Heimskringla - 24.03.1926, Side 4

Heimskringla - 24.03.1926, Side 4
4. BLAÐSlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. MARZ, 1926. Híimskringla (StofnaV 1886) Kemur ftt A kverjnm mltJvlkndegri. • EIGENDDRl VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 8ARGENT AVE., WINNIPEG. TaUfml: N-0537 VerTI blaTJsins er $3.00 Argangrurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir gendist THE VTKING PREftS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanfiMkrlft tll blabMlnM: THE VIKING PHESS, Ltd., Box 8105 UtanfiMkrlft tll rltMtjftranM: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is publlshed by The Ylklng Pre»» Ltd. and printed by CITY PRINTING PUBI.ISHING CO. 853-855 Sarjcent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 24. MARZ 1926. Athugasemd. I síöasta tölublaöi Logbergs prentar ritsjór- inn svar ritstjóra “Varðar” við "Eldvígslu”- grein Þórbergs Þóröarsonar. Er ekkert viö því a.Ö segja. En hitt er undarlegt, að rit- stjóri Lögbergs kveöst- gera þetta a.f því að Heimskringla hafi birt “Eldvigsluna”, sem meöal annars hafi verið "árás á ritstj. Varö- ar í Reykjavík, o. s. frv.,” og hafi Lögberg þvi veriö aö biða eftir og búast við að Heimskr. myndi prenta. .... svar við þessari grein, til þess aö gera báðum aðiljum jafnt undir höfði.” I fyrsta lagi var “Eldvígslan” engin “árás” á ritstj. Varðar, sérsta.klega ekki það, sem birtist í Heimskringlu, því þar Cru einmitt feldir úr kaflar, scm voru 'svo staðbundnir við umhverfi Reykjavíkur og ritstjórck ‘Varðar’ að fáum gat vcrið gagn að hér vcstra. .1 öðru lagi er það, að hefði um persónulega "árás” verið að ræða, þá var það vinur minn Kristján, sem fyrst réð ist að Þórbergi, út af deilu hans og Arna Sig urðssonar frikirkjuprests. Og í þriðja lagi en ekki sízt, va.r það ekki tilraunin, að fara að sýna lesendúm Heimskringlu hver gæti Komið betur fyrir sig orði, Þórbergur eða KHstján. Orein Þónbergs sýndi afar merkilegt og ný- stárlegt viðhorf gagnvart íslenzkum þjóðmál- um, andlegum og veraldlegum, að sínu leyti eins og “Nýi Sáttmáli”, sem ritstj. Lögbergs hefir prentað langa kafla úr. Ritsnild Þórbergs er aukaatriði, þótt hún sé afbragð. Um svar Kristjáns er að engu eins ástatt. I því er ekkert nýtt, og það er ekki ritað af neinni snild, þótt stíllinn sé viðay mjög læsilegur, sem við er að búast a.f svo pennafærum manni. Eg gat því ekki og get ekki skilið, að nokkur maður geti grætt sérstaklega á að lesa þá grein nema þeir einir, sem hafa yndi af persónulegu rifrildi. Ritstj. Heimskringlu. Sjöunda ársþing Þjóðræknisfélagsins. (Frh.) Sama kvöld, kl. 8, vyar haldirt Samkoma, Is- lendingamót í Goodtemplarahúsinu, fyrir til- stilli deildarinnar "Erón”. Formaður deildar- innar, Hjálmar Gislason bóksali, bauð gestina velkomna, og flutti síðan stutt erindi, er gerður var hinn bezti rómur að. Þvínæst söng flokkur manna. og kvenna undir stjórn Davíðs Jónassonar, ungfrú.Asta. Herinannsson • lék á fiðlu, forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Jónas A. Sigurðsson flutti erindi, hr. Einar Páll