Heimskringla - 03.11.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.11.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 3. NÓV 1926. ' i H^ímskringla (Slofnu7> 1NH8) Kenaur flt A hverjnru miDvfkndrffl. EIGENDUH t VIKING PRESS. LTD. «53 ok 855 SAItfiKNT AVB., WINSIPBO. Tnlalmli N-G5:i7 V«r75 blaíslns er $3.00 Argangurlnn borg- 1»» fyrirfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PRENS LTD 8IGPÚS HALLDÓRS trá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. I’tHnftxkrift fll Itlnftnlns: HB V1KI\G PHESS, Ltrl., Hox 31 «1 UtunftNkrlft tll rltNtjftranui EDITOH HEIMSKíllJMGLA, Itox 3105 WINNIPEG. MAH. “Helmskringla is publlshed by Tbe Vlklnic PreNN Ltd. and prlnted by OITY PRINTIN fi Pl'BMSHING CO. 8.53-S55 Surirenf A vf., Wlnnlneg, Man. Telephonei .Sfl 5357 WINNIPEG, MAN., 3. NÓVEMBER 1926 Kirkjan og <<Kristin’,dómurinn Um hér um bil 1500 ára bil hefir kirltj- an verið máttugasta stórveldið á jörð- unni. Hún varð í raun réttri óskeikul býsna snemma. Undir því yfirskini, að hún væri kirkja Krists, gerði hún manna- setnings.r og kirkjuþingasamþyktir að heilögu lögmáli, sem jafnvel einveldiskon ungar og keisarar urðu að lúta. Hinn voldugi Þýzkalandskeisari varð að ráfa berfættur sem beiningamaður í þrjá sól- arhringa, að sagt er, umhverfis höll páf- ans í Canossa, áður en hann var virtur þess að fá að bera fram fyrirgefningar- bón sína fyrir hinn “heilaga föður”, lykla vald himnaríkis, staðgengil guðs á jörð- inni. Innócentíus þriðji svínbeygði alla þjóðhöfðingja Evrópu til auðmýktar — nema Sverri Noregskonung. Savonarola, Húss og Brúnó voru brendir, og tugir þúdunda annara ‘fviliutrúajr”-ma:ana og kvenna. Eftir því sem þingsamþyktum fjölgar, fjarlægist kirkjan þann anda, sem trésmiðurinn frá Nazareth blés í kenn- ingar sínar. Hún fyllist af valdgræðgi og Mammonshyggju, verður ánauðug þerna samvizkulausra ofbeldisseggja og auðvirðilegustu saur- og prettlifnaðar- manna. Og um aldamótin 1500 er sví- virðing hennar fullkomin. Péturskirkjan er í smíðum. Eftirmanni fiskimannsins frá Galíleu nægir ekki minna en stór- kostlegasta musteri á jörðinni, svo guð geti verið fullsæmdur af umboðsstarfi •hans. Þar þarf peninga fyrir efni og verkalaun hins lftilmótlegasta verka- manns, ekki síður en hins guðdómleg- asta snillings. Og Leó páfi þarf líka peninga til hirðar sinnar, því postular hans eru nokkuð dýrari á fóðrunum en lærisveinar Krists. Það þarf vættarum- búðir til þess að dylja það, að innihaldið er ekki einu sinni illa vegið lóð. Skrokk- arnir verða að skrýðast pelli dg purpura, svo enginn taki eftir fjarveru sálarinnar, Gott og vel! ef guðs hús þarfnast pen- inga, þá skal ekki standa á æðstaprest- inum að leggja sig eftir kaupskapnum. Voldugasta verzlunarhús heimsins! —1 STAÐGENGILL GUÐS & CO. Umboðs. menn í öllum löndum. Farandsalar í hverri sveit. Já, höfuðsetur kristninnar verður að heildsölustöð, sem ^endir ' umferðasala um öll lönd með varninginn. Það er æpt um hann á torgunum, prédikað upi hann af leiðunum, og gengið með hann hús ! úr húsi. Þar eru seldar drýgðar syndir | framliðinna sem lifandi manna, og bezt J af öllu: ódrýgðar syndir. Og þar getur á að líta: þjófnað og mannvíg, morð og hórdóm, meinsæri og sk jalafölsun, auk j þúsunda annara synda, smærri og stærri. j Fátæklingarnir standa auðvitað ver að I vígi, eins og vant er; þeir geta rétt aulað j saman