Heimskringla - 21.07.1926, Síða 5

Heimskringla - 21.07.1926, Síða 5
WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1926. HEIMSKRINGLA 6. RLAÐStÐA, ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. notaleg tilhugsun, ofan á alt anna8, þegar maður á a8 fara a8 pæla vi8 ritstörfin, aö hugsa til þess, aö frá 7. júlí þessa árs og til 30. septem- ber n. k., situr Finnbogi Hjálmars- son Tjörnesingur, úti í Winnipegosis, meö Argusaraugu og -Damðklesar- sveríS á bláþræði yfir höföi manns, reiöubúinn aö láta þaö falla viö minsta hortitt! Þaö hefir meiri mönnum en mér fatast viö slíka tilhugsun. Vertu nú blessaöur og sæll. Við sjáumst máske síðar? Sigfús Halldórs frá Höfnum. Söngstarfið. Vill háttvirtur ritstjóri Heims- kringlu gera svo vel aö ljá eftir- fylgjandi línum rúm í sínu heiðr^ða blaöi? I Lögbergi og Heimskringlu er komu út 2. og 3. júní síðastl. er grein “Söngstarf og þjóðrækni”, rituð af söngfræðiijgi og tónlistarmanninum, hr. S. K. Hall, sem meg réttu er við- urkendur einn með allra frægustu tónlistarmönnum meðal Vestur-Is- lendinga. Greinin er sannarlega orð í tíma talað, af manni, sem veit, um 'hvag hann talar og hvað helzt má verða málinu að liði. Eg varð glað ur að lesa þessa grein, sem hvorki er rituð af fordiy né yfirlæti, held- ur af viti og þekkingu með góð- vilja; ættu því allir Vestur-Islend- ingar að veita orðum þessa mæta manns áheyrn og eftirtekt. Sönglist- in er ein hin fegursta list, sem æfð er og brúkuð, og sem framar flestu öðru lyftir mannsandanum hærra og hærra til hásala alheimsstjórnarans. En til þess að listin geti orðig gagn- tæk og borið blessunarrika ávexti, þarf hún að verða eign fjöldans, og þag sem fyrst. Og víst er um það, að meðal unga fólksins íslenzka hér vestan hafs, er fjöldi af sönghæfum röddum, ef þær fengju nauðsynlega tamningu og æfingu. Nú hefir Þjóð- ræ*knisfélagið tekið þetta mál að sér sem þjóðræknisstarf; á því er heldur enginn vafi, ag sönglistin getur ver- ið einn sterkur þáttur í viðhaldi þjóð- ernis Vestur-Islendinga. Vænta má | og að stjórn Þjóðræknisfélagsins | beiti sér fyrir þetta mál með allri al-; úð, en alþýðan verður þá líka að! taka opnum örmum þessu göfuga! þjóðþrifamáli, sem öllum getur orðið i til ánægju, gagns og sóma.. — Hinn' heiðraði greinarhöfundur, hr. S. K. | Hall, bendir á heppilega úrlausn þessa máls, sem virðist vera sú hag- nýtasta og vel framkvæmanleg. Hr. Brynjólfur Þorláksson hefir þegar gefig þá raun af sér, að hann er söngstarfinu vej vaxinn. Eftir orð- rómi þeim, sem yfir fer, er hann á- gætur söngstjóri, með afbrigðum góður leiðtogi barna og unglinga, en á því liggur nú hvað mest. . Eg þori að staðhæfa, ag söngkensla út um sveitirnar með góðum leiðtoga, myndi bera stórum meiri og varanlegri á- vöxt í hugum yngri kynslóðarinnar, en háfleygir og fræðandi fyrirlestrar lærðra manna, þar á er engin liking. Sönglistin grípur á öllum beztu og fínustu tilfinningum unglinganna, og færir þá in i paradis sæluríkra nautna og* unaðar. Eg get nú búist við, að sumir segi, að þetta kosti fé mikið og fyrirhöfn; það er rétt, eg skal játa það; en. ó- viðráðanlegur er sá kostnaður ekki; Þjóðræknisfélagið myndi taka hlut í honum að góðum mun til móts við sveitirnar, sem að sjálfsögðu myndu geta borið sinn hluta; enda mætti létta undir með fleiru; en svo er ekki ósanngjarnt að hugsa, að