Jónsson flutti kvæði, Mrs. S. K. Hall söng, séra, Guðmundur Arnason flutt'i erindi, hr. Lúð- vík Kristjánsson flutti kvæði, hr. Ragnar H. Ragnar lék á pianó og að endingu söng flokkur hr. Davíðs Jónassonar aftur. Fór þetta, alt ágætlega úr hendi, að því undanteknu, að svo niikill kliður var stundum i húsinu, af umgangi og hljóðpískri, að ýmsum þeim er aftarlega sátu veitti erfitt að heyra. Að þessari skemt- an lokinni, va.r boðið til veitinga í neðri sal hússins, og um leið gengið að dansi í efri saln- um. Höfðu menh að því ágæta skemtun til þess er lokað ' var, hálfri anna.ri stundu eftir miðnætti. * * * Næsta dag, föstudagin^ 26. íebrúar, var fund- ur settur aftur kl. 10,30 f. h. ' Va.r fundar- gerð síðasta fundar lesin og samþykt í einu hljóði, breytingalaust. Þá lá fyrst fyrir að kjósa þriggja. manna milliþinganefnd, til þess að starfa að félags- heimilismálinu. Var stungið upp á Arna Eggertssyni, séra Rögnvaldi Péturssyni, Frið- rik Kristjánssyni, J. J. Bildfell, Asmundi Jó- hannssyni. Tveir hinir síðastnefndu afsök- uðu sig, og tók þi^igheimur þvi. Með því að þá var ekki stungið upp á fleirum, voru þessir þrír* fyrst töldu kosnir í nefndina. Þá g.a.t séra Fr. A. Friðriksson þess, að dr. J. P. Pálsson'hefði beðist undan störfum í hókasafnsruefnd, sökum anna. Tók fbrseti gilda afsökun hans og skipaði séra Guðmund Arnason í hans stað í nefndina. ' Þá kom fram áiit þiflgnefndar um bókasölu- málið, í þrem liðum. Vildi nefndin leggja til: 1. Að bóksalafélagið í Reykjavík setji hér á fót umboðsverzlun í likingu við umboðsverzlun Gyldendals í Minneapolis, og víða.r, og setji mann fyrir verzlunina hér. 2. Umboðslaun skulu greidd af bóksalafélag- inu eftir samningum, en þó svo, að bækur séu ekki seldar hærra verði hér en í Rvík. 3. Sé þetta fyrirkomulag tekið, vill Þþóð- ræknisfélagið bjóðast til áð aðstoða bæði um- boðsmann og eigendur verzlunarinnar, svo að verzlunin geti staðið á sem sanngjörnustum viðskiftagrundvelli. Tillaga kom frá A. B.~ Olson, studd af A. Skagfeld, að samþykkja nefndarálitið sem les- ið. Var hún sþ. í einu hljóði. Séra Rögnvaldur Pétursson bar fram tillögu, studda a.f P. S. Pálsson, að afrit af nefndará- litinu skyldi sent bóksalafélaginu í Reykjavík. Var húh samþykt í einu hljóði. Þá kom fram íþróttancfndarálit i fjórum lið- um. Vildi nefndin leggja til: 1. Að kosin sé þriggja nianna niilliþinga- nefnd, er annist iþróttamálin, sérstaklega glim- una., líkt og í fyrra. 2. Að væntanlegum yfirskóðunarmönnum sé falið að yfirskoða reikninga milliþinganefndar- innar í fyrra, hið fyrsta. , 3. Að sökum þess, að nauðsyn beri til að gera glímuna að þjóðlegri íþrótt í Ameríku, eins og t. d. skíðahlaup, og með því a.ð sá einn sé kost- ur þess, að glíman eigi hér varanlega framtið fýrir hönditm, þá sé æskilegt að mönnum af öðrum þjóðflokkum sé gefinn kostúr á a.5 keppa um glímuverðláun til jafns við Islendinga á glimumótum Þjóðræknisfélagsins, þó með því skilyrði, að fyrstu 10 ártn. sé til þess leitað samþykkis Jóhannesar Jósefssona.r glímukappa, sem gefið hefir verðlaunin til þingglímunnar. 