í eitt hórbrot eða svolítið launmorð, þar sem auðmaðurinn getur hæglega , birgt sig með stórsyndum til æfiloka. En , eitthvað er samt fyrir allra pyngjur. Þá kemui'Lúter eins og stormbylur í | nokkur herbergi hússins, og hreinsar úr j þeim pestarmolluna og drungaloftið. I þeim herbergjum búum nú vér, meðlimir þeirra þjóða, er telja sig bezt siðaðar á j jarðríki. — ¥ ¥ ¥ En þótt Lúther fengi miklu áorkað, þá væri það ofmælt að segja, að honum hefði tekist að finna fótspor Krists. — Kirkjan var komin of langt frá' þeim til þess. En það mætti segja að hann beindi vissum hluta hennar í áttina. Síðan eru 400 ár. Og meira en vafa- mál, hvort kirkjan í heild sinni hefir komist mikið lengra í áttina síðan. Til skamms tíma hafa þeir einstaklingar eða j smáhópar, er helzt miðaði þangað, verið ; fyrirlitnir og ofsóttir, fyrst með högg- | stokknum og bálinu, og síðast en ekki | sízt, með vítisfordæmingu og fángelsis- vist. Þegar frá leið, þótti foringjunum svalir vindar næða um vaðberg Lúters, og sóttu inn í molluloft makindanna. Því ber þó ekki að neita, að fimm eða | sex síðustu áratugina hafa nýir vindar ! blásið um bústaði kirkjunnar, og að marg j ir kunnugir þykjast sjá merki þess, að I lofthreinsun sé í nánd í híþýlum hennar, j meiri og gagngerðari en nokkru sinni áður. En hinir eru líka óneitanlega marg ir, og ekki ailir óvitrari eða verri menn, er þykjast ekki geta skynjað þessum nýju lífsstraumum veg’ inn í kirkjuna, svo að fjörgjafa megi verða. Og víst er um það. að þrátt fyrir breyttan hugsunarhátt al- mennings, frá ýmsum hindurvitnum og kerlingabókum, þá virðist svo enn, sem helzt til mörgum af “æðstu prestunum” þyki dælla að skifta við Mammon en meistarann frá Nazareth. * * * Um miðjan síðasta mánuð hélt A. F. of L. (American Federation of Labor) 46. ársþing sitt í Detroit, undir forustu Wil- liam Green. Á undanfarandi ársþingum verkamannasambandsins, hefir verið sið- ur að bjóða fulltrúum sambandsins að tala í kirkjunum, einn sunnudaginn er þingið stæði yfir. Hefir “Sambandsráð kirkna Krists í Ameríku” (Federal Coun- •cil of Churches of Christ in America) staðið á bak við þetta. Var fulltrúun- um einnig boðið í þetta sinn, að tala í kirkjunum í Detroit. En kvöldið, sem þingið á að koma sam an, sendir verzlunarráð (Board of Com- merce) Detroitborgar bréf til kirknanna, og skorar á þær að taka aftur boðið, vegna þess að það geti skaðað iðnaðar- stofnanirnar í Detroit, ef fulltrúar verka- manna fengju að láta til sín heyra í kirkjunum. Kirkjurnar brugðust fljótt og vel við þessari áskorun og tóku aftur boð sitt, þrátt fyrir það, að boðið hefir ávalt ver- ið stutt þeirri athugasemd, að það væri tilraun af kirknanna hálfu, að fara að kenningum Krists í afskiftunum af mál- um verkamanna. Og Y. M. C. A. (Kristilegt félag ungra manna) gekk á söniu sveif, og tók aftur boð það, er félagið hafði sent formanni A. F. L., Mr. Creen, að ávarpa allsherjar. mót félagsins þenna sunnudag. Var á- stæðan tekin fram, og var sú, að það væri naumast hyggile^t, að hann talaði þar, sökum þess að það gæti riðið í bág við $5,000,000 fjársöfnun til nýrrar bygg. ingar, er félagið hefði með höndum. (Þess má geta að skýringu þessa gaf formaður félagsins, Charles B. Van Dus- en, formaður S. S. Kresge & Co., sölu- búðafélagsins mikla. Gaf hann sjálfur $100,000 til byggingarinnar; Henry og Edsel Ford $750,000 