Heimskringla


Heimskringla - 21.01.1925, Qupperneq 7

Heimskringla - 21.01.1925, Qupperneq 7
WINNIPEG, 21. JANUAR 1925. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSlÐA The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE' oa SHERBROOKE ST. Höfuðstóll uppb.......$ 6,000,000 Varasjóður ...........$ 7,700,000 AUar eignir, yíir ....$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskift- uin kaupmanna og verzlunar- félagm. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir íafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. ---------------------------------' Jakob Thorarensen (Framhald frá 3. síðu) og í kvæðinu “Eldraun” baráttan í mianninum, þar sem ástin til móður og konu eru jafnheitar og hann fær æigi gert þar upp á milli. En þá kem ur móðirin og ieggur fram líf sitt sem fórn. En þrátt fyrir það, þótt Jakob rómi mest hið stórfelda og skörulega, verður það og glögglega Ijóst af kvæðum hans, að hann finnur sárt ti'. með olnbogabörnum lífsins. Mynd sú, er hann dregur í “Eldabuskunni”, verður minnisstæð fyrir þau næmu og viðkvæmu listatök, sem þar eru tekin. Vér sjáum konuna, er seiðist við eldskinið “inn i forna sjafnarsælu” — og eigi er vandi að finna það, að skáldið ann verkfræðingnum í kvæð. inu “Hrossa Dóra” fyllilega þess, að “aldrei mundi fært að brúa verstu ána i vitund hans”. Og nístingsbit. ■urt kemur fram hið sorglega og hörmulega falska og hjáræna í sam. hljómi Hfsins í kvæðinu “I skugg. anum”. Stúlka er á leið að gifta sig. Eer hún í brúðarkjólinn, til þess að sýna hann unnusta sinum. Það, sem fram fer á leiðinni, er aðeins hægt að lesa milli linanna. Og neyðaróp. in heyrir einungis elliær, karlægur lcarl. Og honum verður að orði: Fer hann enn atS kyrja og kveina kattarskrattinn arfagulur”. Meira og miskunnarlausara bersögli er ekki til i nokkru íslenzku kvæði. Oss hryllir viö, er vér verðum að drjúpa höfði, þvi svona á lífið til falska tóna. En meðaumkun hans nær svo langt, að jafnvel tófan, sem sökóttast á við íslenzkan búandmanna, ■ýtur hennar. Er napurt að orði lcomist í kvæðinu “Tófan svanga”: Svo fann hún grimman eitureld sem allar taugar brendi. Þá vissi hún metS vjelum feld hún var í daut5ans hendi, bví maSur matinn sendi”. En um leið og Jakob er manna fús- astur til að tala máli olnbogabarna lífsins, hellir hann itr skálum reiði og spotts yfir þá, er eitra lífið eða eru eins og svikavefararnir í “Nýju föt. unum keisarans”. Er þar sama, hvort um er að ræða kóng eða klerk, karl eða konu. Margt mætti til dæmis taka, en fátt eitt verður að duga. Mundi ekki konungum renna til rifja, ef þeir læsu og skildu kvæðið "Kongur”: “Hann dreymir og langar og veit hvati hann vill, at5 vaxa ati dátium og meira en sýn- «n þrár hans í hringiBu tiskunnar týnast og torveld er framsókn, þvi vind- staða er 111. Guts styrki þig hugsjón, sem heimili átt VitS hjartastati konungsins, þú átt bátt”. Eða það, sem sagt er um klerkinn, er raupar af því “ljómandi ljósi”, er “leiki um kirkjuna hans”: “Æ, spörum nú málskrúti og mas, þess meiri skal röksemdastyrkur. Þjer vitlti, ef vantatii gras, bá væri hjer þreifandi myrkur”. Og það vill skáldið ráðleggja þeim, er eignast daðurdrósir kauþstað ar>na, að þeir taki sér bústað á Hvera völlum, því að þar eignist þeir af- skektan bæ. En löggjöfin og þjóðfélagsskipun. in í heild sinni fá eigi síður á hnúta. svipunni að kenna en einstakar stétt- h, æBri og lægri. Dugir þar að I>enda á kvæði eins og “Við gálgann” ag “Hann stal”. Og svo langt kemst skáldið, er hann gefur gaum