Heimskringla - 03.11.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.11.1926, Blaðsíða 1
1{ XLI. ÁRGANGLk. ('trn. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 3 NÓVEMBER 1926 NÚMER 5 8M ' C A N A D A i i Indíánasumariö virðist alveg ætla að bregðast að þessu sinni, og vet- urinn þegar hafa haldið innreið sína fyrir alvöru. Aðfaranótt þriðju- dagsins gekk í hríð, og urðu tölu- verð símaslit vegna ísingar og snjó- krapa á þráðum. Hélst krapaveður í gær og segja veðurspárnar að meira muni snjóa og veður kólna næstu daga. Mun þetta vera eitt hið alversta haust, er menn muna hér um slóðir. Fylkiskosningarnar, sem nú eiga að fara frain í Ontario, eru líkleg- ar til þess að tvístra flokkunum tölu- vert. Kosið verður urn vínsölulög- in, hvort Ontario skuli slaka á lög- unum eða ekki. Ferguson forsætis- ráðherra hefir gert heyrumkunnugt, að hann sé “votur”, en ýmsir af helztu flokksmönnum harjs eru vín- leyfi andvígir og berjast á móti hon um. Hefir Ferguson fullyrt, að lög- in, sem fylkið búi nú við, séu á þann veg, að ómögulegt sé að hafa eftir- lit með því' að þau séu haldin. Séu 'þaú því verri en gagnslaus, blátt áfram skaðleg og beri að afnema þau. Dómsmálaráðherrann, Hon. W. F. Nickle, segir aftur á móti að lögin hafi mjög bætt ástandið í Ontario, og sé enginn vandi að sjá um að þau séu haldin. Eru umnlæli hans talin hættulegur skellur fyrir Ferguson. Þó er svo að skilja á blöðunum, sem búist sé við að Fergusonstjórn- in muni aftur komast að völdum. — Bindindis- og vínbannsmenn myndu að vísu geta ráðið niðurlögum henn- ar að fullu, ef þeir legðust allir á eitt. En þeir eru úr öllum stjórn- málaflokkum, og hafa annaðhvort ekki getað Ikomiðl sér saman um samvinnu, ellegar ekki haft rænu til þess. 2 m-o-mmm-ommm-o^mm-o-^mm-o-mamomm-i^, Samkvæmt síðustu fregnum i gærkvöldi, ér talið víst að allir ráð- herrar Kingstjórnarinnar hafi verið kosnir án gagnsóknar, ’þ. e. a. s. sjálfkjörnir í gær. Var víst um 12, er síðast fréttist: MacKenzie King forsætisráðherra; Hon. Robert For- ke landbúnaðarráðherra; Hon. P. Venist póstmálaráðherra; Hon. J. E. Ralston, hervarnaráðherra; Hon. J. A. Robb, fjármálaráðherra; Hon. Ernest Lapointe, dómsmálaráðherra; Hon. J. A. Cardin, siglinga- og fiski- veiðaráðherra; Hon. Lucien Can- non, ríkislögmann; Hon. Fernand Rinfret, ríkisráðherra; Hon. W. D. Euler, tollmálaráðherra; Hon. J. C. Elliott, ráðherra opinberra fyrir- tækja, og Hon. Peter Heenan, at- vinnumálaráðherra. María Rúmeniudrotning kom hing- að á laugardaginn ásamt Ileönu prin- sessu og Nikulás prinsi. Mun hún vera fyrsta ríkjandi drotning, er kemur til Canada, enda var uppi fót- ur og fit á mönnum að baða sig í náðinni. Var tekið hátíðlega á móti henni hér í þinghúsinu. En alt var með skyndingu, því hún fór sama kvöldið suður til Bandaríkja aftur. — Ukranjemenn hér í fylkinu höfðu skrifað undir heljarmikið skjal, til þess að mótmæla því, að tekið væri opinberlega á móti drotningunni hér, sökum rangsleitni og harðýðgi, er Rúmeniustjórn hefði beitt og beitti enn