Heimskringla - 22.12.1925, Side 6

Heimskringla - 22.12.1925, Side 6
14. BLAÐSÍDA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. DES. 1925. E f f i e. Eftir Annie Frost. Aðrir söngvar fylgdu á eftir þeim fyrsta, og svo framleiddu hinir æfðu fingur frá hljóðfær- inu söng, sem að eins varð sigraður af hinni að- dáanlegu rödd stúlkunnar, sem á hljóðfærið lék. Og næstum því án þess að draga andann, stóð George Bankroft og hlustaði. Á vin hans var kallað, en hann stóð kyr þangað til tunglið kom upp og hljóðfærasöngurinn hætti, þá gekk hann burtu með hægS, en fyrir eyrum hans ómaði söngurinn enn. Blæjurnar voru dregnar upp, og Effie kom að glugganum og settist á uppáhalds sæti sitt — skemilinn við fætur frænda síns. “Mér datt það í hug í dag,” sagSi hún og leit á tunglið, “að eg vildi verða kvenhetja.” “Hvað þá, kappgjörn, viljasterk kona, sem stjómar samkvæmislífinu og skarihnar bónda sinn?” , "" - “Nei, frændi, vertu nú ekki að hlæja. Nei, þú sýndir mér, og eg hugsaði sem svo, að mér eg las ritdóminn um Thackerays konurnar, sem mundi líka að vera kvenhetja.” “Til að sýna þeim hvernig — hum? En veistu það Effie, eg held þú hafir suma af þeim nauðsynlegu hæfileikum.” “Ó, frændi, jafn lítil og ómerkileg skepna og eg er. Auk þess er dkkert tækifæri eins og stendur, til að framkvæma afreksverk.” “Ó, eg veit ekki. Það þurfti ekki svo lítinn hetjukjark til þess, þegar lítii og veikt fimtán ára gamalt barn yfirgaf heimili og vini, til að útvega \nóður sinni viðunandi framfærslu — yfirgaf ættingja sína til að fara til óþekts frænda, sem skrifaði bréf, er nægt hefði til að gera taugaveiklaða persónu heilakviksveika.” “Eins og það væri slæmt að> vera hjá þér,” sagði Effie hlæjandi, en roðnaði dálítið um leið. . “ó, en þú vissir ekkert um það þá.” “En frændi, eg var svo fús að framkvæma eitthvað stór.’” “Þola svengd, búa í húsmunalausu herbergi ’og stunda, eg veit ekki hve mörg veik börn og vínspilta bændur.” ( “En, Charles frændí, þó?’ “Hve sorglegt það er, að þú ert að eins fal- eg stúlka.í góðum kringumstæðum. Nú, ef hótelið skyldi brenna, býst eg við að sjá þig í hvítum morgunkjól, standandi í glugganum og bíða hetju þinnar til að hjálpa mér. Því hetjukvendi er að eins hálf hetjukona án hetj- unnar, eins og þú veizt.” “Þín bollalegging dugar ekfei, því þetta her- bergi stendur í sambandi við mitt, og eg get hlaupið út í sólbyrgið.” “Stokkið út, Effie; hetjukonur hlaupa aldrei.” “Stökkva út þá, taka í hár þitt og draga þig með mér.” “Þú að draga mig, litla músin mín.” “Nú jæja, hr. IJón. Greiði músarinnar var eitt sinn þeginn með velvild, það sama getur máske komið fyrir aftur. En það er minn tími til að fara í sparifötin, áður en kvöldsam- sætið byrjar, svo eg verð að fara til herbergis míns.” “Með hetjukvenna hætti,” sagði frændi hennar, um leið og hún fór. Það var ljómandi bjart í herberginu þegar hún kom þangað aftur, og frændi h^nnar stóð og talaði við gamlan mann, sem snéri sér við til að heilsa ungu stúlkunni. “Og þetta er frænka þín?” “Já, Effie, leyfðu mér að kynna þig gömlmn vini mínum, félagsbróðir frá