4. Að fé það er glímunefndin hefir nú t sjóði sé afhent væntanlegri milliþinganefnd, að yfirskoðun afstaðinni, til nota á fjárhágsárinu. Tillaga kom frá Þorsteini Guðmundssyni, studd af Einari P. Jónssyni, að samþykkja nefndarálitið seni lesið. ■ Var hún sþ. i einu i hljóði. Þá kom fratn nefndarálit í tímaritsmálinu, i þrent liðum. Vildi nefndin leggja til: 1. “Að stjórnarnefndinni sé falið að annast um útgáfu Tímaritsins á yfirstandandi ári, sama formi og áður, að öðru leyti en þvf, að lesntál sé minkáð um 16 blaðsíður, en í stað þess sé gefið út fylgirit fyrir börn og unglinga, 16 blaðsiður að stærð, auk kápu. er sent sé ókeypis öllum kaupendum Tímaritsins, en selt í lausa- sölu fyrir 25 cent. 2. Nefndin leggur til, að allir fullorðnir með- iimir, skuldlausir við félagið, og nýir meðlimir, fái Tímaritið fvrir hálft verð. 3. Aö framkvæntdarnefndinni sé falið að ráða ritstjóra með sömu kjörum og áður.” Tillaga var samþykt frá séra Rögn^pldi Pét- urssyni, studd af A. Skagfeld, að ræða nefndar- álitið lið fyrir lið. Við fyrsta lið kom fram breytingartillaga frá Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, að öll orðin eft- ir “I sama formi og áður” fa.lli burtu, en lið- urinn að þeim sé samþyktur sem fyrsti liðttr. Var þessi breytingartillaga samþykt i einu hljóði.. Og allur liðurinn síðan samþyktur í 'einu hljóði með áorðinni breytingu. Við annan lig kom fram tillaga frá séra Rögnvaldi Péturssyni, studd af J. Finnsyni, að umræðum um hann skyldi frestað unz nefndar- álitið í útbreiðslumálinu hefði komið fyrir þing- ið. Var hún samþykt í einu hljóði. Þá kom tillaga frá Arna Eggertssyni, studd af O. Qlson. að alt nefndarálitið nema fyrst: liður, sé látið bíð,a. satyia tima. Var það sarh- þykt í einu hljóði. Þá kom fyrir nefnda.rálitið um fromkvœmdar- stjóramálið í fimm liðum. 1. Nefndin álítur að sem mest beri að breiða út rétta þekkingu á íslenzkri þjóð og bókmentum meðal Canada og Banda.ríkjaþjóðanna. Vill því leggja til að kosin verði þriggj manna /nilli- þinganefnd til þess að starfa i þessa. átt. 2. Nefndin ætti að grensláít eftir hvert unt sé að fá flutta fyrirlestra um islenzk efni við hærri mentastofnanir Ennfremur að íhuga hvert' nota mæfti ensk blöð og tímarit til út- breiðslú almennrar þekkingar á íslenzkum mál- i. 3. Nefndin sljal í samráði við stjórnarnefnd félagsins, ef kostnaður leyfir, útvega mann eða menn til fyrirlestra þar sem hentugastNþykir eftir ástæðum. 4. Þá skal nefndin fá hæfan mann eða menn til þess að rita i þau blöð og timarit, sem hún til tekur um Island — landið, þjóðina, sögu. þjóðsagnir, náttúru landsins og bókmentir að fornu og nýju og hvað annað sem nefndinni sýnist gjörlegt að ritað sé um. Nefndinai dylst ekki, að með þessari aðferð má gjöra mikið til þess að kynna enskumæl- andi þjóðum ættland vort og þjóð. , Og með því ag sú^aðferð mundi hafa hlutfallslega lítinn kostnað í för með sér, vill nefndin-’ mæla ein- dregið með að hún sé notuð. 5. Ennfremur skal nefndin sjá um a.