Heimskringla - 21.01.1925, Síða 2

Heimskringla - 21.01.1925, Síða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JANUAR 1925. Málstreitan norska Mönnum veröur nú harla tíörætt um norræna menningarsamvinnu. En þaö er augljóst, aÖ ef samvinna á aö eiga sér staö, veröur þekking aö fara á undan og þá einkum þekking á þeim menningar hreyfingum, sem efstar eru á baugi. Merkasta menningarhreyfing nútím ans í Noregi er efalaust málhreyf. ingin — sú hreyfing, sem að því vinnur, aö gera norska tungu aö rit- máli í Noregi. Og þar sem hreyf- ing þessi er íslendingum fremur Iít- ið kunn — og oft víst á hana litiö gegnum dönsk gleraugu — ætla ég aö freista þess, aö skýra hvernig norsk. |r málmenn líta á hana. I stuttum fyrirlestri er aö sjálf- sögðu ekki unt aö rekja allar orsakir málstreitunnar, eöa gera sundur liö- aöa grein fyrir sjálfum deilunum. Eg mun því víkja aö því einu, sem eg tel mestu máli skfita. I raun réttri er ekki aö eins um aö ræöa deilur milli tveggja mála í land inu, heldur milli tveggja menninga. Og þessar deilur eiga rætur sínar aö rekja langt aftur í tímann, aftur aö þeirri hnignunaröld sem nefnd er danska öldin (dansketidi). Viö Norö- mennirnir höfum oft og einatt og það meö gildum rökum og góöum kvart- aö um þá rangsleitni og þá illu meö ferö, sem við áttum þá undir aö búa. En þaö, sem við megum þó mest um kvarta, er vanmáttur sjálfra okkar þá, skortur hins sameinaða þjóöarvilja, skortur á trú og skortur á krafti til þess að lifa sjálfstæðu þjóðernislífi. Ibsen gat meö nokkrum rétti sagt þaö, að: “Firehundred arig natten, ruget over apekatten”, því norska þjóöin var í sannleika sofandi, og þcgar hún fór aö smárumska kringum 1800, haföi svefninn hvorki seitt til hennar andlegan né efnalegan auö. Fjarri fór því. Hún var á vonarveli. Og þaö var ekki þar með nóg, því í þjóðernismálum var hún ekki leng- ur ein og óklofin. Æöri stéttin var annaö hvort af erlendum ættum, eða svo háö erlendum áhrifum, aö það kom S sama stað niður. Reyndar voru þeir þjóðlegir á sína vísu, marg. Ir mennirnir í æöri stéttunum. Þeir vildu stjórnarfarslegt sjál fstæöi Noregs. En þeir trúöu því ekki aö unt væri aö koma fótunum undir sjálf- Mæöa norska menningu og litu ávalt til Danmerkur, sem móöurlands menn ingarinnar. Og þaö álit hefur rikt til skams tíma. Þaö var málið, sem einna mest skildi æöri og lægri stéttirnar. Em. bættismennirnir töluðu og skrifuöu tóma dönsku og var þungt um að skilja “bændamálið”. En hvaö um þaö — jafnvel þó þeim væri þaö eðli legt aö beita dönskunni, sést það und ireins 1814, að þeir sakna hins norska málsins. Því þetta hefur þaö veriö sem réö því, aö Eiðsvallarmennirn- ir settu þaö ákvæöi í grundvallar. lögin 17. maí 1814, að tungan í land inu skyldi vera “norsk”. Þetta var Iþó aö eÍRs úrræðalieysi þjóðrækn- innar, því allir vissu að þaö var danska sem þeir áttu við. Helstu menn okkar eftir 1814 fundu einnig til skortsins á norsku ritmáli. H. Wergeland sagöi einhverju sinni: “Noregur veröur aö eignast sitt eig- i« mál áöur en öldin er úti”. Og P. A. Munch áleit, aö viö ættum að taka upp aftur hið forna málið — sem var þó auðvitað ekki vinnandi vegur. Hverjar eru svo afleiöingar þess aö danska hefur verið ritmál okkar? Þaö hefur oröiö til þess, að Npreg- ur hefur aö meira eða minna leyti oröiö hjáleiga danskrar menn5ri(gar. Danaöldinni