Heimskringla - 28.01.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.01.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JANÍJAR 1925„ (StofnnS 1886) Kemnr flt fl hverjum mIBviknde®L EIGENDUK: VIKING PRESS, LTD. 8S3 og 855 SARGBNT AVE., WINNIPEG, Taloíml: N-6537 VertS blaBsins er »3.00 Argangurinn borB- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREfcS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Bitstjóri. JAKOB P. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. I'tnnftMkrlft tll l>lnf$Mlnnt THB VIKING I*HESS, Ltd., Dox 3105 UtanflMkrlft tll rltMt jftraiiM: EDITOIi HEIMSKRINGL.A, Box 3105 VVINa’VIPEG, MAN. “Heimskringla Is publlshed by The Vlklnj? Presa Ltd. and printed by CITY PHINTIN G *fc PUBLISHING CO. 853-855 Sarjcent Ave„ VVInnlpe«r, Man. Telephones N 6537 \ i ■■ ■■ .... WINNIPEG, MANITOBA, 28. JAN. 1925. Örbirgð og auður. Fátækt, skuldir, gjaldþrot! Þessi orð munu tíðari á vörum manna nú um þessar mundir, en flest önnur, og ekki að öllu leyti að ástæðulausu. Þjóð- irnar eru í skuldum, svo miklum, að þær sjá ekkí út yfir skuldakröfurnar. Stjórn- málamennirnir sitja við að reikna sam- an skuldir, og vexti af skuldum. Tölurn- ar hlaupa upp á milljónir og billjónir, stíga svo hátt að skilningur manna er aflvana að fylgjast með; hefir enda ekkert til samanburðar nema skuldareikninga ná- búaþjóðanna, sem ýmist eru einum tölu- stafnum hærri eða lægri. Allar þjóðir eru í skuldum, allur heim- urinn er í skuld; svo stórri, að hann á alls ekki fyrir henni ef tölunum má trúa. Tekjurnar, er með öllu upphugsanlegu móti er reynt að auka og margfalda, hrökkva ekki til að borga vextina af þess- um skuldum. Með ári hverju bætast við nokkur hundruð milljóna, og haldi því á- fram til lengdar, getur farið svo að hinar samanlögðu tekjur þjóðanna hrökkvi ekki* til að borga vextina af vöxtum hins samanlagða skuldafjár veraldarinnar. Þá er allur heimur gjaldþrota. En hver eða hverjir gjöra þá* fjárnámið? Eftir þessum mælikvarða eru allar þjóðir fátækar nú á dögum. Hvaðan fátækt þessi starfar, mun flest- um ljóst að einhverju leyti. Hún stafar frá eyðslusemi, frá þvf, að heimuri'nn hætti að vinna að sameiginlegum máflum, og gerði ekkert annað í meira en fimm ár, en að eyða því og eyðileggja það, sem kyn- slóðirnar höfðu saman safnað og gjöra látið um tugir alda. Þúsund ára gömlum arfi svo sem listasmíðum og listaverkum. er þeytt á glæ. Pimm hundruð ára gömul verk, er bættu og juku framleiðslumagn jarðar, eru rifin niður og eyðilögð. Sam- vinnu er hætt þjóða á milli, viðskiftum slitið. Alt þetta, og sjálfsagt margt fleira, skapaði þessa efnalegu fátækt. * Maður stendur undrandi yfir því ný- mæli sem þegar hefir komið fram, að samvinnan í sem víðtækastri merkingu, sé eini, eða aðal grundvöllurinn undir hinni ytri og efnalegu velferð þjóðanna. Það hafði þó enginn ætlað fyrir einum 10 eða 15 á-rum síðan. Þó verður furðan enn meiri, þegar sýnt er fram á það, að við- skiftin séu í raun og sannleika eigi annað en samvinna. Á þau hefir verið svo lit- ið, að þau væru einskonar fjáraflaspil, þar sem ein þjóðin leitaðist við að ná undir sig eignum hinnar, án þess að láta mikið koma í staðinn. Á þau hefir verið litið frá sjónarmiði