Heimskringla - 24.11.1926, Side 1

Heimskringla - 24.11.1926, Side 1
\ JXLI. Á7 ?iPl, 'TR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 24. KÓVEMBER 1926. NÚMER8 ! ,C A N Á D A"i Samveldisþingiö i London er nú á ■enda. ÞaS merkasta, sem þar hefir skeS, er vafalaust þaö, að fullyrt er, "að afstaða samveldanna, hvers fyrir sig, til Bretlands verði héðan af alt önnur en áður. Að því er Canada varðar, er álitið að úr þessu verði sambandið hér um bil á þessa leið: \ Fulltrui Bretakonungs hér verðúr kallaður undirkonungur (viceroy). Hann verður hér utan við starfssvið úrezku stjórnarinnar, tekur engum ■skipunum frá henni, og gerir henni enga grein fyrir athöfnum sínum. Ennfremur er talið víst að Canadá- stjórn ráði hann ein, ef henni sýn- ist. Milligöngumenn milli ríkjanna verða sendiherrar og aðstoðarmenn ■þeirra. Canada hefir sendiherra í London. og B'retland sen iiherra í Ottawa, hvernig sem þeir verða titl- aðir. Engin lög, sem nú gilda á Englandi eða eiga eftir að ganga í gildi þar, skulu gilda í Canada, nema sam. Eandsþingið fallist á það. England fer með umboð Canada á þjóðbandalagsþingum, eins og hinna samveldanna. Réttur Canada til þess að annast sjálft utanríkismál sín, skal vera al- tækur og ótakmarkaður. Engir samningar, sem Stórbretaland gerir, geta skuldbundið Canada sér. staklega, og sömuleiðis geta samn- ingar, sem Cánada gerir, ekki verið bindandi fyrir Stórbretaland. Nefndin, sem skipuð var til að rannsaka tollsvikin, er nú að flytja bækistöð sína vestur á Kyrrahafs. strönd. Sezt hún að í Victoria um sinn, og koma þar til fundar við hanæ fulltrúar frá Vesturfylkjunum fjórum, til þess að kunngera henni álit sitt á því, hvernig statt sé með vínsölulögin í þessum fylkjum. Frá Victoria flytur nefndin sig ti! Vancouver, og svo aftur þaðan til Calgary, Regina og Winnípeg. Er t^lið víst að þessu verði ekki lokið í skjótu bragði, og býst nefndin jafn- vel við, að geta ekki lokið starfi sínu á Kyrrahafsströndinni fyr en um jólaleytið í fyrsta lagi. Sveitarkosning í Bifröst Sveitarkosningar fara fram um þetta leyti á ári hverju í fylkinu. Vanalegast þykja þær ekki miklum tiðindum sæta og ganga af hávaða- lítið. Þó má fullyrða að" þær hafi stærri þýðingu til að bera fyrjr al- rnenning en marga varir. Sveitar- stjórmrnar standa nær almenningi, hafa nákomnari afskifti af kjörum oinstaklinganna, en hver hinna stjórn anna sem er, fylkis. eða sambands- stjórnin. Þær hafa vandasamara •verk að vinna, því að þær eru svo að segja helzta framkvæmdarvaldið 1 þjóðfélaginu, og þær ráða öllum framfarafyrirtækjum í sveitunum. Það þarf ekki annað en að athuga verkið, sem þeim er ætlað að vinna, til þess að sannfærast um það. Þær til dæmis ákveða eignamat í sveitinni, leggja á hina beinu skatta og verða að annast innheimtu þeirra. Þær sjá um lagning brauta og akvega, um framræzlu og brúagerð. Heilbrigðis 'eftirlit héraðsins hvílir á þeim, fá- tækrahjálp og viðhald skóla. Lög- gæála og siðgæzla er í þeirra höncl- vnn. I éinu orði sagt, þeim er uppá. lagt að annast um alt, sem snertir ytri hag og menningu sveitarinnar. Þeim er ekki eingöngu gert að skyldu mð gera sveitina að siðaðra manna