Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 6
3LAÐSfF)A HKIMSKRINGLA WINNIPEG 6. OKTÓBER 1926 Rósahringurinn. Röddin í myrkrinu. Rob iMackenzie', gekk að rúminiu, síjuddi hendinni á/ axlir Garths og talaði alúðlega. Góðan daginn, herra Dalman. Simpson hef ir sagt mér að þér hafið sofið vel í nótt. Systir Rosemary Gray er hér, sú sem Brand hefir ráðið til að vera hjá yður, og eg er viss um að hún er vel hæf til þess að vera félagssystir, skrifari og til að* lesa hátt. Já, til hvers sem þér óskið. Hún er héma í herberginu, Dalman.” “Góðan daginn,” agði Garth. Það er vel gert af yður að ferðast svona langt mín vegna. Eg vona að yður hafi liðið vel á leiðinni?” Jane gat ekkert sagt, og læknirinn /lýtti sér að svara fyrir hana. . Já, ungfrú Gray hefir liðið ágætlega. Hún er ung og fjörug.” ‘‘Eg vona að ráðskona mín láti yður líða vel. Gerið svo vel að biðja um það,” Læknirinn sneri sér að Jane og sagði: “Komið þér að' glugganum. Sko, hér er 6tóll, sem við höfiim látið búa til handa Dalman, þegar hann hressist.” ‘‘Við höfum slíkan stól í sjúkrahúsinu, en hann er ekki eins fullkominn og þessi,” sagði Jane. “Hver er það, sem er hér?” spurði Garth “Hér er engin vera nema systir Gray og eg,” svaraði læknirinn. “Jú, hér er einhver annar. Hver var það sem talaði?” Jane flýtti sér að rúminu og svaraði: “Það var eg sem talaði, herra Dalman — systir Rosemary Gray. Ég skil hvers vtegna rödd mín vakti undrun hjá yður. Brand lækn- sagði mér, að þetta gæti skeð, þar eð rödd mín væri svo lík annarar stúlku, sem þið hefðuð þekt svo vel.” ‘‘Sagði hann hver það væri?” “Já, af því eg spurði hann um það. Hann nefndi nafn ungfrú Champion, að mig minnir.” “Þá verð eg að biðja yður fyrirgefningar á ákafa mínum. En læknir, mig langar til að tala við yður einslega,” sagði Garth. “Þá skal eg ganga. ofan á meðan, og bíða niðri,” sagði Jane. Læknirinn gaf henni bendingu um að vera "kyr. “Eg er tilbúinn að hlusta á yður, herra Dal- man,” sagði læknirinn. ‘‘Gerið svo vel að lýsa systur Gray fyrir mér.” sagði Garth. Læknirinn tók bréf Derycks upp úr vasan- um og las það. “Hún er nett, grönn, fögur og lítil, einmitt •af því tæi, sem yður þætti skemtun að umgang- ast ef þér sæuð hana.” “Er hörundslitur hennar dökkur eða Ijós?” spurði Gartli. “Ljós,” svaraði Rob læknir hiklaust. Jane hrökk við. Hvers vegna skrökvaði hann. “Hárið?” var aftur spurt frá rúminu. Það er næstum hulið undir línhúfunni, en eg ímynda mér að það séu hrokknir, silkimjúkir lokkar.” ; * ‘‘Ef eg aðeins gæti forðast að sameina þessa rödd við persónu hinnar stúlkunnar. Ef eg væri sannfærður um að hún að ytra útliti líktist ekki hinni stúlkunni, sem röddin minnir á.” “Þér getið fullvissað yður um það með því, að látá hendur yðar líða yfir hár hennar og antílit,” ' - r Garth skelilhló. “En sú ímyndun!” sagði hann. “Eg hefi aldrei heyrt annað eins!” “Eg held nú annars,” sagði Rob læknir, ‘*að þér hefðuð gott af að fara á fætur og hreyfa yður ögn.” “Já, eg er fús til þess; en þá verðið þér að biðja systur Gray að fara eitthvað sér til skemt unar á meðan, og kalla á Simpson.” “Já, það skal eg gera,” svaraði Rob. “Verið þér sælir, herra Dalman. Eg kem aftur seinna í dag.” “Verið þér sælir, læknir,” sagði Garth. "Þegar Rob læknir ók frá sjúkling til sjúk- lings, var hann vanur að tala hátt við sjá^an sig um viðburðina, og nú