norsku lýkur ekki áriö 1814, en hún er viö líði enn í dag. Og aldrei hafa dönsk menningaráhrif veriö máttugri en á umliðinni öld. Og það, sem Norðmenn hafa skapað af andlegum verömætum er úti um heiminni oftast kallaö danskt. Hugs. iö um norsku bókmentirnar, sem bæöi eru miklar og góðar. Undereins og komiö er út fyrir landssteinana í Noregi, eru þær kallaöar danskar. Stór þýsk bókmentasaga telur þá Björnsson og Ibsen með dönskum bókmentum, og bætir því við, sem l^irthverri kynjasölu: “Merkw'urdig dass beide in Norwegen geboren sind”. (Þaö er merkilegt aö þeir eru báöir fæddir í Noregi). Og þegar danska blaöiö Politiken spurði írska skáldið Yeats aö því, hvað menn þektu til danskra bókmenta í írlandi, svaraði hann: Aö eins Holberg. MjenH þekkja Ibsen, Holberg og Strindberg. Einn Svíi fékk aö fylgj ast meö inn í dönsku bókmentirnar. í fyrra talaði George Brandes í norska stúdentafélaginu og sagöi m. a.: “Því verður ekki neitaö, aö þaö bezta í dönskum bókmentum er verk norskra höíunda”. Og úr því Brand- es segir þaö, er það sjálfsagt satt. Og sumum finst þaö efalaust eitthvert hól. En mér virðist þaö sorglegur sannleikur, að nokkur þjóö þurfi aö heyra þaö, aö helstu stórvirkin sem andleg afrek hennar hafa skapað skuli vera úrvaliö í eigu annarar þjóö ar. Veit ég það vel, aö oft er það strangt og stritt að vera skáld hjá smáþjóö, og að oft er þaö slíkri þjóð torsótt að halda uppi tungu sjálfrar sín. Frá þjóöernis sjónarmiði er þaö samt sem áöur miklu verra og miklu meira þjóöartjón, aö þau skáldverk, sem lýsa eiga landi og lýö, séu klædd framandi fötum, svo aö þau sýni eigi hiö þjóölega vaxtarlagiö. En slík- um fötum flíka þær norsku bókment- ir, sem skrifaöar eru á dönsku. Þess vegna getur bæöi Brandes og aörir meö réttum rökum kallað þær dansk- ar. Enl þurfum viö Norömenn þess þá, aö klæðast um aldur og æfi þess. um framandi flíkum? Já, — ef við eigum ekki, eða getum ekki skapað ritmál, sem í sannleika sé norskt. En þaö er einmitt þetta sem til er í því máli, sem kallaö er landsmál eöa ný- norska. Ivar í Asi (I. Aasen) varö fyrst. ur til þess aö halda því fram, aö unt væri að skapa ritmál úr því mæltu máli, sem lifði í sveitum Noregs. Þaö hafði þróast nokkurnvegin á sama hátt og fornsænskan varö aö ný. sænsku og for'ndanskan aö nýdönsku, og laut sínum eigin lögum, sem greindu þaö glögt frá dönsku og sænsku. Þaö hafði breytst mikiö, fall.beygingar voru horfnar, sömu- leiöis sagHbeygingar eftir tölum og persónum. En aö ööru leyti liföi margt i því af hljóðum, oröaforöa og beygingum hins forna máls. Þó bygðamálin. væru ólík, fann Aasen þó aö það var fleira sem tengdi þau en þaö sem sundraði. Hann fann máls- lög eöa málreglur, sem í meginatriö. um áttu viö þau öll, og eftir þessum JJögum skapaöí hann, ritmálagrund- völl landsmálsins. Þjóöin fekk lagöa undirstöðu hins norska rit. máls í tveimur stórum vísindaritum hans, Norsk grammatik og Norsk ordbok (1850). Og ég vil leggja á- herslu á þaö, aö landsmáliö er frá öndveröu reist á visindalegum grund. velli, og veröur því hvorki um þaö sagt, aö þaö sé “hrognamál” eöa “bantumál frá Afríkti”. í Ntt valt þá á því, hvernig þjóöin tæki þessu nýja máli, og þá fyrst og fremst æðri stéttirnar, en þær voru hér um bil einar um notkun ritmáls- ins í Noregi? Jú, frá öndveröu mætti landsmálið andspyrnu svo aö segja