smáprangáranna, er reikna sér hálfan gróðann í því, sem þeir geta svikið. Það hafa þótt órjúfandi lög, að “það hefði eik sem af annari skefur”. En nú hafa síðustu árin fært heim sanninn um það, að svo er ekki. Þau hafa sýnt og sannað, að til lengdar nær hver þjóð eigi meira en hún lætur úti, að viðskifti eru í raun réttri eigi ananð en samvinna, — helzta og æðsta samvinnan. Verka-afrakstur einnar þjóðarinnar gengur fyrir verka-afrakstur hinnar þjóð- arinnar Hver um sig kann bezt að sínu verki, vinnur sér það léttast og kostnaðarminst og er því hagkvæmast að skifta við hina á því sem hún gerir og kann bezt til. En hvarvetna á hnettinum krefst lífið alls heima stritsins, — ein- hýers örlítils hluta þess alls. Ekkert má missast. Þegar því að viðskifti slitna, verður sama þjóðin að gera öll verkin, er þær áður gerðu allar, þau verkin, ^sem hún kann og þau sem hún ekki kann, og svo fara henni hin óvönu störfin að þau verða kostnaðarsöm og illa unnin og það sem verst er draga úr framleiðslu- magni vanastarfanna, svo afraksturinn verður þar minni og dýrari. Alt þetta skapar fátækt. Samvinnu- slitin baka þjóðunum fá-tækt og efna- skort. Enginn hefir betur sýnt fram á þetta, en brezki hagfræðingurinn mikli, John Maynard Keynes, er var aðal-fjár- málaráðunautur brezku stjörnarinnar meðan á heimsófriðnum stóð. Um það hefir hann ritað hverja ágætisbókina á fætur annari í seinni tíð. Má þakka hon- um þær tilraunir, er gerðar hafa verið nú á þessu síðastliðna ári, að koma á sætt og samvinnu milli hinna ýmsu ríkja í Evrópu, þó öðrum sé það ðignað. er ekki hinn ýtrasti mælikvarði fátæktar. Margur er því auðugri en hann heldur. Sá sem hefir fæði og klæði, og athvarf þar sem hann hefir höfði sínu að að halla er “eigi alls vesæll”. Og hugur eigi síð- ur en hönd skapa honum það athvarf. Margur gleymir þeim auði, sem hann á, en horfir úr sér augun á skuldaregistur Iþjóðanna, — reikningsfærzlu ranglátu ráðsmannanna. Þann auð á hann er gert getur hann jafnvel í fátækt, ríkan. “Svo að þótt hann sé lítilsvirtur, er þó nafn- .tfiv^gur, íatækur auðgar þó margan, á ekkert hefir þó alt”. Fæði og klæði friðsamt heimili, heilbrigði, fáeinir vinir, tækifærið að vera til einhvers gagns, hinn frjálsi aðgangur að verki veraldar- innar, óspilt réttlætistilfinning, alt þetta Veraldarfátæktin stafar frá sam- vinnuslitunum, frá hugarfarinu sem til þess að skapa öðrum tjón steypir sjá-lfu sér í glötun. Fyrstu og helztu orsaka hennar er að leita í hugsunarhættinum. Það er hörð kenning, að auðurinn — sjálft aflið hlutanna sem gera skal, þetta sem allir þrá og sækjast eftir og telja undirstöðu allrar gæfu, skuli eiga gengi sitt undir hugsunarhættinum, — andlega lífinu. Veraldarfátæktin stafar ekki frá því, að þjóðirnar hafi staðið iðjulausar um allan þenna tíma. Þær hafa ekki verið iðjulausar. Þær hafa, ef til vill, aldrei verið iðnari, lagt ríkari á- herzlu á iðju og framleiðslu en á þessum síðastliðnu 10 árum, er skuldanna hafa safnað. í En iðjusemin er ekki einhlít, ef eigi er hugsað út í það, til hvers að starfið skuli ganga. Hugsunin, sem til grund- :vallar liggur fyrir verkinu, er víngarðs- I herrann, sem geldur hverjum eftir því sem hann hefir unnið til. Sé verkið unn- ið til eyðileggingar, er