skólaárunum, seni rétt núna uppgötvaði okkur.” “í fyrsta skifti sem við sjáumst eftir löng þrjátíu ár,”. sagði gamli vinurinn, um leið og hann tók í hendi hennar. “Eg sá nafn frænda þírfs í gestaskránni, og gat ekki beðið eina stund, fyr en eg bauð hann velkominn til mann- h'fsins aftur.” “Það gleður mig mikið, að hann fær svo hlýjar viðtökur á þrepskildinum,” sagði Effie alúðlega. “Hann segir mér, að hann hafi skriðið út úr skelinni til að kynna frænku sína. Enginn hægðarleikur, ef ungu hjörtun verða jafn fljótt fyrir áhrifum, 'eins og eg finn að þau gömlu hafa orðið.” Lítill roði og glaðlegt bros þakkaði honum, en' gamli Marhall hló og sagði lágt: “Er þetta Oliver Twist svipurinn, Effie?” Hún hló líka og sagði: “Þetta er mitt fyrsta samkvæmi — sem fullorðin á eg við. — Eg man eftir einu, þegar eg var barn, og átti hvorki að/ verða séð né heyrð.” » “Eg vona, að þér verðið ekki svo miskunar- lausar nú, að halda fast við þá hugmynd,” sagði gamli maðurinn fljótlega, og Effie heyrði aftur hláturinn. “Ó, Oliver, þú varst heppinn,” — heyrði hún sagt um leið og hún lagaði fellitfgarnar á kjóln- um sínum og lét á sig glófana. Hún tók arm hins nýja vinar síns, og frændi þeirra gekk á eftir þeim inn í hinn stóra samkvæmissal. Marshall vildi að Effie væri klædd verð- miklum fötum, og hann treysti smekk hennar, að ofhlaða þau ekki með gifnsteinum né skrauti. Hann leit niður á hana ánægðum augum. Kjólinn hennar var þannig sniðinn, að sívölu hvítu handleggirnir og herðarnar sáust, og samt var hann hár og fór ágætlega. Hann var gerður úr bláu silki, skreyttur hvítum kniplingum og perlum. Frá hinum vandborna fjaðraskúf, niður að hinum lágu þykksilkisskóm, var alt fullkomið og gallalaust, frændi hennar brosti, þegar hann sá hvíta glóf- ann og fallega vasaklútinn. Hann hugsaði um kvensuflónið sitt, og montið hennar yfir að hafa lært svo mikið af æfingum systra sinna. Vinir okkar, ungu mennirnjr, þpm talað höfðu saman í sólbyrginu, urðu fyrstir til að sjá Effie koma inn. “Nú, George,” sagði Will Wood óþolinmóð- ur, “hvernig getur þú látið eins og þú þekkir ekki ungfrú Marshall, þegar hún á þessu augna- bliki styðst við arm föður síns?” “Eg fullvissa þig um, að eg hefi aldrei séð hana fyr. En nú verð eg að fara til þeirra, augnatillit föður míns segir “komdu strax”, og á næsta augnabliki var — “sonur minn, hr. George Bankroft,” kyntur Effie. Hvef er hún? Hvíslaði kvenfólkið á milli sín, og karlmennirnir spurðu hins sama, for- vitnir og kvíðandi, og svarið minkaði ekki að- dáunina, sem yndi hennar hafði kveikt. Erf- ingi hins ríka Marshall sem — éins og eldra fólkið sagði — varð svo óviðjafnanlega ríkur í Kína, var heitbundinn, eins og þú manst, ung- frú Leverett, o. s. frv., o. s. frv. Og áður en kvöldið var á enda, var Effie litla uppáhalds- drotning samkvæmisins. Hún var hvorki feimin né klaufalegí en í framkomu hins nýja vinar hennar, George Bankroft, fólst svo mikil alúð og kurteisi, sem bræddi ísinn af fyrstu innkomu hennar í sam- kvæmislífið mjög hagk\^emlega. Faðir hans fól honum tíana á hendur um leið og hann benti honum á, að