Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGU WINNIPEG, 15. APRIL, 1925. MANNTJÓNID MIKLA Á ÍSLANDI 7.TIL8. FEBRUAR. ÞaS var um hádegisbilið, sunnu. daginn 8. febrúar, að hér í Rvík rak á aftaka landnorðan.rok, sem stóð allan daginn. Var það eitt hið mesta afspymuveður, sem nokkur maður mundi; þegar kom fram um nón, mátti segja, að tæplega væri hér í bænum gengt á milli húsa VeSur þetta tók yfir Suðurland austur fyrir Eeykjanesfjallgarðinn; þegar austar dró, var veðrið mikið minna; austan til í Amessýslu og austur í Rangár- vallasýslu var veðrið sæmilegt, að minsta kosti sumstaðar. — Aftur gekk veður þetta með ofsahörku yfir Vesturland og Norðurland. Þegar veðrinu slotaði, gekk erfið- lega að fá fréttir utan af landi, því símasamband út frá Reykjavik í ýms. ar áttir var ýmist slitið eða í megnu ólagi. Þannig mátti segja, að allir Vestfirðir væru að mestu leyti sam- bandslausir við höfuðstaðinn. Jafnóðum og síminn komst í lag, tóku að berast til Reykjavíkur frétt- ir um sorglegar slysfarir og skemdir á mönnum til og frá, og eignatjón og skaða, sem alt stafaði af veðrinu. En hvemið leið togaraflotanum úr Reykjavík og Hafnarfirði, sem yfir höfuð var allur að veiðum, þegar veðrið skall á, ýmist fyrir sunnan land, eða fyrir vestan og norðan land, norður á Hala, eins og sjó- mennirnir okkar kalla þetta nýja fiskimið, þar sem mest hafa verið uppgripin í haost og í vetur? Voru togararnlr ofansjávar jeftir öll þessi ósköp, sem á höfðu gengið, eða skyldi veðrið hafa grandað þeim? Þessar spurningar lágu eins og þungt bjarg á brjóstum alls þorra manna hér í bænum, Hafnarfirði og öllu nágrenni. Mertn báru alment ekki mikinn kvíðboga fyrir skipunum, sem verið höfðu að veiðum sunnanverðu við landið; en, það voru togararnir norð- ur á Hala, sem ollu mönnum þung- um áhyggjum. “Guð má vita, hvernig þeim hefir reitt af í veðrinu”; það var við- kvæðið hjá öllum. — Það komu engin eða sárfá loftskeyti frá þeim; það gat raunar alt verið eðlilegt, loftskeytatækin í ólagi eftir veðrið. Þessi skip gátu Iíka legið í hópum inni á Vestfjörðum. Simasamband. ið við flesta Vestfirði var slitið. Mörgpjm þótti því ekki ástæða til að óttast um skör fram. Það var ekki um annað að tala en að bíða og vona það bezta. Og — vonirnar tóku smámsaman að rætast. Á öðrum 'og þriðja degi tóku togararnir að tínast inn á tföfnina. En illa voru þeir útleikn- ir og verkaðir; alt, sem losnað gat á þilfari, var skolað burtu; þeir voru brotnir og bramlaðir og eitt klaka- stykki frá sigluhún og niður á þilfar; en menn voru allir heilir og lifandi. En í krappan dans höfðu þeir flest- ir komist, hjá flestum verið skamt milli lífs og dauða. En — eigi það nokkursstaðar við, að valinn maður sé i hverju rúmi, þá er það á ís. lenzku togurunum okkar. Það var líka lánið í þetta sinn, næst Guðs hjálp. Þeir höfðu fengið skelfilegt veð- ur þarna norður frá, og veðrið hafði skollið um það bil 17 tímum fyr á þar en hér; stórsjórinn, bylurinn og myrkrið verið að sama skapi. Eru margar sögur sagðar af þrautum sjómannanna í þetta sinn, baráttu þeirra og lífsháska; en — líka, og ekki síður, af óbilandi kjarki þeirra* þrautseigju og dugnaði; það hitnár blóðið í okkur, sem á landi erum, þeg- ar