Heimskringla - 08.12.1926, Blaðsíða 7

Heimskringla - 08.12.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG 8. DES. 1926. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA Nýrun hreinsa uiooíð. Þegar þau bila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga- Sigt, lendaflog og margir aSrir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- færa nýrun, svo þau leysa starf sitt, °g gefa þannig varanlegan bata. 50c askajan alstabar. 134 Frh. frá 7. bls. þó að maðurinn tapi áttum, þá ratar seppi heim; og það þykir engin. mink- unn hér, að viðurkenna það. Gunn- ar er búinn að eiga Prince i mörg ár, og hann heíir aldrei brugðist honum enn.’’ 0, hættu!” hrópaði Vilborg og stappaði niður fætinum. ‘‘Þér er svo velkomið að hafa þá hugmynd um unnustann, að hann hafi ekki með al hundsvit, en eg fyrirbýð þér að minnast á manninn minn í sambandi við slikt, heyrir þú það? Hann var siðaður maður, áður en hann hrakt- ist hingað, í þenna skríl, sem kúld- ast hérna meðfram ströndinni; og eg vildi minna þig á, að eg umgekst siðað, kristið fólk, sem ekki trúði á hunda, áður en ólánið rak okkur hingað,” og Vilborg greip báðum höndum fyrir andlitið, og slepti sér alveg við grátinn. Anna horfði meðaumkvunaraugum a hana, hristi höfuðið og andvarpaði. Aumingja Vilborg; þetta var alt svo erfitt fyrir hana. Hún þekti ekkert t’l.þessa nýja lifs; hún*var enn ekki búin að læra að stilla geðsmunina, og bera harm sinn í hljóði. Anna dundaði hljóðlega við ýmis- legt smávegis, og lofaði Vilborgu að gráta i næði. Alt i einu fanst henni hún heyra hljóð í gegnum stormþytinn. Hún hlustaði. Jú — það var ekki veður- hljóðið eingöngu. Hún spratt upp, hljóp fram að dyrunum og út í of- viðrið, og nú var hún ekki silaleg eða sein á sér. 0, guði sé lof! Þeir voru að konva, — jú, hún heyrði svo glögt hrópin i Gunnari, þegar hann var að knýja hundana áfram. Já, þarna komu þeir heim stíginn! Hún þaut inn, kveikti i snatri á luktinni og snaraðist út með hana, rétt þegar þeir voru að koma að dyrunum. H°—stopp-” söng í Gunnari, og í sönni andráni flevgðu allir hund- arnir sér flötum, gapandi og másandi með lafandi tungum. Anna hljóp að forustuhundinum, laut niður, klapp- aði honum um hausinn, strauk hann allan og lagði undir vanga sinn. En þá setti að henni annað hóstakast. Anna ! Því í ósköpunum ertu úti svona illa klædd’.''” spurði Gunnar, um leið og hann greip utan. um hana, allur frosinn og fannbarinn. 0, Gunnar, eg gat ekki verið kyr inni. En því komuð þið svona seint?’ Það var fyrir þráann úr Pétri. Hann hélt sig ^tri aS rata en Jrince; ætlaði ekki að láta hund og oupplýstan strák ráða sinum ferð- uni. Hann. vur háskólagengið stór. menni; en við Prince hofum aldrei hlotið aðra mentun en þá, sem reynsl ao hefir rétt að okkur. Rann var ,ka husbóndinn, svo honum fanst, sem von varj ag ]iaS vær: slcyI(ja okkar að hlýða. Við gerðum það ' a’ Þangað til hann var rétt í þann veginn að drepa okkilr alla. Þá tók- ■við ráðin í okkar hendur, sem arð þó til þess að við komumst hfandi heim." Gunnar Gunnar- Það var svo vocalggt að brða í óvissunni og mega ekki láta á neinu ibera; að verða að brosa, þegar menn langar svo ósegjanlega mikið til að gráta.” “Já, en nú erum við komnir heilir á húfi heim, svo það er full ástæða til að gleð'jast. -Svona, svona; flýttu þér nú inn úr kuldanum. Þú ert sár- lasin og SEttir að vera komin í rúmið fyrir löngu, annar eins pestargeml- ingur !’’ Og Gunnar hló góðlátlega, uni leið og hann ýtti henni inn úr dyrunum. Þegar Gunnar kom inn nokkru seinna, frá því að koma hundunum fyrir í skálunum, fann hann hjónia í eldhúsinu. Vilborg hljóp á móti honum, greip um báðar stóru, vinnu- hörðu hendurnar hans, og sagði með tárin í augunum: "Ö, Gunnar, — stóri„ þrekmikli vinur minn! Hvernig get eg þakk- að þér fyrir að koma Pétri heim? Hann var rétt að segja mér, hvað hann hefði verið hrapallega viltur en þó svo sannfærður um að hann hefði réttar áttir; og hvernig! þú hefðir seinast orðið að sýna honum i tvo heimana með valdi, svo hann færi sér ekki að voða, og drasla honum þannig nauðugum heim.” ”Hí, hí, hí!” hló Gunnar og leit vingjarnlega til Péturs. “Það var ekkert. Þeir gera það margir fyrsta veturinn, en svo smá venjast þeih því að treysta á seppana. — En — er Anna lögst fyrir?” “Já, hún var sárlasin; hefði ekki átt að vera á fótum i dag.” i “Ojá, það er skollans ólund í I heinni. Verst ef hún smittar mig; I eg var farin nað hugsa, að eg slyppi j við bannsett kvefið í vetur.” “Já, það er svotja að vera trúlof- aður, Gunnar minn,” sagði Vilborg og brosti gletnislega. “Jú, jú, þegar maður er svo skolli óheppinn, að glæpast á þessum pestargemlingum; en svö er þetta i fyrsta skiftið á árinu, sem nokkuð amar að henni, svo það er ekki nú sem verst, hi, hí, hí,” og Gunnar ruggaði fram og aftur á eldiviðar. kassanum, og var að draga af sér vosklæöin. Alt í einu hætti hann að hlæja; það breiddist alvörublær yfir góðmannlegt, hrikalegt andlitið, hann hallaði dálítið undir flatt, tók af sér annan skóinn, horfði á hann tim stund, lagði hann svo undtir hægt á gólfið, og sagði um leið, eins og við sjálfan sig: “Já, það er svo n^rgt, sem við verðum að læra í skóla lifsins, sem ekki verður numið af neinum háskc'ila- bókum, og eitt af þvi er að læra ;\ð treysta hundinum sínum betur en sjálfuni sér.” Hveravallaför. Eftir Gunnl. Tr. Jónsson, Ritstjóra Islendings. Á Hvcravöllum. Hveravellir eru norðaustur af ! Lartgjökli og munu þar vera um 60 hverir, en flestir eru þeir litlir, og þeir sem hæst gjósa, þeyta vatninu um fet í loft upp, svo ekki er um há gos að ræða. Fallegasti hverinn er “Bláhver"; er það sporöskju- mynduð skál,sem bullar og sýðtir i að staðaldri, slær einkennilega fa.11- egtim bláum glampa á vatnið og dreg ur hverinn. þar af nafn sitt. Þarna sáum við og hver þann, sem Fjalla- Eyvindur og Hialla notuðu til að sjóða matarföng sín í, er þau héldu til á þessum slóðtun, um miðja 18. öld. — Búr þeirra, þan sem þau geymdtt matvælin, eru í klöpp skamt frá hvernum. Ekki sáum við lcofa þeirra; sagði fylgdarmaðurinn, að hann væri uppi í hrauninu, er liggur suðvestur af völlunum. Sáurn við hann aldrei, þvi yfir okkur skall dynjandi rigning og leituðum við þá St. James Private Continuation School and Business College Portagc Ave., Cor. Parkview St., St. James, IVinnipeg. Auk vanalegra namsgrema veitum við einstaklega góða ti! sogn , enskri tungu, malfræði og bókmentum, með þeim ti konf í r!°ra ,m°gU,legt f>’rir Þá sem frá öðrum þjóðu, konxa að lata , ljos beztu hugsanir sínar á fósturmáli sín Enskunm, eins vel og ínnfæddir gieta gjört Þeir, sem standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, get byrjað strax. 