að því, hvert alt stefni, að honum finst fá- sinna, að landið skuli ekki “sökkva senn”, og fer honum þar eins og fiænda hans Bjarna, er heldur vildi að landið sykki en að “læpuskapsó- dygðir” næðu þar völdum. En þó að svona syrti fyrir augiim skáldsins, finst honum þó sem birti yfir öðru- hvoru, því að þrátt fyrir alt verður ekki á það trúað, að hinir góðu og styrku eiginleikar verði nokkru sinni aldauða. Jakob er laus við allan skýjaglóps. legan rembing og hugarspuna. Ger. ir hann drjúgum gaman að slíku í sumum kvæðum sínum og segir beisk an sannleika, því að lífið sannar mönnum það öðruhvoru á “svörtu kaffi” veruleikans, að draumagullið er ekki gjaldgeng vara. Og skop- lega er í kvæðinu “Þegar andinn kemur” farið með slíkt efni: "RitSiS er um á Mars og Mána: minna er um dýröir, loft að grána. Hallar nú óöum undan fæti. Bkki’ er þa8 væntl jeg Bankastræti? Hesturinn veröur ei hærra knúinn; holdiö er komiö — andinn flúinn. Og við og við kemur það fyrir, að skopið verður meinlaust hjá Jak- ob og beiskjunnar gætir eigi. Má þar t d. nefna kvæðið “Skrattakollur”, þar sem skáldið milli Iinanna segir með Heine: "Þetta er mannlegt, mildi drottinn”. Og ljóslifandi er karlinn, þá er hann/ekur höfuðið inn úr búrdyrun- um og segir þessi orð, er lýsa honum betur en alt annað: "Skammastu þín nú, skrattakollur”. Svona mætti halda áfram að tína til tilvitnanir og margt mætti segja um hverja einstaka bók. Þroskamunur er talsverður, ef borin eru saman fyrstu kvæðin og hin siðustu. Eyrst er eins og fram komi unglingurinn, lítið eitt hikandi, þó að eigi sé vanda samt að sjá, hvert stefnt er. I síð- ari bókunum er komin fram full festa og unt að segja með vissu, hver þarna sé á ferð. Og fyrst og fremst er það íslendingur. Ef til vill sýnir ekkert kvæði betur en “Kaupmanna- höfn”, hve islenzkur Jakob er. Fyrst kemur það hvað frammi i afdölum þótti feiknum sæta um mikilleik. Kemur það skemtilega og skoplega fyrir: Akranes, NjartSvík, Alþing’, æSst er þó Kaupmannahöfn”. Og siðar í kvæðinu kemur enn þá fram Islendingurinn sem talar: "er kóngurinn háttaöur heima ei hasta á þegnana má”. Eigi varpar heldur ytri gyllingin i augu hins heilbrigða og raunsæja Norðurhafsbúa: “Sagan er ví?5a hln sama aS syngi í því fánýta hæst”. Og "f námunda snotShærtiur snattar sníkinn og autSmjúkur þjónn”. Geðjast Jakob liklega fult svo vel skaplyndi Halldórs Snorrasonar eða Göngu-Hrótfs sem þjónsins er “sník- inn snattar”. Voru þeir jafnóhræddir Halldór og Göngu-Hrólfur, þó að hirðtignaðir konungar ættu i hlut Hefur Jakob þótt meira og mætara manngildið gyllingarlaust, en litil- menskan og óheilindin í gullnu skrúði. íslenzk alþýða ætti að launa Jakob vel starf hans, meöal annars með því að kaupa og lesa þær bækur, er frá honum fara. Hann er unnandi þess, sem bes{ er og merkilegast i sikap- ferli voru og menningu, og i honum eru ekki þær rotnunarveilur, er því fá orkað, að tárastraum vaða að hnjám sum yngri Ijóðaskáldin, svo sem jötnar óðu jörðu. Og það er vist, að Jakob mun ávalt fús til að verða á verði um heilbrigði og and- lega hreysti þessarar þjóðar. Vel sé honum, og hirði ég alddrei um það, þótt nokkurir kunni þeir að vera, er telji hann að einhverju óheflaðan að orðfæri og líkingum. Hans sess er vel setinn og eigi verður honum það- an rýmt af sumum þeim, er mundu kjósa veg hans minni en verða mun hann meöal þjóðarinnar. Og munu eigi önnur skáld á hans aldri eiga meiri itök í islenzktt sveitafólki. Hefi ég í grein þessari viljað stuðla að þvi, að sem flestir þeirra, er