Heimskringla - 21.01.1925, Page 4

Heimskringla - 21.01.1925, Page 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JANOAR 1925. ffdmskrmgla: (StofnnV 1886) Kemur flt fi hverjum ml^vlkndefL EIGENDUHi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEO, TalMlmf: N-6537 Ver5 bla5sins er $3.00 árgangurinn borgr- lst fyrirfram. Allar borgranir sendist THE VIKING PREfSS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtunfiMkrlft tll MnftnlnN: THE VIKING PRESS, Ltd., Box S105 UtanfiMkrlft tll rltMtjfiranm: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngla Is pnbllshed by The V'iklntr Preaa Ltd. and printed by CITT PRINTING Ar PUBLISHING CO. 853-855 Sargrent Ave., Wlnnlpeif, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA 21. JAN. 1925 Týnda landið? Frh. v Sumarið eftir, eða árið 1000, fór Leif- ur til baka til Grænlands. En stefnu gat hann þá« ekki haldið vegna óhagstæðs veðurs, og hann lenti nokkru sunnar, en til var ætlast. En af því leiddi, að hann lenti við strendur Ameríku. Var það svo sunnarlega, að hann las vínber af trján- um. Og því kallaði hann landið Vín- land. En landið hafði hann þá ekki tök á að kanna, því áliðið var sumars; hann óttaðist ísrek, ef hann tefði og hélt því til Grænlands. Áður en hann fór úr Nor- egi, hafði hann heitið Ólafi konungi því, að vinna að útbreiðslu kristninnar á Grænlandi og sendi konungur prest með honum til þess að greiða fyrir því starfi. 1 ferð þessari bjargaði Leifur báti, sem á sjóhrakningi hafði lent. — Fyrir honum var Þórir, norrænn maður, kallaður eig- inmaður Guðríðar Þorbjarnardóttur. Fyrir þetta hlaut Leifur viðurnefnið, hinn hepni. Eiríki föður hans þótti ferð Leifs hin farsælasta, en sagði þó, að á- stæðist kostnaður og ábati þar sem hann hefði einnig flutt “hræsnara” til Græn- lands, og átti með því við prestinn. Eftir að Leifur fann landið, og kann- aði að líkindum árið eftir, hófust ferðir þangað, og má auk hans sjálfs nefna fyrstan Þorvald Eiríksson bróður Leifs. Hann kom til Vínlands árið 1002. Fann hann Leifsbúðir og hafðist við í þeim um veturinn. Er sagt að Þorvaldur og hans menn hafi farið talsvert um landið, það er að segja, ekki aðeins um Massachus- setts-ríkið, þar sem Leifsbúðir voru, held- ur einnig suður til Connecticut og jafn- vel Maryland-ríkis. Ásetningur þeirra var auðsæilega sá, að setjast hér að, og er það fyrsta tilraun hvítra manna að byggja landið. En það fórst fyrir af þeirri á- stæðu að foringi fararinnar, Þorvaldur, var skotinn til bana af Indíánum. Segir sagan, að örin er hann varð fyrir, hafi verið eitruð. Hann er því fyrsti hvíti maðurinn sem lætur lífið, og er hér graf- inn. Félagar hans héldu aftur til Græn- lands eftir tveggja ára dvöl í Vínlandi. Þá gerir Þorfinnur Þórðarson tilraun til að byggja landið. Fór kona hans, Guðrún, ekkjan eftir Þorstein Eiríksson bróður Leifs, með honum. Er hún fyrsta hvíta konan er til Ameríku kemur. Bú- slóð höfðu þau með sér og margt manna. Þeim hjónum fæðist sonur, er Snorri var nefndur. Er hann fyrsta hvíta bamið, sem hér fæðist. Til þessa Snorra hafa ættfróðir menn rakið ættir þeirra Björn- stjerne Björnssons skáldjöfursins norska og Alberts Thorvaldsins