hún væiri að byrja að kynnast sam- kvæmislífinu, og það festi hann í huga sér. Hin tígulega kolbrún var kynt henni af George með orðunum: “mín eina systir, frú Wells,” og eitt orð frá gamla manninum, flutti hana bros- andi til hr. Márshalls. “Þér verðið að trúa mér fyrir frænku yðar dálitla stund,” sagði hún hlýlega. “Eg veit að þér eruð hér einmana, en þegar hún þarf kven- lega fylgd, munið þá eftir mér.” Á þenna hátt kyntist Effie kvengestunum í Newport, og frú Wells sá um, að það var að eins úrval sem hún kyntist. t 8. KAPÍTULI. “Mamma, Effie er hér.” “Hérna? Frændi þinn í Newport?” “Áreiðanlega satt, og það er ekki það versta. Húæ er skemtanatímans uppáhalds fegurð, er sögð að verða erfirigi að mörgum mil- jónum, ber perlur eins stórar og valhncftur og mikinn fjölda af gimsteinum. Hún stjórnar allskonar skemtunum, er dáð af öllum, og ræður algerlega yfir Newport.” • “En Lára, menn geta ekki borið aðdáun. fyr- ir henni, svo litlu og fávísu þarni. Það hljóta að vera peningarnir.” “Mér finst það undarlegt,” sagði Lára, og fleygði frá sér blómvendi, sem hún var að binda, “að þú skyldir láta hana nota þetta tækifæri, til að verða erfingi frænda okkar.” “Nú, Lára, hver gat ráðið það af bréfinu hans, að hann mundi koma með Effie hingað?” “Mamma, eg get eins vel sagt það strax, Eg var í Kate Wells herbergi í dag, og hún segir að bróðir sinn, sé ástfanginn af Effie,” hún endaði setninguna með gremjufullum ekka. “Ástfanginn af Effie?” hrópaði frú Mars- hall, “George Bankróft. En það rugl.” “Það er ekkert rugl. Hann ríður,' rær, dansar, syngur og dekrar við hana frá morgni til kvölds. Faðir hans og Charles frændi líta út fyrir að vera gamlir vinir, og þessvegna hefir hann frjálsan aðgang að dagstofu frænda nær sem er, þau, eg á við frænda og Effie, komu með sína eigin hesta og láta hann vera á skemtireið- um með sér — með fám orðum sagt, hann bráðskotinn í Effie” “En Lára, þú mátt samt ekki sleppa allri von. Þú varst næstum heitbundin honum fyrir fáum vikum.” “Hann veitti mér mikla athygli.” “Og hann gerir það aftur. Hann verður ekki lengi að degra við Effie, það getur þú reitt þig á; iOg satt að segja, Lára, eg kann ekki við að stofna til giftinga, en þessu tækifæri verður þú að gefa gætur. Með tilliti til stöðu hans og fjármunalegra efna, þá er hann það bezta mannsefni, sem nú er kostur á, og allir tala um hinar miklu gáfur hans og góða lund- emi.” —i “Þá verðum við að keppa um hann. Þegar alls er gætt, þá hefir Effie að eins peninga, og hann er ekki sá maður, að hann gifti sig vegna peninga. Eg —” og með sjálfsþóknun leit hún í spegilinn án þess að enda setninguna. “Bíðum nú við,” sagði frú Marshall hugs- andi. “Eg held að við ættum að heimsækja þau. Frændi þinn mun að líkum bjóða okkur að nota vagninn sinn og hestana, og það verður en meira dáðst að þér, þegar menn vita að þú ert frænka hans. Og hver veit, fyrst hann er svo góður við þessa litlu, ljótu stelpu, hvað hann vill gera fyrir fallega uppáhalds engilinn minn. Þú verður aðeins að muna ,að blátt áfram og tilgerðarlaus framkoma er sú aðferð, sem hent- ugust