allra æöri stéttanna, því meiniö var þetta, aö landsmáliö var mál bænd- anna I Og æöri stéttirnar litu niöur á bóndann. Hann var kallaður “fjós. uppalningurinn”. Og þegar einhverju sinni voru kosnir til stórþingsins margir bændur, sagöi eitt blaöanna, aö þar væri um að ræöa “innrás bar. bara”. Dýpri rætur átti hún sér ekki virðingin fyrir bóndann, sem þeir veisluörir voru þó vanir að kalla “hinn sanna, mikla, norska mann”, “hinn óháöa óðalsbónda” o. fl. Svo kom Ivar i Asi — sjálfmentaður bóndamaöur og sagöi: “viö skulum gera bændamálið aö höfuömáli lands ins”. Þaö var i rauninni ofur skilj- anlegt. aö slíkt vekti ákafa andúö. I öndveröu var þvi landsmálið — auð- viröilegt bændamálið — háði beitt og heiftyröum. Og sú hefur oröiö raun. in á alt fram á þennan dag. Því þó merkilegt megi heita — norskum bændum var heldur ekki mikiö um" máliö gefið. Til aö skilja slika að- stööu er nauösynlegt að vita þaö, aö norskir bændur voru sneiddjr bók- mentaþekkingu og áhuga. Frá einni hlið út af fyrir sig, veröur bænd- um varla betur lýst, en Garborg ger_ ir í “Fred”: “Bændurnir eru sterkur og stirður lýöur, sem grefur sig gegn um lífið með striti og stauti, rótar t jöröinni og rýnir í ritninguna, pínir korn úr jöröinni og von úr draum. um sínum, trúir á skildinginn og fel- ur sig guði á vald”. Biblian og post. 1 illan var hið eina sem bóndinn las, og málið, sem þær voru skrifaðar á, þaö talaði presturinn, og þaö talaði drottinn sjálfur á Sinaifjalli. Slík var þekkingin í raun og veru, og þaö vitum við aö gegn vanþekkingunni eru jafnvel guöirnir máttvana. Van. þekking og kæruleysi var þess vald. andi, aö bændurnir létu landsmáliö liggja óbætt hjá garði í næst um því 50 ár. AUir skólarnir sem spruttu upp fram eftir öldinni notuðu danska tungu og alt sem norskt var þótti skrílslegt og var reynt aö uppræta þaö hjá nemendunum. Öll blööin notuðu dönskuna, stjórnarmálið var danska, og hinar auðugu bókment- ir voru á dönsku. Þaö var hugsandi aö landsmálið kynni aö kafna í fæð- ingunni. En það sýnir einmitf lífs. þrótt þess og lífsrétt, að þaö skyldi ekki drukna í öllu þessu dönskuflóði. En tregöan á framgangi málsins er af þvx runnin, eins og fyr segir, að þjóðræknismeðvitund Norömanna var ekki vakandi. Og einn af hinum fremsrtu lærimeisturum og lýövakn- ingarmönnum okkar, Christofer Brun, sagöi einu sinni, að þegar hinn norski þjóöarandi vaknaöi, væri þaö aug- Ijóst, aö landsmálið ynni, en aðkomu. málið yröi undir. Þetta brýtur kannske í bág viö þær skoðanir margra — aö Norðmenn séu svo af- skaplega þjóðlegir, þaö hefi ég heyrt, bæði hér á ÍSlandi og hjá útlending. um í Noregi. En samt sem áöur hika eg ekki viö að halda því fram, aö til skams tíma hafa Norðmenn verið af- skaplega óþjóölegir. Þeir hafa kannske oft notað stór orö til þess aö sýna norska þjóörækni. En ég get ekki hugsað mér nokkra þjóö, sem í hugsun og athöfn hefur svívirt sjálfa sig meira en norska þjóöin. — Alt annaö var gott og blessaö — alt nema þaö sem norskt var. Þann þáttinn hefur brostiö sem aö mínu viti er meginþáttur sannrar þjóörækni: þekkinguna á sjálfum sér, viröingu fyrir sjálfum sér og sínu, og trúna á sjálfan sig. Það er fyrst á síðustu tímum, að norskur þjóðarandi hefur vaknaö svo, aö Norðmennirnir eiga, almennar en áöur fyr, sjálfstrú og sjálfsvirðingu. Það var fyrst 1884 aö svo langt