myndhöggvara. Eftir 3 vetur urðu nýbyggjarar þessir að hverfa héðan, vegna árása er Indíánar gerðu á þá. Fóru þeir til Grænlands og segir lítið í íslendingasögunum af Vín- landi eða tilraunum íslendinga á Græn- landi að byggja það eftir þetta. En ugg- laust er ekki taliö að svo geti þó verið, því heimildir eru fyrir því í íslenzkum annálum, að ferðum hingað hafi verið haldið uppi lengi eftir þetta. Ennfremur er mikið gert úr því í greinum Svíanna, sem áður hefir verið minst á, að skírteini af ferðum prestanna til Vínlands, beri þess órækan vott að hér hafi verið hópur af norrænum mönnum alt fram undir þann tíma er Kolumbus finnur Ameríku. Og ef ferðir prestanna hafa verið eins marg- ar og dr. A. Fredenhólm heldur frltm, er það vissulega sönnun þess, að hér hafi verið bygð norrænna mattma löngu eftir ferðirnar sem getur um í Eiríkssögu rauða, því Indíánum hafa prestanir ekki verið að boða trú. Þeir hefðu fyrst orð- ið að ganga á hólm við þá með vopnum. En það er jafn ótrúlegt að þeir hafi gert og hitt, að þeir hafi verið að boða öðrum trú hér en norrænum mönnum. Árið 1056 fer Jón nokkur biskup hing- ferðir þangað eftir þetta, er óhugsanlegt. Og hvað er sennilegra en að Kolumbus hafi fræðst um Vínland af sögusögn ís- lendinga. Ef erindi hans til íslands var annað en það, að afla sér fregna og fræðslu um Vínland, væri gaman að heyra hvert það var. Árið 1073 reit Adam frá Brinum bók, er eftirtektaverð er í sambandi við þetta mál. Adam var einhver mesti menta- frömuður þeirra tíma, og var viðurkend- ur um alla Evrópu, sem glöggskygn og áreiðanlegur fræðimaður. í sögu var hann einkar fróður og aflaði sér þekk- .ingar á málunum frá fyrstu hendi, ef þess að til þess að annast um andlega velférð var kostur. Bók hans sú er hér er átt Vínlandsbúa. Að vísu tekst svo til að hann er drepinn eftir nokkra dvöl hér. En þá er sendur hingað Eiríkur Gnúpa- son, sem verið hafði biskup á Grænlandi. Og hann gegnir prestverkum hér eitthvað fram yfir árið 1121, því þá er hann gerð- ur að biskupi yfir Vínlandi af sjálfum erkibiskupnum í Lundi í Svíþjóð. Og til kváðu vera gömul skjöl er sýni, að frá árinu 1150 til 1408, hafi að minsta kosti 15 biskupar gengt prestverkum á Græn- landi og Vínlandi. Þetta bendir til þess, að kirkjur hafi verið reistar hér og að safn aðarlíf hefir átt sér stað. Og hafi kirkj- nrnar verið margar, hefir vissulega ekki um fámenni verið hér að ræða. Þetta safnaðar-félagslíf hér hefir að sjá-lfsögðu staðið í nánu sambandi við páfa kirkjuna í Róm og útibú hennar. í Vatican-bókhlöðunni í Róm kvað vera skjal er greinir frá tekjum er páfinn hafði af kirkjum á Grænlandi og Vínlandi árið 1322. í riti er Nikulás páfi V. gaf út 1448, er fregn um það, að síðastliðin þrjátíu ár hafi kirkjurnar á Grænlandi og Vínlandi orðið fyrir miklu tapi vegna árása sem Indíánar gerðu á þær. Níu sóknir stóð- I bókar. ust þó þetta 30 á<ra stríð, en hve lengi | Brima. þær voru eftir það við líði, hafa engin skýrteini fundist um. Þetta ber þess nokkuð ljósan vott, að klerkastéttinni í Róm og annarstaðar hefir verið vel ljóst um landið í vestri. Og úr því, að þeir vissu um Vínland rétt áð- ur en Kolumbus fann