ð leið- rétta missagnir um Island eða Islendinga ef þörf þykir. Einnig vill nefndin leggja til að skrifara félagsins sé falið að þakka forstöðu- manni lagaskóla Manitobafylkis, hr. Jósep Thor- son fyrir ágætt fyrirlestrarstarf um íslenzk efni síðastliðinn vetur, á sama hátt vildi nefndin nefna og þakka meðal margra annara hr. Jó- hannesi Jósefssyni, Miss Þórstínu S. Jackson, og hr. B. L. Baldwinson, er tekið hafa málstað Vestur-Islendinga og gert þá kunna. Tillaga var samþykt að samþykkja nefndar- álitið. I milliþinganefnd var stungið upp á Arna Eggertssyni, Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, og J. J. Bíldfell. Var samþykt tillaga frá Jakob Kristjánssyni, studd af Ingibjörgu Björnson að útnefningum skyldi lokið, og voru ^>essir þrír menn því kosnir. Þá kom fram tillaga frá Jakob Kristjánssyni, studd af Sigurði Arnasyni, að fresta fundi til kl 2 e. h. sama dag. Var hún samþykt í einu hljóði. — —-------------Fundur var settur aftur kl. 2 e. h. Fundargerðin frá fyrri hluta dags- ins va.r lesin og samþykt í einu hljóði, breyt- ingalaust, samkvæmt tillögu frá A. Skagfeld, er Ingibjörg Björnsson studdi. jÞá kom fram nefndarálit um grundvallarlaga- breytingar, á þá leið, að þar eð verkið sé svo yfirgripsmikið, vill nefndin leggja til, a.ði kosin sé þriggja manna milliþinganefnd, ibæði til þess að koma saman þeim þreytingum, sem þegar eru orðnar frá prentuðum lögum félagsins, og til þess einnig að gera nýjar tillögur. Skuli sú pefnd hafa undirbúið málið og afhent það \ hendur stjórnarnefndarinnar, samkvæmt 6. gr. í IV. kafla stjórnarskárinnar, svo hægt sé að afgreiða málið á næsta þingi. Samþykt var með öllum þorra. atkvæða tillaga frá séra Rögnvaldi Péurssyni, studd af A. B. Olson, að samþykkja nefndarálitið sem lesið. I milliþinganefndina voru kosnir H. S. Bar- dal, Thorst. J. Gíslason og B. B. Olson Þá kom fram nefndarálit um }esbókannálið, á þessa leið: Nefndin leggur til “að skipuð sé 3. manna milliþinganefnd til að undirbúa les- bókarútgáfu, að nefndinni sé fengið í hendur handrit það, er framkvæmdarnefnci* félagsins hefir borist frá dr. Sig. Júl. Jóhannessyni til að hafa það i lesbókarútgáfuna, alt saman eða þá með úrfellingum og viða.ukum, eftir því sem nefndinni sýnist. . . . skal hún afhenda félags- stjórninni handrit dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, með greinilegri tilvisun hvað taka.,skuli af því í lesbókarútgáfuna, og hverju skuli viðauka og í hvaða röð hvað eina. skuli koma í útgáfunni. Nefndin> leggur ennfremur til að þeir séra Rögnvaldur Pétursson, séra Hjörtur Leó og Páll Bjarnarson séu kosnir í milliþinganefnd þessa. Félagsstjórnin skal þá annast útgáfu lesbókarinnar. ef fjárhagur leyfir. iSamþykt vat- í einu hljóði tillaga frá A. B. Olson, studd af Einari P. Jónssyni, að sam- þykkja nefndarálitið, sem lesið. Þá kom fram nefndarálit um útbreiðslumálin, í þrem liðum. ‘T. * Nefndin leggur til að stjórnarnefnd sé fal- ið að senda/menn út í hinar ýmsu bygðir Is- lendinga, til þess að fá menn til að ganga í fé- la.gið og stofna deildir þar sem föng eru á. 2. Nefndin leggur til að hver skuldlaus með- limur, sem borgar $1.00 ársgjald, fái Tímaritið ókeypis. . . .” 