Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 4
)SÍÐA HIIMSKIIMGLA WINNIPEG, 15. APRIL, 1925 (StofnnS 188«) Kemr nt a hvrrjam miftvlkadeft-t. VIKING PRESS, LTD. 853 »B 858 SARGENT AVB., AVINNIPEG. Talalmli N-H.137 Vero blaoslna er $3.00 argangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PRE66 LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS írá Höfnum , Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, * Ráðsmaður. UtanAskrift tll Mafialna: niB viking piikss, i.tii., Box sios Vtanaskrift tll rltstloranui EDITOH HRIJISKRINKIA, BoX 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla is publtshed by The Vlklns: Preaa I.til. and prlnted by CITY PRINTING * PUBL.ISHING CO. 853-SS5 Sartrent Ave., Wlnnlper, Man. Telephonet N 6537 WINNIPEG MANITOBA, 15. APRÍL 1925. Tímarit Þjóðræknis- félags Islendinga. VI. ÁRGANGUR. Ritstjóri: RÖGNVALDUR PETURSSON. 1 byrjun fyrri mánaðar hóf "Tímarit" ársrit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi, göngu sína í sjötta sinn. Enn, sem fyr, kennir þar margra grasa, og sem fyr, eru þau mörg ilmandi og ágætt fóð- ur. í ritinu eru kvæði, sögur, ritgerðir, leikrit og æfintýri. Af kvæðunum er fyrirferðarmest að öllu leyti "André Courmont", eftir skáld- jöfur íslendinga í Vesturheimi, Stephan G. Stephansson. Kvæðið er helgað minn- ingu hins ágæta franska prúðmennis, mentamanns og íslandsvinar André Courmont, sem dó svo sviplega í fyrra, nýfarinn frá íslandi, en þar vildi hann helzt af öllu una æfi sinnar daga. I>eir kyntust.Jaann og Stephan, sumarið 1917, er ísland bauð Klettafjallaskáldinu heim á fornar stöðvar. Þetta kvæði er ort í ágústmánuði í fyrra, og þá' er Stephan nálega 71 árs. í>að er þó síður en svo, að nokkur ellimörk séu á þessu kvæði. Það skipar verðugan sess meðal þess fjölda af djúphugsiiðum og yndislegum kvæðum, sem svo ríkuglega hafa streymt úr hugardjúpi þessa undur- samlega skáldsnillings, sem er fyrir margra hluta sakir, dásamlegasta öræfa- blómið, sem sprottið hefir í hinum grýtta íslenzka jarðvegi. Stephan minnist þess við andlátsfregn Courmonts, að hann mælti það við Ste- phan, er hann snéri vestur aftur 1917, og þeir kvöddust síðast, að þó svo kynni að fara, að þeir sæust ekki framar hér í heimi, þá skyldu þeir þó mætast aftur annarsstaðar. Og mælti tvívegis þessum orðum. Ekkert höfðu þeir sín á milli um eilífðarmálin talað. Hdgleiðingar um þessa síðustu fundi þeirra, er efni kvæðisins. Fyrst um elsku þá er Courmont bar til íslands, um leið og hann af öllu hjarta unni sinni fögru fóst- urjörð. Og að hvorttveggja samrýmist veM brjósti Courmonts skilur Stephan vel, því líkt er ástatt fyrir honum um ís- land og Canada. Og ekki síður fyrir það, að sameiginleg taug liggur að hjarta- rótum beggja, sú taug er tengir saman alla sanna alheimsborgara. Báðum hefir þeim vafalaust hlotnast sá< skilningur: í Menska-menn að allar þjóðir ættu, Hugum-líka, hjarta-skylda. Þó að Móðurmál og föðurland svo fjarlægt Að þær skildi, að menn vissu, að hefði ei Þeirra milli nokkur ferja farið. Stephan finst sem Courmont hafi með þessum kveðjuorðum boðið sér heim til annarlegra kynna, er lífinu væri lokið hér á jörðu. Hann er ef til vill ekki al- veg sannfærður um það, hve