Heimskringla - 28.01.1925, Síða 5

Heimskringla - 28.01.1925, Síða 5
WINNIPEG, 28. JANtJAR 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA til að héraðsdómari nokkur, Lindal að nafni, er bjó í Lemvig á Jótlandi, tók hann að sér, þegar hann kom af skipbrotinu, hreytti við hann eins og bezti faöir og ól hann upp í húsi sínu. Þar lærði hann skrift og reikn- ing, hvortveggja afbragðsvel, og Þar fékk hann undirvísun í handverkum, náttúrufræði og fleiru, sem hann bjó að alla æfi sér til gagns og sóma. Hjá þessum heiðursmanni dvaldi hann í 7 ár, þá var hann fenginn til að vera skrifstofu- stjóri hjá stórkaupmanni And- rési Kyhn, hann bjó þá í Khöfn, var álitinn stórríkur maður, og hafði víðtæka og mikla verzlun á Islandi. Hjá honum var Ric- har Long, fyrst á skrifstofu hans í Khöfn, en svo var hann sendur af Kyhn til Reyðarfjarð- ar á Austfjöröum, því þar átti Kyhn verzlun. Var hann þar ▼erzlunarstjóri, þar til Kyhn varð gjaldþrota, hvar við eignir hans sundruðust og verzlun sú, er Long var fyrir hætti. Eftir að Long hætti verzlun- arstörfum bjó hann um hríð sem bóndi, fyrst á< Eskifirði, svo á Sellátrum í Reyðarfirði. En er hann hætti búskap fór hann til Þórunnar dóttur sinnar °S manns hennar Þórólfs Jóns- sonar og þar dó hann í júní 1837. Börn Richards Longs voru Þórarinn og Kristján. Móðir þeirra liét Kristín Þórarinsdótt- ir. En börn hans með konu sinni, Þórunni Þorleifsdóttur bónda í Stærri Breiðuvík, Bjarnarsonar Ingimund'arsoúar ▼oru þessi: Jón, Matthías, Georg, María Elizabeth, ÞóriAm. Richard Long var fullkom- inn meðalmaður á hæð og gild- leika og sterkur vel, frjálslegur í sjón, heldur dökkleitur, lista- skrifari, ágætur smiður og erf- iðis maður hinn mesti.” Söguágrip þetta, þó eigi sé lengra er ljóst og skipulegt. Seg- ir það frá afar einkennilegum atburði, er eigi mun þó vera einstæður með öllu í sögu' ís- lands, hversu ungir og efnilegir Dienn frá útlöndum hafa fyrir sérstök atvik örlaganna fluzt þangað og sezt’þar að. Einmitt á þeim tíma sem Richard Long ler að heiman, er hafinn ófrið- w milli Englands og Frakka. Er það á fyrstu uppgangsárum Napóleons. Hafa því siglingar verið mjög hættulegar og naum ast börnum hent að eiga í för- um landa á millum. Mun það og mestu hafa ráðið því, að Ric- hard fór aldrei heim aftur, en staðnæmdist fyrst í Danmörku og síðar á tslandi. — Hinn annar sonur Richards Longs og Þórunnar konu hans, Matthías, átti fyrir konu Jófríði dottur Jóns bónda á Freyshól- um í Skógum, Eiríkssonar bonda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, Bárðarsonar, en kona Jóns á Freyshólum var Guð- björg dóttir Magnúsar bónda á Borg í Skriðdal, Guðmundsson- ar Tönnesonar á Hvanná á Jokuldal. Bjuggu þau Mátthías og Jófríður um tíma í Stakka- blíð í Loðmundarfirði, og þar er Sigmundur fæddur 7. sept. 1841. Ársgamall fluttist hann með foreldrum sínum upp i Kljótsdalshérað. Börnin voru mörg og var efnahagur freniur þrongur, urðu þau því að láta Þau frá? sér, er þau stálpuöust, svo þau hefðu ofan af fyrir sér sjálf. Níu ára gamall var Sig- mundur léður sem smali til vandalausra, eftir það fór hann a)drei heim aftur til foreldra smna, en vann fyrir sér á ýms- um stöðum þar í liéraði til full- orðinsára. Átti hann þá stund- um á þeim kafla æfinnar við til fmnanleg kjör að búa, því á Þeim tímum voru