Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 1
 A516100v Roy .. x 15 JioiA^on , _________• ^ CITY ~ WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 6. OKTÓBER 1926. NÚMER 1 0)4 CANAD-A M)4»()4V'»4 Tíðarfariö hefir verið einmuna- slæmt fram að þessum tima. Brá ekkert til batnaðar eftir hríðarbyl- inn, er getið var um síðastia blaði, eins og flestir voru þó að vona. Hafa síðan gengið uppihaldslitlar rigning- ar. Er enginn efi á því, að stór- skemdir hafa orðið á uppskeru bænda bæði hér í Manitoba og víðar. Dr Islendingabygðunum höfum vér heyrt sérStaklega illa látið af ástandinu í Saskatchewan og Argyle, og þótt eitthvað kunni að 'vera blandað mál- um, þá er það víst, að margir hafa þvi miður orðið mjög hart úti. tiru það því sárari vonbrigði, sem upp- skera var með allra ríkulegasta möti, sérstakiega í Argyle, að sagt hefir verið. Nú fer að líða að aðalfundi con- servatíva flokksins. Verður hann haldinn í Ottawa næstu viku, og seg- ir þá Rt. Hon. Arthur Meighen af sér forystu flokksins. Eru conserva- tivar ennþá einkis vísari, að því er sagt er, hvern velja skuli sem leið- toga flokksins, eftir Mr. Meighen. Vilja sumir velja leiðtoga til lengri tíma nú þegar, en aðrir aðeinsMyrir næsta, þing. Fái hinir fyrri yfir- höndina, er sagt að helzt muni verð i kosið á milli Sir Thomas White og Sir Henry Drayton frá Ontario; C. R. Cahan frá Quebec; Rhodes for- sætisráðherra frá Nova Sootia, og Hon.'R. B. Bennett, frá Alberta. — Hon. Dr. Tolntie, setn einpig kont til álits, kvað hafa látið í ljós, að hann fyndi enga löngun hjá sér til þess að takast starfið á hendur. Fari svo, að leiðtogi verði aðeins kosinn til bráðabyrgða, er sagt að litill efi sé á því. að Sir George Per- ley verði til þeis kosinn. Hinn nýi ríkisstjóri Canada, og hinn 13. í röðinni, Willingdon lá- varður, steig á land í Canada, í Quebec, ásamt frú sinni, á laugar- daginn var. Vann hann embættiseið sinn þegar sama dag. Stóð sú at- höfn ekki lengi yfir. A mánudaginn var komu þau hjórt til höfuðstaðarins Ottawa. Var þar fyrir á stöðinni, Mackenzie King, forsætisráðherra, ýmsir ráðherrar hans, dómarar, herforingjar, klerkar og aðrir vildarmenn ríkisins, að bjóða þau velkomin. Héldu þau síðan með þessu föruneyti til Rideau Hall, þar sem Willingdon lávarðtir verður stjórnartíð sina hér í Canada, eins og fyrirrennarar hans. ■I)4WI«»[)«B[)W(>4»I)0II] að maklegleikum. Stóð svo á að þrjóturinn hefir oft verið dæmdttr áður, og vissi lögreglan það fullvel, en ákærði hann þó ekki netna fyrir fyrsta brot. En við öðru broti ligg- ur fangelsisvist. Hafði héraðsdóm- arinn, R. M. Noble, sýnt þrjótinum linkind, að dæmi lögreglunnar, og dætnt hann aðeins í $300 sekt eða 3 ntánaða fangavist. Leizt þrjótnum svo vel á þetta, að hann áfrýjaði dóntnum, en var þá svona óheppinn, að lenda í höndum Mr. Stubbs. En dóminum fylgdi þessi ádrepa: "Hinn ákærði er sannarlega hepp- inn, að hann er ekki kærðttr fvrir brot í an.nað sinn, eins og vera’ætti. Hann hefir játað á sig marga hegn- ingardóma. Ef eg gæti, samkvæmt ákærunni, myndi eg senda hann í tugthúsið. Þar á hann heinta; þar eiga allir hans likar heima. Hér er brezkt samfélag, og vér ættum ekki að þoia slíka lögbrjóta á meðal vor. .... Þeir sem fratnkvæmdarvaldið hafa hér í fylkinu, ættu að segja: “Það verður að hlýða lögunum. Við þolurn ekki að þeitn sé slik óvirðing sýnd.’’ Ég fæ ekki .skilið, og hefi oft sagt það hér, hvernig í dattðanum á því stendur, að þeir, sent eiga að sjá um að þessum bannlögum sé hlýtt, fástr ekki til þess að bera frarn réttar ákærur á hendur þessum mönnurn, svo að þessir bannlagabrjótar, þessir stigamenn, sem í sífelltt brjóta lög- in.. rnegi fá ntaklega hegningu. Það er aðeins ein hegning, sem dugir við þá, og það er fangelsi. Hvað munar þá unt sektir? Hvað munar þá um að láta við og við af hendi við rikið svolitinn hluta af þessurn illa fengnt gróða sínum? Ef það er markmiðið þá væri betra íyrir oss að afnenta þessi lög..... Það væri heiðarlegra og borgiirunum nteira í hag, en að halda áfratn þessuni sektaskrípaleik, sem við höfum leikið síðan 1916..... Eg dænti hinn ákærða til þyngstu hegningar, -1000 sektar, eða 6 ntán- aða fangelsis.” Ja, hvað segir lögreglitstjórinn ? Eða :hinin hávirðttlegi lnorgarstjóri t. d.? I gærdag skeði sú , ttýlunda, að Stubbs dómari hér í Winniþeg, dæmdi bannlagabrjót einn til þyngst uhegn- ingar, er lögin Ieyfa, $1000 sektar eða sex mánaða fangelsisvistar. Gaf hann um leið framkvæmdarvaldintt hér hinar þyngstu ávítur, og raunar Sagt er að nú sé ákveðið, að Hon. Ernest Lapointe, dómsmálaráð- herra, nutni sitja samveldismótið brezka í London, ásamt Mackenzie King forsætisráðherra. Eru þeir sent óðast að búa ferð sína. Er sagt að búið sé að sjá svo fyrir, að Ral- ston ofursti geti komist í ráðuneytið, sent hermálaráðherra. Verðtir það nteð því móti, að þingmaðurinn frá! Shelburne-Yarmouth, Mr. Paul Hat- field, víkur úr sæti fyrir honum, og þiggttr að launttm sæti t öldungaráð- . ^ » tnu. Kína Borgarastriðið heldur áfram lát- laust í Kína. Er nú barist í Yang- tzefljótsdalnum, og eru annan veg sunnanmenn, eða Cantonmenn, sem kallaðir eru, sem Vilja reyna að gera hvorttveggja, að sameina Kínverja o.g vísa útlendingum burtu frá þeint forráðum, sem þeir hafa kúgað Kin- verja til þess að játast ttndir. Yfir- hershöfðingi sunnanmanna heitir Chang Kai-shek. Hefir honum veitt betur nú undanfarið, svo að hann hefir nýlega tilkynt. að hann hafi nú yfirráðin yfir hálftt Kínaveldi, að sunnan. En nokkuð mun það orðum aukið. A móti eru aðallega 3 yfirhers- höfðingjar: Sttn Chuan-feng, frá Shanghai; Wtt Pei-fu frá Miðríkj- unum, og Chang Tso-lin, norðan úr Manchúríu. Standa þeir allir að ein hverju leyti í sambandi við vestrænu stórveldin og Japan, þótt alt fari það, eða eigi að fara með mikilli leynd. Sunnanmenn sitja nú um ' borgina Wu-chang, sem er á bökkum Yang- tze, á móti borginni Hankow. Ertt þær með stærstu og auðugustu borg- urn í Iandinu. Er sagt að borgar- búar séu mjög að þrotum komnir.— Eitthvað er af hvítum mönnum í borginni, þar á meðal ttnt 20 Banda- ríkjamenn. <— JJm aðra borg, Sianfu, í miðju. landi, er eittnig setið, og eru þar ttnt 50 hvítir nienn. Ekki hefir með vissu frézt um aftöku nokk urra kristniboða, eða annara hvítra ntanna í Kína ennþá, þótt fullyrt sé að óvildin. í garð útlendinga fart hraðvaxandi, siðan að Englending- ar skutu á borgina, setn getið var ttm i siðasta blaði, og síðan að stórveld- in fóru að fjölga herskipum og fall- byssubátum á Yangtze-fljótinu. Ertt þau nú þomin þar unt 40, að þvi er síðustu fréttir herrna. Má það að vísu