir manna verða um val stöku kvæða, en um all- an þorra kvæðanna er það að segja, að þau eru alveg vafalaust með allra bestu ljóðum, sem til eru á íslenzka tungu, og ekki mimidi auðgert að safna öðrum 100 ljóðum jafngóðum. — Visir. ------0------- Hörmuleg slys. ÁTTA MENN DRUKNA VIÐ LAND f VESMANNAEYJUM. [Reykjavfk 17. «le»ember 1021.] Þann 16. desember s. 1. vildi það hörmulega slys til við Vestmanna- eyjar, að bát hvolfdi þar skamt und- an landi og fórust 8 menn, en einum varð bjargað. Báturinn var að fara út í Gullfoss með héraðslækni Hpll- dór Gunnlaugsson, og fórst hann þar eftir mikla sundraun, ásamt sjö mönn um öðrum, en þeir vortt þessir: Ólafur sonur Gunnars konsúls ÓL afssonar, mesti efnis maður. Bjarni Bjarnason frá Hoffelli, formaður, lætur eftir ig ekkju og þrjú börn. Bræðurnir Snorri og Guðmundttr Þórðarsynir, báðir kvæntir og áttu 3 börn hvor. t Kristján Valdason, ókvæntur. Guðmundur Guðjónsson, ókvæntur. Guðmundur Eyjólfsson, lætur eft- ir sig ekkju og mörg börn. Allir vóru menn þessi hinir mestu dugnaðarmenn og sægarpar. Mikið brim og hvassviðri var í Vestmannaeyjum síðdegis í gær og hafði báturinn lagt frá Eiðinu, en hvolft rétt- fyrir utan lendingu og horfðu margir á það úr landi en fengu enga hjálp veitt. Slysið sást og frá Esju og þaðan var sendur vél- bátur til hjálpar. Tókst honum að bjarga einum manninum Ólafi Vil- hjálmssyni frá Múla. Læknirinn hafði haldið sér upp á sundi, en var meðvitundarlaus er hann náð- ist, og andaðist skömmu siðar. — Fimm lík hafði rekið skörnmu eftir slysið. Hjalldór læknir Gunnlaugsson var 49 ára gamall og lætur eftir sig ekkju og 4 börn. TVO BÁTA VANTAR. Vélbáturinn “Von” fór héðan til fiskjar snemma i gærmorgun og hafði ekki spurst til hans um hádegi í dag. Veður var hvast síðdegis í gær, með dimmviðri, en þó gæti bát- urinn hafa afborið veðrið og borist til hafs. Er nú verið að fá skip til að leita hans. Sex menn munu vera á bátnum, og eru þessir nafngreindir: Markús Jónsson og Jón bróðir hans og Rósenkrans Ivarsson. — Vélbát vantar og úr Vestmannaeyjum. Var hans leitað í gær og dag, en var ó- fundinn, er siðast fréttist. BÁTUR FERST, AF SKAGA- STRÖND. TVEIR MENN DRUKNA. [ Akuroyri 20. deacvnber 1024.] Róðrarbátur frá Skagaströnd hefir farist. Tveir bátsverjar druknuðu, en einum var bjargað. Hinir drukn. uðu hétu Valdimar Benediktsson, kvæntur, og Sigurjón Sigvaldason, ó- kvæntur; báðir á besta aldri. SLYS. [Heykjnvlk 21. denember 1024.] Maður slasaðist nýlega á botn- vörpuskipinu Þórólfi og andaðist nokkuru síðar, er hann hafði verið fluttur til Flateyrar. Hann hét Da. við Guðmundsson og átti heima á Grettisgötu 20. MANNSKAÐINN MIKLI VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP. [fsaftrbi 22. denember 1024.] Fullvíst er, að vélbátarnir Leifur •og Njörður hafa farist. Botnvörpu. skip hefir fundið lík eins skipverjans af Leif. Þessir voru skipverjar á Leif: Jón Jónsson, skipstjóri, ísafirði; Páll Guðmundsson, stýrimaður, Súgandafirði; Eirikur Guðmundsson, vélstjóri, Isafirði; Hilöðver Sigurðsson, Súgandafirði; Karl Clausen, Hnifsdal, Guðmundur Benediktsson, Brynjólfur Friðriksson, Páll Guðmundsson, iMagnús Dosóþeusson, Guðmundur Þ. Jónsson, Enok Jónsson, Magnús Firðriksson, allir úr Aðalvik. Skipshöfn Njarðar var þessi: Jónatan Björnsson, skipstjóri; Adolf Jakobsson, stýrimaður; Ásgeir Þórðarson, vélstjóri; Jakob Einarsson, Sturla Þorkelsson, Jakob Kristmundsson, Jóhann Hall Sigurðsson, Maríanus Gunnlaugsson, allir frá Isafirði; Jens Jónsson, Bolungavik, Jónas Helgason, Bolungarvík og Þorgeir Guðmundsson. ------0------ Island í lifandi myndum 'Eins og mörgum er kunnugt, hef- ir hr. Loftur Guðmundsson starfáð að því síðan í fyrra, að gera kvik- mynd af ýmsum atriðum úr atvinnu. lífi þjóðarinnar, vinnubrögðum o. fl. Kvikmvnd þessi er nú fullger og verður sýnd i Nýja Bíó innan skams. I fyrrad. var myndin reynd hér, og bauð Loftur nokkurum gestum á sýn- ipguna. — Er