sumir hús- mndur ónærgætnir, eigi sízt 'ið vandalausa unglinga, ætl- uðu þeim verk sem fullþroska mönnum, án allrar vorkunsemi °S hirtu eigi um, þótt þeir væru bæði svangir og klæðlitlir. Sigmundur var fremur bráð- þroska og tápmikill, en eigi að sama skápi hneigður til algengrar sveitavinnu. Bar snemma á því, að hann var mjög bókhneigður, því hann var alstaöar og altaf með bækur, er hann gat því við komiö. Sitjandi yfir ám á sumr- um var hann sílesandi, og standandi yfir fé á vetrum, kald ur og klæðafá<r, ætíð með bók í barminum, er æskuvinir hans lánuðu honum. Enga átti hann bókina sjálfur og ekkert til að kaupa bók fyrir. Um fermingaraldur átti hann eina sauðkind, og ,hana seldi hann fyrir 4 ríkisdali, til þess að geta borgað prestinum, síra Jakob Benediktssyni á Hjalta- stað (1856—’74), fyrir þá einu uppfræðslu, er hann hlaut um æfina — ferminguna. Hafði síra Jakob orð á því, að Sigmundur hefði verið sá gáfaðist ungl- ingur er hann hefði fermt, vildi fá menn til að styrkja liann til skólanáms, þó ekkert yrði af. Mun hann þá hafa verið kominn niður í bæði skrift og reikningi, og sva í dönsku. Allar bækur las hann, sem hann náði í, en vænst þótti hön. um urn það alt sem gamalt var og svo allan skáldskap, enda vel hagorður sjálfur, þó eigi héldi hann slíku á lofti. Sýndi það hvert hugurinn stefndi, að alþýðufræði og fróðleik, og svo hinni óskráðu en eiginlegu sögu þjóðarinnar, hið ytra og innra. Strax sem hann varð þess um- kominn, byrjaði hann á að safna sögum og munnmælum, og kveðskap af allskonar tagi. Ritaði hann þetta upp eftir skræðum, er hann hafði að láni, eða eftir sögusögnum skil- vísra manna. Ungur tók Sigmundur við bókasöluumboði fyrir ýmsa menn og félög er bækur gáfu út heima eða erlendis, svo sem Bókmentafélagið, Þjóðvinafé- lagið og fl. Á þann hátt kyntist hann Jóni Sigurðssyni forseta bréflega, og mun Jón fremur hafa hvatt hann en latt við handritasöfnunina. Safnaði Sig- mundur fyrir- hann eða Bók- mentafélagið, handritum og bókum af ýmsu tagi er hann sendi honum. Þá sendi hann og seinna annað safn all-mikið til Tryggva Gunnarssonar, auk ýmiskonar bóka og smárita er hann sendi bæði Þjóðvina og Bókmentafélaginu hvað eftir annað. Bókasölunnni hélt hann á- fram meðan hann dvaldi á ís- landi, fór oft langferðir" á< vetr- um suður um Skaftafellssýslur eða norður um land. Á því ferðalagi kyntist hann mörgu og iaflaði sér upplýsingar um margt, er hann hefði annars eigi getað náð í. Þá eignaðist hann allskonar handrit á þeim ferðalögum og afritaði önnur. En sjálf var bókaverzlunin rek- in meir af vináttu við bækur og bókaútgefendur en 'fyrir hagnaðarvonina, sem í henni var. Oft lánaði hann mönnum bækur sem aldrei borguðu, en sjálfur varð hann að borga þeim sem áttu. Árið 1873, þá 32 ára, flutti Sigmundur á Seyðisfjörö, og keypti þar gestgjafaliús og rak þá atvinnu í 9 ár. Var hann afbragðsvel látinn í þeirri stöðu og ^tti flestum gestum gott og gaman að koma til hans, var liann jafnan hinp glaðasti og þægilegasti í viðmóti svo við ó- kunnuga sem kunnuga. En eigi var staða þessi honum til gagns eða gæfu, og féll eigi sem bezt að bókhneigð hans og ritstörf- um. Eigi svo að hann gerðist ofdrykkjumaður. þó allnokkurn þá-tt tæki hann í fagnaði gesta sinna, Jieldur var það ýmislegt annað, sem af því leiddi, bein- línis