sagði hann. ‘‘Hvað hefir komið Jane Champion til að komahingað?” “Það veit eg .... ekki,” svaraði Mackenzie. “Nú, nú, ekki að blóta,” sagði Rob. “Þú áttir góðá móður.” Skrifarinn. Systir Rosemary og Garth sátu sitt hvoru megin við borðið í lestrarherberginu. Á borð- ínu lá bréfabunki. “Bréf frá manni, ungfrú Gray,” sagði Garth. “Það er satt,” sagði Gray. “En hvernig vit- ið þér það?” “Af því að bréfið er svo stutt, aðeins eitt blað.” “Já, það er rétt. Bréfið er frá Brand. Hann segist koma hingað á laugardaginn til að líta eft- ir yður.” Þau rannsökuðu allan bréfabunkann, unz þau komu að hinu síðasta. Þá sagði systir Gray: “Þetta er bréf með egypsku frímerki og lok- að með rauðu lakki. Undinskriftin er Jane Cham- pion, herra Dalman.” “Gerið svo vel að lesa það,” sagði Garth ró- legur, og systir Rosemary byrjaði: ‘‘Kæri Dal! Hvað get eg annars skrifað? Væri eg hjá yður, hefði eg svo margt að segja, en að skrifa. er svo erfitt — ómögulegt. Eg veit, að þetta er erfiðara fyrir yður, en það hefði verið fyrir nokkurt af okkur hinum; en þér munuð bera það með meira kjarki, heldur en við værum fær um, og halda áfram að álíta lífið fagurt, og gera það fagurt fyrir öðrum. Eg heyri að þér viljið engar heimsóknir hafa. En getið þér ekki gert eina undantekn- ingu og leyft mér að koma? Eg sat í sólbyrginu eftir kvöldverðinn. — Tunglsljósið vakti svo margar endurminningar. Eg sat og áformaði að hætta, við Nílferðina, fara heim og biðja yður að heimsækja mig. Þá kom Loraine herforingi með enskt blað í hend- iiini og bréf frá Myru, og---- Vilduð þér vera kominn til mín, Garth? Góði vinur, fyrst þér nú getið ekki komið til mín, má eg þá koma til yðar? Skrifið aðeins þetta eina orð: “Komið”, og eg skal koma, hvar sem eg verð á jörðinni, þegar slíkt boð nær mér. Sendið frænku minni bréfið. Öll bréf til mín verður að senda henni, og koma til mín óopn- uð.” Leyfið mér að koma; eg skil hve þung byrði yðar er. En guðs eilífa ljós getur geislað í kring um okkur. Og þér megið líka trúa því, að meira en eg er fær um að skrifa, er eg yðar, Jane Champion.” “Ef þér eruð ekki of þreyttar, ungfrú Gray,” sagði Garth, “vildi eg Itiðja yður að svara þessu bréfi strax. Hafið þér pappír? Gott. Getum við þá byrjað?” ‘‘Kæra ungfrú Champion! Eg er hrifinn af samhygðinni, sem yðar kæra bréf lætur í ljós. Það var mjög alúðlegt af yður að skrifa mér, frá þeim stað, sem er svo langt í burtu og geymir svo margt, sem getur dregið hugsanir yðar frá vinunum heima. Það gleður mig að þér hættið við Nílferð- ina; en — en, ef þér hefðuð beðið mig að koma, þá heföi eg komið. Það er meira en vingjarnlegt •af yður, að vilja koma til mín — en, eg veiti eng- um heimsóknum móttöku, og vil það ekki, af því eg er nú farinn að geta borið mótlæti kringumstæðanna, og vil ekki vekja sorg annara yfir þeim. Meðan sumarið líður, get eg smátt og smátt vanist þessu lífi, með því að dvelja aleinn á heimili mínu, auk þjóna minna, og eg veit að vihir mínir muni vera þessu samþykk- ir. — Yðar hreinskilni vinur, Garth Dalman.” 