mikiT líkindi séu til þess, að það heimboð geti tekist, en hann getur þessvegna óhræddur mætt honum með sjómannsgleði í sál, að sigla ókunn höf, ef svo vill verkast, að hann veit að hann hefir lifað svo hér á jörð: < En minnu skiftir mig, hve lengi ég dvelji, En hitt, að sagt sé:Hér sást góður gestur! Fjarstætt er ég flýja kysi lífið, Lífs míns við ef lífið framar þyrfti, Mér er það sú Skuld, sem sker úr málum! Framför enn með vinum mínum væri Velgerð sífeld. Eins þó dýrkeypt yrði — Einhverstaðar á ég til að telja Feðra, sem að óttuðust aldrei örlög, Gerðu Norn að guði sínum aldrei, Stóðu á sínu stærsta, viku ei undan, Storkuðu henni, að flýja. Eða féllu — Svo hafa þeir í Ritning sinni ritað. Hugur sá ei kviði með þér, Courmont, Langa ferð að lifa, um aðra heima, Þar sem landa-leitin væri gerð til Fegurra lífs og fullkomnari þroska. Það klifa margir á því, að það sé ó- mögulegt að lesa Stephan; hann sé svo þungur; það sé svo erfitt að skilja hvað hann eigi við. Það er áreiðanlega orðin tízka að segja þetta, því veiti nokkrum meðal- greindum og sæmilega læsum manni af- arerfitt að skilja hvað hann á við, þá stafa þeir erfiðleikar áreiðanlega lang- mest af andlegri leti. Þó er ekki þar með sagt, að Stephan sé sérlega auðveldur, hann er víða nokkuð þungur, en svo er um langflest ljóðskáld, sem hafa eitthvað viturlegt að segja. Annars láta menn kveðandi ákaflega oft villa sér sýn. Til dæmis má benda á það, að langflestir hafa þá trú, að þeir fjá>rsjóðir, sem Jónas Hallgijímsson og Þorsteinn Erflingsstom fela í kvæðum sínum séu ákaflega aðgengilegir. En það er algerður mis- skilningur. Báðir eru víða torskildir og það myndi sannast, ef reynt væri, að al- menningi gengi yfirleitt ekki hóti betur að brjóta kvæði þeirra til mergjar, en kvæði Stephans. Og sá maðurinn, sem nú situr öndvegissess íslenzkra ljóðskálda ásamt honum, Einar Benediktsson, er yf- irleitt langtum myrkari í máli og tor- skildari almenningi. En því var þessi út- úrdúr, að ekki er hægt að ásaka Stephan um það, að hann hafi gert lesendunum erfitt fyrir í þessu kvæði. Hugsunarferill hans er einkar ljós, frá byrjun til enda. Og alt kvæðið ber vott Stephani um þá eiginlegleika, sem hafa gert hann að því stórmenni, sem hann er, innanum oss hina: óbilandi kjark, óbifanlega karl- mensku, réttsýni, víðsýni og óendanlega samúð og kærleika til alls sem þjáist. i .... Tók mig oft til illgresisins sárast, Sem ei tókst að gróa upp til gæða Sé því varnað rúms að reyna aftur. Og þess heldur, ef að það er kannske Okkar sökin, fávísinnar vorrar Ekki að kunna illgresið að nýta, Óviljandi rekast á þess dygðir — Mér er ekki kært til kornskurðarins Eigi hálfa uppskeruna að brenna — Þetta er guðdómleg hugsun. Sama guðdómlega hugsunin, sem vakir fyrir skáldinu Jakob Wassermann, þegar hann lætur Christian Wahnschaffe, söguhetj- una í hinni samefndu heimsfrægu og stórkostlegu skáldsögu, ganga frá nægta- borðinu og öllum lystisemdum þessa heims, hve ótrúlegu nafni, sem nefndast kunna, niður í Móabít, hið hræðilega hverfi eymda og glæpa í Berlín, til þess að hjálpa, hugga og hjúkra. Og lof sé þeim, sem gaf oss íslendingum Stephan G. Stephansson. Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem vex og verður æ stærri, e'tir því sem aldirnar líða.. Kvæðið endar á þessu: — Ei verður vegalaus Sú vera, er hér var gjörð Úr óm í æðri heim, Úr ósk um sælli jörð. Það er áreiðanlega engin hætta á því, að þessi fullyrðing reynist ekki sannmæli. Vér hinir, sem máske erum "rétttrúaðir", þurfum ekki að liggja andvaka út af því hvernig muni fara um slíka veru, sem gefur . . eins og gjafarinn aldni. gamla móðir, jörð: Óvitandi að gjafir gefi, eða hugsi heldur til, hún sé til þess gjörð! eins og stendur í þýðingu Stephans á kvæðinu "Give not with your hands", eftir MacKnight Black. Þú verður aldrei vegalaus, Stephan G. Stephansson! Eftir hinn núverandi forseta Þjóð- ræknisfélagsins, síra Jónas A. Sigurðsson, eru þrjú kvæði í Tímaritinu. Eitt frum- samið, hin tvö þýdd, úr ljóðum Tenny- sons. Frumsamda kvæðið kallar hann Eg sé. — Kvæðið er snjalt og vel kveðið, heit ástarjátning til íslands, og traustsyfirlýs- ing til þess, Síðustu tvær vísurnar hljóða sVo: Sem Leifur þótt bærist ég vestur um ver Til Vínlands, ég þel hans til ættmenna ber, — Á íslandi' er hugurinn heima.-------- Nú trú mín á Island og íslenzka þjóð Er endurfædd — hreinsuð í reynslunnar glóð, — Eg sé það sem suma' er að dreyma, Því nú sé ég lífæð, er landið mitt á, — Sé ljóskrýnda, tármilda Fjallkonubrá í öndvegi alfrjálsra þjóða. Sé.fornaldarhetjur sem framtíðarrrenn, Sé frægð þeirra, drengskap og menn- ingu enn Sem óðal þitt, ættlandið góða! Þýddu kvæðin eru: Hrakningar Maeldunes, og liggur merkileg írsk þjóð- saga frá 8. öld, sem grundvöllur til þess kvæðis, og óríana- Bæði kvæðin eru á- gætlega þýdd. Sérstaklegfi er þýðingin á seinna kvæðinu snildarverk, því bæði hefir Tennyson þar mikla bragþraut af hendi leyst, og svo er frumkvæðið sollið af harmi og ástríðu. En hvorutveggja hefir síra Jónas gert svo góð skil, að þýðingin virðist yfirleitt alls ekki standa frumkvæðfhu að baki. Og vafasamt hvert hún ekki er endurbót. Að minsta kosti er hún það sumstaðar. Það er alt- af gaman að bera íslenzkuna saman við aðrar tungur, þegar völ er á, og geta menn því skemt sér við að bera saman tvær fyrstu vísurnar. Þær eru svona á ensku: My heart is wasted with my woe Oriana. There is no rest for me below, Oriana. When the long dun wolds are ribb'ed with snow, And loud the Norland whirlwinds blow, Oriana. Alone I wander to and fro, Oriana. Ere the Iight on dark was glowing Oriana, At midnight the cock was crowing Oriana: Winds were blowing, waters flowing, We heard the steeds to battle going, Oriana: Aloud the hollow bugle blowing, Oriana. En þýðingin hljóðar svo: Mitt tærist hjarta af hugarþrá, Óríana. í heimi er enga hvíld að fá, Óríana. Er sveipast hamra hauður snjá% Og hvirfilvindar næða um strá, Óríana, Eg táplaus, einn, hrekst til og frá, óríana, Enn húmþung njóla hauður fal, Óríana. Um hánótt gall við hanagal, Óríana: Við vatnagný í veðrasal Og vopnabrak, menn þeystu' að val, Óríana; En lúðurþytur heimti hal, Óríana. Þorst. Þ. Þorsteinsson hefir verið að glíma við að leysa þá gátu, hvað það sé, sem haldi ýmsum mönnum, sem íslenzk- ir eru í húð og hár, við þetta mikla land, þótt hugurinn sé oftast heima. Hann set_ ur hugmyndir sínar fram í vel ortu þróttmiklu kvæði, er hann