eða óbeinlínis er honum varð til harms og trega alla æfi síðar. Um það leyti er Sigmundur tók við gestgjafahúsinu á Seyð- isfirði, vistaðist til hans stúlka, er Guðrún Einarsdóttir hét, og ættuð var ofan af Héraði. Var hún hin mesta myndarkona og umhyggjusamasta um hvað eina. Féll vel á með þeim, og var í almæli, að þau myndu eígast. Tvö börn eignuðust þau saman, pilt og stúlku, er svo hétu, Vilhjálmur og Borghildur. Er Vilhjálmur dáinn fyrir mörg- um árum, en Borghilaur býr vestur í Yakioma í Washington- ríki, gift Mathusalem Péturs- syni, bónda þar vestra, er ætt- aður er af Jökuldal í N.-Múla- sýslu. Er Sigmun<\ur var tekinn við gestgjafahúsinu breyttist að ýmsu leyti um hagi hans. Fór svo að þau slitu samvistum, hajm og Guðrún, og fór Guðrún til Ameríku með börn þeirra bæði. Fluttist hún til íslendinga- bygðarinnar í Dakota og and- aðist, eftir skamma veru þar á öndverðri landnámstíð bygðar- innar. Um þetta sama leyti vistaðist að gestgjafahúsinu, sem ráðs- kona þar, Ingibjörg Jóhannes- dóttir, ættuð frá Litlu Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Var hún kona myndarleg og vel verki farin. Féllu hugir þeirra Sig- mundar og hennar mjög saman og fór svo, að þau giftust, voru gefin saman í hjónaband á Seyðisfirði 25. apríl 1878. Þrjú börn eignuðust þau; Valdimar Long, er nú er bókhaldari í Hafnarfirði, Svanfríði Vilhelm. ínu Björgu, er gift er manni af þýzk-amerfskum ættum og búa þau í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki, og Finnboga, er andaðist hér vestra í bænum Glenboro í Man. Árið 1882 seldi Sigmundur veitingahúsið, en bjó áfram á Seyðisfirði. Tók hann þá til að nýju að gefa sig allan við söfn- un rita og bóka, var þá< og hjónabandifi eigi orðið honum að yndi. Sökti hann sér nú nið- ur í það starf er jafnan hafði átt huga hans allan og óskift- an. Skildu nú og leiðir með þeim hjónum. Einnig tóku efni hans mjög að ganga til þurðar, fór hann þá að liyggja til burt- ferðar. Sumarið 1889, eftir 1G ára dvöl á Seyðisfirði, flutti hann loks alfari af landi burt og til Ameríku. Dvaldi hann fyrsta veturinn í Dakota hjá Borghikli dóttur sinni, er þá var nýgift, en vorið eftir flutti hann til Winnipeg og bjó þar ávalt síð- an. í þau 34 ár, er Sigmundur dvaldi hér í bæ, mun hann lengst af hafa búið út af fyrir sig með handrjt sín og bækur.. Hann var afar sparneytin og sérstakur hirðu og reglumaður. Ymsa vinnu stundaði hann framan af eftir því sem heilsa hans og kraftar leyfðu, en enga stöðuga atvinnu hafði hann nokkurntíma. Áreiðanlegur bg strangheiðarlegur var hann í öllum viðskiftum og eigi mátti hann vita til þess, að nokkur ætti eyrisvirði hjá sér. Kom og bað einkenni hans snemma fram eins og sýnir sig 4 því, er hann seldi eina sauðinnj, sem hann' átti, til að geta borgað prestinum fyrir ferminguna. Síðari árin voru kraftar hans mjög að þrotum komnir. Urðu ])á helztu störf hans þau, að rita upp eða þýða sögur fyrir ís- lenzku blöðin. En atvinna gat það ekki heitið, því svo er hag- ur íslenzkra blaða, að litlu geta þau launað þá< vinnu sem fyrir þau er gerð. Hefði hann því eigi notið áð góðs bróður, sem bú- settur er hér í bæ, hefði árin síðustu að líkindum orðið hon- um all erfið. Snemma í síðastl. nóv. veikt- ist hann, eigi svo að hann færi í rúmið. Tók hann magnleysi mikið, og var hann ,‘fluttur