ávöxturinn ör- birgð og allsleysi. Sé það unnið til þess að kippa stoðunum undan velgengni ná- ungans, eða nágranna /þjóðanna, fellur þekjan yfjr þann sem stoðirnar fellir. * * * Jafnframt því sem rætt er um fátækt veraldarinnar nú á* tímum er mikið skraf að um það, hvernig bæta megi úr þeirri fátækt. Algengasta ráðið eftir því sem oss er kent, er að láta aðra borga — ein- hverja aðra. Ekki er á það litið hvort þessir aðrir hafa nokkuð til að borga með, þeir eiga að borga samt. Verkveit- andinn á að borga, þó einskis arðs verði hann aðnjótandi af vinnu verkamann- anna. Götulýðurinn heimtar að ríkið eða bæjarfélagið fæði sig og klæði, eins og það væri einhver auðkýfingur er hefði ótal hirzlur fullar fjár í stað þess að það er “samfélag fátækra”. Aðrir heimta, að nábúaríkin borgi er ekki fá alið sína eigin borgara, eða þá nýlendur eða her- numin lönd. En hvaðan á það fé að koma þegar heimsauðnum er eytt? Jörðin er hin eina, sem getur borgað. Hún ber hinn sama auð í skauti sem áð- ur, en hún réttir hann engum fyrirhafn- arlaust upp í hendurnar. Allir verða að iþorga. Allir verða að leggja lið sitt fram, hver að því verki sem hann kann bezt til, og að loknu dagsverkinu skift- ast á* afurðum hinna margbreytilegu starffa eftir þörfum. Samvinna verður að takast og haldast ef fram úr vand- ræðunum á að rata. Hugsunarháttur- inn að umskapast. Andinn er afl þeirra hluta sem gera skal. * * * Þá ber og þess að gæta, hver sé hinn sanni mælikvarði auðsins. Til þessa hef- j ir auðurinn verið aðeins mældur á einn mælikvarða, gnægðir gulls og silfurs, pells og purpura og dýrmætra steina. Fyrir þetta hefir alt átt að fást, með því öllu að vera borgið. En hefir þá gull eða silfur eða dýrmætir steinar horfið úr helminum nú á þessum síðustu t árum, i fyrst að heimurinn er orðinn svona fátæk- ur? Hefir nokkuð af þessu týnst svo telj- andi !sé, eða glatast, svo það sé 'ekki, framar til? Það mun vera mjög lítið. Af því hafa að vísu gengið sögur, að allstór- 1 ar hrúgur af gulli hafi horfið þannig, að það sé læst inn í höllum og járnvörðum skápum. Sagt er að á Indlandi hafi safn- ast saman hundruðir milljóna í gulli og silfri, er lokað sé inni sem hulinn fjá*r- getur lagt til geisla á lífsleiðina, er fegur skína en brotaljós demanta, rúbína og annara dýrmætra steina. Þessi auður varpar yfir hann þeirri skikkju, sem ber af litprýði liljunnar, er á akrinum vex og er fegurri skrúða skrýdd en keisarar og konungar. Ef þessi auður væri lagður í veltu, gæti svo farið, að færri yrðu myrkrabólin en áður, að fæðuskorturinn smá-rénaði, að hinum glæpsamlegu stríð- um fækkaði og að fleiri yrðu frelsaðir, sem væru að glatast. Ef þessi auður er lok- aður inn í hugskoti manna, kemur hann eigi að notum, en hann má síður miss- ast en gullið og silfrið, og hinir dýrmætu steinar, sem læst er inni í höllum og fjár- hirzlum valdsmanna og fylkiskonunga fjarlægra landa. Fátækt þjóðanna er mikil. úr henni þarf að bæta. Það er mikið verk og sém öllum er fengið að gera, og til þess þarf hver að vera allur við en ekki hálfur. En til verksins er enginn hæfur, sem ekki býst jafnt hið innra sem hið ytra. “Mað- urinn lifir ekki á einu saman brauði”. tt'pp í gjaldþrotin miklu gengur ekki