Úkranjemenn, er ranglátlega hefðu verið seldir þeim á hönd við friðarsamningana. Skjalið er stílað til Bracken forsætisráðherra og und- irskrifað meðal ananrs af einum þingmanni hans. Kvaðst forsætis- ráðherra skyldi “íhuga” málið. — Síðustu fregnir herma, að Mr. Bracken muni enn. véra að íhuga. Erlendar fréttir. Bandaríkin. Nýlega lézt á heilsuhæli í Illinois- TÍkinu Eugene Victor Debs, nafn- kendasti jafnaðarmaður í Bandaríkj- unum. Hann var hinn ókrýndi kon- ungur jafnaðarmanna í heilan manns aldur, af öllum viðurkendur hinn göf ugasti maður, er eigi mátti vamm sitt vita. Þó dó hann fyrir aldur frarp, að segja má. lamaður af langri og vafalaust ómildri fangelsisvist. Hann trúði innilega á kenningar Krists, og reyndi sjálfur að lifa samkvæmt þeim, en það varð honum auðvitað fangelsissök. Hann var fangelsað- ur 1918, 63 ára gamall, fyrir ræðu, sem hann hélt í Canton, Ohio, á móti striðinu. Fyrir réttinum sagði hann meðal annars : “Herrar minir ! Mér er gefið að sök að hafa reynt að letja menn til ófriðar. Eg játa það á mig, herrar minir, mig hryflir við ófriði. Eg myndi'berjast á móti ó- íriði, þótt eg stæði einn míns .liðs. .... Fyrir mörgum árum siðan skynjaði eg skyldleika minn og alls sem lifir, og eg sannfærðist um það að eg væri að engu betri en hin lít- ilmótlegasta vera. Eg sagði þá, og eg segi það nú, að nieðan til er óæðri stétt ntanna, þá telst eg til hennar; meðan til eru glæpanrenn, er eg þeim nákominn; meðan nokkur sála er í fangelsi, er eg ófrjáls maður.” Dómurinn var 10 árt tugthús og Wilson forseti sá1 enga ástæðu til að breyta honum fyr eða síðar. Þykir flestum það óafmáanlegasti blettur- ,nn á stjórnarferli hans. Dómurinn vakti afskaplega gremju á meðal allra siðaðra manna, innanlands sem utan. Sú gremja fór sífelt vaxandi, unz Harding forseti lét sér segjast og náðaði Debs á jóladaginn 1921. En þá var líka heilsa hans að þrot- um kornin. . Frá 1900 til 1920, að árinu 1916 undanskildu var Debs forsetaefni jafnaðarmanna. Aldrei fékk hann fleiri atkvæði en 1920, þegar hann sat i fangelsinu, þá greiddu um miljón kjósendur honunr atkvæði. Nú, þegar hann er dauður, hefir enginn nema gott eitt um hann að segja. Arthur Brisbane, aðalritstjóri blaðakóngsins Hearst, einhver þekt- asti blaðamaður i Bandaríkjunum, og enginn sérstakur friðarpostuli, spgir um hann: "Eugene V. Debs,1 etnlægur heiðursmaður, er dauður, drepinn með fangelsisvist, sem hann varð að þola fyrir að segja álit sitt á stríðinu.” ast beðið mikinn ósigur, og enn greinilegar í sveita- og borgarstjóra- kosningum, þar sem jafnaðarmenn sópast inn í embættin. Er nú svo komið, að síðustu fregnir herma, að helztu fjármálamenn og iðnrekendur Englands séu farnir að tala sig sam- an um það, hvort eigi muni tiltæki- legt að leggja fé til námurekstursins í bili, svo að hvforugir þurfi að beygja sig, meðan reynt sé að koma sér saman um fyrirkomulag, er b*ð- ir vilji ganga að. ‘ Einnig gefði Trades Union Congress CouncilTÚt nefnd manna á fund stjórnarinnar og fulltrúa námumanna á föstudag- inn, og bauðst