á hið Almenna sjúkrahús bæjar- ins. Smádró þar af honum, unz hnnn andaðist þar 26. þess sama mánaðar, sem fyrr getur. útför hans fór fram frá heimili bróð- ur hans, Bergsveins M. Long, 29. s. m.. að viðstöddum hinum mörgu eldri kunningum hans og vinum. Síra Hjörtur J. Leó talaði yfir leifum hans. Sem ráða má af því, sem þegar er sagt, var Sigmundur enginn sundurgerðamaður og hafði sig lítt til sýnis. ITann var frábitin öllum deilum og vildi eigi standa í þrasi. Dult fór hann með skoðanir sínar. Á- hugaefnið stóra var ritsöfnunin sem hann vann að fram til síð- asta dagsins. Er nú safn hans enn á ný orðið stórt, og stafar þó að mestu leyti frá árunum eftir að hann kom hingað vest- ur. Mjög var honum ant um að safn þetta kæmist heim, sem og hinar sjaldgæfari bækur er hann átti. í þeim tilgangi sendi hann heim til Reykjavíkur skrá yfir handritasafn sitt, með þeim sem þetta ritar, sumarið 1921, og mæltist til að það yrði keypt inn á ríkisskjalasafnið. Ríkis- skjalavörður yfirfór skrána og taldi safnið mjög eigulegt, vildi gjarna fái það, en hvað enga peninga þá fyrir hendi til að Jíaupa fyrir. Voru þetta fyrstu og síðustu .tilmæli Sigmundar um, að fá það að nokkru laun- að, er var aðalæfistarfið. Sem að er vikið að framan, sendi hann Bókmentáfél. mikið safn fyrir 50 árum síðan, og aftur öðru sinni árið, sem han fór til Ameríku, og tók eigi gjald fyr- ir. Tólf voru þau Sigmundur og systkini hans, þrjú hálfsystkini að föðurnum, en níu börn þeirra Matthíasar og Jófríðar, og var Sigmundur elztur þeirra. Hálf- systkinin hétu svp; Björg, Stein- unn og Matthías, en yngri systkinin voru, talin eftir ald- ursröð: Sigmundur, Jón, Jóhann, Þór- arinn, Kristján, Sölvi, Berg- sveinn, Jónas og Guðlög. Eru þau nú öll dáin nema þessir þrír bræður, Jón og Jónas er búa á Islandi hjá börnum sínum, og Bergsveinn timbursmiður, er býr að 620 Alverstone Str. hér í bæ. Sigmundur var fremur hár maður vexti, en svaraði hér vel, blá-eygur og bjartur yfirlitum. í öllum skilningi heyrði hann til hinum gamla skólanum, þeirra Brynjólfs frá Minnanúpi, Gísla Konráðssonar, Jóns Borgfjörðs og Daða Fróða. Sagnir og sögur af mönnum og atburðum frá eldri tíð ívoru Junun [hans og yndi. Með honum er mætur drengur til moldar genginn. R. P. Ur bænum. Ársþing Þjóðræknisfélagsins verð- ur haldið 25., 26. og 27. febrúar n. k. Nánar auglýst siðar. Séra Ragnar E. jKvaran mesíar í Freemasons Hall í Selkirk, sunnu. daginn 1. febr. kl. 3 e. h., og i Sambandskirkjunni í Winnipeg á venjulegum tíma. Félagið “Aldan”, heldur Tom. þolu í samkomusal Sambandskirkj- unnar, mánud. 9. febr. — Nánar auglýst síðar. TILBOfí Kæru íslendingar í Winnipeg! Af því ég veit að fólkið í Winnipeg verður að borga of hátt verð fyrir fisk til að borða, þá gef ég hér með tilboð á nokkrum kössum af góðum, nýjum fisk, meö innkaupsverði: Pikk lOc pundið: pæk 3c; birting 2ýjc og sugfisk 2c. — Þetta verð gildir sett á flutningslestina á Steep Rock, ekki minna en 100 punda kassi sendur. Peningar verða að fylgja hverri pöntun. Þetta tilboð gildir fyrir fólk út um land engu að siður, á meðan upplagið endist. — Pantið strax! Með vinsemd. JÓN STEFÁNSSO X. STEEP ROCK, MAN. WONDERLAND. “The Covered Wagon”, er sýnd á Wonderland síðustu þrjá dagana i þessari viku. Myndin er þegar orð- in víðfræg um al!a álfuna, gerð