ein- göngu gull og silfur, heldur og líka hinn andlegi auður. Fátækastur er sá sem skortir ailan andlegan auð, þótt korn- forðabúr hans séu full. Þetta eru þeir fátæklingar sem vei<stu sveitdþyng^lin skapa í mannfélaginu, sem gert hafa. þjóðirnar gjaldþrota, sóm leitt hafa þær út í glötunina, sem deytt hafa sveinbörn- in, sem líflátið hafa spámennina, sem íengið hafa fávizkunni til varðveizlu, lykla himnaríkis og lokað hafa því sælunnar hliði. En þessi auðskortur er engum á*- skapaður. “Sjáið akursins liljugrös”. * * * Margir alvarlega hugsandi menn hafa tekið eftir því og bent á, að hótfinslu- andi, en að sama skapi andi óhagsýninn- ar, óreiðunnar og heimtufrekjunnar, hefir verið að búa um sig í þjóðfélaginu nú upp á síðkastið. Það er sársauka- efni næði þessi andi að taka sér bólfestu í huga þjóðar vorrar og eigi sízt hennar yngri manna. Hve mikil gjaldþrot, hvað mikla fátækt það myndi skapa gætu víst fíáir sagt. Ávöxtur þessa anda ;er al- gert hirðuleysi um alla hluti, og skortur á skyldu og ábyrgðar tilfinningu gagn- vart öllu sem verið er að gera. Alt á það að vera.til ónýtis. Framfara viðleitnin, trúarhugsjónirnar, sem verið er að benda á, þjóðernisvakningin, sjálf orðheldnin, alt er einskis virði. Heimsmeinin á að lækna með hávaða og heimtufrekju. “En enginn verður heill þótt hljóði”, segir hið fornkveðna. Eins vel mætti þá segja að vindrellan, sem snýzt með hverjum gjósti, hafi á*hrif á vindstöðuna. Þessu hugar- ástandi fylgir hvorki fullnægja eða innri fögnuður, — engin gleði, heldur beizkja og biturleiki til lífsins og mannanna. Næði þetta mein að grafa um sig, yrðu af- leiðingarnar þær, að starfið sem sam- takanna þarfnast verður óunnið. 1 stað þess að lá*ta hendur standa fram úr erm- um, er þeim stungið í barminn. En höndin, sem falin er í barminum, þegar til þeirra verka kemur, þegar ailir þurfa að hjálpast að, er hin ómildasta hönd í heimi. Afsökun veitir það enga, að “armurinn sé mjór”. Engin hönd er svo orkusmá, að eigi muni hennar. Hún get- ur lyft mörgum steinum úr götu, læknað mörg mein, bundið um ótal sár, bætt úr . mörgu fátæki ef heill hugur fylgir og góð- | ur vilji. sjóður í ramgerðum köstulum einna og j annara innlendra höfðingja. Hvert þetta j er satt veit enginn. Hitt vita allir, að ; fátæktin er þar eigi minni en annarstað- ! ar, og að gullið og silfrið hefir ekkert bætt úr henni. Miljónir falla þar úr harð- | rétti árlega. Drepsóttir og dauði Ýara þar um sem logi yfir akur. Hinn sanni ! mælikvarði auðs, er því hvorki gull eða I silfur. — Andinn er afl þeirra hluta sem j gera skal. * * * - Mælikvarði fátæktarinnar, er hung- ur, nekt, athvarfsleysi. Gull og silfurléysi Einkennileg saga, eins og þær £ru margar í fornsögum vorum, er sögð af Magnús konungi góða, eftir orustuna við Hlýrskógsheiði á Jótlandi. Orusta þessi var einhver hin mesta og mannskjæð- asta er háð hefir verið á Norðurlöndum: “Eftir bardagann var flest manna sárt í liði konungs. Fer hann þá um og kann- ar liðið og lét’ binda sár manna sinna, en læknar voru eigi svo margir í herinum sepi þurfti. Gekk þá konungur til sinna manna, þeirra er honum sýndist og þreif- ar um hendur þeim og strauk um lóf- ana. Nefnir hann síðan til sjö menn, þá er honum þótti sem