til milligöngu. Er í alrnæli, að nefndinni hafi orðið töiú- vert ágengt, svo að nú sé von um, að eitthvert samkomulag náist, jafn- vel í þessari viku. ¥ * Önnur stærstu verkamannafélögin á Englandi, svo sem sjómanna- og járnbrautarþjóíiafélög/in, hafa neitJ, að námumönnum um styrk, beinan eða jóÚenlan- Eru þau illa stödd fjárhagslegri ,síðan allsherjarveTk- fallið varð í vor. — Allsherjarþing verkamannaflokksins brezka var hald ið seinni part októbermánaðar í Lon,- don. Kom þar í ljós, að foringjun- um þótti mótstaða námumanna ekki sem viturlegust, þótt hún væri að- dáunarverð, og að þ«ir þóttust þess fullvissir, að meira myndi ávinnast með “pólitik” en með verkfalli. — Þykjast þeir handvissir um að vinna næstu kosningar, og ætla sér þá að koma á löggjöf um ríkisrekstur nám- anna. —• Ennfremur kom það í ljós, að þeir álitu vonlaust senr stæð; ,að önnur verka-! og starfsmanuafélög, sem tilheyra flokknum, gætu nokkuð lagt af mörkum við námumenn. Kom þetta álit skýrast fram í ræðum Ramsay MacDonald, fvrv. forsætis- ráðherra, og J. H. Thomas, sem sftýrði frá því, að svo ilt væri á- standið í landinu, að nú gengju 45,- 000 járnbrautarþjónar atvinnulaus- ir algerlega, og 200,000 fengju ekki vinnu nenia þrjá daga vikunnar. Gæti hver maður séð, að þeir væru ekki aflögufærir. Bretland. Heilmikið hnevksli þótti það, að einn af þingmönnum liberal flokks- ins á Englandi, Dr. Alfred Salter, rnjög frægur sængurkvennalæknir, sagði í opinberri ræðu, er hann hélt nýlega, að sér ofbyði drykkjuskap- urinn, senr ætti sér stað, meðal þing- manna í þinginu. Varð hann fyrir ómildum áfellisdómum starfsbræðra sinna fyrir þetta, en lét sér ekki segjast, heldur endurtók þessjr á- sakanir frammi fyrir fjölda blaða- manna. Kvað han nalla flokka eiga þar jafnt hlut að rnáli, þótt sennilega bæri mest á því nú um stundir með conservatívum, af þeirri einföldu á- stæðu, að þeir væru lang-mannflest- ir í þinginu. — Kvað hann það hafa valdið sér mikillar sorgar, að sjá t. d. flokksbræður sina vafra dauða- drukkna innan um þingsalina, og sitja undir umræðum þannig á sig kornna. Ekkert gengur né rekur með kola- þrætuna þár ennþá. Þrátt fyrir all- ar hrakspár, og þrátt fyrir það, aö námumenn strjálast hér og þar að verki, standa níu tíundu hlutar þeirra staðfastir enn, og láta engan bilbug á sér finna, þótt hinn versti fjand- maður fátæklinga og atvinnulevs- ingja, veturinn, sem nú er að fara í hönd. Enda er nú hljóðið i námu eigendum ekki líkt því eins sigur- vænlegt og fyrir mánuði síðan, og í stjórninni heldur ekki. Allir at- vinnuvegir og alt landið liður stór- kostlega við þetta hörniungarástand, og fer hugur almennings til námu - eigenda og stjórnarinnar siversn- andi. Sést það bæði á aukakosning- um til þings, er fram hafa farið ný- lega, þar sem conservativar hafa oft- Síðustu fregnir herma að dauft sé yfir samveldisráðstefnunni. Hefir þa rekkert gerst tnerkilegt þessa dagana. Talað hefir verið urn Lo- carnosamningana fram og aftur. Og nú er tollívilnun innan samveldisins á döfinni, en