eigi þekkja Ijóð hans, kynni sér þau, en orðið hefi ég að fylgja að- aldráttunum og velja tilvitnanirnar, svo sem þær best hæfðu til að ein- kenna hinar ýmsu hliðar skáldsins, og að sumu án þess að þar gætu orð- ið fyrir valinu þeir molarnir, er feg- urst kljúfa geislana. En fremur vildi ég styðja að þvi með grein þessari, að nokkuð ykist við þann viðurkenn. ingarvott, sem er svo að kalla hin einu laun velgerðamanna þessarar þjóðar — og er hann þó eigi ávalt falur fyr en um seinan. Reykjavík i mars 1924. Giiðmundur Gíslason Hagalín. — “óT5inn”. ------o------ t Islendingar og Norð- menn, Eftir Árna Pálsson. Á hinum síðustu tímum hafa orð- ið allmiklar umræður um ísland í Noregi. Ágreiningur nokkur hefir verið milli landanna út af tollmálum og atvinnurekstri Norðmanna hér við land, en nú hefir verið greitt úr þeim deilum með samningi, sem báð- ir aðiljar munu geta vel við unnað. Að visu hafa heyrst bæði i Noregi og á íslandi, sem lýsa óánægju yfir málalokunum, en þó mun sú óánægja ekki svo rík, að samningnum sé nokk ur hætta búin i nánustu framtíð. Þar að auki hafa sum norsk blöð rætt talsvert um ísland í sambandi við Grænalndsmálið. I þessum umræð- um hefir komið fram hin mesta ræktasemi og góðvild til íslands. Og það er alveg víst, að með framkomu sinni í kjöt.tollsmálinu hafa Nörð- menn viljað sýna svart á hvitu, að þeir vilja rækja forna frændsemi við oss Islendinga. Sarnt sem áður hafa Norðmenn lát ið ýmislegt fjúka í þessum umræð- um, sem vakið hefir undrun manna hér á landi. Suma Norðmenn dreym- ir nú stóra drauma, sem væru ls. landi ekki með öllu hættulausir, ef þeir rættust. Þeir hyggjast að end- urreisa Noregsveldi hið forna. Að vísu veit ég ekki til að þeir hugsi sér, að ná aftur löndum þeim fyrir vest- an haf, sem einu sinni lutu Noregs. konungi. En hitt fara þeir ekki levnt með, að þeir vilja hafa bæði Færeyj- ar og Grænland alt af Dönum, og svo gera þeir ráð fyrir að Island muni bætast við í félagsskapinn — af fús- um og frjálsum vilja ! Mér er nú að vísu ókunnugt um, hvað djúpar rætur þessar djörfu framtíðarvonir hafa fest meðal al. mennings í Noregi. Að likindum eru það einkum ungir mentamenn, ákafir og stórhuga föðurlandsvinir, sem flytja þjóð sinni þenna fagnaðarboð- skap. En þó virðist Grænlandsdeilan við Dani benda í þá átt, að þetta séu ekki orðin ein, heldur fylgi þeim talsverð alvara. Þess þarf ekki að geta, að viðskifti Dana og Norð- manna leiða Islendingar augvitað al- gerlega hjá sér. En hitt er hin mesta nauðsyn, að benda Norðmönnum á, að þær hugmyndir, sem sumir menn þar í landi virðast gera sér um pólitisk- ar framtíðarhugsjónir íslendinga, eru á engu bygðar og ekkert annað en hugarburður sjálfra þeirra. Það er víst að blóðskylda og sameiginlegar endurminningar hafa ofið þau bönd á milli Noregs og íslands, sem aldrei munu slitna. En jafnvíst er hitt, að sá Islendingur er enn þá ófæddur, sem hugsar til pólitisks sambands við Noreg, i hverju formi sem það sam-, band væri. Eg efast um, að Norðmenn sé það ljóst, hvílík ítök Noregur á í hugum Islendinga. Þegar íslenzkt barn er orðiö bóklæst er það komið í sálufé- Iag við hina fornu Norðmenn. Vort mál er þeirra mál. Og ekkert land í heimi verður Islendingum svo hug- stætt sem Noregur. Sögurnar gerast í öllum bygðarlögum landsins, svo að firðir og víkur og fjöll og dalir verða oss kunn frá blautu barnsbeini. Að nafninu til að minsta kosti. Og sum örnefnin fá yfir sig helgiblæ, engu síður en þau islenzk örnefni, sem oss eru kærust. Shk nöfn sem