17. Þegar Rob kemur til hjálpar. Þegar systir Gray var búin að búa um bréfíð að öllu leyti. Þá heyrði hún rödd Robs Iæknís fyrir innan dyrnar. “Nú, hvort er sjúklingurinn í dag — kven- maðurinn eða karlmaðurinn? En eg sé að það er hvorugt þeirra. Það er vor úti, en sumar hér inni. Þér þurfíð að neyta meiri matar ung- frú .Gray, þér eruð orðnar svo grannar ” “Hvers vegna strfðið þér ungfrú Gray, lækn ir, með því að hún sé svo grönn. Eg er viss um að hún er það ekki,” sagði Garth. ‘‘Eg skal hér eftír striða, henni með því, að hún sé of há, ef þér víljið það heldur,” sagðf Rob. “Eg Vildi helzt að þér kæmuð ekki með neinar athugasemdir um ungfrú Gray; liún er mín önnur hönd, sjón mín og alt, sem eg þarfn- ast.” Nú kom Rob auga á bréfið frá útlödum. ' “Nú, nú!” sagði hann. “Egypskt frímerki. Það er athugavert. Eígið þér víni þar, herra Dalman?” “Bréfið kom frá Cairo, en ég held ongfrú Champion sé nú í Sýrlandi.” “Champion?” endurtók Iæknirinn. “Lík- lega þó ekki Jane Champion?” “Jú bréfið er frá henni. Þekkið þér hana?” spurði Garth undrandi. “Hvort eg þekki hana!” svaraði Rob. “Eg þekki andlit hennar, röddina, vaxtarlagið. En rithönd hennar þekki eg ekki; má eg líta á umslagið?” Garth 1 kinkaði kolli, sem þýddi að hann mætti líta á umslagið. “Já,” sagði hann, “þessi skrift líkist henni skýr, föst og tilgerðarlaus. —•' Hún meinar þáð sem hún segir, og segir það sem hún mein- ar. Sé Jane vinstúlka yðar, þá getið þér verið án annara.” Garth roðnaði; en gagnvart Rob og ungfrú Gray, áleit hann sig geta dulið leyndarmál sitt. en þó spurt og hlustað. “Hvar og hvenær?” spurði Garth. “í fyrsta skifti sem eg sá ungfrú Champion var í Suður-Afríku, þegar Búastríðið stóð yfir. Eg fór sem sjálfboði þangað, til þess að kynnast sáralækningum, og hún var þar sem hjúkrunar- stúlka, ein þeirra allra fullkomnustu.” “Hafið þér aldrei mætt henni hér heima?” spurði Garth. “Jú, en hún þekti mig ekki, því þá hafði eg skegg, en nú ekki. Þá var eg líka í foringjabún- ingi, en ekki klæddur sem læknir. En nú verð eg að fara að vitja um konu garðyrkjumannsins í skóginum, ef þér leyfið það!” “Mig langar til að tala við yður fáein orð, læknir,” sagði róleg rödd út við gluggan. “Eg kem inn í borðsalinn innan lítillar stundar, og ef herra Dalman vill leyfa, ætla eg að ganga með yður út í skóginn.” Þegar Jane kom inn í borðsalinn, stóð Rob læknir þar. “Nú, sagði hann, “það verð líklega eg sem má borga brúsann?” Jane gekk til hans með framréttar hendur. “Ó, foringi!” sagði hún. “Þér, kæri, tryggi gamli foringi! Þetta leiðir af því að bera ann- ars klæðnað, og svo má eg bæta við — þetta •leiðir af því að bera nafn annarar stúlku. Þér hafið þá alt af þekt mig?” “Já, frá þeirri stundu, sem þér komuð inn í herbergið.” * “En hvers vegna sögðuð þér það ekki?” “Það skal eg segja yður. Eg áleit að þér hefðuð ástæðu til að nota nafn systur Rosemary Gray, en það kom ekki minni stöðu við að spyrja hvers vegna.’ “Ó, kæri læknir,” sagði Jane, “skyldi nokkru sirini hafa staðið jafn klókur og fram- sýnn maður á þessum gólfdúk. “Þér eruð þá komnar, ungfrú Gray,” man eg að þér sögðuð, í stað þess að segja: “Góðan daginn, ungfrú Champion. Hvað hefir komið yður til að fara hingað undir öðru nafni”?” . “Já, eg hefði getað sagt það, en gerði það ekki.” “En segið mér,” sagði Jane, “hvers vegna, opinberuðuð þér yður nú?” “Kæra ungfrú, eg er gamall fauskúr, og van ur að rannsaka tilfelli án annara hjálpar. Þér hafið orðið fyrir mikilli reynslu hér, hættulegri fyrir taugarnar; og eg vissi, að ef þér hefðuð eng an, sem þér mættuð treysta og tala óhindrað við, þá mynduð þér ekki þola þetta til lengdar.” Jane horfði á hann þakklátum