Heimskringla - 22.12.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.12.1925, Blaðsíða 4
12. BLAÐSÍDA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. DES. 1925. H^intskringla (StofnuTf 1886) Keaur flt fl hverjsm mltfvlkadegL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 os 855 SARGEXT AVE., AVINNIPEG. Talalmli \-«r.:i7 Ver3 blaíslns er $3.00 árgangurlnn borg- Ist (yrlrfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PREES LTD. SIGPTjS HALLDÓRS frá Höfnum Hitstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utnnfiskrlft tll hlatlnlna: THE VIKIKIG PRESS, Ltd., Roi 3105 UtnnfiMkrlft tll rltMt jfiran.4: EDITOR HEIMSKKINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla ls pnbllshed by The Ylkinic Preaa Ltd. and prlnted by CITY PRINTING & PUBLISIIING CO. 853-855 SarKent Ave., Wlnnlpesr, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 22. DES., 1925. Þakklæti ásamt beztu jóláóskum vill Heimskringla færa öllum þeim, er svo drengilega og á- gætlega hafa lagt skerf til jólablaðsins. Einnig þeim, sem voru af þeirri góðfýsi gerðir, að þeir vildu hjálpa þótt ir sök- um anna, og ónógs fyrir/ara gætu ekki snúist svo í vorn garð, s^m þeir vildu. Um leið vill þá Heimskringla nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim, sem hlýhug til hennar bera, jafnvel þeim, sem ekki hefir heyrst frá, eins og hinum mörgu góðvinum, sem velvild sp'na og ánægju yfir ferli blaðsins hafa látið í ljós, oft með svp miklu innilegri og sterkari orðum en verðskuldað hefir ver- ið. En slíkt þel er beztur spori til þess að gera sitt til að verðskulda' dálítið meíra af vinsemdinni og velvildarorðun- um, með hverju árinu sem líður. öll- um lesendum sínum óskar Heimskringla af alhug gleðilegra jóla, og að nýja árið verði um alt sem farsælast. Einar Jónsson. Þess var stuttlega getið hér í blaðinu um daginn, að vestur væri komið hefti með skrautmyndum eftir listamanninn Einar Jónsson frá Galtafelli. Hieftið hefir inni að halda myndir frá þrítugri snildarbraut, frá æskuárunum, á lækjarbakkanum við fjallaræturnar, upp á hátinda bláfjallanna, sem gnæfa langt að baki kolsvartra hamrabelta er þvergirða brautina; handan við einstigið eggmjóa, sem fjöldinn aldrei reynir aö feta; “langt ofar dalsins ópum”; í tár- hreinu svalalofti, ofar en svo, að minsta reykslæða frá' vélheimum nái þangað tungu sinni. Einar yrkir bæði í Ijóðlínum iita og í stuðlaföllum íslenzkra bergtegunda. Yfir list hans hvílir óbifanleg tign og ró víð- marka íslenzks hálendis, um leið og hann greypir stuðlahreim íslenzkrar frásagn- arsnildar í steininn. Gáfa hans er kom- in handan yfir landamærin, úr því ríki sem æðra er öllum skilningi. Langmestur hluti bókarinnar sýnir höggmyndir hans frá “Drengur á bæn,” sem gerður er 1894 á vinnustofu Sind- ings, ef rétt er munað, að voldugum snildarverkum, eins og “Konungur At- lantis,” “Úr álögum” og “1 tröllahönd- um” (1922—1923). Þá eru næst uppdrættir og mótmyndir af húsalagi ýmiskonar. Alveg sérstak- lega unaðslegt er húsið nr. 73 á 45 blað- síðu. Það| hús væri tilvalið að íslenzk- ur miljón-dalamaður bygði sér hér á fljótshæðunum. Þá koma nokkrar ljómandi litmyndir af táknmálverkum Einars . Mun tæplega rangt farið með, að þau málverk beri með sér að hann hallist að einhverju leyti