Ameríku, hvað er þá á móti því að halda, að aðrir menta- menn Evrópu hafi einnig vitað um það, og þar á meðal Kolumbus sjálfur? Þá eru pílagrímsferðir þessara manna sem vestan megin Atlanzhafsins höfðu dvalið, nægileg ástæða fyrir því, að páf- ans mönnum í Róm væri kunnugt um Vínland. Guðríður kona Þorfinns karls- efnis, sem tvö ár eða meira hafði búið í Vínlandi, og þar ól Snorra, fór til Róm og dvaldi þar sumarlangt. Var hún þá orðin ekkja og efnuð vel. Hún var talin gáfuð kona og skörungur hinn mesti. Henni var vel tekið í Róm af klerkunum, eins og hún átti skilið sökum mannkosta sinna. við, var um kristnistarfið á Norðurlönd- um. Landabréf fylgdi henni. Hann byrj- ar á kristnisögu Danmerkur, þá Svíþjóð- ar, Noregs, íslands og Grænlands. Og svo bætir hann við: “Auk þessa, er land eitt, sem margir hafa heimsótt. Það ligg- ur í Atlanzhafi og heitir Vínland, vegna þess, að þar vaxa vínber, sem afbragðs gott vín er gert úr; korn vex þar einnig ósáð.” Þetta segir Adam að hann viti með vissu, því hann hafi fræðst um það hjá mönnum, sem treysta megi og tal hafi haft af þeim, er verið hafi á Vínlandi. En maðurinn sem fræddi Adam í þessum efnum, var Sveinn Danakonungur Ást- ríðarson, einn sögufróðasti maður þá; gerði Adam sér ferð til hans, til þess að fræðast af honum um efni það er hann var að rita. Þessi bók Adams komst í margra hendur, þó það væri fyrir tíma prentlistarinnar, því prestar og prestling- ar afskrifuðu hverja bókina á fætur ann- ari, og má reiða sig á, að af bók Adams hafa verið til svo mörg eintök, að fjöldi mentamanna hefir getað eignast hana, og hafa að minsta kosti lesið hana. Er víst talið, að Kolumbus hafi eigi síður en aðr- ir komist á snoðir um innihald þessarar Það eitt er víst, að hann fór til Og ef hann var eins mikið eftir fræðslu í landafræði og látið er, hefir hann ekki farið þaðan án þess að ná í bók Adams til að lesa, því þar var hún, og er ennþá til í elstu handritum. Auðvit- að er hún nú prentuð. Ætla nú ýmsir, að þaðan hafi Kolumbus fengið fyrstu hug- myndina um Vínland. Og eftir að hafa lesið það, sem þar es skráð um Vínland, er ekki hægt að hugsa sér, að Kolumbus hafi getað látið við svo búið standa. Hann hlaut að reyna að afla sér frekari fræðslu en hana var auðvitað hvergi auð- veldara að öðlast en á íslandi, annaðhvort af sögunum sem þá voru skráðar, eða af viðtali við menn er efni þeirra voru þaul- kunnugir. Eru líkumar svo sterkar fyrir því, að þetta hafi verið eina erindið er Kolumbus átti til íslands, að það er tæ!p- lega hægt að efa það. Er nú trúlegt að kona þessi hefi ekki minst á dvöl sína í Vínlandi allan þann tíma, er hún dvaldi í Róm? Er hægt að hugsa sér, að henni hafi þótt nokkuð frá- sagnarverðara, en það er á daga hennar dreif í þessu ókunna fjarlæga landi? í Róm var öllu safnað er að landfræði laut með mikilli árvekni. Hver ný uppgötvun í landfræði var mikilsverð fyrir víkkun og útþenslu páfaveldisins. Og þess hefir ver- ið getið til, að frásagnir Guðríðar hafi hvatt páfann til að senda klerka til Vín- lands. Ekkert gat fremur vakið athygli á Vínlandi en að kynnast merkri persónu sem þar hafði dvalið og séð hafði alt með eigin augum, sem sjálf