var komið trausti þjóð- arinnar til sjálfrar 9Ín, aö hún fékk verulega sjálfstjórn. Og það var fyrst áriö 1905, aö þjóðin var svo langt komin í þjóðernislegum styrk og samvinnu, að hún gat rofið sam. band, sem verið hafði til meins og gremju bæði Norðmönnum og Sví- um. i En um leið og þjóðin vaknaði til , stjórnarfarslegs sjálfstæöis, vaknaöi einnig spurningin um menningarlegt sjálfstæöi, spurningin um þaö, hvort unt væri aö reisa norska menningu á norskum grundvelli. Og þaö er spurn ing um málið fyrst og fremst, þvi málið ter ihiö hetlsta |þjóðernisliega sérkenni hverrar þjóöar. , Hin eiginlega málstreita hefur í raun inni ekki staöiö yfir nema frá því um 1900. Þar'á undan voru þeir mjög fáir, sem höföu verið málmenn — að- eins nokkrir hugsjónamenn úr hópi kennara og stúdenta. Og alt starfið fyrir þann tíma var aö eins undir- bÚHÍngsstarf eöa aödragandi. Áriö 1885 var þeim gert jafn hátt undir höfði — dönskunni — eða ríkismál- inu sem nú var kallað — og lands. málinu. Það var sett inn i bartxa- fræöslulögin, aö börnin skýldu læra bæöi málin, og 1892 var svo ákveðið að skólahéruðin gætu valiö um þaö, hvort málanna þau vildu hafa að höf. uömáli. Sama árið fékk fólkið einn. ig leyfi til þess aö syngja norska sálma í kirkjunum, ef þaö vill. T öllu landinu voru um 6000 skólahér. uð. Fyrir 1905 höföu að eins nokkuv þeirra valið landsmálið aö höfuömáli, 1917 voru þau 14—1500 og nú eru þau yfir 2000 og fer óöum fjölgandi. Og hafi landsmálið einu sinni unnið einnhvert skólahérað, þá er þaö rík- ismálinu tapaö fyrir fult og alt. Þaö er ekki einungis í barnaskól- unum, heldur einnig í öðrum skól- um, sem landsmálið brýtur sér braut. Unglingaskólarnir eru um 95 og í flestum þeirra er landsmálið aöalmál- ið. Og eg efast ekki um þaö, aö mik ill hluti þeirra, sem koma frá kenn. araskólunum, eru málmenn. Við bún. aöarskóla, húsmæðraskóla o. fl. verð- ur landsmálinu einnig vel ágengt. En við æöri skólana, mentaskólana, hef- ur róðurinn sókst seinna — aðallega vegna þess, að þaö voru bæjarskólar og lítið sóttir af æskulýð sveitanna áöur fyr. Árið 1907 var svo ákveöiö aö stúdentarnir skyldu skrifa aukastíl á landsmálinu viö examen artium. Síðan hafa komið upp mentaskólar, þar sem landsmálið er aöalmál. Nú eru þeir átta. Hver er svo árangurinn af lands- málskenslu skólanna? Samkvæmt minni litlu reynslu — og svo er um marga aöra — er öllum þorra unga fólksins — einnig bæjarfólksins — auöveldara um aö læra landsmál en ríkismál, og skriflegu prófin viö kenn araskólana t. d. eru alt af betri fyrir landsmálið en ríkismálið. Við síö. asta stúdentapróf höföu 9 af hundr. aöi af stúdentum landsmálsskólanna einkunnina præ ceteris (ágætt), en viö rí'kismálsskólana að eins 1,3%. Aö sjálfsögðu má ekki leggja of mikiö upp úr þessu. Eg á að eins viö þaö, aö þaö geti bent nokkuð í þá átt, að þaö sé bæöi auðvelt og gott aö læra landsmáliö. Áöur voru þaö aðeins fáir embættismenn og stúdentar sem voru málmenn, hú fjölgar þeim meö hverju ári. Með tíö og tíma rnunum við því eignast embættisstétt, sem ekki aðeins kann landsmáliö, heldur ann því og notar þaö. Aöur var ríkismálið einrátt í stjórn ríkis, kirkju og héraöi, því annað kunnu menn ekki. En nú kemur upp krafan um norskara mál í lands. stjórninni. I fyrra karfðist meira en þriöjungur allra héraösstjórna þess, og helmingur fylkisþinganna ( en þaö eru árleg þing fyrir hvert fylki). I vetur fer farm atkvæðagreiösla um norskar póstauglýsingar, og eftir þeim úrslitum, sem mér þegar eru kunn hefur meira en helmingur hér- aösstjórnanna valið landsmálið, og margir bæöi málin — þar á meðal margir bæir. Þetta sýnir þaö, á hvaöa átt hann er. I sömu áttina bendir einnig ýrrtsar staöanafna-breytingar. Fyrmeir var öllum nöfnum snúiö “upp dönsku”. Kolbotn varö að Kullebunden og Kramt aö Karmöen. Nú hafa mörg hundruö staðir feng- ið aftur réttnefni sitt. Og ekki líður á löngu, uns Kristiania verður að vikja fyrir Oslo. ,Hvernig hefur svo landsmálið reynst sem ritmál ? Er hægt að skapa á lands málinu “verk sem standa, uns veröld- in eyðist?” Til þess aö svara þessu þarf aö athuga Jlandsmálgjxókmtnit- írnar, og þá munu menn sjá, að þær eru bæði auðugri og betri, en vænta mætti. Að gæðum standa þær nú bók mentum ríkismálsins fyllilega á sporði Enginn neitar nú lengur Asmund Vinje og Arne Garborg um sess meö- al hinna mestu skálda vorra. Og sá höfundurinn sem á síökastið hefur notið mestrar aödáunar ritskýrend- anna, er málmaðurinn Olav Duun. Um síðustu bók hans “I stormen” skrifaði Sigrid Undset aö hún væri “den mest fantasifulle og skiönhets. funklende bok, sem er skrevet p& norsk i mange Herrans ár”. Og rit- höfundurinn Nini Roll Anker skrif- aöi m. a. “Er det nok & sí at I storm. en gir en manns skildring av en mann som norsk litteratur knapt har make til för ?” Og Olav Gullvág ritstjóri skrifar m. a.: “ — — so stig her fram hjá oss ein diktar av guds náde og reiser eit diktarverk utan make i Norderlande, so Stort, so stolt, so gigantisk suverænt at ein tykkjer berre ein kan nemma renaisansen sine store namn jamnsides”. — Og Duun er ekki sá eini sem aö kveður. Þaö er heill hópur og fleiri og fleiri landsimálabækur koma út meö hverju ári sem Iíður. Árið 1920 komu út 50, en 1923 komu út 1000 bækur á landsmáli. Nýnorskar bókmeHtir vekja þvi ljóasr vonir um sigur lands málsins. Og þær eru sérkennilega norskar, sýna norskan svip, sem leyn ir sér á ríkismálsbókmentunum. Þess. ar bókmentir eru efni í líkkistu dönsk unnar í Noregi. Hér eftir er þaö ó- möguelgt aö láta norskt sveitafólk tala dönsku — eöa ríkismál — þaö verður að tala bygðamálið sitt, jafnvel í rík- ismálsbókum (sbr. t. d. H|ans E. Kinck). Hvaöa áhrif hefur svo viögangur landsmálsins haft á ríkismálið? Marg ir ríkismálsmenn hafa lengi aö því unHÍð, að gera ríkismálið norska, til þess aö gera dönskuna þannig aö norsku. Áriö 1907 var stafsetning. unni breytt dálítið í norska átt. Þann- Tr var t. d. sag skrifað sak, bide varð bite, og gabe varð gape. En máliö var í rauninni hiö sama eftir sem áð- GIN PILLS Bakverkir eru vanalega einkenni nýrnaveiki. Gin Pills hafa læknaö hundr- uð sjúklinga af langvar- andi nýrna. og blöðru- veiki. 50c hjá öllum lyf. sölum og kaupmönnum. National Drug & Chem. .... Co. of Canada, Ltd. Toronto Canada ur. Og 1917 kom á kreik ný stafsetn- ing, sem hneig miklu meira á norsku sveifina. Og ef ríkisfólkið ætlar að fylgja henni, á þaö ekki langt eftir yfir í landsmálið. Ef lýsa á þvi í stuttu máli, hvern. ig afstaðan í málstreitunni er nú, held ég aö segja mætti sem svo: Lands. málið sækir nú á, og vinnur eitt vig- iö af ööru frá ríkismálinu, en þaö veröur æ meira og meira aö snúast að vörninni einni, veröur að