er til að ná hylli hans; það er langt síðan að hann fékk viðbjóð á samkvæmislífinu og að- dráttarafl þess. En hverjum gat til hugar komið að hann myndi aðhyllast Effie,” og móð- irin tautaði nokkrar kvartanir yfir því, að hún hafði ekki sent Láru í stað Effie. Fáeinum mínútum var varið til að laga morgunklæðnaðinn, og svo gengu mæðgurnar til að inna af hendi heimsóknina. Marshall var einn í daggtofu sinni og opn- aði dymar undir eins og þær börðu. Kurteis hneiging hans gaf ekki í skyn, hve illa honum féll heimsókn þeirra, hann tók vel á móti þeim, en virti fyrir sér með gagnrýnum augum eina af fegurðunum, sem Effie hafði svo oft tal- að um. Jafnvel hann gat ekkert fundið að henni; þessi hái, yndislegi líkami í hvíta, bylgju- ríka klæðnaðinum,. var svo óvanalega fagur, stóru, bláu augun; ljósa, hrokna hárið; hreini liörundsliturinn og ljúflegu andlitsdrættirnir, var alt gallalaust. En sálargöfgin, sem hvíldi yfir andliti Effie, og hinn fjöruga, margbreyti- lega svip, skorti hér, og gerði alt dauft og ó- smekklegt. “Það er alveg óvænt ánægja að finna þig hér,” sagði frú Marshall, um leið og hún með utan-að-lærðru yndi settist í hinn stóra hæginda stól, “og að faðma að sér mitt elskaða barn. þú hefir verið harður gagnvart móður, að skrifa ekki, né leyfa henni að skrifa í löng þrjú ár.” “Harka þessi var ekki af ásetningi,” sagði Marshall kýminn. “Lára þráir inn^lega að fá að taka Effie í faðm sinn, það veit eg með vissu,” sagði frú Marshall, “hún er að eins einu ári eldri en Effie, og sem börn voru þær óaðskiljanlegar. Eg get fullvissaö þig um það, að kæra tilfinningaríka barnið mitt var óhuggandi eftir burtför hennar.” “Það hryggir mig frú, að eg hefi bakað fjölskyldu yðar sorg,” svaraði hann. “En hvar er Effie?” spurði Lára. “Hún er ekki komin aftur úr skemtireiðar ferð sinni. Eg varð að fá vin minn til að fylgja henni þenria morgun, þareð eg hafði svo mörgum bréfum að svara En eg býst við henni á liverri mínútu; nær komuð þið?” “í gænkvöldi Eg varð að heimsækja ykk- ur undir eins, þegar frú Wells sagði mér að "Eff- ie væri hér Frú Wells er gömul vinkona Láru. Og í raun réttri leyfi eg mér að segja — af því það er innan fjölskyldu takmarkanna — að hún álítur hana vera systur sína. Hr. George Bankroft er hinn elskuverðasti biðill Láru.” Það kom einhver að dyrunum, sem heyrði þessi orð. Ákafur hjartsláttur, augnabliks- svimi og Effie kom inn. Það var enginn tími til umhugsunar. í fyrsta skifti á æfi sinni var hún vafin ástríkum móðurörmum, meðan inni- legu orðin, “elsku barnið,” “uppáhaldsgoðiö mitt, Efffe,” “mín eigin kæra stúlka,” ómuðu fyrir hinum hálfrugluðu eyrum hennar. Svo byrjaði Lára, og Marshall gekk að glugganum tR að dylja kýmnisbrosið, sem lék á vörum hans , yfif því að sjá þetta skyndilega flóð af kærleika streyma yfir litla erfingjann; því hann kunni^ að meta hvern koss og hvert faðmlag með réttu verði Loks var þetta á enda, og Effie kastaði hatt og glófiím á borðið og settist hjá frænda sín- um. “Hvar er George?” spurði Marshall. “Hann kom að eins að endanum á gangin- um, og snéri þar aftur til að tala