var þátt- takandinn í því blíða og stríða er þar hafði á dagana drifið og hafði gáfur til að segja skýrt og sannort frá því. Skilríki fyrir öllu þessu hljóta að vera skráð í Róm. Og hvað var því svo til fyrirstöðu, að Kolumbus, sem hefir að einhverju leyti ef til vill, verið verkamaður kirkju og handgenginn klerkunum, hafi vitað um Vínland? Árið 1347 hrekst skip til íslands, sem var að sækja við til Vínlands. Mennirn- ir á skipinu, sem voru 17 talsins voru ís- lendingar frá Grænlandi. Þá er ekki út- lit fyrir að Vínland væri týnt. Þessa er getið í íslenzkum annáflum, svo það er ekki flugufrétt. En þetta eru síðustu fregnirnar, sem á íslenzku eru skráðar af því, að íslendingar hafi til Vínlands kom- ið. En með því, er alveg óþarft að gera sér í hug, að um landið hafi þeir ekki vit- að eftir það. Þeir gátu vel hafa farið margar ferðir þangað frá Grænlandi eft- ir þetta. Skip þetta kemur til íslands 130 árum áður en Kolumbus kemur þangað. Þá er Kolumbus var þar, gátu barnabörn þeirra manna er á skipinu voru, hafa verið á lífi. Að hugmyndin um Vínland hafi með öllu verið glötuð hjá* þeim, jafnvel þp ekki sé getið um Til þess að takast ferðina á hendur | vestur yfir hafið, þurfti Kolumbus að fá einhvern til að styrkja sig efnalega, því sjálfur var hann fremur efna-lítill. Segir sagan, að hann hafi íeitað á náðir Portú- galskonungs, en bænir hans hafi hann ekki heyrt. Hann leitaði víðar fyrir sér, en varð bónleiður frá að hverfa, unz hann sneri sér til Ferdinants og ísabellu konungshjónanna á Spáni. Þau urðu við fjárbón hans. Ein af þeim mörgu von- brigðum, sem Kolumbus varð fyrir í þess- ari fjárútvegun var á prestastefnunni í Huelva á Spáni áríð 1484. Hinir lærðu múnkar þar spurðu hann spjörunum úr um fyrirætlun sína. Svörin sem Kolum- bus gaf viðvíkjandi því, á> hverju hann bygði staðhæfingu sína um land í vestri vóru á þessa leið: 1) eðli hlutanna; 2) á i'rásögnum siglingamanna; 3) á því sem lærðir menn hafa um efnið skráð. 1 fyrsta svarinu, er átt við hnattmyndun jarðarinnar. önnur ástæðan á við það, er hann fræddist um landið af íslending- um. Sú þriðja á við rit Adams frá Brimum. Annars getur hún átt og á að líkindum við íslendingasögurnar einnig. En nafn Adams var þá alþekt, og fram hjá því mun Kolumbus ekki hafa gengið. Ennfremur gerði hann ráð fyrir að finna land um 700 vikur sjávar (eða mílui ) í burtu. Kolumbus veit með öðrum orð- um vegalengdina yfir Atlanzhaf til lands- ins er hann ætlaði að uppgötva, áður en hann leggur af stað. Já — en blessaður vertu, munu ein- hverjir segja. Kolumbus var að leita Ind- lands, en ekki Vínlands, er hann fór ferð sína. Við því liggur það svar, að Kolum- bus hélt að Vínland, sem íslendingarnir fundu og bygðu fyrstir hvítra manna, væri Indland. Menn héldu jörðina þá ein- um f jórða minni en hún í raun og veru var og vegalengdir styttri. Og þegar hann finnur eyjarnar undan Ameríku, kallar hann þær Indlands-eyjar (Vestindíur) Bera þær það nafn ennþá, þó ekki sé það bygt á öðru en þessari röngu hugmynd Kolumbusar. Þá er til frásaga ein í Róm, skrifuð af manni er Autonius Zeno hét, um 1392 eftirtekta- verð, í sambandi við þetta efn.i Nichola bróðir