Heimskringla - 24.11.1926, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.11.1926, Blaðsíða 5
WINNIPEG 24. NÓV. 1926. HE IMSKRIN GLA 5. BLAÐSIÐA. ÞJER SEM NOTIÐ TÍMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ CÆÐI ' ÁNÆGJA. “safna saman.í éitt gjöldum’’ vænt- anlegra meSlima, "gamalla og nýrra, fyrir aukagjald í ómakslaun”, og að eg sendi síðan andvirðið heirn, með skrá yfir það, hverjum senda skuli. Því boði vildi eg engu sinna. Þegar þessi skýringarorð min eru athuguð, hvað verður um gildi þess sem.Jónas h^fir að segja, öllum les- endum Heimskringlu ?. Hætt við að það verði harðla lrtið. Því þótt Sögufélagið hafi strykað lestrarfé- lagið Iðunni af bókum sínum, þarf það ekki að vera, og mun ekki vera, að það sé fyrir skuldir, heldur hitt að lestrarfélagið var búið að vera dauður meðlimur félagsins í hálft- þriðja ár. Jafnframt þessu verður rnér að spyrja: Hvað verður um aðdróttun hans til mín, þar sem hann annars vegar lætur sem hann hafi vissu fyr- ir að lestrarfélagið Iðunn hafi verið strykuð út fyrir skuldir, en 'inns vegar, að hann. “hafi með höndum kvittun”' frá mér, “dags. 5. okt. 1925, til (lestrar)félagsins fvrir und- anfarin viðskifti" ? Fyrst er að geta þess, að fyrra atriðið (um “skuld- ina") mun alla tíma reynast ósann. indi. En siðara atriðið (um “kvitt- unina”), er það að segja, að hún er um borgun á ,alt öðrum bókum, en Sögufélagsbókunum. Þau atriðin því eðlilega óskyld hvort öðru. Þá er aðeins að geta þess til við. bótar, að um enga óráðvendni getur hér verið að ræða, auk heldur um óheilsusamlega “blóðtöku’þ sem Jón- as svo nefnir. Eg er viljugur til að láta viðskifta bækur mínar vera yfirskoðaðar af reikningsfærum og vönduðum möhn. um, ppp á það að ekki er um neina óráðvendni að ræða. Winnipeg 23. nóv. 1926. Arnljótur B. Olson. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Hkr. sást yfir það, að sak. næm væri grein Mr. Húnford í garð Mr. Olson, og að birting greinarinn- ar var á engan hátt til þess gerð, að hnekkja áliti hins síðarneínda. Ritstj. Ohróðurinn í Bifröst. * Einu sinin verður alt fyrst, má segja um það, sem nú er að gerast í Fljótsbygðunum, sem svo mæti kalla, eða þeim ýmsu héruðum, sem nú um langan tima hafa staðið sam- einuð undir sveitarnafninu Bifröst. Fyrir tuttugu árum var Nýja Is. land orðið svo umfangsmikið sveit- arfélag, að því var skift í sundur i smærri sveitarfélög. Fjöldi fólks, einkum úr Galicíu í Austurríki; hafði sett sig niður á hinum óteknu heim ilis'éttarlöndum. og olli þessi mikla fólksfjölgun ekiftingunni, án Iþess / að nokkuð væri réttilega út á það setjandi. Víðinesbygð og Arnesbygð í sunnanverðu Nýja Isþtndi hélt gamla nafninu sveitarinnar. Þar fékk þorp ið Gimli bæjarstjórn út af fyrir sig, og varð þaning til Gimlibær og Gimlisveit á mjórri spildu meðfram Winnipegvatni, en sveit nteð nýju nafni, Kreuzburg, þar á bak við. alskipuð óíslenzku fólki. Fljótsbygð, Breiðavík, Geysibygð, Ardalsbygð, Víðisbygð, Isafoldarbygð íseni þá var kölluð) og Mikley, voru norðurhldti Nýja Islands. Sá hlutinn var miklu viöáttumeiiý en hinn syðri, og hlut- föll islenzks þjóðernis þar miklu hærri. Þegar á þenna norðurhluta Nýja Islands var horft á landabréfi, mátti segja að hann lægi á langveg- inn austur og vestur, fyrir norður- gafli hinna sveitanna. Eftir endi- löngu þessu svséði rann Islendinga- fljót í stórum boga, frá upptökum til