að kenningum guðspekinga. Síðast af myndunum eru uppdrættir, myndir frá listasafninu og vinnustofunni í Reykjavík og frammynd af safnhúsinu. En síðast í heftinu er greinargerð um myndaskáldskap Einars, eitir dr. Guðmund Finnbogason, á Is- lenzku og dönsku, og ensk þýðing eftir dr Jón Stefánsson. Framan við högg- myndirnar, er mynd af skornu askloki, og “Einar Jónsson Galtafells” rist með höfðaletri í hring um lokið. Myndirnar munu ekki vera komnar hingað vestur til sölu. En sennilega verður eitthvað sent. Vér eigum því miður ekki völ á að sjá þessi listaverk Einars; gleðjast daglega yfir þeim; getum ekki komið fagnandi, og farið auðugri, eins og Reykvíkingar. Enn þá hafa íslendingar mist illa þá gáfu, að gkta vakandi skygnst inn í draumheima, ef fjársjóðir þessarar bókar ekki megna að vekja meira en hversdagshugsanir í hjörtum þeirra. * * 1 * Þegar margir íslendingar hér telja fé sitt í miljónum; hinir bjargast allir, og menning þeirra á slíkan minnisvarða skilinn, þá láta þeir höggva “Lampann” í alabastur eða marmara, og gefa hann sem ljósvita á fegursta torg Winnipeg- borgar. ¥ ¥ ¥ Einar Jónsson er fyrsti íslenzki mynd- höggvarinn. Hann á, í margra augum, engan yfirmann sinna samtíðarmanna. Er það goðgá, eða draumórar einir fyrir hönd Islands, að list hans, sem fyrir vor- um skilningarvitum er guðdómleg, sé að eins vísir þess sem koma eigi? Að hann sé aðeins, eins og Jónas, Matthías og Stephán, einn af spámönpum full- komnunarinnar á jarðríki? Ein mynd jólaboðskaparins. Skáldið mikla, Goethe, lýsir í leikn- um “Faust” skoðun sinni á einu af al- varlegustu málefnum mannanna, eftir að hafa hugsað um það í sextíu ár. Þetta umsvifamikla viðfangsefni var það, hvað í raun og sannleika gæti heitið það mik- ilsverðasta við líf mannsins og þess vert að lifa fyrir það. í leiknum skýrir hann frá því á þá leið, að hann l^tur Faust bera að' vörum sér og bergja á hverjum bikar unaðs- og lystisemda, sem lífið á völ á. Hann leitar sVölunar við brunn þekkingarinnar, auðsins, valds- ins, fegurðarinnar og alls þess sem fá- séðast og mest er talið. En ekkert af því færir honum varanlega sælu, ekkert af því friðar sá! hans. Fánýti lífsins verður honum jafnvel enn þá Ijósara eft- ir en áður. í ellinni tekur hann sér svo fyrir hendur, að grafa skurði um landið til þess að draga það úr greipum sjávar- ins. Ktann hugsar með sér, að ekkert geti fremur borið vott um vald hans en það, að sigrast á sjálfum höfuðskepnun- um. En á sama tíma og hann er að framkv^ema þetta, vaknar sú hugsun hjá honum, að hann sé með þessu, að gera miljónum manna á komandi tímum auðveldara fyrir að afla sér brauðs síns á heiðarlegan hátt. Þessi hugleiðing hans um að hann sé að þjóna öðrum með þessu, færir honum loks hið lang- þreyða augnablik fullkominnar sælu: Then dared I hail thee, moments fleeing, Ah, still delay — thou art so fair! (Þá þorði eg að heilsa ykkur, flughröðu augnablik. Ó, dveljið — sem eruð nú svo björt!) Er þetta ekki ein mynd jólaboðskap- arins? S. E. Bækur. SAGA: Missirisrit til fróðleiks og skemtun- ar. I. ár; I.