augum, en gat ekki svarað. “En segið mér nú, kæra ungfrú,” hélt hann áfram; “hvers vegna hrinti hann því frá sér, sem bauð honum svo stóra gæfu?” “Ó, læknir!” svaraðí Jane; “bak við þetta liggur vantraust og stór misskilningur af minni hálfu. En nú, meðan þér lítið eftir Mangaret, sæki eg hattinn minn, og þegar við komum út í skóginn, skal eg reyna að segja yður hvað það var, sem kom upp á milli hans og mfn, og skildi okkur að. Yðar hyggnu ráJöleggingar verða mér eflaust hjálp.” Þegar Jane.gekk yfir ganginn, leit hún til lestrarstofudyranna, og datt í hug að frásögn Robs hefði verið of öröug fyrir Garth. Hún opnaði því hávaöalaust framdyrnar, og Iæddist að opnum gluggum lestrarstofunanr, án þess að tíl hennar heyrðist. Jane gægðist in num gluggann. Garth sat og studdi olnbogunum á borðið en huldi andlit sitt með höndum sínarn og grét, og orðin sem Garth talaði með óiýsanlegri sorg, vortt; “Ó, kona mírr—kona mín—kona mín!” Jane læddist burt. Hvernig hún gat yfir- gefið hann, skildi hún ekki. En eðlisávfsan hen- nar sagði henni, að ef hún hefði á þessu augna- bliki sagt honum hver hún væri, þar eð frásögn Robs hefði gagntekið hann og svift hann móts- töðu, þá mundi hún eyðileggja alt. “Sé yður ant um hans og yðar gæfu”, þessi aðvarandi órð frá Deryck, ómuðu sífelt í huga hennar, Auk þess mundi stormirin Iægja bráðlega, og þegar hann gæti um þetta hugsað rólega, mundi löngunin eftir henni vinna sigur. Þess vegna gekk Jane háyaðalaust burt. Þegar Jane einni stundu siðar kom heim, stóð Garth við gluggann og hlustaði á hin ýmsu hijóð, sem hann heyrði. “Var skemtilegt í skóginum?” spurði hann “Simpson skal fylgja mér þangað, eftir morgun- verð”. Það vorri fimm bréf sem Jane átti að skrifa og fylla út eina ávísan. Hún tók eftir því að sitt bréf var horfið. “Hér er nú bréfið til umgfrú Champion,” sagði hún, “Viljið þér að það verði sent eins og það er, hr. Dalman?” “Auðvitað,” sagði hann. “Var það ekki búið?” “.Jú,” sagöi hún, “en eg hélt máske, eftir að þeir heyrðuð sögu Robs, að þér munduð vilja-----” “Robs frásögn hefir engin áhrif á það, hvort eg vil að bún komi eða ekíri, Það minti mig að eins á------” “Á hvað?” spurði Jane og þrýsti hendinni að hjarta sínu. “Hve mikillræf stúlka hún er,” svaraði Garth. Einu úrræðin. Deryck Brand, sem hafði ásett sér að lieim - sækja þau Garth og Jane, kom einn morgua snemma til hallarinanr. Simpson tók á móti honum í dyragangin- um, og sagði: “Herra Dalman er í lestrarstofunni.” — Og svo gekk hann á undan lionum. Þegar þeir komu inn, stóð Garth upp og gekk á móti honum með framrétta hendi og glaðlegur í bragði. Læknirinn greip hendi hans og þrýsti hana innilega. “Kæri vinur minn! En sú breyting!” “Já, er það ekki satt?” sagði Garth fjörlega “Og það er henni, sem eg á að þakka fyrir það — þessari ágætu litlu stúlku, sem þér senduð hingað til mín. Eg skal segja yður, hve níikil- hæf hún er.” Hann hafði skjótlega fundið stól- inn, sem Jane var vön að sitja á, dró hann nær sínum og bað Deryck að setjast, slepti svo mjóa silkiþræðinum, sem festur var í anan endann við hurðarsnerilinn, en hinn við stólinn lians. “Þetta er hennar uppfynding,” sagði hann. “önnur snúra leiðir að píanóinu, en hin þriðja að gluggan- um. . Hvernig gætuð þér þekt, hvert hver þeirra liggur?” ‘ Af litunum,” svaraði læknirinn. “Ein er brún, önnur hárauð, og