Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.04.1925, Blaðsíða 6
S. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. APRIL, 1925. A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. Red kom aftur tuttugu mínútum eftir þrjú. Sjúklingurinn var betri og hann fól Buller á hendur að annast um hann. Amy kom líka með honum, þó hún hefði beðið um að mega vera kyr hjá sjúklingnum. “Og vera ekki viðstödd giftingu mína”, hróp- aði Burns glaður. “Mér mundi ekki finnast að ég væri reglulega giftur, ef þér værið ekki við- staddar”. Hún brosti og fór með honum. “Nú er alt eins og á að vera, pabbi og mamma”, hrópaði hann, þegar hann kom inn í sitt eigið herbergi, þar sem Bobby sat skrúð- búinn af önnu, og hrópaði: “Red! Loksins!” Svo sagði Anna, “alt er til- búið, þú mátt leggjast strax í laugarstampinn. Það má enginn holdskurðarlykt vera af þér, þegar þú kemur úr honum aftur”. Að seytján og háQfri mínútu liðinni var brúð- guminn tilbúinn. “Er nokkur holdskurðarlykt af mér núna, Anna?” spurði hann og gekk til hennar. Hún lagði handlegg sinn um háls hans. “Þú ert sá bezti bróðir, sem til hefir verið, þú hefir ilm sólar og ferska loftsins”, sagði hún Hann hló og klappaði á> öxl hennar. “Lofaðu því nú, Red, að ekkert í heiminum skulii hindra þig frá að fara af stað með Ellen í kvöld. Hún hefir tekið þessari töf með óvið- jafnanlegri ró, en ég er aldrei viss um þig”. “Eg lofa þér því, að hvert sem ég fer með tröllinu næstu tvær vikurnar, skal Ellen verða með mér, þegar presturinn er búinn að blessa okkur. * * * Chester”, sagði Dick Warburton, þar sem þeir stóðu og horfðu á aragrúa af brúðkaups- gjöfum, “getur þú sagt mér hver gefið hefir þessa músagildru. Er hún spaug?” “Nei, hún er komin frá einum af Red3 tryggu vinum — hans eigin uppfynding. Og það bezta er, að þessi uppfynding .gerði einn af mestu slæpingjum af sjúklingum hans, að manni. Joe Tressie fær einkaréttindi fyrir henni, og það er líka Red að þakka. En þessi gildra er snildar- lega gerð.” “Nei”, sagði mágur Burns. Og þessi dem- anta skrautgripur? Eg hefi ekki séð fegurri steina.” “Eg held hann sé frá Walworths. Þetta er stórkostlegt safn, og mjög breytilegt — sko þenna gólfdúk, með alla regnbogalitina og flór- enska línið þarna og eldspýtnabaukinn — ”. “Hann er frá Johnny Caruthers”, sagði lág og blíð rödd bak við þá, “settu hann niður aft- ur með varúð, hr. Chester minn”. Brúðirin stóð bak við þá ásamt manni sín- um, og horfði jafn ánægð og hann á gjafimar, sem báru vott um þakklæti. “Eg sé að þú hefir gifst honum og sjúkling- unum, Ellen”, sagði Richard Warburton hlæj- andi. “Og það var hyggilegt af þér. Því þess minna, sem hann veit um, að þú berð ábrýði til þeirra--------”. “Ábrýði! Dick, ég virði enga gjöfina jafn mikils og þessa músagildru. Þú þekkir ekki sögu hennar jafnvel og ég — en frammi fyr mér er hún ímynd trygðar við skyldurnar!” * # * Það var orðið dimt þegar græna tröllið fór að heiman. Johnny kveikti á lömpunum og leit allhreykinn á fáganina, sem hann hafði unnið við í fáeinar stundir. Bifreiðin er ljómandi, Johnny. Mér er nauð- I ugt að fá bleytuklessur á hana”, sagði