—II. hefti. Ritstj. og útgefandi Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. City Printing & Publishing Co., Wpg. 1 sumar bóf þetta nýja íslenzka tímarit göngu sína hér vestan hafs. Ritstjórinn er Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld. Árgangurinn er tvd hefti og er hiö síSa.ra alveg nýkomiö á markaö- inn. Fyrra heftið kom í sumar. Hefir Heimskringla aö visu ekki opinberlega minst á það áður, en tveir mætir rithöfundar íslenzkir geröu því hefti þau skil hér i blaðinu, aö þaö er þvínær aö bera í bakkafullann lækinn, að fara fleiri oröum um þaö. Þó skal nokkuð drepiö á |in)iiha]d þess. iRitið er fjölbreytt aö efni. Þar eru sög- ur, kvæöi, spakmæli, skritlur, gamansögur, rit- dómar, ritgerðir, fyrirlestur um Tagore, og ís- lenzkar þjóösagnir. Langmest er þetta eftir ritstjórann sjálfan. Frumsamdar sögur eftir hann eru “Kvertna- gull”, “Lambiö hún litla Móra,” “Lilja Skál- 1 holt”, “Vitrun HaJIgrims Péturssonar”, og “Skáldsauðurinn.” “Lilja Skálholt” hefir náð mestum vinsældum af þessum sögum. Hún á líka vinsældir skil- ið; efnið er frumlegt og meöferöin góö; frá- i sögnin- skemtileg og liðug. En mest 1 ieta- ^ verk af sögunum er “Vitrun Hallgríms Péturs- sonar”. Um frágang þeirrar sögu er óhætt aö nota hástig lýsingarorða. “Kvennagull” er ansi smellin saga, prýðilega gerö; gómsætur munnbiti. \ íslenzku þjóðsagnirnar eru misjafnar að gæöum, en læsilegar og vel frá þeim sagt. “Rimuöu sögurnar” eru vel ortar, sérstaklega et “Kapparíma” afbragösvel kveöin. Það leynir sér ekki aö Þorsteinn myndi vera fyr- irtaks rímnaskáld. Því.ekki aö taka einhverja fornaldarsögu til ^likrar meöferöar? Og þá ekki að ráöast á garðinn þar sem hann er lægstur, Þorsteinn. Agnars er mér ekki sér- lega skemt meö þessum rímum, en þar .veldur ókunnugleiki á efninu. ^Af ritgeröunum þykja mér beztar “Austrænn andi,” fyrirlesturinn um Tagore; “Hugrún- ir”; (spakmælin) og “Oviti”. — Fyrirlestur- I inn er skipulega og gáfulega skrifaður; gefur ágætt yfirlit yfir skáldskaparstefnu og lífspeki Tagores. Væri góð þjóörækni að’ halda slíka fyrirlestra nokkru oftar en gert er meðal Is- lendinga hér í Winnipeg, ef menn mættu missa Goodtemplarhúsið til þess ftá öðrum þörfum, eina kvöldstund í mánuöi eöa svo. Þeir sem á þaö hiýddu, myndu naumast bíöa varanlegt tjón á sálum sínum þessvegna. * ¥ ¥ I I I Sama fjölbreytnin er í siðara heftinu. Og eg held aö mér þyki þaö ja.fnbetra. Fyrst í heftinu er all-löng smásaga “Hjálp í .yiölögum”, eftir ritstjórann. Það er gaman- samur kafli úr lífi Winnipeg íslendinga. Um hana Jónínu, sem þykir svo dæmala.ust gaman að dansa, og er gift horium Kela, sem vel hefði má heita “Pétur” þvi hann er traustur sem “hellubjarg” og djákni þar að auk, aö maöur ekki tali um að hann er björgunarhringur, ból og a.kkeri Jóns Pú á stórsjóum hrostatjarnarinn- ar í Winnipeg. — Frásögnin er góð; víða ágæt, þegar sjónarmig Jóninu kemur í Ijós. Per- sónurnar glögt og vel dregnar, sérstaklega Jón- ína og Jórf Pú. En þvi er ekki hægt aö neita, að Jónina sleppur vel frá æfintýrinu í Eden sinni. Og sýnu dýrara verði varð for- móðir okkar Eva aö kaupa augnabliksnautnina í sínum Argaröi. En, eins og viðkvæðið seg- ir: “Það er nú annaö þá og nú.” •Jólakertin” er ágætlega fallegt kvæði, ein- falt, en næmt á hug manns. “Hugrúnirnar” etu margar fyrirtak. Og væntanlega hafa þær einhver áhrif. Hvað segja játendur Jesú (sem guðs, eða guð-manns) t. d. um þessa hugrún: “Sá, sem berst á móti jafnaðarstefn- unni, berst á móti kenningu Jesú Krists.” Þrátt fyrir hin augljósu sa.nnindi þessarar hugrúnar, er eg ekki algerlega sannfærður um að allir “kristnir” lesendur “Sögu” séu höf- undýium samdóma. “Jólakötturinn,” er vafalaust bezta sagan sem enn hefir kpmið í Sögu, og er töluvert mikið sagt með þvi. Eg vil ekki segja að sagan sé a.