við heyrum utan af sjónum, þess- um ægilega vígvelli, frægðarsögurnar af löndum okkar, sem reynast þessir afburðamenn, þegar á reynir. Eftir því, sem togararnir komu til hafnar, þá glæddist hjá mönnum sú von, að á endanum mundu þeir allir koma að norðan og vestan, og að togaraflotinn muni sleppa stórslysa- laust frá þessu ógnarveðri. En sú von átti ekki að rætast, því miður. Það vantaði á endanum tvo tog. ara norðan af Hala, sem ekki komu fram, “Leif Hepna” héðan úr Reykja vík, og “Robertson”, enskan togara úr Hafnarfirði. Voru á hinum fyr- nefnda 33 menn, allir íslenzkir; skip- stjóri Gísli Oddsson; en á hinum síðarnefnda 35 menn, 29 islenzkir og 6 enskir; skipstjóri Einar Magnús. son. LEITIN HAFIN. Mönnum gerðist brátt órótt, þegar seinkaði komu þesfeara’ 2ja togara, “Leifs Heppna” og “Robertsons”, og vönum sjómönnum varð öllu ó- rórra fyrir það, að skipin voru tvö, sem vantaði. — Enganveginn þótti mönnum samt sjálfsagt, að skipin hefðn farist í veðrinu; þau gátu ver. ið að hreikjast einhverSstaðar með brotið stýri og bilaða vél; þau gátu legið einhversstaðar inni á Vestfjörð- um, og ekki komist þaðan hjálpar- laust til -Reykjavíkur eða Hafnar. fjarðar. En hvað sem um þetta kynni að véra, þá brunnu menn af löngun til að vita eitthvað um þessi skip, og veita þeim hjálp, ef þau þyrftu hjálp ar við, og hjálp væri hægt að veita, og togaraeigendur og útgerðarmenn vildu alt í sölurnar leggja og ekkert spara, til að gera það, sem í mann- legu valdi stæði, togurum þessum til hjálpar, ef þeir væru nauðuglega staddir. En hér var ekki hægt um vik. Allir togarar voru meira og minna bilaðir og brotnir eftir veðrið mikla, og gátu alls ekki farið út, fyr en eftir nokkra daga. En hins vegar litu menn svo á, að ef þessir tveir togarar væru einhversstaðar úti í hafi nauðuglega staddir þá þyrfti að vinda bráðan bug að því, að leita að þeim og veita þeim hjálp. Fimtudaginn 12. febrúar fór því landsstjórinn þess á leit við varð- skipið “Fyllu”, að skreppa vestur fyrir land, skygnast um eftir þessum tveimur togurum inni á fjörðum og fara um þær slóðir, þar sem þeirra gæti helst verið von. Yfirmaðurinn á “Fyllu” tók þess. um tilmælum vel. “Fylla” fór síðan vestur fyrir land og leitaði alstað- ar þar sem henni þótti líklegast; en hún varð einskis vísari um örlög þess ara tveggja skipa, og hvarf hún við það hingað suður aftur og kom til Reykjavíkur 15. febrúar. LEITINNI HALDIÐ ÁFRAM. Allur togaraflotinn leggur út að leita. 'Daginn eftir að “Fylla” fór í leit- ina vestur og norður, héldu útgerð. armenn hér í bænum fund, og var þar afráðið, að ef ferð “Fyllu” yrði árangurslaus, þá tækju þeir þetta mál í sínar hendur. Skyldi þá leggja t nýjan leiðangur og allir ferðafærir togarar taka þátt t honum. Sunnudaginn 15. febrúar lögðu 12 togarar út héðan úr Reykjavík, undir forystu Magnúsar Magnússon- ar framkv.stj. En átta togarar voru með loftskeytum kallaðir sunnan af Selvogsbanka, undir forystu Guðm. Jónssonar á Skallagrími, og áttu þeir að hitta hina suður og vestur í hafi, og hittu þeir þá á mánudagsmorg- uninn þann 16. febr. — Aðalforingi ferðarinnar var Magnús Magnússon framkv.stj. Þessi togarafloti raðaði sér til þess að gagnleita ákveðið svæði