hvor; Fisher bræð- urnir (bílasalarnir), S. S. Kresge og Mrs. Hannan (fasteignasali) $500,000 hvert.) Nú er vert að athuga það, að Mr. Green er ákaflega langt frá því að vera byltingagjarn. Hann er mjög íhaldssam ur um verkamannamál, er Odd Fellow, Elk-félagsmaður og meðlimur Baptista- kirkjunnar, sem ekki er beinlínis fræg fyrir ótakmarkað frjálslyndi. En kirkjan vildi ekkert eiga á hættu með það að styggja Mammon. Ef hann er annars vegar, hverju skiftir þá kenn- ing Krists, eða athöfn hans til eftirdæm- is, er hann rak víxlarana úr musterinu og steypti niður borðum þeirra og stólum dúfnasalanna? Einu tveir mennirnir, sem ekki lögðust í duftið fyrir peningajúðunum, voru þeir Dr. Augustus P. Recnord, prestur við Únítarakirkjuna í Detroit, og annar frjáls lyndur prestur, Dr. Reinhold Niebuhr. Er gott til þess að vita, og þurfti þó eng- an að undra, er til þekti, að Dr. Reccord skyldi halda svo hreinum skildi sinnar miklu og frjálslyndu kirkjudeildar. Þessi skriðdýrsháttur fyrir Mammoni mælist sem betur fer, ákaflega illa fyrir um alla Ameríku, að minsta kosti í orði kveðnu, hversu einlæg sem tilfinningin kann að vera. Og ýmsir merkir prestar hafa farið þungum orðum um kirkjuna í tilefni af þessu, svo að þyngri verða | tæpast viðhöfð. En það er líka sannarlega kominn tími til þess að menn, og sérstaklega kirkjan og kennimennirnir, átti sig á því, að kirkja, sem svona ósæmilega gengur í berhögg við kenningar Krists, hefir ekk- ert leyfi til að kenna sig við hann. Hún er ekki sú “Krists brúður”, sem trúar- skáld margra alda hafa svo fagurlega kveðið um. Hún er vændiskona, sem falbýður sig hæstbjóðanda á strætunum. Merkileg fyrirbrigði. I>á er Mr. J. H. Johnson frá Oak Point var j hér á ferð í haust, og hélt fyrirlestur hér um j dulræn fyrirbrigði, gat Heimskringla; þess, aS ^ hún myndi skýra lesendum frá því, er einna ! merkilegast hefði verið í frásögn hans. Skal 1 það nú hér gert; og þó nokkuð sé umliðið, vænt j ir Hkr., að lesendum þyki engu siður um vert. j Ritstjóri Heimskringlu er ekki “spíritisti" í þess orðs vanalegu merkingu; hefir aldrei á veru j legan tilraunafund kómið, og er því tiltölulega litt kunnugur þeim dulrænu fyrirbrigöum, er . merkust hafa þótt. Þó hyggur hann tæplega | öfmælt, að það sem hér er fært í letur, megi j teljast til óvenju merkilegra fyrirburða, svo að , mjög sjaklan hafi slikra orðið vart, með jafn- greinilegu móti, jafnvel hjá frægustu miðlum heimsins. Fyrirbrigðin eru svo greinileg, og gerast undir þeim kringumstæðum, að loddaraskap eða sjón- j hverfingar, er ýmsir trúa á, getur heilhrigðri skynsemi tæplega virzt að unt sé um að tala. Þess ari frásögn verður ekki tekið nema á tvennan hátt: Annaðhvort að bera ly^aranafn á sögumann í eða ,:annast hreinskilnislega við, að hér sé áfl, I að verki, sem að mestu, eða líklega réttara sagt ! qIIu leyti, er fyrir utan vorn skvnheim. Þeim, í sem vissar trúarjátningar ekki hanna að hugsa i um þessa hluti, þarf ekki að verða bumbult af því. Enginn efi er á þvi, að um siðir, eða máske j innan skamms, verður gátan ráðin og hulunni I svift af þessu afli, svo að það verður jafn- j hversdagslegt öllum mönnum og rafmagnið er 1 nú. Mannkyninu er enginn hlutur ómáttugur. Fáir Islendingar eru Vestur-Islendingum betur kunnir, en J. H. Johnson. Sannsögli hans er ekki sennilegt að dregin verði i efa, af nokkrum manni, er honum hefir