ð öllu lýtalaus. Það er svoddan ógnar munnbiti. En hún er smiðadjásn, og ekki mjög langt frá því að vera lýtum sneidd. Þorsteini getur skotist með ádeilur, í gamni sem alvöru, og með fyndni, en honum skýst sjaldan með það er til samúðar nær. Svo sönn er tilfinning Þorsteins alstaðar i þessari sögu að hann hefir lesarann álgjörlega á valdi sinu, enda er frásögn hans hér á bezta stigi. “Jólakötturinn” er áreiðanlega með fallegustu dýrasögum sinnar tegundar/ sem eg hefi lesið. Samúðin við sál dýranna er svo mikil, og inni- leikinn sem pennanum stjórnar svo ómengaður, að maður sannfærist um skilning Þorsteins. I því er meðal annars listin fólgin, sú list, sem skilur á milli óalandi vangetumanna., og hinna, sem nauj^ynlegt er lyrir mannkynlð að setja á vetur, ef það vill áfram, og upp: t.ii lifanda lífs. Lesandinn er betri maður meðan hann les “Jólaköttinn,” og eg held að sæmilega athugull niaður verði ósköp lítið skárri maður á eftir Hka. Það er af því að menn verða svo sjald- an fyrir þeim áhrifum, að mannkynið er ekki lengra komið. Þau þyrftu að vera æði sterk og tíð, ef vel ætti á,fram að miða, . þvi Ikið gengur í hvert eitt skifti. “Breytingin” er ágætt kvæði. Þorsteinn hittir þar markið, svo syngur í. Breytingunni frá barnæskunni, með gljúpri barnslund, sem alt má gera úr, himinn eða helvíti, og alt þar á milli, í 16 ára sálarnekt, er lýst hárvisst, nap- urt og kj.arnyrt. Síðasta vísan er svona: Með mjallar og kvöldroðans kinnablæ, svo kaldan, sem frostsins rós á snæ, hver skaplyndis hrukka er falin og fylt með farfa úr krukkúm og brúsum. Guðs heilaga musteri hætt og spilt af hungruðum tizkulúsum. Svona á að kveða, Þorsteinn! Auðnist það án þess að verða um leið prédika.ri í odd’borg- arastíl, þá er mikið unnið. “Islenzkt himnaríki” og “Ræðan”, er ekki ó- líklegt að valdi einhverju hugsanaróti hjá ein- stöku manni, sérstaklega “Ræðan”. Það verður fróðlegt að sjá, eða heyra, e^ ekki skyldi sjást, hvernig Mörlandinn hér tekur í ræðu séra Eggerts. Hún er jafngild í dag, þótt hún eigi að vera haldin fyrir rúmum 10 árum. Það er ekki gefið að það verði alt ómerkustu Vest- ur-íslendingarnir, sem verða séra Eggert sam- mála í höfuðatriðum, ekki einungis um kirkju- málin, heldur einnig um það, er hann hefir um þjóðernismálin a.ð segja. “Gimsteinasalinn og bóksalinn”, er góð saga, og sömuleiðis “Snjóflóð,” en þó ekki með þvi bezta sem eftir Þorstein liggur. “íslenzkir bústólpar” er einkar skemtilegur kvæðaflokkur, lýsing forn-islenzkrar svejtamenningar, en hætt er við að sú kunnátta sem þa.r er talin, sé í fárra hjúa höndum nú orðið. “Vestra og Eystra” er dável smellið, en aftur á móti hefir Þorsteini skotist með “A Royal Alexandra”. Það er í þessari velgerðu bók, eins og væng- stýfður hrafnsungi í söngfuglahóp. Islenzku þjóðsagnirnar þykja mér betri en í fyrra heft- inu; t. d. er töluvert bragð að reimleikanunv sem Lína Gillies segir frá. — Að öðru leyti er sama fjölbreytnin í þessu