nál. 200 sjómílur á hvern veg. Alt leitar. svæðið hugust þeir að gerleita á tveim til þrem dögum. Fimtudags- kvöldið 19. febrúar komu margir togararnir aftur úr leiðangri þessum, og höfðu þeir ekkert fundið og einskis orðið vísari; var þá allur flotinn búinn að leita rækilega 18.000 fersjómilna svæði. ÞRIÐJA OG SÍÐASTA TILRAUN. Þó að enginn yrði árangur að leit togaraflotans, þá voru útgerðarmenn samt ekki enn af baki dottnir; þeir vildu gera enn eina tilraun, vildu enn betur leita af sér allan grun. Var þá það ráð tekið, að fá varðskipið “Fyllu” á nýjan leik, og láta tvo tog- ara fylgja henni, sem léttiskip. Enski útgerðarmaðurinn Hellyer í Hafn. arfirði, eigandi togarans Robertsons, lagði ennfremur til í þennan leiðang- ur tvo togara að sínu leyti. Auk þess hafði hann fengið loforð ensku stjórnarinnar um, að hún skyldi senda hingað tvö herskip, til að taka þátt í leitinni. Áttu þessi 6 skip að taka þátt í þess ari leit, og leita svo ólíklega sem líklega, leita lengra norður og vest- ur, og með röndinni á Grænlandsísn. um. Þriðjudaginn 24. febrúar lagði “Fylla” á stað í þennan síðasta leið- angur, og með henni íslenzku togar- amir Skúli Fógeti og Arinbjörn Hersir, og tveir enskir úr Hafnar. firði; en ensku herskipin ætluðu þessi skip að hitta í hafi en úr komu þeirra varð ekki eins og kunnugt er. Úr þessari leit var komið aftur hinn 6. þ. m. Árangur hennar va£ enginn. Eru nú horfnar allar vonir um það, að þessir tveir togarar séu ofansjávar. Hafa þeir eflaust báðir farið í veðrinu mikla með allri á- höfn, 67 mönnum. Er það öllum mönnum meira sorgarefni en svo, að því verði með orðum lýst. Þegar stórþjóðirnar eiga í styrj- öldum og blóðsúthellingum og eru búnar að heyja hinar miklu og mann skæðu fólkorustur, þá er það vani þeirra, að láta birta langar og sorg. legar skrár yfir nöfn þeirra manna, sem fallið hafa, eða sem týnst hafa, svo enginn veit, hvað um þá hefir orðið. Eftir þessum skrám bíða menn með eftirvæntingu, með von og kvíða, og margir lesa þær með hjartasorg og heitum tárum; það eru auðvitað eink- um þeir, sem finna á þeim nöfn ást- vina sinna og vandamanna. Einu orusturnar, sem við íslend. ingar heyjum, eru orusturnar við höfuðskepnurnar, v|ið jofsarok og æstar öldur. En í þeim orustum bíð- um við stundum það mannfall, sem samgildir mannfallinu, sem stórþjóð- irnar bíða í orustum þeirra á vígvöll. unum hver við aðra. Eftir þetta manntjón á margur um sárt að binda í láti eiginmanna, feðra og sona, og það er meira en lítið tjón, sem þjóðin í heild sinni hefir orðið fyrir. Þó að mannskaðarnir hafi oft verið bæði margir og miklir og skap- að þjóðinni stórtjón og eignamissi, þá er þetta slys samt efalaust eitt það allra dýrasta, sem okkar litla þjóð hefir orðið fyrir. Það hefir víst aldrei annað eins verðmæti farið í sjóinn hér á íslandi; en þó munu eflaust allir meta eigna- tjónið að engu, ef hægt hefði verið að kaupa mennina úr helju, sem á skipunum voru. “EIGI MÁ EG Á ÆGI ÓGRÁTANDI LfTA.” Ekki væri það nema náttúrlegt, þótt margur maður hér á landi, bæði karl og kona, tæki sér fyr og seinna þessi orð í munn, því margur á og hefir átt um sárt að binda af sjávar. ins völdum. “Goldið hefi ég nú landsskuldina af Viðey”, hafa menn eftir Skúla fó- geta. Líkt megum við Islendingar segja um sjóinn í kringum strendur fósturjarðar vorrar. Það er mikið, sem Ægir gefur, þegar “góði gállinn” er á honum. En hann er þungur lika, skatturinn, sem hann leggur á okkur; svo mun blessuðu fólkinu finnast, sem verður fyrir þeirri þungu raun, að ástvinir þess og forsjármenn “sökkva.