bústöðum, heldur og líka að halda henni á þvi stígi, á hvaða byltingu sem gengur innan þjóðfélagsins. Þegar þetta er athugað, þá er það ekki næsta lítið, sem sveitarstjórnum er ætlað að gera, og skiftjr ekki litlu máli, hvernig það er af hendi leyst. Alt þetta verk vinna þær fyrir sama og ekkert, og það þó verkatnönnum þeirra sé launað, eirís og sjálfsagt. er, svo sem matsmönnum^ skrifara, lög- gæzlumönnum, vegastjórum o. fl.. — Hið bezta sem nokkurri sveit getur veizt, er góð sveitarstjórn, — stjórn sem bæði er hagsýn, fer vel með fjárumboð sitt, og sem sýnir af sér röggsemi í embættisfærslunni — er framtaks. og framkvæmdarsöm. — Bygðarlagið segir fljótt eftkr, hvern- jg sveitarstjórnin er. Alt hið margbrotna verk, sem sveitarstjórninni er ætlað að gera, hvílir mest á einum manni — á herð um sveitaroddvitans. Ef hann er ó- hagsýnn, hirðulítill, trassafenginn og framkvæmdarlaus, þá er stjórnin engin og framkvæmdirnar engar. — Það varðar því ekki litlu að velja oddvitann úr hópi framtakssörðustu mannanna, þeirra sem vit og þekk- ingu hafa, á því sem gera þarf. Hin. ir eiga ekkert erindi í það sæti, og yrðu héraðsbúum eigi annað en, ti! (%agns, er sveitin sypi af til margra ára. En eins og kosningamálum er nú homið i Bifröstsveit, virðist sem túlka eigi kjósendur inn á hið gagn- stæða, og er þeim vopnum beitt, er stundum bíta bezt, en geta verið tví- eggjað sverð, ósannindum og rógi. Bifrastarsveit er ein með stærstu sveitum í fylkinu, og hefir verið til þessa með framfarameiri sveitum í norðurhluta fylkisins. Hún er aðal- lega skipuð tveimur þjóðflokkum, Islendingum,. sem upphaflega bvgðu þetta svæði, og Rúthenum eða Gali. zíumönnum, er þangað fluttu um og upp úr aldamótunum. Olslendingar skipa austurhlutann, hinir vestari. Vegagerð hefir verið afarerfið. og kostnaðarsöm. Skólahaldið mikið og dýrt, því setja hefir orðið skóla svo víða, sökum víðáttu bygðarinnar. Þar eru nú 38 skólar með 42 kenn- urum. Fátækt hefir verið'mikil með.. al innflytjenda fyrstu árin, meðan þeir voru að koma sér fyrir. En. alt hefir þetta smám saman lagast, svo að sveitin stendur betur en allur fjöldi sveita í fylkinu. Vegir hafa verið lagðir og er nú hið erfiðasta unnið. Úr þessu þarf eigi nema til- tölulega litlu til að kosta, til þess að koma þeim í gott lag. Framræsla hefir ^verið gerð, svo að skemdir og ágang af vatni er eigi framar að óttast. < Skuldir sveitarinnar eru Iitl_ ar og eingöngu fyrir vegalán, mark- aður góður fyrir allar sveitarafurð- ir. Tvær járnbrautir Hggja eftir endilangri • sveitinni. Atvinnumálum ev þar vel farið; auk landbúnaðar er þar afarmikil viðartekja, auk fiski- veiða. Bifröst var gerð að sérstöku sveit. arfélagi árið 1908. Hafa Islendingar setið í sveitarráði jafnan síðan, og oddvitinn ávglt verið íslenzkur, lengst aí sami maður, Sveinn kaup- maður Thorvaldson, er óhætt má telja mesta framkvæmdar. og dugn- aðarmann Nýja Islands. Hann hef- ir verið oddviti sveitarinnar í 16 ár. Enginn vafi er á því, að framfarir sveitarinnar eru sveitarráðínu að þakka, og þá aðallega oddvitanum, herra Sveini Thorvaldssyni. Er tæplega unt að meta þann hag, sem sveitinni hefir stafað af því að haft