Autoníusar var í förum um þessar norð- vestlægu slóðir. Hann kom til Grænlands. Hann var með nor- rænum sækonungi í förum lengi, og hlektist þeim á við Færeyjar og dvaldi hann þar 14 árin næstu á eftir. Autoníus kom til Færeyja 1392. Reit hann þá sögu sína. En hún segir frá norrænum sjóhnakn- ingsmönnum er lentu við land það er Estitolanda var kallað og höfðust þeir lengi við þar. Sagan skéður um 1360. Kon- ungurinn yfir landinu tók þeim hið bezta og er ætlun manna að hann og íbúarnir hafi ver- ið norrænir menn. Bærinn var hinn blómlegasti, og þar voru bækur á latínu, sem aðeins einn maður gat lesið og þýtt fyrir hina. Sögu þessari fylgir landabréf. Þegar sjóvolksmenn voru búnir að gera sér skip til að komast á> heim aftur, lögðu þeir af stað frá Estitolanda. Segir Nordenskjöld sjógarpur- inn mikli, að saga þessi hljóti að vera sögð af manni er reynt hefði það sem þar skeður sjálf- ur, svo nákvæm sé hún. Er nú ætlað að staður þessi sé hinn sami og Norumbega, og er auð- ráðið af því hvar hann er af því er hér segir. Þeir, sem fyrst komu að austurströnd Bandaríkjanna eft ir ferðir Kolumbusar, kváðust hafa fundið þar bæ, miklu blóm legri og méð meira menningar- sniði en aðra bústaði hér i landi, og að íbúarnir hafi verið með öllu ólíkir Indíánum; þeir voru bæði gervilegri á velli og hvítir á hörund. Nafn bæjarins var Norumbega. Frá þessum tíma til ársins 1479, eru skýrslur og skjöl til er sýna og sanna, að ekkert færri en 16 siglingagarpar og landa- leitendur hafi komið við á þess um áminsta stað, Norumbega, og sumir dvalið þar talsvert lengi. Á landabréfum sínum, segja þeir staðinn ái 43°. Thevet, er þangað kom 1556, segir bæinn á 42° 14", sem er nærri þar sem Boston er nú (40° 18"). Þegar Daniel Ingr- am heimsótti bæinn Norumbega árið 1569, kvað hann stærð hans um þrjá fjórðu úr mílu og 80 íveruhús taldi hann að minsta kosti innan ba^ár-stæðisins. Það, sem hér hefir nú verið tínt saman, og sem flest er úr ritgerðum Svíanna, sem áður er minst á í grein þessari, virðist benda ótvírætt á það, að Vín- land hafi aldrei týnst, og hafi mijklu lengur eftir fund Leffs verið bygt norrænum mönnum en ástæða er til að ætla, eftir því sem skrifað hefir verið um það efni á íslenzku af flestum, eða öllum, nema af Finni Mag- nússyni. í sögu íslands (J. J. A.) segir að Vínland hafi aftur týnst; sömuleiðis í Landfræði- sögu Th. Thoroddsens, og þar er einnig talið vafasamt, að Kolumbus hafi komið til ís- lands. tslendingasögurnar gera að vísu ekki mikla grein fyrir öðru en því, að Leifur hafi fund ið landið. Þó gefa annálarnir er fregnina fluttu af skiphrakn- ingi íslendinganna frá Græú- landi með viðinn innanborðs frá Vínlandi árið 1347, nokkurt til- efni til þess að ætla, að úr því að ferðir þangað voru ekki lagð ar niður, þá hafi ekki verið fjarri að einhverjir hefðu tekið sér þar bólfestu. En þó að ekki finnist stafur um það á ís- lenzku, er það ekki ástæða fyr- ir íslendinga að hrópa hærra um það en aðrar þjóðir, að jVlín- land hafi aftur týnst, og reynd* að rótfesta það í hugum íslend- inga með því, að koma því inn í skólabækur landsins. Heimild- irnar fyrir því, sem hér er tekið fram um það, að bygð hafi