mjúkhend astir myndi vera, og sagði að þeir skyldi binda sár manna, en enginn þeirra hafði fyrr um sár bundið, en allir þessir urðu hinir mestu læknar. Tveir af þeim voru íslenzkir; var annar Þorkell Geirason af Lyngum, en hinn Atli faðir Bárðar í Selár- dal, og komu frá þeim margir læknar síðan”. Ef einhver Magnús konungur góði gæti þre'ifað úpi hendur þeirra er aldrei hafa fyrri bund- ið um sár, og hvatt þá til lækn- inga er eigi ósennilegt að margir fleiri gætu orðið góðir læknar en eru. Lækningar eru með ýmsu móti. Mannfélagsmeinin eru mörg. Sum sýnast eigi hættuleg, en þó geta þau bund- ið mörgu því aldur, er betur færi að mátt hefði lifa. En þá væri sú óskin allrp óska æðst, að tveir af hverjuim sjö er konungurinn kveddi til þess verks væru ís- lenzkir. Auður er ekki eingöngu eig- indómur, heldur og einnig manndómur. Þeir, sem konung- urinn tekur í höndina á og finn- ur að handtak þeirra er svo hlýtt og mjúkt, að þeir geta bundið um sár eru auðugir menn. En hinir sem rétta kon- unginum stirða og kalda hönd. ótama til allra verka annara en þeirra, að hrifsa og heimta, eru aumir og allslausir, og eigi sennilegt að frá þelm komi margir læknar síðan. * * * Fátækt, skuldir, gjaldþrot! Fátækt þjóðanna er mikil, skuldirnar há*ar, reikningar hinna ranglátu ráðsmanna flóknir, auðurinn innilsastur, gullið og silfrið og hinir dýr- mætu steinar, — en öllu er ó- hætt. — Andinn er afl þeirra hluta sem gera skal. Ingólfsmálið. Jíjálmar A. Bergmann lögmaiSur, er nýkominn til baka frá Ottawa, og hefir skýrt nefnd Þjóöræknisfélags. ins frá tilraunum sinum ti! aö fá hinn dauöadæmda fanga náöaöan. Fann hann að máli flesta helstu menn stjórnarráðsins, og þá einkum dómsmálaráðherrann, og bar málið upp munnlega. Auk þess lagði hann fram ítarlegt yfirlit yfir gang þess frá upphafi. Var það skarplega samin lögfræðisleg framsetning á varnarhlið málsins. Enda þótt þetta sé aðeins tiltölu. lega stuttur útdráttur úr málsskjöl- unum, ásamt Mr. Bergmanns eigin á. lyktunum, um hin ýmsu atriði vitna. leiðslunnar og sakargagnanna, er hann þó altof langur ti! að birtast í blöðunum. Auk þess voru flest at. riðin, þegar frá eru dregnar lögfræð- islegar tilvitnanir og skýringar, tek- in fam í skýrslu þeirri er Þjóðrækn. isfélagsnefndin birti, eftir að Mr. Bergmann hafði lokig ferð sinni vest- ur um nýársleitið. Það sem Mr. Bergmann fór,fram á. var í stuttu máli þetta: Að fá dauðadómnum breytt í fangelsisvist, vegna ónógrar varnar og óábyggilegra' sakargagna. En ef þeir, eftir nákvæma yfirvegun réttarskjalanna, kæmust að þeirri niðurstöðu, að eigi lægi fyrir næg ástæða til að breyta dómnum, að láta þá ramisókn fram fara, hvort maðurinn væri fyllilega með öllu ráði, því á því gæti leikið mikill vafi. Verður það að sjálfsögðu síðasta til- raunin. Vitanlega er það á móti venju dómsmálaráðherrans eða annara í ráðuneytinu, að láta nokkuð uppi um. hvaða stefnu þeir taka í svona málum; en svo mikið fanst honum hann þó mega ráða af orðum þeirra, að þeint hefði þótt svo mikilsvert um skýring. ar hans á málinu, að það yrði tekiö til hinnar nákvæmustu yfirvegunar í tæka tíð. F.r nú ekkert meira hægt að gera að sinni, og eigi um annað að ræða, en bíða úrskurðar stjórnarinnar. En sá