kynst. ¥ ¥ * Einhver allra merkilegasti miðill á Kvrrahafs- ströndinni, og í Ameríku, er kona að nafni frú Stella McAniery-Whiterí Hún mun nú vera um sextugt. Hún hefir fengist við miðilsstörf síðan hún var sextán ára gömul. Hún hefir verið mestan hluta æfi sinnar í Chicago, en. hefir húið í San Diego í Californíu siðustu 20 árin eða svo. Mr. J. H. Johnson og mágur bans Mr. O. W. Johnson, sem dvalið hefir í San Diego síðustu 2—3 árin, komust fljótt í samband við hana, og voru oft á samtalsfundum hjá henni, bæði einir saman og ásamt fleirum. Er máske réttast að geta þess, hvernig samtalsfundir fara fram, að því er Mr. Johnson segir frá einum þeirra, er I gekk að öllu leyti venjulega. A samtalsfundi fer miðillinn ekki venjulega í millibilsástand. Getur hann talað við áheyrend- ur. Fundarmenti skipa sér í hiing, og syngja einn eða fleiri sálma. Heyrist þá oft sungið með innan i hringnum eða utan við hann. Þegar söngnum er lokið heyrist til leiðsögumanns (controller), sem heilsar hverjum manni fyrir sig með nafni. Er talið að við það verði sam- bandið auðveldara. Síðan heyrast ýmsar raddir, eftir þvi hvernig samband næst, af miðli eða leiðtoga, fyrir þá er fundinn sitja, eða án tillits til þeirra. Þar gef- ur að heyra raddir með allskonar hljómblæ og styrkleika; barna-, kvenna- og karlmannaradd- ir; háar' og skærar; lágar og sterkar; mildar og óþýðar. Ennfremur er oft sungið utan við áheyrendur, og koma þar einnig í ljós raddir allra tegunda. — — Þeir mágar, J. H. Johnson og O. W. John- son, höfðu óft verið á samtalsfundum hjá Mrs. McAmery-White, og fengu loks ádrátt um lík- amningafund. Kvað frúin að það myndi að öllu ánægjulegra og meira sannfærandi fyrir þá, þar eð líkamningarnar ættu sér stað í Ijósi, og gæti því hver þekt þar sína vini, eftir því sem þeir gerðu vart við sig. Loks var ltkamningafundur ákveðinn, og fóru Johnson's hjónin þangað, ásamt öðrum, alls tæpt tuttugu manns. Herbergið, sem fundurinn. fór fram í, var um 20—24 fet á hvern»veg. I einu horninu sat miðillinn og voru dregnar fyrir blæjur. Höfðu tvær konur rannsakað hana vandlega inni í byrg inn, Fundarmenn sátu í hvirfingu eða hring út frá horninu, og sat Mr. Johnsðn hér um bil í miðj- um hringnum andspænis byrginu. Byrjað var með samtalsfundi. En er hann hafði staðið nær tuttugu mínútur, kvað leiðtogi. að bezt myndi -að slíta honum því annars væri hætt við að miðlinum þyrri svo magn, að lík- amningar tækjust ekki, eða illa. Kvaddi leið- togi síðan. Þá stóð einhver upp og kveikti á allstórum oliulampa, er stóð í einu horninu. Var að vísu dregið nokkuð niður j honum, svo að hann lýsti ekki með fullri birtu, en þó var svo ljóst, að h'Oter gat þekt annan horna á milli í herberginu, og greint andlitsdrætti. Nú var sunginn einn sálmur. Heyrðist þá lítill smellur, svo sem fingrum væri sprett. Kom þá nýr leiðtogi út úr byrginu, Indíánastúlka, en mjög margir þessir “leiðtogar”, segir Mr. John son að séu Indíánar. Kona þessi gekk um all- an hringinn og ávarpaði þá er sátu. Virtist svo , sem hún vseri dálitið æst í fvrstu. Kvaðst hún ekki vita, hve vel kynni að takast; niiðillinn væri kominn á efri aldur og hefði nú ekki ávalt sama magn og áður hefði hún haft. (Mr. John son skýrir svo frá, að leiðtoginn hafi verið tæplega í meðallagi há kona, vel vaxin, með silfurgráhvítar slæður yfir sér, heldur minni en miðillinn og