merkilegt heita, að í slíku fjöl- menni, og á styrjaldartímum, skuli ekki hafa orðið stórkostleg mannalát meðal hvítrp ntanna, svo illa, sem þeir hafa undantekningarlítið kynt sig í Kína, þegar nokkrir kristniboð- ar ertt frátaldir. uðu máli, að þetta kaupfall (boycutt) væri þegar hjöðnuð bóla. Væri við-, skiftalífið i Mexico kornið í samt horf í öllum rikjunum, nerna eínú; (ntexicanska lýðveldinu er skift í ríki, eins og Bandaríkjunum). Væri það í rikinu Guadalajara, sem er að- alvarnargarður kaþólsku kirkjunnar í Mexico og nafnfrægt fyrir undir- gefni sina við hana. Þar væri þó jafnvel alt að ganga stjórninni i vil, svo að viðskifti ntanna n.ú væru um 60 prósent af því sem vanalega hefði verið. En ékkert þykir nú bera augljósari vott um vanmátt kirkjunnar en það, að hún tók sér nýlega fyrir hendur að safna, 6,000,000 nöfnum undir bænj arskrá og mótmælaskjal, er senda skvldi til þingsins, en alls fengust 162,830 nöfn undir bænarskrána. — Visaði þingið henni frá sér nteð 161 atkvæði á móti 1. INGUNN JONSDOTTIR Fjær og nær. Séra Friðrik Friðriksson rnessar að Dafoc Mcstkomandi suanudag, 10. októbcr, kl. 2 c. li. Séra Rögnv. Pétursson ntessar að Arhorg á sunnudaginn kemur, kl. 2 síðdegis. Erlendar England Frá kolaverkfallinu er eiginlega ekkert nýtt að frétta þessa viku. — Stjórnin heldur áfram með sina dauð yflis-pólitík; námueigendur þumbast sem áður, í voninni um að námumenn séu nú alveg á heijarþröminni; reiðu- búnir að gefast upp þá og þegar; og námumenn sitja enn fastir við sinn ketp, með yfirgengilegum kjark og þolgæði, að láta ekki ganga á rétt sinn. Og þó eru þeir svo aðþrengd- ir, að hryllilegt er um að heyra. fréttir. Ekkert hafa Englendingar heldur aðhafst frekara gegn Kína þessa vikttna, en snarpar orðahnippingar hafa orðið á alþjóðasambandsfundi i Geneva, milli Cecil lávarðar, af hátfu Englendinga, og fulltrúa Kín- verja, Chtt Chao-hsin. Er það í ann- að skifti í surnar, sem Mr. Chu stend ttr ttppi í hárintt á Englendingum á alþjóðaþinginu. Flugmaðttrinn Alan Cobhatn er nýlega kominn heim aftur til Eng- lands, úr flugferð til Astralíu. 'Er það lengsta flugferð, sem enn hefir verið farin, um 28,000 mílur alls. — Var hann gerður að “Knight Com- ntander of the British Ernpire, er heim kom. Mexico. Þar eru hörð átök milli stjórnar- innar og kaþólsku kirkjunnar, þótt róstur sétt ekki ntiklar. Er Calles forseti auðsjáanlega ráðinn í því, að láta hvergi undan, heldur fýlgja til hins ítrasta því áformi sínu, að ax- nerna alla untsjón kaþólsku kirkjunn- ar með barnakenslu, hvort heldur í skóluntim >eða heimafyrir, og sömtt- leiðis að framfylgja hinum öðrunt lögum úm aðstöðu kaþólsku kirkjunn- ar í Mexico, er samþykt voru í stjórn- artíð Carranza forseta, árið 1917, en. sem ekki hefir fyr verið gerð gang- skör að, að koma t framkvæmd, mest jgegnir vegna þess, að .bæði Obregon, og nú Calles, eftirmaður hans, hafa haft í ýms önnur horn xtð líta hingað tií. Kirkjan hefir vitanlega hamast á móti því, að lögin kæmust til fratn- kvæmda, en að þessu hefir ekkert stoðað, hvorki bænir né bannfæring- ar. Til dærnis brást hún á það ráð, að eggja alla landsmenn og skipa þeim, að lanta alt viðskiftalíf þjóð- arinnar, með því að leggja niður vöru kaup að mestu eða ölltt leyti. Virtist þetta fyrst ætla að hfífa töluvert, en