ósa, og seiddi úr norrænni fram- sóknarþrá, eða eiginlega skáldkynj- aðri hugsjónaþrá, sveitarnafnið Bif- röst. Þegar regnboginn í skrúða sínum er sýnilegur í norðurátt, þá er sól í suðri, og þá er bjart en. ekki dimt á meginhluta himins. Að hinir ís. lenzku íbúar sveitarinnar hafi al- mennilega skynjað þá yndislegu og göfugu hugsjón, sem nafnið á sveit- inni þeirra átti í sér fólgna, tel eg óvftt; en þeim er sjálfrátt, að láta ekki þekkingarleysi eða kæruleysi skræma það ágæta nafn á sirini eig. in tungu, o^ því síður mega þeir af- skiftalaust láta það sæta ennþá verri forlögum. Nú er svo komið þjóðernismálun’ Nýja Islands, að Gimlibær hefir þetta ár óíslenzkan. mann í bæjarstjóra sæti, mikilhæfan mann, hygg eg vera, en eigi að síður hinn fyrsta óislenzka mann, er situr i þvi sæti.' I Gimli- sveitinni hafa mannaforráðin aðeins að litlu leyti verið íslenzk nú um langan tíma. I sveitinni Bifröst hefir“ nokkuð verið öðru máli að gegna fram að þessu, og þaðan stafaði hvað mestur kraftur til hátíðarhaldsins A fimtugsafmæli hins islenzka landnáms í fyrrasumar. En það er eins og við manninn mælt, að altaf skal það eitthvað vera. A þessum næstu misserum eftir há tíðarhaldið, gýs upp einhver haturs- eldur á milli þjóðernanna í þeirri sveit. eða að minsta kosti er svoleið- is svælu blásið þar nú yfir kosninga- fundi, að Islendingar skuli verða hræddir við eldinn, sem undir henni brenni. Þeitn er nú h^lzt alt ilt borið á brýn; þeir hafi þjóð- ernislega "klikku”, sem varni óís. 'enzka fólkinu í’sveitinni alls góðs; varni þeim þess fyrst og fremst að geta fengið góðan matsniann, en hafi matsmennina það gagnstæðá, og heid- ur tvo en einn; — varni þeim þess að hafa sæti í sveitarráðinu, og brjóti þó sjálfir landslögin nteð þvi að.hafa svo óupplýsta íslenzka sveitarráðj. menn, að ekki sé lögum samkvæmt. Þeim er sagt, að þeir ættu að hafa gert það, sem þeir hafa látið ógert; og þeim er sagt að alt sé rangt og vitlaust gert, það sem þeir hafa gert. Mestalt þetta stáss hefir- verið borið svart á hvítu fram fyrir æðri vald- stjórn hér í landinu, fylkisstjórhina og þar endað á því hámarki hreyf. iiygarinnar, — sem talsrrtenniirnir svo nefna, — að sveitarstjórn skul* vera ainumin í Bifröst, en einn alls- heriarumboðsmaður settur í hennar stað, — væntanlega í því skyni, að hann muni alt gera og láta ógert óaðfinnanlega, ólíkt hinni þjóðernis. legu klikku Islendinganna Eftir alt það gum, sem á oss Ts- lendinga hefir nú í hálfa öld verið borið hér í landi, væfi ekki hægt að segja, að við hefðum þjóðernisleg.t borið óhalt höfuðið, ef árás þessi frammi fyrir fylkisstjórninni hefði hepnast. Til allrar hamingju sá strax hver meðallagi greindur maður, að alt þetta var ýmist öfgar eða helber ósannindi, og endir þess alls í sam. ræðum við fylkisstjórnina varð sá. að sveitamálaráðherrann kvaddi sveit aroddvitann úr Bifröst, Svein kaup- mann Thorvaldson, með vingjarnlegu handabandi, og báð hann að halda sem bezt í horfinu, og láta ekki á sig festa það, sem í þefði skorist. Uggðu menn nú ekki að sér, og héldu að þjóðarheiðri vorum stafaði enginn frekari háski af þessum ó- hróðri um níðingslega framkomu við sarriþýHsþjóð vora í sveitinni. Odd- vitinn hélt að nægileg spekt væri fengirt til þess, að hvefjum sem vildi mætti Vera óhætt að leysa sig af hólmi, eftir samfelda fimm ára kaup. lausa starfsemi í þessu embætti. En þetta