þeir sem búnir eru að lifa hér 5 þessu blessaða landi 40—50 ár, séu þess umkomnir ag lyfta, ekki þyngra hlassi, ef fé- lagsskap og bróðurlega sartíúð vant- ar ekki. Þjóðræknisfélagið hefir nú starfað um meira en sex ár, og hefir átt góða forvígismenn, en það virðist hafa átt við ramman reip að draga. Vestur-Islendingar virðast ekki hafa gert sér vel ljóst, aif þetta félag — Þjóðræknisfélagið — er stærsta og veigamesta félagið þeirra, og það er hornsteinn hvers annars góðs fé- lagsskapar meðal þeirra. Að and- æfa Þjóðræknisfélaginu og lítilsvirða það, er heimska, sem meinar það að týna sjálfum sér. 9.—7.-26. Jónas J. Húnford. SIGLINGAR. Scandinavian American Line. Símfregn frá Oslo segir að e.s. Frederik VIII hafi farið frá Oslo þann 16. þ. m. með yfir 500 far- þega. Búist er við að hann lendi i Halifax næstkomandi sunnudag og sigli þaðan aftur 3. ágúst n.k. Varnagli. Oft reynist það þannig, að þegar einn lastar annan, er sá sízt gull frem ur en hinn er grjót. Glappaskotin lík og komu fyrir Nóa gamla, "ganga svo til enn. — Eg rak augun í feita fyrirsögn, á einni siðu Lögbergs, sem út kom j þann 15. júlí síðastliðinn. Fyrirsögnl in er: “Páskasólin hans Fúsa,f.. Ef til vill á þessi grein að skiljast! sem nokkurskonar ritdómur um ljóð það, er hr. S. B. Benedictsson hefir i ort. En fremur skilst manni, að það sé verulegur fúlmenskusamsetning- ur, eða þá gorvæl úr barka oflát- ungs. Maður hlýtur nú að snúa máli sínu beint til ritstjóra Lögbergs. Það er fásinnu næst og enda fyrirlitlegt skeytingarleysi af honum, og væri enda af hvaða ritstjóra sem er, að láta glæpast til þess að láta prenta slíkan og annan eins ósóma, auð- sjáanlega Sprottinn af lægstu hvötum mannshjartans, illgirninni og óvild- inni í garð*meðbræðra sinna. Slík ritstjórn er blátt áfram óal^ndi og óverjandi, því fyr getur nú kallast ritfrelsi, en að menn séu þannig rifnir á hol. 'Slíkur maður, sem haldið hefir á penna við áminsta grein, virðist tæplega eiga sæti á hin- um óæðra bekk meðbræðra sinna, og því síður eiga skilinn rétt til þess að svívirða þá þannig í opinberu blaði fvrir engar sakir. Það er eins og rit Islendingadagur að Lundar 5. ágúst 1926 ÍSLENZKAR GLÍMUR — KAÐALDRÁTTUR — ALLS- KONAR ÍÞRÓTTIR — BARNASÝNING. PAUL REYKDAL, íþróttastjóri. I Margir ræðumenn — þar á meðal: SÍRA JÓNAS A. SIGURÐSSON. SIRA H. J. LE<X SIRA ALBEftT E. KRISTJÁNSSON. Söngflokkur æfður af V. Guttormssyni. VEITINGAR DANS AÐ KVÖLDINU stjórinn hefði aðeins birt kvæðið til þess að fá tækifæri til þess að láta svívirða höfundinn. Það er annars ilt til þess að vita, að menn skuli misbrúka svo hörmulega gáfur sínar, eins og gert er í þessu grein- arfargani eftir J. Einarsson. Maður sér nú hvernig að gamall kunningi minn tekur á móti hinni ó- hýru sendingu, og er líklega réttmætt að hann eigi kost á að fá orðið i öðruhvoru blaðinu. En ritstjórar ættu að stöðva slíka óþarfa keskni, orðaflóð og erjur í tima. Það er nóg, sem nóg er, af sundrung meða) vor Vestur-Islendinga, þótt ekki séu gefin ný tækifæri til slíks, með á- stæðulausri og heimskulegri ill- kvitni. Skýrir og skorinorðir ritdómar eiga sjálfsagt sæti í blöðum, en burt með alt slíkt nagg, sem þeim berst frá nöldrunarseggjum aðeins. Quill Lake, Saskatchewan, 17. júlí 1926. August Frímannsson. Hveitisamlagið. Samlögin í Astralíu þinga. Sambandsþing hveitisamíaganna