3. Enn fremur leggur nefndin það til að þar sem íslenzk lestrarfélög séu starfandi, að reynt sé að gera ítarlega tilra.un til að sameina þann félagsskap við Þjóðræknisfélagið.” 'I Samþykt var i einu hljóði tillaga. frá As- mundi P. Jóhannssyni, studd af Bjarna Magnús- syni, að ræða nefnda.rálitið lið fyrir lið. Við fyrsta lið kom fram tillaga frá Bjarna Magnússyni, studd af J. S. Gillies, a.ð sam- þykkja hann óbreyttan. Brteytingartillaga kom frá Hjálmari Gíslasyni, studd a.f A. B. Olson, að við liðinn sé bætt "og sé stjiSrnarnefndinni heimilað að verja til þess fé, að svo miklu leyti sem efnin leyfa.” Var þessi breytingartillaga síð.an samþykt með öllum þorra atkvæða. Var 1. liður síðan samþykt- ur i einu hljóði, með þannig áorðinni breytingu. Við 2. lið kom fra.m tillaga frá séra Guð- mundi Arnasyni, studd af Einari P. Jónssyni, að fresta atkvæðagreiðslu um hafn, unz útkljáð væri um 2. lið Tímaritsnefndarálitsins. Var sú tillaga sþ. með öllum þorra atkvæða. Því næst var 2. liður Tímaritsnefndarálitsins tekinn fyrir. Við þann lið kom fram breytingartillaga frá Þorsteini Guðmundssyni, studd af Guðmundi Bjafnasyni, að í stað orðanna “fyrir hálft verð” komi orðig "ókeypis”. Va.r sú breytingar- tillaga samþykt með öllum þorra atkvæða. Því næst var sá liður samþyktur í einu hljóði, með þannig áforðinni breytingu. Þá var 3 liður Tímaritsnefndarálitsins sam- þyktur óbreyttur, í einu hljóði, samkvæmt til- lögu frá A. B. Olson, er B. B. Byron studdi Var siðíin alt Tímiaritsnefnlðarálitið, með þannig1 áorðnum breytingum samþykt í eintt hljóði, samkvæmt tillögu frá A. B. Olson, er ÍJ. B. Byron studdi. Þá va.r klukkan orðin 3 e. h., og því komið að embættismannakosningum. Forseti var endurkosinn séra Jónds A. Sig- urðsson án gagnsóknar með lófaklappi, sam- kvæmt tillögu frá Arna Eggertssyni, er Mrs. B. B. Byron studdi. Varaforscti var kosinn Bergþór E. Johnsop, án gagnsóknar. Ritari var endurkosinn Sigfús Halldórs frá Höfnum, án gagnsóknar. • Vararitari var kosinn Stefán Eina’rsson, án gagnsóknar. Fjármálaritari var kosinn Páll Bjarnarson, án gagnsóknar. Vara-fjármálaritari var kosinn Klemens Jón- asson, án gagnsóknar. Féhirðir var kosinn Arni Eggertsson með 55 atkvæðum, Hjálmar Gíslason hlaut 24 atkvæði. — Vara-féhirðir var kosinn Jakob Kristjánsson án gagnsóknar. Skjalavörður var kosinn Páll S. Pálsson með 44 atkvæðum.* Ivar Hjartarson hlaut 19 atkvæði, og Arnljótur B. Olson 18 atkvæði. Tillaga kom frá Arna Eggertssyni, studd af Mrs. B. B. Byron, að end- urkjósa yfirskoðunarmenn, Bjö/n Péturson bað sig afsakaðan, og var þá stungið upp á séra Albert Krist- jánssyni í hans stað. Endurskoðendur voru kosnir H. S. Bardal ,og séfa. Albert Kristjánsson, án gagnsóknar. Þá var Jekinn fyrir að nýju 2. liður nefndarálitsins um útbreiðslu- málið. Asmundur Jóíhannsson bar jfram viðaukatillögu við þann lið, studda af Mrs. P. S. Pálsson, að hver sem tilkall á til Tímaritsins, verði að senda burðargjaldið undir það til skjalavarðar, óski hann að fá ritið sent. Var sú tillaga