brást. Ritgerð eftir ruann, sem heitir Björn Sigvaldason, til heimilis í Ar- borg, kom út í báðum íslenzku vikti- blöðunum í Winn'peg skömmu fyrir útnefningardag. Sá maður hefir til margra ára verið reiðubúið snúðis- efni í góðan matsmann, en ár eftir ár hefirNSveitarráðinu sést yfir það. Er sú yfirsjón sennilega hin eina virki. lega “upprunasynd’’ ráðsins, sem all- ar hinar syndirnar hafa runnið frá út ufn alla sveit; enda ber ritgerðin það með sér, að maðurinn hafði feng ið köllun til að sja fyrir þjóðernis- friðnum í sveitinni, og láta ekki fylk- isstjórninni líðast, að trúa því, að stjórnun sveitarinnar væri í lagi. Ohróðurinn á íslenzka þjóðernið er sýnilega ekki nein vanaieg sjálf- kr^fa þúfnalæða, hddur uppvákning- ur, m^gnaður til þess að valda að. sókn, þegar kæmi fram i skammdeg- ið fyrir jólin. Það gáfu sig tafarlaust frá odd. vitasókninni, þeir sem áðuV höfðu verið nefndir á nafif. Menn fundu að hér er meira í húfi, en. vanaleg metorðakeppni. Tíminn var orðinn svo stuttur, að læknarnir í sveitinni og aðrir upplýstir meðlimir rnann- félagsins sáu þess engan kost, að ná svo fljótt sem skyldi í nógu marga mentamenn og gáfumenn hins þjóð. flokksins, þott það hefði vel mátt duga, ef það heföi verið unt. Engir slíkir menn hjá neinni þjóð vilja fremur hafa yfir sig settan ábyrgð arlausan einvakla þeldur en Ikosna fulltrúastjórn, og þar með svifta sjálfa sig atkvæðisrétti; enda er síð ur en svo, að hið ótslenzka fólk í Nýja Islandi æski þeirra úrslita á erfiðleikum sínum, þep;ar það fær að sjá að þangað sé förinni heitið. En að þessu sinni va'r orðið um svo’ nauntan tíma að ræða, að þeir* sem fyrstir urðu til þess að vakna, ótt- uðust að dylgjur og ranghermi kynni í svo eða svo langan tíma vera bú- in. að grafa um sig, að ekki yrði rönd við reist af neinum nýjum fram bjóðanda. Fór því nefnd slíkra manna síðasta daginn fyrir útnefn- inguna á fund oddvitans^ og báðu hann. i sjötta sinn að gera tilraun til að bjarga. Kváðu þörfina þeim mun brýnni, sem meira kvæði nú en vanalega að fjarveru kjósenda norð- ur urn alt vatn við fiskiveiðar. Væri og í annan stað ómögulegt að hend t reiður á þvi, hvað satt væri eða log- ið af frásögnum þeim, er nú gysu upp um það, hvað sambýlisþjóð vorri ætti eða ætti ekki að búa í skapi. Bón þessara manna varð til þess að Thorvaldsson oddviti er enn í kjöri, og ntá vafalaust treysta þÝí að þessu sinni, að enginn íslénzkur kjósandi vanræki að leggja honum sinn litla styrk með atkvæði sínu, til þess að bjarga ’ þjóðarsóma vorum. Það er enginn svo rnikill islenzkur aulabárð- ur til, að hann viti það ekki, að ís- lenzku þjóðerni bet ekki með neinum sanni sú smán, að vera klagað fyrir y-firvöldúm ilandsins fvrir það, að niðast á nokkurri sinni sambýlisþjóð. Eða að það sé nokkurt hóf í því, áð kóróna þá klögun með kröfu um, að sama sem drepa sveitina, svo tnögu- legt verði að ná sér niðri á íslenzka þjóðerninu. Það eru núna faldar tólf óíslenzkar “dauðar” sveitir í fylkinu. Svalar það nokkttrri ís- lenzkri sál, að sjá búna til úr ný. íslenzku sveitinni Bifröst — síðustu íslenzku syeitinni véstan hafs — dauða sveit númer þrettán? /. P. $ólmundsson..... i Hr. Aðalsteinn Krist- jánsson. Það var naumast ógleði, eða hitt þó heldur ,sem kom yfir hr.’ Aðal- stein Kristjánsson hér um kvöldið, þegar hann sat i hægindastólnum heima' hjá sér, tók sér “Mestur í heinti” í hönd. og ætlaði að verða gáfaður. Heilabúiö hefit ekki þol- að áreynsluna — þótt “Mestur > heimi” væri lengi álitin góð barna- bók heima á Islandi — líþlega kost. ast á titlinum sjálfum. Arangurinn af svimanum: heil síða í stóru blaöi, og þá að vísu meðtalið ör- verpið, sem útgefandi Sögu á tnjög viðeigandi hátt afsakaði við lesend- urna að prentað hefði verið. Það er svo dauðans lítið samhengi í þessu skrifi, að eg nenni ekki að elta það út um allar þúfur. Eg skal aðeins drepa stuttlega á það, sem sennilega á að vera kjarninn í því. Hr. A. K. gefur í skyn, og vel það, að ýmsir hugsandi menn hér vestra séu mjög áhyggjufullir yfir ritstjórn minni og ritmensku. Mér er ekki ljóst, hverja “hugsandi” menn hr. A. K. umgengst helzt með- al Vestur.Islendinga, né hverja hann telur “hugsandi”. En hitt veit eg, að síðan eg tók •íiö blaðinu, hefir mér bori|t, og berst enn, fjöldi bréfa, sem eru svo full af samúö og hlýhug til min fyrir starf mitt, að eg get ekki annað en verið innilega þakk- látur, þótt eg viti manna bezt, að eg á ekki svo mikið gotl skilið. En eg skil að þessir vinir mínir hafa tekið viljann fyrir verkið. Eg er ekki nauðakunnugur öllpnt Vestur-Islendingum, sent ekki er von, en þó svo, að ntér er áhættu- laust að fullyrða, að meöal þeirra alúðlegu vina jninna, og bréfvina, j eru mjög margir þeirra ntanna, sent kunnastir hafa orðið meöal Vestur. Islendinga fyrir að hugsa vel i ræðu og riti, auk fjölda annara, sem eg veit að nterkir þykja til orða og verka, þótt þess hafi ntinna gætt op- inberlegá. Og mér þykir því vænna um þetta, sem nteðal þessa fólks eru margir, sem eru á annari skoðun én eg ’um ýms málefni, t. d. mannfélags. mál og trúmál, svo eg ^tðeins nefni dæmi . Og eg er alveg ósmeikttr að standa-í því liði, gagnvart þeitn liðs flokk, sem fastast myndi fylkja sér um "hugs'anir’’ hr. Aðalsteins Krist- jánssonar. , I sambandi við ritmensku mína ntá geta þess, að það er dálitið broslegt að sjá hr. A. K. revna að snúa 4 nitg þeim orðuni, er eg notaði i fyrstu um viðvaningsrithátt hans, sérstak- lcga þcgar menn Itafa þurft, eins og eg, að lciðrctta handrit hans undir prcntun, eins og mcðal busa í fyrsta bckk, vcgna hneykslanlcgrar fáfrœði um ahncnna sjctningaskipun og a!.. gengustu réttritunarreglur. 1 stað þess að gangast við dylgj- unt sínum eins og drengur, og reyna að finna þeim stað, cf hann trúir þeim sjálfur, eins og eg skoraði á hann að gera, reynir hr. A. K. enn að leyta sér skálkaskjóls á bak við nöfn tveggja nterkra Vestur.lslend- inga, til þess að reyna að ófrægja ritstjóra Heimskjringlu. Þótt ekki sé litið til þess, hve heimskulegt þetta er, þá ér þetta svo r.aglalegur skort- ur á háttlægni (tact), sem mest má verða, og gæti þó hr. A. K. ekki að því leyti haft mentunarskortinn eingðngu sér til afsökunar, eins og hvarvetna, annarsstaðar. Mætum möhnum er vitanlega ekki utn það gefið, að hver loddarinn skjóti sér á bák við nöfn þeirra, ef hann lang. ar td þess að ófrægja mann, .en eigi engin skyrjsamleg rök i fórum sinum.. En út yfir tekur þó, þegar leitað ! er til orðstírs látinna nierkismanna i Iíkum tilgangi. Eg bar ekki gæfu til þess að kynnast séra Friðriki Berg- mann persónulega, en eg er lcunnugur flestu sem hann hefir skrifað og prentað er, og eg hefi þá trú, að hann rnyndi fremur hafa haft hlýjan hug gagnvart viðleitni minni en hitt. En þótt mér kynni aö skjátlast í því, þá er eg