8—inkr«t’■ MSa Særð ,5ecrS^rega um *nnSÖngu frá klukka 8—10 að kvoldinu. Gjald fra $5.00 á mánuði og hærra. til sæluhússins, er stendur skamt frá hverunum. Var þar all óvistlegt, en okkur tókst þó innan lítillar stundar að þrifa svo til, að hægt var að setj- ast þar að snæðingi. Var nú slegið upp reglulegri veizlu og voru fjórir réttir framreiddir, hver öðrum ljúf- fengari. Var 1. réttur silungur, er veiddur var deginum áður í einu af Auðkúluheiðarvötnunum og suðum við hann ásamt kartöflum í Eyvind- arhvernum og smakkaðist vel. Undir borður var EyvinJar og Höllu minst með nokkrum vel völdurn orðum, og drukkin skál Magnúsar sálarháska. Við ræddum næst um það, hvort ekki myndi heppilegt að færa fjalla- dísununi verðuga fórn, ef ske kynni að þær ‘blíðkuðust og gæfu okkur gott veður og fagurt útsýni. Bauð ein af dömunum að fórna hári sínu. og hlvti það að skoðast verðug fórn. Voru allir þeirrar skoðunar og var þegar vikið að þvi að klippa á hana drengjakoll eftir nýjustu tízku. Tókst það prýðilega. Mun þetta í fyrsta sinni, að "drengjakollurinn” hefir sýnt sig á þessum slóðum. En eng- an árangur bar þessi fórnfæving. — Rigningin hélt áfram og þokan grúfði yfir umhverfinu öllu svartari en áður. Eftir 4 klukkutima dvöl á Hvera- völlum, héldum við þaðan og hófst nú heimförin. Náttstað höfðum við valið okkur við réttina við Seyðisá. Komum við þanga tímanlega um kvöldið og tjölduðum. Gekk það fjörugt til 5 tjaldinu, engu síður en kvöldinu áður, og var komið undir miðnætti, er nokkur festi bltind. Heim á leið. I bíti um ntorguninn var lagt af stað til bygða. Fórum við Auðkúlu- heiði sem fyrri daginn, en nú nokk- uð vestar, því ákveðið var að fara niður í Vatnsdal að þessu sinni. — Löng er leiðin vfir heiðina, og var dagttr að kvöldi kominn, er við kom- um niður í Vatnsdalinn. Skiftum við okkttr niður á þrjá bæi um nóttina: Ás, Undirfell og Kornsá, og fengum hina beztu gistingu á þeini öllum. Næsta dag var ætlunin að komast til Sauðárkróks, en það fór nokkttð á arinan veg. Um morguninn. gátuni við gerla séð yfir Vatnsdalinn. Er hann fallegasti dalurinn, sem eg hefi séð hér á landi, og þar er hvert stórbýlið við hliðina á öðru. Ingimundur gantli valdi vit- urlega, er hann nam Vatnsdal, og enn þann dag í dag er bústaður hans, Hof, eins af helztu jörðum landsins. Er við höfðum öil mæzt um morg- uninn á Kornsá, kom okkur saman um það, að gera lykkju á leið okkar á leiðinni út á Blöndttós og koma við á Þingeyrum. Býr þar vina- og kunningjafólk flestra, er í ferðinni voru,: Jón Páhnason og frú hans, Hulda Stefánsdóttir skólameistara. Komum við þangað um hádegi; var þá veður tekið að versna og stuttu eítir komu okkar þangað, skall yfir hið mesta hrakviöri, sem komið hefir á sumrinu. Urðum við að setjast þar upp. Sátum við þar i hinu bezta yfirlæti það sent eftir var dagsins, yfir ncáttiria og fram á hádegi næsta dag. (Niðurl.) ----------x---------- Carlsbergssjóðurinn. fimtugur Hinn 25. sept. voru 50 ár liðin síð- an Jacob C. Jacobsen bruggari stofn. aði Carlsbergssjóðinn. Tilgangur sjóðsins skyldi vera sá, að halda við rekstri Carlsbergs efnarannsóknar- stofunnar, er sami maður hafði kom ið á fót, að styrkja og efla náttúru. fræðisrannsóknir, töl-vísi, heimspeki, sagnfræði og málvisindi. Og tveim árum eftir stofnun sjóðsins bættist enn eitt hlutverk við: rekstur þjóð- fræðasafnsins i Friðrikslxirgarhöll við Hilleröd. 