hann fyrir framan í sínum málum, maður sem jafnvíðtæka þekklngu hefir á öllum viðskiftamálum lands. ins, og ótakmarkaða tiltrú hjá öll- um kaup. og fjársýslumönnum Inn- an fylkisins. Þann tíma og þá vinnu, sem hann hefir eytt í þessi ár fyrir sveitina, án endurgjalds, er því ekki hægt að meta. Hagfræðing- ar líta svo á, að vinnu manna beri að mæla eftir þeirri iðn, sem þeir reka. Vinnutími manns, sem hefir stórfeld iðnaðarfyrirtæki með hönd- um og umfangsmikla verzlun að auk, yrði nokkuð dýr, ef virða ætti til peninga. A siðastliðnu sumri lét Mr. Thor- valdson þess getið, að hann óskaði eftir að vera laus við þetta embætti. Var það ákveðinn ásetningur hans að verða ekki í kjöri oftar. En þá kom það atvik fyrir, sem sameinaði hugi allra þeirra manna, er hag sveit arinnar bera fyrir brjósti, um hann sem sjálfkjörinn formann bygðar. lagsins, svo að hann neyddist til þess að gefa kost á sér enn einu sinni til þessa embættis. Byrjað var á undirróðri í sumar, einkum meðal Galízíumanna, um að fá alla sveitarstjórnina afnumda og leggja héraðið undir umboðsmann, er skipaður væri af fylkisstjórninni. — Þesskonar umboðsmaður er settur yfir alla skattgjaldendur sveitarinn- ar og hafa þeir ekkert atkvæði um gerðir hans. Hann er algerlega ein. valdur. Bænarskrá er samin og færðar fram ástæður, fyrir þessari einkennilegu beiðni og flutt til fylk- isstjórnarinnar. Sveitin átti að vera gjaldþrota; meðferð allra mála í óreiðu; sveitarstjórnin óhagsýn og framkvæmdarlaus, og jafnvel óráð. vönd. Málið var athugað, og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að kærur% þessár bygðust ekki á neinu, nema óvild og vapþekkingu, og voru kær. endur reknir heim verr en sneyptir. En til þess nú að láta ekki staðar numið, bjóða nú þessir forkólfar sig fram i sveitarstjórnina. A nú 'að taka ráðin af Islendingum, og fá þau hinum þjóðflokkn.um í hendur, sem þessir bænarskrásmiðir bera fyr- ir brjósti_ Sjálfir óska þeir einskis nema alþjóðarhags og oddvitaenn bættisins ! Með æsingu og ósannind- um hafa. þeir svo kveikt andúð og óvild milli samsveitunga, og með þessu á að sigra. Þá var það að farið var til Mr. Thorvaldsons, og hann beðinn enn á ný að ^efa kost á sér í oddvitaem. leikriti. Fyndnin er afbragð, and- ríkið á köflum mikið, mannþekkingin djúp, en framar öllu er hressandi. heilbrigður blær yfir öllu viðhorfi höfundarins. Er sjálf saga leikrits. ins eftirtektarverð í þessu sambandi. Það hefir lengi legið orð á því, að skáld og listamenn væru að jafnaði manna örðugastir í sambúð á heim- iliA Þeir þykja dutlungafullir, og hafa tilhneigingu til þess að virða að vettugi tilfinningar og hag annara, ef kemur í bága við þeirra eigin verk. Et* sagt un\ Björnstjerne Björnson, að skapferli hans hafi í ríkum mæli hneigst í þessa átt. Og eitt sinn er sagt, að svo hafi keyrt úr hófi, að hann hafi sjálfur uppgötv- að, að hann væri orðinn harðstjóri á heimilinu. Hann brá þá við og tók sjállan sig í hnakkadrambið, með því að skrifa “Landafræði og ást” hellir hann fyndninni og skopinu yf- ir sjálfan sig og sína líka, enda kem ur prófessor Tygesen, aðalpersónan í leiknum, læknaður úr baðinu. Leikendum félagsins fer