þó sannfæröur um, að hvorki hefði honum verið, né heldur er kærustu vinum hans aufúsa í því, aó reynt væri að nota nafn hans og orðstír mér til litllsvirðingar í þesstt sambandi. Og eg er algerlega ein. ráðinn í því aö láta ekkí nokkurn mann hasla mér völl á leiði hans. Þar geng eg ekki í bardaga. Mér hefði aldrei getað hugkvæmst að nokkur maður gæti fengið sig til þess, en er nú aöeins sannfærður um,- að engum manni hefði getaö dottið það í hug nema hr. Aðalsteini Kristjánssyni. S. H. f. H. KJÓSIÐ Bæjarstjórnarfulltrúa í 2. kjördeild VICTOR 6. ANDERSON og J. SIMPKIN í | i í i i I i í I I i i i i I ú • The NationaliLife Assurance Company of Canada * Aðalskrifstofa: — TORONTO THE NATIONAL LIFE, sem hefir eignir, er nema yfir $7,000,000.00, og ábyrgðir í gildi yfir $42,500,000.- 00, er félag, sem óhætt er að treysta. í>að er sterkt, eanadiskt framfarafélag. Fjárhagur þess er óhagg- andi. Select Risks, frá 15 til 45 ára aldurs, tekin í ábyrgð $3000.00 eða lægra án læknisskoðunar. Skrifið eftir upplýsingum til P. K. Bjarnason Distr. Agent 408 Confederation Life Bldg. WINNIPEG .. AUK ALESTfR --------TIL HAFNA í SAMBANDI VIÐ____________ SICLINGAR JIL EVROPU SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR FRA VANCOUVER, EDMONTON, CALGARY, SASKATOON, REGINA verfta featlr vl« nukaleatlr tll hn fnnrxtnfin I nnm- hnnill vl» eftlrfjlKjnmli jðlaferfilr Nkipuunn: PYRST.V LUST frfl Wlnnipegr t« f. h. 23. nOvember «11 Montreal nier sumlinnilt vi« e.». “Athenln” 25. nðvember, til Belfnnt. Uvorpool ok GlaNgOw. ÖXMR I.KST frtt WinnipeK 10 f. h. 25. nðvember tll Onehee <me« nyrftrl liraiitinnO nær snnil>iin«li vi$ e^. “ílegina" 27. nóv., til llelfiiNt, Glaagoiv, LLverpool. 1-Itm.JA I.HST frrt WlnnipeK 4,3« e.h. 2. ilenembrr. «11 Hnllfnx, niér samhnnill vití e-s. “Pennlnnd” «. ileMember, til Pljmonth, Cher- liourg, Antvverpen. PJööRBA l.UST frfl Winulpee 1« f.h. 0. denember, tll Halifnx, nirr snmbnndl vl» e-s. ••L.etltln” J2. desember til lleifust, I.lverpuul, Glaagoiv. FIMTA IjKST frA \\ innipeg; 4,30 e.h. I). ile**., til Hnlifnx, n/er nhm- Iximli vi* en. “HnIiic,, 13. (Ion. tll (ineenNtoivn, Liverpool. SJÖTTA IiEST frA \\ innipog 10 f.h. 10. ileMeniher. tll Hnlifnx, nier snmhandi vitS e.«. ♦*AntonIn,, 13. de«emL>er, tll l'lymouth, ( hriliourg, London. SÉRSTAKIR TOURIST SVEFNVAGNAR. ver«a «endir (ef nieuir fnrþcKar) frfl VAXCOI VEll, EDMOXTOX, CALGARY, SASKATOOX, REGIXA { snmhnndl vití NluliiiK'nr \ E.s. "STOCKHOLM” frá Halifax 5. desember, til Göteborg. E.s. “ESTONIA” frá Halifax 9. des. til Kaupmannahafnar. E.s. “FREDERIK VIII” frá Halifax 10. desember, til Kristianssand, Osló, Kaupmannahafpar. KYRR AHAFSSTROND ___________f \_______- AISSA DAGA í DESEMBER, JAXÚAR, FEBRfAR Yegna þess að hún er áreiðanleg. —Ein jjýðingarmikil ástæða til a<J nota Ca^adian National þjónustu. . Látið oss aðstoða yður við að ráðgera ferð yðar. Allir umboðsmcnn ráðstafa ' fúslega því nauðsynlega, bjóða lág fargjöld, panta rúut, gefa allar upplýsingar. Efin NkrlfliS W. J. QLIXLAN, Distriet 1'iiMsenprer Ag:ent, Winnlpegr. c N ANADIAN n ATIDNAL KAlLWAYS R Alllr iimhobMinenn Cnmulinn Nutionnl Knllivny^ munu fflMlcKn ]?etn ytlur upplýMÍuKHr, eftn skfifiíi til W. J. (1UIXLAX, IlÍMtrict l'nNNnnKer Ag;ent, AYInnlpeip 5KEMTIFERDIR Austur Canada 1. DESEMBER 1926 TIL 5. JANÚAR 1927

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.