aí James Cruge, og sýnir frumbyggja- lífið í Ameríku. Hún er gerð eftir sögunni eftir Emerson Hough, og er áreiðanlegt, að hún stendur henni ekki að baki. Afriðin eru mörg og ólík. Meðal arrnars er þar sýnt þegar 350 þaktir vagnar lögðu af stað frá Westport Landing (nú Kansas City), árið 1848. Hætturnar við keyrslu yfir ár, sléttu- elda og þvílíkt er greinilega sýnt. Vísundaveiðar, eru þar einnig. Bardaga við Indiána við Fort Budg- er; skifting lestanna til Oregon og Californ'ia við Fort Hull; gullgnáma- svæðið í California lista skothæfni í fjöllunum og endirinn sýnir bygg- ingu fyrstu heimilanna í Oregon. Margar aðrar stórhrífandi sýningar eru i myndinni. Saga Booth'Tarkingtons “Monsieur Beucaire” i hreyfimyndum sýnir Rudolph Valentino, sem er nú aftur farinn að leika fyrir hreyfimyndir. Mjög mikið er borið í myndina. Þrátt fyrir það hafa stjórnendurnir ekki látið fegurðina fara svo fram úr hófi að alt verði ekki eðlilegt. Búningar allir hafa verið valdir af mikilli ná- kvæmni, bækur og listaverk höfð til fyrirmyndar. Einnig hefir eins ver. ið vandað til að siðir og hreyfing- ar séu eins og þeir voru á dögum Lúðvíks XV. í Frakklandi.- Skraut gripir og þvílikt svo þúsundum dala nemi að verða var einnig safnað, til að myndin yrði sögulega rétt. Ohætt er að fullyrða, að “Mon. sicur Beancaire” sé langbezta myndin sem Valentino hefir leikið fyrir. Hún verður sýnd á Wonderland mánu-, þriðju- og miðvikudag í næstu viku. Auk þess sem getið er að ofan, leikur Andrew Gilliam, harmoniku. snillingurinn frægi, svensk, íslenzk og ensk lög á hljóðfæri sitt. Mun það rtýstárlégt fyrir landa að heyra ís. lenzk lög spiluð á hreyfimyndahús. um. Frá íslandi. [Reykjavik 1. janúar 1925.] Morguninn 29. desember s. 1., kom togarinn Skallagrímur af hafi, en rekst í innsiglingunni, i Engeyjar. sundi, á kolaskip, sem þar lá, og lask- aðist það vvo, að það sökk eftir fá- ar mínútur, en skipverjar, 19 að tölu, björguðust upp- í skallagrím. Kola- skipið var nofskt og heitir Inger Benedicte. Það kom hingað á jóla. dag með kol til Kveldúlfsfélagsins og fleiri útgerðarfélaga, 2300 tonn, að sögn. Grunt er þar sem skipið sökk, svo að öðrum skipum er ekki fært að sigla yfir það. Er því varð- bátur hafður þar úti, til þess að leið- beina skipum, sem um sundið fara. Alþingi er kvatt saman 7. febrúar næstkomandi. Er það rúmri viku fyr en venjulegt er, og ástæðan sú, að þetta fellur betur við skipaferðir kringum land. Dáinn er 5.-«des. i Rvík, Stefán Einarsson fyrrum bóndi á Syðri- Fljótum í Meöallandi, 87 ára. Rétt fyrir jólin andaðist í Rvík N. B. Nielsen kaupm. Hann var áður forstjóri I. P. T. Bryders verzlunar í Reykjavik. Talið er víst, að maður, sem á jóla- nótt hélt vörð á skipi einu hér á höfninni, hafi fallið útbyrðis og druknað. Hefir ekki til hans spurst siðan. Hiann hét Guðnmndur Þórðar. son af Akranesi. — (Lögrétta). Bókafregn. Jón Sveinsson: ^ólskinsúag' Freysteinn Gunnarsson og Ma nús Jónsson þýddu. — Bók verzlun Ársæls Árnasonar. Rvík 1924. Þetta er í þriðja sinni, sem b eítir sira Jón Sveinsson kenmr si jólagestur til íslenzkra lesenda, eir um til hins “unga Islands”." Það vel, að útgáfa rita hans á íslenz heldur áfram. Og það sýnir, að lenzkir lesendur, einkum æskulýði inn. hefir kutmað _að meta ritvi þessa fræga landa vors. Það skiftir engu, þó