við John um Hotspur, það virðist eitthvað ganga að líonum í dag.” “Hverjum, George?” “Nei, Hotspur.' ó, hérna kemur hann.” Hratt fótatak heyrðist koma að dyrunum, og á næsta augnabliki var George hjá þeim. Eff- ie reyridi að sýnast kærulaus, en hún horfði á andlit hans þegar hann heilsaði Láru. Hún sá kurteist, viðfeldið bros, og inniíega kveðju með orðinu ‘velkomin’ — en þá þvingaði hún sig til að líta af þeim. Skýringar frá báðum hliðum eyddu fáein- um augnablikum, vúnalegt hversdagsrugl aftur og aftur, og svo stóð frú Marshall upp til að fara. “Þú verður að muna það Effie, að okkar herbergi eru við hinn énda gangsins, og að við verðum að fá að sjá þig oft.” George og Marshall stóðu báðir upp, en sá eldri fylgdi mæðgunum að herbergisdyrum þeirra, og þar faðmaði Lára hann að sér. En undir eins og hún var komin inn í herbergið, dó brosiö á vörum hennar, en í þess stað kom tryllingslegur afbrýðissvipur. “Sást þú það? Heyrðir þú það? George hefir heimild til að fylgja henni á skemtireiðum hennar, láta í ljós samhygð sína eða kvíða yfir þreytu hennar. Og mamma, sást þú það? Hún er falleg, yndisleg. Svo lítil og indæl töframær með stór augu; ekki risavaxin eins og við.” “Lára, vertu róleg.” , “Vertu róleg! Eg er að kafna! Það var nógu slæmt að finna gamla hræsnarann hér, með allar sínar miljónir, til að gylla hennar hæfileika, en að hún, þessi dökka, hörundsljóta, horaða dvergstelpa, skyldi vaxa til að verða jafn fögur og hún er. Peningar, staða, feg- urð, alt fyrir hana, og nú ást hans.” “Þú ert of fljótfær. Þau hafa að eins verið hér fáeinar vikur.” “En hann elskar hana; sástu augu lians, þegar hann frændi hennar sagði að hún væri föl? Eg veit hvernig menn líta út, þegar allar hugsanir þeirra snúast um einn kvennmann, og eg get séð hvernig hugur hans hangir við rauðu eða hvítu kinnarnar hennar.” Það var hið almennasta umtalsefni hótel- gestanna þenna dag, hver þessara tveggja myndi sigra. Hinn síðastliðna skemtanatíma höfðu allir dáðst að Láru og tilbeðið hana, engin hafði kept við hana, en Effie hafði áhrif nýunganna, og auk þess sagði orðrómuririn, að hún væri rík. kvíðapdi augu biðu komu þeirra í danssalinn. Það var orðið framorðiö þegar þær komu, og Lára- kom fyrst, til þess að hljóta aðdáun eða aðfinslu. H|ún var kvítklædd og bar enga skraut- gripi. Mjúkir kniplingar, mjallhvítir, féllu sem bylgjur niður hinn hvíta klæðnað, og háls og handleggir voru jafnhvítir. Hér og hvar blikuðu jasmínur (einskonar jurt) í ljósa hár- inu hennar, og ekkert gat verið yndislegra en þessi ljósa fegurð. Það leið langur tími þangað til Effie kom, svo langur, að sumir sögu að hún kviði fyrir að láta sjá sig. Vesalings litla Effie. Hún hugsaði alls ekki um eigin fegurð, þegar hún var að búa sig fyrir dansinn. Allan daginn hafði hana lang- að til að vera alein, þó ekki væri nema augna- blik; en hún las fyrir frænda sinn, lék á hljóð- færi og söng fyrir hann, og spjallaði við hann til dagverðar, og eftir það vildi frú Wells fá hana með sér á ökuferð. Þegar hún kom aftur, þurfti hún að tala við gesti þeim til skemtunar, og nú varð