brátt kom í ljós að þessari eggjan eða boði kirkjttnnar fylgdi aðeins yfir- borðshlýðni, er til lengdar lét; menn hættu við að verzla við forn við- skiftamenn, til að sýnast, en fóru flestir í aðra staði, þar sem enginn þekti þá. Þjóðin var með öðrvtm orð^ ttm yfirleitt ekki fús til þess að leggja á sig skort fyrir hina héilögu ka- þólsku kirkju. Og nú hefir Thornas W. Lamont, félagi J. P. * Morgan, látið í Ijós það álit sitt, að rannsök- Ur Islandsferð. komu í gærmorgun frú Þórunn og séra Ragnar E. Kvaran. Hafa þavt eðlilega margt að segja, og verður fæst af því talið hér; enda ntön þoss hafa verið farið á leit við séra Ragn- ar, að hann segi opinberlega frá þvt helzta, er vakti athvgli þeirra hjóna á þessari ferð. Mestan hluta sumarsins dvöldtt þau hjón í Reykjavík, nteðal vina og vanda manna, en ferðuðust þaðan töluvert* um Suðurland. TalsVerðum stakka- skiftum kváðu þau Reykjavík hafa tekið, þessi 4 ár, er þau hafa verið burtu þaðan; ný hverfi farin að byggj ast, ýnts stórhýsi verið reist, auk þeirra, er fyrirhugttð eru í nánustu framtíð, eins og t. d. landsspitalann og hina kaþólsktt dómkirkju, er bygð skal á Landakotstúni, eða Hólavelli, einhverjum allra fegursta stað í bæn- unv Bjargræði mun vera nokkuð misjafnt á Islandi, sem stendur, líkt og hér. Togarar hafa haldið kyrru fyrir i surnar, vegna x kolavérkfalls- ins brezka og lágverðs á fiski. Hefir hvorttveggja, máske sérstaklega hið áðurnefnda, valdið töluvert þungum búsifjum. Síldfiski hafði og brugð- ist tilfinnanlega, aðallega sökum ó- gæfta. Grasspretta hafði viðast ver- ið ágæt, en nýting ekki að sama skapi sökum óþurka. Unt stjórnmálin væri það að segja, að við töluverðum tiðindum væri að bvíast á næsta þingi. Fjármálaráð- herrann, Jón Þorláksson, sem nú forsætisráðiherraemþættinu, fylgir mjög fram gengishækkttn, en flestir helztu ðylgismenn íhans, og bændaflokkurinn allur, eru henni mót fallnir. Vilja þeir stýfa krónuna og festa hana með gttlli við það igildi er hún hefir nú, ca. 22 krónttr í Ster- lingspundinu. Sumir vilja jafnvel festa hana við lægra verði. Grænlandsmálið, sem svo ntikið moldviðri stendur vtm í sumum blöð- úm heinta, t. d. Tímanum, Lögréttu og Vísi, álitu þau að hefði litt náð taki á hugum manna. Virtist þeini fáir taka mjög alvarlega .skrif Ein- ars Benediktssonar og Jóns Dúason- ar vtnt það mál, og varla útlit fyrir, sem stæði, að það myndi verða að pólitísku beini í þinginu. Af táknum og viðburðum i bók- mentaheiminum væri helzt taláð um tírrtaritið “Vöku”, er Heimskringla nýlega flutti lesendum sínum fregn- ir af, og nýju tímariti, er róttækir yngri mentamenn myndu vera i þann veginn að hrinda af stað, og því til undirbúnings keypt tímaritið “Rétt”, Bókin mín”, bls. 4) af hinuni ágæta gáfumanni Þórólíi Sigurðssyni, bónda í Baldursheinti. Mun vera í hyggju að gefa tínlaritið út á Akureyri. Þvi var fleygt, að í fyrsta hefti þess 'niyndu rita slíkir úrvalsmenn, sem Héðinn Valdemars- son stjórnfræðingur ;’Vilmundur Jóns son, læknir á Isafirði; Brynjólfur Bjarnason, náttúrufræðingur, sent þeir heilögu fengu dófn á i fyrra eða hitteðfyrra fyrír guðlast (um Je- hóva, að, oss minnir), og Einar Ol- geirsson kennari, er nýlega gat sér svo góðan orðstír fyrir bók sína um Jean Jacques Rousseau. Má það vel skynja að þetta verði, eigulegt