hraðmæltari. Sást hún mjög skýrt). Eftir hringgönguna stanzaði leiðtogi svo sem 5—6 fet frá tjald- inu, og svo sem fvö fet frá þeirri manneskju í hringnum, sém sat næst veggnum þeim megin. Er leiðtogi hafði tekið sér -etöðu þarna, sagði hún hátt og skýrt: "Come on dear!” Svaraði þá karlmannsrödd: “I am coming." Rétt á eítir kom stórvax- inn Indíáni, um 6 fet á hæð, út úr byrginu. Var hann slæðum bú- inn, og varpað slæðu yfir annan handlegginn, líkt* og slóða. Gekk Indiáninn í kring og spurði hvern mann, hvort hann sæi sig greinilega. Röddin var dimm, karlmannleg o' hljómmikil. Síðan birtist hver lík- amningin á fætur annari, konur og karlar, og gizkar Mr. Johnson á, að um 40 líkamningar hafi birzt á hér um bil 30 núnútum. Þá sagði leið- togi, sem allan timann hafði staðið á sama stað, að nú rnyndi nóg kom- ið, en.da vær,i nú miðtínuni mjög þorrið ntagn. Bað siðan fundar- inenn að syngja sálminn: “God be with us until 've meet again”. — Síðan hvarf hún inn í byrgið og fundinum var lokið. Mr. Johnson sá miðilinn rétt á eftir. Hún var þá auðsýnilega í miklum taugaæsingi, ó- styrk og titrandi, og mjög þrútin i andliti, líkt og manneskja, sem grát- ið hefir lengi. En fljótlega konist hún í samt lag aftur. ¥ ¥ ¥ DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, lijartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. — Mr. Johnson gizkar á aö þetta alt hafi staðið yfir í fullar 2 mínútur að minsta kosti. Næsta líkamningin, er Mr. John- son tók sérstaklega eftir, var full- vaxin kona. Gekk hún beina leiö ti! hans og segir: “Það er Stína”. — Kendi Mr. Johnson þar systur sína framliðna, er var um þntugt er hún lézt. Kotu hún svo nálægt, að sú hlið andlitsins, er að Mr. Johnson sneri, var ekkf nenta svo sem 6 þml. frá honum; sá hann greinilega kinn. enni þg höku. Síðan'segir hún : “Sérðu mig?” og klappaði um leið á kinn honum 5—fi sinnum þéttings- fast. svo að ekki mátti muna miklu. að það væri dálitið sárt, enda heyrðu allir, er í kring sátu, greinilega smel! ' tna. Líkamningarnar, sem þarna birtust, Meðal annars hirtist einnig ung komu flestar úr byrginu, en þó áttu stúlka, er staðnæmdist augnahlik : nokkrar sér stað fyrir utan tjaldið, miðjum hringnum. Segir þá kona ein 4—5 fet frá því, innan i ntann- ein: “Þetta er vist dóttir mín.” — hringnuni, var svo bjart i herberginu En stúlkan svarar og segir: Nei, að um ekkert gat verið að villast. það er Elízabet.” Gekk hún svo tii Fyrsta líkamningin, er Mr. Johnson Mr. O. W. Johnson. Fékk hann að tók eftir að gerðist á þann hátt, varð vísu ekki séð vel framan í hana, en með því móti, að fyrst sást eins og hún sýndi honum hár sitt, mikið og örlítil þoku- eða móðurák, svo sem fagurt bjart hár, er tók í beltisstað. mannhæð frá gólfi. Þessi rák smá- Þóttist hann kenna þar frænku sína. breikkaði og þandist út, og leið svo Og er hún gekk til baka, kinkaði hún á að gizka ein mínúta, unz hún klofa kolli framan í Mr. J. H. Johnson. aði í tvent og urðu úr þvi tveir lik- ; Ymislegt fleira mætti frá þessum amningar, er gengu hvor til sinnar fundi segja, en ekkert er merkilegra hliðar í mannhringnum og spurðu , væri en þetta. Skal því hér staðar alla, hvort þeir mættu greina sig. — j numið. Getur nú hver hugsað hér Svöruðu allir játandi. enda var ekki 1 um sem honum Sýnist. um að villast. Mr. Johnson sat svo ! Þess má geta að endingu, að Mrs. nærri, þar