og var í fyrra heftinu, og væri tviverknaður að telja alt smælkið upp, sem dreift er innanum til smekkbætis. “Saga” á vel skilið líf, ef . hún heldur svona áfram, sem engin á- stæða er til að efast um. Þor- steinn er sýnilega frjór og það er j gróði að því fyrir íslenzkar bók- mentir, að hann geti íengið næði til þess að skrifa. Sé svo illa komið íslenzkri lestrarfýsn, og lestrarviti hér vestra, að “Saga” verði bráðlega að hætta göngu sinni, þá á Þor- steinn að hverfa austur um haf. Hann er jorðinn of þroskaður til ís- lenzkrar tungu til þess að geta með t góðum árangri tekið upp aðra, og það er of mikið verðmæti í honum til þess að hann eigi að þurfa að slita sér út í andstæðum verkahring á ónauðsynlegum snöpum. Hvort Austur-lslendingar vöknuðu nógu fljótt til vist um það, skal eg láta ó- sagt. En bregðist 'nonum á- heyrendur hér, er ekki i annað hús að venda. Meðan íslenzkan tórir hér vestra ætti það að vera metnaðarmál fyrir oss að halda lífi í tímariti eins og “Sögu”; svo góðu lífi, að Þorsteinn þurfi ekki að hlífast við að reiða hátt til höggsins, er liann vill yega. Hann getur það, ef svigrúm gefst. Og .það verður fyrst um íinn enginn skortur á hreinræktuðum miðlungum, að J.eggja að velli. 5. H. f. H. ----------x---------- Um Jón sterka frá Höfn. Eftir Guðm. Jónsson frá Húsey. Það eru til margar sagnir um þá bræður Jón og Hjörleif Árnasyni frá Höfn i Borgarfirði eystra. Sumt af þeim er í Þjóðsögum Jóns Arna- sonar, en sumt hefi eg séð i nýrri tímaritum, eftir Pál Mdsted og fl. Eg var að blaða í gömlum skræð- um hérna um daginn, og rakst þá á eina sögu um Jón frá Höfn, sem eg hafði skrifað upp heima á Islandi fyrir 30 árum. Sagan er svo ein- kennileg að eg hygg hana þess virði að henni sé haldið á lofti, því hún mun hvergi vera til á prenti. Sá sem sagði mér sögutia, var Stefán Árnason Scheving bóndi í Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá. Hann var stálminnugur og skilríkur maður, þá korninn á áttræðisaldur. Stefán sagði svo frá:— “Þegan eg var unglingur innan við fermingaraldur, var eg í fóstri á Tjarnala.ndi. Þangað kom Jón frá Höfn einu sinni, og var þá á ferð út í sveitir. Fóstra mín þekti hann, og tók honum vel. Eg man það vel hvað mér fanst mikið til um þann ^ mann. Hann var eflaust með hæstu mönnttm sem eg hefi séð, en hitt var með meiri a.fbrigðum, hvað hann var samanrekinn og beinastór. Mér virtist hann hreint og beint tröllslegur. Þó var maðurinn hæg- /látur og góðmannlegur. Þegar hann fór, bað fóstra mín hann a.ð lofa stúlku, sem þar var stödd, að verða sér samferða til næsta bæjar. Þetta var í vorleysing- um og vatnagangur mikill og víða lækir í lautum. Bað hún Jón því a.ð bera stúlkuna yfir stærstu lækina. Jón tók því vel. Ferðinni var heitið norður að Ekru, og er það sem næst klukkutíma ganga. Eg átti að fara þar norður eftir að smala kindum, svo að við áttum samleið nokkuð a.f leiðinni. Þegar | við komum norður fyrir túnið, varð fyrir okkur lækur. Jón tók þá stúlkuna á handlegg sér, og bar hana yfirum. Þegar þornaði undir fæti vildi stúlkan fara úr fangi hans, eins og venja er til. “Það tekur ekki þvi, kindin,” sagði Jón. “Hér er blautt alstaðar.” Hélt hann svo á henni á handlegg sér þar til hann kom í hlaðið á Ekru. Eg fór með þeim nærri alla leið til að