ekkert um hana afráð- ið ennþá. rónin fyr en það tekst. A hinn bóginn er algert ráðleysi hvernig það megi ske. Það kemur sent sé æ betur í ljós, að þær þjóðir, sent eftir ófriðinn fengu eða tóku sér “umboð” yfir hinum og þessum lönduni, eins og t. d. Frakkland yfir Sýrlandi, og Eng- land yfir Gýðingalandi, að þau skoða löndin fremur eign sina en umboð. Hefir það komið í ljós í Geneva. Nefnd sú, er skipuð er af Banda- laginu til þess að Hta eftir þessum untlxiðsríkjum, sendi nýlega Frökk- um og Englendingum fyrirspurn um það, hvort fullkontið verzlunarjafn- rétti ætti sér stað í Sýrlandi og á Gyðingalandi, og hvort hin hrað- vaxandi verzlunar- og iðnaðarstarf- serni í þessum löndum, legði íbúun- unt ekki ofþungar kvaðir á herðar. Svöruðu báðir afundið, og fanst nefndinni koríla þetta lítið við. Er auðséð á því, að hún á aöeins að vera til yfirdreps. Þá grenja Italir í sífellu á ný- lendur. Virðast nú Fascistarnir, sem öllu ráða þar, helzt vilja berjast við allan heiminn. Og má nærri geta, hvaða friður fengist fyrir þeirn, ef Þjóðverjar ættu nú að fá eitthvað aftur af nýlendum sínum. — Og eft- ir göltunum rýta grísirnir. 'Smærri þjóðirnar munu ekki fúsari að sleppa sínum feng en þær stærri. Það er t. d. auðheyrt á Astraliu, að henni dettur ekki í hug að afsala sér “um- boðinu á þýzku New Guinea, þótt nóg sé að gera heima fyrir í landi. sem er. nálega jafnstórt Bandaríkj- unum, en hefir aðeins 5 miljónir íbúa. En Þjóðverjar síga á seinan og langan. Unt daginn mættust þeir Briand og Stresemann í sntábænum Thoiry og töluðu lengi dags. Hafði þeim kontið prýðilega saman, og báðir farið heim harðánægðir. 'Ekki vita ntenn um alt, sem þeim fór á milli, en vist er það, að nýlendurnar bar á gónta. Er ekki talið ósennilegt É að Stresemann, sem er talinn einna I stjórnkænastur maður, sem nú er uppi, hafi tekist að gefa Briand ein- hvern ádrátt, sem Frökkum kæmi vel, ef hann styddi Þjóðverja til nýlenduendurheimtar að einhverju leyti. — Er helzt í mæli, að Þjóð- verjum leiki hugur á, og hafi jafn- ® vel vonir um að fá aftur Tanganyika nýlenduna, sem áður var kölluð Austur-Afrika hin þýzka, fari svo að þeir geti fengið Frakka til þess að leggja sér liðsyrði við Englendinga. Sem kunnugt er, voru Þjóðverjar glerrúnir öllum nýlendum eftir ó- friðinn. Kyrrahafsnýlendurnar skift ust á milli Astralíumanna, er fengu i umboð sitt Nýju Guineu; Englend- inga, er fengu Nauru-eyjarnar; Ný- Sjálendinga, er fengu vestri Satnoa- eyjarnar, og Japana, er fengu allan þann aragrúa af smáeyjum, er Þjóðverjar áttu norðan við Mið- jarðarlínuna. 1 En mestar nýlendur áttu Þjóðverj- ar í Afríku. Þar tóku Englendingar af þeim part af Togolandi, 13,040 fermílur; hálfa Kamerún, sem er 295,000 fermílur, og Tanganyika alt, sem er 365,000 fermílur (stærra en British Columbia). Frakkar tóku af þeirn hinn partinn af Togolandi, 23,- 400 fermílur, og hálft Katuerún. — Belgía fékk Ruanda-Urundi héraðið, um 15,000 fermílur, en Suðvestut- Afriku, 322,440 fermílur, fengu Sam- bandsríki Suður-Afríku 1 sin nhlut. s a