í saltan mar”. Það getur hugsast, að sumum miklist svo þetta mikla mannfall, sem við íslendingar höfum orðið fyrir í þetta skifti, að þeir spyrji, hvort jafn stórkostlegt manntjón hafi áður borið að höndum. Jú, og það sjálfsagt oftar en einu sinni. Það er ekki langt á að minnast, að fyrir 19 árum, eða 1906, urðu á einum degi öllu meiri mannskaðar en nú í þetta sinn. Þá fórust 7. apríl þrjú þilskip héðan úr Reykjavík, Sophia Withley, skipstjóri Jafet Ólafsson, Emelía, skipstjóri Björn Gíslason, og Ingvar, skipstjóri Tyrfingur Magn- ússon. Á þessum 3 skipum voru 68 menn. 26. til 28. sama mánaðar fórust svo aftur 2 þilskip fyrir Vesturlandi; annað hét Anna Sophia frá Isafirði, og hitt hér Kristján frá Stykkis- hólmi; á þeim skipum voru 20 menn. Þenna sama mánuð, april 1906, fórU því 88 menn í sjóinn. Margur átti þá lílca um sárt a5 binda, ekki síður en núna. Það ár drukknuðu alls hér á landi 123 menn, 94 af þilskipum og 27 af opnum bátum og í vötnum á landi. I slysatryggingar fyrir þessa 94 menð voru borgaðar kr. 37.600. Mörg fleiri dæmi mætti til tína, sent sýna það og sanna, að einnig í þess- um efnum, mannsköðum og slysaför' um, er “ekkert nýtt undir sólunni”. Um það efast enginn, að íslend- ingar eru afburðagóðir sjómenn, hug- rakkir, hraustir og harðfengir, a® þeim svipar í mörgu til forfeðra vorra, sem sagt var um, að þeit" kynnu ekki að hræðast. Hitt hefiT öllu fremur stundum þótt orka tví- mælis, hvort þeir væru einlægt ein* varfærnir og aðgætnir, eins og æski' legt væri. En í þessum efnum á það við, “hægra er um að tala en í að koni' ast”. Hugrakki maðurinn telur þa6 hættulaust, sem hugdeigD maðurinit telur lífsháska; og fullhuginn kemst oft óskemdur yfir margt það, sem verður hinum hugdeiga að lífs. og Iimatjóni. Skoðanirnar á því á sjá og landi, hvað sé fært, og hvað se ófært, fara þannig eftir því hverni? mennirnir eru sjálfir. Við, sem heima sitjum, oftast í hlýjum ofnkrók um, getum síst lagt þeim lífsreglut. sem eru úti á rúmsjó að berjast vi6 ofurefli vindar og sævar. Skipstjórarnir og sjómennirnir, sem komu norðan af Hala, segja, að veðrið hafi verið svo afskaplegt. myrkrið svo svart og gaddurinn svo mikill, að alt var í rauninni óviðráð' anlegt, og lítt hugsanlegt annað, en að eitthvað yrði að slysi; þeir bæta því meira að segja við; að þakka megi Guði fyrir, að tjónið varð ekk« ennþá meira. Og því miður varð þó tjónið af' armikið; vér sjáum það eiginlega glöggast, ef við berum okkur og manntjónið, sem við höfðum orð,i^ fyrir, saman við aðrar þjóðir. — Hefðu Danir átt að verða fyriT sama sjóni, eftir mannfjölda, þá áttu þeir að missa í sjóinn á einum deg! 2011 menn, Noregur 1630, Svíþjóð 3593, England með Wales 19225, Frakkland 23640, og Þýzkaland 36816. Slíka blóðtöku hefir litla þjóðin okk- ar fengið einu sinni enn; hún hefT fengið marga slíka blóðtöku áður. Samt Jifir