þernan að hjálpa henni með klæðn- aðinn. Lisetta hreykti hárinu hennar eftir eigin geðþótta, og festi fáeinar demanta stjörnr ur í þungu flétturnar. Fallegi hvíti silkikjóll- inn með demantsbrjóstnálinni og armbandið, kom henni til að líta snöggvast í spegilinn, svo lét hún á sig glófaria, tók blævænginn og gekk inn í danssalinn. Hún heyrði rödd Georgs, og snert af drambsemi roðnaði hún og augun blikuðu af ánægju. Aldrei hafði glaða spaug- ið hennar verið jafn fyndið, eða hinn klingjandi lilátur hljómað jafn oft og þetta kvöld. Dans- andi eða talandi við einhvern, var altaf glaðlegt bros á vörum hennar, svörin altaf tilbúin að láta heyra til sín. Myndastyttu fegurðin henn- ar Láru varð algerlega í skugganum þetta kvöld, fjörlegu, sífeldu svipbreytingarnar, hinar æðri gáfur og sálargöfgin, hin aðdáanlegu öfl and- ans, voru mörgum sinnum fullkomnari hjá Eff- ie en Láru. Útlendingarnir sem voru til stað- ar, voru hrifnir •yfir hinum góða framburði, og hve auðvelt henni veitti að tala þeirra mál, og allir dáðust að hinni liðugu, sönglíku rödd, sem myndaði samræmi í samtalinu. Langa kvöldið, sem þrýsti á heilann og hugann, var endað, og unga stúlkan var ein í herbergi sínu. Alein að hugsa um það erf- iða starf, að rannsaka og semja við sínar eigin- skoðanir. George Bankroft, biðill systur hennar. Hug- ur hennar flaug með kvalafullum hraða yfir hinar fáu vikur, sem þau höfðu verið saman, til að gera spurninguna svo fulla af örvilnan fyrir hið unga hreina, hjarta: Hafði hún gefið þeim manni ást sína, sem ekki skeytti um hana? HanB hafði ekki sagt, að hann elskaði hana, en hann hafði talað með þeim hljómblæ og á þann hátt„ sem dómgreind hennar sagði henni, að ekki væri Hinn sami og almennur kunnings- skap notaði, og jafnvel ekki kærir vinir. Þessar skemtigöngur og skemtireiðar, löngu samræð- urnar í sólbyrginu, eða þegar hann laut ofan að pianoinu, urðu ekki endurkallaðar í hugann, án þess að vekja áhrif, minna á lágt töluð orð með innilegri blíðu, á augnatilliti og óm raddarinnar, á samhygð og trúnaðartraust, 'sem að eins elsk- endur hvíslast á. Gat hann verið falskur? Var hin hreinskilnislega, myndarlega framkonia hans hræsni, eða lýgi? Hún ætlaði að gleym® honum, dauðadæma hugsanir sínar um hann. biðja frænda sinn uml að fara heim, til að dylja sinn sorgþrungna hup. þar. Hún vildi ekki elska hann. — Of seint þar sem hún lá vakandi í rúminu, viðurkendi hún auðmjúk og grátandi> að hún elskaði þenna mann. 9. KAPÍTULI. “Eigum við ekki að ríða okkur til skemt- unar í dag?” sagði George Bankroft undrandi- “Eg hefi höfuðverk,” sagði Effie, og keim- ur hennar og daufu augun, staðfestu að orð hennar voru sönn. Marshall greip undir eins um ulnlið hennar- “Eg er læknir Effies,” sagði hann alvar- legur við Georg. “Eg hefi verið heppinn með sjúkling minn til þessa, en hún er enn þá ekki vel hraust, og —” en hra^dda og föla andlitið hans George, var of mikið fyrir hans góða hugs- unarhátt, og hann sagði: “Að eins spaug drengur minn. Hún ef óvön við að vaka jafnlengi, það er alt.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.