vernda það, sem þaö þegar hefur, en hefur litla von um nýja vinninga. Bar. dagaaðferðin er einnig ólík. Hjá málmönnunum hefur ástin öllu sem norskt er, einkum tungunni, veriö þaö, sem knúð hefur þá fram, og frá þeirra hendi hefur því veriö barist meö eldhug og trú, oft svo heitri, að andstæöingarnir hafa kallaö þaö of.. stæki. Hjá Iríkismönnuifum viröjgjt mér sem greina megi tvo flokka. Þeir sem afturhaldssamastif eru berjast ekki eins mikiö af ást á sínu máli, eins og af hatri til landsmálsins. Áö- ur fyr geröu þeir ekki annaö en aö draga dár aö landsmálinu — hú eru þeir óöir og uppvægir. Þeir 'serrx frjálslyndari eru, hafa nokkra samúö með landsmálinu, en álíta aö þaö sé of mikill brestur og of mikið tap, aö hverfa aö landsmálinu alt í einu. Þeir vilja gera landsmáliö “norsk- ara”, og þeir ræöa máliö oftast meö viti, en ekki vonsku. I síðara flokkn- um fjölgar, í hinum fækkar. Margir plíta nú einnig, og þaö menn úr báð- um flokkum, aö með tímanum geti málin nálgast svo hvort annað, aö byggja megi brú á milli þeirra, og þannig öölast eitt mál i landinu. Þetta mál mutidi eflaust verða landsmálinu skyldara en ríkismálinu, því það verð tir að sjálfsögöu að byggjast á norsku mæltu máli í bæ og bygð. Og þrátt fyrir al'Ia “afnorskun” síðustu aldar er norskan enn þá sérkennilegt og auðugt mál. Min skoöun er annars sú, aö það verði alnorska stefnan, en ekki hin, sem sigrar aö lokum. Hitt skal ég fúslega játa, aö ríkis. máliö á enn þá mikinn mátt, bæöi í skóla, kirkju, stjórn, blööum og bók- mentum. Samt trúi ég á sigur lands.. málsins. Og ég reisi þaö ekki að eins á rökum þess, hve viðgangur lands. málsins hefur veriö mikill, eöa á vax- andi “upplausn” ríkismálsins (eins og ríkismálsblaöiö Morgenbladet kemst nýlega að orði). En ég reisi þaö á þeim rökum fyrst og fremst, aö ég veit, að landsmálið er hjartans mál mikils þorra af hinum þróttmesta æskulýð Noregs. Að vísu skipa marg. ir sér undir merki ríkismálsins líka — en fylla þó langmest þann flokkinn, sem landsmálinu stendur næstur. Hjá norskum æskulýð nútimans er aö vaxa bæði ást og virðing og trú á þvx slem norskt er. Og norskur æskulýöur vill endurreisa alt norskt, sem á sér viö. reisnar von. Þeir, sem nú kalla landsmáliö “hrognamál” eöa bantumál frá Af- ríku, sýna ekki einungis þaö, að þeir vita ekkert um hvað þeir tala, en þeir vanviröa einnig og hæða mikinn hluta af hinum besta æskulýð Noregs. Og ég vildi óska þess, að þeir sem þetta halda, gætu einhverHtíma komið á norskt ungmennamót, þar sem saman eru komnar margar þúsundir æsku. manna, þá mundu þeir sjá, aö lands- málshugsunin er ekki aö eins draum. órar, eöa skýjaskarf, en hún er í senn hugsjón og veruleiki. Norskur æskulýöur syngur: Hjarta si harpa er málet át mor strengjerne livet hev spunne, ja hvar ein streng er ei livst&g av ord, alle or hjarta hev runne. Harpe me fram att til samsongen stor heve funne. (Lars Eskeland.) Það er þessi norska harpa, sem viö köllum landsmál. Hún er að vísu enn þá ekki svo vel stilt og stemd, sem við vildum og hún getur verið. Ei» ég efast ekki um það, að meö alúð og umönnun mun norska harpan — sem er úr gömlu efni og góðu — klingja og hljóma og óma eins fagurt og fult eins og íslenzka harpan lætur í ís_ lenzkum eyrum — eins og hin feg- ursta harpa um víða veröld. — Adolf Försund. [Greinin, sem hér fer á undan, eft- ir A. F., er atíalefni fyrirlesturs sem hann flutti í stúdentafélaginu í Reykjavík s. 1. vetur. En hann dvald- ist þar þá til atf kynnast ísl. máli ogr ísl. efnum. Hann hefur þýtt á lands- mál eina af sögum Jóns Trausta og íúrval úr ísl. smásögum ýmsra höf. o. fl. og mun þat5 koma út innan skams.J — “Ót5inn”. ---------X------------ Jakob Thorarense skáld. “INNGANGUR”. 