Buras. Johnny brosti ánægður og leit til sólbyrgis- ins þar, sem JSllen laut niður svo að Bob gæti hnýtt bifreiðarblæjuna hennar. “Þú hafðir nóg að gera, þegar ég kom heim með hana í dag — og ég er hræddur um að þú hafir fágað nokkuð af henni meðan þú varst í sparifötunum. Hérna er nokkuð, sem þú get- ur náð blettunum af þeim með”. “Nei, nei, læknir”, sagði pilturinn. “Ekki í kvöld. Eg gerði þetta fyrir yður og hana!” Burns stakk peningunum í vasann aftur og þrýsti hendi Johnny innilega. “Þetta var enn þá betra”, sagði hann. “Kæra þökk, Johnny. Eg þarf ekki að spyrja hvort alt sé með?” “Nei, þess þurfið þér ekki,” sagði Johnny glaður. Tröllið rann hægt að hliðinu, en ók hrað- ara þegar út á þjóðbrautina kom. “Nú erum við laus við alt og alla”, sagði Burns. Við erum alein í heiminum. Þú getur naumast skilið hvað þetta er fyrir mig. 1 níu ár hefi ég hjálpað öllum, sem þurftu mín — ég hefi næstum ekk haft eins dags hvfld. Fjórtán dagar er ekki langur tími að fóma fyrir brúð- kaupsferð — við skulum gera aðra, sem er lengri, þegar við förum til Þýzkalands í haust. En — í tvær vikur-------”. Hann leit niður á hana og endaði setning- una á vörum hennar, af því honum brást að geta talað. Svo lét hann græna tröllið renna með glöðum hlátri. VIII. KAPÍTULI. Græna tröllið hafði margar bleytuklessur þegar það ók til hliðar frá þjóðveginum með far þegana sína tvo, stórt koffort og ótal bögla. Það var fimta aprflskúrin þenna dag, þó kl. væri aðeins þrjú síðdegis. Burns sté út úr bifreiðinni. Hann hafði enga húfu; hún lá, eins og vant var, einhver- staðar undir sætinu. Fallega, þreklega andlit- ið var dökkbrúnt, og brúnu augun skinu undir löngu, dökku augnahárunum. “Nú skulum við láta skýlið vera opið,” sagði hann. “Það væri að freista veiklulegum manni að loka því. Það verður hagur”, — hann leit gletnislega á andlit fylgdarkonu sinnar — “þeg ar við komum til fimtíu kílómetra fjarlæga skrifstofusteinsins, og það gerum við að fimm mínútum liðnum — þá get ég hvatt mína ungu brúðir, án þess að taka tillit til annars en lands- lagsins fyrir framan mig”. “Svo þú ætlar að kveðja hana”, sagði far- þegi hans. Þetta gerði hana ekkert rólegri. Þegar bifreiðin hélt áfram, dró hún blæjuna til hliðar, svo höfuðið var aðeins hulið með grænu hettunni. Og andlitið hennar, sem nú var þakið roða eftir hina mörgu daga undir beru lofti, tók óhikað á móti dropunum, sem féllu niður úr loftinu. ' “Já, ég ætla að kveðja hana við þenna stein” endurtók Bums. “Hún hefir veitt mér ósegjan- lega ánægju í tvær vikur, og því skal ég aldrei gleyma. En það er að eins kona mín, sem get- ur leyst úr hinum breyttu kringumstæðum, sem ófrávíkjandlega mæta okkur, þegar við kom- um á gamlar slóðir aftur”. “Ef að unga brúðirin á að verða eftir, býst ég við að brúðguminn verði hjá henni? Þeim hefir ekki komið mjög illa saman”. Bums hló. “Eg hefi ekki áttað mig á því fyr, að £g hefi komið fram, sem brúðgumi. Þetta hefir verið indæll tími — — yfirburða indæll tími, en---------”. Hann þagnaði og hikaði við að enda setn- inguna um leið og hann leit til hennar. Hann vissi ekki að hann var búinn að