hin þriðja rapðgul.” “Alveg rétt,” sagði Garth. “Þér þekkið þær af litunum, en eg af því, hve mismunandi þær eru snúnar. Hún hefir valið þá liti, sem bezt áttu við mig.” “Eg álít að þér með “hún”, eigið við systur Gray. Það gleður mig að liún er dugleg.” “Dugleg!” hrópaði Garth. “Það er ekki full komin lýsing. Hún hefir hjálpað mér til þess að lifa aftur. Eg skammast mín yfir því, hve örvilnaður eg var, þegar þér komuð hér síðast. Brand, þér hafið hlotið að álíta, að eg væri vesa- lings asni,” “Nei, slíkt datt mér ekki í hug. Þér liafið fengið harðarjj. högg en nokkur okkar hefði þol- að. Guði sé lof að þér hafið unnið sigur á því.” Það á eg að miklu leyti yður að þakka, en aðallega ungfrú Gray. Hún fór burt að finna kunningja sína, svo þér getið ekki fundið hana nú.” “Er ungfrú Gráy farin — éinmitt núna?” “Já, hún fór í gær, og sagðist koma aftur á mánudaginn.” Garth hringdi og Simpson kom inn. “Fylgið þér herra Brand til herbergis síns. Hann segir sjálfur til, hvenær hann vill neyta morgupverðar. Þegar þér eruð búinn að þessu, langar mig til að ganga ofurlítið úti. — Brand, þér verðið að segja til hvers þér óskið, hvíldar eða skemtigöngu.” Þegar læknirinn var búinn að baða sig og skifta um föt, kom Margary til hans og ba^ hann að koma með sér. "Hvert eigum við að fara, Margary?” spurði hann. “Það sjáið þér, þegar við komum þangað,” svaraði hún. Þau gengu upp marga ganga, og seinast eft- ir Iöngum gangi að dyrum, sem Margary opnaði og ýtti lækninum inn. “Þetta er Brand Iæknir, ungfrú Gary,” sagði hún lágt. Herbergið var lftið, en þokkalegt; við arin- inn, sem eldur logaði f, sat Jane í þægilegum ruggustól. “Ó, Deryck,” sagði hún með þakklátri rödd. “Komið þér inn, kæri vinur, og lokið dyrunum.” Læknirinn gekk til hennar, tók báðar hin- ar framréttu hendur og sagði: “Jahe! Kæra Jane!” Meira gat hann ek;ki sagt, svo hissa var hanri.. Jane sat þarna, með þykkan dúk bundinn fyrir augun, alein og án þess að gera nokkuð. “Jane!” sagði læknirinn aftur. “Þetta kall- ið þér frí!” “Kæri vinur!” svaraði .Tane. “Eg er stödd í landi hinna blindu fáeina daga. Ó, Deryck, eg varð að gera það! Það var eina aðferðin, sem gerir mig færa um að lijálpa honum, að reyna sjálf, hvað það er að vera blindur.” “Hafið þér þetta bindi ,líka á meðan þér þorðið?” snurði hann. “.Tá, auðvitað”, svaraði Jane. Þér getið ekki ímyndað yður, hve leiðinlegt það er, að þreifa eftir kjötbita á diskunum, og finna hann svo liggjandi á dúknum, eða eftir einhverju öðru, og finna það svo í kjöltu sinni. — Ó, Deryck, eg varð að gera þetta — það voru einu úr- ræðin!” “Já,” svaraði læknirinn. “Þér •urðuð að gera það. Einmitt af því, að Jane er eins og hún er./þá voru það einu úrræðin.” “En hvað mér þykir vænt um, að yður sýn- ist líka að það sé nauðsynlegt. Góði vinur! Haldið þér að hann fyrirgefi mér?” “Talið .ekki um neitt, slíkt. Ef eg missi þolinmæðina gagnvart Dalman, þá er heimsókn mín gagnslaus.” Læknirinn þagði litla stund, en liélt svo á- fram: “En, Jane, þér viljið þó sjá mig áðuV en eg fer. Er ekki ónauðsynlegt að gera þessa tilraun svo lengi?” “Nei, það er ekki,” svaraði hún. “Skiljið þér ekki, að það gefur mér tækifæri til að ganga í gegnum það, sem .verður honum eldraun, þeg- ar kærustu vinir hans heimsækja hann, án þess að liann sjái þá.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.