nefndir Canada- Hann finnur, stælingu í stað- viðriskyrfunum. Þetta eitthvað, sem ei verður numið og aldrei er skrifað með línum. Þessi segull, sem sál til sín dregur og seiður, er hendurnar binda jafnt þótt útþráin útlendings fýsi til ættlandsins fjarða og tinda. Þessi bláhiminn bjarti og djúpi með blikandi daga og nætur Þetta sólarljós sumar og vetur, er sýgst inn í hjarta manns rætur. Þessi gróðrarmold sterklegra stofna og stórgerðra urta og blóma..... Þetta alt: — landsins máttur og megin — þess mót, sem öll lífskjörin steypa, eru sérkennin, líf alt sem lýtur. sem leir eða snjór milli greipa. Þótt vor andi sé eilífðum borinn og ættunum raðað til kerfa, verður lífið þess lands sem það starfar og landnemans einkennin hverfa. Frú Jakobína Johnson á þrjú kvæði í Tímaritinu, Þú leizt hann------------, f draumi — ¦— og Ef tjaldið fellur-------(hugs- að til blinds manns.) Öll eru kvæðin ljómandi fall- eg, og öll eru þau með eigin marki, en sérstaklega falleg eru tvö þau fyrstu. Þó veikir síð- asta vísan dálítið fyrsta kvæð- ið. Þessa væri ekki getið hér, ef kvæðið væri ekki annars jafn-yndislegt og það er. — "t draumi" flýgur skáldkonan á« fund samkynja sálar, til þess að taka hana með sér á svifferð um tíma og rúm: Við fljúgum hægt um hljóða nótt því hugi manna vil ég sjá og heyra hverja heita bæn, sem hjörtum þeirra stígur frá, ég veit þar ómælt efni ljóða hve allra hugir þrá hið góða. Því þegar kliður dagsins deyr, og deyr hver falsvon glysi klædd, þá kemur þreytan þung og sár, — — sem þunghent vera skyni gædd hún þrengir hug til sXnnra sagna og sér eins þá, sem láni fagna, og aðra menn við örlög hörð og ógrJir heyja daglegt stríð. — Frá innri-vitund allra iafnt rís einlæg þrá um betri tíð. — En atvik smá þeim áfram hrinda í unninn farveg vanans blinda. En þessi hljóð og hálfsögð bæn, sem hreyfir vitund sérhvers manns, mun sfðar verða undra-afl, — — og alheims-vitund kærleik- ans mun hefja alt í æðra veldi, sem eymd og blekking dauða seldi. Frú Jakobína hefír mesc birt þýðingar, sem hún hefir gert. Þær hafa verið ágætar flestar, og henni og oss til sóma. Þess meiri ánægju er það, að hún skuli einnig eiga djúpa lind í eigin brjósti til þess að ausa af. Þá flytur og Tímarit kvæði eftir einn af "stóru spámönn- unum" heima, Guðmund bónda og skáld Friðjónsson á Sandi. Kvæðið heitir ólafía Jóhanns- dóttir, og er minnisvarði á leiði þeirrar látnu merkiskonu, meitlaður úr stuðlabergi ís- lenzkrar orðsnildar, staðbetri og órotgjarnari, í vinda og veðra ágangi, en þótt höggv- inn væri úr íslenzku/ blágrýti. Listfengi Guðmundar, er hann fer höndum um móðurmál sitt, þarf ekki að lýsa. Hann hefir hitt þrjár konur merkilegastar á æfi sinni: Katrínu Einarsdótt- ur, móður Einars Benedikts- sonar, Þorbjörgu Sveinsdóttur, föðursystur hans, og Ólafíu Jó- tiannsdóttur, hvíta fyrir hær- um, ári áður en hún lézt. Matt- hías hefir kveðið eftir Þorbjörgu og Einar eftir móður sína. Guð- mundur lýtur hrærður þessum mildingi allra kvenna: Er drýgir á þjóðvegum forsælu og fjúk og fúa, er mann-sóma granda— hjá á«tvinu lausnarans krýp ég kné með kveðju, sem ljúft er að vandá. Á kven-sóma tiginn þó kastað sé mold og kafaldi úr loftinu fenni, er sama fegurð á