því. En hún vissi það og brosti til hans. “En þú ert glaður yfir því að byrja á starfi þínu aftur”, sagði hún. “Og það er ég líka”. Hann varð léttbrýnni. “Guð blessi þig”, sagði hann. “Fyrst það er þannig, get ég ekki sagt hve glaður ég er. Eg er svo hress og end- urnýjaður eftir þessa aðdáanlegu fjórtán daga, að mig langar reglulega til að t nota krafta mína aftur. Mér finst ég muni nú geta starfað betur, en ég hefi nokkuru sinni áður gert. En þess vegna hryllir mig við að sjá hinn fyrsta sjúkling. Getur þú skilið það”? Hún kinkaði kolli. “Það er eins og að kafa niður í kalt vatn. En þegar einhver er kom- inn út í það-------”. “Já, þannig er það. Auðvitað, ef hann lægi beinbrotinn á flötinni minni og það væri í mínu valdi að frelsa líf hans, vildi ég ekki hika við það. En hann verður naumast svo áhugaverður. Annaðhvort þjáist hann af við- loðandi magakvefi, eða það er kvenmaður, sem ekki getur sofið án svefndufts. Og við slíkt verð ég að venja mig öðru hvoru; mér er ekki hægt að mæta þeim með hlýju viðmóti”. “Já, þeir eru mjög aumkunarverðir þeir sjúklingar, sem eru vel færir um að heimsækja þig í skrifstofunni, en eru mjög þakklátir ef þú hlífir þeim með því, er það ekki?” Red Pepper hló. “Eg sé það fyrirfram, að þú tekur málstað hinna ógæfusömu sjúklinga frá byrjun. Jú, þeir eru þakklátir, en tilfellið er, að ég get að eins lítið hjálpað þeim sjúkl- ingum, sem ég er nú að hugsa um, því þeir vilja ekki gera það, sem ég segi þeim. Og á meðan þeir liggja ekki rúmfastir, svo ég eða hjúkrunarstúlkan ráði við þá, haga þeir sér að- eins eftir því hálfa af mínum ráðleggingum — þeim helmingnum er þeim h'kar i— og skeyta ekki um hinn, sem hefir meiri þýðingu. Og seinna meir koma þeir svo og kvarta yfir því, að sér batni ekki. En alt sem er leiðinlegt, vek ur nýjan áhuga nú, þegar ég get flúið frá skrif- I stofunni inn til minnar eigin konu, þangað sem j enginn sjúklingur fylgir mér”. Hún brosti , horfandi á stórt ský, sem breyttist í mjög lítil ský, svo hinn blái himinn og sólin sáust. “Eg vona að ég geti gert þetta heimili okkar aðlaðandi”, sagði hún. “Þú manst eflaust að ég hefi ekki séð tómu hefbergin?” “Já, og mér hefir fallið það svo illa, þó að þú segðir að þú vildir helzt hafa það þannig. Hefði ég ekki haft svo afarmikið að gera, og hefði ég þekt fegurðarsmekk þinn — eða ef Winifred eða Marta hefðu getað lagað það — ”. “Nefndu ekki slíkt. Það skal verða skemti- legt að koma því í lag ásamt — ”. Hann hristi höfuðið. “Taktu ekki mig með í reikninginn. Eg fæ naumast tíma til ann- ars, en að aka með þig til bæjarins, og láta þig ofan úr vagninum fyrir utan búðirnar. Þú verð- ur líklega að leysa þetta af hendi alein. Þú hefir gifzt lækni, Ellen. Og þess vegna vil ég kveðja brúður mína við fimtíu kílómetra steininn. Því kona mín þarf að minsta kosti fimtíu daga til að koma heimilinu í gott horf. Þarna er þá steinninn”. Hann minkaði hraðann, sneri sér svo að konu sinni og spurði: “Ert þú leið yfir því að koma hingað?” “Nei!” “Hvers vegna ekki?” “Af því ég þrái líka að hafa eitthvað að gera. Eg hlakka til að reyna að koma heimili okkar í lag. Satt