að ein lenzk rödd hafi heyrst í þá átt, að 1 Sveinsson sé lítið eða ekkert sk;' T>al a moti mætti að vtsu loggja þr lofsæla vitnisburð og útbreiðslu, s \erk lians hafa hlotið meðal útleni DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrtmum. — Dodd’s Kidney Ptlla kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. þjóða víðsvegar um heim. Og minna mætti á það, sem sumum er kunn_ ugt, að merkustu rithöfundar erlend- # ir, eins og Paul Bourget í Frakk- landi, hafa ekki hikað við að sæma þennan landa vorn snillings nafnbót fyrir sögur hans frá íslandi. En hvað sem öllu þessu líður, er það þegar augljóst orðið, að Jóu Sveinsson á 'hér á landi tryggan lesendahóp, fjölda vina, eldri sem yngri, um allar bygð- ir þessa lands, til sjávar og sveita. Marga unga vini hans þekki ég, drengi og unglinga, sem eignuðust einhverja af “bókunum hans Nonna” í jóla_, afmælis. eða fermingagjöf, og voru glaðir af. Og ég hefi jafn. an samfagnað þeim ungling, er hlaut slíka gjöf og kunni að meta hana. Jón Sveinsson er sáðmaður er sáir góðu sæði í akur ungra sálna. Ivað er einhver vorgróður andans H öll um bókum hans. Og þar er ósvikinn íslenzkur ilmur úr grasi. Bækur hans sýna oss íslendinginn, sem ungur fór út í víða veröld, og sótti sér frægð og frama. Einn fór hann að heiman, leiddur úr hlaði með heil- ræðum og fyrirbænum islenzkrar móður. En vel hefir honum blessast það veganesti. Sjálfum sér og guði hefir hann reynst trúr. Og vel hef- ir hann munað átthaga sína og æsku á Islandi í fjarlægðinni. “Sólskinsdagar”, nýjal bókin, etru sex smásögur, er segja frá ýmsum bernskuminningum höfundar heima á Islandi. Auðséð er, að traust bönd tengja hann við Island; bönd blóð- tengda og minninga. Vel má sjá, að sögur þessar eru hvorttveggja í senn “skáldskapur og sannleikur” og ,er höf. snillingur í því að vefa það hvorttveggja saman. Sögurnar heita: “Júlli og Dúfa”, “Sýnin. hans Kjart- ans litla”, “Litla lambið”, “Völvan’*. “Æfintýri á sjó” og “í hríðinni”. Allajafna eru söguefnin^ smá, en snildarlega með þau farið, jafnvel svo, að lesandiun getur ekki hætt fýrri en sagan er búin. Við lestur þessara smásagna læddist ein- ihvern veginn inn í hug minn hin snild arlega staka, sem kveðin hefir verið hér á Islandi um ferskeytlurnar: “Þær eru margar lærðar lítt, , leita skamt til fanga. En þær klappa yndisþýtt eins og börn á vanga.” Þannig eru einmitt sögur Jóns Sveinssonar, einfaldar og yfirlætis. lausar, en barnslega blíðar og þýðar. Ritsnild hans er í ætt við hið»besta í íslenzkri list. Frá efni ‘‘Sólskinsdaga” skal hér ekki sagt. Þaö segir bókin sjálf hverjum þeim sem les. En eg þakka bæði höfundinum er samdi, útgef- andanum, sem ekki hefir hætt við hálfunnið verk, og þýðendunum. sem fært hafa þessar fögru smásögur í samboðinu, íslenzkan búning. Útgáf- an er eins og áður á þessum sögum snotui* pappir og letur hvorttveggja vandaö, prófarkalestur góður og myndir. Prentvillupúkinti virðist ekki hafa látið nein spor eftir sig, svo orð sé á gerandi. Þetta er “bókarfregn” en ekki rit- dómur. Eg mæli nieð bókinni sem á- gætri gjöf til drengja og unglinga. Mér þykir vænt um hana eftir fyrsta lestur, eigi ' siður en “Nonna” og “Borgina við sundið”. Og svo mun fleirum fara. A. S. — (Vísir). -------0------

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.