Sól- skel, Hafursfjörður, Hjörungavogur, á Gimsum, á Sóla vekja bernskuminn ingar i brjóstum Islendinga. Þar voru flestir okkar með hugann þegar við vorum ungir og heyrðum sögurn. ar lesnar. Allir Islendingar gætu tek ið undir með séra Matthiasi, er hann kom til Noregs í fyrsta sinn og kvað: Nú hef ég litið landið feðra minna, það land sem mér hló á bernsudögum, er sál min drkkk af helgum hetjusög- um frá Hálegg upp til Gríms ins loðin. kinna. Mér finnst ég sjái móður minnar móður, jeg máilð þekki, svip og alla drætti; hér ómar alt af helgum hörpuslætti, jeg hlusta til af djúpri undran hljóð- Menningarsamband Islands og Noregs á lýðveldistímanum er alveg dæmalaust í sögu þjóðanna. Að visu var Island aðallega veitandi, og Nor. egur aðallega þiggjandi í þeim við- skiftum. En þó gleymist oss íslend- ingum altof oft, að Noregur tók á sinn hátt þátt í bókmentasarfi voru í fornöld. Norðmenn veittu oss á- heyrn. Konungarnir og höfðingj. arnir í Noregi höfðu hinar mestu mætur á kveðskap og sagnaskemtun Islendinga og hvöttu íslenzk skáld og fræðimenn til starfa með fégjöfum og öðrum sæmdum. Hinar fornu ís- lenzku bókmentir hefðu aldrei orðið svo auðugar og öflugar sem raun varð á, ef vér hefðum ekki átt Nor. eg að bakhjalli. Kvæði og sögur voru útflutningsvara frá íslandi all- an lýðveldistímann, en markaðurinn í Norgi var viss og óbrigðull. Og þetta einstaka menningarsamband þjóðanna var mögúlegt aðeins vegna þess, að þær voru báðar einnar tungu. Og hvort telja nú Norðmenn, að Is. lendingar hafi orðið þeim að meira liði meðan þeir voru sjálfstæð þjóð eða eftir að Hákon gamli hafði kom. ið fram ráðum sinum við þá, og ls- land var komið í pólitískt samband við Noreg? Hvað græddu Norðmenn á því sambandi, sem til frambúðar væri? Aftur á móti glötuðu Islend- ingar mörgu og miklu, þó að ég sé raunar ekki þeirrar skoðunar, að sá afturkippur, sem kemur í íslenzkar bókmentir um 1300 stafi af hinu pólitíska sambandi við Noreg. Til þess hygg ég að liggi ýmis önnur rök, og fyrst og fremst þau, að öllu er skapaður aldur í þessum heimi, andlegum heyfingum ekki síður en öðru. Gúilaldartímabili íslenzkra bók menta lauk, þegar lindirnar voru þrotnar, skeiðið runnið á enda. Hin pólitiska sameining Noregs og Islands 1262 er ekki hinn sorgleg- asti viðburður í Islandssögu, þó að flestir Islendingar munu líta svo á. Norðmenn hafa oft lýst gremju sinni yfir því er þeir “mistu” ísland í hend ur Dönum 1814. En vér höfðum þá mist miklu meira, vér höfðum mist Noreg úr málfélagi við oss í hendur Dana, og hygg ég að það sé allra sotglegasti viðburðurinn í sögu ís- lands. Vér höfðum þó selt Norðmönn um öflug vopn í hendur til varnar hinni sameiginlegu tungu vor og þeirra, — heilar bókmentir, einu þjóð legu bókmentirnar, sem þá voru til á Norðurlöndum. En alt kom fyrir ekki. Til þess lágu auðvitað eðlileg- ar orsakir, eins og til alls, sem ger- ist, enda tjáir ekki að sakast um orð- inn hlut. En þá, og ekki 1814, brast sambandið milli íslands og Noregs það eina samband, sem var nokkurs virði og til ómetanlegs gagns fyrir báðar þjóðirnar. Siðan hefir Noreg ur verið íslenzkum anda lokað land. Síðan höfum vér orðið að mælast ein ir við hér i úrskerinu, og er það hið stórfelldasta afrek Islendinga, að þeini féll ekki allur ketill i eld, er einskis stuðnings var von frá Noregi, heldur héldu einir uppi merkilegum bók- mentum, sem engar aðrar þjóðir litu við og sízt Norðmenn. Það tjáir ekki að láta eins og maður viti ekki af þessari hörmulegu ráð viðburðanna. Kristjanía heitir nú að vísu