er þessi líkamning gerð- ! McAmerv-White er ekki eini líkanm ist, að hann sá hana mjög greinilega. j ingamiðillinn þarna á Kyrrahafs- Eins var raunar um alla, er þarna ströndinni. Mr. O. W. Johnson, er sátu, að þeir sáu mjög glögt og hér er getið um, hafði verið á fundi heyrðu alt, sem fram fór. j hjá miðli í San Francisco, er Dickson Þegar nokkrar líkamningar höfðu heitir. Taldist honum svo til að sýnt sig, kom fram á sviðið stúlku- þar hefðu birzt um 90 líkamningar. barn, er Mr. Johnson kvaðst hafi kannast mjög vel við og oft h^fa tal- að við áður. Barnið kallaði á Mr Johnson. Stóð hann upp og gekk til hennar, þar sem hún staðnæmdist, svo sem 5 fet frá tjaldinu. Lagðist hann þá á kné hjá litlu stúlkunni og, . , , , , , . (svo eg haldi mer vtð Sæmund og var þa her um bil jafnhar henni. —I e , . f, Segir hún þá: “Taktu í hendina ái mér," og réttir um leið aðra hend- j ina, svo sem 12 þumlunga fram und- | an slæðunum, sem hún var hjúpuð, eins og allar líkamningarnar. Mr. , “Nunc tibi deest gramen," mætti eg vel segja við starfsbróður minn á Lögbergi, Johnson kvaðst hafa verið hálfsmeik j þjóðsögurnar), út af hinni mál- fræðislegu röksemdafærslu hans í síð asta blaði. Og kann. eg ekki annað ráð homun að gefa viö grasleysinu, en það sem þjóðsagan leggur til, og þarf ekki að skýra það nánar fyrir ur að snerta hana vegna þess, að það gat haft ill áhrif á miðilinn, j honum, latínunianninum, þjóðsagna- | fræðingnum, fornvini Sæmundar o. | s. frv., o. s. frv. væru líkamningar snertar. Þó tók hann i hendi hennar og þrýsti hana 1 Annars sþal eg skýra Mr. BíldfelT dálítið. Var hún hlý viðkoniu, en ; fra Þvh a^ eS er ekk' 111 e® leikrit . hvorki þvöl eða stöm. Virti hann i smíðum, svo að hann þarf ekki að hendina fyrir sér og var það ósvik- in barnshönd, ofursmá og bústin, og bollar á fingraliðamótunum. — Litla stúlkan sagði þá við hann: “Sérðu tuig ekki greinilega?”, og færði sig um leið nær honnm, svo að ekki voru nema svo sem 6 þuml- kvíða Eg skil vql að hann myndi ekki vilja taka að sér hlutverk Sæ- mundar þar, eins og nú er kornið með þann heiðursmann. Eg man nefnilega ekki betur en að ritstjóra Lögbergs tækist hér um áirið, í þrem lönguni og visindalegum rit- ungar á milli andlita þeirra, og horfði I stjórnargreinum, að sanna þáverandi í augu hans. Hún var dökkeygð j ritstjóra Heimskringlu og okkur hin og búlduleit og andlitsdrættirnir mjög | um> ætterni Sæmundar hefði ver greinilegir. Andardrátturinn var : 'ö svo farið, að hann hefði verið fremur tiður, eins og hún væri dálít J ýmist sinn eigin langafi, ömmubróðir ið móð, og höndin var ekki laus við dálítinn titring. Stóð hún svona litla stund og kvaddi þá. Slepti Mr. Johnson þá hendi hennar. Og um leið tók hún að leysast upp, standandi í sömu sporum. Var líkt og hún leystist í smáhnoðra eða stykki. og nam það svo skömmtim tíma, að hún var horfin áður en Johnson fengi staðið á fætur, og án þess að hún gengi eða liði eitt skref aftur á bak. eða móðúrsystir, eða eitthvað þess- háttar. Það væri enginn "average agent”, sem gæti tekið að sér slíkt hlutverk, svo vel færi; og eg skil vel, sem sagt, að starfsbróðir minn hafi ekki heilsu til þess, seni stend- ur. Hvar eg hefi sagt það, að málið á bók Snæbjarnar sé ekki eins gott og æskilegt væri, er mér ekki vel ljóst. Eg get ekki munað, eða séð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.