það skemst af mynd- inni að segja, að hún virðist ágætlega tekin og vel til hennar vandað á all- an hátt. — Má það teljast hin mesta furða, hversu vel myndatakan hefir lánast, þegar þess er gætt, að L. G. mun lítillar tilsagnar hafa notið, enf orðið að fika sig áfram á eigin hönd og læra af reynslunni. — Myndin skýrir aðallega frá atvinnuvegum þjóðarinnar og vinnubrögðum, bæði við landbúnað og sjávarútveg. Frá landbúnaðinum eru sýndar ýmsar hreyfimyndir, svo sem slátt- ur, heyþurkur, heyband, heylest o. fl. — Útskipun á hestum, mjöltun á kúm, strokkun, réttafé og réttalíf, lambfé að vorlagi o. fl. Þá eru sýndar þarna myndir af botnvörpungaveiði, bæði þegar varp- an er innbyrt og af ýmsum vinnu. brögðum í skipunum, síldveiði, snld- arsöltun, fiskþvotti, fiskþurkun og öðru slíku. Auk þessa eru margar fallegar landslagsmyndir og myndir af merk. um stöðum. Mynd af Reykjavík, þvottalaugunum, mörgum kauptúnum úti um land, sigi i fuglabjarg í Vest- mannaeyjum o. s. frv. — Loks er þarna mynd af konu í íslenzkum há- tíðabúningi pg mörgum ungurn og laglegum stúlkum. Mynd þessi verður eflaust hin besta augHsing fyrir landið og atvinnu- veg þess með öðrum þjóðum, því að vafísamt rná telja, að hún fari víða ttm Jieim. , £ — Vlstr. Fréttabréf. Point Roberts, Wash. 15. janúeir 1925. Herra ritstjóri! Þegar ég heyri talað um góða gesti að heiman og sé í blöðunum, að slíkir ætli að tala við fólkið eitthvert kveldið þar í Winnipeg, þá finn ég til þess, hve langt eg er í burtu frá slíkri nautn sem það er, að hlusta á góðan ræðumann. Fæstir af þeim koma hinigað vestur, og þó þeir komi í stórborgirnar, þá skilja þeir tangan venjulega eftir, nema séra Kjartan og iprófessor Sveinbjörns- son. En svo munu þeir nú vera þeir geymilegustu sem hingað á ströndina hafa komið af góðum gestum”, að heiman. Og sannarlega búuni við lengi að komu þeirra. Nú er einn nýkominn að heiman, sem ekki er minst um vert. Hve víða skyldi hann ætla sér að ferðast um bygðir íslendinga? Margan myndi langa til að sjá hann og heyra, þó flestir hafi eitthvað eftir hann lesið,; einmiitt fyrir lesturinn getur maður ekki gleymt manninum, Ein. ari H. Kvaran. Bækur hans eru ó- gleymanlegar, eins og “Nýall” eftir dr. Helga Péturss. Jæja, þetta var mér fyrst í hug, þegar ég tók pennan til að skrifa eitthvað og senda ritstjóra “Heims. kringlu”, sem nú er talinn bezti rit. stjóri hennar það sem af er tuttug. ustu öldinni. En svo verður að bæta einhverju við, og þá er að minnast á sveitina og sambúðina. jSveitin er nú fremur smá, en fög- ur, og sambúðin bara blátt áfram ástúðleg. Maður er i einlægum heimboðum, þar sem manni er skemt eftir beztu föngum og síðan veittar svo miklar góðgerðir og Ijúf fengar, að maður kann sér ekki hóf og étur helst til mikið. En það er ekki talið siðlegt í þessari bygð, að gera ekki ljúffengum réttum góð skil, svo gamanið getur stundum gránað út af þessu. Gleðimót af ýrnsu tagi eru hér oft fyrir utan hin reglulegit heimboð svio Nem aftnælisveizlur; það heyrir til blesstiðum konunum, sem altaf eru að hugs um að láta fólk. inu liða vel í rúmunum, spilagildi, sönjgæfingar og bændafélagsfunldir. Á þessu má sjá, að það er talsverð gleði hér á ferðum, enda liður fólk- inu vel. Má heita, aðbifreið sé i hverju húsi, svo ekki þarf að vera að ganga. Bifreiðaslys eru hér fá- tið. Einn maður lenti í dálitlum æf- intýrum með bifreið sina. Hiann mætti kú einu sinni á brautinni, sem hann sagði, að ekki hefði kunnað | neinar keyrslureglur, svo hann varð að keyra yfir hana. Kýrin meiddist og beið bana af. í annað sinn steypt ist bifreið hans kollhnýs, og fengu þeir sem með honum voru talsverð- ar rispur; en bifreiðin liðaðist sund ur og varð eigandinn að fá sér aðra. Þó þetta væri vítaverð ógætni, þá þögðu menn samt um það við lög- regluna. Síðan þetta var, hefir hinn sami ekki orðið fyrir nein,u sliku. Er jafnvel haldið, að athafnir hans séu minna brjálaðar en