1 stjórn sjóðsins sitja þrír menn, skipaðir af visindafélag- íriu danska. Stofnfé sjóðsins var ein miljón krónur, en skömmu síðar bætti Ja- kobsen við 200,000„kr., og aftur einni miljón. Fé þetta hafði hann þó ekki handbært, en var aflað sjóðnum með veði í brugghúsum hans “Gamle Carlsbelrg”. En við dauða hans, 1887,. eignaðist sjóðurinn sjálft brugghúsið. Sjonur hans, Carl (Jacobsen, lak fyrirtæki föður sins eftTr dauða hans, með eigi minni atorku. Og 1902 fylgdi hann dæmi föður sins, og gaf brugghúsin “Ny Carlsberg”, til sjóðs, er hann stofnaði þá um leið og nefnist “Ny Carlsberg".sjóður- inn. I arfleiðsluskrá sinni hafði Ja- cobsen. eldri lagt fyrir stjórn sjóðsins að tryggja honum með skipulagsskrá fastan, órýranlegan höfuðstól, alt að sex miljónum króna. Arið 1896 var þessum fyrirmælum fullnægt. Jafn- framt hafði verið lagt til hliðar nægi- legt fé til byggingar fullkominnar efnarannsóknastofu, og ennfremur hafði á sjóðsins kostnaö verið reist hús við Vestre Boulevard í Kaup. mannahöfn, við hliðina á núverandi sendisveitarbústað lslands í Kaup- mannahöfn, og fékk- Vísindafélagið það til afnota. Eftir 1896 gat sjóð- urinn aukið stórum styrki sina til vísindalegrar eflingar, og eigi mun sú vísindagrein vera iðkuð í Dan- j mörku, að eigi hafi hún notið styrks i þaðan . Meðal þess sem framkvæmt hefir verið með styrk úr sjóðnum, að' miklu eða öllu leyti, má nefna ýms ar af Grænlandsrannsóknaferðum þeim sem Danir hafa gert út á síðari ár. um, og fornmenjarannsóknirnar í Lindos. A kostnað sjóðsins hafa dansk ir sagnfræðingar afritað öll páfa- bréf sem til .eru í Vatíkaninu í Róm þau eru Danmörk; varða. Og eigi más síst minnast þess, að sjóðurinn hefir i rikum mæli stutt íslenskar rannsóknir, ekki síst á jarðfræðis. sviðinu, og kostað eða tekið þátt í kostnaði við útgáfu rita um þau efni Fram að 1916 hafði sjóðurinn veitt styrki, sem námu um 4 miljónum króna alls, og veitir árlega um 300. 000 kr. til ýmsra þarfa. Þegar sjóður inn tók við brugghúsum Carlsbergs var eign hans metin á 4 miljónir króna en 1918 var hún talin 18 miljónir. Meðal almennings er þó þessum sjóði til visindalegra starfa tæplega veitt eins mikil athygli og því, sem Carl Jacobsen hefir gert fyrir listir. A þvi sviði hefir Jacobsen gert svo mikið, að enginn sem stendur við stundinni lengur í Kaupmannahöfn getur komist hjá því að “rekast á hann”, eða þá feðga. Fyrst og fremst má nefna hið fræga höggmvndasafn "Ny Carlsberg Clyptotek,” sem að ýmsu leyti stendur fremst allra slíkra safna á Norðurlöndum. Þá turnana á Frelsarakirkjunni og Nikolajturn- inn, sem bygður er fyrir fé þeirra feðga. Jacobsen hafði og boðið fram fé til þess að endurreisa turninn á Frúarkirkju í Kaupmannahöfn, en því boði var ekki tekið. —- Og um alla borgina eru eirlikneski og höggmynd ir, sem halda við minningu Jacob- sens. I arfleiðsluskrá sinni hafði Jacob- sen eldri ákveðið, að einkabústaður hans á Carlsberg skyldi verða þjóð. areign að syni hans látnum og jafnan hýsa einhvern þann danskan mann, sem unnið hefði til þess að heita frábær sonur þjóðar sinnar fyrir vísindalega starfsemi. Gekk ákvörð- un þessi i.gildi, þegar Carl Jacogsen dó, og flutti þá heimspekingurinn Harald Höffding í bústaðinn. Auður þeirra feðga, og þá um leið efnf sjóðsins stafa frá brugghúsum þeirra, sem frægust eru á Norður. löndum, í sinni grein. Faðir Jacob- sens eldra var bruggari, en bruggaði nær eingöngu hvítöl og annað því líkt. Sonur hans, sem tók við stjórn brugghúsanna 1835 og varð eigandi þeirra 1840, lærði bruggiðn í Þýzkalandi, og tók fyrstur manna í Danmörku að brugga bayerskt öl, en tókst það misjafnlega, þangað til hann gat náð i ger frá brugghúsi Gabriels Sedlniayers í Munchen. Eftir það tók brugghúsið að fá orð á sig, og 1846 keypti Jacobsen lóðir í Val. by, seni nú ber Carlsberg-nafnið. (Sk. — Vísir.) ----------x----------- Fjœr