rit fyrir leshneigða Islendinga, ekki síð- ur vestan hafsins en austan. Frá ýmsu fleiru væri hægt að segja að heiman, en vér Iátum séra Ragn- ar hafa fyrir því sjálfan, enda mun það öllum hlýðendutn Ijúfara. Séra Ragnar tekur þegar við stjórn Santbandssafnaðar, sem af al- httg fagnar afturkomu þeirra hjóna, og býður þau velkomin til starfsins og samvistanna. ----------x---------- Frá íslandi. Rvík 4. sept. Stórútgcrð í Fœrcyjum■ — Það h« fir kontið til mála. að stofnað yrði til togaraútgerðar í Færeyjum i s'tórum sttl, af hálfu Itala. — Ætla Italir að leggja til fjármagn alt, en nota, _ að nokkrtt að minsta kósti færeyskan vinnukraft. — Flytja It- alir inn mikið af saltfiski, eins ^g kunnugt er. Er alt í óvissu. hvort samningar muni takast um þetta, en af hálfu íslenzkra útgerðarmanna er svo litið á, að þeint geti stafað mik- il hætta af þessu. Saltfisksmarkað- urinn er takmarkaður, og væru gerðir út í Færeyjum tugir ítalskra togara, mætti búast við, að markaðurinn. fyr- ir íslenzkan fisk á Italíu mistist al- veg. Má búast við miklvtm skrifum um þetta mál, þv’t að þar sem því er svo varið, að Færejdngar og Danir njóta mikilla hlunninda vtm isk- veiðar hér á landi, þá ætti að rnega búast við, að þeir vildu ekki verða þess valdandi, að spilla til stórra muna markaði fyrir íslenzkan fisk. Sökk annai- báturinn samstundis. — Fórttst tveir af mönnunum, sem 4 bátnum voru. (Timinn.) Rvík 24. ágúst.' Vcgagcrðir hafa verið með mesta móti í ár. 'Voru veittar um 500 þús. kr. til vegamála t ár og um 940 þús. kr. fjrir næsta ár, og hefir aldrei fyr verið veitt jafnntikið til vega- gerða. Nokkuð af fjárveitingunni til næsta árs hefir stjórnin látið nota þegar á þessu ári til þess að koma vinnujöjnuði milli áranna. I júní unnu upp undir 800 manns við vegabætur, og síðan í sláttarbyrjun hafa að jafnaði unnið við þær um 250 menn. Vélbátar tveir, er síldveiði stvtnd- ttðtt á Siglufirði, rákust á 28. f. m. Bankarnir. — Reikningar bank- anna fyrir árið 1925 sýna það að umsetning Islandsbanka hefir nuntið 479 miljónum 255 þús. og 190 kr. og 15. au. Þar af við höfuðbankann í Reykjavík ca. 361 milj. 985 þús. kr. en við útbúin 117 rnilj 269 þús. kr. Málmforði bankans viö árslok (t norrænum og amerískum gullpening- tim) ttm 1 milj. 683 þús. kr. og intti- eign hjá bönkum ca. 225 þús. kr., eða samtals unt 1 milj. 900 þús. kr. — Seðlattmferðin var nvest í júní, 5 rnilj. 941 þús. kr.,'minst í nóvember, 4 milj. 547 þús. kr.Tekjur bankaþs voru um 1 milj. 809 þús. kr., en gjöld in um 983 þús. kr., og ágóði af bankarekstrinum því uni 826 þús. krónur. • A Landsbanknreiknittgunum eru tekjumegin um 3 milj. 874 þús. kr. að frádregnum 223 þús. kr., er flpttar voru frá fyrra ári) ;en vaxta- greiðslur og reksturskostnaður nam um 2 milj. 597 þús. kr., og munur- inn því um hálfönnur miljón kr. — Af rekstri vitbúanna varð. samtals um 86 þús. kr. gróði; verðhækkttn verðbréfa nant um 90 þús. kr. og gengishagnaður vegna brezku lán- anna um 700 þús kr. A gjaldeyris- verzlunum varð annars um 919 þús. kr. tap. Afskrifuð töp bankans sjálfs á lánum og vöxtum námu ttm hálfri annari miljóri kr., og'þar að auki um 970 þús. kr. hjá útbúinu á Eskifirði og um 100 þús. kr. hjá útbúinu á Sel fossi.. (Lögrétta.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.