feld með öll- um þorra atkvæð.a. Var liðurinn siðan borinn óbreyttur undir atkvæði, ! og samþyktur með öllum þorra at- kvæða. Því næst var 3 liður nefndará- litsins samþyktur óbreyttur, og j nefndarálitið síðan samþykt í heild ! sinni, með áorðjnni breytingu. Þá kom fram nefndarálit um lög^ gildingarmálið, á þcssa leið: "Nefndinni *virðist löggilding fyr- ir félagið vera óþörf enn sem kom- ið er, og með því að löggildingunni fylgir kostnaður, sem sparast með því leiða löggilding hjá sér, þá vill nefndin ráða til að engar að- gerðir séu hafðar að þessu sinni til að löggilda félagið,” S.amþykt var í einu hljóði tillaga frá Þorsteini Guðínundssyni, studd af J. K. Jónatanssýni, að samþykkja nefndarálitið óbreytt. . Þá kom fram álit frá reiknings- j málanefndinni, sem skipuð va.r til j þess að athuga fjármálaskýrslur em- bættismanna. Skýrði formaður j hennar J .J. Bíldfell, frá því, að nefndin hefði klofnað. Hefðu all- ir nefndarmenn verið sammála jim fyrstu tvo liði nefndarálits meiri hlutans, en um síðari tvo liðina. hefði orðið ágreiningur, og 'bæri Páll Bjarnarson þar fram minnihlutaálit, en B. B. Olson hefði hvorugu álit- j inu getað fylgt, án þess þó að vilja. bera fram sérstakt álit.. Bað for- seti þá Mr. J. J. Bíldfell að lesa meirihlutaálitið, og er það á þessa léið: “1. I sambandi við fyrstu athuga- semd yfirskoðunarnianna, er það M.mhljóða tiljpaga vor, ag nothæf skrásetningabók sé fengin til þess að skrásetja nöfn félagsmanna í, og að félagsstjórhinni sé falið a.ð sjá um að nöfnin séu formlega færð inn í hana fyrir næsta þing. 2. Við aðra a.thugasemd yfirskoð- tíharmanna vill nefndin benda á, að I ákvæði um 'vafasama reikninga, upp- gjöf á óinnheimtanlegum skuldum og á ritum félagsins, sem eins er ástatt með, heyri beint undir stjórnarnefnd- ina að athuga, og leggja siðan álit sitt fyrir þing til staðfestingar. 3. Ut af þriðju athugasemd yfir- skoðunannanna leggur meiri hluti nefndarinnar tif ,sem hér fylgir: a) I sambandi við samskotasjóðinn | (Ingólfssjóðinn svonefnda) þá lýsir j nefndin yfir því, að henni vanst ekki I timi til, né heldur hafði hún tækifæri að yfirskoða neitt í samitrandi við j þann sjóð, eða söfnun hans*og þar j sem yfirskoðuna.rmenn félagsi'ns hvorki í fyrra né heldttr nú í ár ! hafa ekki feflgið til yfirlita skilriki j þau sem nauðsynleg eru til að yfir- skoða þá reikninga, þá vill^nefndin j leggja. til að þingið ákveði aö reikn- j ingarnir séu yfirsHpðaðir af yfir- ( skoðunarmönnum félagsins á þessu J ári, svo áð komið sé í veg fyrir allan ónauðsynlegan misskilning í því sam- j bandi. j I b) Að sjóður sá, sem þing síðasta. j árs veitti móttöku og kendur hefir I verið við Ingólf Ingólfsson sé gerð- j ur upp nú þegar, aö viðlögðum vöxt- | um, frá byrjun og hafður á sérstök- j um sparisjóðsreikmngi á Provincial Savings bankanum trl næsta þings. 