Frá Þjóðbandalaginu. Eitt hið flóknasta umhugsunarefni, sem fulltrúarnir í Geneva eiga nú viö að stríða, er ósk og ásetningur Þjóð verja, að fá _aftur eitthvað af ný- lendutn sínum, eina eða fleiri. Að vísu hafa Þjóðverjar ekki opinber- lega farið þess á leit, en allir eru sannfærðir unt, að þeir muni ekki í Skammdegi I. Dimmu þrotlaus djúp eru þöud, Dyngd yfir kot og heiða-rönd, Uppi eru brot af engri strönd —■ Yfir.flotin næturlönd. Engin glæta augum flyzt, Eygló mæta lýsir styzt, Leið og stræti lágt, hefir gist Lengstu nætur.myrkrin yzt. Stök í geimi stjarna há Starir heimað, jörðu á — Eins og dreymin opni brá Okkar heimi minning frá. II. Þreifar mundum morguninn Myrkrin undir, lang.seilinn — Losar úr blund’ hvern blindsofinn, Bjartari stunda aðsóknin. Eins og hvetur, loga.löng Ljóssins betra spá um föng, Myrk úr fleti moldar-göng Munk að feta, að óttu-söng. Myrkra-hettan grisjar grá, Gnúpum kletta bólar á. Kólgu flettast kuflar frá Kyrtlunum þéttu af fjalla-blá. Dreglað er fönnum dagsbjarma Djúp af hrönnum skýjanna. Víkka, af önnum veðranna, Vogar að rönnum skugganna. Losnar í blænum skýja-skrof, Skuggum rænir nætur.hof, Gegnum mæna húmsins hrof Hylja-grænu ljósa.rof. Sífelt glæðist sólarfar, Sunnan læðast árgeislar, Draga um hæðir drifthvítar Dreyrgar slæður gagnsæj^ir. Skýtur upp stöðlum, þorpi og þöll Úr þoku-vöðlum, yfir mjöll. Hátt í söðlum sitja fjöll, Silfur-röðlum blikuð öll. Rofar frá um bakka og bæ — Björk og strá eru demants.glæ. Seytlar út lágan, lagðan snæ, Lygna af gráum hrímfalls-sæ. Heim upp-bragar, heiðríkur, Hinzta skaga og næriendur: Víðsýn.fagur, veður.kjur Vetrar-dagur skammlífur! Yfir breiðist berskjöld lands Birtu-greiði snæ.ijómans — Eins og leiði liðins manns Lýttan heiðir orðstír hans. III. Gegnir vítum: glámi á jörð Guðs að líta í augun störð —*) Blindu flýtir birtan hörð Baldur hvíti er heldur vörð! *) Sbr.: Hug'sunina 1 orSum, eignuðum GySingi, 4 þá leiS þýdd: "aS enginn fái 'guS séS og haldiS lífi sínu”. 23,—10,—26. Stephan G. I I Fjær og nær. Séra FriSrik A. FriSriksson mess- ar aS Piney, Man., sunnudaginn 7. þ. m.. kl. 2 síSdegis. Um leiS og eg legg áf staS heim, vil eg biSja Heimskringlu aS bera ölluni vinum mínum, gömlutn og nýj- um, kærar kveSjur og alúSarfylsta þakklæti fyrir ómetanlega aSstoS og gestrisni og ótalmargar ógleymanleg ar ánægjustundir, er þeir veittu mér Auk þess aS stunda þar guSfræSis- nárniS, stýrir hann drengjaflokk viS á ferSalagi mínu. — Sérstaklega eiga hina miklu kirkju Unítara, Unity kvenfélögin víSsvegar lilýtt ítak huga minum. Einlæglegast, Jakobína Johnson, Winnipeg, 3. nóvember 1926. Hinar beztu fregnir koma frá Mr. og Mrs. Philip Pétursson í Chicago. Church, sem stofnuS var af Dr. Ro- bert Collier, skáldinu anteríska. Auk þess er hann meSlimur söngfíokksins i þeirri kirkju. Alrs. Pétursson tek- ur þátt í námsskeiSi viS Chicago- háskólann Og yfirleitt ntá segja hinum mörgu vinum þeirra og vei- unnurum hér, aS þau lifa “eins og blóm i eggi.” I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.