í Astralíu var haldið síðustu vikuna í maí, og er sagt að það hafi verið eitt af þeim allra. merkilegustu, sem haldið hefir verið þar í landi. Eitt j af aðalmálunum voru umræður og skýrslur frá alþjóðaþinginu, sem haldið var í St. Paul, Minn., í febrú- ar s. .1, sem lagðar voru fram af þeim fulltrúum, sem þar mættu fra Astralíu. Rætt var um, hvort mögulegt væri að sameina söluna til útlanda með því að stofna eina aðalsöludeild fyrir alt landið, líkt og hér er, en vegna hinna miklu mismuna á flutnings- gjaldi og flokkunaraðferða, var það ekki álitið heppilegt. Akvarðanir voru samt teknar um að samlögin skyldu standa í nánara sambandi hvert vig annað en verið hefði. Föst nefnd var skipuð einum full- trúa frá hverju ríki, sem á að fjalla um öll sameiginleg mál. Einnig var Islendingadagur Vatnabygdar að Wynyard 2. ágúst FJÖLBREYTT DAGSKRÁ. MINNI ÍSLANDS: Ræða..................Sig. Júl. Jóhannesson Kvæði..................Jónas A. Sigurðsson MINNI CANADA: 'Ræða...................Björn Hjálmarsson Kvæði................Sig. Júl. Jóhannesson Kór 200 ungmenna undir stjórn hr. Brynjólfs Þorláks- sonar, skemtir með söng um daginn. Fegurðarglímu sýna nokkur æfð ungmenni. ALMENN KAPPGLÍMA: 1. verðlaun $15.00; önnur verðlaun $7.00 Allskonar íþróttir, svo sem hlaup, stökk o. s. frv. verðlaun gefin. Þátttakendur í glímunni gefi sig fram við nefndina áður en dagskráin byrjar. FJÖLMENNIÐ TIL WYNYARD 2. ÁGÚST! rætt um nauðsyn á að koma grund- vallarlögum allra samlaganna í sama form, en sökum þess, hve mismunandi ríkjalögin eru, var ekki hægt áð hafa neinar aðgerðir í því, sem stendur. Verður það gert svo fljótt sem mögu legt er. Akvarðanir voru teknar um að skifzt yrði á við samlögin í Canada á uppskeruskýrslum. Miðnefndinni ! var falið að gera nauðsynlegar ráð- stafanir viðvíkjandi heimsókn full- trúanna frá canadiska samlaginu í ágúst næstk. Skýrsla fulltrúanna, sem mættu á alþjóðaþinginu, lagði mikla áherzlu á, hve ágætt sölufyrir- komulag canadisku samlaganna væri, og sýndi þingið allan vilja á að taka það upp. Þingið var haldið í Perth í Vestur- Astralíu, og var ákveðið að halda það næsta í Sidney, New South Wales. Stjórnarnefnd Hveitisamlagsins í Canada hefir tilnefnt H. W. Wood, G. W. Robertson og C. H. Burnell, til að fara til Astralíu, í sambandi við boð hveitisamlaganna þar. Mr. J. W. Jackman fer til Argentínu, til að gera ráðstafanir til að fá ábyggilegar fram- leiðsluskýrslur þaðan, og athuga hvern ig samvinnuhreyfingunni vegni þar. ¥ * * Lesendum stendur til boða að senda spurningar viðvíkjandi samlaginu tit blaðsins, og verður þeim svarað í þessum dálk. *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* ♦*♦ I OH «»()•«»()«»()«■ p Horse Races RIVERPARK $2,200 fjársjóður Pari Mutuel aðferðin viðhöfð. F. HAMMER, Manager Kappreiðar þessar fara fram í sámbandi við Field Day Sports, lögreglunnar í Winnipeg (Police A. A. A.) 31. júlí. Hefst kl. 10 fyrir hádegi. \ Islendingadagshátíðin verður einnig haldin í River Park 2. ág. n.k. j i ►<o t t t t t t t t t V t t t t Y t ♦♦♦ t ♦:♦ Velmegun Getur fengist aðeins með M e n t u n Samtökum Samvinnu Takið pláss yðar í SAMLAGINU. Manitoba Wheat Pool Winnipeg,Man Saskatchewan Wheat Pool Regina, Sask. Alberta Wheat Pool Calgary, Alta. t t t t r t t t t t t ♦:♦ t t :♦♦♦♦

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.