4. Nefndin hefir orðið vör við ó- samræmi í yfirlitsskrá féhirðis yfir bókabirgðir sem talar eru til eigna félagsins og í reikningum skjala- varða.r og bendum vér á að nauð- synlegt sé að það ósamræmi verði lagað sem fyrst til þess að hægt sé DODD’S nýrnapillur eru bezta nyrnameðalið. Lækna og gigt. bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikiridi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co.t Ltd. Toronto, Ontario. ..... i að segja hvað mikið af bókum að skjalaverði beri að standa. skil af og hve mikla peninga honum beri að borga félaginu og einnig til þess að gera eignaákvæði félagsins sem í bókum liggur sem ábyggilegast.” Þá ba.ð forseti hr. Pál Bjarnarson að lesa álit minnihlutans, og fer það hér á eftir, svo sem hann vildi að 3. og 4. liður nefndarálitsins væri orðaður: 3. “Minnihlutinn telur að síðast- liðið þing hafi tekið vig reiknings- skilum um samskotafé til að verja Ingólf og hafi einnig reikningslega veitt viðtöku samskota.fjárleifum, og þykir færsla þessa fjárs á bók féhirð- is og f. á. tekju- og gjaldreikningí rétt og ekkert við fjárupphæðina. að athuga. 4. Leggur minnihlutinn það til, að samskotafjárleifarnar sé hafðar framvegis eins og verið hefir á vöxt- um í sparisjóðsreikningi félagsins við Provincial Savings office, unz þeim verður varið eftir ákvæðum félags- þingsins.” Jónas Jóhannesson lagði til að samþykkja meirihlutaálitið óbreytt, og studdi J. Gillies. Hjálmar Gíslason bar fram breyt- ingartillögu, studda af Árna Eggerts- syni, að taka nefndarálitið lið fyrir lið. Var hún samþykt í einu hljóði. Var 1. liður síðan borinn undir at- kvæði og samþyktur í einu hljóði, óbreyttur. 2. liður sömuleiðis. Um 3. lig meirihlutaálitsins spunn- ust ákaflega. langar og ósamþykkar umræður Gekk svo til kvölds. Kom þá tillaga frá séra Rögnvaldi Pét- urssvni, studd af Jóni Húnfjörð, að fresta málinu til óákveðins tíma. Bað forseti menn að standa upp til at- kvæða og skifta sér í salnum. Var tillagan sajnþykt meg 44 atkvæðum gegn 14. Því næst kom tillaga frá séra- Rögnvaldi Pétursyni, studd af Kle- mens Jónassyni, að fresta fundi til kl. 8 þá um kvöldið. Var bún sam- þykt með öllum þorra atkvæða. Frh. -----------x----------- Blásið í neistann. Nú ætla Vestur-Islendingar ekki að sitja grátandi yfir ðskustónni þegar glóðin er útkulnuð, heldur sjá •uni að síðasti neistiijp déyi ekki út. Þ,að á að lífga við eldinn. Góður busincss-maður sagði við mig nýgkeð: "Nú eru Vestur-Islend- ingar að verða skynsamir menn.” Islenzkur bóndi, kom til mín í dng og sagði: “Hvernig á eg að fara að,> mig langar til a.ð safna fé í Björg- vinssjóðinn — byggingarsjóðinn okk- ar? — Gefðu mér pappir!” Mitt í fásinni og fámensku okk- ar, höfum við fvindið neistann. Nú skulum við blása að^horium. Þó hanfl verði ekki að því báli sem vermi ver- öld alla, skal framtíðin ekki núa þvt um nasir okkar að það sé okkar skuld, né a.fkomendur okkar sitja hnuggnir yfir moldum Björgvins, eins og íslenzkt fólk hefir áður gert við grafir Hjálniars, Þorsteins og fleiri. Hér er að ræða um nýja aðferð. Reynum hana. Sumir eru á því, að dr. Helg' Péturss ha.fi eitthvað fyrir sér í þvt> að góður hugur fjöldans í garð ein- staklingsins auki lífsmagn hans. Réynum þetta.. Gerum tilraun

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.