úrskurður kemur eigi. samkvæmt venjulegum stjómarfarsreglum, fyr en degi eða svo fyrir hinn ákveðna aftökudag. En hver svo sem hin endilegu úr. slit kunna að verða, þá þakkar stjórn arnefnd Þjóðræknisfélagsins hinar framúrskarandi undirtektir og al- mennti þáttöku Islendinga í þessu al. varlegasta og þungbærasta máli, er félagið hefir til þessa haft með hönd- *um. Sigm. Matthíasson Long 7. sept. 1841. — 26. nóv. 1924 Þess var getið hér í blaðinu í haust (3. des. síðastl.), að and- ast hefði hér á almenna sjúkra- húsinu í bænum, vikunni áður. (26. nóv.) fræðimaðurinn og öldurmennið Sigmundur Matt- híasson Long, eftir stutta legu þar. Ekki var skýrt frá æfiat- riðum hans að því sinni. Sigmundur var fæddur og: uppalin á Austfjörðum, í Múla- sýslum, en þar á Longs-ættin óöul sín og upptök á íslandi. Sem nafnið bendir til, er ætt þessi af enskum uppruna og mun til íslands komin stuttu eftir aldamótin fyrri, áitján- hundruð. Mörgum mun óljósf hvernig það atvikaðist, leyfum vér oss því að setja hér stutta frásögn er fundist hefir í blöð- ,’um Sigmundar, og með hans eigin hendi, um atburð þann er til þess gerðist. Heimildir að sögunni munu í alla staði á- byggilegar, og Sigmundur haft þær eftir föðurfólki sínu, ent það aftur eftir föður sínum. Richardi Long er fyrstur bar það nafn á íslandi. Frásaga Sigmundar rituð 17. sept. 1911. er á þessa leið: “Richard Long telzt fæddur 1782 í Englandi. Foreldrar hans. sem voru af heiðvirðri borgara- stétt, hétu John Long og Sarah Elizabeth. Þau voru 7 systkin- in, (börn þeirra John og Sarah Elizabeth Long). Richard ólzt upp í foreldrarhúsum, þar til hann var á 12. ári, a& hann var settur sem ká*etudreng; ur á kaupskipi, er átti að fara til Hamborgar, — einn háset- anna var bróðir hans fullorð- inn, Matthías að nafni. Á leið- inni var skipið tekið af frönsk- um sjóræningjum. Þeir tóku það er þeim leizt af skipsfarm- inum, en létu að því búnu skip- ið fara leiðar sinnar, með mönn ununí, nema drengurinn (Ric- hard Long varð eftir fyrir það að hann hafði særst á fæti og þess vegna dregið sig í hlé. Skildi þar með þeim bræðrunum og vissl hann ekki um Matthías eftir það. Nú er hann var orðinn einn síns liðs meðal framandí manna, kom það vel að hann var hraustur og atgjörvismikill eftir aldri og að sama skapi þægur og verklæginn, og hafði vel tekið eftir ýmsu er að sjó- mensku laut þenna tíma sem hann hafði verið á kaupskipinu. Sá skipstjórinn það fljótlega, aði hann var oft fljótari til og úr- ræðabetri en flestir af skipverj- um, sem bæði voru latir og fá- kunnandi. Þótti honum því sér- lega vænt um drenginn, og: faðmaði liann og kysti, á stund- um, er hann hafði einhverju af- lokið, sem skipstjóranum fanst mikiö um. Er Long hafði verið um hríð á ræningjaskipinu, kom á þá ofviður ógurlegt svo skipið rak í svartnætti á grýnningar við Jótland í Danmörku og strand- aði þar. Skipið sázt úr landi og varð mönnum bjargað, þó mörgum þrekuðum af frosti, en Richard var heill og óskemdur, sem þó mátti nærri furðu kalla. þar sem hann var ungur að aldri og orku. Skipshöfnin var send til Frakklands, en Richard varð eft ir á* Jótlandi, allslaus í ókunnu landi. En þá vildi honum það

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.