svanhvítum hadd' og sífeldur ljóminn á enni. Hún barðist við launsátra í- smeygin öfl og eitrið, sem drýpur af tungu, og rennur um varir og ratar í brjóst og rænunni sviftir þá ungu. Síðastur góðskáldanna er Guttormur J. Guttormsson. Tímaritið klykkir út með a,f- bragðskvæði eftir hann, sem hann kallar Morðið. Guttormur er svo djúpúðugt og sérkenni- legt skáld, og er nú búinn að ná svo föstu formi á hugsun og DODD'S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigL bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd's Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co-, Ltd. Toronto, Ontario. á framsetningu, að þegar menn lesa slík kvæði sem þetta, er enginn maður í efa um hver höf undurinn er. Menn segja ó- sjálfrátt við sjálfa sig: Svona yrkir enginn nema Guttormur. En það er skrásetningamerki á- gætisins, blár stimplll á það sem að lesendanum er rétt, þegar búið er að kenna almenn- ingi að hugsa á þessa leið. Til- efni kvæðisins er vafalaust dómur sá, er í vetur sameinaðí alla íslendinga um endilanga Ameríku, um merkilegt líknar- verk. Kvæðið er því líknarverki samboðið. Það er hreint afbragð: stutt, kjarnyrt, kveð- andi góð, frumlegt og þrungið af sömu ábyrgðartilfinning- unni gagnvart vesalings oln- bogabörnum þessarar veraldar, og kemur fram hjá Stephani í línum, sem teknar eru upp hér að framan. Maður verður æ hugfangnari af þessu kvæði því oftar, sem það er lesið, al- veg eins og kvæði Stephans. Og það er freistandi að prenta það alt. Lofa lesendunum að fylgjast með skáldinu í þeirri röksemdaleiðslu, er sýknar ves- alinginn fyrir Guðs augliti. En 'yrsta vísan verður að nægja: Guð fann þann mann, sem framdi morðið, Á fóta sinna lágu skör Og sá það: hvað hann hefði orðið Við hlýrri' og betri æfikjör; t bernsku, öllum yfirgefinn, Af agaleysi varð hann dýr, Til fyrirmyndar frjálsan refinn Hann fékk, sú eina mynd varð skýr. Það er annars eftirtektarvert að f jögur af þeim skáldum, sem hér eru á ferðinni, eru alþýðu- menn, sem annaðhvort hafa mjög lítillar mentunar orðið að- njótandi, eða engrar>, annarar en þeirrar sem þeir hafa getað aflað sér sjálfir. Myndu slíkir ávextir sjá*t víða annarsstaðar en meðal íslendinga, svo mikið bæri á? Þá eru og í Tímaritinu nokk- ur smærri vísur, og kvæði til ferhendunnar og fslands eftjir þá Sigurð J. Magnússon, Gunn- ar J. Goodmundsson og Jón Kærnested. Laglega og slétt ort, en ekkert af því sérlega veigamikið, enda sjálfsagt ekki gert til lofs né frægðar, heldur framfært sem þakkarfórn á altafi Fjallkonunnar. Frh. UR BÆNUM Forseti ÞjóSræknisfélags\ins, sira Jónas A. SigurSsson, frá Church- bridge, fór heim til sín miSvikudag- inn í fyrri viku eftir aS hafa fariö nokkuS hér um hinar nyrSri ísJend- ingabygSir. Fyrst fór síra Jónas til Winnipegosis, og lét hann vel af fram tíoarhorfum Þjófiræknisfél. þar, þó nokkuö hafi verifi dauft undanfario". Síðan fór hann til Árborgar og flutti þar erindi á samkomu, er þar var haldin. Söng þar flokkur 65 barna eingöngu íslenzka söngva, undir for- ystu thr. Brynjólfs Þorlákssonar. Er þar unniS þjóörækisstarf i bezta lagi, enda mun mega búast vi8 að forseti ÞjóSræknisfélagsins muni minnast þe&s.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.