og nær A föstudagskvöldið næstkomandi, 10. des, verður systrakvöld í stúkunni Heklit. Systurnar hafa vandað sér— staklega vel til þessarar skemtunar, bæði hvað skemtiskrá og veitinguni viðvíkur, og bjóða þær reglusystkini öll sérstaklega velkomin þetta kvöld. Goodtemplarar, gerið þeim því þá ánægju að heimsækja þær og leggja ykkar skerf til ánægjulegrar kvöld— stundar. Farið út þegar yður Langar til Þér getið farið og komið þegar þér vilj. ið, án óþæginda, í snjó, krapi og bleytu ef þér notið togleðursskótau. Vér æskjum eftir viðskiftum yðar og treystum að geta notið þeirra með því að bjóða yður beztu vörur. Komið og skoðið beztu birgðirnar af skóhlífum og yfirskóm — NORTHERN. Til sölu hjá eftirfylgjandi ltaupmönnum: Arborg Farmers Co-op. Association, Ltd. Jónas Anderson T. J. Clemens S. Einarsson T. J. Gíslason Lakeside Trading Co. Sim. Sigurðsson F. E. Snidal S. D. B. Stephenson Arborg Cypress River. Ashern. Lundar. Brown. Gimli. Árborg Steep Rock. Eriksdale. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHI Málfundafélagið hélt allfjölmennan fund, miðað við vanalega, á sunnu- daginn var. Flutti S. B. Benedikts— son erindi um: “Hvert stefnir þjóðlíf Islendinga í þessu landi”. Vakti það mál mikinn áhuga og var rækilega rætt frá ýmsum hliðum. Tóku flestir viðstaddra þátt í umræðunum. Þar voru nokkrir gestir viðstaddir, og tóku sumir þeirra þátt í umræðun— um. Svona á það að vera og þaðan af betra. Til þess var þetta félag stofnað, að gefa tækifæri hugsandi mönnum að ræða þar áhugamál sin. Næsta sunnudag verður rætt um "Tilfniningar og vit”. Komið, land ar og verið með. Kl. 3, að Labor Hall næsta sunnudag. Ritari. Unglingar settir í embætti fyrir ársfjórðunginn i stúkunni Gimli, nr. 7 I. O. G. T.: F./E.T. — Evangeline Olafsson. Æ.T. — Josephine Olafsson. VT.T. — Freyja Olafsson. K. — Bára Arnason. Dr. — Ruby Thorsteinsson. A.D. — Ernest Otter. Rit. — Guðrún Johnson. A.R. — Valgerður Vestman. F.R. — Margrét Howardson. G. — Margrét Jónasson. V. — Kristján Arnason. U.V. — Stéphan Arnason. Hingað kom til bæjarins í gær Mr. Halldór Anderson frá Cypress River, og sonur hans, Mr. Jónas Anderson, verzlunarmaður sama staðar. Kváðu þeir furðulega hafa ræzt fram úr þessu voða hausti þar syðra, mest fyrir alveg óvanalega uppskeru að vöxtunum. ---------x---------- Um Presta, I barnaskóla á Englandi var krökkum nýlega sagt að skrifa rit- gerð um “andlegrar stéttar menn”. Ellefu ára gamall drengur skrifaði á þessa leið. “Andlegrar stéttar menn greinast i þrent — biskupa, prófasta og presta. Biskuparnir segja próföstun- um að vinna, en prestarnir verða að gera það. Prestar eru margir giftir menn, en þegar þeir verða prófast- ar, þá fitna þeir og geta haldið lengri ræður og verða góðir menn.” Af munni barna — — skuluð þér heyra sannleikanii. ---------x---------- The National Life Assurance Company of Canada Aðalskrifstofa: — TORONTO THE NATIONAL LIFE, sem hefir eignir, er nema yfir $7,000,000.00, og ábyrgðir í gildi yfir $42,500,000.- 00, er félag, sem óhætt er að treysta. Það er sterkt, canadiskt framfarafélag. Fjárhagur þess er óhagg- andi. Select Risks, frá 15 til 45 ára aldurs, tekin í ábyrgð $3000.00 eða lægra án læknisskoðunar. Skrifið eftir upplýsingum til P. K. Bjarnason Distr. Agent 408 Confederation Life Bldg. WINNIPEG .. Z.Vi HVE G4MALT ER M éé ®íadimí(Sjb, CWhisky LESIÐ STJÓRNARSTIMPILINN Á HETTUNNI. §

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.