hún enn með sæmilegum lífsþrótti, fyrir Guðs náð. “Hingað til hefir Drottinn hjálpað”. Svo muit enn verða. Enginn láir ástvinum hinna drukn' uðu bræðra vorra sorg þeirra og söknuð eftir ástvini sína; öll íslenzk* þjóðin vottar þeim einmitt samúð sína og syrgir með þeim. En samt er vonandi, að eitthvað sé enn eftit í æðum okkar allra af blóðdropum íslenzku hréystikonunnar, sem sagði: “Ekki skal gráta, Björn bónda, helduf safna liði”. Það er sá íslenzki kjark' ur og kraftur, sem felst bak við þessi orð, sem með Guðs hjálp hefir fleytt okkur aftur, þegar við höfum ætlað að heykjast i hnjáliðunum undir ein' hverjum þungumi áföllum.” “Ausa verður, þó á gefi,” er gamalt þjóðaf spakmæli. Það er gleði og huggunarefni, jafnt ástvinum hinna horfnu bræðra vorra, tem öílum öðrum, aið gerð hefir verið svo rækileg gangskör að því, að leita þeirra, og þá um leið til að veita þeim hjálp, ef þeir hefðu verið ofansjáv- ar og hjálparþurfa. Allir þeir, sem að bvi hafa unnil?, eiga alþjóðar þökk SKylda. Einkum ber oss íslendingum. að þakka yfirmanni Fyllu hjálpfýs* hans og góðfýsi við oss í þessum raunum, og allri skip9höfn varð' skinsins, æðri sem lægri, fyrir þá mildu alúð, sem þeir allir hafa sýnt SKIPSTAPARNIR. Með svellandi hrönn á síður allar situr vort land við norðurhaf. — Lokkandi særinn á syni þess kallar, þeir sigla með eimi og blikandi traf. En hafið gefur og hafið tekur: það hampar gulli en krefur líf Ó, guð, sem örlögin ræður og rekur, réttu oss hönd og vertu oss hlíf. Stefnt er í norður stöfnum knara, stýrt er í sókn á ystu mið. Glampa milli skýja-skara skarður máni og stjörnu-lið. Nóttin hvæsir nöprum gjósti, Norðri hrýtur hagl af brá. Á járni vörðu byrðingsbrjósti boðar skella af reiðum sjá. Dregið er gull úr djúpum sævi. Dökknar þó um sjónarhring. Ofsabylur, blandinn lævi, brimhrönn reisir alt í kring. Mikilúðlegt, máttugt hafið, miskunnlaust og ógnum fylt, stormaörmum sterkum vafið stígur, þrútnar, verður trylt. Er sem fjöll til foldar hrynji, fossar steypist bjargi frá, eða þúsund þrumur drynji, þegar skellur bylgjan á. Alt er fis, er hrönnin hrynur, hraust og veikt er bana háð, alt er smátt, er dauðinn drynur dráþu sína og heimtar bráð. Steypist yfir stjórnlaust fleyið stormaþyrluð aldan há .. .. Alt er búið — burtu þvegið. Bylurinn geysar yfir lá. Hvar var, drottinn, hjálparhöndin? Hvar þín hlíf og sterka vörn? Matstu að engu ástarböndin — ekkjur, mæður, systur, börn? Þei — hver dirfist þig að spyrja. þú ert drottinn lífs og Hels! Þú einn veist, hvar ber að byrja brautina til æðra hvels. Þó þú sláir storma-svipum strendur vorar, fjörð og dal, steypir í hafið her af skipum — hugur vor þér lúta skal. Eitt við skiljum: hafið hrepti hetjulið við þetta fall. Enginn dug né dirfsku slepti, drottinn, er þeim barst þitt kall. Hvað er það, að kunna að deyja karlmannlega og æðrulaust? Bak við dauðans brim að eygja bjargið lífsins hátt og traust. Drottinn, græddu djúpu sárin, drottinn, þú átt ráðin nóg. Lít á ekkju-tregann, tárin. Tæmdu þennan harmasjó! Lát í hjörtun lífskraft streyma, ljós þitt verma hverja sál. — Þeir, sem féllu, þeir eru heima. Þ a ð er lífsins sigur-mál. Jón Björnsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.