sjá hvort Jón héldi þetta út svona. langa leið, en það varð ekki séð að honum veitti þag brðugt. Hann hafði aldrei handaskifti og hallaði henni ekki á öxl sér, eins og flestir menn gjöra, þega.r þeir beraf mann. Hann lét hana sitja á handlegg sínttm ein* og þegar menn berá barn.” Eg efast ekki um að i aga þessi sé sönn, því bæði var sögumaður minn mjög vandaður og sannorður, og svo er sagan svo yfirlætislaus og ein- kennileg, að ólíklegt er að hún sé ýkt. Eg efast um að nokkur saga sé til sem lýsir betur afburða kröft- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýruhum. —- Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. um Jóns en þe£si. Það getur hver sent vill reynt að bera 4 ára bnrn á þennan hátt, tog mun hann fljótt þreytast. En svo er að heyra á sögunni að Jón hafi tæplega vitað af þvi, annars myndi Jrann hafa skift um handleggi. Eg spurð: Stefán hvort stúlkan hefði veriS stór. Hann lýsti henni svo að hún hefði verið Jik á vöxt konu er við þektum báðir, og sem eg vissi að var nálægt 160 pund að þyngd. --------------x--------- Hveitisamlagið. Kornhlöðustefna samlagsins. Undanfarið hefir hér í blaðinu verið bent á að aðalástæðan fyrir myndun Hveitisamlagsins var ósk bændanna að losna við óvissumi. sem þeir áttu við að búa með gömltt söluaðferðinni. Ætlunarverk santlagsins rná í stuttu máli segja að sé:— 1. Að koma í veg fyrir að hveitinu sé hrúgað á ma.rkaðinn eftir þresk- ingttna og verðið þannig lækkað. 2. Að koma í veg fyrir ákafar breytingar á verði með reglubund- inni sölu á korni. 3. Ag eyðileggja gró$abrall. 4. Að konia á sem beinustu sam- bandi ntilli framleiðanda og neytT anda. 5. Að tryggja bóndanum meðal- verð á hveitinu á hverju ári. A síðustu dögum hafa skýrslur verig opinberaðar sem skýra frá að uppskeran í Argentinu verði langt um minni en fyrstu áætla.nir gerðtt ráð fyrir. Einnig hefir verið skýrt frá að hinn mikli útflutningur sem spáð var að myndi verða frá Rússlandi hafi verið heilaspuni einn. Upplýsingar hafa líka komið frarn um að uppskeran í Astralíu verði ekki eins mikil og búist Ixafði verið við. Þegar fyrstu áætlanir um uppsker una í þessum löndum kom fram fyr- ir tveim mánuðttm lækkaði strax verðið á hveiti um allan heim Ef hveiti canadiskra bænda hefði ölltt verið hrúgað á markaöinn þá, í staðinn fyrir að meiri partinum af þvi var haldið af samlaginu, hefðt’ eflaust tvent skeð. Fyrst; verðið' hefði Jækkað enn meira, og í öðru lagi að( mjög margir a.f canadiskum bændum hefðu selt hveiti sitt á mjög- lágu verði, en nú þegar samlögin. hafa umráð yfir rúmum helming af uppskeru þessa lands, hefir það haft styrkjandi áhrif á verðið og með- limir samlaganna fá hagnaðinn af hærra verði sem nú er og mtm lík- lega haldast framvegis, sérstaklegíi þegar Ijóst er nú oVðið um uppskeru- horfurnar í þessum fyrnefndu lönd- um. Iæsendum Heitnskringlu er boðið. að senda hingað hvaða. spurningar sem þeir kæra sjg um að spyrja við- víkjandi samlaginu, og mun þeim þi verða svarað í blaðinu. Or bænum. Lciðrétting. 1 kvæðinu May Sawyer, sem birtist i Heimskringlu 9. des þ. á. eru þessar villur: 1 fyrsta erindi, önnur ljóðlina: Öll blómin fallin kaldrar jarða.r. til. — A að vera: öll blöðin fallin kaldrar I jarðar til.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.