áreiðan. lega fram með hverju árinu. I þetta sinn fá þeir hlutverk, sem öllum kwnnugum mun leika forvitni á að sjá, hvernig þeim tekst með. .Skráin yfir %lutverk og leikendur lítur svona út: Tygesen, professor í lancfafræði: ML Jakob F. Kristjánsson. Frú Tygesen, kona hans: Mrs. Steinunn Kristjánsson. Helga, dóttir þeirra: Miss Guðrún Benajmínsson. Turman, prófessor í Austmlanda- málum: Mr. Björn Hallsson. Henning, málari: Mr. Sigfús Hall. dórs frá Höfnum. Frú Birgit Römer: Mjs. Halldóra Jakobsson\ . * Malla, fóstra frú Tygesen: Miss Guðbjörg Sigurðsson. Ane, vinnukona: Miss Elín Hall. Fjær og nœr Mr. Hannes Pétursson fór í morg- un suður til Los Angeles í Cali- forníu, og dvelur þar sennilega vetr. arlangt. Samkoma sú og kvöldverður, er ungmeyjafélagið Aldan bauð til á föstudagskvöldið, í samkomusal Sam- bættið. Hann var tregur til, en hef. 'jjandskirkjunnar, var fjölmenn og ó- ii* KA a.-XiA ,.i 1__________________t____ t-a . ir þó orðið við þeiin tilmælum. Er nú sókn hin harðasta og honum veizt af þessu síðasta "þjóðbandalagi”, með allskonar óhróðri og rógi. Er kosningasóknin fádæma óhrein og ó- drengileg. Það ætti naumast að þurfa að benda kjosendum á, að slíkar aðfarir verða eigi öðru launaðar betur, en með því að forkólfarnir séu látnir fara sömu sneypuförina og þeir fóru fyrir fylkisstjórninni í sumar. Það væri næsta 'ómaklegt, að launa 16 ára þjónustu Mr. Thorvaldsons með því að styrkja ósannindakærur þess. ara upphlaupsmanna. Mr. Thorvaldson býður sig ekki frarn, hann gerir þ^ð fyrir beiðm samsveitunga sinna að vera í kjöri. Þeir gera það því ekki nema að litlu leyti fyrir hann að kjósa hann. Þeir gera það fyrir sjálfa sig, ti! þess að vernda sóma sinn, sjálfstæði og sveitarréttindi. Landafræði og ást. Það er 'sjónleikurinn, sem Leik- félag Sambandssafnaðar er að hleypa af stokkunum, og ^auglýstur er á öðr- um stað í blaðinu. Hann mun af mörgum verða talinn einn merkasti gamanleikur, sem Islendingar hafa ráðist í að sýna. Höfundurinn, Björnstjerne Björnson, ^r öllum venjulega skemtileg. Var fyrst sezt að borðum og ágætar veitingar fram: reiddar, en síðan skemtu menn sér við söng og leiki. Um kl. 10.30 var gengið upp í kirkjuna með kertaT ljós. Var fyrst sunginn sálmur, og síðan las Mr. Thor Pétursson stutt érindi, andlegs efnis, en Sigfús Hall- dórs frá Höfnum söng helgilag með aðstoð Miss Margrétar .Dalman, er lék undir á orgelið. Endaði þar með þessi samkoma, og létu allir viðstadd ir í ljés, að þeir æsktu eftir fleirum slíkum. Arnadóttir, einnig ættuð úr Norður.. Múlasýslu. Fjögur börn þeirra eru á iífi: Emilía, heima hjá móður sinni, Bergvin í Regina, Sask., Mrs. O. H. Taylor og Mrs. H. C. Mc- Aboy, báðar í Chicago. Jarðarförin fór fram í gær (23. þ. m.) frá Fyrstu lút. kirkjunni. — Séra Björn B. Jónsson jarðsöng hinn látna. Þakkarávarp. Hr. Ölafur Pétursson, 123 Hpme St., kom heim á sunnödagskvöldið var, eftir nær 6 vikna dvöl suður í Ban.daríkjum. Fór hann suður á heilsuhæli í Excelsior Springs í Mis. souri, til þess að leita sér lækninga við innvortis meinsemd, sem hefir þjáð hann um allangan tíma. Hann lætur vel af verunni, og álítur sig hafa fengið góðan bata. A