að segja held ég líka, að ég vilji helzt gera það ein”. Þau voru komin að steininum. Burns stöðv- aði bifreiðina. Þau voru á þjóðbrautinni milli tveggja stórra bæja, en um miðdegi þessa apríldags var hún alveg auð “Eg er máske viðkvæmur um of”, sagði hann, “en að vissu leyti hefi ég kviðið fyrir heim komunni þín vegna. Því mér svíður það, að þar er enginn annar undirbúningur en góð hreinsun — það tel ég víst að Cynthia hafi séð um. Lítur þetta út eins og ég hafi ekki skeytt um hvers konar móttöku þú fengir?” Augu hans leituðu kvíðandi að hennar aug- um. En þau fengu glaða svipinn aftur, þegar hann vissi, að hún skildi hann. “Red”, sagði hún og smokkaði sinni hendi í hans. “Eg vil helst koma til heimilis þíns, eins og það er. Taktu á móti mér þar, það er alt, sem ég bið um, og leyfðu mér að eiga þar heima — og í huga þínum. Það er það, sem ég vil”! “Þú fyllir huga minn svo algerlega”, sagði maður hennar, “að þar er h'tið pláss fyrir ann- að”. “Þú þarft þá ekki að ama þér meira með að hugsa um húsið. Það verður gaman að fylla tómu herbergin; ég held að ég hafi ofurlítið af fegurðarviti, til þess að geta það viðunanlega. Bíð þú og sjáðu svo. Og nú máttu kveðja brúð- ur þína”, hún brosti til andlits hans, sem var að nálgast hennar, — “Hún er fús til að hverfa og skilja konu þinni eftir plássið”. Burns kysti brúðir sína hlýlega í kveðju- skyni. En augnabhki síðar bauð hann konu sína velkomna með innilegum, hvíslandi orðum, sem minti þau alt af á fimtíu kílómetra stein- inn. Svo óku þau áfram þegjandi, eins og þess- um litla viðburði fylgdi hugsanir, sem voru of þungar til að klæða í orð. Og óafvitandi lét hann vagninn fara hraðara, þegar þau nálg- uðust heimilið. < Á þessu augnabliki kom rigning, eldingar og þrumur, svo þau gátu séð hið fallega lækn- isheimili á milli trjánna, eins og þakið blæju af rigningunni. En húsið var ekki það eina, sem þau sáu. Á brautinni fyrir framan það, stóð röð af ak- færum. Ljómandi fögur bifreið, tveir eineykis- vagnar frá þorpinu, með- einum hesti fyrir hvor- um sig, sem stóðu með niðurhangandi eyru, og ein bóndakerra, full með kassa og hestana bundna við girðingu Burns. Fyrst blístraði Burns ofurlítið og svo hló hann. “Þessi Cynthia”, hrópaði hann. “Hún hefir sagt frá því, að við kæmum í dag. Og Amy kemur ekki fyr en á morgun. Eg var við • því búinn að byrja strax á starfinu, en ég bjóst ekki við að sjá jafn kunnug áhöld. Þetta er gremjulegt”. “Skeyttu ekki um það”, Ellen hló líka. “Mundu eftir því, að brúðirin er farin. Og að kona þín venst fljótt við þetta”. “Við förum inn um Chesters hlið og læð- umst svo inn um bakdyrnar”, og Bums gerði eins og hann sagði. “Mig furðar að Win eða Marta skulu ekki hafa sent þessa áköfu sjúklinga mína í burtu”. “Máske þær hafi haldið, að það væri skemti- legra að finna skrifstofuna fulla”. “Það er það máske, en slíka skemtun skeyti ég ekki um nú. En hvað á ég að gera af þér? Þú getur farið inn í mitt herbergi, en þar unir þú ekki lengi? Og sá hluti hússins, sem þú áJtt að ráða yfir, er annaðhvort tómur eða fullur af brúðkaupsgjöfum. Svo er ekki um önnur pláss að tala, en