var- að lengur á Vínlandi en alment er ætlað, eru, eftir því sem greinar Svíanna skýra frá, tekn ar eftir ritum í Vatican-safninu í Róm, eða skýrslum siglinga- DODD’S nýmapillur eru bezta' nýrnameðalið. Læicna og gigt. bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontarío. heimildir er sagt, er það eitt víst að greinarhöfundarnir hafa gert sér far um að leitast fyrir um áb reiðanleik þeirra, áður en þeir birtu þær. Og reynist það svo, að þær séu, sannar, er talsvert langt komið með að sanna, að Leifur Eiríksson hafi einn og eigi einn framan af því skilið að hafa fundið Ameríku, að hún hafi aldrei týnst eftir hans fund, og að aðrir hafi til íslend- inga farið til að leita frétta um hana, áður en þeir lögðu af stað í leitirnar. Að vísu vantar nokkra hlekki í þá viðburða- keðju, er þetta sýna enn þá, en :lit margra er nú orðið það, að Iþeir hlekkir sem þegar hafa fundist séu nægielga margir til að sanna mönnum þetta. Og með tímanum, eða ef til vill eft- ir skamman tíma, eru margir sannfærðir um, að allir hlekk- irnir verði fundnir. Ymsir kunna að spyrja hvað Kolumbusi hafi gengið til að dylja, að hann hafi fræðst um það af íslendingum, að land væri í vestri. Hafa flestir get- ið þess til, að hann hafi gjálfur viljað sitja að framanum af landafundinum. En þetta er ekki víst að sé rétt tilgáta. Hitt er líklegra, að hann hafi dulið það til þess, að þeir er styrktu hann, gætu notið hagsmunanna af þvf ef um þá væri nokkra að ræða. Viðurkenning hans var einni& sein að koma og hann dó í fá- tækt. En kaþólskaveldið reyndi samt sem áður að gera sér mat úr starfi hans upp frá þessu, og því lengra sem leið frá láti hans. því hárómaðra var um frægð hans þar. Af landafundi hans hefir alls ekki verið mikið látið í fyrstu, hvernig sem á þvf stóð. Svipað má segja um þá John og Scbastian Cabot, er taldir eru að hafa fundið Canada árið 1497, eða ári áður en Kolumbus komst til meginlandsins í Bandaríkjunum. Cabotarnir voru útgerðarmenn frá Bristol á Engalndi. Þeir höfðu eins og fleiri frá Bristol stundað veið- ar við ísland, komið þar á land og kynst fslendingum. Sigljjig- ar voru þá tíðar milli Bristol og íslands, og frá Bristol kom Kol- umbus þangað. Það er eins og það hafi verið þjóðgata ár þeim árum fyrir útgerðarmenn, að sigla til íslenzku fiskimiðanna suðvestur af landinu og hve langt fiskjar var leitað í suðvestur, er ekki að vita. En alla leið til New-Foundlands fóru Cabotarnir og stigu fæti þar á land. Þar þótti gott til fiskjar, og um ferð þeirra er mest talað í samandi við fiskveiðina, en ekki landafund- inn. Að vísu var Kolumbus þá óðum að koma fram í indíur, en meginlandið ekki. Það er engu líkara en að engin frétt hafi þótt í því að geta landsins. af því að norrænum mönnum var vel ljóst um það, og ef til vill öðrum siglingamönnum í Ev- rópu, eða frá Bristol að minsta kosti. En fræðslu sína hafa þeir sem aðrir fengið um Vínland frá íslandi, eða öðrum norrænum mönnum. Þetta mál, sem hér hefir ver- ið minst á, vekur talsverða manna og fræðimanna á Norð- eftirtekt orðið. Sannanir fyrir urlöndum. Hvað sem um þær þyí að Vínland hafi aldrei með

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.