1 “Óðni” 1913 er greinarstúfur eftir Þorstein skáld og ritstjóra Gíálason, um Jakob Thórarensen. Var Jakob þá fyrir nokkru tekinn aö birta kvæði sín — og eftir þvi, sem séö verður á grein Þorsteins, viröist hann þar kynna Jakob fyrir þær sak- ir, að ýmsir hafi gerst ærið forvitnir um þaö, hver sá væri, er í ljóði veldi sér svo lítt rudda vegi, ýmist fjalla- sýn eða á flúðum frammi. Nú er þaö á alþjóðar vitorði, hver Jakob er, sem og það, aö hann heldur mjög upp- teknum hætti, dorgar lítt við smá- fiskinn á grunnmiðum, en rær á djúpmið eftir hákarli og kýs frekar “beinu skeiöin”, þar sem blasir viö “brattur háls, en greiðfærlegur”, en hirðir eigi um aö fara aö dæmi þeirra, er 'hann segir um: .... Samt var kosin krókaleiöin. klungrum bólginn óravegur”. En þrátt fyrir þau kynni, er þjóö- in hefur haft af Jakob, vil ég nú drepa á það, hversu æfi hans hefur veriö farið — og síðan minnast á ska'ldskap hans. Og er ég nú bið les_ andann aö fylgja mér um götur skáldsins, þarf hann ekki að búast við aö ég segji: þarna datt Jakob of- an í — eða: þarna féll skáldið hné- skít. En ég mun reyna aö sýna þaö, hvar hann hefur rutt leið og sett upp- markasteina við veginn. ÆFIATRIÐI. Nokkra hríð þótti það í bókment- unum bera vott um andlegt víösýni og frjálslyndi skálda og rithöfunda. að láta pilta eöa stúlkur af góðum ættum ganga aö eiga dætur eöa sonu ónytjunga, þjófa eða bófa. Venjulega var þetta gegn vilja for- eldranna, er fengu hjá skáldinu illa útreið fyrir þröngsýni og ættardramb. En lengstum mun þaö hafa veriö skoöun íslendinga, að göfugt ætterni væri eigi lítilsvert atriöi fyrir þroska og viðhald kynslóöanna. Og Jakob Thórarensen er ekki dúfa úr hrafns- eggi komin. Hann er fæddur aö Fossi í Hrúta- firði 18. dag marzmánaðar 1886. Faö ir hans heitir Jakob og er sonur Jak- obs Thorarensen kaupmanns á Reykj arfirði, einhvers hins mesta dugand- ismanns og höfðingja á Vestfjörð- um á sinni tíö. Hann var sonur Þórarins bónda í Skjaidarvík í Eyja- firði, síðar verzlunarstjóra á Reykj- arfirðii, ts'otiar Stefáns Thórarenken amtmanns. En kona Þórarins var Katrin, systir Péturs Hafsteins amt- manns fööur Hannesar skálds og ráðherra. Er þvi föðurætt Jakobs skáldætt og höfðingja. Móöir Jak- obs er Vilhelmína, dóttir Gísla á Fossi í Hrútafirði Sigurössonar aö Felli í Kollafirði. Var Gisli hag- orður maöur og prýöilega greindur, skemtinn vel, sögumaöur góöur og á- Tiugasamur um þjóðlegan fróöleik. Faöir hans, Siguröur, var og hinn merkasti maður. Var Gísli fööur. bróöir Stefáns skálds frá Hvítadal og viröist skáldskapurinn þar einnig kynfylgja. Á Fossi var Jakob til níu ára ald- urs og siöan á ýmsum stööum meö móður sinni, en faðir hans var t sigl- ingum vitt um heim. Komu nú þau ár, er Jakob skyldi gæta fjár, sitja yfir ám langt frá bæjum í misjöfnu veðri, þokum stormum og rigning. um. Eru einkum þokurnar smalan. um þymir í augum, ilt aö gæta fjár.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.