áður, og er von. 1 andi að það haldi áfram að vera svo. Nýlega höfum við fengið hreyfi- myndavél, sem íbúarnir keyptu sjálfir Þurfum við nú ekki að fara til ann. ara staða, til að sjá góðar hreyfi. myndir. Og innan skamms búumst við við að fá hér daglegan póst, og þegar það er fengið, þá erum við eins vel í sveit settir, eins og hinir mennirnir, en höfum fegurðina og hreina loftið fram yfir ntarga aðra staði. Nú hafa menn breytt hér nokkuð um búnaðarhætti; þannig: fækkað kúm en komið upp hænsnum; þykja hænurnar borga sig betur. En þá þurfa menn ekki eins mikið land, því hænsnarækt getur þirfist vel á fáum ekrum, og nú ætla niokkrir hér að færa út kvíarnar að mun næsta ár. Landið hér á tanganum er eitt- hvert hið ákjósanlegasta, sem til þekkist fyrir hænsnarækt. Landinu hallar öllu á móti sól og suðri, og er hátt og þurt. Nú eru sumir að tala um, að selja sneið af löndum sínum, og vildu víst felstir að Islendingar keyptu. Islendingar eru hér í meiri hluta, og það vonum við að verði í framtiðinni. Annars gæti ég trúað, að tanginn yrði allur eign Islendinga í framtiðinni. Þið, sem í kuldanum búið austur í Sask., eða Manitoba, og hugsið til að færa ykkur í hlýj- ir.din á Kyrrahafsströndinni, skoðið Point Robert áður en þið setjist að annarstaðar. Það eru fleiri matar- holur hér en menn sjá svona fljótt á að lýta, og ágætt fólk, sem er fult af hljálpfýsi ef einhver rekur upp á sker. Annars er sveitabragurinn góður, eins og sést á hinum mörgu og tíðu skemtana.mótum, að ógleymdum lesitrafélagsfundum og pamkomum sem það kemur á stað stundum. Nokkrir ungir menn hafa gengið mentaveginn hér, skal ég fyrst nefna Björn Samúelsson. Hann er ný. kvæntur konu af rússneskum ættum. Þau komu hingað siðastliðið haust og dvöldu hér nokkurn, tíma. Héldu þau til hjá Jónasi Samúelssyni föður Bjarnar. Björn er mesti myndar. maður, og vel mentaður, eins og framkoma hans ber með sér. Kona hans er einnig vel mentuð og mjög Ijúfmannleg í allri framkomu. Þau héldu hér “Concert” áður en þau fóru. Var það ljómandi skemtilegt. Prófessor Samúelsson cr enn að inentast, og sömuleiðis frú hanls. Annar ungur maður, héðan af tanganum, Sigurður Magnússon, er útlærður. tannlæknir, og tekinn til starfa. Hann hefur sett sig niður hér á ströndinni í Washington-fylki. Hann er efnilegur maður og dreng. ur hinn bezti. Gæti ég trúað honum til að vera vægur við hina fátækari. Sigurður er nýkvæntur konu af hér- lendum ættum. Báðir þessir menn, sem nú voru nefndir, hafa kostað sig sjálfir að öllu leyti. Þriðji maðurinn er á leiðinn til menta. Það er Eggert Burns. Hann er efnispiltur og fullur af fjöri, og líklegur til að verða að liði, og þjóð- flokki sínum til sóma. En svo eru margir ungir menn hér mjög efn’ileg- ir, sem eru nú þegar í ýmsum trún. aðarstörfum. Steinn Thorsteinsson er póstafgreiðslumaður. Hann er kvæntur. Mjög liðlegur og ábyggi- legur. Laugi og Jónas Thorsteins- synir eru í foreldrahúsum. Laugi er kapteinn á skipi, sem fiskifélagið A. P. A. á, og bróðir hans, Jónas, vél- stjóri á sama skipi. Báðir eru þeir efnilegir og velgefnir menn. Þá má minnast á Gísla Thorleifsson John. son. Hann er formaður fyrir fiski- félag hér á ströndinni. Hjann er harðduglegur maður, og trúr og hef- ur gott orð á sér, fyrir að vera stöðu sinni vaxinn. Að lokum vil ég minnast þess, að ég hefi haft regulega nautn af, að lesa ræður sira Ragnars E. Kvaran, sem birtar hafa verið í “Hjeims- kringlu”. Vildi ég óska þess, að “Heimskringla” j '.fengi að f.ytja fleiri af ræðum hans. Sömuleiðis ánægjulegt að lesa það sem birst hefur í blaðinu eftir Dr. Hegla Pét- urss. Eg vona ritstjóri góður, að þú haldir áfram að birta greinar eft- ir hann, ef tök eru á því. Það myndt auka kaupendafjölda blaðsins Ihér vestra, en aftra mönnum frá að kaupa blaðið, ef margar Lalla greinar væru teknar upp í það! Með vinsemd. Ingvar Goodman. -----0------

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.