Osló eins og fyr á dögum, en þrátt fyrir það verður Islendingur, sem kemur þang. að, að tala dönsku til þess að gera sig skiljanlegan. Vér Islendingar megum muna tvenna tímana. Þegar Danir um niiðja 19. öld og raunar lengi sið. an 'þverneituðu að viðurkenna is- lenzk landsréttindi, og Norðmenn um sömu mundir gengu í berhögg við allan söguelgan sannleika og gerðu hverja tilraunina á fætur annari til þess að kasta eign sinni á fornis. lenzkar bókmentir, þá voru kaldar hyggjur Islendinga til frændþjóða sinna. Danir þóttust eiga landið, Norðmenn bókmentirnar. En nú er norsk sagnritun komin í alt annað horf, svo að heita má, að nú eimi litið af fornum ójöfnuði. Qg 1918 viðurkendu Danir sjálfstæði Islands svo eindregið og afdráttarlaust, að nú er fullkomlega bundinn endi á öll deilumál vor og þeirra. Danahatrið á Islandi, sem menn höfðu raunar gert alt of mikið úr í Danmörku, hvarf í einni svipan úr sögunni, þeg- ar þessi viðurkenning fékst. Og von andi hefir íslendingahatrið í Dan_ mörku farið sömuleið. Að minsta kosti er þaðvist, að framkvæmd sam bandsJaganna hefir farið svo vel af stað, að vér íslendingar höfum mikl ar vonir um, að sambúðin við Dani verði jafn gæfusamleg á komandi tím um sem hún hefir verið oss erfið á liðnum öldum. Afstaða íslendinga til frændþjóða sinna hefir því breyst svo mjög til batnaðar á síðustu tím. um, að það hefði þótt mikil fyiirsögn fyrir fáeinum áratugum. Þess vegna hefir hjal sumra norskra blaða um, að íslendingar muni tilleiðanlegir til þess að ganga í pólitískt samband við Norðmenn, komið mönnum algerlega á óvart úti hér. Það er óhætt að fullyrða, að er.ginn maðttr hér á alndi hefir látið i ljós slíka ósk eða tilhugsun. Enda hafa Islendingar nú ærið annað að starfa en að hlaupa út í stórpólitiskt æfintýri. Vér erum smáþjóð í stóru landi, tæpar 100,000 manna á 100,000 fer. km. Slíkt hlutfall milli stærðar lands og þjóðar er háskalegt. Vér verðum á komandi tímum að beita öll um vorum kröftum í þá átt að gera oss þetta örðuga land undirgefið. Þjóðmálefni vor eru nú og flest á þvi reki, að ekki mun af veita, þótt vér snúum oss að þeim, ótruflaðir af öll- um draumórum. Stórfengleg verkefni bíða vor á öllum sviðum. íslenzkur landbúnaður er framfaralítill, — vinnufólksekla, hátt kaupgjald og margt annað stendur honum fyrir þrifum. öllum Islendingum hlýtur að vera Ijóst, að það er hin mesta höf- uðnauðsyn að rétta við hag landbún. aðairns, því að ef bændamenningin fer forgörðum, þá verður ekki mikið eftir af íslandi. Sjávarútvegur vor hinn nýi, togarútgerðin, er enn í bernsku og þolir ekki mikil áföll enn sem komið er. Stjórnarfar vort er svo óheilbrigt, að óhugsandi er ann- að en að hér fari í hönd hörð bar. átta til þess að gera þjóðinni það nokkru samboðnara en það nú er. Skuggahliðar þingræðisins hafa gert vart við sig hjá oss, ekki síður en í öðrum þingræðislöndum. Hér er ekki staður til þess að fara ferkar út í þá sálma, en allir hugsandi Islending- ar munu nú asmmála um, að við svo búið geti ekki lengi staðið. Menta- mál vor eru öll í ólagi, og er hætt við að torvelt reynist að koma þeim í sæmilegt horf. I þeim efnum verð- um vér þess tvenns að gæta, að vernda hina innlendu menningu fyrir óholl- um áhrifum utan að, en hafa þó um leið sem traustust menningarsambönd við aðrar þjóðir, bæði Norðurlanda. þjóðirnar og stórþjóðirnar. I raun og veru hafa íslendingar meira stórræði íhug, en flestar aðrar þjóðir. Vér dirfumst þess, svo fámennir sem vér erum, að halda uppi sjálfstæðri þjóð- menningu, en keppum