heimleið kom hann við í Chicago, tafði þar tvo daga og hitti þar Philip son sinn, er stundar nám við guðfræðis- deild Chicago háskólans. Málfundafélagsfundur verður nxsat sunnudag í Labor Hall. Agúst Sæ- dal flytur erindi. Það fórst fyrir á síðasta fundi, vegna þess að hann var mikið lasinn og gat ekki kbmið. Fundut verður á sama tíma og vant er, kl. 3 síðd. — Fjölmennið. Ritarinn. Jóns Sigurðssonar félagið efnir til “Home Cooking” sölu á horninu á Kennedy og Partage á laugardaginn kemur, 27. þ. m.. Búðin verð^ur op- in allan daginn. — Menn eru beðnir að muna eftir sölunni, og einnig minti ast þess aö allar gjafir verða með þökkum þegnar, smærri jafnt sem stærri. — Þeir sem nánari vitneskju kynnu að óska, geta snúið sér Mrs. Thorpe; símað 36 35S. til L'ónd til sölu. Suðurhelniingurinn af 28, 19, 5 W., er til sölu strax. Agætar byggingar eru á löndunum; gott 9 herbergja i- búðarhús; peningshús fyrir 50 gripi, með heyhlöðu og heylofti. — Auk þess er smiðja, korngeymsluhús, sum areldhús og kælihús fyrir rjóma, og ágætis brunnur. Löndin eru aðeins hálfa mílu frá Mary Hill skóla og pósthúsi, og 5y2 mílu frá Lundar. Verð sérlega sanngjarnt og borgunar skilmálar eftir samkomulagi. Þeir er óska frekari upplýsinga, %eta skrif- að eða fundið GuSmund Sigurðsson Box 109, Lundar, Man. Menn eru beðnir að muna eftir Bazaar Öldunnar, sem verður að 641 Sargent Ave., 3. og 4. desember. — Bazaarinn verður opnaður kl. 6 síð- degis báða dagana. — Fjölmargir eigulegir og ódýrir munir verða þar á boðstólum. Föstudaginn 19. þ. m. andaðist að heimil sínu hér í bæ, 605 Agnes St., Arni klæðskeri Anderson, eftir lang- varandi sjúkdóm. Arni heitinn kom hingað til bæjar snemma á árum og hafði hér klæðagerðarstofu í mörg ár. Var hann vel þektur meðal hinna eldri Islendinga hér í bæ. Þrjá bræður á hann á lífi hér vestra: Björn kaupmann Austfjörð, í Hensel, N. D., Gunnlaug, er býr á sömu stöðvum, og Halldór, bónda við Mozart, Sask. Arni heitinn var fædd ur á Ekkjufellsseli i Fellum í Norður heimi kunnur. Koma sumir skáld. Múlasýslu 29. sept. 1867. Kona hans, kostir hans aðdáanlega fram í þesstt er ^ýr að 605 Agnes St., er Anna Minnmgarrit íslcnskra Itfrmamui $10.00 bók fyrir aðcins Í5.50 Eins og flestum er Ijóst, varð Jóns Sigurðssonar félagið að feggja út afarmikið fé úr sínum eigin sjóði til þess að borga útgáfukostnað Minningarrits íslenzkra hermanna, svo þó að hvert einasta eintak af bók inni hefði selzt, borgaði það tæpast útgáfukostnaðinn. Nú er sá tími árs, sem félagið þarf á miklum peningum að halda. Hefir því framkvæmdarnefndin. samþykt, að selja ritið aðeins fyrir $5.50 pó^tfrítt þar til 3L desember næstkomandi. Þó er það þeim skilyrðum bundið, a;ð engin sölulaun eru greidd, og pant anir verða að sendas ttil undirritaðs féhirðis félagsins. Eftir 31. des. verður það, sem þá er óselt af ritinu, selt fyrir hið upþrunalega verð, $10.00. Nú- gefst öllunl tækifæri til að eign ast þessa stórmerku og vönduðu bók. og á því verði, sem fáum mun erfitt að kljúfa. Öþarft er að mæla með bókínm Hún er prentuð á bezta pappír, með fjölda mörgum myndum og í mjög Vönduðu bandi. HSr er bezla jólagjöfin. Mrs. P. S. PALSSON, 