borðstofuna og eldhúsið. En sá asni, sem ég hefi verið, að hugsa ekki um neitt pláss handa þér, þegar ég hefi sjúklinga”. Hún hló innilega, því hún skildi mjög vel ásigkomulagið, sem nú opnaðist fyrst fyrir hugsjón hans. Hún vissi mjög vel hve annríkt hann átti dagana á undan brúðkaupinu, og hve þakklátur hann var, þegar hún bauðst j til að sjá um útbúnað hússins. Áður en hann sá akfærin fyrir utan hliðið hafði honum ekki dottið í hug, að sá hluti hússins, sem húsmunir voru í, var notaður af sjúklingum Xhans, þegar skrifstofutími stóð yfir. Bifreiðin nam staðar bak við húsið, rétt hjá stóra glugganum, sem náði niður að gólfi við lítið sólbyrgi á bakhliðinni. Fyrir innan var stórt, lágt herbergi, sem Burns hélt til í, og sem ganga mátti úr til skrifstofunna. Hann leit á brosandi andlit konu sinnar allra snöggvast. “Mér þykir vænt um að þú tekur þessu á þenna hátt”, sagði hann. “Geðró þín verður þér til stórrar hjálpar, þar eð þú ert gift Red Pepper. Vilt þú fara inn um gluggann þaraa? Eða .vilt þú heldur borðstofuna? Eða máske þú viljir fara til Mörtu? Eg man að hún bað okkur að koma, og nú skil ég tilgang hennar.” “Nei, ég fer ekki að heiman nú”, sagði hún glaðlega. Lít þú eftir sjúklingum þínum og skeyttu ekkert um mig. Cynthia og ég skulum finna þægilegt pláss handa mér”. Burns leiddi hana kvíðandi inn. Regnið or- sakaði það, að enginn heyrði bifreiðina koma, svo hvorki Chester, Macauley eða Cynthiu grun aði, að þau nýgiftu væri komin. “Hamingjan góða, læknir”! hrópaði Cynth- ía, og gekk á móti þeim til að heilsa. “Eg bjóst ekki við ykkur fyr en að stundu liðinni! Og frú Macauley og Win Chester voru einmitt héma og hugsuðu um, hvernig mögulegt væri að losast við alt þetta fólk, sem endilega vill bíða eftir yður”. “Hugsið þér ekkert um það, Cynthia”, sagði húsmóðir hennar og þrýsti hendi hennar alúð- lega. Læknirinn annast um þá, og ég verð hér hjá yður — við höfum margt að ráðgast um. Ó, þetta er viðfeldið eldhús. Og ilmurinn svo töfrandi, Cynthía, ég held ég sé svöng”. “Gerið svo vel að koma inn í borðstofuna, þá skuluð þér fá mat”, sagði Cynthía ánægð. “Þetta er rétt Cynthía”, sagði Buras. “Annist þér um hana, þangað til ég er búinn”. Og hann hvarf. “Þá fæ ég nóg að gera”, sagði Cynthía hlæjandi, “ef ég á að annast um yður eingöngu, þangað til hann er laus. Því það skeður ekki fyr en þér farið með hann úr bænum í næsta skifti.” Hún fylgdi henni inn í borðstofuna. “Frú Macauley vildi endilega fá yður og læknirinn til að neyta dagverðar hjá sér í dag, og það vildi frú Chester líka. En hr. Macauley áleit, að hér væri það rétta pláss fyrir yðar fyrsta dagverð — í yðar eigin heimili — og svo urðu þær að slaka til. Mataráhöldin eru á borð- inu, og undir eins og læknirinn er búinn, skal ég bera matinn inn. Síðan ungfrú Amy fór, hefi ég gætt telefónsins, og það er eins og fólk þoli ekki að hann njóti sæludaganna í friði, svo á- kaft er það eftir að fá hann heim aftur. Fæ ég leyfi til að færa yður ofurlítið af mat nú? Klukkan er aðeins fimm, og ég hélt að við skyld- um neyta dagverðar kl. hálf sjö”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.