þó beint út í straumiðu heimslífsins. Vér þoldum furðu vel einangrun liðinna alda, þótt sorglegar menjar hennar sjáist ennþá, hvar sem litast er um í þessu litla þjóðfélagi. Nú er spurningin: Verðum vér menn til þess að stand- ast strauma hins nýja tíma? Fer ekki alt á flot hér? Flosnum vér ekki upp af andlegri föðurleifð vorri? Til þess að svarið við þessum spurningpim geti oiðið svo sem vér mundum kjósa, er ekkert annað ráð, en að menta þessa þjóð betur, en nokkur þjóð er ment- uð. Það er býsna langt frá, að svo sé nú sem stendur. En takmarkið má ekki vera lægra! Vér höfum minna bolmagn en allar aðrar þjóðir, og það getum við ekki bætt um með neinu öðru, en að menta hvern ein- stakling þjóðfélagsins, bóndann, sjó. manninn og embættismannnin, betur en annarsstaðar tiðkast. Það verð- ur oss enginn hægðarleikur, en þó eigum vér svo traustan grundvöll inn lendrar menningar að byggja á, að vér ættum að geta komist langt áleið- is Slik eru umhugsunarefni og á- hyggjuefni Islendinga um þessar murtdir. En hitt er oss fjarri skapi, að hyggja á nýjungar í utanríkispóli- tíkinni. Vér munum vissulega aldrei gleyma frændsemi vorri við Norð- menn. Engar erlendar bókmentir hafa átt slíkum vinsældum að fagna og gert slíkt gagn ihér á landi, sem þókmeaitir Norðmanna á 19. og 20. öldinni. Allir Islendingar vona að viðskifti milli landanna verði æ meiri og meiri og vinsamlegri með hverju ári sem líður. Þess vegna hefir hið nýja skipasamband við Bergen vakið almelina og óblandna ánægju hér á landi. En ef einhverntíma verðu reynt i fullri alvöru að framkvæma drauma sumra Norðmanna um endur reisn Noregsveldis hins forna, þá er hætt við að Mörlandinn reynist tóm látur enn sem fyr. Mér minnumst þá þess, að Norðmenn eru ekki ein- göngu frændur vorir, heldur einnig vorir skæðustu keppinautar. Og ótil- neyddir munum við aldrei gera póli. tískt samband við þá. — Skimir. Islenzkir listamenn í París. Á hinni heimsfrægu almennu lista- sýningu í París, sem opnuð er ár hvert í byrjun nóvember, er í fyrsta sinn í ár tvö verk eftir íslenzka lista- menn. Nina Sæmundsen sýnir þar mynd, er hún nefnir “Móðurást.” Þá hef- ir Gunnlögur Blöndal fengið að sýna þar málverk eitt eftir sig. Er það iandlagsmynd úr nágrenni Neapel. Nína hefir dvalið um hríð i París, og stundað þar list sína. Hpfir hún fengið tilboð um að fá atvinnu þar i borginni við aðgerðir á styttum, sem eru á torgum úti og eru orðnar veð_ urbarnar. Gunnlaugur hefir verið erlendis nú nálega tvö ár, sumpart í París, en all- lengi í Italíu. Er hans von hingað heim í vetur. Hefir hann einkum lagt stund á andlitsmyndir, eins og kunnugt er; enda orðinn snjall við þær, er hann fór að heiman. ♦}* ♦!♦ Nýjar vörubirgðir Timbur, Fjalviður af öll- ♦♦♦ ------------------—------ um tegundum, geiréttur ♦> ♦> og allskonar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. ♦*■♦ "V- '-'fe ttUOXWHU* UVSAAJ. »ViliU*VU t *A VAA WU Ö‘UbbUl. ♦ ♦♦♦ ♦♦♦ Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að ♦♦♦ X sýna, þó ekkert sé keypt. ♦♦♦ ♦♦♦ TheEmpire Sash & Dood Co. ❖ T ▲Ti ♦*♦ HENRY AVE. EAST X T ♦:♦ Limited WINNIPEC. y ^♦♦♦-♦♦♦♦♦^♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦^ vy v^v vy v^v v^v v^v vy vy T^T vy f f i f f f V Sím <♦ KOL! - - KOL! HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA. Bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. Allur flutningur með BIFREIÐ- Empire Coal Co. Limited N 6357—6358 603 Electric Ry. Bldg. f f ♦♦♦

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.