715 Banning St., Winnipeg. Eriksdale, Man., 12. nóv. 1926. Ymsra ástæða vegna hefir það dregist, að birta eftirfylgjandi lín. ur. A þessu bið eg vini mína af- sökunar. Þó í Lögbergi hafi- fyr verið minst á brunann á Vogum (Dog Creek), sem vildi til 22. janúar siðastliðinn vetur, þá langar mig, sem í hlut átti, að minnast þessa með nokkrum orðum, þó nú sé fremur langt frá liðið. Þeir sem hafa staðið í eldsvoða, og mátt horfa upp á i'veruhús sitt standa í björtu báli og brenna til kaldra kola á örstundu, geta gert sé>* i hugarlund, hvað mér, konu minni og börnum hafi búið innanbrjósts á nöprum vetrardegi. að verða fyrir því stóra tapi að missa hús okkar og alla innanhússmuni þannig. Þð er nógu tilfinnanlegt að sjá hrörlegustu kofa hverfa á sjónarbliki. fyrir hinum magnaðasta eyðilegging- aróvin — eldinum, — hvað þá ágæt- is timburhús á steingrunni og yel inn réttað, virt af eldsábyrgðarfélagi á $4000 (fjögur þúsund dali). Þar að _ auki innanhússmuni virta á $1400 (fjórtán hundruð dali), og margt fleira sem ekki var tekið til greina, en sem manni var kært og aldrei kem ur til baka. Undir svona kringumstæðum er gott áð eiga þá vini að, sem í hjarta býr bæði góðvild og mannkærleikur. Þessa mannkosti sýndu vinir mínir í hæsta máta, þegar í nauðirnar rak. Eg stóð nú uppi með tvær hendur tómar, og mitt ágæta heimili horfið. En allir nágrannar reyndu að bæta úr þessu, bæði með peningum og öðrum gjöfum i riflegum mæli. Af heilum hug þakka eg innilega öllum þeim, sem hjálpuðu mér og gerðu tilraun til að gleðja mig og mína á einhvern annan hátt á þessu tímabili. Hér kom í ljós í fullum mæli snar- ræði, hjálpsemi, drenglyndi og dygð, sem einkennir okkar íslenzku þjóð afkomendur hinna viðfrægu hetja — vikinganna. Einkum vil eg tilgreina tvo menn, sem skutu skjóli yfir mig og fjöl- skyldu mína eftir brunann, þá Sig- urbjörn Eggertsson og J. K. Jónas- son. Sá fyrnefndi hefir verið frá því fyrsta minn einlægur vinur, og hin áíðastliðin þrjú ár hefir hann og kona hans verið í nágrenni við mig. A þessari stóru stund sýndi hann drenglyndi, höfðingsskap og góðvild. Sömuleiðis fórst Mr. ög Mrs. Jónas- son snildarlega við mig á þessu tíma- bili. ' Með húsinu hvarf öll okkar ánægja að vera á Vogum; leiðindi og angist fyltu huga okkar, að horfa upp á rústirnar, sem gevmdu margar gaml. ar og góðar endurminningar frá fyrri tíð, en erfiðir tímar gerðu mér það ómögulegt, að byggja upp á ný nógu fullkomið hús til að nægja þeirri umferð, sem þar er, því Vogar eru í þjóðbraut meðfram Manitoba- vatni að austan, og milli þess og járnþrautar. Þess vegna ráðumst við í að flvtia til Eriksdale þann 10. októlær, þar sem við nú höíum greiðasölu í Eriksdale Hotel. Aður en við fluttum var okkur haldið samsæti af nágrönnum og vin, um úr Vogar, Sigluness, Narrows og Oak View bygðum. Þann 7. októ- ber sýndu á annað hundrað manns okkur þann heiður að koma saman og gleðja okkur enn á ný með verð- mætum gjöfum. Fyrir alt gott, fyr og síðar mér og minum auðsýnt, þakka eg vinum mín um innilega, og bið guð að launa þeim, og óska þeim alls góðs í fram- tíðinni. Stephan Steþhansson.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.